Vísir - 02.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 02.02.1940, Blaðsíða 2
VtSIR TtSI DAGBLA9 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasála 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan ii/f. Lifi dýrtíðin! g JÁLFSTÆÐISBLÖÐIN hafa gerst svo ósvífin að finna að því að kjötverðið hef- ir hækkað svo gífurlega sem raun er á. Þau hafa hent á að með þessu væri stigið spor, sem hættiriegt gæti orðið í þeirri baráttu við dýrtiðina, sem væri eitt mikilvægasta verkefni þeirrar stjórnar sem nú situr. Alþýðublaðið hefir ekki látið sitt eftir liggja í þessari gagn- rýni. í gær skýrir blaðið frá þvi að haldinn hafi verið fundur í Alþýðuflokksfélagi RejTjavik- ur og hafi Stefán Jóhann Stef- ánsson verið aðalræðumaður- inn. En á þessum fundi, að við- stöddum einum ráðherra þjóð- stjórnarinnar eru samþykt liarðorð mótmæli gegn hækk- un kjötverðsins, sem talin er „fullkomlega ósanngjörn og ó- réttmæt“. Ennfremur segir svo í þessari ályktun Alþýðuflokks- félagsins: „Verðhækkun á er- lendum markaði getur á engan hátt réttlætt þessa hækkun, allra síst þegar þess er gætt, að undanfarin ár hefir kjöt verið selt á innlendum markaði fyrir stórum hærra verð en fáanlegt liefir verið á erlendum mörk- uðum og verulegur liluti af innlenda verðinti verið tekinn til að bæta upp og hækka verð á því sem til útlanda var selt.“ Það hefði nú mátt búast við þvi, að þegar blöð beggja sam- starfsflokkanna eru alveg á eitt sátt í jafn stóru máli og hér er á ferð, hefði aðstandendur Tím- ans vit á að taka þeirri gagn- rýni, sem fram hefir komið, eins og siðuðum mönnum sómdi. En því er ekki að heilsa. í stað þess er ráðist á Sjálfstæð- isflokkinn af þeirri frekju og ó- skammfeilni, að mönnum verð- ur hugsað til hinna „gömlu góðu daga“ áður en hægra- brosið og „milda höndin“ kom til sögunnaj\ Þegar gengislögin voru sett í fyrravetur, voru í þeim ákvæði um það, að verð á kjöti og mjólk skyldi fara eftir kaup- gjaldinu, i ákveðnu hlutfalli. Á síðasta þingi var gengislögun- um breytt. Kaupgjaldið er á- fram lögbundið. En verðlags- ákvæði kjöts og mjólkur voru tekin út úr lögunum og lögð að öllu undir þær opinberu nefnd- ir, sem með þau mál fara. Hvorttveggja sinnið fóru geng- islögin umræðulítið gegn um þingið. Alþýðublaðið segir í gær svo frá fyrirvara þeim, sem Stefán Jóhann gerði viðvíkjandi kjötinu og mjólkinni í umræð- um á þinginu nú um áramótin: „Félagsmálaráðherra sagði, að hann teldi enga ástæðu til þess að verð á þessum neysluvörum hækkaði, sem svaraði kaupupp- bótinni, enda væri það mjög ó- sanngjarnt.“ Þessum skilningi Stefáns Jó- hanns var ekki mótmælt, enda- þótt sjálfur landbúnaðarráð- herrann ætti sæti í þeirri deild þingsins, sem fyrirvarinn var börinn fram í. Þegar ákvæðin um verðið á kjötinu og mjólk- inni voru tekin út úr gengislög- unum mátti þvi alveg eins skilja það svo, að verðlag á þessum vörum hækkaði ekki að tiltölu við kaupgjaldið, heldur eitthvað minna. En hvað sem liður þessum skilningi, þá er óhætt að full- yrða að fjöldi þingmanna hafði ekki gert ráð fyrir því að niður- felling verðlagsákvæðanna á kjötinu og mjólkinni úr gengis- lögunum yrði notuð til þess að hækka kjötverðið um 20% samtímis því, sem ltaupgjaldið hefir að eins hækkað um 9%. Timinn segir að með hækk- uninni á kjötverðinu fái bænd- ur að eins „uppbót, sem þeir gætu veitt sér, ef þeir seldu kjötið út úr landinu“. H;inu gleymir blaðið að árum saman hafa neytendur greitt bændum uppbót.sem þeir hefðu ekki get- að „veitt sér“ með því að selja kjötið út úr landinu. Ef liægt væri að sýna fram á, að neyt- endur liefðu yfirleitt bætt liag sinn, svo sem verðliækkuninni erlendis nemur, væri þetta sök sér. En vill nokkur halda því fram að kaupgeta neytenda hafi alment aukist hina síðustu mánuði ? Tíminn stingur upp á því að útvarpsumræður fari fram um þetta mál. Því ekki það! Það er ekkert á móti því, að alþjóð komist að raun um hverjir það eru, sem vilja reka harðvítuga stéttapólitík á þessum tímum. Það er ekkert á móti því, að al- þjóð fái að vita liverjir það eru sem vilja gefa dýrtíðinni laus- an tauminn. Allir skilja að liér er verið að búa til svikamyllu. Ný kauphækkun, ný kjöthækk- un. Þeir, sem að kjöthækkun- inni standa hafa i rauninni val- ið sér kjörorðið: Lifi dýrtíðin! a Koisiniiig: í faitancfydir bæpr§(jórnar. Á fundi bæjarstjórnar í gær var kosið í fastar nefndir. Urðu mjög litlar breytingar á þeim, frá því, sem áður var. Guðm. Ásbjörnsson var end- urkosinn forseti bæjarstjórnar. 1. varaforseti Jakob Möller og 2. varaforseti Bjarni Benedikts- son. — Skrifarar: Guðm. Eiriksáon og J. A. Pétursson og til vara: Helgi H. Eiríksson og Soffía Ingvarsdóttir. Bæjarráð er skipað eins og áður: Frá Sjálfstæðisflokknum Guðm. Ásbjörnsson, Jakob Möller, Bjarni Benediktsson og Guðm. Eiríksson, e*n frá Al- þýðufl. St. J. Stefánsson. Vara- menn eru Jón Björnsson, II. H. Eiríksson, Valtýr Stefánsson og G. Thoroddsen frá Sjálfstæðis- flokknum og J. A. Pétursson frá Alþfl. 1 brunamálanefnd: Guðm. Eiríksson, Guðrún Jónasson, H. II. Eiríksson og V. Stefánsson frá Sjálfstæðisfl. og Soffía Ing- varsdóttir frá Alþýðufl. Byggingarnefnd: Guðm. Ei- ríksson, Guðm. Ásbjörnsson, en utan bæjarstjórnar: Hörður Bjarnason arkilekt og Tómas Vigfússon húsameistari. Ilafnarstjórn: Jakob Möller, Jón Björnsson frá Sjálfstæðis- fl., Jón A. Pétursson frá Alþ.fl. Varamenn: Guðm. Eiríksson, Valtýr Stefánsson og St. Jóh. Stefánsson. Utan bæjarstjórnar voru þeir kosnir Hafst. Berg- þórsson og Sig. Sigurðsson og til vara Þórður Ólafsson og Geir Thorsteinsson. Frú Guðrún Jónasson var kosin í heilbrigðisnefnd og sólt- varnanefnd. í stjórn Fiskimannasjóðs Síðari grein Dr. theol. Eiríks Albertssonar: Kírkjan og athafnalífið. Á þetta er minst hér vegna þess, að telja má víst, að lög- gjafar þjóðar vorrar séu þeir arengir, að þeir viðurkenni þegar á er bent, að svona lög- gjöf, svona gersamlega mein- ingarlaus löggjöf, er verri en ekki neitt, og að til þess að unt sé að gera sanngjarnar kröfur til kirkju og kennimanna um athafnir og menningarafrek þurfi þing og þjóð að veita þeim nægan kost þess að sýna, hvað þau mega. Og lang ein- faldast og brotaminst og eðli- legast væri það að láta kirkju- ráði og synodus í té allríflega fjárupphæð til árlegra afnota. Þessir aðilar væru færastir um að nota féð samkvæmt þeim þörfum og til framkvæmda þeim verkefnum, sem fyrir liendi væri á hverjum tíma. Og verkefni og liugsjónir á kirkjan nægileg og þann veg vaxin, að fjármagn þarf til þess að framkvæma þau. Það má i það minna, að margir kirkjunn- ar menn hafa áhuga fyrir þvi, að koma á stofn kirkjulegum þjóðskóla, er kirkjan ein ætti og annaðist. Þá má og á það minna að um nokkurra ára skeið hafa úrvalsmenn verið sendir á vegum lcirkjunnar út um landið til þess að flytja er- indi og prédika. Þessir menn Iiafa oftlega komið á kirkjulega fundi, þeir fluttu fyrirlestra á fjölmennum samkomum og fluttu prédikanir i kirkjum landsins. Þeir lieimsóttu prest- ana út um bygðir landsins og ræddu við þá. Og alveg er óhætt að fullyrða, að þessi starfsemi hefir gefist mjög vel. Og kirkj- an hefir staðið með óskiftum á- liuga að þessari starfsemi. All- ir kirkjunnar menn eru sann- færðir um, að slíkir starfshætt- ir séu ágætir og til mikilla nytja. Þessir sendimenn höfðu Iiressandi og fjörgandi áhrif, þeir vekja ný sjónarhorf og hvetja til átaka og nýrra starfa. Þeir voru hinum einangruðu svedtaprestum hvorttveggja í senn kærir gestir og hollir ráð- gjafar. Og fólkið gladdist við komu þessara manna til safn- aðanna. En slík starfsemi og þetta kostar fé og einmitt af þvi að nægjanlegt fé hefir skort, liefir orðið minna úr þessu en annars. Sá, er þetta ritai’, veit, að hópur íslenskra presta hefir nú um tveggja ára skeið ætlað sér að fara í fyrirlestra- og prédikanaleiðangur um ekki lít- inn hluta landsins og voru þeir fúsir á að leggja á sig fjárhags- legar kvaðir í því skyni, en nokkurt fé var þeim nauðsyn á að fá til fararinnar. En sífelt verður hið sama upp á baugi: Kirkjan á ekki yfir neinu fé að ráða til slíkra starfa. Kjalarness var Guðm. Ásbjörns- son kosinn. í verðlagsnefnd var kosinn Þorst. Þorsteinsson, hagstofu- stjóri. í stjórn eftirlaunasjóðs voru kosnir þeir J. Möller, Guðm. Áshjörnsson og J. A. Pétursson Endurskoðendur bæjarreikn- inganna: Þórður Sveinsson og Ól. Friðriksson og til vara Ari Thorlacius og Jón Brynjólfsson. Guðm. Eiríksson var kosinn endurskoðandi styrktarstjóðs sjómanna og verkamanna og hann var einnig kosinn endur- skoðandi í stjórt íþróttavallar- ins. Stjórn S. R.: Ilelgi Tómasson, Gunnar E. Benediktsson og Tómas Jónsson frá Sjálfstæðis- fl. og Felix Guðmundsson frá AÍþfl. : Eitt það, er torveldar mjög framkvæmd guðsþjónustu i kirkjum út um sveitir landsins er skorturinn á liæfum söng- stjórum. Við hverja kirkju þarf vitanlega forsöngvara, er sam- liliða því að vera söngmaður þarf einnig að vera góður org- anleikari. Á slíkum forsöngvur- um er viða hinn mesti hörgull og falla oft guðsþjónustur nið- ur af þeim sökum. Nú er það svo ,að þeir, sem fara vildu til Reykjavíkur og nema þar org- anleik til þess að verða á eftir organleikari í kirkjum lands- ins, geta þar fengið ókeypis kenslu. En til slíks náms þarf margra mánaða dvöl í Reykja- vík og mun reynast ei-fitt að fá menn til þess að leggja slíkt nám fyrir sig nema þvi að eins ! að um styrk til námsins væri að ræða. Þann styrk þyrfti kirkjan að vera megnug að láta í té, en því fer fjarri. Og þann- ig mætti lengi halda áfram að ■ telja ótal verkefni, sem aðkall- andi eru, en alla fjárhagslega getu skortir að sinni. Niður- staðan verður æ hin sama: Kirkjuna skortir mjög fé til : þess að vera athafnamikil og á- hrifarík stofnun í nútímalífi . þjóðarinnar. Brýna nauðsyn ber því til þess að fá lienni fé í hendur svo að úr verði bætt. Sanngjarnt virðist því vera, að þeirri áskorun sé beint til allra þeirra, er vilja efla kirkj- una til athafna og trú hafa á þvi, að leiðsögn liennar sé þjóð- inni nauðsynlcg, að þeir stuðli að því, að úr þessum nauðsynj- um hennar verði bætt. Lög- gjafarþingið á að vera sönn mynd af vilja þjóðarinnar. Al- i þingi hefir oft sýnt tómlæti um málefni og hag kirkjunnar. Og þ jóðs t j órn arþingið liefir ekki reynst betur en hin. Og alveg er víst, að með þessu er Alþingi ekki að sýna vilja almennings í landinu. Yitað er, að kirkjan [ á sér fjölmarga vini og einlæga stuðningsmenn meðal kjósenda í þjóðfélaginu. En í önnum dagsins gleymist Alþingi þessi vilji kjósendanna, af því að of hljótt hefir verið um kirkjuna og hag liennar á opinberum vettvangi. ■ Þá þögn þarf að rjúfa. ! fólkið á þess kost, þegar mestar eru annir, að vera heima, en vera þó hlustendur að ýmsu ! góðu og gagnlegu, þar á meðal ! guðsþjónustuflutningi úr ; Reykjavik, þar sem fer samann ágætur kirkjusöngur og ræðu- futningur merkra kennimanna, þá er ekki að undra þótt notk- un Útvarpsins auki ekki kirkju- sókn frá þeim lieimilum, sem erfiða aðstöðu eiga þar um. En þó að guðsþjónustuflutn- ingur úr Reykjavík á vegum Otvarpsins sé harla mikilsverð starfsemi, þá er hún þó kirkju- lega séð alt of einhæf. Þar sem útvarpsguðsþjónusturnar ná nú til mikils þorra þjóðarínnar þurfa þær að fá á sig almennari blæ. Kirkjan sem lieild þarf að eiga þar meiri itök. Prestum landsins í heild þarf að gefast þess mildu ríflegri kostur en liingað til liefir verið, að flytja erindi og prédikanir á vegum Otvarpsins. Um þá verkaskift- ingu þyrfti ákveðnar reglur, vissa niðurröðun. Og til þess að sú starfstilhögun kæmi ekki í bág við kirkjulegt guðsþjón- ustuhald í Reykjavík þyrfti sjálfsagt einhverjar aðrar fram- kvæmdir. Messur úr útvarps- sal, er væru að sjálfsögðu að eins skemri messur, ruddu sér aldrei verulega til rúms. Best væri að ríkið léti reisa kirkju í höfuðstaðnum og prestar utan Reykjavíkur flyttu þar guðs- þjónustur samkvæmt ákveðinni fyirfram gerðri niðurröðun, og væri þeim guðsþjónustum út- varpað. Hátíðamessur úr dóm- kirkjunni og fríkirkjunni yrði svo útvarpað, eins og verið hef- ir. En hvort sem þessi skipan yrði um þetta höfð eða önnur, þá er réttmætt að jafnrétti allra presta landsins verði trygt til guðsþjónusluflutnings í út- varpinu. Þá er komið að seinna atrið- niu, er nefnt var: háskólanámi prestefnanna. Þarf vitanlega ekki að eyða orðum að því, hversu mikilvægt það er fyrir I kirkjuna. j Það er alþjóð kunnugt, að ' Háskóli íslands er ung og fá- j tæk stofnun. Samt er það vitað | af þeim, sem kunnleika á hafa og dómbærir eru, að Háskólinn hefir rækt hlutverk sitt með Nú hefir verið gerð nokkur ! grein fyrir hinum raunveru- ! j Iegu fjárhagslegu skilyrðum, er j kirkjan hefir við að búa. En að ! lokum verður hér vikið að tveim atriðum, er snerta hina ' andlegu starfsemi hennar, þótt , þau vitanlega séu liáð hinum j fjárhagslegu skilyrðum: Fyrra j atriðið er jafnrétti presta til ! prédikunarstarfsemi innan j I þjóðkirkjunar og þá jafnframt \ i um anda hennar og menningar- , áhrif. Seinna atriðið er um guð- j fræðinámið við Háskólann. Athafnir kirkjunnar eru stundum mældar með skýrsl- um um messufjölda prestanna, hve oft þeir stígi í stólinn. Sá mælikvarði er ekki óréttmætur j það sem liann nær, en hvergi j nærri einhlítur né óskeikull. j Ótal margt kemur til greina, er i hamlar messuflutningi úti á . landsbygðinni, sem prestunum í er alveg óviðkomandi og þeir eiga því enga sök á. Má nefna i sem orsakir messufalla: fólks- j fækkun í sveitunum, hrörlegar ! og kaldar kirkjur og tilfinnan- j legur skortur á kirkjusöng. En j auk þessa og ýmislegs fleira ( hafa útvarpsmessur óefað frem- j ur stuðlað að fækkun kirkju- ■ presta úti á landsbygðinni. Ot- varpstæki eru nú orðið á fjöl- mörgum sveitaheimilum. Og ef prýði og mjög framar en sann- gjarnt hefir verið að krefjast, þegar gætt er allra þeirra örð- ugleika, er skortur góðs húsa- kosts og nægilegra fjármuna er tekinn til greina við það mat. Og guðfræðideild Háskólans hefir staðið með sóma við hlið hinna deilda hans. En hinsveg- ar mun það ekki orka tvímælis, að þörf væri á að fjölga náms- greinum guðfræðinemenda frá því sem nú er. Fyrir guðfræði- legri mentun í þrengri merk- ingu er vel séð. En til viðbótar því, sem nú er kent í guðfræði- deild Háskólans þarf nauðsyn- lega að taka upp kenslu í trúar- sálarfræði og trúarheimspeki og síðast en ekki síst í samanburð- arfræði trúarbragða (compara- tiv religion) svo að það eitt sé nefnt, sem mest er aðkallandi. En í þessum námsgreinum, er nú liafa verið nefndar, er um efni að ræða, sem nútímaprest- um er bráðnauðsynlegt að vita góð skil á. Ein hin mesta menningar- þjóð með vestrænum þjóðum, Englendingar, gerir þær lcröf- Ur til presta sinna, að þeir séu afburða vel að sér á öllum svið- um hins andlega lífs. Og Eng- lendingar annast um að hægt sé að fullnægja þessum kröfum. Borið saman við þjöðai’lieild- ina báru íslenskir prestar oft áður mjög af öllum jxirra manna á andlegum sviðum. Nú gera þeir það ekki framar í jafn ríkurn mæli. En íslenskir prestar þurfa að vera afburða menn á sem flestum andlegum sviðum. Fyrsta megin skilyi’ði þess skapar guðfræðideildin. Hennar vegur þarf að verða enn meiri. Hún hefir ávaxtað vel það pund, sem henni hefir verið falið. Henni er trúandi fyrir meiru. Og um kirkjuna í heild má segja, að hún hafi sýnt það og sannað í íslensku þjóðlífi, að henni sé trúandi fyrir miklum verkefnum. En liún verður þá jafnframt þeirri viðurkenningu að öðlast meiri þjóðfélagslega getu til þess að rækja með menningarlegum myndugleik sín mörgu og merkilegu við- fangsefni og heilaga hlutverk. Ættu allir þeir, sem eru einlæg- ir vinir hennar og treysta því> að áhrif kristilegrar menningar séu þjóðinni hin mesta nauðsyn, að stuðla að því með einurð og alúð að starfsskilyrði hennar verði bætt. Það hlýtur að kosta þjóðina einhver lítilsháttar fjárframlög. En það fé væri lagt í öruggasta sjóð þjoðar- innar. Skjaldarglíman: Sigurður Brynjólfsson sigraði. Skjaldarglíma Ármanns var háð í gærkveldi — í 28. sinni. Fór glíman fram í Iðnó og var margt áhorfenda. Kepperndurn- ir voru 10 íalsins, allir úr Glímufélaginu Ármanni. Sigurður Brynjólfsson bar sigur úr býtum. Hlaut hann 8 vinninga. Fékk liann þvi Ár- mannsskjöldinn að launum og er það í fyrsta sinni, sem hann hlýtur skjöldinn, en hann þarf að vinna þrisvar sinnum i röð til fullrar eignar, eða fimm sinnum alls. Skúli Þorleifsson hlaut 7 vinninga, Sigurður Hallbjörns- son og Guðmundur Hjálmars- son 5 hvor, Guðni Kristjánsson 4, Þorkell Þorkelsson 3, Hannes Ingibergsson 2, Stefán Guð- mundsson og Gunnar Sveins- son 1 vinning hvor. Haraldur Kristjánsson geklc úr glimunni, er hann hafði glimt fimm sinn- um. Skúli Þorleifsson hlaut 1. verðlaun i fegurðarglímu, Sig- urður Brynjólfsson 2. verðlaun og Þorkell Þorkelsson 3. verðl. Forseti Iþróttasambandsins afhenti verðlaunin. I ræðu sinni mintist hann þess starfs, sem Glimufélagið Ármann vinnur til endurreisnar glímunni, þjóð- aríþrótt íslendinga, en Ármann hefir nú lagt út á hcillavænlega braut, þ. e. að kenna ungling- um glímu og þjálfa þá. í flokki þessum eru unglingar frá ferm- ingaraldri. Er mikill áhugi fyr- ir glímunni i Ármanni og þess verður vænlanlega ekki langt að> bíða, að góðum glímumönnum fjölgi mjög mikið. Glímumennirnir, sein þátt tólcu í kappglimunni, voru yfir- leitt jafnir að þunga og glímdu vel og drengilega. Var þeim ó- spart klappað lof í lófa. Sigurvegarinn — Sigurður Brynjólfsson — er Rangæingur,. ættaður úr Landeyjum. Hefir hann dvalist hér mörg ár. Frú Rigmor Hanson hefir síðastl. mánuð kent sam- kvæmisdans á Hvanneyri og í Reyk- holtsskóla í BorgarfirSi. Segir frú- in, að kenslan hafi gengið vel, nem- endur veri'Ö mjög áhugasamir og afar skemtilegt að kenna þeim. Tek- ur frú Rigmor nú aftur við kensl- unni á dansskóla sínum hér, og hefjast æfingar á máhudaginn fyr- ir börn, en á þriðjudaginn fyrir; fullorðna".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.