Vísir - 18.03.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 18.03.1940, Blaðsíða 1
< •'< V- Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Riotstjórnarskrifstofur: iPélagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 18. mars 1940. 65. tbl. KEMST FRJÐU Mussolini og Hitier ræðast við árdegis í dag « virðist það vera árangurinn af viðræð nm Welies við stjðrnmálamenn Evrðpn Brottför Welles freitað. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Síðdegis í gær barst fregn út um heiminn sem vakti fádæma athygli. Fregnin var frá Rómaborg og hermdi að eins, að Mussolini hefði lagt af stað frá Rómaborg kl. 1.30, en óvíst væri um ákvörðunarstað hans. Þess var þó getið, að einkalestin, sem hann ferð- aðist í, hef ði farið til Milano. Þegar, er þetta varð kunnugt, gusu upp ótal fregnir um hvað til myndi standa. Bæði í fregnum frá.Berlín og París var getið um orðróm þess efnis, að Hitler og Mussolini myndi hittast. I Berlín var jafnvel búist við, að Mussolini myndi koma til Berlínar, en í Parísarfregnum var sagt, að þeir myndi hittast í Brenner- skarði, og orðrómur var einnig á kreiki umþetta í Rómaborg. Engin staðfesting fékst á þessu opinberlega, hvorki í Rómaborg né Berlín, en því lengur sem leið á kvöldið, þv£ meiri líkur þóttu benda til, að það væri rætt, að þeir Hitler og Mussolini ætluðu að hittast við Brennerskarð. Og það hefir nú verið opinberlega staðfest. Þeir hittast í Boizanohéraði nálægt austurrísku landamærunum árdegis í dag. Og það er alment talið, að árangurinn af viðræðum Sumner Welles, einkaerindreka Roosevelts forseta, sé sá, að tilraun verði nú gerð til þess að koma á friði. Það hafði verið svo ráð fyrir gert, að Sumner Welles færi frá Neapel á hafskipinu Conte di Savoia i morgun snemma, en brottför skipsins hefir verið frestað. Sumner Welles gekk á fund páfa kl, 10 .árdegis í dag. Von Ribbentrop fór öllum á óvænt frá Berlín í gærkveldi og var ekkert látið uppskátt um ákvörð- unarstað hans. Þá fréttist og, að Hitler væri lagður af stað frá Berlín, en hvorug fregnin var stað- fest. í morgun tilkynti hinsvegar þýska fréttastofan, að Hitler og von Ribbentrop myndi hitta Musso- lini og Ciano greifa árdegis í dag. Það er kunnugt, að með Ciano greifa eru nokkurir sérfræðingar úr ítalska utanríkismálaráðuneytinu. 1 þýskum fregnum er látið skína í það, að þessi viðræðu- 'fundur sé árangurinn af heimsökn von Ribbentrops í Rómaborg nýlega, en í London eru stjórnmálamenn annarar skoðunar, og kemur sama skoðun fram víða annarstaðar, t. d. í Rómaborg. Sú skoðun er á þá leið, að viðræðufundurinn sé raunverulega árangurinn af viðræðum Sumner Welles, einkaerindreka Roose- velts Bandaríkjaforseta, við helstu menn Frakka, Breta, Þjóð- verja og ítala nú fyrir skemstu. Eins og kunnugt er af fyrri skeytum hefir Sumner Welles verið til viðræðna í Rómaborg, 'Berlfn, London og París, og er hann nú fyrir skemstu kominn áftur til Rómaborgar. Við komuna þangað talaði hann við Vikt- or Emmanuel Ítalíukonung, Mussolini og Ciano greifa, og við páfa talaði hann árdegis í dag, sem að ofan segir. Þessar nýju viðræður, frestun brottfarar Welles og viðræðufundur Musso- lini og Hitlers, þykir alt benda sterklega til, að ný tilraun verði gerð til þess að koma á friði. Er bent á það í London, og það hefir verið gert margsinnis áður, að Hitler vilji frið — hann vilji semja frið meðan hann hafi enn sterka aðstöðu. Hitt er svo annað mál, að tónninn í ræðum Bandamanna og blöðum þeirra hefir ekki verið sá, að undanfömu, að þeir muni taka í mál að semja um frið meðan nazistar eru við völd í Þýskalandi. En hvað sem því líður bíða allar þjóðir með, eftirvæntingu fregna af því, sem gerist, er þeir hittast Mussolini og Hitler, og hverjar • verða afleiðingar ákvarðana þeirra. Loftárás á bresk í Scapa Flow. Lofthernaðurinn að byrja í fullum kraffi? í fyrra kvöld gerðu 14 þýskar sprengjuflugvélar árás á her- skip Breta í Scapa Flow. Talið er, að varpað hafi verið niður á annað hundrað sprengjum og íkveikjusprengjum. Þjóðverjar segja að mikið tjón hafi orðið af spréngjunum, 3 til 5 herskip hafi orðið fyrir miklum skemd- um o. s. frv. Breska flotamála- ráðuneytið tilkynnir hinsvegar, að aðeins eitt herskip hafi skemst og sjö menn særst. Á landi særðust einnig sjö menn, þar af tvær konur, og nokkur smáhús skemdust. í Berlín er mikið um það tal- að, sérstaklega þar sem loftbar- dagar voru víða annarstaðar, hvort þeir séu upphaf þess, að Iofthemaðurinn komist í al- gleyming. Heinkelsprengjuflugvélar gerðu tilraun til þess að fljúga vfir Forthbrúna í Skotlandi, en þær voru hraktar á brott. Þýskra flugvéla varð víða vart við strendur Skotjands í fyrrakvöld og gærkvöld og höfðu strand- varnaflugvélar Breta ærið að starfa, en tókst að koma í veg fyrir, að þýsku flugvélamar kæmist inn yfir land. I fregnum þýska útbreiðslu- málaráðuneytisins segir: Einn þáttur lofthernaðarlegra aðgerða Þjóðverja að undan- föx-nu, er loftárás sú, sem öflug- ur þýslcur flugvélaflokkur gerði á bresk herskip í Scapa Flow að kveldi þess 16. mars. 1 árásinni urðu að minsta kosti 4 stór her- skip fyrir sprengjum, þ. á. m. 3 orustuskip og eitt beitiskip, og urðu þau öll fyrir miklum skemdum. Þá er talið sennilegt, að tvö önnur herskip liafi orðið fyrir skemdum. Aulc þess var varpað sprengjum á flugvellina á Straumnési, við Kiikwall og Earthouse, og auk þess eina loftvarnastöð. Þrátt fyrir árásir margra eltingarflugvéla og skot- Iii-íð úr loftvarnabyssum tókst þýsku flugvélunnm að ná til- ganginum með ferðinni og sneru heim án þess að liafa orð- ið fyrir nokkru tjóni. Lýsingar Breta á loftárásinni eru venjulegar Churchill-lýsing- ar. Má af því tilefni minna á liina sígildu ræðu hans í neðri málstofunni 7. desember, er hann m. a. komst svo að oi-ði: „Eg ætla ekki að segja frá öllu tjóninu, nema því að eins,. að það sé alment orðið kunnugt, eða líkur séu til að óvinir olckar liafi fengið vitneskju um það“. Hin þýska spx-engjuhæfni og áhrif liennar eru ómótmælan- Jega sönnuð. Þýsku flugvélarnar ERLENDUR PÓSTUR KOM í NÓTT SEM LEIÐ, ÞAR AF LÍTILS HÁTTAR NORÐUR- LANDAPÓSTUR, EN MEIRA VÆNTANLEGT, EF TIL VILL I NÓTT. Póstur barst hingað i nótt sem leið með togara frá Eng- landi. Voru þetta rpmlega 40 pokar, aðallega bréfapóstur fi'á Bretlandi. Þaðan komu og um 18 bögglapokar. Litið eitt var af Norðurlandapósti, 5 pokar frá Danmörku, mest megnis blöð, og 1 poki frá Noi'egi. Von er á meiri pósti frá Englandi, ef til vill í nótt, og er sennilega einhver Norður- landapóstur þar með. Eins og nýlega var um rætt ítarlega hér í blaðinu, eru mikil vandkvæði á, að fá póst liingað til lands, vegna ríltj- andi styi'jaldarástands, en væntanlega fer nú brátt úr að rætast. Mun alt vei’ða gert, sem unt er, til þess að kippa þessu í betra lioi’f. Breytingar vænt- anlegar á bresku stjórninni. Einkaskéyti frá United Press. London í morgun. Flest árdegisblöðin í London rita um það í morgun, að breyt- inga megi vænta á skipun bresku stjórnarinnar á næst- unni, jafnvel meðan páskafrí þingmanna stendur yfir. Talið er að breytingarnar verði aðallega látnar ná til hinna yngri ráðherra, en heyrst hefir að Sir Kingsley Wood, hermálaráðherra, og Chatfield, lávarði, sem er ráðheri'a land- varnamála yfirleitt, verði látnir segja af sér, en fái síðan önnur ráðherraembætti. Þá er og talað um að Atlee, majór, foringja verkamanna- flokksins, og Sinclair, foringja frjálslyndra, verði boðin sæti í stjórninni. Þeir hafa hingað til hafnað öllum boðum þar að lút- andi, en ekki er talið ómögulegt, að þeir láti tilleiðast nú. Álitið er að þessar breyting- ar sé gerðar með tilliti til friðar- saminga Finna og Rússa og að Bandamenn telja aðstöðu sína hafa versnað Við þá. liafa allar komið heim aftur. Ef Englendingar vilja halda því til streitu, að þeir hafi skotið niður eina flugvél, er það ein af þeirra eigin, og er það ekki í fyi'sta skifti, sem slíkt kemur fyrir. Þar sem eingöngu var reynt að hæfa liernaðarlega mikilvæga staði er ekki hægt að saka Þjóð- vei'ja um það, að nokkrir al- mennir borgarar særðust, held- ur munu sár þeirra stafa af kúlnabrotum úr loftvarnabyss- um Breta. Það er auðséð af til- kynningu Breta, að reynt er að draga úr þessum mikla þýska sigri. MUSSOLINI og IIITLER Maður lærbrotnar í skíðaíerð. Othar Ellingsen, kaupmaður hér í bæ, sonur Othar heitins Ellingsen, lærbrotnaði í gær, er hann var í skíðaferð í Hvera- dölunt. Var hann þegar fluttur til bæjarins og lagður í Lands- spítalann. Slysið vildi til með þeim hætti sein liér segir: Othar var að renna sér niður brekku og lenli þá utan í barði, svo að alinað skíðið festist undir þvi og féll hann þegar. Var sfrax náð í sjúkrasleð- ann, sent jafnan er til taks i Skíðaskálanum, en Ófeigur Ó- feigsson og Óskar Þórðarson læknar, sent þar voru staddir, bjuggu um brotið til bi'áða- birgða, en síðan var Othar fluttur í 17 ntanna bíl hingað til bæjarins. f ntorgun, þegar Visir átti tal við Landsspítalann, var líðan Othars góð, eftir ástæðum. '3111 fer i sjóinn. Á ellefta tímanum í ntorgun var verið að aka vörubíl — R 427 — niður Loftsbryggj- una, en þegar stöðva átti bílinn, tókst það ekki vegna hálku og rann hann fram af bryggjunni. Lágsjávað var er þetta skeði og söklc billinn til botns við bryggjuendann. Tveir ntenn voru í bílnum þegar þetta slceði, en þeim tókst báðunt að losna við hann og björguðust þeir, án þess að þeim yrði nokkuð meint af baðinu. Goðafo tekur post Fer bráðlega frá lew íork. Samkvæmt fregnum, sem hingað bárust í morgun, hefir það orðið að samkomulagi til bráðabirgða, að skip, sem nú liggja í New York, fá að talca póst til Norðurlanda, án þess þó að fara til breskrar eftirlits- hafnar. — Er Goðafoss eitt af þessum skipum, og mun hann leggja mjög bráðlega frá New York áleiðis liingað. Þetta samkontulag ntun að- eins hafa náðst til bráðabirgða, og er því nteð öllu óvíst hvern- ig um Vesturheimssiglingar fer til langframa, þótt ræst hafi úr i þetta skifti, Ónýtir vartappax. Rafmagnsveitan er nú farin a‘B kaupa vartappa (Sikringar) í raf- magnslagnir. Er yfirvofandi skort- ur á þessum töppum, ef elcki er aB gert, því að erfitt er nú um inn- flutning á þeim, sem mörgunt öðr- um vörum. Þeir, sem eiga ónýta vartappa, ætti að korna þeirn i pen- inga, með því að selja þá Raf- magnsveitunni. Gerir hún við þá, svo að nota má þá aftur. Visi hefir borist eftirfarandi yfirlýsing frá Dr. Gerlach, aðal- ræðismanni Þjóðverja: f tilefni af skrifum ýmsra blaða hér í bænum í gær, um að „Þjóðviljinn“, blað kommún- ista, hafi fengið fjárstyrk frá þýskum yfirvöldum, eða Nas- istaflokknum, vil eg taka það fram, að slíkur söguburður er tilhæfulaus með öllu, og er hon- um hér nteð vísað á bug, sem uppspuna frá rótum. Landsmót skiðamanna. Einkaskeyti til Vísis. Akureyri í morgun. Hér hefir verið hríðarveður óslitið í hálfan mánuð og hafa- allar bifreiðasamgöngur verið teptar rúnta viku. Landsmót í sldðakepni liefst næstu daga og litur út fyrir á- lcjósanlegasta skíðafæri sem hugsasl getur og lcoma kepp- endur utan af landi með Esju. Allir, sent skíði eiga, nota þau nú daglega og verður varla þverfótað hér á götunum fyrir slcíðafólki á öllunt aldri. Job.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.