Vísir - 29.04.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 29.04.1940, Blaðsíða 2
Ví SIR r DA6BLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1 660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hlutleysi. ESS var getið í enska út- varpinu á dögunum, sam- kvæmt Reutersfregn, „að Is- lendingar ættu í styrjöld við Þjóðverja“, og hefðu þannig gerst ófriðaraðilar ásamt banda- mönnum með öllum þeim, rétt- indum og þeim skyldum, sem því fylgja. Fregn þessi vakti að vonuin allmikla furðu hér á landi, og noklcra skelfingu, er menn gerðu sér grein fyrir því, hvílíkur voði siglingaflota voru- unt væri búinn, vegna slíkrar á- stæðulausrar yfirlýsingar, ef fullnægjandi ráðstafanir væru ekki gerðar í tíma. Þing og stjórn geiðu ákveðnar ráðstaf- anir til þess að tryggja hlutleysi vort, meðferð utanríkismálanna tókum við í eigin hendur og æðsta valdið var flutt inn í land- ið til bráðabirgða og falið ríkis- stjóroinni. Svo virðist sem blað utanrík- ismálaráðherrans, Stefáns Jóh. Stefánssonar, hafi ekki fyllilega áttað sig á þeim atburðum, frá því er styrjöldin beindist sér- staklega að Norðurlöndum, og leiðari blaðsins s.l. laugardag bendir ólvirætt í þá átt, að blað- ið standi jafnvel í þeirri trú, að við eigum í styrjöld við Hitlei*, og telur ósæmilegt að m,ynd skuli hafa birst af honum hér í blaðinu á afmæli hans nú ný- lega. Atliygli blaðsins skal að- eins vakin á því, að Vísir hefir einnig birt mynd af „félaga Stal- in“, er líkt stóð á, og búist var við miklum atburðum, og tæp- lega mun það sæmandi mál- gagni utanríkismálaráðherrans, að hneykslast á slíku. Vísir hefir frá því er stríðið braust út leit- ast við að skýra eins hlutlaust frá öllu varðandi styrjöldina og frekast liafa verið föng á. Afl- aði blaðið sér þannig skeyta bæði frá London og Kaup- mannahöfn í því augnamiði, að tryggja lesendum sínum sem á- reiðanlegastar fréttir. Eftir inn- rás Þjóðverja i Danmörku hafa skeytasendingar þaðan lagst niður með öllu, og hefir Vísir því eingöngu fréttasambönd við London að því er skeyti snertir, en fréttastofan sér blaðinu enn- fremur fyrir öðru efni bréflega frá öllum Iöndum heims og er það einn þáttur í fréttastarfsem- inni. Alþýðublaðið, — málgagn utanríkismálaráðherrans -— hef- ir fengið skeyti frá Kaupmanna- höfn, en fær þau engin nú, og lifir því einvörðungu á útvarps- fréttum, sem það fær fyrir til- hlutun ríkisútvarpsins, en auk þess hefir blaðið að undanförnu notast við fréttir, sem það lief- ir gripið traustataki, svona úr lausu Iofti. Þessar fréttir notar blaðið í því einu augnamiði, að sýna styrjaldarliug sinn gegn Þjóðverjum og hefir Vísir að sjálfsögðu ekki amast við slík- um fréttaflutningi blaðsins, frekar en þeirn myndum, sem þar hafa birst, enda virðist eðli- legra að utanríkismálaráðherr- ann móti stefnu blaðsins í þess- um efnum sem öðrum. Mun almenningur fyllilega dómbær um það, hvað sæmandi er í þess- um efnum. í Ieiðara sínum boðar Alþýðu- blaðið það ennfremur, að flokksbrotið, sem að því stend- ur, ínuni lialda í skrúðgöngu 1. maí, berandi rauða fána með matgoggsmerkinu, og skuli það tákn frelsis, jafnréttis og bræðralags. ekki verða niður lagt. Vísir amast að engu leyti við því, að flokksbrotið haldi á því merki, sem blaktað hefir yf- ir ógæfu þess á undanförnum árum, og mun eigi liarma þótt j,að geri einnig slíkt siðasta á- fangann. Almenningur mun lnnsvegar líta svo á, að líking þessa fána og blóðfána Rúss- lands stingi um of í augun, og fari illa á því, að slíkum merkj- um sé á lofti lialdið meðan blóð- ið er ekki þornað á bökkum Ladoga og nályktin ekki rokin burt úr Norður-Finnlandi, og fari hvað ver á slíku, ef finski fáninn blaktir við ldið rauða merkisins, eftir alt það, sem á undan er gengið. Er það hins- vegar i fullu samræmi við allan viðrinishátt flokksbrotsins á undanförnum árum, og Vísir gleðst yfir slíku samræmi í ó- samræminu, og m.un birta myndir af skrúðgöngunni á sín- um tíma. Til þess að samúðin með Finnum og öðrum Norður- landaþjóðum komi enn betur í ljós, ætli Alþýðuflokksbrotið að láta leika „Internationalinn“ í göngunni, og færi ekki illa á því, að utanríkismálaráðherrann tæki undir, berandi rauða mat- goggsmerki sér í hönd. Ármanns vann drengjahlaupið. Drengjahlaupið fór fram í gær. Keppendur voru 35 frá 5 félögum. Veður var hálf kalt, sólarlaust og gola á austan. — Hlaupið var mjög spennandi. eins og Vísir liafði spáð á lalig- ardag, og fór það á þá leið, að Ármann vann greinilega sigur, fékk 12 st. (átti 1., 5. og 6. mann) K. R. varð næst með 18 stig (álli 3., 7. og 8. mann). íþróttafélag Kjósarsýslu fékk 29 stig (átti 2., 12. og 15. mann), í. R. 35 slig (átti 4., 9. og 22. mann), og Fimleikafélag Hafnai'fjarðar 37 stig (átti 10., 11. og 16 mann). Önnur sveit Ármanns hafði 51 stig og önnur sveit K. R. 54 stig. — Ármann lilaut því í fyrsta sinn bikar,sem Eggert Kristjóns- son stórkaupmaður gaf í þessu skyni 1939, og kept var um í fyrsta sinn í fyrra og vann K. R. bikarinn þá. — Fyrstur í mark varð Halldór Sigurðsson úr Ármanni á 7 mín. 37.2 sek. Annar varð Guðmund- ur Jónsson úr í. K. á sama tíma, 3. Friðgeir B. Magnússon (Guð- björnssonar) úr K. R. á 7:38.0. Fjórði varð Sigurgísli Sigurðs- son, I. R. 5. Árni Kristjónss., Á. Sjötti Hörður Hafliðason, Á. Sjöundi Grétar Eiríksson, K. R. Áttundi Eyjólfur Tómasson, K. R. Níundi Elías Sigurjónsson, í. R. Tíundi Guðmundur Mar- teinsson, F. H. Ellefti Gunnar Bjarnason, F. H. Tólfti Sigurjón Jónsson, í. K. Þrettándi Þorgeir Einai’sson, K. R. Fjórtándi Bald- ur Bergsteinsson, Á. Og 15. Ósk- ar Jónsson, í. K. — Alls komu i mark 34 af 41 á leikskrá, og er kunugt um lakari heimtur. Hér þyrfti endilega að taka upp þá nýbreytni, að taka tíma á fleiri mönnum en gert hefir verið til þessa í víðavangshlaup- unum. Er það miklu skemtilegra fyrir þátttakendur að vita, hve lengi þeir voru að Ijúka lilaup- inu, en nú er að eins tekinn tími á 3 fyrstu mönnunum. Erlendis er tími tekinn á öllum þátttak- endum í víðavangshlaupum, og hefir enda verið gert hér einu sinni, í víðavangshlaupi í. R. SjálMæðiimenn efna tfl fjölbreyttra hátíðahalda 1. maí. Vidtal við fomaim undirbuningsnefndapinnar, Svo sem tilkynt er á öðrum stað hér í blaðinu í dag hafa sam- komulagsumleitanir um sameiginlega hópgöngu og útifund allra verkalýðsfélaga hér í bænum hinn 1. maí n. k., farið út um þúfur. Snéri Vísir sér því til formanns 1. maí nefndar sjálfstæð- isfélaganna, Gunnars Thoroddsen og leitaði frétta um þátttöku sjálfstæðismanna í hátíðahöldunum þennan dag. Fundur sjálfstæðismanna við Varðarhúsið 1. maí 1939. Skýrði Gunnar svo frá: „Fyrir nokkrum vikum kusu Málfundafélagið Óðinn og full- trúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík nefnd til þess að undirbúa liátíðahöld sjálfstæð- ismanna 1. maí, og eiga sæti í nefndinni alls 15 manns. Vegna þess mikla umtals, sem orðið hefir í bænum um til- raunir til þess að fá sameigin- legan útifund og hópgöngu allra verkalýðsfélaganna, vil ég skýra í fáum orðum frá því máli og viðhorfi Sjálfslæðis- manna. Sjálfstæðismenn hafa allaf litið svo á, að 1. mai ætti að vera almennur og ópólitísk- ur hátíðisdagur verkamanna, að sínu leyti eins og sjómanna- dagurinn, en liingað til hefir þessu aldrei fengist framgengt, heldur hafa þeir stjórnmála- flokkar, sem þykjast sjálf- kjörnir málsvarar alþýðunnar, kommúnistar og Alþýðuflokks- menn, tekið þenna dag trausta- taki og misnolað hann herfi- Iega til pólitisks áróðurs, og þar með fælt allan þorra verkamanna frá þálttöku í þessum degi, ug skapað andúð alls almennings í stað samúð- ar með málstað verkamanna. Sjálfstæðisflokkurinn taldi þvi skyldu sína, að efna einn- ig til þátttöku i þessum hátíða- höldum fyrir þá verkamenn, sem honum fylgja að málum, og í fyi’sta sinni tók flokkur- inn þátt í þessum hátíðahöld- um í fyrra, með útifundi, þrem- ur samkomum, merkjasölu og blaðaútgáfu. Varð dagurinn hið glæsilegasta tákn um fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal verkamanna. Nú í ár virtist ekkert útlit á því, að hugsjón Sjálfstæðis- manna um almenna og ópóli- tíska verkamannahátíð 1. maí myndi rætast, m. a. vegna þess að allsherjarsamband verka- lýðsfélaganna, Alþýðusam- bandið, er ennþá hnept í ein- ræðis og flokksfjötra, þannig, að sjálfstæðisverkamenn eru sviftir kjörgengi til allra trún- aðarstarfa. Sjálfstæðisfélögin hófu því undirbúning að svip- uðum hátíðahöldum og í fyrra. Þá gerðust þeir atburðir á Dagsbrúnarfundi sl. mánudag, að samþykt var tillaga um að 1920. Það ætti því að vera bægt að taka þetta upp hér, — að minsta kosti ætti að taka tíma á 10 fyrstu mönnum, — og mætti skaðlaust sleppa öllum sekúndu- pörtum eins og erlendis. Sólon. Dagsbrún reyndi að gangast fyrir sameiginlegum hátíða- höldum allra verkalýðsfélaga og fagfélaga hér í bænum 1. maí. Var kosin til þess 9 manna nefnd að vinna að þessu, og áttu sæti í henni tveir Sjálf- stæðismenn, Sigurður Halldórs- son, sem var formaður nefnd- arinnar og Sveinn Sveinsson. Sjálfstæðismenn töldu það skyldu sína að vinna að þess- ari einingu, trúir þeirri stefnu sinni, að koma á ópólitískri einingu um verkalýðssamtökin og 1. maí. Strax á fyrsta fundi nefndar- innar unnu sjálfstæðisfulltrú- arnir þann glæsilega sigur, að fá einróma samþykt allrar nefndarinnar uin að allur flokkspólitískur svipur yrði máður af þessum hátíðahöld- um, bæði hópgöngu og úti- fundi, engir flokksfánar born- ir, enginn rauður fáni og eng- in flokksmerki, heldur skyldi íslenski fáninn blakta yfir fylk- ingunni. Engin kröfuspjöld yrðu borin, engir byltingar- söngvar sungnir né leiknir, heldur eingöngu íslenskir ætt- jarðar og verkalýðssöngvar. Allar ræður skyldu lagðar und- ir ritskoðun áður en þær yrðu fluttar, og varast skyldi allan pólitískan áróður. Nefndin leitaði tii 25 stéttar- félaga um þátttöku á þessum grundvelli, en niðurstaðan varð sú, að allmörg stærstu fé- lögin neituðu algerlega allri þátttöku. Þar með var burtu fallinn sá grundvöllur, sem sjálfstæðismenn böfðu bygt á, að fullkomin eining ríkti þenn- an dag og að enginn útifund- ur eða hópganga færi fram, önnur en liin sameiginlega hópganga fyrir forgöngu Dags- brúnar. Þessar einingartilraun- ir Dagsbrúnar strönduðu þvi á þeim verkalýðsfélögum, sem skárust úr leik. Alþýðuflokkurinn fór þess á leit að Sjálfstæðismenn liefðu sameiginleg liátíðahöld með þeim, en það strandaði m. a. á því, að Sjálfstæðismenn tóku vitaskuld ekki í mál, að ganga undir liinum rauða örvafána þess Alþýðusambands, sem sviftir þá hinum sjálfsögðustu mannréttindum. Sjálfstæðisfélögin i Reykja- vík efna því til sinna eigin há- tíðahalda 1. maí. Hefjast þau kl. 1.15 með útifundi við Varð- arhúsið, þar sem fulltrúar allra sjálfstæðisfélaganna og ráð- lierrar flokksins flytja ræður. Lúðrasveitin Svanur leikur á milli ræðanna. Kl. 3 síðd. verð- ur almenn skemtun í Gamla Bíó og sérstök barnaskemtun í Nýja Bíó. Um kvöldið verður samkoma að Hótel Borg. Merki Málfundafél. Óðins verða seld á götunum og tímaritið Þjóðin kemur út, sérstaklega helgað þessum degi og málefnum verkamanna. 1. mai nefnd Sjálfstæðisfé- laganna skorar á alla sjálfstæð- ismenn og konur að taka hönd- um saman um að gera hátíða- höldin sem glæsilegust og veg- legust og votta hinni fjölmennu stétt yerkamanna virðingu sína og samúð.“ Sjónleikar íslendinga í Vesturheimi. í vestanblöðunum Lögbergi og Heimskringlu, sem nýkomin eru, segir frá tveimur nýjum sjónleikjum, sem Vestur-íslend- ingar hafa samið og sýnt nýver- ið. Er það sjónleikur saminn af síra Eyjólfi J. Melan upp úr skáldsögu Jóns Thoroddsens „Pilt og stúlku“ og sjónleikur- inn „Ofurefli“ samin af Árna Sigurðssyni leikstjói’a eftir samnefndri skáldsögu Einars H. Kvarans. Leikflokkur Sam- bandssafnaða Norður-Nýja- íslands sýndi „Pilt og stúlku“ í Riverton 27. mars s. 1., en „Ofur- efli“ var sýnt í Winnipeg í fyrsta skifti 8. þ. m. af Leikfélagi Sam- bandssafnaðar þar í borg. — Dómar um þessar leiksýningar eru enn elcki komnir liingað. Þá taka bæði blöðin mjög vin- samlega undir tillögu, sem Lár- us Sigurbjörnsson rithöfundur setti fram í grein i „Vikunni“ i vetur. Fjallaði greinin um sjón- leikinn „Stapa“ eftir síra Jakob Jónsson í Wynyard og var þar rædd þjóðræknislilið sjónleika- starfs Vestur-íslendinga, en til- lagan gekk út á það, að Árna Sigurðssyni leikstjóra Leikfé- Iags Sambandssafnaðar og ein- Mannfjöldinn við Varðarhúsið 1. maí 1939. (Myndin tekin af svölum hússins). hverjum helsta frömuði íslend- inga vestan liafs um alt sjón- leikastarf yrði boðið heim til Is- lands til að hafa á liendi leik- stjórn á einu eða tveimur leik- ritum, sem vel væru til þess fallin að kynna oss líf og hiáttu landa vorra vestra. Heims- kringla segir í ritstjórnargrein um þessa tillögu:---------sökum mjög almennra vinsælda Árna Sigurðssonar hér, er því ekki að leyna, að tillagan mun Vestur- Islendingum kær vera. Þeir finna að í henni er ósk falin um uppfyllingu þeirrar viðurkenn- ingar, er þeir hafa Árna oft 1 huganum óskað fyrir mikið og vel af hendi leyst starf í þjóðlíf- inu vestra í þágu leiklistarinn- ar.“ — Sjónleikurinn „Stapinn'4 eftir síra Jakob var sýndur i fju-ra vor af Leikfélagi Sam- bandssafnaðar undir leikstjórn Árna Sigurðssonar. Síra Jakob Jónsson liefir nýlega lokið við að semja nýtt þriggja þátta leik- í’it, er hann nefnir „Öldur“ og mun það verða þýtt á ensku. Tíu ára áætlun - og fermingargjafirnar Mörgum börnum eru gefnir peningar í fermingargjafir. Bæði foreldrar og ýmsir vinir barnanna gera það. Nú geta börnin eytt þessu að mestu leyti eða öllu. Þau eru víst látin sjálfráð um það. Sum börnin kaupa sér ýmislegt, sem þau geta notað eða kemur sér vel að eiga. Önnur börn eyða þessu vafalaust jafnharðan í einhvern óþarfann eða til að skemta sér fyrir, svo ferming- argjafirnar ná elcki lilgangi sín- um nema að því einu leyti, að gefandinn vill gleðja barnið. Hygnir foreldrar munu að vísu hvetja börn sín til að fara vel með þessar gjafir og öll góð börn fara að ráðum góðra for- eldra. Þau eru eldri en barnið og hafa lengri lífsreynslu að baki. Væri nú ekki vel til fundið, að ferniingarbörnin legðu ein- mitt fermingargjafirnar inn í Tíu ára áætlunar bækurnar sín- ar eða nokkurn hluta þeirra? Með þeim hætti mundi barnið verja þessum gjöfum eftir ósk- um gefandanna, þeim, að þess- ar gjafir yrðu börnunum að sem fylstum notum. Gjafirnar geymast og ávaxt- ast í Tíu ára áætlunarbókinni, og síðar í lífinu þarf máske að fylla upp í einhver skörð, sem annars mundi vera vandfylt. Foreldrar og fermingarbörn (og gefendur fermingargjafa) I Munið eftir Tíu ára áætluninni. Það kemur dagur eftir dag- inn í dag. Nýr dagur kemur með nýjar þarfir. Sú þörf, sem, ekki er til í dag, getur slcapast eftir 10 ár, brýn, aðkallandi þörf. Þá er gott að eiga Tíu ára áætlunar bók með einhverri upphæð í. Tíu ára áætlunin er einn þáttur í sjálfsuppeldi, þvi luin er bygð á sjálfsafneitun. Með hugheilum óskum um blessun og gleði til allra for- eldra, fermingarbarna og vina þeirra. Reynivöllum í apríl 1940. Halldór Jónsson. Hjónaefni. Nýlega hafa opinherað trúlofun sína ungfrú Sigríður Sigurðardótt- ir og Magnús Eiríksson. Bandaríkjamenn eru farnir aö nota snjóbíla, sem geta farið meö 8o—120 mílna hraöa. Þeir eru þó aðeins notaöir til skemtunar, á dýraveiöum o. s. frv.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.