Vísir - 13.03.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 13.03.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Rú ítst jórnarskrifstof ur: félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 13. mars 1940. Afgreiðsla Gjaldkeri Sími: Blaðamenn 1660 Auglýsingar 5 línur Ritstjóri 61. tbl. Skömmii eftir að freg'ulu um vopnaMéð bar§t, var tilkynt í Heliingfors að friðar- samningar hefðu verið undirritsiðir. EINKASKEYTI frá United Press. — K.höfn í morgun. Inótt sem leið bárust fregnir frá Moskva, að samkomulag hefði náðst milli finsku samningamannanna og sovétstjórnarinnar. Það hafði ekki verið opinberlega staðfest snemma í morgun, að þetta samkomulag hefði verið gert, en útvarp ið í Moskva og margar fréttastofur birtu tilkynningar um sam’komulagið eftir míð nætti síðastliðið. Samkvæmt þessu samkomulagi hafa Finnar orðið að verða við mörg- um kröfum Rússa, en þó ekki öllum þeim, sem fregnir bárijst um fyrir skömmu, að Rússar hefði lagt fram. Skilmálarnir eru sagðir vera þessir í höfuðatriðum: 1) Rússar fá alt Kyrjálanesið eða eiðið milli Kyrjálabotns og Ladogavatns og spildu með ströndum fram fyrir norðan vatnið svo að það verður alt innan rúss neskra landamæra. Viborg fá Rússar einnig. 2) Finnar leigja Rússum Hangö á suðvesturodda Finnlands til 30 ára fyrir 8 miljónir finskra marka árlega, og er Rússum heimilt að hafa þar flotastöð. 3) Rússar falla frá kröfum sínum um Petsamo í Norður-Finnlandi, en Finnar leyfa óhindraðan flutning á rússneskum vörum til hafna í Norður-Noregi og það- an. Finnar undirgangast að hafa engin herskip í Petsamo. Vopnaviðskifti, samkvæmt samkomulagi þessu, eiga að stöðvast á hádegi í dag. Sam- komulagsumleitanir um verslunarsamninga byrja þegar. é ~T — Mannerheim marskálkur, sem stjórnaði hinni vasklegu vörn Finna. Finska þingið kom saman á fund í nótt og tók málið til um- ræðu. Áður liafði verið tekið fram, að samningamennirnir gæti ekki gert bindandi sam- komulag fyrir Finnlands liönd, og yrði þingið að veita því sam- komulagi, sem gert kynni að verða, fullnaðarsamþykki. — Fregnin vakti mikla furðu hvar- vetna, ekki síst í Ilelsingfors. Tilkynning Daladiers að Frakk- ar og Bretar hefði haft 50.000 manna her reiðubúinn í hálfan mánuð, til þess að senda til Finnlands, ef þeir færi fram á það, þótti benda alveg ótvírætt til, að Bandamenn ætluðu að veita Finnum allan þann stuðn- ing, sem þeir gátu, og var talið að yfirlýsingar Chamberlains og Daladiers myndi hafa þau á- hrif, að Finnar gengi ekki að neinum afarkostum. Samkvæmt hraðskeyti, sem Vísi barst árdegis í dag frá Kaupmannahöfn, símaði Edouard Beattie, fréttaritari United Press í Finnlandi í morgun: Samkomulag hefir náðst um vopnahlé. Allar hernaðaraðgerðir stöðvast kl. 11. Samningamenn Finnlands í Moskva voru þeir Ryti forsætisráðherra, Paasikiivi ráðh., fyrv. sendih. Finn- lands í Stokkhólmi, Walden herforingi og Voinomaa há- skólakennari. Bardagarnir héldu áfram í gær og sögðust Rússar þá vera búnir að umkringja Víborg. Þessu neituðu Finnar. Loftbardagar voru tíðir og skutu Finnar niður nokkur- ar flugvélar fyrir Rússum. í morgun var enn barist á öllum vígstöðvum. Sjaldan munu Finnar hafa hlustað eins alment á útvarps- fregnir, eins og í nótt og morg- ; un. Á öllum opinberum stöðum, þar sem hátölurum hafði verið komið fyrir, stóð fólk í hópum, auk þeirra, sem hlustuðu heima hjá sér. Örvæntingarsvipur er á öll- um og enginn vill fallast á að rétt hafi verið að semja frið- inn. Finnar hafi ekki verið sigr- aðir, þótt aðstaða þeirra hefði versnað nokkuð. Þanníg var hljóðið í öllum, sem fréttaritar- ar United Press í Finnlandi hafa talað við. I skotgröfunum hlustuðu hermennimir einnig á fréttim- ar og langmestur hluti þeirra er á móti öllum friðarsamningum. KI. 11. Hafið þér gert yður Ijóst, hversu margir örlagaríkir atburð- ir hinna síðustu áratuga hafa_ gerst klukkan u? 28. júní 1914: Franz Ferdinand erkihertogi myrtur í Serajevo. 28. júlí 1914: Serbar fengu af- henta úrslitakosti Austurríkis. 4. ágúst 1914: Breta segja ÞjóS- verjum stríð á hendur (kl. 11 sítSd.) 11. nóvember 1918: Vopnahlé á ' Vesturvígstöövunum. 3. sept. 1939: Ófriöur brýst út ! mílli Breta og Þjóðverja. 13. mars 1940: Vopnahlé millt ! Finna og Rússa. i Kl. 12.35 barst Vísi hraðskeyti frá Kaupmannahöfn svohljóðandi: Samkvæmt opinberri tilkynningu, sem gefin var út í Helsingfors hafa friðarskilmálar verið undirskrifaðir Qsigur Baodamanna segja Bretar. - Bresk blfið ráíast á Svía. Einkaskeyti tií Vísis. London í morgún; Almenningur í Bretlandí lít- ur á friðarsamninga Finna og Rússa sém ósigur fyrir stefnu Bandamanna. En þessi ósigur sé aðeins um sinn og Banda- menn muni vinna þetta upp von bráðar. Skoðun Breta er í fám orðum þessi: „Áhrif Rússa við Eystra- salt munu aukast allverulega og hin opinbera ofbeldisstefna, sem Bandamenn berjast gegn og hafa ásett sér að uppræta, hefir unnið sigur — að minsta kosti um sinn.“ Friðarsamningarnir og skil- málar þeir, sem Finnar hafa orðið að ganga að, hafa orðið Bretum hið mesta áhyggjuefni. ,.Hin hetjulega vörn Finna hef- ir þá orðið til einskis,“ segja menn. En blöðin, sem ræða þetta mál, ráðast harðlega á Svía fyr- ir afstöðu þá, sem þeir hafa tek- ið gagnvart hjálparráðstöfunun- um, sem Bandamenn höfðu ráðgert fyrir Finna. Páskaferðir jtjallamauna, Páskaferðin er ákveðin á Tindafjallajökul og verður lagt af slað fimtudaginn 21. mars ld. 6 f. h. frá Skólavörðustíg 43. Ilver þátttakandi hafi með sér allan skamtaðán mat, (sykur, hrauðmat, kaffi og eiiiiiig við- bit). Heitur matur Verður sám- eiginlegur. Köstnaður er áætlað- ur 35 krónur. Þátttakendiir háfi meðférðis sterk tjökl, húðfat (svefnpoka), hlifðarföt og mat- arílát. Þátttaka tilkynnist í síma 2223 eftir kl. 20 fyrir næsta sunnudag, en þá verðá tjöld og annar ferðaútbúnaður reyndur aðKolviðarlióli (Thule- mótið). Kennari félagsins dr. Leutelt verður með í förinni og kennir sldðatækni á jökli og byggingu snjóhúsa. Briflgrekepnln i kveld. Næstsiðasta umferð bridge- kepninnar hefst á Stúdenta- garðinum kl. 7 í kvöld. Keppa þá eftirfarandi sveitir: Árni Danielsson, Gísli Páls- son, Benedikt Jóhannsson og Pétur Halldórsson gegn Pétri Magnússyni, Lárusi Feldsted, Guðm. Guðmundssyni og Bryn- jólfi Stefánssyni. Tómas Jónsson, Torfi Jó- hannsson, Gunnar Viðar og Skúli Thorarensen gegn Herði Þórðarsyni, Einari Þorfinns- syni, Guðlaugi Guðmurndssyni og Kristj. Ki'istjánssyni. Óslcar Norðmann, Kristin Norðmann, Jón Guðmundsson og Gunnar Pálsson gegn Einari B. Guðmundssyni, Stefáni Stef- ánssyni, Axel Böðvarssyni og Sveini Ingvarssyni. Áhorfendur eru margir og fylgjast af áhuga með spilun- um, Almenxt þegn- skaparvinna ungra manna. Á fundi Stúdentafélags Siglu- fjarðar 19. f. m. var eftirfarandi tillaga samþykt með samhljóða atkvæðum allra fundarmanna: „Stúdentafélag Siglufjarðar lýsir yfir eindregnu fylgi við vinnuskóla-hugmynd Lúðvigs Guðmundssonar og skorar á Al- þingi að samþykkja frumvarp það um almenna vinnuskóla ríkisins, er lá fyrir siðasta Al- þingi. Telur fundurinn að hér sé um mikilsvert frumvarp að ræða fyrir uppeldi æskunnar í landinu, þar sem henni, — nái frumvarpið fram að ganga, — er séð fyrir liagnýtum vei’kefn- um og þegnlegu uppeldi, en nieð því er stórt spor stígið til aukinnar mentunar og athafna ungra manna. Ilinsvegar telur fclagið, að með framkvæmd vinnuskóla- hugmyndarinnar sé aðeins skref stígið í áttina til almennrar þegnaskaparvinnu ungra manna, er stefna beri að.“ Frá hæstarétti Skaðabætur fyrir ásiglingu. í dag var í hæstarétti kveðinn upp dómur í málinu Eigendur b.v. Garðars gegn eigendum v.b. Lúðu. Urðu úrslit málsins þau, að staðfestur var dómur sjó- og verslunardóms Hafnarfjarðar, þar sem eig. b.v. Garðars höfðu verið dæmdir til þess að greiða eig. Lúðu kr. 748.00 og kr. 300.- 00 í málskostnað. Þá voru þeir og dæmdir til þess að greiða kr. 300 í málskostnað fyrir hæsta- rétti. Málavextir eru þeir að 15. nóv. 1938 var v.b. Lúða i róðri. Voru þeir að draga línu og liöfðu ljós uppi. Sáu þeir þá alt í einu að togari stefndi á þá. Héldu þeir þá ljósluktinni, eins liátt uppi og þeir gátu, en togarinn, sem var b.v. Garðar tók ekki eft- ir þeim og lentu þeir á stjóm- borðskinnungi togarans og brotnaði báturinn nokkuð. Kröfðust þeir bóta fyrir skemd- ir og aflatjón vegna tafar af við- gerð bátsins í landi. Eigendur h.v Garðars töldu liinsvegar að þeir hæru ekki ábyrgð á tjóninu vegna þess að Lúða hefði ekki haft löglegan og fullnægjandi ljósaútbúnað, og liefðu þeir ékki séð ljós Lúðu fyrr en árekstur- inn varð. Talið var upplýst að Lúða hefði liaft ljós á þeim tíma er máli skifti í þetta sinn og að ekki væru fram kómnar sæmilegar líkur fyrir því að ljósið hefði ekki getað sést af v.b. Garðari. Yrði að telja orsök árekstursins þá, að skipstjórnarmenn b.v. Garðai’s hefðu ekki veitt ljósinu athygli í tæka tíð og yrðu þeir þvi að bera ábyrgð á tjóninu er af árekstrinum hlaust. Hrm. Th. B. Lindal flutti málið af hálfu b.v. Garðars, en lirm. Sveinbjörn Jónsson af hálfu v.b. Lúðu, Þriðji fyrirlestur dr. Einars Ól. Sveinssonar í þessu erindi gerði ræðu- maður mög skilmerkilega grein fyrir fjármálum Sturlungaald- arinnar, auðsöfnun og örbirgð, ráðstöfunum þjóðfélagsins tii þess, að allir kæmust af og kost- um þeirra ráðstafana og löst- um. Bændur og liöfðingjar voru auðmenn þeir'rar tíðar og efna- menn, og var þá svo, að helst muni liver búandi liafa átt sína jörð, enda voru öll pólitísk rctt- indi og skyldur bundnar við eign. Öreigalýðurinn var liins vegar lausafólkið og göngu- menn, sem lifðu á ölmussum góðra manna. Hann lýsti nokkuð þeirri and- úð, sem rikisvaldið hafði á lausafólki, af ótta við, að það | inundi gjörast þn^ggaip, og 5 beiiit ráðsíöfunum, sem það liafði uþþr l51 Þess að knýa þetta fólk inn í búandmannastétt, þar sém ör- uggara þótti um afkonni þess, og svó þvi, hve gjörsani- lega lialdlausar þessar ráðstaf- anir reyndust. Þá fór hann nokkinm orðum um viðhorf landsnianna til auðs og örbirgðar, og lýsti því hversu heilbrigt það var, þar sem manngildi var metið auði betra, og nurl og okur var fyr- irlitið. Þá lýsti hann nokkuð þeirri breytingu,sem varð ef tir að land var gengið undir konung. Auð- ur minkaði, skattbændum fækkaði, kirkjan fór að gerast auðmaður og ringulreið komst á skiftingu fjármuna í landinu. Hann benti á kreppu, sem kom- ið liefði og skýrði liana með falli islensks gjaldeyris — vað- málsins — á erlendum mark- aði, en breytingin, sem varð á verðmæti hundraðs, er þó naumast fullskýi’ð með þessu, enda mun það ekki hafa verið skoðun hans. Búalög sýna það glögglega, að allmiklar gengis- sveiflur voru á ýmsum öðrum Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.