Vísir - 10.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 10.05.1940, Blaðsíða 2
VfSIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjúri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hernámið. IDAG er liðinn nákvæmlega mánuður frá því Alþing Is- lendinga Iýsti því yfir, að við tækjum ÖIl mál í okkar eigin hendur. Daginn áður höfðu Þjóðverjar lagt Danmörku und ir sig. Þær ákvarðanir, sem þá voru teknar hér, voru ekki annað en afleiðing af þeim at- burðum. Hinn 11. apríl birtist forystugrein hér í blaðinu um hlutleysi íslands. Þar er í ör- fáum orðum rakið það ástand, sem umhverfis okkur rikir. Síðan segir: „Á þeim tíma, sem hlutleysi þjóða er brotið, liverr- ar af annarri, höfum við ís- lendingar okkur ekkert til varnar, nema yfirlýsinguna um ævarandi hlutleysi í ófriði, sem gefin var út 1918.“ Greinin lieldur áfram: „Það væri rangt áð telja sér trú um, að hlutleysisyfirlýsing- in sé okkur fullkomin vernd, eins og nú er komið. Við sjá- um hvernig farið hefir fyi'ir frændþjóðum okkar. Þær hafa gert alt, sem hugsanlegt var til að halda sér fyrir utan ófrið- inn. Þeim hefir ekki tekist það.“.....,Nú verðum við að muna, að þær þjóðir, sem við eigast, berjast upp á líf og dauða. Þegar svo er komið, er hver sjálfum sér næstur. Um leið og land okkar er talið nauðsynlegur liður í kerfi til sóknar eða varnar, verður aug- um og eyrum lokað fyrir yfir- lýsingu okkar um ævarandi hlutleysi.“ „Það væri barnaskapur að hugsa sér, að við kæmumst hjá því, að hlutleysi okkar yrði brotið áður en ófriðnum lýk- ur. Það væri meira að segja gá- laus bjartsýni, að hugsa sér, að það geti dregist lengi úr því sem komið er. Miklu trúlegra er hitt, að á hverri stundu geti þeir atburðir gerst, sem gera út um hlutleysi okkar í bili.“. Þetta er tekið orðrélt úr for- ystugrein Vísis, „Hlutleysi ís- lands“, fimtudaginn 11. apríl 1940. Þótt þeir atburðir, sem gerðust í morgun í höfuðstað íslands, kæmi skyndilega, gátu þeir þó ekki komið með öllu á óvart. Eins og bent var á í þess- ari tilfærðu grein, var það of mikil bjarísýni, að trúa þvi, að við mundum geta haldið okk- ur með öllu fyrir utan þann leik, sem nú verður ægilegri og lilífðarlausari með hverjum degi sem líður. I hinni tilfærðu grein segir loks: „En í þessu máli er eitt að- alatriði, sem allir verða að skilja. Ekki einungis við sjálf- ir, heldur liverjir þeir, sem telja kynnu sér nauðsynlegt að brjóta hlutleysi okkar: Við megum aldrei brjóta það sjálf- ir. Þetta þýðir það, að við meg- um ekki leyfa neinni þjóð að gera þær ráðstafanir hér á landi, sem skapar oklcur aðild í ófriðnum. Okkur er Ijóst, að við getum ekki ráðið við það, að aðrar þjóðir brjóti hlutleysi okkar. En þær verða að gera það á Hta M kom til lidsiis nei öiesku fliÉiiii. Fletrl Fngflendtugrar, sein eigin ábyrgð. Við getum og viljum ekki taka á okkur neina ábyrgð í því efni. Við getum ekki hindrað verknaðinn. Við getum mótmælt honum.“ Við þetta er raunar ekki miklu að bæta. Það, sem sagt var fyrir hér í blaðinu, hefir ait komið fram. Hlutleysi okk- ar hefir verið brotið. Erlendur lierafli hefir verið settur Jiér á land. Opinberar stofnanir hafa verið teknar. Þetta er alt gert að okkur fornspurðum. Við höfum ekki ráðið við það. Við getiun aðeins mótmælt. Eftir því, sem vér höfum frétt, mun ríkisstjórnin þegar á ráðuneytisfundi í morgun hafa ákveðið að bera fram formleg mótmæli á því Jiroti, sem hér hefir framið verið á hlutleysi og sjálfstæði landsins. Að endingu aðeins þetta: Við skulum vera rólegir og stað- fastir. Ef við berum hlutskifti okkar saman við það, sem ýms- ar aðrar þjóðir verða að þola, um þessar mundir, er ekki á- stæða til að æðrast. Almenn- ingi skal á það bent, að koma virðulega fram við hina er- lfendu hermenn. Okkur her jafnt að forðast andúð og und- irlægjuhátt. Þessir menn koma hingað óboðnir. Það eru ekki skemtiferðamenn. Við skulum sýna þeim kurteisi, en varast öll fleðulæti. a Landgangan. Frh. af 1. síðu. kastalann. Hurðin á símastöð- inni var sprengd upp. Þá fór ein herdeild með all- mikið af sjúkragögnum, tók sér stöðu við Hótel ísland og dró þar fána Rauða krossins við liún.Bráðlega var hann þó dreg- inn niður, því lítið var uin særða menn og fallna. Við sendiherrabústaðinn þýzka Jijóst Iierdeild til sóknar; olli það nokkurri töf, sem sendi- herra notaði auðsjáanlega til að brenna eitthvað, sennilega skjöl, því reikur sást þar út um glugga. Hermennirnir brutust svo inn bakdvramegin. Klulckan um 714 hitti eg gamlan og góðan kunningja úr breska hernum, Fred Zöllner, son Louis Zöllner í New Castle. Eg talaði við liann nokkra stund og sagði Jiann mér, að liann Jiefði fyrirvaralaust verið lcall- aður í íslandsför þessa og mundi dvelja hér um óákveð- inn tima. Hann J)að mig að vísa sér á Þjóðverja, en lítið gerði eg að því. Fred Zöllner var ekki í Jier- mannabúningi og mun vera hér leiðbeinandi þeirra Englending- anna, því liann hefir oft á ís- landi dvalið. Einu skrítnu atviki var eg sjónarvottur að. Sjómaður einn, allkendur, var á götunni og ætlaði lög- regluþjónn að koma honum úr umferðinni, en hann hljóp þeg- ar yfir í lið þeirra Bretanna og var þar vel tekið, en lögreglu- þjónninn hafðist ekki að. Gunnar Sigurðsson (frá Selalæk). Hermenn aka farangri á hand vagni. knnnir Með flotadeild þeirri, sem hertók ísland í nótt, og lagði í höfn hér í höfuðstaðnum, sendi breska stjórnin hingað sendi- herra sinn Mr. Howard Smitli, en ákveðið hafði verið að hann yrði sendur hingað til lands, er viðurkenning fékst á sjálfstæði landsins hjá Bretum. Ber koma sendiherrans þannig að meo furðulegum hætti, og óvæntum eftir viðurkenningu þá, sem fengist hafði hjá Bretum á sjálf- stæði landsins. Mr. Howard Smitli var áðuv sendiherra i Danmörku, en er jjýslvi innrásarherinn kom til Kaupmannahafnar var hann tekinn höndum ásamt fjöl- skyldu sinni og starfsliði að morgni hins 9. apríl. Síðar um daginn var sendiherrann og skyldulið hans látið laust. Mr. Howard Smith hefir ver- ið í þjónustu utanríkisráðuneyt- isins breska frá því árið 1922, cg á árunum 1933—1939 var hann fulltrúi aðstoðarutanrikis- málaráðh. breska, en í október s.l. tók hann við sendiherra- stöðunni í Kaupmannahöfn. Sendiherrann geklc á fund rikisstjórnarinnar í morgun, og er skýrt nánar fá þeirri heimr sókn hans á öðum stað hér í hlaðinu. Ennfremur koinu tveir lcunn- ir menn aðrir hér á landi með flotadeildinni, en það eru þeir: Mr. Harris, fulltrúi í breska viðskiflastríðsráðuneytinu og formaður hins breska hluta Bresk-islensku viðskiftanefnd- arinnar, og Mr. Fortescal, sem hefir stundað liér laxveiðar, að- allega norðan lands, mörg und- anfarin sumur. Hann er kennari í frönsku við Eton-skólann. Allir eru fúsir á að Iáta mynda sig. eru hér á lunili. Norskir ílóttamenn taka land á Seyðis- firði. Fréttaritari Vísis á Seyðis- firði getur þess í skeyti, sem blaðinu barst í gærkveldi að bátur um fimmtíu smálestir að stærð hafi komið til Seyðis- fjarðar í fyrradag eftir þriggja sólarhringa siglingu. Báturinn nefnist Sandöy og er frá Molde. Skipstjóri er Ja- kob Sandöy, en hann er eigandi að skipinu ásamt föður sínum, sem enn dvelst í Noregi. Á bátn- um voru 10 sjómenn, og segj- ast skipverjar hafa flúið undan þýskum lier, sem kominn var í nágrenni við Molde, og hafði þegar lagt bæinn í rústir með loftárásum. Voru þeir um það bil að hertaka bæinn, er Norð- mönnum þessum tókst að flýja. Er til Seyðisfjarðar kom leit- aði skipstjórinn á fund norska konsúlsins þar, Jóns Jónssonar í Firði, og fór þess á leit, að liann aðstoðaði þá, þannig að þeim gæfist kostur á að stunda hér atvinnu á bát sínum í sum- ar. — Norðmaður einn á Akureyri bauð fram aðstoð sína og er báturinn lagður af stað þangað. Fullnuma hjúkrunar- konur. Þann 30. apríl s.l. útskrifuð- ust úr Hjúkrunarkvennaskólan- um 13 eftirfarandi fullnuma hjúlcrunarkonur: Ágústa Jóns- dóttir, Stardal, Mosfellssveit, Arndís Einarsdóttir, Hringdal, Matarhlé. Fundir bresku stríds- stjórnarinnar. Bpeytingar át bresku stjórninni. Breska stríðsstjórnin kom saman á fund í nr. 10 Downing Street í morgun kl. 8, sem fyrr var getið og voru allir ráðherrarn- ir og æðsta lierráð Breta á fundinum. Annar fundur var haldinn kl. 10.30. Að lionum Ioknum fór Sir Archibald Sinclair, leiðtogi frjálslyndra manna í stjómarand- stöðu, á fund Chamberlains, og ræddust þeir all-lengi við. Sam- komulagsumleitanir um breytingar á skipan bresku stjórnar- innar halda áfram. Bruce, fulltrúi Ástralíu í London, fór einnig á fund Cliamber- Iains. — Það er leidd athygli að þvi, að í Ástralíu er áhugi fyrir, að mynduð verði alríkisstjórn (impei'ial government), með þátttöku samveldislandanna. ATTLEE OG GREENWOOD HVETJA VERKALÝÐINN TIL EINHUGA BARÁTTU FYRIR FULLNAÐARSIGRI. Attlee og Greenwood hafa birt ávarp til breska verkalýðsins og hvatt hann til einhuga baráttu til þess að sigur vinnist í styrj- öldinni. Allir verða að gera skyldu sína, segja þeir, og taka á sig hverjar þær fórnir, sem nauðsynlegar eru. KULDARNIR voru miklir á vesturvígstöðvunum í vetur, en nú er vorið komið og hlýindi um alt. Þessi mynd var tekin í mars á einum flugvalla Breta í Frakklandi. Eru varðmenniniir dúðaðir vel lil þess að kuldinn biti ekkx á þá. Arnai'firði, Betsý Petei’sen, Reykjavík, Gerður Guðmunds- dóttir, Litla-Skarði, Stafholts- tungum, Guðrún Ámadóttir, Stórahrauni, Stokkseyrarlir., Ingunn H. Sigurjónsdóttir, Ak- ureyri, Katrín Pálsdóttir, Heiði, Mýrdal, Katrín H. Tómasdóttir, Reykjavík, Kristín Gunnai'sdótt- ir, Reykjavik, Oddný Pétui's- dóttii', Eydölum, Óla S. Þoi’leifs- dóttir, Hofi, Norðfirði, Sigi’íður Jónsdóttii', Skeggjastöðum, Fellnahr., Sólveig Pálsdóttir, Ás- ólfsstöðum. Námstími er 3 ár og ljúka hjúkrunarnemarnir prófi, bæði í bóldegum fræðum og vei'kleg- Um hjúkrunaraðgerðum. Alls hafa 88 hjúkrunai’konur lokið burtfararprófi úr Hjúkrunar- kvennaskólanum síðan liann tók til starfa í Landspítalanum árið 1933. Tónlistafélagið: Pianotonleikar Áma Kristjánssonar í Gamla Bíó í gærkveldi. Eilt af því, sem Tónlistafélag- ið á mestar þakkir fyrir, er áð skapa listamönnum eins og Árna Kristj'ánssyni lífsskilyrði lxéi', svo að þjóðin fái að njóta hæfileika þeirra. Árni er hinn fæddi listamaður, tækniliæfi- leikarnir óhemju mildir, skapið viðkvæmt og rikt, enda mundi hann sóma sér vel Iivar sem væri í hópi píanósnillinga. Viðfangsefnin voru Tungl- skins-sónatan eftir L. von Beet- hoven, Thenxa með tilbi’igðum op. 40 eftir danska tónskáldið Carl Nielsen, nokkur verk eftir Fr. Chopin og Hinn lxeilagi Franziskus gangandi á öldun- um eftir Fr. Liszt. Öll verkin voi'u flutt með ágætum tilþrifum og öi'Uggri smekkvísi hins gagnmentaða tónlistai’manns. Virðist lista- maðurinn prýðilega upplagður, enda l>ótt liljóðfærið hjálpi þar lítið til. En best virðist mér hon- um láta að túlka hina skapríku „lyrik“ Chopins, og t. d. As- dur Ballade hans frábæi'lega vel leikin. Fögnuður og hi’ifning áheyr- enda hélst frá upphafi hljóm- leikanna til enda og varð Árni að lokum að leika aukalag, þótt komið væri að sýningartíma kvikmyndaliússms. Húsið var þéttskipað. B. A. 8RETAR UM HERNÁMIÐ Á ISLANDI. ÍSLENDINGUM LOFAÐ TAGSTÆÐUM VIÐSKIFTA- SAMNINGUM. London í morgun. í breskum blöðum og út- varpi hefir verið sagt frá her- námi íslands. Er tekið fram, að hernámið fari fram til þess að tryggja öryggi !s- lands vegna hættunnar við innrás af Þjóðverja hálíu. Þá segir, að Bretar muni hafa samvinnu við íslensk stjórnarvöld, og í engu hafa afskifti af framkvæmda- stjórninni. Loks er boðað, að þess sé vænst, að samkomulagsum- leitanir milli íslendinga og Breta muni leiða til bresk-ís- lenskra viðskiftasamninga, sem verði mjög hagstæðir ts- lendingum. ______ Snæfellsuesför Ferðafélags íslands. Eins og undanfarin ár fer Ferðafélag íslands um Hvíta- sunnuna vestur á Snæfellsnes. Verður lagt af stað á laugar- dagskveld og komið aftur að kveldi annars dags Hvítasunn- unnar. Snæfellsnesið er einn þeirra staða hér nærlendis, sem Reyk- víkingar munu þeklcja einna minst og kemur það af þeirri einföldu ástæðu, að samgöngur hafa verið strjálar. Auk þess hafa langar sumaileyfaferðir komist í tísku hin síðari ár, svo að sá þykir oft mestui', sem. lengst liefir farið í suxnai’leyfi sínu. Á Snæfellsnesi er margt að sjá og vegalengdir eru ekki svo miklai', að menn þurfi að liafa þar margra daga viðdvöl til þess að sjá margt af því markverð- asta. Nesið er ekki aðeins fag- urt, þegar menn sjá það héðan úr bænum í roðageislum kveld- sólarinnar, heldur er fegurðin engu minni, þegar xnenn eru á gönguför þar og skoða öll svip- brigðin i andliti þess í námunda. Það eru víst ekki margir sem vita að Arnarstapi var eitt sinn amtmannssetur fyrír Vestur- amtið. Rétt hjá er Búðalxraun, sem er einstalct i sinni röð fyrir þá sök, hversu gx’óið það er. í nágrenni Stapa ei’u fjölda

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.