Vísir - 28.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 28.02.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR 0AGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Fjárlaga- ræðan. Tþ EGAR öllu er á botninn hvolft hafa sjálfstæðis- nienn enga ástæðu til að kvarta yfir því, að árás var liafin á fjármálaráðherra, áður en hon- um gafst kostur á að gera grein fyrir fjárlögunum á réttum vettvangi. Hvað sem tilgangin- um líður hafa þessar ánásir gert gagn. Þegar flolckar taka upp samvinnu á þann hátt sem hér hefir verið gert, er nauðsynlegt að unnið sé af fullum heilind- um á allar hliðar. Það þylcir ekki tiltökumál í hernaði, þótt óvinaþjóðir leggi tundurdufl til þess að vinna fjandmönnum sínum tjón. En þegar slíkum hernaði er beitt gegn eigin bandamönnum, eru svik í tafli. Nú hefir komið í ljós hvaðan samvinnunni er mest hætta bú- in. Öllum er Ijóst, að samvinn- an getur ekki haldið áfram, ef níðst er á lienni á þann hátt, sem gert hefir verið í sainbandi við hið nýja fjárlagafrumvarp. Þeir, sem hófu þá skothríð, vita að hún má ekki endurtakast. En þessi .óvænta skothríð hef- ir gert sitt gagn, ekki einungis að þvi leyti, að komist hefir upp, hvar legið er í fyrirsáti, heldur einnig með því að draga athygliria meira að* fjárlaga- frumvarpinu en annars hefði verið. Það var næsta eðlilegt, að menn byggjust við því, að fjár- málaráðherra gæfist ekki tími til þess að gera annað en „af- skrifa“ fjárlög þessa árs á þeim fáu vikum, sem hann liafði til undirbúnings frumvarpinu. En fjárlagaræðan sýndi og sannaði, að hér hefir verið unnið mikið og vandasamt starf á undra- skömmum tima. Fjármálaráðherrann Iiefir ekki litið undan. Hann hefir sett sér að horfast í augu við stað- reyndirnar. Hann fer ekki inn á þá braut, að leggja á nýja skatta til þess að jafria útgjöli- in, I fyrsta sinni um langt skeið hefir tilraun verið gerð til þess að lækka útgjaldahliðina. En hvar átti að byrja? Átti að taka t. d.fræðslumáhn eða alþýðutrygg- ingarnar? Til þess að fram- kvæma .sparnað á þessum stóru útgjaldaliðum og öðrum slik- um, þarf breytinga á löggjöf. Þeim breytingum verður ekki á komið, nema með löngum og rækilegum undirbúningi. Ekk- ert liggur fyrir um þingviljann í því efni. Allir flokkar hafa samþykt launauppbætur til starfsmanna ríkisins. Hvar á að taka þau auknu útgjöld? Á síð- asta þingi var dregið úr fjár- framlögum til sjávarútvegsins. Nú lá fyrir umsögn dómbærra manna um það, að ýmsar land- búnaðarframkvæmdir gætu ekki komist á, vegna styrjaldar- innar. Það er óhætt að fullyrða, að hver. sá fjármálaráðherra, sem ekki hefði talið fært að hækka skatta, hefði farið ná- kvæmlega sömu leiðina og Ja- kob Möller: Fært niður áætlun- ina á þeim liðum, sem ekki er fyrirsjáanlegt að komi til út- Ræða fjármálaráðherra Jakobs Möllers við I. vmr. fiárlaga í gær. Fjármálaráðherra Jakob Möller fylgdi fjárlögunum úr hlaði í gær, svo sem venja er til, með ítarlegri ræðu. Gerði hann þar grein fyrir ríkisrekstrinum s. 1. ár, áætlunum fjárlaga og raunverulegum tekjum, svo og útgjöldum ríkissjóðs á árinu. Rakti fjármálaráðh. allar umframgreiðslur ríkissjóðs og gerði fulla grein fyrir hvernig í þeim lægi. Rakti hann og tekjur ársins 1939, sem urðu áð vísu ekki miklum mun Iægri en árið áður, en hinsvegar jukust gjöldin stórkostlega einkum vegna gengisbreytingarinnar. Fer hér á eftir síðari kaflinn úr ræðu fjármálaráðherrans. Áður en eg vík að fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 1941, skal eg gera nokkura grein fyr- ir skuldum ríkissjóðs í árslokin síðustu samanborið við árslok- in 1938. 1938: Kr. Föst innlend lán . . 3.822-.575 Dönsk lán .. ...... 6.117.027 Ensk lán (£142668114) ...31.600.995 Lausar skuldir .... 4.320.694 Samtals kr. . . 45.861.291 1939: Kr. Föst innlend lón . . 3.600.000 Dönsk lán .......... 7.940.000 Ensk lán (£1391134) ...... 35.780.000 Lausar skuldir .... 5.816.000 Samtals kr. .. 53.136.000 Skuldir ríkissjóðs hafa þann- ig hækkað á árinu um kr. 7.275.000 og stafar sú hækkun einvörðungu af gengisbreyting- unni. En með óbreyttu gengi borgunar, vegna þess að styrj- aldarástandið stöðvar þær framkvæmdir, sem útgjöldin eru ætluð til. Það er vert að geta þess, að Eysteinn Jónsson, sem hafði orð fyrir Framsóknarmönnum við fjárlagaumræðuna, tók alt öðruvísi í strenginn en Tíminn hefir gert. Eysteinn Jónsson sagði, að ekki væri fyrir það að synja, að einstakar lækkunar- tillögur ættu rétt á sér, vegna ófriðarins. En hinsvegar biðu önnur verkefni, sem þörf væri á fé til. Ásökun Eysteins Jóns- sonar er því ekki sú, að lækk- aðir hafi verið ýmsir útgjalda- liðir, sem fyrir eru, heldur sú, að ekki hafi verið teknir upp nýir útgjaldaliðir. Eins og nú hagar til gæti hvaða fjármála- ráðherra seni væri látið sér í léttu rúmi liggja, þótt reynt væri að brýna hann á þvi, að hann væri ekki nógu fljótur að koma auga á möguleikana til hækkunar á útgjaldaliðum fjár- laganna. í svarræðu sinni benti Jakob Möller á það mikla bil, sem væri milli hans og sumra þeirra, sem talað hefðu. Haraldur Guð- mundsson hefði gert ráð fyrir, að hægt væri að safna í sjóði. Sjálfur væri ráðherran að glíma við tveggja og hálfrar miljón króna gjaldfallnar skuldir og mundi enn bætast á þá upphæð. En samtímis væri svo verið að tala um. sjóðstofnanir, alveg eins og einhver vandræði væri að koma í lóg þeim tekjum, sem til féllu. Umræðurnar í gær fóru vel og hóflega fram. Þótt ágrein- ingur kunni að verða um ein- stök atriði fjárlaganna innan þeirra flokka, sem að stjórninni standa, þá er sýnilegt að sú hernaðarstefna, sem upp var tekin, áður en fjármálaráðherra gafst kostur á að skýra frum- varp sitt, á sér ekki fylgi meðal þeirra manna, sem verða að bera hita og þunga dagsins í st j órnarsamvinnunni. Með ræðum sínum i gær tókst Jakob Möller að feykja burt því ryki, sem þyrlað hefir verið upp út af fjárlagafrum- varpi því, sem hann leggur nú fyrir Alþingi. hefðu þær staðið því sem næst í stað og þó heldur lækkað. Lausu skuldirnar hafa hækk- að sem næst því er svarar af- borgunum af föstum lánum og kemur sú liækkun fram í Iilaii[)areikning.sviðjskiftuin við Landsbankann og verður óhjá- kvæmilegt að borga þá skuld niður, enda hefir verið svo ráð fyrir gert, að tekið yi-ði skulda- bréfalán innanlands til lækkun- ar lausum skuldum, samkvæmt heimild, sem gefin var á haust- þinginu 1937 lil slíkrar lántöku, alt að 3 milj. kr., en eftir eru af þeirri heimild um2300 þús. En auk yfirdráttarskuldarinnar lijó Landsbankanum eru fleiri lausar skuldir sem kallað er eftir gi-eiðslu á. 100 þús. punda víxilláninu, sem tekið var í Englandi 1938, var sagt upp um síðustu áramót og hefir það nú verið flutt yfir á Landsbankann, en greiðslu er krafist á skuldinni á yfirstandandi ári eigi að síð- ur. Hluti ríkissjóðs í því lóni var í árslok 1938 talinn kr. 821.817, en við bætist genigstap á allri skuldinni er nemur kr. 357.000. Það sem ráðstöfun þyrfti að gera til þess að greiða af lausu skuldunum er því: Greiðsluhalli ó rikisreikningi 1939 kr. 1.470.000. Hluti rikis- sjóðs í enska vixlinum kr. 821.817, en við bætist gengistap kr. 357.000, eða saintals kr. 2.648.817. Nú er það að vísu svo, að lán- tökuheimildin frá 1937 hrekkur ekki til slíkrar lántöku, en þó að úr því mætti að visu bæta, þá tel eg vonlitið eða vonlaust að takast mundi að fá slíkt lán inn- anlands á einu ári. Hér við bætist svo það, að fjárlögin fýrir árið 1940 voru afgreidd á nýafstöðnu þirigi með 572.599 króna greiðslulialla, auk þess sem ákveðið var að greiða embættis- ög starfs- mönnum ríkisins verðlagsupp- bót ó laun þeirra. Auðsætt er, með hliðsjón af reynslu síðasta árs, að til beggja vona getur brugðið um afkomu ríkissjóðs á yfirstandandi ári, og gæti svo farið, jafnvel }xi að beilt væri til liins ítrasta heimild 22. gr. fjárl. til að lækka ólögbundin útgjöld um alt að 20%, að all- verulegur greiðsluhalli yrði á ríkisreikn. fyrir þetta ár. Verð- lagsuppbótina er væntanlega ekki varlegt að áætla öllu minni ert 350—400 þús. og yrði þá greiðsluhallinn alt að 1 miljón kr. samkv. fjárlögum, en eins og horfur eru nú í heiminum er yfirvofandi hætta á því að flutn- ingar til landsins kunni að tepp- ast, að meira eða minna leyti, en þvi yrði óhjákvæmilega sam- fara, að tekjur ríkissjóðs hlytu að bregðast að miklum mun. Það verður því að telja mjög ó- varlegt, að gera ráð fyrir því, að komist verði hjó því að greiðsluhalli verði á fjárlögum, alt að því sem í þeim er áætlað, eða 500 þús. til 1 miljón. Verður þannig að gera ráð fyrir því, að við þær gjaldföllnu skuldir, sem eg þegar liefi gert grein fyrir kunni að bætast á þessu ári alt að einni miljón króna, sem úr- ræði verði að finna til að ráð- stafa, eða að þær skuldir verði samtals alt að 3Y2 milj. kr. Þetta var það sem fjármála- ráðuneytið varð að horfast í augu við, þegar það átti að fara að semja nýlt fjárlagafrumvarp fyrir órið 1941. En svo mjög sem alt er í óvissu um afkomu ríkissjóðsins á þessu nýbyrjaða ári, þá er þó alt í enn meiri ó- vissu um afkomu næsta árs. Það eitt virðist mega telja auð- sætt a"ð fullkomin ástæða sé til þess að gæta fylstu varúðar í sambandi við afgreiðslu fjár- laganna á þessu þingi. Eg taldi mér því skylt að Ieitast af fremsta megni við að gera fjár- lagafrumvarpið þannig úr garði, að komist yrði að minsta kosti hjá greiðsluhalla á árinu 1941. Eg skal hér geta þess, að í lok síðasta þings, þegar ákveðið hafði verið að þing kæmi sam- an aftur að miánuði liðnum, þá var um það talað að ekki mundu verða nein tök á öðru en að sníða hið nýja fjárlagafrum- varp mjög eftir fjárlögunum fyrir árið 1940, eins og þau höfðu verið afgreidd af þinginu í janúarmánuði. Var það bæði ■ með tilliti til þess, hve naumur tími var til stefnu og að í raun- inni virtist ekki likur til þess, að menn yrðu nokkuru nær um afkomuhorfur rikissjóðs á ár- ; inu 1941, að einum mánuði liðnum en menn voru þá. Hins- vegar breyttist mitt viðliorf til væntanlegrar afgreiðslu fjár- laga gersamlega við þá athug- un ó afkomu síðasta árs, sem gerð var á þeim stutta tíma og við það að gera mér grein fyrir þeim greiðsluerfiðleikum, sem fram undan voru. En af því live stuttur tími var til stefnu og að eg var veikur síðústu vikuna fyrir þingsetningu, þá varð það úr að eg varð að láta frumvarp- ið fara í prentun án þess að bera það undir samstarfsmenn mina í ríkisstjórninni fvr en það var fullprentað. Eg hefi þannig ver- ið einn um samningu frum- varpsins og ber einn ábyrgð á því. Hinsvegar er eg að sjálf- sögðu, eins og eg lýsti þegar yf- ir á fundi með hinum ráðherr- unum, }>egar eg Iagði frumvarp- ið fram fyrir þá, reiðubúinn til hins fylsta samstarfs um af- greiðslu málsins bæði i heild og í einstökum atriðum. Til þess að ná greiðslujöfnuði á fjárlögum, verður fyrst og fremst að gæta þess, að tekjurn- ar séu ekki of óvarlega áætlað- ar, og síðan að sníða útgjöldun- um stakk eftir þvi. í fjárlaga- frumvarpi þessu eru tekjurnar áætlaðar nokkuru lægri en í fjárlögum ársins 1940. Auka- lekjur eru áætlaðar 100 þús. kr. Iægri eða 500 þús. í stað 600 þús. Þessi tekjuliður varð 662 þús. árið 1939, en gera má ráð fyrir að með minkandi siglingum til landsins lækki þær tékjur að verulegum mun. Af sömu á- JAKOB MÖLLER. stæðum eru útgjöld lækkuð niður í 300 þús. úr 390 þús. Þær tekjur urðu að visu miklu meiri s. 1. ór., en þá gætti sigl- ingateppunnar að eins síðustu mánuðina. Bifreiðaskattur er lækkaður um 60 þús. og áætl- aður 350 þús., vegna þess að gera má z-áð fyrir miklu minni skatti af einkabifreiðum, bæði vegna skömtunar og dýi’leika á bensíni. Loks hefir vörumagns- tollurinn verið lækkaður um 200 þús. vegna þess að gera verður í'áð fyi'ir allmiklu minni innflutningi á þeim vörum, sem þann toll bei-a aðallega, svo sem kolum og öllum skömtunarvör- um. Tekjur af reksti'i í'íkisstofn- ana liafa vez-ið áætlaðar 385 þús. kr. lægri en í fjárlögum 1940, og er þar farið eftir tillögum forstjóra stofnananna. Hinsveg- ar geri eg ráð fyrir, að skoðanir geti þó orðið skiftar um einn þeirra tekjuliða, þó að eg liirði ekki um að ræða það frekar að sinni. Samlcvæmt þessu eru rekstr- artekjur áætlaðar samtals kr. 17.778.173.00 í stað kr. 18.594.- 830.00 í fjórl. yfirstandandi árs. (Hinsvegar eru rekstrarútgjöld- in áætluð kr. 17.857.448.00 í f járlögum yfirstandandi árs, eða nokkuru liærri en tekjurnar á þessu frumvarpi. Til þess að ná greiðslujöfnuði á frumvarpinu þurfti því að lækka útgjöldin að mínsta kosti sem svaraði áætl- uðum rekstrarafgangi ársins 1940 í viðbættum áætluðum greiðsluhalla eða um 1300 þúsund, auk áætlaðra útgjalda vegna verðlagsuppbótar em- bættis- og starfsmanna rikisins, samkvæmt ókvörðun síðasta þings. Við athugun á föstum lánum rikissjóðs kom i ljós, að fært mundi að lækka áætlun um afborganir af þeim um 258 þús. eða úr kr. 1646 þús. í 1388 þús. Einnig var komist að þeirri nið- urstöðu, að nægja mundi að á- ætla 1.936.178 kr. í vaxtagreiðsl- ur, eða 134 þús. kr. lægri upp- hæð en á fjárlögum yfirstand- andi árs. Það hefir einhversstað- ar verið véfengt að sú áætlun geti staðist, og eg skal játa það, að sjálfum þykir mér hún grun- samleg. En við ítrekaða athug- un hefir ekki tekist að finna neina skekkju í áætluninni, og liefir henni því ekki verið breytt. Þrótt fyrir þessa lækkun var þó eftir að lækka útgjöldin um 1400 þús. kr., ef fullur greiðslu- jöfnuður átti að nást, auk þess sem óhjákvæmilegt kynni að þykja að hækka gjaldaáætlun- ina á einstökum rekstrarliðum. Mér þykir það nú allmikilli furðu gegna, ef nokkurum háttv. þingmönnum getur kom- ið það til hugar, að eg hefði ekki helst kosið að geta gert tillögur um verulegar lækkanir á bein- um rekstrarkostnaði ríkisins, svo sem skrifstofukostnaði og öðrum kostnaði við fram- kvæmdastjórn ríkisins, svo sem t. d. útgjöldum ll. greinar fjár- laganna. En við athugun á þeim gjöldum, kornst eg að þeirri nið- urstöðu, að það mundi þurfa nieiri undirbúning og breyting- ar á öllum kerfum en unt væri að framkvæma i einni svipan. Þegar það er athugað, hvernig þessi gjöld hafa vaxið frá ári til órs, eins og eg gerði grein fyrir í sambandi við umfram- greiðslur á 11. grein og 14. grein, þá er augljóst að það muni lítið stoða, að reyna að skera þau gjöld niður með einu penna- striki, eins og þegar fyrirskipað var að spara skyldi 10% af starfrækslukostnaði sjúkraliús- anna. Eg skyldi vera manna fyrslur til samvinnu um þær ráðstafanir, sem óhjákvæmilega yrði að gera til að ná þeim til- gangi, en eg er sannfærður um að þá yrði að byrja á því að gera róttækar breytingar bæði á löggjöfinni og öllu stjórnar- kerfinu. En það virðist mér að minsta kosti auðsætt, að það væri ekki til annars en að svikja sjálfan sig, að fara að lækka þau útgjöld að vísu „á pappirnum“, án nokkurs undirbúnings. Mér telst svo til að útgjöld ríkissjóðs hafi aukist um alt að 8 miljónum króna ó 11 ára tímabilinu 1927—1938 og að nieðtöldum afborgunum af lán- um um 8% miljón. Vaxta- greiðslur og afborganir hafa liækkað um 1700 þús., dóm- gæsla og Iögreglustjórn um 1150 þús., samgöngumál um 1442 þús., kenslumál 936 þús., verklegar framkvæmdir 2550 þús., slyrktarstarfsemi 580 þús., Dómgæslu og lögreglustjórn væri hægt að lækka nieð því t. d. að fella niður tollgæsluna, sem mjög hefir vaxið síðustu árin. En verður það talið fært, eins og tekjuöflun ríkissjóðs er nú liáttað? Eða að minka löggæsl- una? Eða vill háttvirt Alþingi stíga svo stórt skref til baka i kenslumálunum, að verulegur sparnaður verði að? Eða vill það fella niður alþýðutryggingarn- ar, sem aðallega eru valdar að gjaldaaukningunni til styrktar- starfseminnar ? Eg er reiðubú- inn til þess að ræða þessar leiðir við háttv. fjárveitinganefnd, en eg geri mér satt að segjá litlar vonir um að sanikoniulag geti náðst um þær. Þó eru eftir tveir útgjalda- flokkar, því að væntanlega dett- ur engum í hug að komist verði hjá að inna af hendi vaxta og afborganágreiðslur, því að hjá því verður ekki komist að inna þær af hendi, nema }>á með þeim liætti að taka ný lán tií að standast }>ær, og það get eg ekki séð að fært muni vera eins og nú er komið. Og eg liefi ekki getað séð möguleika til útgjalda- lækkunar í svipinn, sem nokkuð munaði um, aðra en þá að lækka enn framlög til samgöngumála og verklegra framkvæmda. Og eg er sannfærður um að greiðsluhallalaus fjárlög verði ekki afgreidd að þessu sinni, nema liöggvið verði enn í þann knérunn, nema þá aðeins á pappírnum, með því að hækka lekjuáætlunina eða lækka út- gjöld, sem vitað er fyrirfram að ekki muni lækka. Eg skal nú minna á það, að á síðasta þingi var gerð veruleg lækkun ó framlögum til ýmissra framkvæmda. Framlag til Fiski- málasjóðs var lækkað um 350 þús. og fjárveiting til landhelg- isgæslu um 100 þús. Fjárveiting- ar til samgangna á sjó voru Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.