Vísir - 19.04.1940, Side 2

Vísir - 19.04.1940, Side 2
vi&iai VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hitaveitan. QLLUM íslendingum er það Ijóst að innriás Þjóðverja í Danmörku hlýtur að valda okk- ur miklu og margvíslegu tjóni, en það sem efst er i huga hvers Reykvíkings eru afdrif hitaveit- unnar, sem svo mildar vonir eru tengdar við. Engin líkindi má telja á því, að sá innflutningur fáist frá Danmörku sem nauð- synlegur er til þess að verkinu verði lokið, en það hefir senni- lega þá þýðingu að Reykvíking- ar verða enn um skeið að afla sér eldsneytis við okurverði, og miklar fjárupphæðir flytjast úr Iandi til eldsneytiskaupa, vegna þess neyðarástands, sem skapast hefir. Sú er þó bót í máli að enn er unnið að þvi að reyna að bjarga málinu við, og kann svo að fara að heppileg lausn fáist að lok- um, þótt allir verði að gera sér ljóst, að-til þess eru ekki miklar likur, eins og sakir standa. Stöðvun hitaveitunnar vekur ekki aðeins kviða fyrir komandi vetri, heldur og sumrinu, með því að svo er atvinnuleysið þegar tilfinnanlegt og atvinnuhorfur óglæsilegar, að vart var iá það bætandi, ef ekki skyldi alger neyð fyrir dyrum. Þetta er öllum hugsandi mönnum Ijóst, og allir vona i Iéngstu lög að vel megi úr rætast, en þó er svo að sjá, að til séu enn þeir rnenn, sem þykj- ast vilja hið góða, en gjöra liið illa í þeirri trú, að það megi verða þeim til framdráttar og leiða þá inn í hið fyrirheitna land aukins flokksfylgis, eftir margra ára eyðimerkurgöngu. Það, sem eftir er af Alþýðu- blaðinu, gat þessara vandkvæða á lausn hitaveitunnar sl. þriðju- dag, og var það með þeim hætti, sem margan undrar, þótt Reyk- víkingum væri hann áður vel kunnur frá haráttu fyrrí ára um hitaveifuna. Alþýðublaðið fagn- ar því undir og niðri í, að hita- veitan kunni að stöðvast, og kennir það meiri hluta bæjar- stjórnarinnar, og þó einkum borgarstjóra, hversu til hefir tekist. Nú er enginn ágreiningur um það hvort staðurinn hafi verið rétt valinn, eða hvort vatpsmagnið sé nóg, en blaðið ásakar ofangreinda aðila fyrir það, að verðhækkun hefir orðið ó efnivörum á erlendum mark- aði vegna styrjaldarinnar, rétt eins og borgarstjórinn og bæj- arstjörnarmeirihlutinn eigi sök á þessu tvennu. Þeir eiga sannarlega ekki að kasta grjpti, sem í glerhúsi búa, og það hefði orðið eftirstöðv- um Alþýðublaðsins fyrír bestu, að afskifti þess af hitaveitumál- inu, hefði verið sem minstur gaumur gefinn úr þessu. Gleymskan ein hefði hæft þeim best, enda skulu þau ekki frekar rakin að sinni. Hitt lýsir ábyrgð- arleysi á þeim tímum, sem nú standa yfir, að efnt skuli til deilumála, sem engan tilgang hafa, annan en þann, að reyna að bjarga við þessum viðrinis- flokki, sem aldrei hefir aflað sér varanlegs trausts hjá þjóðinni, en hrekst stöðugt lengra áleiðis Bæjarbókasafn Reykjavíkur býr við ómaklega erfið skilyrði. Frá§ög:D Nig:«rg:eiri§i Friðrik§§onar Iiókavarðar. í dag eru 17 ár síðan bæjarbókasafn Reykjavíkur var stofn- að. £ tilefni af því hitti tíðindamaður Vísis forstöðumann safns- ins, Sigurgeir Friðriksson, að máli, en hann hefir veitt því for- stöðu frá upphafi. Dugnaður hans, áhugi og lipurmenska eiga án efa mikinn þátt í hinurn hraða vexti og vaxandi vinsældum safnsins, enda þótt það búi enn við ómaklega vond skilyrði. Einkum er þess brýn þörf, að safnið fái miklu rýmra húsnæði. Var í ráði, að bygt yrði yfir safnið á næstunni, en ófriðurinn hefir gert þá fyrirætlun að engu, a. m. k. í náinni framtíð. — Menningarhlutverk það, sem almenningsbókasöfn vinna, verður síst ofmetið, og væri vel til fallið, að Reykvikingar sýndu bæjarbókasafni sínu skilnings- vott með því, að hæta liúsnæði þess í sumar. Sigurgeir Friðriksson sagði m. a.: Safnið var opnað 19. april 1924 með 900 bindum, en mun nú hafa Um 24.000 bindi. Fyrsta árið voru lánuð út um 24.5 þús. bd. en árið 1939 um 147.5 þús. hd. Alls er tala þeirra bóka sem út hafa verið lánaðar á safninu rúm tólf hundruð þúsund. ;7| Ætli að Reykvíkingar séu eins bókhneigðir eða e. t. v. bók- hneigðari en menn annars stað- ar á landinu? Því er erfitt að svara. Reyk- víkingar eru samsafn fólks all- staðar af landinu, og er því lík- legt, að þeir séu að eðlisfari e. k. samnefnari allra Iandsmanna. Og jafnvel þótt Isfirðingurinn fái að láni þrefalt fleiri bækur úr bókasafninu, en Reykvíking- urinn, þá er það ekki sönnun fyrir þvi, að ísfirðingurinn sé bókhneigðari. Þar kemur svo margt til greina, að ekki er hægt að telja það hér. Eg vil aðeins henda á það, að bókasafnið á ísafirði mun vera lilutfallslega miklu stærra og fullkomnara og meira til þess veitt, og hitt, að ísafjörður er svo lítill bær og þéttbygður, að bókasafnið er svo að segja næsti nágranni hvers manns i bænum. Okkar litla tilraun með útbú í verka- mannabústöðunum virðist benda til þess, að Reykvikingar til fullrar vansæmdar, m. a. fyr- ir óhappa liendur, sem halda á penna fyrir flokkinn. Þessu flokksbroti væri sæmra að vinna að því af heilum hug að aukin yrði atvinna í landinu, og að margt það yrði reist úr rústum, sem rifið hefir verið niður undanfarin ár. Þetta flokksbrot má vita það, að þvi er Iangsamlega fyrir bestu að gefa sem minstan höggstað á sér í opinberum skrifum, og fullur skilningur mun vera ríkjandi í þessu efni hjó sumum þeim, sem mest mæðir á við það að bjarga líftórunni, sem leynist enn með flokknum. Hitaveitumálið þarf að leysa, og að þvi eiga allir flokkar að vinna af fullum drengskap. Hafi menn verið í nokkrum efa um nauðsyn hitaveitunnar, hefir styrjöldin og dýrtíðin nú opnað augu þeirra, og Alþýðuflokkn- um er að því engin vansæmd að hafa skift um skoðun í þessu mikla hagsmunamáli bæjarbúa, og gæti þessvegna unnið heill og óskiftur að framgangi þess. Sjálfstæðisflokkurinn hefir haft forystuna í málinu frá upp- hafi, við misjafnan skilning annar flokka, en nú þegar allir þykjast skilja nauðsyn málsins ætti engi nástæða að vera til að tefja málið með flokkadráttum innanlands þegar alt þarf að vinna út á við. séu engu miður bókhneigðir en Isfirðingar. Mitt persónulega á- lit er, að íslendingar séu að eðl- isfari eins bókhneigðir og nokk- ur önnur þjóð, og að Reykvík- ingar standi þar ekki heldur öðr- um löndum sínum að baki. Hinsvegar álít eg að bókhneigð íslendinga sé alt of lítið ræktuð enn og henni hvergi nærri full- nægt sem skyldi, nema ef svo væri á ísafirði — og þó liklegast ekki þar heldur. Það veit enginn um bókhneigð þess fólks, sem varla hefir kynst öðrum bókum en barnakenslubókunum, en frá sjónarmiði bókavarðarins er þarna ónumið land, sem bóka- söfnin eiga að rækta. Haldið þér að greiður aðgang- ur að bókasöfnum dragi nokk- uð úr bókakaupum almennings? Ameríkumenn hafa eftirlanga reynslu sett fram þá kenningu, að alþýðubókasöfn auki eigi að eins Iróklestur, heldur og bóka- kaup almennings með því að þau rækti bóklineigð fólksins, ást þess á bókum og löngun þess til að eiga bækur. Þetta þótti sum- um bókaútgefendum hér undar- leg kenning, og þeir liéldu þvl fram, að jafnvel þótt hún kynni að vera rétt í Ameríku, þá hlyti hún að vera röng hér. Afstaða þeirra gagnvart bókasafninu, þegar það var stofnað og vænt- anlegum áhrifum þess á bóka- markaðinn, kom mér fyrir sjón- ir eitthvað á þessa leið: Jafnvel þótt bókamarkaðurinn hafi ver- ið svo daufur, að stundum hafi liðið vika án þess að bóksali seldi bók, þá er nú fyrst öllu lokið, þegar bærinn stofnar bókasafn handa almenningi. Hér eftir verður varla keypt bók, nema það litla, sem bókasafnið kaup- ir. Síðan eru liðin 17 ár, og á þvi tímabili hefir bókasafnið lánað nokkuð á aðra miljón binda. Það byrjaði með að lána 24 þús. bd. á ári, en lánar nú sexfalt meira. Og á þessu tímabili hefir íslensk bókaútgáfa og þá eink- um reykvísk bókaútgáfa færst í aukana með því nær ótrúlegum hraða, og aldrei hefir liún verið eins afkastamikil, stórhuga og bjartsýn eins og hún var nú, er stríðið skall á og gerði alla fram- tíð óvissa. Eg fyrir mitt leyti er sann- færður um, að útlánsstarfsemi Bæjarbókasafns Reykjavíkur getur enn þrefaldast á nokkrum árum, ef það fær þá aðstöðu, þann bókakost og húsakost, sém til þess útheimtist. Og mér kæmi ekki óvart, þótt bókaút- gáfan og bóksalan tvöfaldaðist eða þrefaldaðist á sama tíma. Hvaða, menn sækja mest bókasafnið? Bókasafnið sækja menn af öllum stéttum, en mest ber þar á verkamönnum og sjómönnum og skylduliði þeirra, enda munu þær stéttir vera fjölmennastar. Konur sækja útlánadeildina litlu minna en karlar, jafnvel meira yfir sumarið, og börn sækja þangað meira en gott þykir, þar eð ekki er húsrúm í aðalbóka- safninu, til að taka móti þeim sérstaklega. Hverskonar bækur eru mest lesnar? Fjórir fimtu af útlánstölunni eru skáldrit og mest eru það skiáldsögur. Með þessu er raun- ar litið sagt annað en það, að skáldsöguformið er það form bókmenta, sem ahnenningi fell- ur best í geð á þessum tímum. Yæri vel atliugandi, hvort elcki mætti gera meira að því, en gert hefir verið, að skrifað fræði- bækur í slcáldsöguformi. En ef til vill liafa söguskáldin aðeins orðið á undan að ná þeirri tækni i frásögn, sem til þess þarf að vinna hylli almennings. Skal eg í því sambandi geta þess, að nú síðustu árin hafa verið gefnar út fræðslubækur, sem eru eftir- sótlar eins og vinsælustu skáld- sögur og eru þó ekki beinlínis i skáldsögustil, t. d. „Frá Malaya- löndum“, „Yirkir dagar“, „Eld- eyjar-Hjalti“, „Frú Curie“ og „M. Antoinette“. Menn vilja fyrst og fremst hafa skemtun af lestrinum. Eg er viss um að menn lesa t. d. „Frá Malaya- löndum“ fyrst og fremst vegna þess, að þeim þykir bókin skemtileg. Og þótt menn Iesi fræðibækur, sem þeim þykja ó- skemtilegar, er þá víst að þeir hafi mikið gagn af því? Það, sem venjulega er kallaður skemtilestur, eru auðvitað skáld- sögurnar, þótt líka megi mikið læra af góðum skáldsögum. Fyr á árum, þegar mikið var keypt af erlendum bókum og lítið gef- ið út hér á Iandi, kom það fyrir, að eins mikið var lánað af bók um á erlendum tungum, eins og á islensku. Nú er lánað þrefalt til ferfalt meira af skáldritum ó íslensku, en á erlendum tungum. Að vísu er mikið lánað af skáld- ritum, sem þýdd eru á ísl. úr öðrum málum, en að jafnaði er meira spurt eftir innlendum höfundum, þótt nú um skeið hafi allmikið verið spurt eftir Cronin og Pearl S. Buck. Hvaða rithöfundar eru mest Iesnir? Engar skýrslur eru til um það, hvaða höfundar eru mest lesn- ir, enda er erfitt að lialda skýrsl- ur um það, og þótt það væri gert, þá er þess að gæta, að þeg- ar skortur er á bókum, standa þeir höfundar best að vigi í samkeppninni, sem flestar eiga bækurnar í hillunum. Reyndar á bókavörðurinn að geta farið nærri um það, hvaða höfundar eru mest lesnir, en álit hans ber ekki að skoða sem óyggjandi vissu. Lengi framan af árum þóttist eg viss Um að Einar H. Kvaran væri.mest lesni liöfund- urinn. Reyndar var eins mikið spurt eftir „Jóni Trausta“, en hans vinsælustu bækur. fengust ekki. Þegar Einar varð gamail og hætti ritstörfum að mestu, mun Halldór Kiljan Laxness hafa náð metinu, en nú hefir Halldór fengið hættulegan keppinaut, þar sem er Guð- mundur Hagalín. Þrátt fyrir Iofsverðan dugnað útgefend- anna, er enn svo fátt gefið út af skáldritum á íslensku, að bókasafnið getur ekki valið úr, en verður að taka það alt, til þess að hafa „skemtilestur“ handa fólkinu. Nokkuð af þvi eru lélegir reyfarar, þeir eru lesnir, eins og liitt. Má vera að sumum þyki þeir betri, en það er minna spurt eftir þeim, af hverju sem það nú lcemur. En þótt reyfararnir geri ekki annað gagn, en að skemta fólkinu og og viðhalda Iestrarkunnáttu, þá er það ekki einskisvert. Við höfum i lengstu lög hlífst við að kaupa lélega reyfara á erlendum málum, en á þessum síðustu og verstu tímum flytst svo lítið af af erlendum bókum til landsins, að þar er ekki lieldur úr neinu að velja. Eru ljóð mikið lesin? Oft er spurt eftir ljóðabókum eftir ísl. höf., en lang oftast er það vegna einstakra kvæða, og er þá í flestum tilfellum hægt að nota bækurnar í lestrarsal. Þess vegna hefir verið komið þar fyrir dálitlu Ijóðasafni. Þó verður ekki hjá því komist, að hafa Ijóð nokkurra innlendra höfunda í útlánsdeild. Þar er sí- feld eftirspurn eftir Davíð Ste- fánssyni. Allmikið er spurt eftir Einari Benediktssyni, einkum siðan skáldið dó. Stephan G. Stepliansson er dálítið lesinn. Aðrir minna. Af erlendum Ijóða- bókum er lítið til og ennþá minna lesið, en Ijóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar eru vin- sælar. Á safnið mikið af fræðibók- um og eru þær mikið lesnar? Af fræðibókaflokkunum tíu er sagnfræðin altaf efst á blaði, og það er vert að geta þess, að í vetur hefir Bæjarbókasafn Reykjavíkur lánað á annað þús- und sagnfræðibækur á mánuði. Mest er eftirspurnin eftir æfi- sögum einstakra manna, fyi-st eftir að þær lcoma út, en jöfnust er eftirspurnin eftir Islendinga- sögum. Við bætum í skápinn einu eintaki á ári af gömlu útgáfunni og annað til þriðja hvert ár nokkurum eint. af þeim sögunum, sem mest er spurt eftir en það eru: Njála, Grettla, ísl.-bók og Landnáma, Gunn- laugs saga, Harðar saga og Sturlunga. Auk þess kaupum við 10 eintök af Fomritaútgáf- unni, jafnóðum og liún kemur. Yfir veturinn er þetta alt úti, að kalla, og sífeld eftirspurn eftir Islendingasögum, sem ekki fást. Þeir eru ekld allir háir i lofti, sem spyrja eftir Gretlu og Njálu. Dálítið hefir verið spurt eftir ættfræðibókum, einkum í vetur, og virðist vera að vakna áhugi á þeirri fræðigrein. Af fræðibókum er, næst sagn- fræðnini, mest Iánað af „bókum ýmislegs efnis“ og eru það mest- megnis tímarit. Þar næst er mest l|ánað úr flokki þeim, er nefnist „Félags- fræði“ og raunar mestmegnis úr síðustu undirdeild þess flokks: „Siðir og sagnir“, með öðrum orðum, það eru mestmegnis þjóðsögur. Þó skal þess getið, að sífeld eftirspum er eftir bók- inni: „íslenskir þjóðhættir“, og er livergi nærri liægt að full- nægja þeirri eftirspurn, vegna þess að bókin er uppseld. Þó hefir verið sívaxandi eftir- spurn eftir ferðabókum hin síð- ari ár. Hefir aldrei verið hægt að fullnægja þeirri eftirspurn og síst nú, því að fátt er til á ís- Ienslcu í þeirri grein, og erlendar ferðabækur fást ekki nú, frem- ur en annað gott. Þá er nokkur eftirspurn eftir bókum um atvinnuveginaiiðnað, verslun, garðyrkju, loðdýra- rækt o. fl., en lítið er hægt að sinna þeirri eftirspurn. Til þess þarf all-mikið af bókum og fjölbreytt að efni og sífelt nýjar og nýjar bælcur. Bókum um þessi efni var einu sinni safnað í sérstaka skápa og við köllum. það „teknisku deildina“. Hún óx reyndar fljótt upp í skápana, en hefir lítið vaxið siðustu árin, svo að þetta er nú hvorki heilt né liálft. Það var í samráði við Jón Þorláksson, þegar hann var borgarstjóri, að þessi deild var mynduð. Hann sagði mér frá þeirri liugmynd sinni, að koma „Bókasafni iðnaðarmanna“ fyr- ir í „Alþýðubókasafninu“ og koma þar upp myndarlegri tekniskri deild. Eg varð að segja, að þvi miður hefðum við eklci húsrúm til þess, og mun svo því máli ekki liafa verið hreyft frekar. En þetta liggur í loftinu. Eg liefi lieyrt raddir um það úr fleiri áttum, og er mjög líklegt, að það verði tekið til frekari athugunar, þegar safnið fær rýmra liúsnæði. Hve margir fengu lánaðar bækur heim til sín s. 1. ár? Skrásettir lánþegar safnsins eru um hálft sjöunda þúsund og fá þeir að láni um 21 bindi hver til jafnaðar yfir árið. Enginn veit hve margir nota bækurnar. Mjög oft — líkl. oftast — er að eins einn skrásettur lánþegi á heimili, en vitanlega lesa miklu fleiri bækumar, enda eru engar skorður reistar gegn því. Um starfsemi og fyrirkomu- lag bókasafnsins sagði Sigur- geir m. a. þetta: Útlánstími safnsins var i fyrstu ákveðinn að eins tvær klukkUstundir á dag eða kl. 8— 10 að kvöldi. Síðan hefir útláns- tíminn smátt og smátt verið lengdur um 1 klt. á dag í einu, þar til í vetur, að liann var lengdur um 2 klt. og eru nú bækur lánaðar stöðugt frá ld. 2 til 10 síðdegis á hverjum virk- um degi. I hvert skifti, sem út- lánstíminn hefir verið lengdur, hefir aðsókn að safninu aukist að miklum mun og aldrei eins mikið og nú í vetur. Sjálfsagt stafar þetta af þvi, að í hvert skifti sem útlánstíminn er lengdur, verður ösin í bráðina minna fráfælandi en hún var orðin áður. Nú er ekki sjáanlegt að hægt sé að lengja útlánstímann úr þessu. Það þarf að ætla all mik- inn tíma til þess, áður útláns- tíminn byrjar, að raða bóka- spjöldum frá deginum áður, raða upp bókum, sem inn hafa komið og koma öllu útlánssafn- inu í röð og reglu, en það er að nokkurU leyti í rústum, fná þvi kvöldið áður. Þótt sárt sé, verð eg að segja það eins og það er. Það er marg- falt erfiðara að viðhalda röð og reglu í útlánsdeildinni í Bæjar- bókasafni Reykjavíkur, heldur en í nokkuru erlendu bóka- safni, sem eg þekki. Til þess liggja þrjár megin ástæður. Hin fyrsta og stærsta er: þrengsli. Það er reynt að halda reglu í hillunum á daginn og svo lengi fram eftir kvöldinu, sem fært þykir, en siðustu tímana er ösin mest og þá er ekki hægt að komast að til að laga i skápun- um. Maður, sem nær i bók, ef til vill yfir höfðinu á mörgum öðrum, kemst ekki að, til að setja bókina á sinn stað, þegar hann er búinn að skoða liana. Það er afsakanlegt, þótt hann leggi bókina flata ofan á hinar bækurnar í þá hilluna, þar sem hann kann að geta náð til þess. En svo kemur annar og fer eins að, og svo einn af öðrum, þar til mikið af bókunum er komið í óreglulega bunka í staðinn fyrir reglulegar raðir, og orðið er mjög örðugt að finna i hillun- um nokkura vissa bók. Önnur ástæðan er sú, að fólk- ið hefir eklci lært það eins vel hér og annarsstaðar, að um- gangast bækur í bókasöfnum. Þelta sést á því, að regluseminni er nokkuð ábótavant, einnig þar i safninu, sem þrengsli eru síður til baga. En þrengslin eiga þó vafalaust líka sinn þátt í því, hve þetta lærist seint.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.