Vísir - 07.03.1940, Blaðsíða 1
Ritst jóri:
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON.
Sími: 4578.
Riitstjórnarskrifstof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
30. ár.
Afgreiðsla:
HVERFISGÖTU 12.
Sími: 3400.
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
Reykjavík, fimtudaginn 7. mars 1940.
56. tbl.
Vito«r§: ekki
mið Rú§§a in^
en þeir halda áfram
tilraimnm §ínum til
þess að koma§t yfir
Vihorgrarf lóa á 3 f eta
þykkum ís.
Í2INKASKEYTI frá United Press. K.höfn í morgun.
Ralph Forte, fréttaritari United Press á vígstöðv-
unum í Finnlandi, símar í morgun: — Það er
augsýnilega ekki markmið Rússa lengur, að
ná Víborg á sitt vald sem hraðast. Eftir að þeim mis-
hepnaðist tilraunin að taka borgina á af mælisdegi rauða
hersins hef ir heldur dregið úr bardögunum, einkanlega
seinushi dægur, en Rússar leggja þeim mun meiri á-
hersl^i á að komast yf ir ísi lagðan Víborgarf lóa til meg-
inlandsins, en tilraunir þeirra í þessa átt hafa allar mis-
hepnast enn sem komið er.
Mnnar haf a hersveitir á skíðum víða á ströndinni og
eru þær vopnaðar hand-vélbyssum og handsprengjum,
reiðubúnar til þess að taka á móti Rússum, ef f rekari til-
raunir verða gerðar, en flugvélar hafa Finnar einnig til
taks til þess að varpa sprengjum yfir hinar rússnesku
hersveitir á ísnum.
Flugvélarnar voru á sveimi í morgun og hafa tilkynt, að búast
megi við nýjum tilraunum Rússa til þess að 'senda hersveitir yfir
flóann. Rússar hafa dregið að sér skriðdreka og brynvarða sleða
á Björkö og eyjunum þar í kring og munu bráðlega, ef að líkum
iætur, leggja upp þaðan.
Á Kirjálanesi gera Rússar nú aðallega tilraunir til árása á
ÍMjfcnnerheimvígstöðvarnar miðjar.
mark
Molotov fer
1 Bakare
Rússnesk-rúmenskur
griðasáttmáli.
Einkaskeyti frá United Press.
K.höfn. í morgun.
í gær komst á kreik orðróm-
ur um það, að i ráði væri að
Rússar og Rúmenar gerði með
sér griðasáttmála. — í fregn frá
Bukarest segir, að rússneska
sendisveitin þar hafi staðfest. að
Molotov, forsætis- og utanríkis-
málaráðherra Sovét-Rússlands,
sé væntanlegur í heimsókn til
Rúmeniu. Ætla menn að til-
gangurinn með heimsókninni sé
að koma því til leiðar, að Rú-
menar og Rússar geri með sér
griðasáttmála. — Ef slíkur sátt-
máli yrði gerður ætla menn, að
mjög muni draga úr líkunum
fyrir því, að Balkanrikin vei'ði
þátttakandi í styrjöldinni.
Sæbjörg veitir 5
vélbátum aðstoö
Sæbjörg veitti fimm vélbát-
um aðstoð í gær og fyrrinótt.
Dró hún alla þessa báta til hafn-
ar, því að vélar þeirra höfðu
bilað.
í fyrrinótt dró Sæbjörg fjóra
vélbáta til hafnar i Keflavik.
Voru þeir allir í Garðsjó. Þeir
voru: .,Arinbjörn Ólafsson",
„Eggert" og .,Sæunn" frá Kefla-
vík og „Fylkir" frá Norðfirði.
Hafa allir þessir bátar talstöðv-
ar og gátu því beðið strax um
hjálp. Einn bátur enn bað um
hjálp, en annar vélbátur dró
hann til hafnar, því að hann var
nær en Sæbjörg.
Þá dró Sæbjörg í gær v.b.
Sæunni frá Hafnarfirði þangað.
Var vélin biluð.
FAGERHOLM RÁ0H. í KAUPMANNAHÖFN. — Þessi mynd
var tekin, er Fagerholm, félagsmiálaráðherra Finnlands kom til
Kaupmannahafnar fyrir skemstu, til þess að ræða um flutning
finskra barna til Finnlands. Fór ráðherrann einnig sömu erinda
til Noregs og Svíþjóðar. — Með honum á myndinni er Pajula
sendiherra Fihnlands í Kaupmannahöfn.
S. Welles
í Parisí.
Sumner Welles, erindreki \
Roosevelts Bandaríkjaforseta, §
kom til Parísar í morgun, frá j
Lausanne í Sviss, þar sem hann
hefir verið undangengin dægur
sér til hvildar.
Viðræður Welles við franska
stjórnmálamenn hefjast þegar
í dag og mun hann einnig ræða
við Sikorsky, forsætisráðherra
pólsku stjórnarinnar, sem starf-
ar i Frakklandi.
Lebrun, ríkisforseti Frakk-
lands, efndi til hádegisveislu í
dag. Mr. Welles til heiðurs. Sátu
hana ýmsir helstu stjórnmála-
menn Frakklands, sendiherra
Bandaríkjanna í París o. fl.
Það hefir ekki verið opinber-
lega staðfest, sem fréttist fyrir
skömmu, að Sumner Welles
myndi heimsækja ýms lönd
hlutlausra þjóða, svo sem Hol-
lanr, Belgíu og Svíþjóð.
MOTTA.
Þetta er seinasta myndin af
Motta, fyrrverandi ríkisforseta
Svisslands, sem lést fyrir nokk-
uru. Hann var finmi siimum
ríkisforseti.
BRIDGEKEPNXN
önnur umferð, bridgekepn-
innar fór fram í gærkveldi að
Stúdentagarðinum og er staða
hinna þriggja efstu sveita nú
þessi:
1. Hörður Þórðarson. Einar
Þorfinnsson, Guðl. Guðmunds-
son og Kristján Kristjánsson
+ 2330.
2. Árni Daníelsson, Gísli Páls-
son. Benedikt Jóhannsson og
Pétur Halldórsson -f- 970.
3. Pétur Magnússon, Lárus
Fjeldsted, Brynjólfur Stefáns-
son og Guðm. Guðmundsson
+ 570.
Sigurður Jónsson (K.R.), sem
setti í gærlwöldi nýtt íslands-
met í 100 m. bringusundi, eins
og frá er skýrt á öðrum stað í
blaðinu, setti í morgun nýtt Is-
landsmet í 50 metra bringu-
sundi. Er það met hans 3b.9
sek., en gamla metið var 36.1
sek. og átti Ingi Sveinsson ár
Ægi það.
Queen Mary, systirskip Queen Elisabeth.
Mesta skip heims, »Qneen
Elisabethci 85.000 smál., fer
með leynd yfír Atlantshaf.
EINKASKEYTI frá United Press,
London í morgun.
Nýjasta og mesta hafskip heims, „Queen Elisabeth" hefir
farið yfir Atlantshaf, með svo mikilli leynd, að engin blöð eða
fréttastofur höfðu komist að hvað var að gerast. Skip þetta hið
mikla var smíðað við Clyde og var því hleypt af stokkunum fyrir
liðlega hálfu öðru ári og gaf Elisabeth drotning Bretlands því
nafn, að víðstoddu mikíu í'jBlmenni. Síðan er þetta var hefir ver-
ið unnið að, því að ganga frá skipinu og mun því starfi hafa seink-
að eitthvað, vegna stríðsins.
Það var tilkynt í gærkveldi. að skipið hefði lagt niður Clyde-
fljót þ. 26. febr. og hefði sigling skipsins niður fljótið gengið
að óskum, nema að, það sveigðist um of til annars bakkans í bili
vegna sterks straums um aðfallið, en þar sem þetta gerðist er
nokkur bugða á ánni. Var þetta tæpum klukkutíma eftir að skip-
ið lagði af stað. en kom ekki að sök. Dráttarbátar drógu skipið
í rétta leið aftur.
Það er talið, að ráðist hafi verið í að sigla skipinu vestur um
haf nú, vegna þess að öruggara þyki að hafa skipið þar meðan
styrjöldin stendur, en í New York liggja nú ýms stærstu skip
heims, svo sem Queen Mary, Normandie. Nýja Mauretania og
mörg fleiri. Engir farþegar voru á Queen Elisabeth vestur um
haf, en hún hefir rúm fyrir 2400 farþega og áhöfn er um 1230
manns.
Fregnin um ferð skipsins vestur um haf vakti fádæma athygli
vestra. Víðtækar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að gæta
skipsins, eins og hinna stórskipanna, sem þar eru.
Það er nú kunnugt orðið að,|
Queen Elisabeth hélt ekki áfram!|
ferð sinni. eftir að hún lagði affl
stað úr skipasmíðastöð John .1
Browns þ. 26. f. m. niður. til I
Greenock, heldur beið skipið 1
til 2. mars. og var þá lagt upp |
í ferðina vestur yfir hafið. Þann
dag var lagt af stað með mestu
leynd. Ekki er kunnugt á hvaða
tíma sólarhrings þetta var og
verður því ekki sagt með vissu
hversu lengi skipið var iá leið-
inni.
Það er talið víst. að herskip
hafi fylgt Queen Ehsabeth alla
leið í ameriska landhelgi, til
þess að vera á verði ef vart
skyldi verða við þýska kafbáta.
Siglingamálasérfræðingar
giska á, að meðalhraði skipsins
sé 31% sjómila á vöku, en há-
markshraði 32%. Hraði skipsins
er meiri en ella væri af því að
skipsskrokkurinn er með >
straumlínulagi.
Kostnaður við smíði skipsins
varð sex miljónir sterlings
punda.
Að gefnu tilefni
skal þaÖ tekiÖ fram, a'&' Vísir
birtír alls ekki greinar, sem honum
eru sendar, án þess að vita deilí á
höfundinum.
CHURGHILL og GEMALIN.
Þessi mynd var tekin, er Win-
ston Churchill, flotamálaráð-
herra Bretlands, fór til Frakk-
lands seinast og heimsótti vest-
urvígstöðvarnar. Með honum á
myndínni er Gamelin yfirhers-
höfðingi Frakka.
sundmót IC.R.
' —o----
Nýtt met í 100 metra
bringusimdi karla.
Á afmælissundmóti K. R. í
gærkvöldi var salurinn þétt-
skipaður áhorfendum og höfðu
allir aðgöngumiðar selst upp.
Þessi fjöldi manns varð heldur
ekki fyrir vonbrigðum, Öll sund-
in gengu fljótt og kom það
greinilega í ljós, að sundkenn-
ari félagsins, Jón Ingi Guð-
mundsson, hefir mjög góða
kennarahæfileika og hefir lagt
sig allan fram í starfi sínu, enda
Varð mótið í heild honum til
mesta sóma.
Kept var í 7 greinum fyrir
unglinga innan 16 ára og fer hér
á eftir tími þeirra, er fyrstir
voru í hverri grein: 25 metra
bringusund drengja iiinan 12
ára: Brynjólfur Sandholt 22,5
sek. 25 m. baksund drengja inri-
an 13 ára: Leifur Eiríksson 23,7
sek. 200 m. bringusund drengja
innan 16 ára: Georg Thorberg,
3 mín. 09,8 sek. 100 m. frjáls að-
ferð, drengir innan 16 ára: Rafn
Sigurvinsson, 1 mín. 17,6 sek.
50 m. frjáls aðf. drengir innan
14 ára; Einar Sigurvinsson, 38,3
sek. 50 m. bringusund drengja
innan 14 ára: Gísli Hansen, 54,8
sek, 50 mf bringus, stvilkur InnT
an 14 ára: Unnur Ágústsdóttir,
49,4 sek, í tveim siðasttöldu
greinunum voru sund annai-a
þátttakenda dæmd ógild.
Þá fóru fram stlttd á eftirtöld-
um vegalengdum fyrir fuíí-
orðna:
200 m. frj. aðf. karlar.
Guðbrandur Þorkelsson 2.42.7
Ingi Sigurðsson 2.51.2
Rafn Sigurvinsson 2.51.4
Isl. met á þessari vegal. á
Jónas Halldórsson (Ægir) 2.-
26.7.
100 m. bringusund, karlar.
Sigurður Jónss. 1.19.3 nýtt met.
Svanur Jónsson 1.36.2
Gamla metið átti Ingi Sveins-
son (Ægir) 1.21.7. Þriðji þátt-
takandinn var veikur.
100 m. bringusund, stúlkur.
Sigríður Jónsdóttir 1.45.4
Magda Schram 1.49.5
Kristbjörg Sigvaldadóttir 2.00.7
50 m. baksund, karlar.
Pétur Jónsson 40,8 sek.
Guðbrandur Þorkelss. 426 —
Rafn Sigurvinsson 43,8 —
ísl. met á Jónas Halldórsson
(Ægir) 35,0 sek.
Þá fór fram „eggjasund" og
komust allir þátttakendur með
eggin að marki. Fyrstur varð
Georg Tliorberg.
Skyrtuboðsund, 4x50 metra,
vakti fádæma fögnuð áhorf-
enda. Þar munaði mestu hve
þátttakendur voru fljótir að
komast úr og fara í skyrtuna.
Tvær sveitir keptu og vann I.
sveit, þrátt fyrir það að II. hafði
vinning í annari og þriðju um-
f erð.
Dýfingar sýndu tvær stúlkur
og tveir karlmenn og voru
nokkur stökkin stílfalleg og
góð.
Að lokum var listræn hóp-
sýning (skrautsýning) 17
slúlkna, er vakti mikla hrifn-
ingu og aðdáunn áhorfenda. —
Kom þar best í ljós gott sam-
starf kennara og nemenda. —
Mótið fór vel fram og var þvi
lokið kl. rúmlega 10.