Vísir - 19.01.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 19.01.1940, Blaðsíða 1
Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. RLtst jórnarskrif stof ur: félagsprentsmiSjan (3. hæð). 30. ár. Afgreiðsia: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 15. tbl. Finnar sigra á Salla- vígstöðvunum. Rússar hörfa undan 50 km. til þess að komast hjá að verða króaðir innl EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn í morgun. Webb Miller, fréttaritari United Press á vígstöðv- unum í Finnlandi, símar í morgun: Rússar eru á undanhaldi á Salla-vígstöðv- unum. Herfylki það, sem sent var þangað til þess að halda áfram sókninni til Helsingjabotns, eftir hrakfar- ir 9. rússneska hersins, hefir neyðst til þess að hörfa undan til þess að komast hjá sömu örlögum og hin tvö herfylkin, þ. e. að verða króað inni. Hefir þessi nýi her, sem herstjórn rauða hersins gerði sér vonir um, að myndi rétta hlut Rússa á þessum vígstöðvum, þeg- ar hörfað undan 50 kílómetra. Er undanhaldið erfitt hinum rússnesku hermönnum, því að frosthörkumar hafa aldrei verið meiri eða 55 gráður á Celsius.. — Þetta undanhald hefir nú staðið yfir í nokkura daga. Hættunni, sem vofði yfir, að Rússum tækist að sækja fram til Helsingjabotns, hefir nú verið afstýrt, og eng- ar líkur til, að Rússar geri frekari tilraunr í þessa átt, fyrr en þá með vorinu, 100 norskir skíða- menn gengnir í finska herinn. Nýr flokkur norskra sjálf- boðaliða leggur af stað í dag Sprengingarnar voru tvær og varð hin fyrri kl. 10,30 í gær- morgun, en hin síðari fáum sek- úndum síðar, Alt lék á reiði- skjálfi á verksmiðjusvæðinu og í grend, timhur, grjót og ann- að þyrlaðist i loft upp, og á (föstud.) áleiðis til Finnlands. í þessum flokki eru einvörðungu æfðir skíðamenn. Þeir eru allir prýðilega útbúnir. Að afstöðn- um eins mánaðar æfingum í Finnlandi leggja þeir af stað til vígvallanna. — NRP—FB. næstu götum var útlitandi eins og eftir loftárás, og sannast að segja hclt margt fólk i nágrenn- inu, að loftárás væri hafin og byrjað að varpa niður sprengi- kúlum, og þusti það í neðan- jarðarhyrgin. Þegar sprenging- Mesti knldi, sem mælst hefir í Evröpu, -55°C EINKASKEYTI. K.höfn í morgun. Kuldarnir í Finnlandi eru nú orðnir svo miklir, að jafnmikil frost hafa aldrei verið mæld hér í álfu. Fyrir tveim dögum var mesta frost í Finnlandi ~h 48° C. í Viborg, en nú er kuldinn víðast kominn upp fyrir 50 stig og á Sallavíg- stöðvunum er hann mældur mest -=- 55° C. Finnum kem- ur þessi kuldi ekki sérlega illa, þótt hann sé miklu meiri en þeir eiga að venjast, því að þeir þurfa ekki að óttast Rússana á meðan hann er svo mikill. Rússarnir eru svo illa klæddir og útbúnir, að þeir eiga bágt með allar hreyfingar og fjöldi þeirra frýs í hel, þar sem þeir eru komnir. Kvikasilfursmælarnir í Finnlandi eru fyrir löngu orðnir „óstarfhæfir“ því að þeir frjósa við -=-39.50° C., og eru því eingöngu notaðir spíritusmælar. Fjárlög Italíu Aukin fjáríramlög til landvarna. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. ítalska stjórnin kemur saman á fund næstkomandi laugardag, og er það fyrsti fundur hennar frá því 30. september. Fundar- efnið er fjárlagafrumvarpið fyr- ir fjárhagsárið 1940—1941. Það er búist við, að lagt verði til, að fjárframlög til landhers, lofthers og sjóliðs verði aukin að miklum mun, vegna þess, hversu nú horfir á alþjóðlegum vettvangi. DANSKT SKIP STRANDAR. E.s. Olga frá Kaupmanna- höfn strandaði fyrir vestan Tor- engen í Noregi. Áhöfninni var bjargað. Olga er 1400 smál. — NRP—FB. arnar urðu gaus upp eldsúla og því næst kolsvartur mökkur. Rúður brotnuðu i húsum á alt að 20 mílna svæði, en hávaðinn af sprengingúnni heyrðist í 90 enskra mílna fjarlægð. Fimm menn biðu hana af völdum spreaigingarinnar, en nokkrir særðust. Vífltæk hermdar- verk áformuð. Það átti að sprengja í loft upp helstu skotfæraverk- smiðjur Bretlands. Ógurleg sprenging í Waltham Abhey í gær. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Ógurleg sprenging varð í gær árdegis í Kgl. púður- verksmiðjunni í Waltham Abbey í Essex, skamt frá London. Allar líkur benda til, að um skipulagða hermd- arverkastarfsemi sé að ræða, og hafi þarna verið fram- ið fyrsta hermdarverkið af mörgum, sem áformuð eru og byggir Scotland Yard rannsókn sína á þeim grund- velli. i ■.'ftjlf! Scotland Yard hafði, áður en sprengingin varð, fengið upp- lýsingar um, að hermdarverk væri áformuð. Bresk yfirvöld höfðu fengið nafnlaus bréf um, að slys kynnu að verða í „Walt- ham Abbey og öðrum skotfæraverksmiðjum Bretlands“. Leynilögreglumenn frá Scotland Yard yfirheyrðu í gær fjölda verkamanna, sem vinna í Wallham Abbey, og stóð yfirheyrsl- an margar klukkustundir. Einnig sátu þeir á ráðstefnum með yfirmönnum verksmðjunnar. Það er búist við, að strangari varúðarráðstafanir verði látn- ar ganga í gildi, og aukinn hervörður verði settur við allar skotfæra- og vopnaverksmiðjur landsins. FYRSTA IiANADISKA ÍIERSVEITIN IŒMUR TIL ENGLANDS. Myndin var tekin i ónefndri hafnarborg, er fyrstu herflutningáskipin frá Kanada komu iil Eng- lands, í yfirstandandi Heimsstyrjöld, og sést á myndinni, er fyrstu kanadisku hermennirnir stíga á land í Englandi. Kanadamenn ráðgera að senda mikinn her til Evrópu. Minnismerki Jónasar Hallgrímssonar. í viðtali við mig, sem „Vísir“ birti nýlega, varðandi minnis- varðamál Jónasar Hallgrims- sonar, er ekki allskostar rétt haft eftir það sem eg sagði um liina nýju styttu, sem Einar Jónsson hefir gert af Jónasi. Skal það því tekið fram, til að fyrirbyggja misskilning, áð „modellið“ er ekki gert sérstak- lega fyrir Stúdentafél., heldur listasafnið, sem er eigandi þess, en höfundurinn hefir hinsvegar gefið félaginu lcost á að taka afsteypu af myndinni, ef það óskaði þess. Sig. ólason. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur árið 1940 var til umræðu og afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi í Kaupþingssalnum í gær- kvöldi. Var hún samþykt með örfáum breytingum, en sú veiga- mesta sem gerð var, var borin fram að hálfu bæjarráðs. Var það heimild fyrir bæjarstjórn að ábyrgjast eða taka að láni og leggja fram, alt að 150 þús. kr. til framleiðslubóta og at- vinnuaukningar, svo sem framlag til hraðfrystistöðvar og til kaupa á fiskiskipum, gegn tilsvarandi framlagi annarstaðar frá, ------------------ Kosningaaðferð- ir kommúnisfa. Gamall verkamaður, sem frá upphafi hefir verið félagi í Dagsbrún, en var gerður heið- ursfélagi 1936, vildi neyta at- kvæðisréttar síns við stjórnar- kosningar þær, er nú standa yí- ir. Var honum neitað um það, með því að hann hefði skuldað kr. 8,00 er hann var gerður heiðursfélagi. . Undanfarin ár hefir hann ávalt kosið athuga- semdalaust. Maðurinn vildi greiða þessa skuld, en komm- únistar neituðu, og fékk hann ekki að kjósa. Maður einn, sem tálinn hefir verið kommúnisti, kom á skrif- stofu Óðins fyrir nokkru, og kvaðst ekki hafa greitt ársgjöld sín í Dagsbrún í nokkur ár, og myndi hann því ekki hafa at- kvæðisrétt. Er fyrirspurn var gerð til skrifstofu Dagsbrúnar upplýsti hún að skuld manns- ins væri aðeins kr. 8,00, og fékk hann að kjósa, er hann hafði greitt þær. „Norsk folkehjelp“ hefir livátt alla karla og konur, sem liafa atvinnu og geta mist af eins dags launum án þess að þjarma mjög að sér, að gefa eins dags vinnulaun til Finna á viku hverri. — NRP—FB. Þá var og samþykt önnur til- laga frá bæjarráði, um heimild fyrir borgarstjóra að taka rekstrarlán alt að hálfri milj. króna á yfirstandandi ári. En samhljóða tillögur liafa verið samþyktar árlega undanfarin ár, af þeirri ástæðu, að bæinn hefir skort rekstrarfé í byrjun livers árs, eða uns útsvörin heimtast inn. Breytingartillögur voru sain- þyktar frá Guðrúnu Jónasson og Guðrúnu Guðlaugsdóttur um liækkun á styrk til sjúkra- húss Hvítábandsíns úr 10 þús. kr. upp í 13 þús., hrtt. frá Guð- rúnu Jónasson um liækkun styrks til Mæðrastyrksnefndar úr 2 þús. kr. upp í 3 þús., brtt. frá borgarstjóra um hækkun fjárveitingar til mat-, mjólkur- og lýsisgjafa til skólabarna úr 54 þús. kr. upp í (50 þús. og loks brtt. frá Helga Hermann og Gunnari Tlioroddsen um hækk- un styrks til námsflokka úr kr. 1500,00 upp í kr. 2350,00. Frá Gunnari Thoroddsen var samþykt till. um heimild fyrir bæjarstjórn, að verja alt að 15 þús. kr. af þeim 40 þús. kr., sem veitlar eru lil undirbúnings í- þróttasvæða við Skerjafjörð, til umbóta á íþróttavellinum á Melunum. Þetta var samþykt með þeim forsendum, að i- þróttasvæðið við Skerjafjörð ætti enn langt í land til að verða tekið í notkun, og á með- an væri óhjákvæmilegt að laga svo Iþróttavöllinn, að þar mætti iðka íþróttir á viðunandi hátt. Allmiklar umræður urðu um einstaka liði, en yfirleitt fóru þessar umræður mjög hógvær- lega fram. Einna mestar urðu þær um svohljóðandi tillögu Jónasar Jónssonar: „Heimilt er hafnarstjóm að verja af fé hafnarsjóðs því sem með þarf til að koma upp full- nægjandi girðingu, er útiloki umferð að þeim svæðum hafn- f arinnar, þar sem útlend skip , liafast við. Sé gerð og fyrir- ' komulag girðingarinnar ákveð- ( ið í samráði við lögreglustjóra, en bæjarráð samþykkti kostn- aðaráætlun.“ Hallaðist flutningsmaður lil- lögunnar lielst að því, að kom- ið yrði upp þakjárnsgirðingu meðfram höfninni til að bæta úr þeirri hneykslanlegu svívirð- ingu, er kornungar stúlkur . gerðu sig of heimakomnar í skip erlendra þjóða, og oftsinn- is hefir verið gert að umtalsefni í blöðum bæjarins. Lýstu Bjarni Benediktsson og Guðmundur Eiríksson þvi yfir, að þetta mál væri eun svo lítt undirbúið, að enn væri ekki liægt að taka endanlega afstöðu til þess. Það vantaði kostnaðar- áællun og áætlun um fyrir- komulag. — Og þótt svo færi, að á þessu virtist brýn nauðsyn, væri slik þakjárns- girðing alt annað en ákjósanleg m. a. frá fagurfræðilegu sjón- armiði. Loks var tillögunni vís- að til hafnarstjórnar. Allmiklar umræður urðu um tillögu frá minni liluta flokkun- um í bæjarstjórn um að leggja I niður Ráðningarskrifst. Reykja- ! víkurbæjar, með skirskotun til þess, að hér starfaði önnur Frh. á bls. 3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.