Vísir - 08.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 08.05.1940, Blaðsíða 2
V í S I R VÍSIR DAGBLAD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Fiskirann- sóknir. I^Týlega er út komin skýi-sla um rannsóknir Fiskideild- ar háskólans fyrir árin 1937— 1939, og er það fyrsta rit, sem deildin sendir frá sér. Fiskirannsóknir í sjó og i vötnum eiga sér tiltölulega skamman aldur, og sá maður hérlendur, sem brautryðjanda- starfið hafði með höndum, er enn á hfi, en nolckuð við aldur, og er þar átt við dr. phil. Bjarna Sæmundsson. Um langt skeið vann liann einn og illa studdur að rannsóknum þessum, og varð að sinna þeim störfum í lijá- verkum, með því að aðalstarf hans var kensla við mentaskól- ann í Reykjavík. Sýndi það öðru fremur hve framkvæmdaleysið átti rík ítök liér í landi, að slík- um manni skuli ekki frá upp- hafi hafa gefist kostur á að helga sig lieilan og óskiftan þessu nauðsynjastarfi, sem hagur þjóðarinnar getur bygst á að verulegu leyti, ef vel tekst um árangur rannsóknanna. Aðrar þjóðir, sem ekki eru jafnháðar hafinu og við, liafa Um Iangt skeið varið æmu fé til hafrannsókna, og má þeirra i meðal nefna frændur vora Dani. Hafa þeir sent rannsóknaleið- angra sína víða um höf, en okk- ur eru slíkir leiðangrar kunn- astir af rannsóknum þeirra hér við land. Árið 1931 réði Fiskifélag Is- lands til sín ráðunaut í fiski- fræði, Árna Friðriksson, og hef- ir hann unnið að rannsóknum þessum með hinum mesta dugn- aði, og safnað að sér miklum fróðleik til viðbótar þeirri þekk- ingu, sem fyrir var. En þegar dæmt er Um árangur slíkra rannsókna verða menn að gera sér það Ijóst, að hér er ekki um neitt áhlaupaverk að ræða, heldur óslitið starf, margþætt og víðtækt, og langan aldur þarf til þess að fullkominn árangur liggi fyrir. Verður mönnum þetta Ijóst, er þeir athuga það að lífið i sjónum er að verulegu leyti háð þeim skilyrðum, sem þar eru, — hita og kulda, sölt- Um sjó og ósöltum, gróðri og smádýralífi. Mönnum er það kunnugt að veðurfar Iiér á landi er háð hafstraumum þeim, sem að Iandinu liggja, og talið er sannað að hér á landi skiftist á langvarandi tímabil liita og kulda, eða m. ö. o. að kaldir eða heitir hafstraumar liggi að landinu óslitið um marga ára skeið. Af þessu leiðir, að þess er ekki að vænta, að hafrannsóknir og spár bygðar á þeim, reynist óskeikular, meðan ekki er frekari reynsla fengin en raun er á, og má segja að þær séu fyrst og fremst Unnar í þágu framtíðarinnar að því er árang- ur snertir, þótt nútíðin geti einn- ig margvísleg gæði af þeim hlotið. Sjómenn hafa yfirleilt fullan skilning á þessu starfi, og haft er það fyrir satt, að sá aflakong- ur sem frægastur er hér á landi, Guðmundur Jónsson skipstjóri, hafi frá öndverðu gefið því ná- kvæmar gætur hvert hitastig var í sjó, gróður eða dýralíf, og hafi það m. a. leitt til giftu hans. Þegar svo er komið að full- komnar rannsóknir hafa verið framkvæmdar Um margra alda skeið má vænta algers öryggis um veiðispár, en nú hljóta þær að reynast misjafnlega, senni- legar getgátur, en á slíkum get- gátum byggist öll vísindastaif- semi í uppliafi, þótt það þyki góð vísindi að lokum. Þótt við íslendingar gætum hins ítrasta sparnaðar á þessum ófriðartímum, ættum við í lengstu Iög að styðja svo störf ágætra vísindamanna, að þau bíði engan hnekki af þeim sök- um, að við þau sé sparað úr hófi fram, og árangur þeirra þar með rýrður til stórra rauna. Hafrannsóknirnar verða að halda stöðugt áfram, með því að þá fyrst næst sá árangur, sem æskilegur er, en verði hlé á slík- um rannsóknum spillir það stór- lega fyrir framtíðinni, en er nú- tíðinni (il minkunar. OlUÐllÆKT Ml. fiarðland, áburður og jarflvmsla. Stefán Þorsteinsson garðyrkjukennara. Kirkjuíundur í Reykjavík. Formaður undirbúnings- nefndar almennra kirkjufunda, Gísli sýslumaður Sveinsson, hef- ir látið Vísi í té eftirfarandi upp- lýsingar: Undirbúningsnefnd hinna al- mennu kirkjufunda á íslandi hefir ákveðið, að á þessu sumri verði haldinn í Reykjavík al- mennur kirkjufundur fyrir alt land. Hefst fundurinn þriðju- daginn 2. júlí n. k. með guðs- þjónustu í dómkirkjunni kl. 11 f. h., og stendur hann allan þann dag og þann næsta (mið- vikudag) og væntanlega fram á fimtudag 4. júli. Á fundinum verða flutt erindi og fara frarn umræður um fyrirliggjandi mál. Meðal annars verða erindi flutt ura: „Hlutverk kirkjunn- ar á ófriðartímum“, „íslenskt kirkjuþing“, „Frá ferð til Iands- ins helga“ o. fl. Til þessa kirkjufundar, eins og liinna fyrri, verða boðaðir full- trúar frá öllum söfnuðum landsins, aulc klerka, og verða send um þetta bréf með næstu póstum til hlutaðeigenda. — Er heitið á alla áliugamenn á krist- indómsmálum, hvar sem er á landinu, að bregðast vel við þessu máli, og styðja að því eft- ir mættí, að kirkjufundurinn megi verða sóttur sem víðast að. Er þess og óskað, að þeir, sem hefðu hug á að koma mál- efnum á framfæri til fundarins, tilkynni það hið allra fyrsta, svo tök verði á að taka þau til með- ferðar. — Um alt, er kirkju- fundinn varðar, ber að snúa sér til prófessors Ásmundar Guð- mundssonar, eða biskups Sig- urgeirs Sigurðssonar, Reykja- vík. Reynt mun verða að létta að einhverju leyti undir með kostn- aði fundarsækjenda úr fjarlæg- um héruðum. Dagskrá fundarins að öðru leyti verður auglýst síðar. 150 sígarettupökk- um stolið. f fyrradag var 150 sígarettu- pökkum — 100 af Commander og 50 af „111“ (One-EIeven) — stolið úr sendiferðabifreið Tóbakseinkasölunnar. Rannsóknarlögreglan hefir nú haft uppi á sökudólginum, en þegar hann var handtekinn, var hann búinn að selja eða losa sig við allar sígretturnar. Þeir, sem liafa gert kaup við mann þenna, kaupmenn eða aðrir, eru beðnir að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna í Bindindishöllinni við Frí- kirkjuveg hið fyrsta. Það er ekki litið tmdir þvi komið að fólk vandi val af- brigðanna og geri sér ljósa grein fyrir kröfum himia einstöku af- brigða. Þá veltur og mikið á því, að uppeldi liinna ungu jurta í gróður-reitum fari vel úr hendi þannig, að þær séu liraustar og þróttmiklar við gróðursetningu út í garðinum. Hvað ræktunar- landinu, áburðinum og vinnslu landsins viðvíkur, þá ráða þessi atriði ekki síður úrslitum um það, hver árangur verður af garðræktinni. RÆKTUNARLANDIÐ. Til að byrja með skulum við slá því föstu, að flestar tegundir grænmetis geri meiri kröfur tit þess staðar er þær vaxa á, jarð- vinnslu, áburðar og sumarhirð- ingar en aðrar nytjajurtir. Aftur á móti er framleiðslugeta þeirra mun meiri. Þess vegna verður að velja grænmetinu þann besta stað, sem völ er á til ræktunar. Það væri að vísu í mörgum til- fellum æskilegt að jieir elstu garðar, sem notaðir eru liér á landi með alt of lélegum ár- angri, væru lagðir niður og nýir garðar undirbúnir og teknir í notkun í þeirra stað. Takmörk- un áburðarins leyfir þetta þó ekki á þessu vori. Við getum þó i þessu sambandi huggað okkur við, að garðlöndin liafa einmitt margfaldast hin síðari ár þann- ig, að lang-mesti hluti þeirra er að því leyti vel fallinn til garð- ræktar enn Um slund. Eins og nú horfir við á markmiðið að vera að bæta þá garða, sem þeg- ar eru 1 rækt og gera þá eins liæfa lil ræktunar eins og frek- ast er á kostur, hvað framrseslu, vinnslu o. s. frv. viðvikur. Það verður að stefna að því marki, að hver flatareining gefi af sér sem mestan og bestan arð, mið- að við tilkostnað og fyrirhöfn. Garðávöxtunum á helst að velja það land til ræktunar, sem hallar lítið eitt i sólarátt og er í skjóli fyrir norðanátt. Það þarf að vera vel fram ræst og í góðri hefð. Það verður að sjálfsögðu að gera miklar kröfur til jarð- vegsins. Það er liægt að segja að yfirleitt sé góður myldinn mold- arjarðvegur, gjarnan lítið eitt sandblandinn, ákjósanlegur fyr- ir flestar matjurtir. Annars gera hinar ýmsu matjurtir nokkuð mismunandi kröfur til jarð- vegsins (sjá töflu fyrir ræktun grænmetis), en að sjálfsögðu hafa veðurskilyrði og staðhættir mikið að segja. Jarðvegur semer mjög sendinn, malarkendur eða stífur leir, á ekki að koma til greina. Kartöflur ræktum við þó oft í mjög sendnum jarðvegi með góðum árangri (og fleiri rótarávexti), en slíkur jarðvegur er mjög áburðarfrekur og rækt- unin getur því orðið dýr. JARÐVINNSLUNA verður að framkvæma eins snemma að vorinu og tíðarfar leyfjr og umfram alt vel og rækilega. Aðeins fullkomnasta vinsla er við hæfi jurta, sem gera eins miklar kröfur eins og grænmeti gerir. Jarðvegurinn þarf að vera fínunninn og að- gengilegur fyrir jurtimar, svo að rætur þeirra eigi auðvelt með að greinast um hann og vinna næringu sína úr honum. Alt fram á síðustu tíma hefir sú aðferðin verið best þekt hér á landi, að stinga upp garðana. Þetta getur verið góð aðferð, sé hún vel að hendi leyst, en hún á aðeins við, þar sem um smá- garða er að ræða. Þegar um stærri garðlönd er að ræða, verður skóflan aðeins aukaverlc- færi, að vísu þarft aukaverk- færi, en í stað hennar kemur plógur og herfi. Sumir láta sér nægja að herfa garðana og segjast ná góðum árangri. Þetta kann salt að “vera, en þeir mundu án efa ná enn betri ár- angri, ef þeir plægðu þá fyrst vel. Það hefir verið mælt með djúp-vinslu. Of mikið má þó af öllu gera og menn geta gert sér slcaða með því að vinna jarð- veginn of djúpt. Garða skyldi : ekki vinna (plægja eða stinga) dýpra en 18—20 cm. Mælt er nieð diskaherfum, fjaðraherf- um og Hankmóherfum sem góðum garðherfum. Til dæmis reynist ágætlega að lierfa garð- ana, að plægingu lokinni, fyrst með diskaherfi og síðan með djúpgengu fjaðraherfi. ! Áburðurinn verður að vera mikill og góður og umfram alt aðgengilegur fyrir jurtirnar, þannig að hann nýtist sem best. Hvort nota skal húsdýra- áburð eða tilbúinn áburð fer að sjálfsögðu mikið eftir staðliátt- um, verðlagi og því hvaða mat- jurtir eru ræktaðar. Kálið verð- í ur t. d. að hafa húsdýra-áburð | til þess að geta gefið fylstu uppskeru og það er óhætt að telja káltegundirnar helmingi áburðarfrekari heldur en rótar- ávextina (kartöflur, gulrófur, gulrætur o. s. frv.). Aftur á móti gera rótarávextirnir ekki síður kröfu til tilbúins áburðar og virðist liann einkum koma gulrótunum vel séu þær rækt- aðar í moldar- eða mýrarjarð- vegi. Það ber einkum að at- huga í sambandi við notkun húsdýra-áburðarins, að þegar um er að ræða salat, blómkál, toppkál og snemmvaxið hvít- lcál, þá er áríðandi að áburður- inn, sem notaður er, sé ekki nýr, heldur farinn að gérjast. Þegar aftur á móti um sein- vaxnar káltegundir er að ræða, er síst lakara að nota nýlegan áburð, sem er lítið farinn að gerjast. Hvort sem um húsdýra-áburð eða tilbúinn áburð er að ræða, þá er nauðsynlegt að bera á eins snemma og unt er, en þetta er að sjálfsögðu mikið undir tíðar- farinu komið. Þá er og nauð- synlegt að dreifa áburðinum jafnt yfir og vinna hann niður í moldina strax að dreifingu lokinni. Það er vitað, að við sjávar- síðuna er gnægð „innlendra“ á- burðarefni, sem ættu að geta haft stórkostlega þýðingu fyrir garðræktina á þessum timum. Fyrst og fremst er það þangið (sæþörungarnir), sem mikið er af við strendur landsins. Án efa ætti að vera hægt að afla þangs til áburðar í miklu ríkari mæli en gert hefir verið fram að þessu. í verstöðvum landsins falla og til ýms efni er nota má til áburðar svo sem fiskislóg og fiskúrgangur ýmiskonar. Hvað notkun sæþörunga við- víkur, þá liafa þeir verið not- aðir til áburðar við garðrækt með prýðilegum árangri. Það er þó talið að þessi áburður eigi einkum rétt á sér, þar sem um ræktun liinna þurfaminni mat- jurta er að ræða (kartöflur, gulrófur, gulrætur o. s. frv.). Hæfilegt áburðarmagn í slíka garða er talið vera 15—20 vagn- ar á 100 m2, miðað við nýjan þara. Nýjum þara er þó ekki ekið beint í garðana að vorinu. Æskilegt er að bera superfosfat á með þaranum, um 3 kg. á 100 m2 gera mikið gagn og jafnvel nokkuð minna. Fiskislóg og grútur hefir einnig gefið ágæta raun sem á- burður við garðrækt, en hér skyldu menn athuga, að þetta eru í sumum tilfellum taldar vera einliliða áburðartegundir köfnunarefnis-auðugar, því get- ur verið æskilegt að bera á fos- fórsýruáburð (superfosfat), en þó einkum kalí-áburð með grútnum eða slóginu. Gera má ráð fyrir, að 2 kg. af hvoru fyrir sig, superfosfati og kalí- áburði sé mjög sómasamlegur skamtur með nægu slógi (ca. 50 kg.) miðað við 100 m2. Að sumrinu ættu matjurtirn- ar að fá áburðarábæti. Þetta at- riði mun verða komið nánar inn á í síðari grein. Að öðru leyti er vísað til töflunnar fyrir ræktun grænmetis, sem hirtist á laugardag. rssoii seiur i. í gær setti Logi Einarsson úr Sundfélaginu Ægi nýtt met á 50 m. bringusundi á 34.5 sek., og ruddi þar með meti Sig. Jónssonar, K.R., sem var 34.9 sek. Logi er þektastur sem stil- fegursti skriðsundmaður okkar LOGI EINARSSON. og hefir getið sér ágætan orð- stír í þeirri sundgrein, en það mun liafa komið flestum á ó- vart, að liann myndi reynast jafn frábær bringusundsniaður og raun er á orðin. Að sjálf- sögðu fagna félagar lians þess- um prýðilega árangri, en hitt hefir þó aflað Loga enn meiri vinsækla, að hann hefir jafn- an reynst óeigingjarn félagi og drenglundaður íþróttamaður, sem allir Ægis-menn eru hrevknir af. D. Rafskinna er hætt að fletta að þessu sinni. Það má með sanni segja, að verið hafi sífeld ös við sýningargluggann allan tímann. Gunnar Bachmann hefir getið sér varanlega viðurkenn- ing sem snjall auglýsingamaður, og má samgleðjast honurn með verð- skuldaðar vinsældir Rafskinnu. Leikfélag Reykjavíkur sýnir skopleikinn „Stundum og stundum ekki“ kl. 8 í kvöld. Að- göngumiðasala hefst kl. i í dag. V estur-í slendingum boðið heim, Eimskipafélag fslands hefir fyrir nokkuru ákvéðið að þrem þektum Vestur-íslendingum skyldi boðið hingað til lands í sumar. Eru þetta Ásmundur P.. Jóhannesson, Árni Eggertsson og Jón J. Bíldfell, ásamt konum þeirra. Þeir Árni og Ásmundur hafa tekið boðinu og koma hingað i þessum mánuði, en Jón Bíld- fell getur ekki tekið því, þar sem hann er norður á Baffins- landi í erindagerðum Kanada- stjómar. Var hann sendur til Norður-Kanada í fyrrasumar til þess að hafa þar eftirlit með æðardúnstekju. Það er ekki enn ákveðið, hversu lengi þessir gestir Eim- skipafélagsins munu dvelja hér, enda munu þeir ráða nokkuru um það sjálfir. Met. Þorbjörg Guðjónsdóttir (Æ.), setti í gær nýtt ísl. met í 50 metra bringusundi kvenna. Synti hún vegalengdina á 44.8 sek., en garnla metið var 45.1 sek., sett af Stein- unni Jóhannsdóttur frá Akureyri. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. „Forðurn í Flosaporti“. Balkanbaróninn (L. I.) syngur: Big bisness, biljónó, borga, olræt. Muna um miljónó, mig ekki læt. Fult er af fénu í fjárhirslunum, skuldir landsins skulu borgaðar í hvelli. Fáar sýningar eru eftir og get- ur hver orðið sú síðasta. Næturakstur. Bst. Hekla, Lækjargötu 4, sími 1515, hefir opið í nótt. Ráðherrarnir komu kl. 11 í gær á fyrsta ríkisráðsfund ráðu- neytis fslands, sem handhafi konungsvaldsins. Á þessum fundi mættu allir ráðherrarnir og auk þess Vigfús Einarsson skrif- stofustjóri, en hann er ritari ríkisráðsins. Staðfestu ráðherr- arnir með undirskrift sinni úrskurð ráðuneytisins um meðferð konungsvalds og staðfestu að því loknu 28 Iög frá siðasta Al- þingi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.