Vísir - 14.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 14.05.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðfaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Ðlaðamcnn Sími: Auglýsingar (660 Gjaldkcri 5 iínur Afgreiðsla í 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 14. maí 1940. 108. tbl. ER RÖÐIN LANDI? §iima. Vilhelmina drottning farin til Bretlands og ríkistjómin flutt frá Haag. Heiftarlegir bardagar við Liége og víðar Engir járnbrautafluÉiiiiig'ar uiilli IlaseS og Pý^kalaiacls vegna lierflutninga Þjoðverja. — Alþjóðalaankinn fluttur frá Haisel. Hoftleiiding^r liafo orðið oð láfa iincftaii tíl aðalvarnariítöðfaL. Þjoöverjar kommr til Noröursjávar. HFetai? óttast9 að I»jóðvei»jái» sendi Iiof loftleiðis tll Bret- laxids. — ¥íðt»kar vaFÚdaF-. páðstafanir. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Hollenska herstjórnin viðurkennir í tilkynningum sínum, að þýskt herlið sé komið yfir Moerdijk-brúna yfir Hollandische Diep og yfir Maas-fljót. Hefir Þjóðverjum þannig tekist að slíta járnbrautarsamgöngur milli Norður- og Suður-Hollands. Einn- ig eru Þjóðverjar komnir alt til Norðursjávar. Þá er viðurkent, að Þjóðverjar hafi komist inn í Grehhe-varn- arlínuna á einum stað, fyrir vestan Yselfljót. í London er litið svo á, þar sem Þjóðverjar halda áfram sókn sinni í Mið-Hollandi og eru, að því er virðist, komnir til Norður- sjávar, byrji nú nýr þátlur í-styrjöldinni, — sá þátlurinn, sem mjög liefir vei’ið umræddur — er loftárásir Þjóðverja byrja á Bretland í stóruni stíl, og jafnvel að þeir freisti að befja innrás í Bretland. Er því gripið til hinna víðtækustu varúðarráðstafana vcnga þessarar liættu. Hermálasérfræðingar tclja, að Þjóðverjar muni leggja óherslu á, að treysta aðstöðu sína í Ilollandi, til þess að hafa þar flug- stöðvar til árása á Bretland, en frá þeim eiga þeir að eins 100 enskra mílna leið að fara til Brellands, og snúa sér þegar í stað að þvi, að reyna að hindra, að flugherinn breski haldi áfram að- gera árásir á herflutningalestir þeirra á leið til Hollands og í Hollandi sjálfu, en það er kunnugt, að árásir Breta hafa valdið miklum usla í liði Þjóðverja. Morskir flóttamenn jkomnlr tit Aknreyrar EINKASKEYTI frá Únited Press. London í morgun. Fregnir í morgun herma, að miklir herflutningar standi yfir í Þýskalandi í nánd við sviss- nesku landamærin. Járnbrautarferðalög milli Þýskalands og Basel hafa lagst niður. 1 Svisslandi hefir enn verið gripið tilmjög aukinna varúðarráðstafana. Ein þeirra er, :að Alþjóðabankinn hefir verið fluttur frá Basel. í Hollandi hefir Þjóðverjum orðið allmikið ágengt. Þeir óðu þegar í upphafi innrásarinnar inn |Norðaustur-HolIand og munu hafa talsverðan eða jafnvel mestan hluta Norður-Hollands á sínu yaldi. Þá hafa þeir brotist yfir Ysel-fljót á nokkurum stöðum og hafa Hollendingar orðið að hörfa undan til aðalvarnarstöðva sinna, en innan þeirra eru þrjár mestu borgir landsins: Haag, höfuð- borgin Roíterdam og Amsterdam. Það verður að líta svo á, að alvarlega horfi í Hollandi, enda þótt hollenski herinn haldi enn ramgerustu virkjum sínum, og hann fái stöðugt aukinn liðsafla frá Bretum og Frökkum. Wilhelmina Hollandsdrotning er nú komin til Bretlands og er gestur bresku konungshjónanna. Áður var Juliana prinsessa farin þangað með dætur sínar tvær og fylgdi maður hennar, Bernard prins, henni þangað. Hollenska stjórnin tilkynti í gærkveldi, að markmið Þjóðverja hefði verið aðj taka Wilhelminu drotningu til fanga. Hefði hún því flúið til Zeelands, en ekki verið þar örugg vegna joftárása, og tók drotningin því ákvörðun um, að ráði helstu ráðherra sinna, að fara til Bretlands, ng stjórna landi sínu þaðan um slundarsakir. — Hollenska stjórnin hefir enniig farið frá Haag, og starfar hún á öðrum stað, þar sem öryggi meira og næði. Seinustu fregnir herma, að hollenska ríkisstjórnin sé komin til London. Fór hún frá Hollandi á bresku herskipi. Ríkisstjórnin ætlar að stjórna frá Bretlandi. Taldi hún sig ekki lengur hafa nægt öryggi til starfa í Hollandi. Belgiski sendiherrann var við- staddur komu stjórnarinnar. Á vígstöðvunum í Belgíu er barist af hinum mesta ákafa. Mest hefir Þjóðverjum orðið ágengt við Máasricht og Liége. Við Maasricht tókst Þjóðverjum að brjótast í gegn, og hefir Pierlot forsætisráðherra Belgíu lýst hvernig á því stóð, að ekki tókst að stöðva framsókn þeirra þar. — jHvarvetna nema þar tókst að sprengja í loft upp brýr yfir Albertsskurðinn til þess að hindra framrásina í byrjun. Undir hrúm þessum öllum var vélaútbún- aður, til þess að sprengja brýmar, og hafði belgiskum liðsfor- ingja verið falið að sprengja tvær umræddar brýr í loft upp, en hann fórst á íeiðinni af völdum loftárásar. Annar foringi komst þó afturfyrir hersveitir Þjóðverja og undir aðra brúna og sprengdi hana í loft upp og fórnaði lífi sínu til þess. Yfir hina brúna komust Þjóðverjar með vélahersveitir sínar og voru komnir til Tirlemont, miðja vega milli Briissel og landamær- anna, er síðast fréttist. Við Liége nokkuru fyrir sunnan Maas- richt hafa staðið hinir áköfustu bardagar. Liége er mesta iðnað- arborg Belgíu og þar eru öflugustu virkin. Hafa Þjóðverjar gert hvert áhlaupið á fætur öðru á virkin og hafa, að því er þeir sjálf- ir segja, náð sumum virkjunum og eru jafnvel komnir inn í borgina, en eftir belgiskum fregnum að dæma, eru flest virkin enn í höndum Belgíumanna. í Ardennerhálendinu, í Luxembourghéraði í Belgíu, og þar sem landamæri Luxembourg-furstadæmis, Belgíu og Frakklands mætast, er mikið barist. Undangengin dægur liafa Bandamenn haldið áfram lið- fiutningi í stórum stíl til Hol- lands og Belgiu og tekur her- lið Jæirra nú Jjátt í vörninni með Hollendingum og Belgíu- mönnum. Eru það aðallega véla- hersveitir, sem Bandamenn hafa sent hinum nýju samherj- um sínum til aðstoðar. Er her- sveitum Bandamanna tekið með miklum fögnuði. Til stór- kostlegra átaka milli fötgöngu- liðs liefir enn ekki komið. í fyrstu einkendi viðureignirnar mest liðflutningar í lofti og loftárásir. Hafa Þjóðverjar vafalaust komið miklu liði til Hollands lof tleiðis, og ein- hverju til Belgíu. Mikið af þessu liði Iiefir verið innikró- að og handtekið, sumstaðar eftir að hafa náð á sitt vald mikilvægum stöðvnm, eins og fiugstöðinni við Rotterdam, en þaðan voru Þjóðverjar hraktir með aðstoð breska flughersins, sem gerði ítrekaðar loftárásir á hana. Víða í Hollandi munu þó enn vera fallhlífarhermanna- flokkar, sem ekki liefir tekist að liandsama. Loftárásir liafa verið gerðar á fjölda margar borgir, m. a. Ilaag, Rotterdam, Briissel, Antverpen, Litte Nan- iy og margar fleiri, og hafa menn farist og*særst í hundr- aða lali, en flugherir Frakka og Breta hafa sig æ meira í frammi, verja borgir- Hol- lands, Belgíu og Frakklands. og gera árásir á herflutninga- lestir Þjóðverja og flugstöðv- ar þeirra. Miklu fleiri fallhlif- arhermenn liafa verið settir á land í Hollandi en í Belgíu. Jafnvel fyrir aftan víglínu Breta hefir verið reynt að setja lið á land úr flugvélum, en það hefir tekist að umkringja það og liandtaka hermennina. Bandamenn segja, að fall- hlífahermenn Þjóðverja séu klæddir einkennisbúningum Breta, Ilollendinga og Belgiu- manna, eða þeir séu dulldædd- ir sem klerkar, bændur eða konur. Hafa Frakkar tilkynt, að ef fallhlífarhermenn klæddir einkennisbúningum Banda- manna finnist, verði þeir skotn ir tafarlaust. Þjóðverjar hóta gagnráðstöfunum, jafnvel að skjóta fanga, segir í fregnum Bandamanna. Þjóðverjar segja hins vegar, að falllilifaher- menn þeírra liafi sérstaka ein- kennisbúninga. í alþjóðalögum er bannað, að liermenn noti aðra einkennisbúninga en síns eígin lands. Hefir Iiollenska Vilhelmína Hollandsdrotning'. stjórnin mótmælt misnolkun Þjóðverja á hollenskum ein- kennisbúningum. í loftárás á Amsterdam í fyrrinótt vörpuðu Þjóðverjar yfir 50 sprengikúlum. Árásin stóð i 27 mínútur. Hófst húh kl. 4 um nóttina. Aðallega var reynt að valda tjóni á járn- brautarstöðinni. TIMES UM HORFURNAR. Blaðið TimeS segir, að Þjóð- verjar geti eliki tekið fullnaðar- ákvörðun í þessuiií éfinmi, fyíT en þeir liafi komið í veg fyrir, að herlið þeirra og herflutninga- lestir búi við stöðugar árásir breska flughersins. Þjóðverjar muni þvi að likindum leggja höfuðálierslu á Jiað fyrst i stað, að reyna, að sigra breska flug- herinn, áður en þeir hefja frek- ari liernaðaraðgerðir á landi í stórum stil í Hollandi og Belgíu. — Times gerir ekki ráð fyrir því, að Þjóðverjar muni aðeins gera loftárásir á fluglierinn og hemaðarstöðvar, heldur á livað sem fyrir þeim verður. HANDTÖKUR í BRETLANDI. Allan síðastliðinn sunnudag var verið að handtaka ófríðar- þjóðamenn í Bretlandi, aðallega Þjóðverja og Austurrikismenn, en einnig allmarga aðra. Alls var hér um 3000 menn að ræða, og hafa þeir verið fluttir í sérstakar bækistöðvar. Var óttast, að menn þessir kynni að veita Þjóð- verjum lið, ef þeir sendi loftleið- is lierlið til Bretlands, en sú liætta liefir nú færst mjög nær, sem að ofan greinir. Þeir, sem handteknir hafa verið, eru á aldrinum 16—60 ára, alt kárl- Einkaskeyti til Vísis. Akureyri í morgun. J^ORSKUR vélhátur koni í morgun til Akureyrar og voru á honum 16 niamis, flótta- menn. Menn þessir voru hand- teknir í greifadæmunum i aust- urhluta Bretlands, alt suður til Dover og eins i grcifadæmunum á suðausturströnd landsins, eða alla leið frá Inverness í Skot- landi til Wight-eyju. Á þessum svæðum eru um 11.000 útlendingar aðrir, sem hafa fengið fyrirskipanir um að gefa sig fram á tilteknum tima á lögreglustöðvum landsins, þeirra meðal eru margir Banda- ríkjamenn. Frá kl. 8 að kveldi til kl. 6 að morgni mega Jieir ekki vera á ferli. Þeim er að eins leyft að nota almennings flutn- ingatæki — ekki bifhjól, einka- híla né reiðhjól. Þessar ráðstal- anir og margar aðrar miða að því, að hægara verði að tun- kringja og handsama fallhlífa- liermenn, sem Þjóðverjar kunna að setja á land í Englandi. fólk frá Álasundi í Noregi. Eru 10 kárlm,enn á bátnum, en auk Jieirra eru á lionuni 3 konur og 3 börn. Bátur þessi heitir Jökul og er heldur stærri en v.b. Sandöy I, sem kom til Seyðisfjarðar í byrjun mánaðarins. Álasund er ið Raumsdalsfjörð. Sandöy I er lika kominn til Akureyrar. Hefir Norðmaður einn, sem búsettur er þar, heit- ið skipverjum aðstoð sinni til þess að gera bátinn út hér við land. „Forðum í Ftosaporti" hefir nú verið sýnt 5 sinnum fyr- ir troðfullu húsi og vi'ð mikla hrifn- ingu áhorfenda. Hafa jafnan marg- ir orðið frá að hverfa vi'S hverja sýningu. Fer nú senn a'Ö líða að því, að sýningum verði hætt, og fer því hver að verða síðastur, að sjá revyuna. Iírían er komin. Varð hennar fyrst vart hér á laugardag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.