Vísir - 17.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 17.05.1940, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Kristj án Guðlaug sson Skrifstofur Félagspi -entsmiöjan (3- hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 17. maí 1940. 111. tbl. FARA BANDARÍKIN í STRÍÐIÐ? Ahrif amestii Möð Bandarikjaiiira hvetjandi þess, að Banda- ríkin gangi í lið með Bandamönnum. — Krafa Roosevelts um 50.000 flugvélar á ári §öimim þess, að Bandaríkjamenn hafa vaknað »við vondan draum«J,---------------------------—--------------- Framhald á orustum í Belgíu og Frakklandi, án þess að úrslit séu fyrirsjáanleg. Nýr her kominn til Palestinu EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Roosevelt Bandaríkjaf orseti ávarpaði fulltrúadeild þjóðþingsins í gær og lagði til, að veittar yrði Í186 miljónir dollara til aukmna landvarna. í ræðu sinni lagði forsetinn áherslu á það, að Bandaríkjunum væri ekki lengur nægt öryggi í því, að yfir úthöf væri að fara frá Asíu og Evrópu til Bandaríkjanna. Hernaðartækn- in er komin á það stig, að viðhorfið hefir breyst. Það verður að taka tillit til nýrrar hættu, sagði forsetinn og efla öryggi þjóðarinnar vegna hennar. Mintist hann m. a. á hinar nýju hernaðaraðferðir, sem nú er farið að beita, þ. e. flytja mikinn her loftleiðis o. s. frv. Lagði Roosevelt til, að stefnt yrði að því marki, að framleiddar væri 50.000 flugvélar í Bandaríkjunum árlega. Forsetinn lagði eindregið til, að þjóðþingið legði engar hömlur á útflutning hergagnaflugvéla til annara þjóða. Það væri Bandaríkjun- um fyrir bestu, að hann héldist. í breskum og amerískum blöðum eru fregnirnar um tillögur Roosevelts og ræðu birtar undir stórum fyrir- sögnum. Mörg þeirra leggja höfuðáherslu á það, að þörf sé á, að flugvélaframleiðslan aukist svo, að Banda- ríkin geti framleitt alt að 50.000 flugvélar til eigin þarfa árlega. En sérfræðingar benda á ,að það verði meiri vandkvæðum bundið ,að æfa nægilega stóran flugher, til þess að nota allar þessar flugvélar. Það sé ef tií vill enn meira vandamál. En hvorttveggja verði að leysa. Bresku blöðin eru þeirrar skoðunar, að ræða og tillögur Roose- velts beri því vitni, að Bandaríkjamenn hafi „vaknað við vondan draum" — þeir hafi vaknað við það, að öryggi það, sem þeir töldu sig hafa, er ekki lengur fyrir hendi, og styrjaldarhættan blasi við þeim ekki síður en öðrum þjóðum. Daily Telegraph segir, að með því að játa þetta hafi Banda- ríkin viðurkent, að ekki sé framar um Evrópustyrjöld að ræða, heldur heimsstyrjöld, og að Bandaríkjamenn eigi mikið undir því, hvernig úrslitin í henni verða. Roosevelt forseti sjái greini- lega, að það sé ekkert, sem nú stendur í veginum fyrir því, að Hitler sigri allan heiminn, nema sameiginleg átök Bretaveldis og Frakkaveldis, og þess vegna vill hann beita áhrifum sínum, um leið og hann vill efla varnir síns eigin lands, að Bandamenn fái áfram sem að undanförnu flugvélar og hergögn í Banda- ríkjunum. Það er og athyglisvert í mesta máta, að áhrifamestu blöð Bandaríkjanna eru nú opinskárri en þau hafa nokkuru sinni verið og ræða þátttöku Bandaríkjanna í styrjöldinni. Sum þeirra — eins og t. d. New York Herald Tribune, eru þess hvetjandi að tekið sé til athugunar þegar í stað, hvort ekki væri heppilegra, að snúast þegar í stað á sveif með Bandamönnum. ÁKAFIR BARDAGAR UM LOUVAIN. Frá aðalstöð Breta í Frakklandi berast fregnir um, að herlið Breta sé víða í fremstu víglínu í Belgíu, og hafi nýjum árásum á Louvain verið hrundið. — Frakkar tilkynna að barist sé af sama krafti á Sedanvígstöðvunum og víðar, og hafi Þjóðverjum hvergi tekist að komast inn í Maginotlínuna. í fregnum síðdegis í gær og í gærkveldi var getið um mikla bardaga í Frakklandi og Belgíu, og varð helst af þeim fregnum ráðið, að Þjóðverjar hefði víðast verið stöðvaðir, en þó væri sum- staðar um framsókn hjá þeim að ræða, en hæga, en annarstað- ar hjá Bandamönnum. Hið mik- ilvægasta, sem gerst hefir und- angengin tvö dægur, er án efa, að meginframsókn Þjóðverja hefir tafist, því að þótt orust- urnar geysi áfram í fullum krafti, er það verjendunum ó- metanlegur hagur, að fram- sækjandinn stöðvaðist meðan verið er að ílytja nýtt lið og her- gögn í varnarlínuna. Orusturn- ar, sem byrjaðar eru, geta stað- ið daga, vikur eða mánuði. Ur- slitin eru alveg í óvissu. En menn greinir ekki á um, að þær eru upptök þeirra átaka, sem úrslit styrjaldarinnar í Frakk- landi og Bélgíu velta á. Víglínan í Belgíu er nú frá Al- bertsskurði í Austur-Belgíu til Louvain, háskólabæjarins, og austur fyrir Antwverpen,en suð- ur á bóginn til Liege, þaðan til Namur og Dinant (ef til vill nokkru austar, reynist það rétt, að Þjóðverjar hafi tekið Din- ant) og til Sedan í Frakklandi. Bretar höfðu tilkynt, að þeir og Belgíumenn hefði stöðvað framsókn Þjóðverja í Louvain. Höfðu Þjóðverjar tekið borgina, en Bretar og Belgíumenn gerðu þrjú gagnáhlaup og var borgin um skeið ýmist í höndum Bandamanna eða Þjóðver ja, en loks náðu Bandamenn henni, og eftir það hafa Þjóðverjar haldið uppi skothríð á hana. Louvain kom mjög við sögu í Heims- styrjöldinni og var skotin í rúst- ir, en var svo bygð upp aftur með ærnum tilkostnaði. Fengu Belgíumenn rausnarlega aðstoð til þess erlendis frá. Hermálaráðuneytið breska til- kynnir, að nýr ástralskur her sé kominn til Egiptalands og hafi hann verið sendur til fyrirfram ákveðinna stöðva í Palestína. Hersveitunum var ákaflega vel tekið í Egiptalandi. Það er eigi kunnugt hversu mikið lið er um að ræða, en talið er, að um allöflugan her sé að ræða, og að hernaðarleg aðstoð Banda- manna í hinum nálægu Austur- löndum sé stöðugt að eflast. FARA ÍTALIR í STRÍDIÐ? Um allan heim er þessi spurning borin fram nú. —Mennirnir, sem mest hafa gert til þess að treysta samvinnu Itala og Þjóðverja, eru von Ribbentrop og Ciano greifi. Sjást þeir hér á myndinni, sem var tekin er von Ribbentrop kom seinast til Rómaborgar. Bandamenn þjarma að I»jóðverjJMm ¥ið Marvík. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Tilkynt hefir verið, að Banda- menn þjarmi æ meira að þýska setuliðinu við Narvik. Hafa Bandamenn sett lið á land fyrir norðan Narvík og eru nú í að- eins 4—5 kílómetra fjarlægð frá borginni þar. Bandamenn nota nú skriðdreka með góðum árangri i baráttunni gegn Þjóð- vei-jum. Ennfremur heldur bresk flotadeild uppi skothríð á setuliðsstöðvar Þjóðverja. Tilraunir Þjóðverja til þess að flytja setuliðinu aukinn liðs- afla og vistir loftleiðis hafa mis- tekist. Breskar herdeildir sett ar á land í Reykjavík Á 11. tímanum í morgun sást til óvenjulegra skipaferða úti fyrir Gróttu, og var auðsætt að þar voru herskip á ferð, en í fylgd með þeim voru tvö stór flutningaskip. Flutningaskip þessi sigldu hægt inn á ytri höfnina, en tundurspillar snérust í kringum þau, og flugvél sú hin breska, er hér hefir verið undanfarna daga sveimaði yfir þeim, og flaug víðsvegar út yfir Faxaflóa meðan að þau sigldu inn. Um hádegisbilið lagðist ann- að flutningaskipið úti við Eng- ey, en hitt lá nokkuð utan við eyna. Skip þessi munu koma frá Bretlandi og með þeim her- sveitir, sem hér eiga að dvelja meðan á stríðinu stendur. Liðsflutningar frá borði hóf- ust upp úr hádeginu, og voru flestar vörubifreiðar hér í bæn- um og margar fólksbifreiðar, stórar og smáar, leigðar til flutninga í þágu hersins. — Ekki er vitað hve fjölment lið það er, sem hingað kemur að þessu sinni né hVar því verður komið fyrir — eða yfirleitt hvort það dvelst hér í bænum eða í nágrenni hans, eða á öðrum stöðum á landinu, enda munu engar upplýsingar verða um það gefnar. Hér mun AÐVÖRUNARKERFI LOFTVARNANNA i Reykjavík héfir nú verið bætt þannig, að hljóðflautur hafa verið settar upp viðar í bænuni, og svo hefir verið um búið, ef um yfirvofandi hættu kynni að verða að ræða, að auk þess hringja all- ir simar í bænum i 15 sek- úndur samfleytt. Símanot- endur eru jafnframt strang- lega aðvaraðir um, að taka ekki upp heyrnartólið meðan á slíkri hringingu stendur eða næstu 10—15 mínútur á eftir, þár sem slíkt gæti vald- ið alvarlegum skemdum. — Sennilega verður þetta síma- hringingakerfi prófað á morgun (laugardag) klukk- an 12.45. þó vera um allmikið lið að ræða. — m JAnnað herflutningaskipið á ytri höfninni. — Að líkindum er f skemtiferðaskipið Franconia annað þeirra. Þessi skip munu hafa | bifreiðar og önnur farartæki meðferðis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.