Vísir - 14.05.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR
VISIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson -
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar 166 0 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Erfiðleika?
atvinnulífsins.
^TÐ ættum að reyna að var-
ast það tvent, að mikla
fyrir okkur erfiðleikana og að
loka augunum fyrir þeim. Við
skulum reyna að horfast í augu
við hlutina, eins og þeir eru.
Landið hefir verið hernumið.
Það er verið að kenna okkur,
hvernig við eigum að fara að,
ef loftárás ber að höndum. Við
skulum ekki láta hugsunina
um hættuna lialda fyrir okkur
vöku. Við skulum heldur ekki
ypta öxlum og staðhæfa, að
ekkert slíkt geti skeð. Hernám-
ið sjálft er enginn barnaleikur,
né heldur afleiðingar þess. Það
er enginn að gera að gamni
sínu. Hér er alvara á ferðum,
eins og víðast annarstaðar. Á
þessu verðum við að átta okk-
ur. Tökum því, sem að liönd-
um ber, ekki með léttúð og
andvaraleysi, ekki með ótta og
skelfingu, heldur með full-
komnu þreki og taugastyrk.
Alþingi er slitið fyrir stuttu.
Ríkisstjórnin verður að snúa
sér beint til þjóðarinnar. Það
er nauðsynlegt að hún taki
þjóðina í trúnað sinn, eftir því
sem fært þykir. Ólafur Tliors
atvinnumálaráðherra hefir rið-
ið þar á vaðið. Hann hefir gert
grein fyrir þeirri óvissu, sem
ríkir í öllum atvinnumálum.
Hann leggur höfuðáherslu á
það viðfangsefnistjórnarinnar:
„að ráða bót á atvinnuþörf al-
mennings, og þá fyrst og fremst
með þvi að tryggja markaði
fyrir framleiðsluvöru þjóðar-
innar, því án þess verður ekki
hægt að afla fjár til þess að
kaupa til landsins nauðsynjar
almennings.“
Það er alt annað en björgu-
legt um að litast í atvinnumál-
unum. Hér í Reykjavík hefir
öll byggingarvinna stöðvast.
Við þelta hafa þúsundir manna
mist atvinnu. Saltfiskveiðar
togaranna hafa fallið niður.
Ofan á alt þetta bætist svo það,
að alt er í óvissu um framhald
Iiitaveitunnar. Um það mál
segir atvinnumálaráðherra:
„Nú er svo komið, að mikil
hætta er á, að þetla verk stöðv-
ist. Að vísu verður ekki enn
með vissu fullyrt, hvort fram
úr þessu verður ráðið, og er
varlegast að hafa um það ekki
mörg orð. En það tvent tel ég
mér Ieyfilegt að segja, að bæj-
arstjórn og ríkisstjórn hafa og
munu Iáta einskis ófreistað til
þess að tryggja óslitið fram-
hald þessa mikla mannvirkis,
og þá jafnframt hitt, að það
er of snemt að segja, að von-
laust sé, að þetla takist.“
Á ýmsum öðrum stöðum er
atvinnuástandið síst gíæsilegra
en hér i Reykjavík. Til þess að
ráða bót á þessu hygst ríkis-
stjórnin „að halda uppi öllum
þeim vei-klegu framkvæmdum,
sem nokkur föng eru á, að
standast kostnað af.“
Mestu erfiðleikarnir, sem að
steðja, eru í sambandi við af-
urðasöluna. í Póllandi og
Þýskalandi töpuðust markaðir
fyrir 8 miljónir króna, eins og
útflutningurinn var síðastliðið
ár. Til Norðurlanda var út-
flutningurinn 23 miljónir. Til-
Hollands og Belgíu 5 miljónir.
Þannig liggur það fyrir, að
við höfum í þessum löndum
mist markáði fvrir 36 miljónir
króna, miðað við útflutning
síðaslliðins árs. Þegar þess er
gætl, að alls varð útflutningur-
inn 69 miljónir, getur liver
maður gert sér grein fyrir því,
um hve mikið áfall hér er að
ræða.
Bretar liafa lálið i veðri
vaka, að þeir vildu tryggja ís-
lendingum hagkvæma verslun-
arsamninga. Eins og nú er
komið málum, höfum við ekki
í mörg önnur hórn að venda.
Enska sendinefndin, sem fór
utan í liaust, liefir þegar und-
irlíúið það mál. Með breska
sendiherranum kom liingað
formaður breska hluta við-
skiftanefndarinnar. Um við-
skiftin við Breta, segir atvinnu-
málaráðberra: „Rikisstjórnin
gerir sér vonir um, að af þessu
megi nást skjótur og viðunandi
árangur. Þær vonir eru ekki
aðeins bygðar á eðli málsins,
lieldur einnig á ummælum liins
nýkomna sendiherra Breta, Mr.
Howard Smitlis, sem og for-
manns nefndarinnar, Mr. Har-
ris. En auk þess hefir breslca
útvarpið flutt þá fregn, að Bret-
ar ætli að tryggja íslendingum
liagkvæma verslunarsamn-
inga.“
Menn biða með eftirvæntingu
þess, sem gerist i þessum efn-
um. Atvinnuástandið er slíkt,
að afkoma þjóðarinnar er i
voða, ef ekki verður bót á
ráðin.
a
Kl. rúmlega þrjú í gær fór
sjóliðasveit úr Miðbæjarbama-
skólanum suður að Einarsstöð-
um við Haga. Hafði flokkurinn
meðferðis litla fallbyssu.
Byssunni var komið fyrir á
túninu á Einarsstöðum og æfðu
sjóliðarnir sig á meðferð hennar
með því að skjóta nokkurum
skotum út á fjörðinn. Yar bátur
einn staddur úti á firðinum,
nokkurn spöl frá þeim stað, sem
kúlurnar komu niður og réru
bátverjar lífróður í land, þegar
skothríðin hófst.
Nokkur mannfjöldi var sam-
ankominn hjá Haga og hjá
Shellstöðinni í Skerjafirði, en
þaðan flaug flugbáturinn, sem
var á sveimi yfir bænum f gær-
dag.
Herskip stöðvar
strandferðaskipin.
Strandferðaskipin Esja og
Súðin voru bæði á Reyðarfirði í
gær og stöðvaði breskt herskip
þá bæði skipin, er þau voru á
leið út f jörðinn.
Komu sjóliðar um borð í
skipinu og skoðuðu skipsskjölin,
en létu þau síðan sigla leiðar
sinnar.
Bresk berskip hafa undan-
farna daga verið á vei’ði undan
Austfjörðum og hafa menn úr
landi séð þau.
Olínskipið kom
I gærkvddi,
Um kl. 8 í gærkveldi kom olíu-
skip það hingað til bæjarins,
sem Iengi hefir verið væntan-
legt. Er það norskt skip Thoröy
að nafni, 3500 smál. að stærð.
Hefir það meðferðis um 3000
smálestir af hráolíu, en auk þess
smurningsolíur, og mun þessi
forði endast eitthvað fram á
70 LOFTVARNA-
SKÝLI TILBÚIN.
Fb'íí ráðétöfiiBBniBi Lí&fávsaiFiBiaiii-ÉÍMlsir.
HVAÐ GERIR MUSSOLINI?
ífalir haía nú 2
málj. manna und-
ir vopnum.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
S. 1. laugardag skrifaði Agnar Kofoed-|Hansen, lögreglustjóri
ríkisstjórninni og gerði þá tillögu, að skipuð yrði þegar í stað
loftvarnanefnd. Var honum þegar falið að skipa nefndina, en
hann sneri sér til Bæjarráðs, Landssímans, Rauða krossins og
Bandalags íslenskra skáta og æskti þess að þeir tilnefndi full-
trúa í nefndina. Eru eftirtaldir menn í nefndinni: Agnar Kofoed-
Hansen, lögreglustjóri, formaður, Gunnlaugur Briem, verk-
fræðingur, f. h. Landssímans, Gunnlaugur Einarsson, læknir,
f. h. Rauða krossins, dr. Helgi Tómasson, yfirlæknir, f. h. Banda-
lags íslenskra skáta og Valgeir Björnsson, bæjarverkfræðingur,
f. h. Bæjarráðs.
Nefndin hefir starfað að heita má hvíldarlaust síðan og gert
ýmsar ráðstafanir, sem þegar eru komnar til framkvæmda, eða
eru á undirbúningsstigi. Hefir nefndin yfirstjórn hinna „pass-
sivu“ loftVarna, en breska herliðið, sem hér er, sér um hinar
„aktivu“ loftvarnir, þ. e. að eyðileggja flugvélar o. s. frv., ef
þær koma.
Loftvarnaskýlin.
Fyrsta verkefni nefndarinnar
var að finna nothæfa kjallara
víðsvegar um bæinn, þar sem
þeir gæli leitað skjóls, er væri á
ferli, þegar loftárás yrði gerð.
Voru þeir síðan merktir, svo og
næstu hús í nánd, til þess að
sýna hvar þeir væri. Unnu skát-
ar og stúdentar að þessu, sem
sjálfboðaliðar. Síðan var unnið
að því að ryðja til í þessum
kjöllurum, þar sem þess var
þörf og jafnframt fengnir lykl-
ar að þeim, sem ekki eru opnir
að staðaldri. Eru þessi skýli
samtals um 70 að tölu.
Þess er rétt að geta, að þessi
skýli eru ætluð þeim, sem eru
á ferli á götunum og því fólki,
sem starfar í húsinu, þegar loft-
árás er gerð. Fólk á eklci að
ldaupa að heiman, lil þess að
komast í skýlin. Þeir, sem eru í
heimahúsum, eiga að fara ofan
í kjallarana.
Hafa verið lesnar upp í út-
varpið nákvæmar reglur um,
hvernig fólki beri að haga sér í
Ioftárás. Láta skal glugga og
hurðir standa opnar og í kjöll-
urum er best að halda sig við
útveggi.
Einn lúður, til þess að gefa
aðvörunarmerki, hefir verið
sett upp á þaki Landssímahúss-
ins, en unnið er að smíði fleiri,
sem settir verða upp á ýmsum
stöðum í bænum. Þegar gefið
er óslitið hljóð í tvær mínútur,
táknar það að loftárás sé yfir-
vofandi, en tvö stutt liljóð, að
hættan sé liðin hjá.
lljálparsveitir
þær, sem nefndin hefir stofn-
að, hafa tvennskonar hlutverk.
Sumár sveitirnar eiga að veita
mönnum hjálp i viðlögum, en
hinar vinna að því að ryðja til
í húsarústum o. þ. h.
Skátar hafa fiinm sex manna
sveitir, sem veita eiga mönnum
hjálp í viðlögum. Hafa þær full-
komin tæki, sjúkrabörur, sára-
umbúðir o. s. frv. Síðar verður
þessuin sveitum fjölgað.
Fjöldi sjálfaboðaliða hefir
gefið sig frain til starfa í hin-
um sveitunum, sem eiga að
ryðja til í húsarústum, hreinsa
götur o. þ. h.
Brottflutningur.
Nefndin hefir haft til atliug-
sumarið. Olíulitið var orðið í
Iandinu, og mun Skeljungur
hefja nú þegar olíuflutninga til
verstöðvanna.
Skipið lagði af stað í Islands-
ferðina hinn 5. apríl s. I. frá
Aruba, eyju við strendur Vene-
zuela, en för þess mun liafa
seinkað vegna innrásar Þjóð-
verja í Noreg og þeirra ráðstaf-
ana, sem gerðar voru af norsk-
um stjórnarvöldum í þvl sam-
Jiandi.
unar brottflutning fólks úr
bænum, en ekki verður neitt
unnið að honum að svo stöddu,
lieldur aðeins athugaðir mögu-
leikarnir í flutningnum. Til
dæmis er liægt að koma 100
1 börnum fyrir á barnalieimilinu
á SiJungapolli.
Nefndin hefir þegar komið
auga á golt hús, sem nota má
sem sjúkrahús. Er liægt- að
koma þar fyrir 100 sjúkrarúm-
um, en sjálfboðaliðar, svo sem
læknar, liafa þegar boðist fram
til starfa þar.
Símavörður er allan sólar-
Jiringinn, til þess að gera aðvart
um loftárásir, ef þær eru yfir-
vofandi.
Ráðgert er að gefa á næstunni
út pésa, sem bafi inni að halda
allar þær leiðbeiningar, sem að
gagni mega koma og nauðsyn-
legt er að fólk kynni sér.
Nefndin vill þó láta þess get-
ið, að þessar ráðstafanir sé ekki
gerðar vegna þess, að loftárásir
sé yfirvofandi, heldur til þess,
að Reykvíkingar sé við öllu
búnir, ef svo ólíklega skyldi
fara, að loftárás yrði gerð, eða
verða yfirvofandi.
Kostnaður
verður ekki ýkjamikill af
þessu, því að mikið af störfum
þeim, sem nefndin sér um, eru
unnin í sjálfboðavinnu. Til
dæmis vann hópur skáta að þvi
í allan gærdag, að fylla striga-
poka sandi í portinu aðbaki lög-
' reglustöðvarinnar. Geta þeir,
þeir, sem vilja fá sandpoka til
þess að byrgja kjallaraglugga
nolið aðstoðar nefndarinnar við
það.
Símavarslan, ]). e. að gera
fólki aðvart um loftárásir með
; hringingum í síma, ldýtur liins-
vegar að liafa nokkurn kostnað
í för með sér, þar sem vörð
verður að Jialda þarna allan sól-
arliringinn.
Innbrot.
Aðfaranótt hvítasunnudags
var brotist inn í verslunina í
Bergstaðastræti 15 og sömu nótt
gerðar tilraunir til innbrota í
tvær aðrar verslanir í Austur-
bænum.
Þjófurinn komst inn í versl-
unina á Bergstaðastræti 15 með
þeim hætti, að liann braut rúðu
í hurð verslunarinnar og seildist
siðan til smekklássins. Var stol-
ið þarna nokkuru af smámynt
og sælgæti.
Reynt var að komast inn i
verslanirnar á Bergstaðastræli
54 og Nönnugötu 5 á sama liátt,
en þar voru venjulegir hurðar-
lásar einnig læslir og komst því
þjófurinn, sem mun hafa verið
sá sami, ekki inn þar.
í fyrrinótt var brotið horn úr
Frá Fiskifélagi íslands.
ÁSKORUN
til fiskimanna og vél-
bátaeigenda.
Vegna ástands þess, sem skap-
ast liefir á Norðurlöndum er nú
algerlega ókleift orðið að afla
nauðsynlegra varaliluta í mót-
orvélar þær, sem eru frá þessum
löndum og notaðar eru í íslensk-
um fiskiliátum, en áður var loku
fyrir það skotið, að varahlutar
fengjust liingað i þýskar vélar.
Hvílik hætta liátaflotanum
gelur stafað af þessu ástandi,
sést best á því, að af hverju
hundraði mótorvéla í fiskibát-
um hér á landi eru að tölu til 90
frá Norðurlöndum og Þýska-
landi, en 95 af 100 Iivað hestafla-
tölu snertir, þar eð nær ein-
göngu smæstu bátarnir liafa
vélar smíðaðar í Bandaríkjun-
um og Englandi.
Styrjöldin liefir ennfremur
gert allan aðdrátt á eldsneyti til
mótorvéla mjög erfiðan og or-
sakað hækkandi verðlag á því
og er þó óhætt að gera ráð fyrir
enn meiri liækkun, ef styrjöldin
verður langvinn.
Vélbátaeigendur og þeir, sem
með mótorvélar fara, verða svo
sem þeim er unt að koma í veg
fyrir að þetta verði til verulegs
tjóns fyrir bátaútveginn og
skorar
Fiskifélag fslands því á þá:
1) að keyra vélarnar gætilega
og hindra þannig óeðlilegt
vélaslit.
2) að hirða vélarnar svo vel
sem frekast er unt.
3) að spara eldsneytið svo sem
liægt er.
Mun félagið góðfúslega veita
mönnUm allar upplýsingar er
að þessu lúta og þá aðstoð, sem
það getur í té Játið og að gagni
má koma.
Fiskifélag íslands.
Heimssýningin í New-
York var opnuð
á laugardaginn.
S.l. laugard. var Iieimssýningin
i New-York opnuð að nýju. í
fyrra sóttu sýninguna milJi
20—30 milj. manna, en sýning-
arráðið laldi, að með því að
opna sýninguna aftur í ár myndi
nást miklu meiri árangur með
henni en ella. Margar þjóðir
sem sýndu í fyrra hafa ekki
treyst sér að taka þátt í sýning-
unni nú m. a. vegna hins breytta
ástands í heiminum.
ísland tekur að þessu sinni
þátt í sýningunni og dvelja þeir
Vilhjálmur Þór, framkvæmda-
stjóri og Haraldur Árnason
kaupmaður vestra og liafa þeir
að mestu annast undirbúning
isl. sýningardeildarinnar.
ísland liefir sama sýningar-
skála og í fyrra, er þótti að öllu
leyti hentugur og á góðum stað.
En auk Iians höfum við fengið
annan skála fyrfir veitingar,
þar sem framreiddir verða is-
lenskir réttir í þcim skála eru
liengd upp málverk eftir ýmsa
helstu málara okkar fsendinga.
rúðunni í versluninni i húsinu
nr. 5 við Tjarnargöu. Var stolið
þar úr glugganum pökkum af
vindlum.
Fregnir frá RómaJiorg licrma
að Mussolini Jiafi fyrirskipað
að kveðja fjóra nýja árganga
til vopna. Er giskað á, að um
eina miljón hermanna sé að
ræða, og að þegar lierlið þetta
Jiefir verið vopnum búið, hafi
Ítalía 2 miljónir vígbúinna
manna.
Fregnir liafa borist um, að
unnið sé af kappi að þvi að
treysta víggirðingar ítala á
landamærum Frakklands og
hefir heraflinn verið aukinn
þar.
Afstaða ítala er enn mjög í
óvissu, og er lialdið áfram að
gera margskonar varúðarráð-
stafanir víða, m. a. í Egipta-
landi. Hafa Egiptar og Bretar
m. a. sent herlið til landamæra
Libyu.
í Rómaborg og víðar á Ítalíu
liefir borið á andúð í garð
Breta og hefir breski sendi-
herrann í Rómaborg mótmælt
því, að starfsmenn hans hafa
orðið fyrir óþægindum og
hnjaski, er gerður var aðsúgur
að þeim á leið til sendilierra-
skrifstofunnar.
London í morgun.
Breska þingið kom saman í
gær, en áður liafði verið gert
ráð fyrir , að það kæmi ekki
saman fyr en á þriðjudag næst
komandi. Churcliill flutti stutta
og áhrifamikla ræðu og var
liann liyltur af öllum þing-
lieimi. Aðalinntak ræðu hans,
sem var mjög livetjandi, var:
Hlutverk vort er að lieyja stríð.
Hin nýja þjóðstjórn í Bret-
landi er ekki fullskipuð enn,
en mun verða það, að þvi er
Churchill boðaði, næstkomandi
þriðjudag. Þessir menn hafa
þegar tekið sæti í stjórniuni:
Winston Churchill, forsætis-
og landvarnaráðherra.
Nevillc Chamberlain, forseti
leyndarráðsins.
Kingslei] Woocl, fjármálaráð-
herra.
C. R. Aitlee, innsiglisvörður
konungs.
Halifax lávarður, utanríkis-
málaráðherra.
Arthur Greenwood, ráðherra
án umráða yfir sérstakri stjórn
ardeild.
Anthong Eden, hermálaráð-
herra.
A. V. Alexander, flolamála-
ráðherra.
Sir Archibald Sinclair, flug-
málaráðherra.
Ellis Amery, Indlandsmála-
ráðherra.
Ernest fíevin, verkainálaráð-
herra.
Sir John Simon, lordkansl-
ari.
Lloijd lávarður, nýlendu-
'málaráðherra.
IJerbert Morrison, bergagna-
liirgðaráðherra.
Sir John Anderson, innan-
ríkisráðherra.
Ráðherrunum er ágætlega
tekið í blöðum Bretaveldis og
livarvelna í breskum blöðum.
Næturakstur
í nótt hefir Bifreiðastöðin Geysir.