Vísir - 23.01.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 23.01.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR Gaml& IBfé> Valsakongnrian --JÓHANN STRAUSS - Hrífandi fögur amerísk kvikmynd, um hið fræga tónskáld og hina ódauðlegu valsa hans. Myndin er tekin af Metro-félaginu undir stjóm franska kvik- myndasnillingsins Julien Duvivier. —- Aðalhlut- verkin leika LUISE RAINER, FERNAND GRA- VEY og pólska „kóleratur“-söngkonan MILIZA KORJUS. 90 manna symfóníuhljómsveit undir stjóm Dr. Arthur Gutmann leikur lögin í myndinni. Hafið þér athugað? að líftrygging er sparisjóður efri áranna og fjárhagslegt öryggi fyrir yður og yðar nánustu, að iðgjöld falla niður ef þér verðið veikur og ó- vinnufær, að öll tryggingarfjárhæðin er greidd yður ef þér verðið fullkominn öryrki, að öll þessi hlunnindi fáið þér hjá líftryggingaríelag- inu „DANMARK“, Hafnarstræti 10—12, sími 3701, gegn venjulegu líftryggingariðgjaldi. — Minkaskinn KAUPUM VIÐ HÆSTA VERÐI. TÖKUM EINNIG í UMBOÐSSÖLU. tankskip farið frá ameriskri höfn og Mexikómenn hafa sagt upp samningi sinum um bensín- kaup við Þjóðverja. Takist Bandamönnum að hindra aðflutninga á bensíni til Þýskalands, frá öðrum heims- álfum, þá verða Þjóðverjar að snúa sér eingöngu að því að kaupa af Rússum og Rúmenum. Bensínframleiðsla Rússa er 10—11% af allri heimsfram- leiðslunni, en útflutningurinn hefir verið hverfandi — um 2000 smál. á dag, eða um 0.7 milj. smál. á ári og hefir jafn- vel farið minkandi að undan- förnu. Amerísk fagblöð gera þvi ekki ráð fyrir að Rússar geti látið Þjóðverja fá milcið hensín. Bensmútflutningur- Rúmena til Þýskalands hefir að jafnaði verið um 1 milj. smál. á ári. En oliuframleiðslan rúm- enska hefir mikla möguleika til aultningar og það væi'i vafa- laust auðvelt að tvöfalda út- flutninginn til Þýskalands. Hinn nýi verslunarsáttmáli Rúmena og Þjóðverja gerir einnig ráð fyrir því, en menn verða jafn- framt að hafa það hugfast, að amerísk, ensk og hollensk fé- lög eiga mestan hluta rúmensku olíunnar, svo að búast má við erfiðleilcum á auknum útflutn- ingi til Þýskalands. En sé gert ráð fyrir að þessi bensínkaup verði tvöfölduð, þá hafa Þjóðverjar, sem hér segir, bensín upp í þær 6 milj. smál., sem notkunin er áætluð á styrj- aldartimum. — 1) 0.6 milj. smál. frá eigin löndum, 2) 2 milj. smál. unnið úr kolum. 3) 0.5 milj. smál. fná Galiziu. 4) 2 milj. smál. frá Rúmeníu — sam- tals um 5.1 milj. smál. Það vantar þá enn um 1 milj. smál. til að fullnægja þörfinni. Úr þeim vanda þarf að leysa og undir núverandi kringumstæð- um virðist hann auðleystastur með því að auka bensínfram- leiðsluna úr kolum í landinu sjálfu. Þjóðverjar hafa nóg af kolum og kolin i Slésíu erli sér- lega góð til bensínframleiðslu. Sérfræðingar álíta að ekki þurfi meira en 1—1 % ár til þess að reisa verksmiðjur, sem geti framleitt um 1 milj. smál. af bensíni úr kolum. Sumir liafa hallast að þeirri skoðun, að Þjóðverjum myndi reynast erfitt, er fram líða stundir, að útvega sér ethyl, sem nauðsynlegt er að sé í flug- vélabensíni, þvi að öðrum kosti geta flugvélarnar ekki flogið } eins hratt. En Þjóðverjar voru húnir að tryggja sér hið amer- íska einkaleyfi, áður en ófrið- urinn hófst, og liafa auk þess aflað sér gnægðar af blýi og ; brómi, en þau efni eru skilyrði fyrir að framleiða megi ethyl- bensín. »Boomerang:« M o 11 o: „Þetta fékk djöfsi og þar á lá hann, liann þekti ekki rétt þá sem hlustuðu á hann.“ P é t u r G a u t u r. Heiðraði L. S., til þess að spara yður erfiðið við að fletta upp í alfræðiorðabókunum, ætla eg að byrja á því, að segja yður hvað fyrirsögnin þýðir. Boomerang er kastvopn, sem hefir þann eiginleika, að kast- arinn fær það aftur í höfuðið, ef hann missir marks. Að því leyti líkist vopnið grein yðar í •„Vikunni“ þ. 11. þ. m., að hún keánur sjálfum yður í koll. Að hinu leytinu er vopnið haglega smiðað — en það er meira en hægt er að segja um þetta and- lega afrek yðar. Eg vona, að þér lítið vægum augum á, þótt eitt- hvað skorti hjá mér á þá lotn- ingu, sem Lárus Sigurbjörns- son ætlast til að yður sé sýnd. Ef svo ér, þá er vanmætti mín- um um að kenna, þvi að eg liefi reynt —- reynt af fremsta megni. Það er þá best að snúa sér að spakmælunum. Þér kallið leikrit það, sem Leikfélag Reykjavikur sýnir um þessar mundir „dulhúna viðurstygð“ og ennfremur segið þér, „að Leikfélagið geri ráð fyrir, að það fari ekki milcið fyrir lieil- hrigðri skynsemi á áhorfenda- bekkjunum“. Þótt hvorki fari mikið fyrir heilbrigði né skyn- semi í þessu skrifi yðar, þá ætla eg að svara því nokkurum orð- um. Til þess að dæma um hlut- ina yfirleitt, þá verður maður að hafa vit á þeim. Það nægir ekki að maður látist hafa það! Höfundur „viðurstygðarinnar“ gerir allan mun á ást og hold- legri ást—girnd. Þér hafið bitið yður í girndina — eða hún i yð- ur. Hversvegna? Ilún er ekki til hjá Dauðanum, tilfinning hans er ást — ekki girnd. Þetta er tvent ólíkt, en þar hefir yð- ur yfirsést. Það er dálítið leið- inlegt, þar sem ástin — ekki girndin — er annað aðalefni leikritsins, Jæja, nú vitið þér það. Og svo er annað L. S.: Það er stundum nóg að láta sem maður viti, en svo kemur það fyrir, að það nægir ekki — og þannig fór nú fyrir yður i þetta skiftið. Þér eruð að gefa í skyn, að ítalski tilill leikritsins sé rétt þýddur „Brúður dauðans“. — Jæja, karlinn! í skrifi yðar biðj- ið þér liamingjuna að hjálpa yður — hefðuð þér beðið af sannfæringu, hefði hún kann- ske hjálpað yður til þess að lesa grein Þórlialls Þorgilssonar í Mjbl. 11. þ. m., áður en þér senduð þelta afkvæmi yðar — ósjálfbjarga — út í lífið. Þar sténdur nefnilega ítalska nafn- ið skýrum stöfum „La morte in vacanza“, og leggið þér nú al- fræðiorðabókina frá yður, góð- urinn minn, og takið yður held- ur ítalska orðahók í hönd og með iðni og góðri lijálp munuð þér þá komast að raun um, að það er réttilega þýtt „Dauðinn í fríi“ — en ekki „Brúður dauð- ans“. Nú vitið þér hvað le'ikrit- ið lieitir og þurfið þess vegna ekki lengur að láta sem þér vit- ið það! Svo komum við nú að aðal- atriðinu. Iiver er tilgangurinn með þessu skrifi yðar — eða ástæðan fyrir því? Höfundur „Stigans“ er „moraIskt“ hneykslaður. Þér eruð slyngur! — En, kæri L. S., gerið þér nú ekki ráð fyrir að það fari harla litið fyrir skynsemi lesend- anna? Þér athugið það ekki ,að þér eruð ekki dulbúinn lengur — þér standið nakinn frammi fyrir alþjóð. Greinarkornið i Sdbl. Vísis þ. 14. þ. m. opnaði augun á þeim er ekki sáu þegar. Yður verður tíðrætt um „Á lieimleið“. Eg skil vel að von- brigðin liafi orðið gífurleg. Þér ætluðuð leikritinu að „ganga1’ fram á vor, a. m. lc. voru tvær konur æfðar í eitt hlutverkið vegna þess, að sú sem átti að byrja að leika það, ætlaði úr bænum í mars og þá átti hin að taka við — og svo fór sem fór! Þér hefðuð átt að dulbúa vonbrigðin betur —- vera leik- ari. Leikfélagið átti ekki sök á þessu. Og ef þér reynið að skoða þetta með stillingu, þá sjáið þér þetta — kannske ? Það voruð þér sjálfur, sem breyttuð góðri skáldsögu i lélegt leikrit. Það stendur berum orðum í leikskrá Leikfélagsins, að Lárus Sigur- hjörnsson liafi samið leikritið. Maður á að vera maður til þess að standa við skammarstrik sín og reyna ekki að koma sökinni á aðra. Sjálfur liöfðuð þér leik- stjórnina á hendi, svo að ekki er heldur þar öðrum um að kenna. Ef þér nú veltið þesáu dálítið fyrir yður, þá munið þér kannske komast að raun um, að heift yðar hefði ekki ált að hitna á L. R. heldur L. S. Hann er sá seki. Og svo að endingu: Áður en þér slettið næst úr pennanum, þá athugið vel hvar sletturnar le'nda. Og munið að maður verður að hafa vit, en ekki láta sem maður hafi það, og enn- fremur, að vita, en ekki látast viía. Ef þér athugið þetta, þá verður kannske vit í því hjá yð- ur næst. Annars skuluð þér láta aðra hafa vit fyrir yður. Með virðingu O. Fr. Grein þessi hefir orðið að biða nokkuð sakir þrengsla. — Ritstj. ----—i------------- Eftirtektarverð kviktnynd. Kvikmyndin „Stanley og Liv- ingstone“, sem sýnd vei’ður í Nýja Bíó í kvöld klukkan 7, hefir getið sér frægð hvarvetna, er hún hefir komið fram. — Myndin hefir þá kosti, sem best- ir eru á hverri kvikmynd, að vera í senn fræðandi og skemti- leg, og auk þess að því er aðal- persónurnar snertir mjög vel leikin. Auk þess eru þar rétt og öfgalaust raktir örlagarikustu þættir úr lífi tveggja manna, e'r á sinum tima vöktu á sér mikla athygli fyrir afrek, hvor á sinu sviði. Það eru þeir Henry M. Stanley, hinn frægi landkönn- uður, er var með fyrstu Ev- rópumönnum, er ruddu sér braut um „liina dimmustu Af- ríku“, og liinn mikli mannvin- ur, trúboðinn David Living- slone. Hér er þvi um alveg ó- venjulega athyglisverða kvik- mynd að ræða. Nýja Bíó er svo vinveitt starf- semi Mæðrastyrksnefndar, að gefa henni ágóðann af sýning- unni. Kemur þetta sér mjög vel fvrir nefndina, er enn á ólokið ýmsum útgjöldum frá sumr- inu, er snerta sumardvöl þreyttra mæðra héðan úr hæn- um, sem án hjálpar nefndar- innar myndu hafa farið þeirrar hressingar og heilsubótar á mis, er þeim og börnum þeirra varð að verunni i Reykliolti í Biskupstungum síðastliðið sól- ríkt sumar. Þegar þetta tvent er lagt sam- an, ágætis kvikmynd og hið besta málefni, er það harla ólíkt Reykvíkingum, að þeir láti nokkurt sæti í Bíóinu óskipað í kvöld. Svo kunnir eru þeir að hjálpsemi, jafnan er gott mál- efni, er hjálpar þarf, á í hlut. I. Frönsk afburða kvikmynd, gerð eftir samnefndri sögu rússi- neska stórskáldsins Alexander Puschkin. Áðalhlutverkíð leilcur einn af mestu leiksnillingum nútímans, HARRY BAUR, ásamt Jeanine Chrispin Rigand o. fl. Myndin geijs^e ist í St. Pétursborg og í nánd við hana á keisaTatímunum i Rússlandi. . ry.'.l- Böm fá ekki aðgang. — Kynnist franskri kvikmyndalíst- Mæðrastyrksnefndin: Nýja Bíó sýnir hina ágætu kvikmynd Stanley og Livingstone í kvöld kl. 7. — Að eins þetta eina sinn. Aðgöngumiðar á 1.00, 1.25 og 1.50 (stúka) í bíóinu frá kl. 5. Allur ágóði rennur til Mæðrastyrksnefndarinnar. Yerslunnarmannafélag Reykjavíkur. félagsins verður haldinn næstk. laugardag þann 27. þ. in. að Hótel Borg, og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7.30 stundvislega. Undir borðum fara fram ýms góð og ný skemtiatriði. Aðgöngumiðar verða seldir í Tóbaksversl. London, Austurstræti 14, á fimtudag og föstudag. Skemtinefndin. H V 0 T Sjálfstæðiskvennafélagið heldur fund í Oddfellow- húsinu niðri, í kvöld kl. 844. Hr. alþingismaður Ámi Jónsson frá Múla hefur um- ræður um st jómmál. Allar s jálfstæðiskonur velkomnar og þær, sem óska geta fengið ný skírteini á fundinum. KAFFIDRYKKJA. STJÓRNIN. U p p b o ð. Opinbert uppboð verður haldið miðvikvidaginn 31. þ. m. og hefst við Arnarhól kl. 1 e. h. Verða þá seldar eftir- taldar bifreiðar og bifhjól: R. 11, 82, 101, 155, 169, 201, 203, 210, 267, 270, 273^ 298, 321, 373, 417, 436, 460, 498, 516, 545, 557, 586, 611, 623, 714, 744, 748, 749, 790, 822, 846, 872, 906, 919, 935, 954, 1204, 1218 og 1229. Greiðsla fari fram við liainarshögg. LÖGMAÐURINN í REYKJAVÍK. BEST AÐ AUGLÝSA í VÍSL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.