Vísir - 07.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 07.05.1940, Blaðsíða 1
Ritsfcjóri: E&ristján Guðiaugsson Skrifsiofur: FéSagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Biaðamenn Sími: Auglýsingar > 1660 Gjaidkeri 5 iínur Aígreiösla ¦ 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 7. maí 1940. 103. tbl. Umræðurnar í breska þinginu um styrjöldina í Noregi hófust í dag. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Idag hef jast umræður um styrjöldina í Noregi i neðri málstofu breska þingsins og er þess hvarvetna beðið með mikilli eftirvæntingu, sem þar gerist. Umræð- urnar munu standa yfir í dag og á morgun og hefu'r Chamberlain forsætis- ráðherra umræðurnar og mun hann tala í liðlega klukkustund. Næstir tala að líkind- ura Attlee, þingleiðtogi jafnaðarmanna, og Sir Archibald Sinclair, leiðtogi fr jálslyndra í stjórnarandstöðu. Þá er búist við, að þeir flytji ræður Winston Churchill flotamála- ráðherra, Sir Oliver Stanley hermálaráðherra og Sir Samuel Hoare flugmálaráðherra, en óvíst er, að þeir tali allir í dag. Bæði bresk blöð og allur almenningur hefir forðast stranga gagnrýni á gerðum st jórnarinnar. Menn hafa beðið átekta, uns fram væri komnar þær skýringar, sem yænanlegar eru í dag. Blöðin hafa þó — þótt þau hafi forðast að víta stjórnina, — rætt málið frá ýmsum hliðum, og koma fram næsta ólikar skoðanir. Sum blaðanna eru þeirrar skoðunar, að stjórnin hafi verið of bjartsýn, og fyrir bragðið hafi það komið mjög önotalega við allan almenning, er gefast varð upp í vöm- inni sunnan Niðaróss og flytja liðið á brott þaðan. Vænta menn skýringar á því, að ekki var meiri undir- búningur undir að senda nægilegt lið til Noregs, og kemur fram sú skoðun, að herstjórnin hafi ekki gert sér nægilega ljóst hversu öflugan óvin er við að etja. Önnur blöð ræða málið frá þeirri hlið, sem veit að hlut- lausu þjóðunum, og vænta þess, að þannig verði á öllu haldið, að hlutlausu þjóðirnar haldi trausti sínu til Bandamanna. Það er enn eigi kunnugt með vissu hvort Chamberlain muni boða breytingar á skipun stjórnarinnar, en þetta er eitt af því, sem blöðin ræða, einkanlega Times, sem hvetur til umbóta. Times hvetur og til þess, að verkalýðurinn fái fulltrúa í stjórn- inni og telur honum beinlínis skylt að útnefna menn til setu í stjórninni. Til þessa hef ir flokkurinn ekki viljað fá menn í stjórn- ina, þótt það hafi staðið til boða, en hann hefir stutt stjórnina í styrjaldarmálunum. Hefir mestu um ráðið, að leið- togar flokksins telja heppilegra, gagnrýni vegna, að um and- stöðuflokk sé að ræða. Orðróm- ur gengur um, að Churchill fái enn aukin völd. Eitthvað hið mikilvægasta öllu þessu viðkomandi er, hvort það sem gerst hefir veldur nokk- urri breytingu á samvinnu Breta og Frakka. í Bretlandi og Frakk- landi er rikjandi óánægja yfir þeim seinagangi, sem verið hef- ir a framkvæmdum, og menn heimta að styrjöldin sé rekin af meiri krafti, þvi að eins og nú gangi, séu Þjóðverjar alt af fyrri til. Er nú lögð á það hin mesta áhersla af breskum og frönsk- um stjórnmálamönnum að flytja hvatningarræður og er mikið rætt um nauðsyn þess, að hin góða samvinna Breta og Frakka haldist á jafntraustum grundvelli og verið hefir. Herlið Bandamanna frá Noregri ^ent heim til llretlands. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Breskir og franskir hermenn sem voru í Noregi, hafa verið settir á land í hafnarborg í Norð- ur-Bretlandi. Var þetta í gær- kveldi. Paget herforingi hefir gert grein fyrir hinum miklu erfið- leikum, sem við var að etja í Noregi. Á leið liðsins til hafna, eftir að herflutningurinn hafði verið fyrirskipaður, lenti fimm sinnum í orustu, en hverja stund vóru þýskar flugvélar á sveimi yfir liðinu, og var varpað á það sprengikúlum og skotið á það af vélbysum. Leiðin til hafna á undanhald- inu var um 100 enskar mílur. BARDAGAR HALDA AFRAM VIÐ NARVIK. Bardagar halda stöðugt áf ram við Narvik. Fregnir frá Svíþjóð greina frá liðflutnigum Þjóð- verja til Narvik í lofti og á landi, Bandamenn IllÍíSSa 3 rfiHifiriairspilla. Einkaskeyti ðiSKI SíiiPf IISIll Hir á liii lili en Bretar segja, að, tekist hafi að koma í veg fyrir, að hinu inni- lokaða liði Þjóðverja í Narvik bærist auknar birgðir eða liðs- auki. I norskum fregnum segir að norskir smáf lokkar ber jist vask- lega í Gauldal suðaustur af Stör- en. ÞJODVERJAR ÆTLA AD VIRÐA HLUTLEYSI SVÍA. Sænska fréttastofan skýrir frá því, að Gústav Svíakonungur hafi skrifað Hitler ríkisleiðtoga Þýskalands bréf og skýrt hon- um frá því, að stefna Svía í hlut- leysismálum væri óbreytt, og myndi þeir halda sömU stefnu áfram. í svari sínu lýsti Hitler yfir því fyrir hönd Þýskalands, að Þjóðverjar myndi virða hlutleysi Svíþjóðar. Bréfaskifti þessi fóru fram fyrir hálfum mánuði. frá United Press. London í morgun. Þýskum flugmönnum hefir tekist að sökkva 3 tundurspill- um fyrir Bandamönnum, en all- ir tundurspillarnir voru tii verndar herflutningaskipum í nánd við Noreg. Einn þessara tundurspilla er breskur, Afridi — systurskip H. M. S. Cossacks, sem komið hefir allmjög við sögu (árásin á Altmark, orustan við Narvik). Afridie var 1870 smál. Annar tundurspillirinn var franskur, „Bison", 12 ára gam- all. Á honum var 209 manna á- höfn og var flestum bjargað. Þriðji var pólskur, „Grom" og munu 66 menn hafá farist, þar af einn yfirmaður. Bretar leggja Póllandi til nýjan tundurspilli í stað þessa. Almenningur á ítalíu vill frið. Einkaskeyti frá United Press. 1 löndunum við Miðjarðarhaf er sama óvissa og kviði ríkjandi. Allskonar fregnir berast, sem hafa mjög slæm áhrif, svo sem fregnir um það, að innrasir séu yfirvofandi. Segja Bretar að Þjóðverjar hafi breitt það út, að Bretar ætluðu að senda her gegnum Grikkland, ef til Balk- anskagastríðs kæmi, en Tyrkir hef ði her á landamærum Grikk- lands. Hvorutveggja er opinber- lega neitað í London og Ankara. En þrátt fyrir allar lausafregn- irnar, sem Bretar kalla tauga- stríðsfregnir Þjóðverja, snýst meginathyglin um það, hvort Italir muni hætta sér í styrjöld- ina. Bretar halda því fram, eins og þeir hafa altaf gert, að hvað sem itölskum leiðtogum liður, vilji ítalska þjóðin frið, og bent á, að þetta komi mjög greinilega f ram um þessar mundir, i ítölsk- um borgum. Þannig hafi fjöldi manns látið mikinn friðarvilja í ljós, er páfi bað fyrir friðinum s.l. sunnudag, eins í Neapel, þar sem mikill mannsöfnuður kraup á kné og bað fyrir friðinum, og loks, er Umberto prins kom úr páfagarði í gær, en hann fór þangað með krónprinsessunni, og ræddu þau hálfa klukkustund við páfa. Einng fóru þau á fund u tanríkismálaráðherra vatikan- ríkisins. Þessi heimsókn er talin standa í sambandi við tilraunir Roosevelts og páfa, til þess að koma í veg fyrir, að styrjöldin breiðist úr. Miklar varúðarráðstafanir fara fram og stjórnmálaviðræð- ur, í ýmsum löndum við Mið- jarðarhaf. Hj úkrunarkona á Landspítalanum | í stállunganu. 1 UNGAÐ Merkilegt tilboð frá ensk- um háskólakennara. Bretar biðja Itali im skýr- ingu á afstöða þeirra. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Frá Rómaborg er símað sam- kvæmt áreiðanlegum heimild- um, áð ítalskir stjórnmálamenn hafi fengið vitneskju um, að breska ríkisstjórnin hafi látið ákveðið við ítölsku stjórnina í Ijós þá von sína, að hún geri ná- kvæmlega grein fyrir afstöðu sinni til styrjaldarinnar, og hefir breska stjórnin óskað eftir svari hið fyrsta og ekki síðar en fyrir 16. maí. Það var tilkynt í London í gær, að sendiherra Bretlands í Rómaborg, Sir Percy Lorraine væri á leið þangað. Kom hann þangað í gærkveldi og eftir kom- una gerði hann ítölsku stjórn- inni grein fyrir framannefndum óskum stjórnar sinnar, en þær höfðu áður verið bornar fram af settum sendiherra Breta, sama daginn sem sendiherra Bandaríkjanna, Philips, ræddi við Mussolini. Sumir ítalskir stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar að það standi að ein- hverju Ieyti í sambandi við efl- ingu herskipaflota Bandamanna í austurhluta Miðjarðarhafs, að þessar óskir eru fram komnar. Það hefir verið leidd athygli að því, að þótt fyrirspurnin sé borin fram sem að framan greinir, þ. e. látin í ljós von um, að, skýringar verði gefnar, þá sé hér í rauninni um beina spurn- ingu að ræða, þess efnis, hvort ftalía ætli að verða hlutlaus eða fara í styrjöldina. ATVINNULEYSI I BRETLANDI. MINKAR Vikuna, sem endaði 15. april s. 1. voru atvinnuleysingjar í Bretlandi færri en nokkuru sinni undangengin 20 ár og eru nú innan við 1 miljón. Forðuni í Flosaporti verður sýnd í kvöld. Næsta sýn- ing verður næstkomandi fimtudag kl. 8. Af ýmsum ástæðum verður alls ekki tekið móti pöntunum í síma, en strax og aogöngumiíSasal- an hefst, getur fólk veriÖ visst um a'Ö geta fengið alla þá aogöngumiða, er þaÖ óskar eftir. Frá því hefir verið skýrt hér i blaðinii, að Nuffield lávarð- ur, hinn heimskunni breski bifreiðaframleiðandi (Morris) hefði gefið stállunga hingað til lands, Hefir einnig hér i blað- inu birst mynd af stállunga, sem amerískur auðkýfingur lif- ir í. Án þessa tækis getur hann ekki lifað. Nú er stállunga það, er Nuf- field lávarður gaf, komið hing- að til lands. Það er geymt suð- ur á Landsspítala, þar sem það verður framvegis undir umsjá Ófeigs Ófeigssonar læknis. Bauð hann blaðamönnum i gær að skoða undragrip þenna. Skýrði læknirinn helstu notk- unarreglur og frá tiklrögum þess að þetta tæki er komið hingað til lands. Tækið sjálft er ilöng kista, ca. 1 m. á hæð, og er rúm eða bekkur í því, sem sjúklingurinn liggur á. Höfuð sjúklingsins stendur út úr kistunni og ligg- ur þröngur gúmmíhringur að hálsi hans. Kistan er loftþétt, en Ioftinu er dælt í gegnum slöngu, sem liggur i sivalan kassa, líkastan gasgeymi, en hann er skilinn frá sjálfri kist- unni. Tildrögin til þess, að þetta stállunga er hingað komið, eru þau, að hingað kom með skemtiferðaskipi í fyrrasumar enskur háskólakennari frá Ox- fordháskólanum, R. R. Macin- tosh að nafni. Hann er fyrsti sérfræðingm* í deyfingum og svæfingum, sem kennir þær greinar við evrópiskan há- skóla. Macintosh prófessor dvaldi hér aðeins einn dag, og þenna dag notaði hann til að skoða Landsspitalann, en Ófeigur læknir fylgdi honum og sýndi honum húsakynni og tæki spit- alans. Taldi prófessorinn hér vanta sérfræðinga í deyfingum og svæfingunx, og þá gerði hann Gfeigi það höfðinglega boð, að senda héðan ungan, efnilegan lækni til Oxford, til 3ja mán- aða náms í þessum greinum, og skyldi bæði uppihald í Eng- landi, námskostnaður og ferð- ir báðar leiðir vera með öllu endurgjaldslaust. Þá bauð hann Ófeigi og, að gefa hon- um stállunga það, sem nú er hingað komið. Prófessor Mac- intosh úthlutar stállungum þeim, er Nuffield lávarður gef- ur sjúkrahúsum i samveldis- löndum Breta. En þetta stál- lunga er hingað komið fyrir þá sök, að prófessorinn taldi réttlætanlegt að gefa Ófeigi það, þar sem hann hafði stund- að nám í bresku samveldis- landi — Kanada. Auk þess gæti þetta læknistæki orðið bresk- um sjómönnum að liði, er hing- að leituðu. Þótt stállungað væri gefið Ófeigi lækni, þá er það nú eign Landsspítalans, þar sem Ófeigur lagði sérstaklega til, að honum yrði gefið það. Það eru fá ár frá þvi byrj- að var að nota stállungu. Hafa þau reynst til marga hluta vel og óefað bjargað lífi fjölda manns. Þau eru notuð við mænuveiki, þegar andardrátt- arlömun er i aðsigi, því að slik lömun getur riðið sjúklingnum að fullu, ef ekki er hægt að hjálpa honum til að anda. Ef maður fellur í sjó og er að druknun kominn, er andár- drátturinn oft svo veikur, að maðurinn kemst ekki af eigin ramleik yfir það, og þá er gott að geta gripið til stállungans. Það er ennfremur notað við allskonar lamanir, þar sem andardráttur eða hjartsláttur er veikur, við lungnasjúkdóma, andarteppu, æðakölkun og æðasjúkdóma, og jafnvel við svæfingu — ef sjúklingur hætt- ir skyndilega að anda, þá get- ur stállungað komið i góðar þarfir. Dvöl hvers sjúklings í stál- lunganu fer eftir því, hve ill- kynjaðan sjúkdóm hann geng- ur með. Við lífgunartilraunir varir hún ekki nema örfáar mínútur eða klukkustundir, i versta tilfelli, en við aðra sjúk- dóma getur legan i stállunganu orðið miklu lengri. Æuglýsendum til hagræðis verður tekið á móti aug- lýsingum í blaðið til kl. 9 hvert kvöld til 15. þ. m. og til kl. 10 y2 að morgni Smáauglýsingar, sem ber- ast ef tir þann tíma verða að bíða næsta dags. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.