Vísir - 11.04.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 11.04.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiÖ inn frá Ingólfsstrœti). Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. FélagsprentsmiÖjan h/f. HLUTLEYSI ÍSLANDS. Tþ AÐ er óvíst hvort íslending- ar hafa nokkurn tíma haft mikilvægari vandamál til með- ferðar en einmitt þessa dagana. Alt í kring um okkur geisar ó- friðurinn með meiri ofsa en nokkru sinni fyr. Atburðirnir í Danmörku og Noregi hafa dunið yfir eins og reiðarslag. Frá Hollandi, Belgíu, Rúmeníu og Svíþjóð berast fregnir urn að verið sé að gera sérstakar ráðstafanir vegna stríðsins. Loks heyrist rymja í rússneska birninum og ótlast menn að hann muni nú reyna að leyg j i hramminn vestur að Atlants- hafi. Það er eins og striðið sé nú fyrst að komast í algleym- ing. Svona er ástandið umhverfis okkur á þeirri stundu, sem við höfum orðið að taka öll mál í okkar eigin hendur. Á þeim tíma, sem hlutleysi þjóða er brotið hverrar af annari, höf- um við íslendingar olckur ekk- ert til varnar nema yfirlýsing- una um ævarandi hlutleysi í ó- friði, sem gefin var út 1918. ÖIl okkar pólitíska tilvera byggist á því, að við gerumst aldrei að- iljar i ófriði. Það væri rangt að telja sér trú um, að lilutleysisyfirlýsing- in sé okkur fullkomin vernd eins og nú er komið. Yið sjáum livernig farið hefir fyrir frænd- þjóðum okkar. Þær liafa gert alt sem liugsanlegt var til að halda sér fyrir utan ófriðinn. Þeim hefir ekki tekist það. Nú er sá munur á, að þessar þjóð- ir, þótt smáar séu, eru ekki vopnlausar. Að því leyti er auð- veldara að setja okkur kosti, en jafnframt er það þá líka — ef syo, -mætti segja — grófara brot. Nú verðum við að muna það, að þær þjóðir, sem við eigast, bérjast upp á líf og dauða. Þeg- ar svo er komið, er hver sjálf- um sér næstui'. Um leið og land okkar er talið nauðsynlegur lið- ur í kerfi til sóknar eða varnar, verður augum og eyrum lokað fyrir yfirlýsingu okkar um æ- varandi lilutleysi. Það væri barnaskapur, að hugsa sér, að við kæmumst hjá því, að hlutleysi okkar yrði brotið áður en ófriðnum lýkur. Það væri meira að segja gálaus bjartsýni að hugsa sér, að það geti dregjjst lengi úr því. sem komið er. Miklu trúlegra er, að á hverri stundu geti þeir at- burðir gerst, sem gera út um blutleysi okkar í bili. Við þetta fáum við ekki ráðið. En í þessu máli er eitt aðal- atriði, sem allir verða að skilja. Ekki einungis við sjálfir, held- ur hverjir þeir, sem telja kynnu sér nauðsynlegt að brjóta hlut- Ieysi okkar: Við megum aldrei brjóta það sjálfir. Þetta þýðir það, að við meg- um ekki leyfa neinni þjóð að gera þær ráðstafanir hér á landi sem skapjar okkur aðild í ó- friðnum. Okkur er Ijóst, að við getum ekki ráðið við það, að aðrar þjóðir brjóti lilutleysi okkar. En þær verða að gera það á eigin ábyrgð. Við getum og viljum ekki taka á okkur neina á- byrgð í þvi efni. Við getum ekki hindrað verknaðinn. Við getum mótmælt honum. Það væri meiri ódrengskapur, en vænta mætti, jafnvel á ó- friðartímum, að ætlast til þess af okkur, að við legðum sam- þykki oklcar á að lilutleysi okk- ar væri brotið. Það mundi engu breyta um liernaðarlega að- stöðu þess, sem brotið fremdi. Munurinn væri sá einn, að varnarlausri smáþjóð væri gert ekki einungis að framselja, heldur framselja brosandi þau réttindi, sem henni eru helgust. Á þeirri stundu, sem við tök- um öll málefni í okkar eigin hendur, er okkur það ofraun, að krafist sé að við svíkjum okkur sjálfa. Við mótmælum allir hvenær sem lilutleysi olck- ar verður brotið og liver sem það gerir. a Nýtt efni í stað eggja í Þýskalandi. Þjóðverjar eru þektir að því að geta framleitt allskonar svo- kallaðar gerfivörur, sem þó oft reynast engu síðri en þær sem hinar nýju vörur eiga að koma i staðinn fyrir. Það nýjasta á þessu sviði mun vera efni, sem heitir „Milei“ (samsett úr ,,Milch-Ei“==mjólkuregg). Er það framleitt úr undanrennu (skummet melk) og mysu (myse) og er sagt að það hafi fengið mikla útbreiðslu vegna gæða sinna og lága verðs. Má nota það í bakstur, til suðu og einnig er hægt að þeyta það eins og egg. Þegar hefir ein verk- smiðja verið reist til framleiðslu þessa efnis í Wiirtsburg og tvær aðrar er verið að byggja. Dós með 20. gr. af efni þessu er sögð samsvara fjórum eggj- um. Fulltrúaráðsfundur sjálfstæðisfélaganna ver'Sur i kvöld kl. 8.30 í VarÖarhúsinu. Á dagskrá eru skýrslur íulltrúa, en síðan verður rætt um hin nýju viÖ- horf og hefur próf. Bjarni Bene- diktsson umræður. Avarp urr frá Minnisvarða druknaða sjómenn og hrapaða víð Vestmannaeyjar. Svo sem flestum mun kunnugt í Vestmannaeyjum, hefir þar verið stofnaður sjóður til minnisvarða fyrir drukknaða sjó- menn og hrapaða við Eyjar. Hefir Páll Oddgeirsson verið for- göngumaður þessara sjóðstofnúnar og er formaður sjóðs- stjórnarinnar. Minnismerkið er hugsað sem kapella. Stærð gólfflatar er á- ætlað 3x4,70 metra. Mun verða lagt alt kapp á að liún geti orðið sem vegleg- ust. Verður marglitt rúðugler í gluggum en kross á þaki, sem hægt er að liafa upplýstan um nætur. Inni verður altari fyrir öðrum enda kapellunnar. Á veggjunum verða töflur, þar sem skráð verða nöfn hinna látnu. Fyrir framan hvert nafn verður tölustafur, sem vísar til æfiatriða þess manns i sérstakri bók, sem látin verður liggja frammi í kapellunni. Einnig vísar tölustafurinn til myndar í sérstöku myndasafni, sem einn- ig verður látið liggja þar frammi. Er gert ráð fyrir að skráð verði á töflumar nöfn allra þeirra manria, sem farist hafa úr Eyjum frá þvi vélbáta- útgerðin hófst þar árið 1907 og síðan áfram. Á tímabilinu fná 1907 og til þessa árs myndu það verða rúmlega 100 nöfn sem skráð verða; eru það 25 vélbát- ar, sem farist hafa frá Eyjum á þessum árum. Yfir kapellunni á að ríkja kirkjulegur blær. Þegar slys ber að höndum er gert ráð fyrir að kapellan verði sérstaklega úpplýst. Frumkvöðlar þessa máls vænta þess, að kapellan verði kominn upp innan fárra ára. Nú er málunum það vel á veg komið, að stjórn sjóðsins gerh’ sér vonir um, að hægt verði að liefjast handa þegar í liaust um sléttun og bráðabirgðagirðingu á svæði þvi, sem kapellunni lief- ir verið fyrirhugað, en það er í í Stakkagerðistúni. Ef til vill verður einnig liægt að liefja þar á sama tíma plöntun trjáa. Vorið 1941 verður svo skipu- lagður þar trjá- og blómagarð- ur. Frekari framkvæmdir verð- ur vart hægt að ráðast í að svo stöddu, sökum lrins geysiháa verðs, sem nú er á öllu bygg- ingarefni. Sjóðstjórnin hefir :áður snú- ið sér til Eyjabúa og heitið á j liðsinni þeirra. til eflingar og sluðnings þessu málefni. Sér- | staldega hefir hún beint þeim | óskum til útgerðarmanna, for- ( manna og sjómanna; þaðan , vænti liún sér besta liðsinnis, ! enda brugðust lienni ekki vonir um þau efni. Þeir brugðust vel og drengilega við og hefir hjálp ! þeirra orðið giftudrjúg til að hrinda málinu á veg til fram- kvæmda. En betur má ef duga skal. Enn vantar allmikið til þess að sjóðurinn sé orðinn það stór, sem þarf svo útséð sé um að endalok þessa máls verði þau, er öllum aðilum sé sómi að. Leyf- um vér oss því, að fara þess enn einu sinni á leit við Eyjabúa og þó sérstaklega við útgerðar- menn, formenn og sjómenn, að þeir gleymi ekki þessu málefni, heldur haldi enn áfram að sýna því góðvild og skilning og leggi því lið eftir því sem efni og á- stæður leyfa. Ef til vill munu einstaka menn spyrja: — Hversvegna er verið að þessli? — Hvaða þýðingu hefir það að vera að sýna látnum mönnum nokkra virðingu? — Já, livers vegna? — Hversvegna hefir altaf búið rík þörf í sálum góðra og dreng- lundaðra manna til að sýna þeim mönnum þakklæti og virð- ingu, sem margt hafa þeim vel gert? Og hversvegna liafa þeir kosið að halda á lofti minningu þeirra að þeim látnum? Og hversvegna sakna þeir þeirra manna? Og hvaðan er mönnum sú hneigð í blóð runnin, að leggja umönnun og ástríki sitt til að prýða og fegra leiði ást- vina sinna? Er það af fordild eða hégóma- skap? Ef nokkur skyni borinn mað- ur leyfir sér að halda slíku fram í fullri alvöru, þá má hann vera í meira lagi heyrnarsljór á lxljóma þeirra strengja, sem hrærast inst,og dýpstan og^ann- astan liljómgrunn eiga i mann- legum sálum. Og lítt munu þeir menn hafa reynt hið sára tóm, sem ástvinamissir myndar í lífi manna, ef þeir geta haldið slíku fram í alvöru. Söknuðui’inn og virðingin, þakklætisvotturinn við látna ástvini og velunnara er samgró- inn eðli voru og á rætur sínar í því, sem best er og sannast í sál- um vorum. Hversvegna skyld- um við þá ekki gera það sem okkur er unt til að stuðla að því að þessar tilfinningar geti kom- ið fram á sem fegurstan og hug- ljúfastan liátt? Þetta málefni ætti að vera okkur öllum hjartfólgið, jafrit þeim sem sjóinn sækja og ekki síður hinum, sem eiga ástvini sína þeirra á meðal, eða þeim sem eiga starfi þeirra líf sitt meira og minna upp að unna. Sjómennirnir eru hetjur starfsins í orðsins fylstu merk- ingu. Daglega leggja þeir líf sitt í hættu fyrir okkur, og alt of oft berast okkur fregnir um að þessar hetjur hafi lotið í lægri haldi fyrir tryllingi þeirra nátt- úruafla, sem þeir eiga stöðugar orustur við. Og aldrei ætti okk- ur að vera þessi harða banátta hinna hugdjörfu og vösku manna hugstæðari en einmitt nú, þegar grimdaræði afvega- leiddra þjóða leggur þeim nýjar hættur á braut. I landi bei’jast einnig hetjur starfsins sinni baráttu. En þó þær falli, ber það sjaldan að með jafn sviplegum liætti og hinna, sem við hafið striða. Og ástvinir þeirra geta sýnt leiðum þeirra umönnun. En ástvinir hinna föllnu hetja liafsins geta elcki hlotið þann sefa í sinni sáru soi’g.------— Þeirra viljum við minnast. í kapellunni eiga aðstandendur þeirra og ástvinir að finna gröf þeirra. Hún á að vera helgidóm- ur, helgaður minningu þeirra. Þaðan eiga að berast þöglar bænir og þakkir, sem meira túlka og lengra berast en nokk- ur orð. Og sjóðstjórnin mun gera alt, sem í hennar valdi stendur, til þess að þessi minnisvarði verði sem veglegastur. Hún hefir í því ’skyni snúið sér til færustu manna um teikningu kapellunn- ar, — meðal annars til eins héð- an úr Vestmannaeyjum, sem nýtur hins mesta álits. Væntir hún þess að innan skamms komi fram uppdrættir, sem vel megi við Una og uppfylli ströng- ustu kröfur sem hægt er að gera í þeirri grein. SUMARGJÖF. Aðalfnndur Barnavinafél. Sumargjafar var lialdinn þriðju- dag 9. þ. m. og gaf formaður fé- lagsins Steingrímur Arason skýrslu um störf félagsins á síð- asta starfsári. Þau eru í aðalatriðum þessi: Barnalieimili voru rekin í Grænuborg -og Vesturborg. Bæði heimilin störfuðu í sumar sem daglieimili eins og venju- lega, en sú nýbreytni var telrin upp, að hafa vistarheimili í Vesturborg í vetur. Samkvæmt skýi’slu gjald- kera nutu 332 börn vistar á háð- um heimilunum, en í fyrra ekki nema^ 280, og samanlagðir dvalardagar barnanna voru í ár 16628, gegn 12933 í fyrra. Reksturskostnaður barna- heimilisins var kr. 23,409,33 á starfsórinu. Kr. 16,904, 71 árið áður. Upp í þetta komu meðlög, samt. að upphæð kr. 7,318,03. Hefir reksturshalli því orðið rúml. 16 þús. krónur, í stað tæpra 12 þús. króna í fyrra. Á heimilunum hafa um 68,7% barnanna dvalið ókeypis. Þetta var 13. árið sem Barna- vinafélagið hefir starfrækt dag- og dvalarheimili fyrir börn og hafa til síðustu áramóta dvalið 1700 börn á heimilunum. Hefir aðsókn altaf verið meiri, en hægt hefir verið að taka á mótí. Hefir félagið þegar hafið und- irbúning um starfsemi á lcom- andi sumri, en þar sem félagið hefir færst allmikið í fang bæði með því að fá til sín Iærða for- stöðukonu (við Vesturborg) og aukið jafnframt starfssvið heimilanna, þá væntir félags- stjórnin þess, að Reykvíkingar láti hendur standa fram úr ermum og styrki og styðji félag- ið eftir megni. Vegna aukinnar dýrtíðar telur stjórnin að rekst- urskoslnaðar heimilanna muni hækka um helming og þess vegna þarf félagið á meira fé að lialda, en undanfarið. Úr stjórninni gengu síra Ámi Sigurðsson, frú Bjarndís Bjarnadóttir og ísak Jónsson og voru þau öll endurlcosin. Nokkrar hugleidlngar um atvinmihorfur. Aldrei hefir útlitið í atvinnu- málum reykvískrar alþýðu ver- ið jafn ískyggilegt og nú. Salt- fiskvertíðin, sem á undanförn- um árum liefir veitt hundruð- um karla og kvenna atvinnu um þennan tíma árs, færir nú þessu sama fólki ekki annað i búið en fagrar endurminningar um betri líma. Vinna við húsabygg- ingar er nú að mestu leyti stöðv- uð og alt útlit fyrir að engin byggingarvinna verði í alt sum- ar. Þannig má telja fullvíst, að dregið verði mjög alvarlega úr öllum framkvæmdum, bæði af hálfu einstaklinga og þess op- inbera, eftir því sem samgöng- urnar á sjónum torveldast og dýrtíðin eykst. Ástandið í at- vinnumálunum er því alt ann- að en glæsilegt, og verða því ekki ráð nema í tíma séu tekin, ef forðast á að ekki hljótist af stórkostleg vandræði. Að vísu gera menn sér miklar vonir um það, að vinna við hita- veituna muni nú upp úr pásk- unum geta byrjað með fullum krafti, og færi betur að svo gæti orðið. En hver sem að útkom- an á þeirri vinnu kann að verða, þá mun hún aldrei nema að mjög litlu leyti geta bætt úr því hörmulega ástandi, sem virðist fyrir dyrum hjá alþýðu þessa bæjar. Auk þess var aldrei gert ráð fyrir því, að framkvæmd hitaveitunnar þyrfti að skoðast sem neyðarbjargráð, sem hægt væri að grípa til í auknu at- vinnuleysi. Miklu fremur var það von manna, að sú vinna mundi, að minsta kosti urn tíma, geta útrýmt því atvinnu- leysi, sein' verið hefir óviðráð- anlegur smánarblettur á þessu bæjarfélagi síðast liðin 10—12 ár. En sleppum nú öllum tál- vonum um nýja gullöld, því að raunveruleikinn, þó kaldur sé, mun eins að þessu sinni sem liingað til reynast olckur sann- orðari, og fræði hans, þó dýr- lceypt séu, koma hér að betra haldi. Engin ástæða er þó lil þess, að vanþakka þá vinnu, sem hitaveitan á vonandi eftir að veita mörgum bágstöddum verkamanni. En þó að gera megi ráð fyrir þvi, að 5—6 hundruð manns komist að við vinnu í liitaveitunni, þá er það samt sem áður ekki nema sára- bætur fyrir álíka mikinn fjölda karlmanna og unnið hafa við saltfiskvertíðina undanfarin ár. Framkvæmd liitaveitunnar mun því hvorki megna að lækka tölu atvinnuleysingjanna frá því, sem verið hefir, né sporna við því að liún ekki aukist og jafnvel margfaldist á næstu mánuðum. Það er því alveg óhjákvæmil., að finna verður ný ráð til úr- bóta í þessum efnum, og jafn- framt að koma 1 veg fyrir það, eftir því sem föng standa til, að sú vinna, sem starfrækt hefir verið, dragist ekki saman og jafnvel hverfi með öllu. Tala hinna skráðu atvinnu- leysingja frá því uiri nýár hef- ir að jafnaði verið 1000—1200 manns, og þó er það alment við- urkent, að þeir atvinnuleysingj- ar muni lítið færri, sem aldi’ei láta skrá sig. En slíkt verður vilanlega að teljast mjög svo aðfinsluvert, þar sem öll und- anbrögð í þessum efnum liljóta að leiða til skakkra upplýsinga á hinu raunverulega ástandi í atvinnumálunum. Eins og áður er tekið fram má altaf gera ráð fyrir því, að 5—6 hundruð verkamenn og sjómenn hafi crðið fyrir atvinnumissi, vegna þess að engin saltfiskvertíð hef- ír orðið að þessu sinni, og eru þó ótaldar þær konur, sem orð- ið hafa fyrir atvinnutjóni af sömu ástæðum. Við húsabygg- ingar Iiafa unnið um 900 iðnað- armenn og eitthvað lítið eitt færri verkamenn. Allflestir af þessum mönnum ganga nú at- vinnulausir, og útlitið i þeirri vinnugrein er eins slæmt og það frekast getur orðið, þvi að álitið er að ekkert byggingar- efni fáist flutt inn í landið eins og sakir standa. Þessi dæmi ættu að nægja til þess að sýna hve ástandið 1 at- vinnumálunum hér i Reykjavík er ákaflega ískyggilegt, og að ástæðulaust er að þola það til lengdar, að ekkert verði aðhafst af hálfu liins opinbera til viðreisnar atvinnuskilyrðum þeirra, sem hér eiga lilut að máli. Eg gat þess hér að framan, að hitaveituvinnan myndi að einliverju leyti geta bætt fyrir það vinnutap, sem orðið hefði af saltfiskvertíðinni. En livað verður svo um alla þá, sem skerðingin á framkvæmdum húsabygginga hefir svift rétt- inum til þess að vinna sér fyrir daglegu brauði? Þetta er spurn- ing dagsins i dag, og sú spuríi- ing heimtar skýrt og ákveðið svar — án tafar. En kröfur allra vinnandi manna eru þær, er hér greinir : 1. að það verði gefið frjálst, að hyggja ný liús í Reykjavík, og að gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi verði veitt fyrir efn- inu, eftir því sem þörf kref- ur. 2, að séð verði fyrir því, að nægilegt efni fáist til við- lialds og verkstæðisvinnu, og frjáls sala á því. Verkanienn, sjómenn, iðnað- armenn og aðrir þeir, sem þola verða örbyrgð og neyð af völd- um vaxandi dýrtíðar og aukins atvinnuleysis, hljóta að gera á- kveðnar kröfur til Alþingis og ríkisstjórnar um að gerðar verði nú þegar þær ráðstafanir, sem orðið geta tíl viðreisnar atvinnu- málum þjóðarinnar yfirleitt. Og allir sjálfstæðismenn úr þessum stéttum gera sér miklar vonir um að það megi takast bæði fljótt og vel, þar sem atvinnu- og fjármál þjóðarínnar eru nú í höndum þeirra manna, sem þeír hafa kjörið sér til forystu. Sigurður Halldórsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.