Vísir - 13.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 13.07.1940, Blaðsíða 2
VlSIR Verslunin Verslunarskýrslur fyrir árið ! ið 1937, en árið 1938 liefir hann fl DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Samtök verslun- arfólksins. JJLÞÝÐUBLAÐIÐ ritar enn í gær um verðlagsupþbótina til verslunarfólksins, og skín nú í gegn það, seni áður hefir verið haldið fram. hér í blaðinu, að Alþýðusambandið ágirnist nú mjög liðsauka frá þessiim mönnum. Virðist svo sem eina vöm blaðsins fyrir slælegri framgöngu félagsmálaráðherra sé sú, að ef hann veiti málstað verslunarmanna fnllan stuðn- ing sinn, komi hann í veg fyrir að stéttarfélag þessara manna leiti fuíllingis Alþýðusambarids- ins, og gangist undir að greiða því skatta og skyldur. Er því sú fjárkúgunarstefna búin að afhjúpa sig, sem menn grunaði að undir byggi, að Alþýðuflokk- urinn telur verðlagsuppbótina sjálfsagða, — ef verslunarstétt- in gengst inn á að greiða veru- legan hluta af henni til Alþýðu- sambandsins, og styrkja þannig starfsemi flokksins. Oft hefir Alþýðublaðið verið seinheppið í málflutningi sín- um, en sjaldan svona hreinskil- ið, — s'vona óþægilega hrein- skilið fyrir flokk sinn. En þetta ásamt öðru því, sem fram er komið i málinu, skýrir viðhorf- in, og getur að \ássu leyti orðið til leiðbeiningar og viðvörunar, eftir því, sem við á, en það skilja verslunarmennirnir sjálf- ir allra manna best. Þegar þessi mál eru rædd, verða menn að gera sér grein fyrir því hve viðhorfin hafa breytist frá upphafi styrjaldar- innar. Þá var það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar, að bún myndi eftir mætti vinna gegn aukinni dýrtíð í landinu, og um það voru allir í rauninní samála, að nauðsyn bæri til að gert yrði. Viðkvæðið var þá, að eitt skyldi yfir alla ganga, og það fanst flestum eðlilegt og sanngjarnt. En það var einn flokkur manna í landinu, sem undi þessu eklci, þótt hann hefði í upphafi góð orð um, og það voru fulltrúar Framsóknar- flokksins, sem sæti áttu á þingi, og hinir, sem þeir höfðu kjörið og skipað í verðlagsnefndir | mjólkur og kjöts. Þessir menn knúðu fram verðhækkun á landbúnaðarafurðum, en þar með var skriðan komin á hreyf- ingu, og nú liafa allar stéttir fengið kjör sín bætt, í sam- ræmi við aukna dýrtíð eða á- hættu, nema verslunarmanna- stéttin. Verslunarmannafélag Reykja- víkur hefir með sérstökum samningum við kaupmenn komið fram kjarabótum til handa félagsmönnum sínum, án nokkurs stuðnings eða vel- vildar frá hendi löggjafans eða stjórnarvaldanna. Réttur stétt- arinnar til kjarabóta hefir ekki fengist viðurkendur af þeim, og er ekki annað sýnna en að þybbast verði við í lengstu lög, þótt almenningsálitið fordæmi slikt. En vel mega fulltrúar framsóknar og socialistar vera þess minnugir, að þessi þrái og fjandskapur bitnar ekki þyngst á verslunarmönnum hér í bæn- um, Iieldur miklum mun frek- ar á starfsbræðrum þeirra úli uin landið, og þá ekki síst á starfsmönnum kaupfélaganna, sem engin samtök hafa sín í millum sér til trvggingar. Þess- ir menn munu sannarlega skilja bvað að þeim snýr, og vel kann það að sannast á sínum tíma. Nú horfir málið. þannig við, að Sjálfstæðisflokkurinn viður- kennir rétt verslunarmanna skilyrðislaust, socialistar við- urkenna bann, en setja viss fjárkúgunarskilyrði, sem þeir að vísu geta ekki svínbeygt verslunarmenn til að ganga inn á, og munu því heikjast á er á þing kemur. Framsókn ein sýn- ir málinu fjandskap, en styrkur þess flokks nægir ekki til að drepa málið, er á þing kemur. Verslunarstéttin mun því að lokum fá leiðréttingu mála sinna, en hún hefir lært af reynslunni, og veit bvar-' hún má vænta1 skilnings og styrktar. Það má segja, að reynslan hafi orðið dýr í krónutali, en hún skapar skilyrði til aukinna sam- taka og aukins starfs innan verslunarstéttarinnar, er stend- ur utan við aurasöfnunarhring Alþýðusambandsins. Ferdafélagið: Síöuferð o. fl. um helgina. í dag fór 18 manna hópur á stað á vegum Ferðafélagsins. — Fyrst er ekið að Landmanna- helli og dvalið þar i nótt. 1 fyrramálið verður svo haldið á- fram austur til Fiskivatna og dvalið þar í 2 daga. Þaðan far- ið í Laugar, Jökulgil og Eld- gjá skoðuð. Siðan verður haldið áfram austur í Kýlinga og Jök- uldali og niður á Síðu. Þátttaka í ferðinni var svo mikil, að margir urðu frá að lrverfa, því fleiri en 18 gátu ekki komist með. Á morgun verður farin önnur ferð, að Gullfossi og Geysi. Verður komið að Brú og Hlöð- um og einnig að Skálholti. Sett verður sápa í Geysi, til þess að fá hann til þess að gjósa. Þess skal getið, að ferðin verður óvenjulega ódýr. Lagt verður af stað kl. 8 í fyrramál- ið. — Bessastaðir seldir. Vísir liefir frétt, að í dag verði gengið frá samningum um kaup á Bessastöðum. Er það Sigurð- ur Jónasson framkvæmdastjóri, sem kaupir eignina af Björgúlfi Ólafssyni lækni. Lögfræðis og fasteignaskrif- stofa Gunnars Sigurðssonar frá Selalæk annaðist söluna. Eiim á ári. Fyrir sjö árum var reist nýtt ríkisfylki í Pennsylvaniafylki i U. S. A. Á þessum sjö árum hefir sjö föngum tekist aS strjúka, en allir náðst aftur fíjótlega. ★ Paradís hinna fótgangandi. Hvergi í heimi munu fótgang- andi menn njóta jafnmikilla fríð- inda og í Salt Lake City í Banda- ríkjunum. Ökumenn eiga altaf að víkja fyrir þeim, er þeir fara yfir götu, en geri þeir þaS ekki, eiga þeir á hættu að vera sektaSir eða settir í fangelsi. ★ Brynjur nauðsynlegar. Læknir einn i Bretlandi hefir hafiS baráttu fyrir því, aS hver einasti hermaSur verSi útbúinn meS „brynju" um brjóstholiS. — Læknir þessi var meS í Heims- styrjöldinni, en þá höfSu 6o% hinna særSu hlotiS sár af öSru en byssukúlum. Eiga þessar „brynj- ur“ aS vernda hermennina fyrir brotum úr sprengjum o. þ. h. 1938 hafa nýlega borist Vísi frá Hagstofu Islands. Innflutningurinn. Arið 1938 liefir verðuppliæð innflutnings verið 50.5 milj. kr. •en útflutnings 58.6 milj. kr. Er það bvorttveggja heldur lægra en næsta ár á undan, innflutn- ingurinn 2.8 milj. kr. lægri, en útflutningurinn aðeins 0.4 milj. kr. lægri. Verðmagn útflutn- ingsins 1938 liefir farið fram úr verðmagni innflutningsins um 8.1 milj. kr., en árið á und- an var mismunurinn minni, 5.7 milj. kr. Innflutningur á matvælum, drykkjarvörum og tóbaki, svo ög vörum til framleiðslu þess- ara vara, nam 8.0 milj. kr. árið 1938 og er það svipuð upphæð eins og næsta ár á undan. Þó hefir vörumagnið aukist, en verðið aftur á móti lækkað, einkum á efnivörunum. Alls nam þessi innflutningur árið 1938 tæpl. 16% af innflutningi ársins. Innflutningur þessara vara skiftist þannig, að matvör- ur, drykkjarvörur og tóbak var flutt inn fyrir 4.4 milj. la\, en vörur til framleiðslu þessara vara fyrir 3.5 milj. kr. Árið 1938 hefir neyslan auk- ist af kaffi, tóbaki og léttum vínföngum, en af sykri hefir liún minkað. Innflutningur á sykri hefir vaxið afar mikið á síðustu 50 árum. Neysla á ínann hefir ríf- lega fimmfaldast og hefir verið yfir 40 kg. á mann síðustu árin og jafnvel 47 kg. árið 1937. Er það mikið samanborið við önn- ur lönd. Árið 1937 var hún minni í flestum löndum Norð- urálfunnar, nema Danmörku (50 kg.), Bretlandi (46 kg.) og Svíþjóð (44 kg.). Á Nýja Sjá- landi og i Bandarikjunum var hún lika meiri (51 og 43 kg.) Neysla af kaffi og kaffibæti hefir aukist töluvert síðan um 1890. 1886—90 komu ekki nema 4 kg. á mann að meðal- tali, en 1916—20 meira en 7 kg. Síðan hefir neyslan verið nokkru minni tiltölulega, en 1938 liefir hún verið með lang- mesta móti (7% kg.) Innflutningur á kaffibæti, brendu kaffi og öli er horfinn og innlend framleiðsla komin í staðinn. Innflutningur á efni- vörum til landbúnaðarfram- leiðslu hefir aukist frá árinu 1937 úr 1.268.000 kr. upp í 1.450.000 kr. Verðmagn innflutnings af vörum til iðnaðar, útgerðar og verslunar val° mjög svipað og árið næsta áður, eða tæpar 19 milj. kr. Kol hafa verið flutt inn fyrir nærri 1 milj. kr. minni upphæð, en árið áður, sem staf- aði af verðlækkun þeirra. Inn- flutningur á framleiðslutækj- um hefir staðið í stað á árinu, en innflutningur á neysluvör- um, öðrum en matvörum hefir lækkað um rúma 1 milj. króna. lítflutningurinn. Fiskafurðirnar eru yfirgnæf- andi í útflutningnum. Hafa þær að verðmæti verið rúmlega 48 milj. kr. árið 1938. Fyrstu 5 órin eftir aldamótin var útflutning- urinn að meðaltali 15 þús. tonn á ári, en óx stöðugt, uns hann komst upp í 100 þús. tonn árið 1932. Hefir hann því alls 6—7 faldast á þessu tímabili. Þó hef- ir útflutningur á fullverkuðum saltfiski eklíi vaxið nærri eins mikið (aðeins þrefaldast), en aukningin er þeim m,un meiri á óverkuðum saltfiski og ís- fiski. Frá 1932 minkaði fiskút- flutningurinn aftur og var kominn niður i 55 þús. tonn ár- aftur hækkað upp í 62 þús. tonn. Einkum hefir saltfiskút- flutningurinn minkað afarmik- ið. 1938 var bann kominn niður i 22 þús. tonn, sem er ekki nema rúml. þriðjungur af því, sem hann var, er hann komst liæst (62 þús. tonn árið 1933). Út- flutningur á óverkuðum fiski var með minsta móti 1935— 1937, en bækkaði 1938 upp í 22 þús. tonn, og hefir hann ekki verið svo hár síðan 1929. Is- fisksútflutningurinn var líka heldur hærri 1938 lieldur en undanfarin ár, 17 þús. tonn. Nokkur útflutningur á harð- fiski hófst árið 1935 og óx tölu- vert 1936 og 1937, en minkaði aftur 1938. 19,38 var síldarútflutningur meiri heldur en nokkurt ár áð- ur síðan 1915. Það ár var síld- arútflutningurinn að visu nokkru meiri, en þá var mikill hluti af útflutningnum eign Norðmanna, sem höfðu lagt afla sinn hér á land. Landbúnaðaraf urðirnar eru annar aðalþáttur útflutnings- ins. Árið 1938 voru þær útflutt- ar fyrir 8.8 milj. kr., en það var þó ekki nema 15% af út- flutningsverðmagninu alls það ár. Helstu útflutningsvörurnar eru saltkjöt, fryst kjöt, ull og saltaðar sauðargærur. Saltkjötsútflutningur fer minkandi, en hinsvegar vex út- flutningur á frystu kjöti. Áður var mikill útflutningur af lifandi hrossum, en sá út- flutningur hefir minkað. 1906 —10 voru flutt út 3876 hross árlega að meðaltali, en 1931—- 35 ekki nema 896. Árið 1934 voru flutt út 936 hross, 978 ár- ið 1935, 565 árið 1936, 537 árið 1937 og 371 árið 1938. Frá 1937 til 1938 hefir vöru- verðið lækkað á útflutningsvör- unum að meðaltali um 6.8%. Þessi lækkun hefir þó ekki komið jafnt á allar útflutnings- vörurnar. Það eru landbúnaðarvörurn- ar, sem tiltölulega mest hafa fallið i verði. Mest hefir verð- fallið verið á ullinni, um 40% frá árinu á undan. Á söltuðtim sauðargærum hefir það verið 14%, á frysta kjötinu 8%, en saltkjötið liefir selsf fyrir held- ur hærra verð en árið áður. Af fiskafurðunum hefir verð- fallið verið mest á síldarlýsinu, um 38% frá árinu á undan, á hrognum hefir það verið 12% og þorskalýsinu 10%, en liins- vegar hefir verðið á fiski og síld og síldar- og fiskmjöli verið heldur hærra lieldur en árið á undan. í Yiðskifti við einstök lönd. Mesta viðskiftaland íslands er Bretland. Árið 1938 kom þaðan 28.1% af innflutningn- um, og er það svipað hlutfall eins og árið á undan. Útflutn- ingur til Bretlands hækkaði 1938 og hefir yfirleitt farið hækkandi á síðari árum, nam 20.5% af útflutningnum árið 1938. Við Bretland er verslun- arjöfnuður óhagstæður, inn- flutningur þaðan er meiri en útflutningur, en munurinn hef- ir þó farið minkandi á síðari árum. Næst viðskiftunum við Bret- land ganga viðskiftin við Þýskaland. Árið 1938 kom 23.6% af innflutningnunj, frá Þýskalandi, en 16.0% af út- flutningnum fór þangað. Árin 1936 og 1937 var Þýskaland hæst af útflutningslöndunum með nálega 19% af öllum út- flutningi 1937, en 161%% árið 1936. — Innflutningurinn frá Þýskalandi hefir farið hækk- 1938. andi á þessum árum og 1938 var innflutningurinn 2%2 milj. kr. hærri en útflutningur þang- að, en aðgætandi er, að í inn- flutningnum er meðtalinn flutningskostnaður varanna frá Þýskalandi til Islands. Viðskift- in milli Islands og Þýskalands eru reikningsviðskifti (clear- ing) samkvæmt samningum, svo að það sem fæst fyrir út- fluttar vörur þangað, fæst ekki útborgað, Iieldur er einungis varið til greiðslu á vörum keyptum þar í landi. í árslok 1938 var jöfnuður, að lieita mátti, á þessum reikningi. Þriðja mesta viðskiftaland Islands er Danmörk. Innflutn- ingur þaðan fer tiltölulega minkandi, en útflutningur þangað aftur á móti vaxandi. Þó varð útflutningurinn til Danmerkur 1938 ekki nema um % á móts við innflutning það- an. Af öllum innflutningi 1938 kom 14.9% frá Danmörku, en af öílum útflutningi fór aðeins 9.8% til Danmerkur. Viðskiftin við Noreg og Sví- þjóð eru einnig allveruleg. Frá þessum löndum kom 1938 16.9% af innflutningnum (8.7% frá Noregi, 8.2% frá Sví- þjóð) og þangað fóru 18.2% af útflutningnum (8.5% til Nor- egs og 9.7% til Svíþjóðar). Fyrir nokkrum árum bafði Island mikil viðskifti við suð- urlönd (Spán, Italíu og síðar Portúgal), en alveg einhliða, flutti mikið út þangað, en mjög lítið aftur inn þaðan. Árið 1934( var Portúgal efsta landið í röð- inni um útflutning frá Islandi og tók við 171/2% af öllum út- flutningnum, en síðan hefir út- Tíðindamanni Vísis gafst tækifæri til að heimsækja börn- in, sem eru á vegum Sumar- dvalar barna i Staðarfellsskól- anum, er þeir Þorsteinn Scb. Thorsteinsson lyfsali, formaður Sumardvalar barna, og Arn- grímur Kristjánsson skólastjóri, ásamt ungfrú Sigríði Bach- mann yfirhjúkrunarkonu voru á eftirlitsfefð og kynningar- i ferðalagi um Vestur- og Norð- urland nú þessa dagana. Þeir komu til Stykkishólms á mið- vikudagskvöld, en lagt var af stað á fimtudagsmorgun með m.b. Gretti frá Stykkishólmi, með matvöru til sumardvalar- lieimilisins. Þegar komið var að Staðarfelli mættum við bros- andi andlitum barnanna; sem voru nýstaðin upp frá miðdeg- isverðarborðinu og átlu nú að ganga til stundar hvildar eftir matinn. Okkur var boðið til stofu, en þar var forstöðukon- an, fröken Ingibjörg Jóhannes- dóttir, skólastýra, og skýrði liún okkur frá tilhögun heimilisins. Börnin, sem eru frá þriggja til ellefu ára, vakna kl. 8i/>, klæð- ast þá og laga til í herbergjum sínum, það er að segja 2—3 þeirra eldri og eru þeim gefnar einkunnir fyrir, sem skrásettar eru á blað á hurðinni. — KI. 9 borða þau hafragraut og drekka mjólk, síðan leika þau sér, úti eða inni, eftir veðri. Kl. 12 er miðdegisverður, og eftir hann er hvíldartími, síðan leikir, hópferðir, og þá safnað blóm- um og sagt til um heiti þeirra, og í sambandi við þessar ferðir eru þau látin skrifa hvar þau hafi fundið blómin og fleira um flutningur þangað farið sílækk- andi og var 1938 ekki nema 1 % % af útflutningnum. Við It- alíu hefir verið gerður samn- ingur um reikningsviðskifti (clearing), svo að útflutningur þangað borgast að mestu í vör- um þaðan. Þetla hefir orðið til þess að auka innflutning það- an, en hinsvegar hefir útflutn- ingur þanga^ minkað. Árið 1938 hækkaði þó útflutningur þangað aftur töluvert. Nam hann 4.8 milj. kr. eða 8.2% af öllum útflutningi, en innflutn- ingur þaðan nam 4.4 milj. kr, eða 8.8% af öllum innflutningi. Þegar spænska borgarastvrjöld- in hófst 1936, brapaði útflutn- ingurinn til Spánar stórkost- lega niður, og 1937 var hann ekki nema rúml. 360 þús. kr., eða aðeins 0.6% af öllum út- flutningnum, en fjórum árum áður (1933) hafði Spánn tekið við 28.8% af útflutningi Is- lands. Árið 1938 tókst þó aftur að selja til Spánar saltfisk fyrir tæpar 3 milj. kr. Aftur á móti er sumra ann- ara landa farið að gæta meir í útflutningnum heldur en áður og þá fyrst og fremst Banda- ríkjanna. Hefir útflutningur þangað verið allmikill hin síð- ari ár, og árið 1936 nam hann 11% af öllum útflutningnum. 1937 og 1938 var hann þó held- ur minni og aðeins rúml. 9% af útflutningnum 1938. Er það einkum lýsi og síld, sem þang- að hefir farið. Þá hefir og einn- ig verið töluverður útflutningur til Hollands (síldarlýsi og síld- armjöl), og nokkur til Póllands (síld), Belgíu (sildarmjöl) og Frakklands (hrogn). Auk þess hefir útflutningur hafist til landa, sem lítið eða ekkert gætti áður i útflutningi frá íslandi, svo sem, Brasilíu, Argentínu og Kúba (saltfiskur). þau. Svo um miðjan daginn drekka þau mjólk og borða brauð og kökur með og svo er kvöldverður kl. 7 og kl. 8—8i/> er farið að liátta og sofa. Nokk- ur börn eru í 3 daga hvert látin ! læra að leggja á borð, baka kaffibrauð og ýmislegt, sem þeim getur komið að gagni og þau liafa ánægju að. Einnig stendur til að drengirnir fái að smíða og elstu börnin fari í grasaferðir með kennurunum, og seinna fara svo börnin í berjaferðir og liver veit nema þau komi með ber til möinmu sinnar, er þau koma til bæjar- ins eftir sumarið. Eg brá mér fram á ganginn til þess að bafa tal af börnun- um, því eg heyrði til þeirra inn í stofuna, og eirin drengjanna kallaði: „Hver vill vera hestur- inn minn.“ Það fyrsta, sem eg rak aug- 11)1 í er eg ætlaði inn í lierbergi lil þeirra var, að þau eru skírð ýmsum bæjanöfnum, svo sem „GIaumbær“, „SunnuhvoIl“, „Breiðablik" o. fl. I herbergj- unum sofa 2—10 börn alt eftir stærð herbergjanna. Börnin voru að sauma á dúkkurnar sínar, teikna, spjalla saman eða sýna hvort öðru dótið sitt. Öll voru þau ánægð, vel útlítandi og brún af sól, og er þau voru spurð, bvort þau skemti sér vel, svöruðu þau öll einum rómi: „Já“. Hvort þeim langaði nokk- uð heim: „Nei“. Og við öllum spurningum voru svörin eftir þessu. Öll voru börnin liress og kát og léku við hvern sinn fingur. Húsakostur og allur aðbún- Börnin i Staðarfelli biðja að heiisa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.