Vísir - 19.01.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 19.01.1940, Blaðsíða 3
VlSIR G&mla Bíé Lögreglugildran Spennandi og viðburðarík amerísk kvikmynd um viðureign amerísku G-mannanna við bófaí’lokk. Aðalhlutverkin leika: Robert Preston, J. Carrol Naish, Mary Carlisle. Hefi kaupendur að vönduðum einbýlis- og ívíbýlis-húsuin í Austurbænum. Lárus Jóhannesson, hæstaréttarmálaflm. Suðurgötu 4. Símar: 3294, 4314. Aukamynd: Ný Skipper-Skræk teiknimynd. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Sundhöll Reykjavíkur verður lokuð dagana 22.—28. þ. m. vegna hreingerningar. — Ath. Þeir sem eiga mánaðarkort, eða eru á sundnámskeið- um, fá það bætt upp, er þeir missa úr við lokunina. Hafið þér athugað? að líftrygging er sparisjóður efri áranna og f járhagslegt öryggi fyrir yður og yðar nánustu, að iðgjöld faila niður ef þér verðið veikur og ó- vinnufær, að öll tryggingarfjárhæðin er greidd yður ef þér verðið fullkominn öryrki, að öll þessi hlunnindi fáið þér hjá liftryggingarfélag- inu „DANMARK“, Hafnarstræti 10—12, sími 3701, gegn venjulegu líftryggingariðgjaldi. — Minkaskinn KACPUM VIÐ HÆSTA VERÐI. TÖKUM EINNIG í UMBOÐSSÖLU. FJÁRHGSÁÆTLUUNIN. Frh. af 1. síðu. skrifstofa er gegndi sama hlut- verki, þar sem Vinnumiðlunar- skrifstofan væri. Benti Bjarni Benediktsson á það, að Reykjavíkurbær liefði orðið á undan til að koma sinni skrifstofu upp, og að Vinnu- miðlunarskrifstofunni hefði að- eins verið komið upp til höfuðs þeirri sem fyrir var. Auk þess væri það sjálfsagður hlutur, að bæjar- og sveitarstjórnirnar liefðu umráð yfir ráðningastof- unum en ekki ríkið. Bar B. Ben. fram tillögu í formi rökstuddr- ar dagskrár, á þá leið, að bæj- arstjórnin skorar á Alþingi að breyta löggjöfinni um vinnu- miðlun, þannig, að bæjarstjórn- irnar fái umráðarétt yfir vinnu- miðlunarstofum, undir yfirum- sjón ríkisstjórnar. En náist ekki samkomulag um þetta, býðst bæjarstjórnin til að láta Ráðn- ignarskrifstofuna taka að sér störf Vinnumiðlunarstofunnar í Reykjavík endurgjaldslaust. Þessi tillaga var samþykt, og tillögur minni liluta flokkanna þar með úr sögunni. Nokkurar tillögur komu fram, svo sem um gatnagerð, nýjar götur, ógreidd bæjar- gjöld, fisksölumiðstöð og full- komnara bókliald, er öllum var | vísað til bæjarráðs. Tillögum er fram voru bornar um endur- bætur á fátækrafrumvarpinu, var visað til framfærslunefnd- ar. — Fundurinn hófst kl. 5 síðd. í gær og var slitið laust fyrir kl. 2 eftir miðnætti. 5011 ikip feiag’81 her§kipa- ffvljjd til G. jjaaa. Samkvæmt enskum skýrsl- i um, sem miðast við 6. janúar, hafa frá stríðsbyrjun til þess dags 5911 flutningaskip notið lierskipafylgdar í flokkum (conwoys). Af þessum skipum liafa aðeins 12 farist eða 0.2%. — NRP—FB. ----------------- EKKERT RÍKI BEÐIÐ BRETA UM SJÁLFSTÆÐISVERND EFTIR 30. SEPT. 1938. Chamberlain forsætisráð- herra var spurður að því í neðri málstofunni í gær, hvort nokk- urt ríki hefði mælst til þess eft- ir 30. sept. 1938, að Bretland ábyrgðist sjálfstæði þess, og svaraði Chamberlain með al- gerri neitun. —■ NRP—FB. Repiiblic Steel Corporation Á meðal f jölmargra umboða höfum vér nú einnig feng- ið einkaumboð á íslandi fyrir einhverja stærstu og þektustu stál- og iárnframleiðéndur Bandaríkjanna, REPUBLIC STEEL CORPORATION, sem framleiða m. a. sléttjárn, þakjárn, tinplötur, allskonar pípur, steypujárn, nagla, bolta, profiljárn, girðingarnet, gaddavír o. m. m. fl. Látið oss gefa yður tilboð áður en þér festið kaup ann- ars staðar! ELDING TRADIIVG COMPAAY 79 Wall-Street, New York City. Skrifstofa í Reykjavík: Laufásvegi 7, Sími 4286. Þýsk blöð svara Ronald Cross. Bretar sakaðir um viðskif tan jósnir. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. í símfregnum frá Berlín seg- ir, að þýsk blöð geri að um- talsefni staðhæfingar viðskifta- slriðsráðherrans breska í neðri málstofunni fyrir skemstu, og leggja hlöðin áherslu á, að Bretland sé staðráðið í að beita rétti sínum sem styrjaldarað- ila gagnvart hlutlausum þjóð- um. Blöðin saka Breta um við- skiftanjósnir, sérstaklega að því er varðar útflutningsverslun Þjóðverja, en segja Þjóðverja ekki óttast hardagaaðferðir eða liótanir Breta. Stefna Englands er að svelta konur og börn Þýskalands, segja þau ennfrem- ur. England fær að kenna á því, er Þýskaland svarar, segja þau loks, og saka Breta um að senda skip hlullausra þjóða inn á tundurduflasvæðin. Norðurlönd og rauða hættan. Nordurlanda þjódirn- ar verda aö láta eitt yfir allar ganga. Sandler, fyrrverandi utanrík- ismálaráðherra Svía, hefir í ræðu, sem liann flutti á þingi, gert ítarlega grein fyrir tildrög- um þess, að hann vék úr stjórn- inni. Ilann lýsti yfir því, að hann lili svo á, að afstaða Sví- þjóðar til finsk-rússnesku deil- unnar leiddi af sér hrun sam- eiginlegrar stjórnmálastefnu út á við fyrir Norðurlönd. Nú þyrfti að vekja Norðurlandabúa til meðvitundar um það, að nú verði þeir að standa s'amán livað sem á dynur — nú yrði að gilda einkunnarorðin „ein fyrir allar og allar fyrir eina“. — NRP— FB. — ÁTTATÍU OG FIMM ÁRA í DAG. Frii Ragnheiður Helgadóttir. Áttatíu og fimm ára er i dag merkiskonan frú Ragnheiður Helgadóttir, nú til heimilis hjá Bjarna alþm. Ásgeirssyni, syni sínum, að Reykjum í Mosfells- sveit. Ragnheiður Helgadóttir er fædd að Vogi á Mýrum og gift- ist 11. mars 1887 merkisbónd- anum Ásgeiri Bjarnasyni og bjuggu þau á Knarrarnesi á Mýrum góðu búi, við rausn og höfðingsskap og almennar vin- sældir. Hin síðustu ár þeirra þar voru þau sest í helgan stein, en Bjarni sonur þeirra tekinn við búsforráðum. Fluttust þau svo með honum að Reykjum 1922 og liafa dvalist þar síðan. Það verða áreiðanlega marg- ir, sem óska frú Ragnheiði til hamingju á afmælisdaginn í dag, því að þessi ágæta kona hefir ávalt gert hjart í kringum sig á sinni löngu ævi, og þess verður minst af mörgum í dag. r. Qfc Mýja mé R AIOM Tilkomumikil og fögur amerísk kvikmynd frá Fox,, ö® tekin í eðlilegum litum í undursamlegri náttúrufegurS víðsvegar i Californiu. — Aðalhlutverkin leika: LORETTA YOUNG, DON AMECHE, SKÁTAFÉLAG REYKJAVlKUR. fyrir skáta og gesti þeirra verður í Oddfellov/ n. k. laugancíag og liefst kl. 10. — BRYNJÓLFUR OG LÁRUS SKEMTA. Aðgöngumiðar í Málaranum og ef tir kl. 7 á laugardag í Odé- fellow. — Samkvæmisföt eða dökk föt. — Cítrónur góðar og ódýrar Heildv. Landstjarnan Sími 2012 TIL LEIGU. Húspláss það sem Hattabúðin hefir liaft í Austurstrætí 14. BEST AÐ AUGLÝSA í VÍSL I matinn Svið Sa\að nanffakjöt 3,50 kgr. ^altkjöi Tólg Gott verslunarpláss óskast sem fyrst. — Tilhoð, merkt: „Búð“ sendist afgr. Vísis. Nundmot verður lialdið í Sundhöll Reykjavíkur föstudaginn' 16. febrúar n.k. Þátttaka tilkynnist fyrir 8. febrúar. Sundráð Reykjavíkur. VERKAMANNAFÉLAGSINS DAGSBRÚN verður haldinn í Gamla Bíó sunnudaginn 21. þ, m. kl. I e.ÍL Dagskrá samkvæmt félagslögunum, Sýnið skírteini við innganginn.- FÉLAGSSTJÓRNIN. ------------------------------------------------f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.