Vísir - 26.03.1940, Síða 2
VÍSIR
-------..... ........- •
Félag íslenskra tónlístar-
manna stofnað hér í bæ.
Margvísleg verkefni tónlistinni til eflingar.
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóíi: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá -IngÖlfsstræti).
Símar 1660 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Gjaldeyris-
Jl ÓTT mikill fjöldi mála liggi
fyrir Alþingi, gera menn
sér samt vonir um, að því geti
orðið lokið bráðlega, eða upp
úr næstu mánaðamótum. Af-
greiðsla fjárlaganna hefir geng-
ið svo greiðlega að þessu sinni,
að engin líkindi eru til að þing-
að þurf^ að tefjast þeirra vegna.
Af öðrum málum, sem fyrir
liggja, (beinist athygli manna
sérstaklega að gjaldeyrisfrum-
varpi Sjálfstæðisflokksins. Nú
eru liðnar upp undir þrjár vik-
ur síðan málinu var vísað til
nefndar, svo það getur varla
dregist lengi úr þessu, að nefnd-
arálit Icomi fram.
Ástæðan til þess, að athygli
manna dregst að gjaldeyris-
frumvarpinu öðrum málum
fremur, er sú, að með því er
gerð endanleg tilraun til þess
að leysa á friðsamlegan hátt
það höfuðdeilumál, sem verið
hefir innan stjórnarflokkanna
og verða mun meðan óleyst er.
Sjálfstæðismenn hafa fullan
skilning á því, að samstarfið
blessast ekki, nema því aðeins
að þeir flokkar, sem að þvi
standa séu þess ávalt búnir, að
sýna gagnkvæma tilhliðrunar-
semi. TiIIögur þær, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn ber fram, eru
gerðar með þetta meginatriði
stjómarsamvinnunnar fyrir
augum. Ef flokkurinn hefði
óskað samvinnuslita, hefði hann
borið fram róttækar kröfur í
verslunarmálunum. Flokkurinn
óskar áframhaldandi samstarfs.
Þess vegna eru tillögur lians
miðaðar við það að samstarfs-
flokkarnir geti aðhylst þær.
Þetta er öllum mönnum ljóst,
sem um það vilja hugsa. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefir hliðrað
til í þessu deilumáli. Hann hef-
ir þannig fyrir sitt leyti uppfylt
þá kröfu, sem réttmætt er að
gera til stjórnarflolckanna sam-
eiginlega. Ef svo færi, að hinir
flokkamir neituðu þessari sam-
komulagstilraun, hefðu þeir
þar með gert sig bera að því,
að hafa brotið hið óskráða á-
kvæði um gagnkvæma tilhliðr-
unarsemi, sem öllum kemur
saman um, að vera hljóti meg-
ingrundvöllur slíkrar sam-
vinnu, sem hér er stofnað til.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir bor-
ið fram frumvarp sitt, ekki til
að slita samvinnunni, heldur til
að tryggja hana. Ef hinir flokk-
arnir láta sér ekki skiljast þetta,
þá er ástæðan sú ein, að þeir
telja samstarfið ekki eins þýð-
ingarmikið og Sjálfstæðisflokk-
urinn.
Einn hefir ekkert komið fram
um það, að samstarfsflokkarnir
muni liAftla þein-i sáttatilraun,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir
borið fram. í Timanum og Al-
þýðublaðinu hefir verið ofurlít-
ið maldað í móinn. En þær að-
finslur, sem þessi blöð hafa bor-
ið fram gegn frumvarpinu,
hafa ekki verið á rökuni reist-
ar. Það er þess vegna engin á-
stæða til þess að ætla, að frum-
varpið geti ekki náð fram að
ganga. Afstaðan til þess er ein-
I.
göngu undir þvi komin, hvort
meiri eða minni samstarfsvilji
er fyrir hendi. Ef svo skyldi
fara, að Framsóknarflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn legðu end-
anlega stein í götu málsins, þá
væri það sönnun þess, að þeir
vildu lítið á sig leggja fyrir það
samstarf, sem þeir sóttust báðir
eftir í fyrravetur.
Afgreiðsla þessa máls verður
prófsteinn á samstarfsvilja
stjórnarflokkanna. Ef einlægur
vilji er fyrir hendi, að þrír
stærstu flokkar þingsins standi
saman um lausn vandamálanna
á þessum erfiðleikatimum, er
málinu borgið.
a
FIMTUGUR:
Theodór
Jakobsson
skipamiðlarí.
Theodór Jakobsson skipa-
miðlari á fimtugsafmæli í dag.
Hann er meðal þektustu kaup-
sýslumanna og atvinnurekenda
þessa bæjar. Allmörg ár var
liann framkvæmdarstjóri „Kol
og Salt“. Síðan gerðist hann
skipamiðlari, var stofnandi
Eimskipafélags Reykjavikur og
framkvæmdarstjóri þess frá
upphafi.
Það má segja að undirbúning-
ur Theodórs undir æfistarfið
hafi verið með nokkuð óvenju-
legum hætti. Hann lauk korn
ungur námi við Latinuskólann
og var einhver glæsilegasti
námsmaður sinnar líðar. Að því
loknu fór hann til Hafnar. Hann
Iagði þó ekki stund á viðskifta-
mál. Hann las árum saman
heimspeki og fagurfræði. Eg
býst ekki við að hallað sé á
neinn, jiótt sagt sé, að Theodór
sé víðlesnasti og fjöhnentaðasti
maðurinn í íslenskri kaupsýslu-
stétt. Áhugi hans á bókmentum
og fögrum listum hefir ekki
kulnað, þótt hann hafi haft öðr-
um verkefnum að sinna.
Það er alkunnugt að Tlieodór
er óvenjulegur hæfileikamaður
að hverju sem hann gengur.
Hitt vita þeir sem best þekkja,
að hann er engu síður frábær
maður að drengskap og mann-
kostum. Hann er ekki einungis
vitmaður og mentamaður, hann
er eitt hið mesta göfugmenni í
öllum hugsunarhætti.
Tlieodór er kvæntur Kristínu
dóttur Páls Einarssonar hæsta-
réttardómara, hinni mestu á-
gætiskonu. Þau eiga 7 börn.
Margur mun koma á heimili
þeirra í dag til jiess að þrýsta
hönd þeirra í fölskvalausri vin-
áttu.
Árni Jónsson.
Þrjár stúlkur íót-
brotna á skíðum.
Þrjár stúlkur héðan úr bæn-
um fótbrotnuðu á páskadaginn
er þær voru í skíðaferð. Ekki
munu brotin vera hættuleg.
vStúlkur þessar voru Ragn-
Sunnudaginn 17. þ. m. höfðu
12 tónlistarmenn í Reykjavík
mælt sér mót í sendisal Ríkis-
útvarpsins, til þess að stofna
með sér félagsskap. Tveim vik-
um áður hafði þegar verið hald-
inn annar fundur til undirbún-
ings félagsstofnunarinnar. Á
stofnfundinum var ákveðið að
félagið skyldi bera nafnið „Fé-
lag íslenskra tónlistarmanna“,
lög þess í 15 greinum samþykt
og stjórn kosin, en hana skipa
Þórarinn Guðmundsson, for-
maður, Hallgrímur Helgason,
ritari, og Árni Kristjánsson,
gjaldkeri.
Tilgangur félags þessa er að
ákveða lágmarkstaxta fyxár
störf einleikara og tónskálda
innan félagsins og gæta liags-
muna þeiri-a gagnvart einstakl-
ingum og því opinbex-a. Félagið
stuðlar að útbreiðslu góðrar lif-
andi tónlislar í landinu með
flutningi innlendra og erlendra
tónverka og vill þar með glæða
skilning og áhuga fyrir góðri
tónlist; það vill bæta alla lón-
ment í landinu bæði í slcólum
landsins og í allri einkakenslu
og vera á verði gegn skaðlegum
stefnum og uppeldisáhrifum á
sviði tónlistar, hvort sem þau
koma fi-am í „vokal“- eða
„instrumental-músik“.
Tilgangi sínum hygst félagið
að ná með því að efla sam-
vinnu og viðkynningu félags-
manna, koma á framfæri ís-
lenskum tónsmíðum til upp-
færslu og prentunai’, gefa út
tímarit um tónlistarmál, beita
sér fyrir góðri tónlistargagn-
rýni í blöðum og tímaritum og
Ieitast við að hafa liönd í bagga
með úthlutun fjár og styrkveit-
inga til tónlistarmála.
Félagið lætur sér séi’staklega
ant um að styðja hverja þá við-
leitni, sem miðar að því að
skapa þjóðlegan músiksmekk,
er samsvari fyllilega almennu
menningarstigi þjóðai’innar og
leitar til þess samstarfs við
önnur félög, hvort sem það eru
stéttasamtök eða áhugaflokkar.
Til þess að slíkt komist í kring,
álítur félagið, að áherslu beri að
leggja á, að meir sé gert að því
að kynna íslensk þjóðlög og
korna jxeim fyrir almennings-
sjónir í aðgengilegum útgáfum
til eflingar heimilistónlistar í
laTxdinu (söngur, píanó og har-
moníum), því að þjóðlögin
hljóta altaf að vera sá grund-
völlur, sem öll önnur þjóðleg
tónlist í smáum og stórum
formum byggist á; og þegar
þess er gætt, að aðeins örlítið
brot af öllum þeim þjóðlögum,
sem til eru í landinu, eru al-
menningi kunn, hlýtur það að
vera Ijóst, að mikil og mörg
verlcefni þessa grundvallaratrið-
is tónlistarinnar bíða og krefj-
ast úrlausnar. Félagið beitir sér
og fýrir eflingu söngs og sam-
heiður Jónsdóttir, Halldórsson-
ar, skrifstofustjóra í Lands-
bankanum og Kristín Haralds-
dóttir, Árnasonar kaupmanns.
Var Ragnheiður á leið frá Skíða-
skálanum í Hveradölum til Kol-
viðarhóls, er slysið skeði, en
Kristín fótbrotnaði í Hellis-
skarði, rétt hjá Kolviðarhóli.
Ennfx-emur fótbrotnaði í
skíðaferð dóttir Nieljoniusar
Ólafssonar verslunarmanns hjá
Kol & Salt. Stúllcan heitir Sig-
friður. Hún þríbrotnaði um
öklann.
Yfirleitt munu allmargir hafa
hlotið meiðsli í skíðaferðum nú
um páskana, því að færi var
hart og hættulegt viða hér
syðra.
taka í þvi skyni að glæða al-
mennan söngáliuga og út-
breiða þekkingu á undirstöðu-
alriðum tónlistar.
Félagsskapurinn sjálfur starf-
ar sem samtakaeining allra
Jxeirra íslenskra tónlistarmanna,
sem fengið liafa ítai’lega sér-
mentun í aðalfagi sínu (hljóð-
færi eða ,,teóría“), enda hafi
þeir jafnframt öðlast nokkra
mentun í öðrum greinum al-
mennrar tónlistai’fræði og
slundi tónlistai’staif sem aðalat-
vinnu. Sérhver meðlimur fé-
lagsins skal eftir atvikum fær
um að skapa eða flytja tónlist,
er hafi varanlegt gildi og sé
samið í all-stóru broti.
Ráðstaf anir til heilsu-
verndar sjómanna.
Á fiskiþingi um daginn vakti
Renedikt Sveinsson máls á jxví,
að í berklavarnarlögunum, sem
géngu í gildi 1. janúar þ. á. væri
fyi-irskipað um læknaskoðun i
skipvei’jum farþegaskipa (8.
gi’.), en engin ákvæði sett um
skyldu til læknaskoðunar skip-
verja á fiskiskipum, þótt þess
virðist engu síður brýn þörf.
Benti hann á dæmi Um hættu
þá, sem oft hefði hlotist af þvi,
að hásetar hefði ráðist í skip án
nægilegrar skoðunar.
í sjómannalögunum, nr. 41,
1930, eru engin ákvæði um
læknisskoðun á skipverjum.
Nefnd athugaði málið og bar
það undir berkla-yfirlækni. —
Mælti hann fastlega með tillögu
þeirri, er nefndin bar undir
hann. Kvað hann Jiá breytingu,
er nefndin færi fram á, mjög
létta fyrir sínu starfi og vera
næsta þarflega. Var liann þakk-
látur fiskijiingi við fylgi við á-
hugamál sitt um berklavarnir.
Tillagan var síðan samjiykt á
fiskijiingi með samhljóða at-
kvæðum. Er hún sem hér segir:
„Fiskiþing skorar á Alþingi
að taka upp í Sjómannalög, nr.
41, 1930, ákvæði þess efnis, að
þar sé áskilið, að hver skipverji,
sem skráður er á fiskiskip, sýni
heilbrigðisvottorð um, að hann
sé ekki haldinn smitandi berkla-
veiki eða öðrum næmum sjúk-
dómum, þegar hann er lög-
skráður á skip í fyrsta sinn á
því ári, sem lögskráning hans
fer fram. Heilbrigðisvottorð er
því aðeins gilt, að það sé frá
héraðslækni, eða heilsuverndar-
stöð í þeim héruðum, sem þær
starfa.“
Væntanlega verður Alþingi
við þessari áskorun, Jiar sem
hún stefnir að því að tryggja
lieilsu og líf fiskimanna vorra.
Forn-íslensk orðabók
3-4000 blaðsíður.
Fyrir nokkuru var haldinn
fundur í Kaupmannahöfn, til
undirbúnings útgáfu stórrar
forníslenskrar orðabókar, sem
gert er ráð fyrir að verði 3—
4000 bls. að stærð.
Þenna fund sátu Danir, Norð-
menn og einn íslendingur. ls-
lendingurinn var próf. Jón
Helgason, Danirnir dr. phil.
Ejnar Munksgaard og prófess-
orarnir Arup og Bröndum-Niel-
sen, en af hálfu Norðmanna
sátu fundinn dr. Koht, utanrík-
ismálaráðherra, próf. A. Seip,
rektor Osloar-háskóla og Anne
Holsmark, dósent.
Stuttbylgjusvæðið.
Þögn á stuttbyljgusvæðinu.
Undanfama 2—3 daga hef-
ir ekki tekist að lieyra í stutt-
bylgjustöðvum að neinu
gagni og raunar má segja, að
alger Jiögn hafi rikt á stutt-
þylgjusvæðinu. Heldur ekki
hefir tekist að ná erlendum
stöðvum á miðbylgjum. Slílc-
ar truflanir munu hafa kom-
ið fyrir áður og liafa staðið
3—4 daga. Á langbylgjum
heyrist hinsvegar vel. Kemur
það sér bagalega nú fyrir út-
varpshlustendur, að ekki
heyrist á mið- og stuttbylgj-
um, þar sem ensku stöðvarn-
ar útvarpa einungis á mið- og
stuttbylgjum frá Jiví styrjöld-
in byrjáði, en áður var út-
varpað líka á langbylgjum,
sem kunnugt er.
Samkvæmt skeyti frá Uni-
ted Press, sem Vísi hefir bor-
ist, frá New York, hefir verið
um meiri tmflanir slíkar og
að framan greinir, en útvaps-
fræðingar vestra muna eftir,
og eru uppi ýmsar getgátur
um, hvernig á þessu muni
standa, svo sem hvort þetta
stafi af völdum norðurljósa,
sem hafa verið mikil og fög-
ur víða undangengin dægur,
eða livoi’t Jietta getur stafað
af Jiví, að sólblettir eru stærri
en vanalega.
Rannsóknir
Jóns Dúasonar.
I kyrþei hefir fræðimaður
þessi unnið að því um mörg ár,
að rannsaka, alt sem við kemur
sögu íslendinga á Grænlandi og'
í Vesturheimi. Verk þetta hefir
ekki verið unnið fyrir fé né neitt
af gæðum Jiessa heims, lieldur
af einskærri þjóðrækni og
skyldurækni við Iand sitt og
Jijóð. Er menn vinna i þeim hug,
er helst von um góðan árang-
ur. Rannsóknum þessum er nú
Iokið, og árangur þeirra liggur
fyrir í tveimur stórum handrit-
um.
Rit Jiessi hafa hlotið mikið lof
allra þeirra, er séð liafa, þar á
meðal ýmsra hinna merkustu
manna, er mælt liafa með út-
gáfu Jieirra, svo sem Heinrich
heitinn Erkes, Vilhjálmur Stef-
ánsson, dr. Rögnvaldur heitinn
Pétursson, form. Þjóðrælcnisfé-
Iagsins í Vesturheimi, próf.
Matthías Þórðarson fornminja-
vörður og Barði Guðmundsson
þjóðskjalavörður. Þrír hinna
síðasttöldu liafa rannsalcað ritin
af hálfu ríkisstjórnarinnar.
Þeim, sem séð hafa rit þessi,
ber saman um, að það sé fyrst
og fremst tvent, sem sérkenni
þau: 1) Það, hversu víðtæk og
rækileg heimildasöfnun og
djúptækur og fjölhliða lærdóm-
ur liggur til grundvallar fyrir
þeim, og 2) skapandi liugar-
flug, víðsýni og rökfimi, er
skýrir samband atburða, orsaka
og afleiðinga og setur efni rits-
ins fram Ijóslifandi og vekjandi
fyrir hugskot lesandans. Nokk-
ur sýnishorn af Jiessu hefir Ies-
andinn fengið í erindum þeim,
sem Helgi Hjörvar hefir lesið
upp í útvarpið, og hafa líkað fá-
dæma vel, enda anda öll ritin
ást og aðdáun höfundar fyrir
menningu og sögulegum afrek-
um íslenslcu þjóðarinnar. Þar
sem mál höfundar er létt og lip-
urt, gerir alt Jietta saman ritin
aljiýðleg og skemtileg aflestrar,
svo sem vera ætti um allar ís-
lenskar bækur.
Fyrirsagnir 15 fyrstu kapítula
ritanna gefa nokkra hugmynd
um, hversu fjölbreytt og marg-
víslegt efni ritin fjalla um, þótt
alt sé það saga íslendinga: Kap.
I Uppliaf íslendinga, II íslenska
heimsmjmdin, III íslendingar á
Grænlandi, IV Skrælingjar, V
Landnám íslendinga, VI Tunnit,
VII Hversu vítt náði Grænland,
VIII íslendingar og Skrælingjar,
IX Líkamsmæhngar á Eskimó-
um sanna kynblöndun íslend-
inga og Skrælingja, X íslensk
menning meðal Eskimóa, XI
Norræn sérkenni í útliti fólks á
Eskimóasvæðinu eftir 1500, XII
Verslun og siglingar til Græn-
lands, XIII Siglingar Grænlend-
inga vestur, XIV Sjóleiðin til
Grænlands týndist aldrei, XV
Fyrstu siglingar Norðurálfu-
manna til Ameríku í lok 15. ald-
ar.
Boðsbréf að ritum Jóns Dúa-
sonar er nú komið út. Vér sjá-
um því, að ef að vanda lætur,
muni íslenska þjóðin bregðast
þannig við, að áskriftasöfnunin
verði henni bæði til mikils sóma
og ómetanlegs gagns, og styrk-
ingar á lífsréttindum, sæmd og
hagsmunum landsins.
Skákmótid:
Önnur og þriðja
umferð.
Önnur umferð í skákþingi ís-
lendinga hófst um kl. 1% á
páskadag, og urðu úrslit i
meistaraflokki þau, er hér seg-
ir: Ásmundur Ásgeirsson vann
Áka Pétursson, Sturla Péturs-
son vann Jóhann Snorrason,
Einar Þorvaldsson vann Haf-
stein Gíslason, en skák Eggerts
Gilfer og Árna Snævarr varð
biðskák.
Þriðja umferð var tefld i
gærkvöldi og fóru leikar þann-
ig: Áki Pétursson og Jóhann
Snorrason jafntefli. Eggert
Gilfer og Einar Þorvaldsson
jafntefli. Árni Snævarr vann
Sturlu Pétursson, og Sæmund-
ur Ólafsson og Hafsteinn Gísla-
son gerðu jafntefli.
Annað lcvöld kl. 8 lieldur
kepnin áfram í K.R.-liúsinu.
Nýr verslunar samn-
ingur milli Rúmena
og Júgóslava.
Einkaskeyti frá United Press.
K.höfn \ morgun.
Verslunarmálaráðh. Jugo-
slaviu er væntanlegur til Buka-
rest í yfirstandandi viku, til þess
að ganga frá nýjum verslunar-
samningi milli Rúmeníu og
Júgóslavíu. Takmarkið með
samningsgerðinni er að auka
viðskifti Rúmena og Júgóslava.
Danir vilja taka 35.000
finsk börn.
Danir hafa alls boðist til þess
að taka að sér 35.000 finsk böm
og er fyrsti hópurinn kominn
til Kaupmannahafnar fyrir
nokkru.
AIIs hafa safnast í Danmörku
um 8 milj. danskra lcróna og
nú, eftir páskana, á að hefja
frekari söfnun, sem hefir verið
vel undirbúin að undanförnu.
(Skv. sendiherrafregn).
Jón sendi stöku um Iokun
hafnarinnar, svohljóðandi:
Ymsir sækja í þann bás,
ekki er gott að passa það.
Eg held að Jiað dugi hengilás,
ef hann er bara á réttum stað!