Vísir - 03.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 03.08.1940, Blaðsíða 2
VfSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Málefni verslun- arstétfarinnar. jp RÍDAGUR verslunarmanna verður á mánudaginn kem- ur. Að l>essu sinni falla almenn hátíðahöld niður og hefir verið gerð grein fyrir þvi i tilkynn- ingum til hlaðanna. Annars hef- ir venjan verið sú, að verslunar- npenn hafa haldið frídaginn há- tíðlegan og efnt til fjölbreyttra skemtana. Hin innlenda versl- unarstétt er ung í þessu þjóðfé- lagi, og því fer fjarri, að hún njóti ■ jafnmikillar viðurkenn- ingariog verslunarstétlir ann- ara lýðfrjáísra landa. Enn eimir hér eftir af ýmsum hleypidóm- um í garð þessarar stéttar frá þeim tímum, er verslunin var öll í höndum erlendra manna. Hefir verið ósleitilega blásið i þær glóðir og fjarri því, að þeim hlæstri sé lokið. Verslunarstétt- in hefir átt í vök að verjast fyr- ir valdhöfum landsins um langt skeið, og er ekki séð fyrir enda þeirrar baráttu, sem af hefir hlotist. En satt best að segja: Þótt nokkuð hafi dregið saman með stjórnmálaflokkunum í landinu, hefir þess Iitt orðið vart að brugðið liafi til hlýinda i garð verslunarstéttarinnar frá þeim, sem henni hafa verið örð- ugastir í skauti. Verslunarstéttin berst fyi’ir jafnrétti á við aðrar stéttir þjóð- félagsins. Hún hefir aldrei gert kröfur til forréttinda í einu eða neinu. Ef atvinnufrelsi manna á íslandi væri virt á sama hátt og gert hefir verði í nágranna- löndunum, meðan þau nutu fulls lýðfrelsis, Iiefði engri ríkis- stjórn haldist uppi, að ganga svo á hlut verslunarstéttarinn- ar, sem raun hefir á orðið hér á Jandi. Við þurfum ekki annað en lita til Danmerkur. Það hafa verið innflutningshöft alveg eins og hér. Jafnaðarmenn hafa farið þar með stjórn undir leið- sögu Staunings forsætisráð- herra, einhvers þektasta jafnað- armannaforingja í Norðurálf- unni. Þar hefir framkvæmd innflutningshaftanna verið lög- bundin á þann hátt, að innflutn- ingur hvers einstaks innflytj- anda hefir verið takmarkaður í réttu hlutfalli við takmörkun heildarinnflutningsins til lands- ins. Hafi innflutningur ein- hverrar vörutegundar verið skorinn niður um t. d. 10%, hefir hver einstakur innflytj- andi orðið að sætta sig við 10% niðurskurð. Hvorki meira né minna. Það hefir ekki verið spurt, hvort innflytjandinn væri kaupmaður eða kaupfélag. Eitt hefir verið látið ganga yfir alla aðilja verslunarinnar. Hér áj landi liefir úthlutun innflutningsins verið með öðr- um hætti. Valdhafarnir liafa látið „hjálpa um“ innflutning, eða synja um innflutning, eftir því hvort í hlut hafa átt kaup- félög eða kaupmenn. Á þennan hátt hefir verslunin verið dregin meira og meira úr hönduin kaupmanna yfir í hendur kaup- félaga. Verslunarstéttin hef- ir ekki viljað una þessu rang- Vér viljum hafa ljós! Meðan ekki er tekið fyrir alt ritfrelsi, ætti blöðin að hafa Ieyfi til að segja sína skoðun og álit almennings á opinberum ráðstöfunum þó að þær snerti ófriðinn. Til þessa hafa þau haft litla gagnrýni í frammi um alt varð- andi hernaðarráðstafanir. Mikið af þeim hafa þó snert borgarana og komið fram við þá á ýmsan hátt. En svo langt geta þessar ráðstafanir gengið að blöðunum beri skylda til að mótmæla og gefa til kynna skoðun almenn- ings í þessum efnum. læti. Blöð Sjálfstæðisflokksins liafa telþð upp baráttuna fyrir hana. Hefir oft verið vitnað í framkvæmd haftanna i Dan- mörku og fleiri löndum og sýnt fram á að þau réttindi, sem verslunarstéttin hefir krafist, eru ekki önnur eða meiri en þau, sem verslunarstéttir ná- grannalandanna liafi notið und- ir jafnaðarmannastjórn. Fyrir þetta liafa þeir menn, sem. i sjálfstæðisblöðin hafa ritað, verið stimplaðir „fjandmenn kaupfélaganna“. Ætli jafnaðar- mannaforingjanum Stauning þætti ekki skritið að menn á ís- landi væri stimplaðir „fjand- menn kaupfélaga“ fyrir það, að berjast fyrir samskonar fyrir- komulagi innflutningshaftanna og hann hefir haldið við i sínu landi? Andúð einstakra mann í garð verslunarstéttarinnar Iiefir máske aldrei komið berlegar í ljós en á síðasta þingi, þegar fyrir því var gengist, að koma réttmætum jafnréttiskröfum verslunarmanna um kauptrygg- ingar fyrir kattarnef, með því að synja um .afbrigði við sið- ustu umræðu málsins, um leið og þingi var slitið. Það gerræði mun seint fyrnast. Verslunarstéttin hefir sótt mál sin af festu og' þrautseigju. Hún hefir ekki látið árásir hleypidómafullra sundrungar- postula á sig fá. Hún hefir ekki fengið réttmætum kröfum sín- um framgengt. En málstaður hennar er slíkur, að hann hlýt- ur að sigra, þegar sá dagur rennur, að jafnrétti. þegnanna i þessu þjóðfélagi fær fulla við- urkenningu ineira en í orði. a Bruni á Seyðisfirði. I gærmorgun kom upp eldur í húsi á Seyðisfirði, og tókst ekki aS slökkva eldinn fyr en húsið var að mestu hrunið. í húsinu höfðust við breskir hermenn og er talið, að i- kveikjan hafi staðið i sambandi við útieldhús, er hermennirnir höfðu undir húsveggnum. Uppi á lofti í húsinu var geyrnt mikið af ull, sem Kaupfélag Austfjarða átti. Varð nokkru af henni bjargað, en all- mikið stórskemdist. Fjölmennið að Eiði á morg’un! Það skal ekki fullyrt að þarf- laust sé að gera hér einhverjar loftvarnarráðstafanir. En að nauðsyn hafi verið að þyrla upp öllu því moldviðri og fremja all- an þann taugadrepandi skarkala sem hér hefir verið gert í sam- bandi við loftvarnir, fær enginn menn til að trúa. Litur helst út fyrir að þeir sem fyrir loftvörn- unum standa, álíli að nauðsyn sé að gera þessar ráðstafanir sem inest áberandi. Sífeldar tilkynn- ingar í útvarpi, langloku ti I- kynningar í blöðunum, pipna- líljóð og símahringingar. Alt hefir þetta stuðlað að því að telja fólki trú um að von væri á hin- um ægilegustu loftárásum. Enda er svo komið að margl fólk er orðið taugaveildað af þessum látum. Nú síðast liafa verið birt- ir stórir uppdrættir af öllúm vegum frá Reykjavík til þess áð sýna fólki hvar það megi ekki fara ef það þarf að flýj.a bæinn. Enginn fær alménning til að trúa að ekki hefði mátt gera alt þetta á minna áberandi hátt. Ekki má gleyma sandpokunum sem lilað- ið er fyrir gluggana á pósthús- inu. Þeir veita bænum enga smáræðis vörn auk þess semþeir eru veglegur minnisvarði um loftvarnirnar. Síðasta loftvarnarráðstöfunin er myrkvan bæjarins frá 15. þessa mánaðar. Fullyrt er áf mörgum að lögreglustjóri hafi gert þessa ráðstöfun án þess að eindregin krafa liafi komið þar að lútandi frá bresku herstjórn- inni. Er slíkt næsta ótrúlegt. Myrkvun bæjarins er svo stór- kostlega varhugaverð ráðstöfun að lögreglustjóri á ekki að liafa leyfi til að ákveða liana á eigin spýtur. Sú ráðstöfun á að minsta kosti að leggjast undir úrskurð bæjarstjórnar áður en liún kemur til framkvæmda. Annars er svo að sjá, að þeir sem þessa ráðstöfun ákveða, á- líli að hér sé um mjög veiga- lítið atriði að ræða, sem ekki taki að sakast um. Vita þeir ekki að erlendis í myrkvuðum borg- um Iiafa umferðarslys marg- faldast? Vita þeir ekki að þjófn- aður, innbrot og árásir á lcven- fólk hefir stórlega færst í vöxt í Ijósleysinu? Alt þetta mun og myrkvun Reykjavíkur hafa í för með sér. í skammdeginu grúfir myrkur yfir borginni í 16—17 klukkustundir. Verða myrkrakvöldin því lengri hér en í bórgum erlendis. Það er auðvitað ekki með öllu litilokað að hér verði gerð loft- órás. Hinsvegar virðast líkurn- ar fyrir því ekki miklar eins og sakir standa. Nú eru tveir mán- uðir síðan hernámið var gert. Sá tími virðist hafa verið heppilegri lil loftárása en haustmánuðirn- ir sem í hönd fara, ef slíkt á að ské. Það ætti ekki að koma til mála að myrkva Reykjavík í vetur að því er götulýsingu snertir. Hitl er tiltölulega auðvelt að byrgja alla glugga svo að Ijós sjáist ekki að utan, þótt það hljóti að hafa talsverðan kostnað í för með sér. Til þess að draga úr því að götubirtan verði mjög áber- andi, mætti að líkindum útbúa skerm á Ijóskerin er beindi ljós- inu beint niður á götuna, eða jafnvel með því að nota sér- staklega skvgðar lj ósperur. Einn- ig mætti gera ráðstöfun til að hægt væri að slökkva alla götu- lýsinguna í einni svipan, ef þess gerðist þörf. Allur almenningur er þeirrar skoðunar að myrkvunin eigi ekki að koma til framkvæmda meðan engar tilraunir eru gerð- ar til loftárása. Myrkvunin er engin vörn ef dagsbirtan er not- uð til árása. Þess vegna er það almenn krafa að ógnir myrkv- unarinnar verði ekki leiddar yfir Reykjavík. VÉR VILJUM HAFA LJÓS! Skemtun sjálfstæðis- manna á Akranesi. Sjálfstæðisfélag Akraness heldur skemtun á morgun í Hafnarskógi við Ölver, á hinum ágæta skemtistað sjálfstæðis- manna. Ræðumenn verða Pétur Otte- sen, alþingismaður, og Jóhann Hafstein, lögfræðingur. Pétur A. Jónsson óperusöngvari, skemt- ir með söng og loks verður dans. Veitingar fást allan daginn í hin- um nýja og vistlega skála fé- Iagsins. Fagranes fer tvær ferðir upp- eftir á morgun og er þarna á- gætt tækifæri fyrir verslunar- fólk að bregða sér úr bænum á fagran og skemtilegan stað. Þarna er fallegur skógur og þeir sem vilja geta farið í fjallgöng- ur. Vegna þess að skemtunin verður úti má búast við því að henni verði frestað, ef veður helst það sama og í dag. Verður það þá tilkynt í hádegisútvarp- inu á morgun. Slys á Patreksfirði. í gærmorgun varð það slys í karfamjölsverksmiðjunni, sem nú tekur á móti síld, að einn verka- mannanna, Jóhannes Gíslason, rak hægri höndina i einn þurkaranna og tók af alla fingur við hnúa. Var Jóhannes fluttur í sjúkrahús, þar sem búið var um sárið. Kola- ogr koks- verð lækkar iin* 33-30 kr. §mál. Verðlagsnefnd hélt fund í gærkveldi og ákvað að kolaverð skyldi frá og með deginum í dag lækka um 22 kr. smál. og koks- smálestin um 29 kr. Verður kolaverðið því fyrst um sinn 134 kr. smál., var áður 156 kr., en koksverðið, sem verið hefir 171 kr. á smál. verður 142 kr. Kolabirgðir eru nú um 19 þús. smál. og eru þær óvenjulega miklar um þetta leyti árs. Þær munu nægja fram á miðjan vet- ur. Flutningsgjökl á kolum eru nú komin niður í 30—10 sh. pr. smál., en þær kolabirgðir, sem hér eru voru fluttar fyrir kr. 50—60 sh. pr. smál. Áður voru flutningsgjöld 80—90 sh. pr. smál. Nýja Bió; BðskervilleiiiBðBrinn. að mun víst einsdæmi, að rithöfundur Verði svo leið- ur á frægustu söguhetju sinni, að hann láti hana deyja, en verði svo að endurlífga hana, vegna krafa lesendanna. Þannig var það með Á. Conan Doyle. Hann „drap“ Sherlock Hohnes, en vegna háværra mót- mæla varð liann að vekja hann aftur til lífsins. Næstu daga byrjar Nýja Bíó að sýna myndina Baskerville- hundurinn, sein tekin er eftir frægustu Sherlock Holmes- sögunni. Hefir Baskervillehund- urinn verið kvikmyndaður oft- ar en einu sinni. Það mun víst óhætt að segja, að aldrei hafi tekist betur um val í hlutverk Sherlocks. Hann leikur Basil Rathhone, sem hér er vel þektur fyrir ágætan leik sinn. Önnur hlutverk eru einnig vel skipuð. T. d. leikur kvenna- gullið Richard Greene Sir Hen- ry Bskerville, en Nigel Bruce leikur dr. Watson, vin Sherlock Holmes. Myndin er spennandi frá upphafi til enda. Bréf til móður. Höfundur bréfs þess, sem hér fer á eftir, vcir ungur maður í enska flughernum. Fórst hann, þeg- ar sprengjuflugvél sú, er hann var í, var skotin niður í vor, en í eftirlátnum plöggum hans fanst bréfið. Hafði hann skrifað utan á það til móður sinnar, en skilið það eftir opið, til þess að stöðv- arstjórinn gæti gengið lir skugga um, að ekkert væri það í því, sem eigi væri leyfilegt að segja. Las stöðvarstjórinn bréfið, eins og embættisskyld- an bauð honum, og segir hann svo sjálfur, að sér hafi fundist það eiga erindi til fteiri en móður hins fallna hermanns. Fékk hann leyfi hennar til að birta það atmenningi, og var bréfið prentað í „The Times“ 18. júní. Það vakti þegar mikla at- hygli, svo að umræður urðu um það. Hefir kom- ið fram eindregin ósk um, að móðir bréfritarans arfleiði þjóð sína að frumritinu eftir sinn dag, og má vafalaust gera ráð fyrir, að hiin verði við þeirri ósk. % Ástkæra móðir, — þótt eg þykist alls ekki hafa fengið neinii fyrirboða, þá eru viðburð- irnir á fleygiferð, og eg hefi gert ráðstafanir til þess,að þetta bréf verði sent þér, ef mér skyldi ekki takast að ná heim aftur úr einhverri flugferðinni, sem eg mun bráðlega verða kvaddur til að takast á hendur. Þú verður að lialda voninni mánaðartíma, en þegar sá tími er á enda, verður þú að sætta þig við þann raun- veruleika, að eg hefi látið af höndum hlutverk mitt yfir i hendur hinna frábærlega snjöllu stallbræðra minna í konunglega flughernum, eins og svo margir ágætir félagar vorir hafa áður gert. Fyrst og fremst mun það hugga þig að vita það, að lilut- verk mitt í þessari styrjöld hefir verið afar áríðandi. Njósnar- /ferðir okkar langt út yfir Norð- ursjóinn hafa stuðlað að því að halda hreinum siglingaleiðum verslunarflota vors, flutninga- skipa og herskipa í fylgd með þeim, og í eitt skiftið var það vísbendingu frá okkur að þakka, að bjargað varð lífi manna á ó- nýtu flutningaskipi frá vita ein- um. Þótt það verði erfitt fyrir þig, myndir þú bregðast vonum mínum, ef þú reyndir ekki að minsta kosti að taka rauninni með hugarrósemd, því að eg mun hafa gert skyldu mína af fremsta megni. Enginn maður getur gert meira, og enginn, seni þykist vera maður, gæti gert minna. Eg hefi ávalt dáðst að hinni undrunarverðu hugprýði þinni í stöðugu andstreymi. Þú hefir gert mig úr garði með eins góðu uppeldi og undirbúningi og nokkur maður í þessu landi hef- ir hlotið. Og þú hefil’ aldrei látið neinn bilbug á þér sjá og aldrei mist trúna á framtiðina. Dauði minn mjTidi ekki lýsa því, að barálta þín hafi verið ófyrir- synju. Fjarri fer þvi. Hann boð- ar það, að fórn þin er eins mikil og mín. Þeir, sem eru í þjónustu Englands, mega einskis vænta af því. Vér gerum of lítið úr oss, ef vér skoðum land vort ekkert annað en stað, þar sem eigi að eta og sofa. Sagan lætur enduróma nöfn frægra manna, sem hafa lagt alt í sölurnar, en árangurinn af fórnum þeirra er þó Bretaveldi, og þar er kostur á friði, réttlæti og frelsi fyrir alla, og þar hefir þróast og er enn að þróast æðri siðmenning en nokkurs staðar annars. En þetta varðar eigi aðeins vort eigið land. Nú í dag eigum vér að mæta skipu- lagsbundinni árás á kristindóm og siðmenningu, hinni svæsn- ustu, sem nokkurn tima hefir þekst í heiminum, og eg tel það hamingju mína og heiður að hafa náð réttum aldri og fullri þjálfun til þess að geta varpað mér með fullum þunga í vogar- skálina. Þetta á eg þér að þakka. Enn eru fyrir hendi fleiri verk fyrir þig að vinna. Fylkingin heima fyrir mun enn verða að á'tanda samhuga árum saman, eftir að stríðið er unnið. Þrátt fyrir alt, sem i móti kann að verða mælt, held eg því enn fram, að þessi styrjöld sé mjög góður viðburður, því að hver einstaklingur fær tækifæri til að leggja alt í sölurnar og að voga öllu fyrir meginskoðanir sínar eins og píslarvottarnir fyrrum. Hversu langt sein er að bíða, verður aldrei breyting á einu — eg skal liafa lifað og dáið sem Englendingur. Ekkert skiftir annars minstu vitund máli, né heldur getur nokkur hlutur nokkurn tíma breytt Jæssu. Þú mátt ekki vera hrygg út af mér, því að ef þú liefir í raun og veru traust á trúarbrögðunum og öllu því, sem þau hafa í för með sér, þá væri það uppgerð. Eg kenni einkis ótta við dauð- ann; aðeins kynlegrar hrifn- ingar........ Eg myndi ekki óska, að þetta yrði á neinn ann- an veg. Alheimurinn er svo víð- áttumikill og svo óháður aldurs- stigum, að lif eins manns verður metið til gildis einungis eftir því, hve mikið hann hefir lagt i sölurnar. Vér erum sendir í þenna heim til að öðlast per- sónuleika og hugai-farseinkunn, sem vér eigum að taka með oss og verða aldrei frá oss numin. Þeir, sem gera ekki annað en eta og sofa, láta sér vegna vel og auka kyn sitt, eru engu betri en skepnurnar, ef þeir alla ævidaga sína njóta friðar. Eg trúi því statt og stöðugt, að hið illa sé sent í heiminn til að reyna oss. Það er af ásettu náði sent af skapara vorum til þess að reyna í oss þolrifin, því að hann veit, hvað oss er fyrir bestu. Biblían er full af dæmum upp á það, að makindalegu málalokunum hefir verið liafn- að, þegar þau brutu bág við sið- gæðið. Eg tel mig lánsaman að hafa séð alt landið og kynst mönnum af öllum stéttúm. En með loka- prófuninni í styrjöldinni hygg eg að lunderni mitt liafi fengið fullan þroska. Á unga aldri hefi eg því þegar rekið til fulls er- indi mitt hér á jörðu, og eg er undir það búinn að deyja, en sárnar einungis eitt og ekkert nema það, — að eg fékk ekki varið lifi mínu til þess að gera þér hnignnandi æviár þín á- nægjulegri með því að vera hjá þér hnignandi æviár þín á- frelsi, og eg mun hafa beinlínis stuðlað að þvi, svo að hér ber aftur að hinu sama, að líf mitt mun eklci hafa verið til ónýtis. Þinn elskandi sonur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.