Vísir - 27.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 27.05.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR Umbætur á íþróttavellin- um fyrir um 20 þús. króna. Aukning og endurbót búningsklefa, pallar fyrir 2000 manns, hlaupa- braut og túnblettur til æfinga. Stjórn íþróttavallarins bauð í gær bæjarráði, stjórn í. S. í. og fleiri forvígismönnum íþróttanna hér í bæ til þess að skoða hinar margvíslegu endurbætur, sem fram kvæmdar hafa verið í vor á Iþróttavellinum. Eru þessar umbætur margvíslegar og í þágu beggja aðila, íþrótta- manna og áhorfenda. Þegar búið var að skoða umbæturnar var haldið niður í Odd- fellowliúsið og meðan setið var við kaffidrykkju gaf Gunnar Thoroddsen, formaður vallarstjómarinnar, yfirlit yfir fram- kvæmdirnar. t stjórn íþróttavallarinns eru með Gunnari þeír Erlendur ó. Pétursson, formaður K. R. og Jens Guðbjömsson, formaður Ármanns. —- Fer hér á eftir stuttur útdnáttur úr ræðu Gunnars. VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 166 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. „Taugastrið" Tímans. AÐ hefði vel getað verið kominn á friður um við- skiftamálin. Sjálfstæðismenn báru fram þá miðlunartillögu á síðasta þingi, sem samstarfs- flokkarnir hefðu liiklattst gengið að, ef nauðsynlegur skilningur á friðsamlegu samstarfi liefði verið fyrir hendi af þeirra hálfu. Frumvarp það, semsjálf- stæðismenn báru fram, var lagt fyrir þingið i byrjun marsmán- aðar. Skömmu áður hafði landsfundur sjálfstæðismanna verið haldinn. Þann fund sátu menn úr öllum stéttum og öll- um landshlutum. Þar var sam- þykt ályktun þess efnis, að með framkvæmd gjaldeyrislaganna væri brotið í bág við þá stefnu flokksins, að fi'jáls verslun gæti dafnað í landinu og að sami réttur gildi fyrir alla, sem sömu atvinnu stunda. Fundur- inn lýsti yfir að hér væri um fullkomið réttlætismál að ræða og skoraði á ráðherra flokksins og þingmenn að fá því til lykta leitt þegar í stað. í framhaldi af þessari ályktun landsfundarins har þingflokkur sjálfstæðis- manna frumvarp sitt fram. Kröfunum var þar svo í hóf stilt, að samstarfsflokkunum yrði gert sem hægast fyrir að aðhyllast frumvarpið. Flo.kkur- inn varaðist að spenna bogann of hátt. Þeir, sem Iandsfundinn sóttu, höfðu fulla ástæðu til að ætla, að lausn þessa deilumáls stæði fyrir dyrum. Forinaður flokksins hafði gert ráð fyrir því, að samkomulag næðist. Þingflokkurinn stóð einhuga að ,þyí -frumvarpi,. sem fram var borið. Eftir að landsfundur sjálf- staeðismanna og þingflokkur •höfðu þannig tekið málið upp alveg einhuga, er með öllu til- gangslaust fyrir Timamenn að vera að liamra á því, að hér liafi verið um aeinar sérkröfur ein- stakrar stéttar að ræða. Qg hitt er jafn fráleitt, að ætla að koma því inn hjá mönnitm, að það sé verið að spilla friði nieð þvi að halda uppi með hóflegum hmræðum málstað flokksins í þessu efni. Ranglæti getur aldrei orði.ð tii að tryggja frið. í versl- unarmálunum liefir verið fram- ið ranglæti. Friðúrinn verður ekki trygður, nema það rang- læti sé afnumið. Þessvegna er skylt að víta ranglætið meðan það er við líði. Með því einu móti er hægt að tryggja varan- legan frið. Það er augljóst mál, að sú lausn, sem. að lokum fékst á síðasta þingi, er enganveginn fullnægjandi. Ástæðan til þess, að þeirri lausn var tekið af hálfu þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, var sú ein, að þá var málum svo komið, að altof við- urhlutamikið þótti að rjúfa samvinnuna. Þetta var sam- starfsflokkunum Ijóst og þess- vegna var gengið á lagið. I skjóli þéss alvarlega ástands, sem utanaðkomandi atburðir höfðu leitt yfir okkur, var þeirri sáttatilraun synjað, sem sjálf- stæðismenn höfðu borið fram. Með þessu var í raun og veru friðinum slitið af hálfu sam- starfsflokkanna, þótt þau frið- slit væru ekki látin sæta þeim viðurlögum, sem orðið hefði, ef samstarfið liefði ekki verið komið í sjálfheldu, vegna utan- aðkomandi atburða. Það er þessvegna , engum blöðum tim það að fletta, Iiver rofið hefir friðiiin. Sjálfstæðis- flokkurinn vildi tryggja friðinn. Hann hauð sættir. Því sáttaboði var ekki tekið. Og það litur ekki út fyrir að friðarviljinn sé meiri . nú en fyr, ef dæma má eftir skrifum Timans. Björn Ólafs- son, sem tilnefndur var af Sjálf- stæðisflokknum i milliþinga- nefndina, sem á að taka við- skiftamálin til meðferðar, skrif- aði fyrir nokkru grein hér i blaðið um „gæfuleysið í gjald- eyrismálunum“. Hann sýndi þar með fullum rökum, hvern- ig framkvæmd þessara mála hefði verið að undanförnu. Þetla mátti ekki! Síðan liefir ekki komið út eitt einasta blað af Tímanum, svo að ekki hafi þar verið hnútur til Björns Ól- afssonar og Sjálfstæðisflokks- ins. Hér er sýnilega um „tauga- strið“ að ræða, eftir hestu er- lendu fyrirmyndum. Þeir, sem Jjekkja slíkar haráttuaðferðir utan úr heiminum, geta tæp- lega búist við einlægum friðar- vilja úr þeirri átt. a Síðastliðinn laugardag efndi Þjóðræknisfélagið til hádegis- verðar í því augnamiði að fagna Vestur-Islendingum þeim, sem nú dvelja hér í bænum á veg- um Þjóðræknisfélagsins og Eimskipafélags íslands. Hófið sátu um 60 manns, þ. á. m. ráð- herrarnir Ólafur Thors, Her- mann Jónasson og Stefán Jóh. Stefánsson ásamt frúm þeirra, fcrmaður Eimskipafélags- stjórnarinnar Eggert Claessen og frú, framkvæmdastjóri þess Guðmundur Vilhjálmsson og frú, og fjöldi annara kunnra Reykvíkinga, sem eru í Þjóð- ræknisfélaginu. Vestur-lslendingar Jieir, seni eru gestir ofangreindra félaga, voru allir mættir ásamt frúm sínum, en þeir eru Árni Egg- értsson, Ásmundur P. Jóhanns- son, Gunnar Björnsson og Zophonias Tliorkellsson, en hann er hér einn síns liðs, með þvi að kona hans gat ekki kom- ið með honum hingað til lands. Jónas Jónsson alþm. setti saihkvæmiið með stuttri ræðu og stjórnaði því, en af hálfu Þjóðræknisfélagsins ávarpaði Tlior Thors alþm. gestina, en hann er fyrsti hvatamaður að stofnun Þjóðræknisfélagsins hér á landi. Því næst töluðu þeir Ásmundur Jóhannsson, Gunnar B. Björnsson, Árni Eggertsson og Zoplionias Tlior- kellsson. Ásmundur Jólianns- son hefir komið 10 sinnum hingað til lands og dvalið hér hverju sinni mestan liluta sum- ars. Hefir hann þvi fylgst manna hest með framförum og framþróun hér á landi og bar ræða hans þess glöggan vott. Lagði liann áherslu á það, að nú væri fjarlægðin milli heimsálf- anna yfirUnnin með tækninni. Gunnar B. Björnsson er Banda- ríkjajjegn og mætti sem, einn af fulltrúum Bandarikjanna á Al- þingishátíðinni 1930. Fór hann kornungur til Vesturheims, en hefir varðveitt íslensk lundar- Gallarnir á íþróttavellinum. Ijiróttavöllurinn var tekinn í notkun 1926, en þótt hann liafi verið mikil úrbót Jiá, hafa alt- af verið á honum. allmiklir gall- ar og þeir aðallega Jiessir: 1) Knattspyrnusvæðið llefir jafnan á vorin og oft framan af sumri, þegar rigningar hafa verið miklar, verið að mestu ó- nothæft, vegna þess, hversu vatn hefir safnast á Jiað og stað- ið í pollum á Jiví. 2) Búningsklefarnir hafa verið ófullkomnir og of litlir hin síðari ár. 3) Áhorfendasvæðið að aust- an verið ófullkomið, vegna Jjess ‘að það hefir ekki verið upphækkað (engir pallar). 4) Ekkert viðundandi sérsvæði til æfinga fyrir þá, sem stunda frjálsar iþróttir. En þótt miklu fé sé árlega varið til hins nýja íjjróttasvæð- is við Skerjafjörð og það muni koma i stað vallarins á Melun- Jjótti vallarstjórninni ekki geta látið hjá líða að láta fram- kvæma þessar endurbætur, svo að íjjróttamenn okkar gæti bú- ið við sæmileg skilyrði, þang- að til nýja svæðið yrði tilbúið. einkenni og hugarfar svo sem hest má verða. Lýsti liann þvi m. a., að hann þekti fjölda Is- lendinga, sem dveldu vestra, en hefðu í rauninni aldrei héðan farið, með Jjví að hér dvelja Jjeir enn í huganum og ættu hér rætur. Árni Eggertsson lýsti franv förum Jjeim, sem hér liefði orð- ið frá því er liann koin fyrst hingað til lands á!rið 1913. I rauninni hefði landið verið bygt upp síðustu 40 árin, með því að engin þjóð væri fátækari af fornum arfi í verklegum efn- um, en við íslendingar. Lýsti hann trú sinni á framtíð þjóð- arinnar og sjálfstæði. Zoplionias Thorkellsson har kveðju frá Þjóðræknisfélaginu og deildinni Frón í Winnipeg. Hafði honum verið falið af stjórn Þjóðræknisfélagsins að aflienda fjóruin íslendingum skírteini, þar eð þeir hafa ver- ið kjörnir lieiðursfélagar Þjóð- ræknisfélagsins vestra. Voru Jjað Jjau: Halldóra Bjarnadóttir, Jónas Jónsson, Ásgeir Ásgeirs- son og Thor Thors. Að Jjessu loknu tóku til máls þeir, er hér greinir, og snerust ræður þeirra um sambúð og samband íslendinga vestan liafs og austan: Hermann Jónasson forsætisráðherra, Elinborg Lár- usdóttir skáldkona, Árni G. Ey- lands, Árni Pálsson, Magnús Torfason, Jónas Þorbergsson, Steingrímur Ai'ason o. fl. Stóð hófið til kl. 4 sd. og fór hið besta fram. Fyrirkomulagið á vinnunni. Ákvað vallarstjórnin þvi s.l. liaust að liefjast handa í vor. Sneri hún sér til Benedikts Jakohssonar, fimleikastjóra K. R. , sem kynt hefir sér gerð í- Jjróttavalla í SvíJjjóð og víðar. Gerði hann tillögur um breyt- ingarnar, en vallarstjórnin ræddi Jjær einnig við stjórn I. S. I. og fleiri forvigismenn í- þróttamálanna. Af þeim 40 þús. kr., sem verja átti til svæðisins við Skerjafjörð á Jjessu ári, var heiinilt að verja 16 Jjús. kr. til endurbóta á gamla vellinum. Auk þess fékst því til leiðar komið, að unglingarnir í ung- lingavinnu bæjar og ríkis voru látnir starfa að endurbótunum og loks var ákveðið að stofna til sjálfboðavinnu. Af Jjví síð- astnefnda hefir ekki orðið enn- þá, en mun verða gert síðar. Vinna hófst um mánaðamót- in febr.—mars. Unnu ungling- arnir frá 1. mars til 20. apríl, 5% klst á dag. Voru Jjeir 14— 18 ára og fengu Jjeir eldri — yfir 16 ára — rúmlega 4 kr. í dagkaup, en þeir yngri kr. 3.40. Flestir voru drengirnir 42 að tölu, en fæstir 26. Verskstjóri Jjeirra var Einar Sæmundsen. Holræsið. Til þess að Jjurka völlinn var í fyrstu ráðgert að liækka hann um miðjuna, en eftir vandlega athugun var horfið frá Jjví, þar sem fyrirsjáanlegt var, að með Jjví móti myndi vatnið safnast umhverfis knattspyrnusvæðið, Jjví að frárensli var ekkert. og kostnaður verða gífurlegur. Þessvegna var ákveðið að grafa lokræsi og nær það frá tennisvöllunum norður eftir öllum vellinum. Lengd aðalræsisins er 270 m., en liallinn 50 cm. á 100 m. Út frá aðalræsinu eru 6 hhðarræsi, sem liggja út frá því í 45° horn. Eru fjögur Jjeirra — tvö hvoru megin — á sjálfum knatt- spyrnuvellinum, en hin sunnar og eru þau samtals rúml. 200 m. á lend. Eru því öll ræsin tæpl. 500 m. á lengd. Áhorfendapallarnir. Meðfram austurgirðingunni hafa verið gerðir þrír upphækk- aðir pallar um 80 m. á lengd. Eru þeir að mestu úr mold og grjóti, en þaktir með hraun- salla úr Rauðhólum. Ætlunin var að pallarnir yrðu rúmlega fjórðungi lengri, en sakir efnis- skorts, timburs, sem notað er i þá að nokkru leyti, var óger- legt að þeir yrði lengri. Er ráð- gert að um 2000 áhorfendur komist þarna fyrir. Þetta er vafalaust sú endur- hótin, sem, áhorfendur munu fagna mest, því að áhorfenda- svæðinu þarna megin liefir le’ngi verið áhótavant. Hafa fá- ir aðrir séð, hvað fram fór á vellinum, en Jjeir, sem staðið liafa í fremstu röð, en nú er úr Jjví hætt. Hlaupabrautin og grasvöllurinn. Þá hefir verið gerð ágæl hlaupabraut til æfinga fyrir sunnan knattspyrnusvæðið. Liggur hún frá vestri til ausl- urs og er 97 m. á lengd milli girðinga. Öll brautin 7 m. á breidd, en henni er skift þann- ig, að 4.88 m. eru ætlaðir til hlaupaæfinga, en 2.12 m. eru viðbragðsbraut fyrir langstökk og þristökk. í hlaupabrautina liefir verið notuð sérstök jarð- vegsblanda, sem Jjeir Benedikt Jakohsson og Einar Sæmund- sen settu saman. Ei- brautin jafnframt gerð sem tilraun vegna íjjróttasvæðisins í Skerja- firði. Þá hefir 2000 fermetra blett- ur suður af hlaupabrautinni verið þakinn túnjjökum og við lilið lians er stökkgryfja fyrir þá, sem iðka hástökk og stang- arstökk. Grasbletturinn á að v.era til æfinga í frjálsum íþrótt- um. Þessu er ekki að fullu lok- ið, en verður vonandi fullbúið 17. júní n. k. Búningsklefarnir. Auk þess, sem einum bún- ingsklefa, sem eingöngu er ætl- aður Jjeim, sem stunda frjálsar íþróttir, hefir verið bætt við, hefir nýtt gólf verið sett í stærri húningsklefann og liann fern- iseraður og eins sá minni. Gólf- flötur nýja klefans er 36.8 fer- m. og géta 44 menn liaft Jjar fataskifti. Yar nokkur liluti á- Iialdageymslunnar tekinn und- ir klefann. Allir eru klefarnir nú hitaðir með rafmagni, en baðklefar og salerni endurbætt. — Yfirsmiður var Indriði Níels- son. Lokun vallarins. Þá hefir vallarstjórn athug- að möguleikana á lokun vallar- ins. Er ætlunin að eftir kl. 5 síðd. verði einungis Jjeim hleypt inn á völlinn, sem Jjar ætla að æfa sig eða eiga álika brýnt erindi. Verður Jjessu komið í kring, jafnskjótt og efni fæst i skúr handa dyraverði. Lokunin hefir lengi verið nauðsynleg og hreyfði Vísir Jjví máli í fyrra. Unglingar flykkj- ast inn á völlinn og eru Jjar að flækjast fyrir þeim, sem eru að æfa sig. Eru að Jjeim hin mestu óþægindi, auk Jjess, sem slysa- hætta getur stafað af Jjví, að ó- vitar geta orðið fyrir kastáhöld- um íjjróttamannanna. Kostnaður hefir orðið um 20. þús. kr. og mun bærinn hafa lagt fram um % hluta þess fjár. • Vallarstjórnm á Jjakkir skild- ar fyrir þessar umbætur. Þetta er vel af stað farið og er þó margt ógert, sem hún gerir sér og Ijóst. Enda ætlar liún að láta gera umhætur eftir Jjví sem með Jjarf og ástæður leyfa. 1.0.0. F. 5=1225281 f Rh. úthlutun matvælase&la fyrir júní og júlí hefst á miðviku- dag og stendur í þrjá daga. Seðl- arnir eru afhentir á sama sta'Ö og venjulega, Tryggvagötu 28, kl. 10 —12 og 1—6. Fimtugur: Einar Jónsson magister. Fimtugsafmæli á í dag Einar Jónsson magister, vinsæll mað- ur og vel látinn. Einar er Breiðfirðingur að ætt og uppruna, sonur hinnar mikilhæfu skáldkonu frú Her- dísar Andrésdóttur, sem nýlátin er sem kunnugt er. Á liann til að telja í ættir fram manna, er voru jafnvígir til munns og lianda, skáld og hagyrðingar og víkingar til allrar vinnu. Hvort- tveggja þetta hefir Einar Jóns- son þegið í vöggugjöf í allrík- lim mæli, Jjótt hann sé þannig skapi farinn, að hann haldi því lítt fram til sýnis, því liann er einn Jjeirra sjaldgæfu manna, nú á hinum síðustu tímum, að minsta kosti, er ekki telja sig sjálfkjörna til Jjess, að lilaupa fram fyrir skjöldu í tírna og ótíma. Einar stundaði nám í hinum almenna mentaskóla hér í bæn- um og lauk stúdentsprófi 1911. Samsumars sigldi hann til há- skólans í Kaupmannahöfn og lagði Jjar stund á germönsk fræði. Að meistaraprófi loknu liélt hann heim til Islands og hóf kenslu, sem hann hefir stundað óslitið síðan við ýmsa skóla hér í hæ, og sem einka- kennari, nema einn vetur, er hann gegndi kennaraembætti við Akureyrarskólann. Einar Jónsson er maður hæg- ur og hinn prúðasti í fram- göngu, fáskiftinn um annara hagi og telur ekki alla viðhlæj- endur vini. Hann er tryggur vinur, góður félagi og hrókur alls fagnaðar í sínum hóp, enda maður víðlesinn og minnugur og Jjeirri góðu gáfu gæddur, að geta miðlað öðrum af Jjekk- ingu sinni, án þess menn þreyt- ist á að hlusta á hann. Kenslustörf sín rækir hann með prýði og skörungsskap, en Jjau eru honum ærið tímafrek, og hefir hann því haft mínni tííiia en æskilegt hefði verið til ritstarfa og vísindaiðkana, og er það illa farið, Jjví maðurinn er tvímælalaust vel til Jjess fall- inn. Einar Jónsson hefir með framkomu sinni og ævistarfi eignast fjölda vina, en engan ó- vin. Vinir hans víðsvegar um land og sæ senda honum áreið- anlega hlýjar og hugheilar kveðjur á þessum timamótum ævi hans, með ósk um að hans megi lengi njóta við í því vanda- sama en oft vanþakkláta starfi, er hann hefir lielgað krafta sína. Magnús Jochumsson. Næturlæknir. Alfred Gíslason, Brávallagötu 22, sími. 3894. Næturvöröur í Lyf ja- búÖinni Iðunni og Reykjavíkur apó- teki. - Leikfélag Reykjavíkur sýndi skopleikinn Stundum og stundum ekki í gærkvöldi, fyrir troðfullu húsi og við mikinn fögn- uÖ áheyrenda. Næsta sýning verð- ur annað kvöld kl. 8)4, og er það síðasta sýning í þessum mánuði. — Aðgöngumiðasalan hefst kl. 4 í dag, og verða nokkrir miðar seldir á kr. 1.50 stk. Breska sendisveitin er flutt úr Edinborgarhúsinu við Hafnarstræti í ný húsakynni í Þórs- hamri við Templarasund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.