Vísir - 30.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 30.08.1940, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjöri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsraiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hafnhann Eysteins. IfVAÐ ætli menn segðu ef það fréttist einhvern dag- inn, að nú liefði Hitler fyrirskip- að hafnbann á Þýskaland, eða Churchill á England?! Hvað ætli menn segðu? Menn tæki þetta auðvitað eins og hvert annað grín og skömmuðu út- varpið eða blöðin fyrir að breiða út slíkan þvætting. Enginn heil- vita maður lýsir hafnbanni á sína eigin þjóð, að eins óvina- þjóðir. Um þessar mundir kepp- ast allar þjóðir um að viða að sér vörum, eftir því sem gjald- eyrisástæður framast leyfa. Það er ekki langt síðan frá því var skýrt í fréttum, að Danir hefði breytt gjaldeyrisnefnd sinni í vöruútvegunarnefnd. Á sama tíma lýsir viðskiftamálaráðherr- ann okkar þvi yfir, að nú sé um að gera að herða á höftunum sem allra mest. Höfum við kanske ekki fengið frílistann og hvað ætli við höfum að gera við „kramið“? Því skyldum við ekki lifa á einu saman brauði, ef því er að skifta? ★ Eysteinn Jónsson er líklega noklcuð einstakur meðal þeirra manna, sem nú ráða örlögum þjóða. Þegar aðrir keppast viðað birgja sig upp sem mest, streitist hann gegn því, að nokkuð sé flutt til landsins, nema þær sár- fáu vörutegundir, sem koinnar eru á frílista. Einhver hefir stungið að honum slagorðinu „kram“ og á þessu slagorði þeys- ir hann nú um allar jarðir eins smástrákur á brotnu hrifu- skafti. Hér i blaðinu voru i gær taldar upp nokkurar „kram- vöru“-tegundir og geta menn af þeirri upptalningu farið nærri um, hvort Eysteinn hafi rétt fyrir sér í þeirri kenningu að þjóðin geti vel án allra þessara vara verið. Reynsla undanfar- inna ára virðist Ieiða íljós, að þrátt fyrir býsna strangar tak- markanir á innflutningi alls hé- góma, hafi mikið meira en hehningur af verðmæti alls þess, sem til landsins hefir flust, ver- ið í þeim vöruflokki, sem Ey- steinn nefnir einu nafni „krám- vöru“. * Langmest af því, sem Ey- steinn kallar „kram“, er varn- ingur, sem þjóðin getur engan veginn án verið. Ef þessar vörur eru ekki keyptar í dag, verður því meiri þörf að kaupa þær strax á morgun. En er rétt að fresta kaupunum til morguns? Tvær ástæður gæti verið til þess: önnur sú, að ekki væri gjald- eyrir fyrir hendi, hin að útlit væri á verðfalli framundan. Um hina fyrri ástæðu er það að segja, að þrátt fyrir leyndina um viðskiftaástandið, er óhætt að fullyrða, að gjaldeyrisástæð- Ur eru ekki því til fyrirstöðu að hægt sé að greiða allar þær vör- ur, sem þjóðin þarfnast nauð- synléga. En um síðari ástæðuna er það að segja að framundan er ekki verðfall, heldur verð- hækkun á flestum vörum. Það er þessvega hvorki sparnaður né forsjálni að draga kaupin á langinn lieldur þvert á móti eyðslusemi og fyrirhyggjuléysi. ★ Eysteinn Jónsson vill í raun- inni liafa hafnbann á öllum „kramvörum“. Ástæðurnar til þessarar viðskiftastefnu lians hafa nýlega verið raktar hér í blaðinu. Ef talið er að inn- flutningur nauðsynlegrar „kramvöru“ nemi t. d. 35 mil- jónum króna, sem sennilega er frekar of lágt en of liátt áætlað, þarf ekki nema 10% verðhækk- un til þess að þjóðin verði 3% miljón fátækari við að fresta kaupunUm. En hver þorir að segja að verðhækkunin, sem framundan er geti ekki alveg eins orðið 50% eins og 10%. Það er sýnilegt að þjóðin á eftir að skaðast um margar miljónir, ef hafnbann Eysteins helst. Þess vegna verða samstarfsmenn hans í ríkisstjórninni að taka til sinna ráða og marka nýja stefnu í viðskiftamálunum. Síldai'injöl^verd- Ið Éil bænda. R íkisstjórnin hefir nú ákveð- ið verð á síldarmjöli til bænda og er það um 10% lægra en í fyrra. Kostar 100 kg. sekk- urinn nú 25 kr„ kominn um borð í skip á Siglufirði, en kost- aði í fyrra 28 kr. Þessi verðlækkun stafar af þvi, að þar sem Bretar ætla ekki að kaupa meira en þau 25 þús. tonn, sem þeir hafa samið um, en á eina markaðinum, sem hægt er annars að selja síldar- mjöl, fæst ekki nema svo, að það jafngildir því verði, sem bændur fá það fyrir. Er þelta hinn mesti búhnykk- ur fyrir bændur, þar sem hey- skapur hefir víða gengið mjög erfiðlega. Sjóðþurð, er nemur liðlega 21 þús. króna, hjá Verka- mannafélaginu Dagsbrún. Formaðnr félagsins ogr ráðsmaðnr í varðhaldi. Þau tíðindi gerðust í gærkveldi, að meirihluti stjórn- ar Dagsbrúnar, þeir Sigurður Halldórsson, Sveinn Jóns- son, Gísli Guðnason og Torfi Þorbjarnarson ákváðu að leggja inn kæru til sakadómara á hendur formanni fé- lagsins, Einari Björnssyni, vegna sjóðþurðar og starfs- manni þess, Marteini Gíslasyni, fyrir hilmingu og stór- kostlega vanrækslu í starfi sínu. Uppgjör, sem framkvæmt var af löggiltum endurskoðanda sýndi að teknar höfðu verið 1 heimildarleysi úr sjóði félagsins kr. 21.088.47, að meðtöldum vöxtum, en eftir er að athuga höf- uðbækur nánar, og verður því verki haldið áfram þessa dagana. Skrifstofa í eða við miðbæinn óskast strax eða 1. október. Tilboð, merkt: „1. október“ sendist afgr. blaðsins. Gangur málsins er í stuttu máli þessi: Á síðasta aðalfundi Dagsbrúnar, sem haldinn var í byrjun þessa árs, stilti Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn upp sameiginlegum lista við stjórnarkosningar í félaginu, og ákvað hvor flokk- urinn fyrir sig hvaða menn skipuðu listann af þeirra hálfu, en samið var hinsvegar um verkaskiftingu i stjórn. Alþýðu- flokkurinn fékk formanns- og gjaldkerasætið og fulltrúar af þeirra hálfu voru Einar Björns- son formaður og Torfi Þor- hjarnarson gjaldkeri. Höfðu þessir menn þannig daglega að- alumsjón með fjárreiðum fé- lagsins, sem voru i höndum starfsmannsins Marteins Gísla- sonar. í stjórn af hálfu sjálf- stæðismanna voru kosnir: Sig- urður IJalldórson varaformað- ur, Sveinn Jónsson fjármálarit- ari og Gísli Guðnason ritari. 1 fyrstu voru stjórnarfundir haldnir reglulega, en er á leið tók formaður að vanrækja störf sín og boðaði ekki til funda, svo sem skyldi verið hafa. Sjálfstæðismenn í stjórninni og Torfi Þorbjarnarson undu þessu illa og áttu þrávegis tal við formanninn og kröfðust þess, að fundir yrðu haldnir, en hann færðist lengi vel undan og bar ýmsu við. Fyrir hérumbil hiálfum mán- uði var loksins haldinn stjórn- arfundur og lá þá fjöldi mála fyrir, sem afgreiða þurfti. Sam- þykti stjórnin á þeim fundi, að á næsta stjórnarfundi, sem lialdinn skyldi miðvikudaginn 21. þ. m., skyldu fjárreiður fé- lagsins sérstaklega athugaðar, enda skyldu fullgerðir reikning- ar lagðir fram, og skifti þar engu máli þótt einhver fulltrúa úr stjórninni gætu ekki mætt. Á miðvikudag tilkynti Einar Björnsson öðrum stjórnarmeð- limum, að hann gæti ekki mætt á fundinum, með þvi að hann þyrfti að fara til Keflavikur, og óskaði eftir að fundinum yrði frestað til föstudags. Sjálfstæð- ismennirnir kröfðust hinsvegar að farið væri eftir samþykt síð- asta aðalfundar og mættu því á fundi á miðvikudagskvöldið. Ekki rnættu þar aðrir en þeir, en er þeir liöfðu setið á fundi í klukkutíma og rætt ýms mál, er fyrir lágu, bar þar að starfs- mann félagsins, Martein Gísla- son, sem liafði lykla að hirslum félagsins og skjöl og reikninga undir höndum. Sigurður Hall- dórsson krafði Martein um reikningana og önnur gögn, en hann kvaðst hafa verið við því óviðbúinn, með því að for- maður liefði tjáð honum að fundur yrði ekki haldinn þá um kvöldið. Sigurður hélt fast við kröfu sína og vísaði til sam- þyktar síðasta stjórnarfundar og stóð í nokkru þrákki um þelta. Kom þá maður einn og spurði eftir Marteini og fór hann þá út á ganginn lil þess að tala við manninn, en Sigurð- ur krafðist að hann færi ekki af fundi nema í 2—3 mínútur. Leið svo nokkur stund, að ekki kom Marteinn, og er farið var að svipast um á ganginum, var hann allur á bak og brott. Þótli þá meiri hluta stjórnarinnar | auðsýnt, að ekki væri alt með feldu, og ákváðu að krefjast fundar næsta föstudag, þar sem öll stjórnin skyldi mæta og reikningar verða lagðir fram. Formaður lét undan kröfum þeirra og boðaði til fundarins ' og mætti þá öll stjórnin, starfs- ■ maður félagsins Marteinn Gisla- | son og aðstoðarmaður á skrif- stofu félagsins. Er fundur skyldi hefjast til- kynti Einar Björnsson hverjum ' einstölcum stjórnarmeðlim,, að liann hefði í heimildarleysi dreg- ið sér úr sjóðum félagsins kr. , 18.000.00 til eigin þarfa. Var , siðan fundur settur og samþylcti stjórnin að fela löggiltum end- urskoðanda að gera upp reikn- ingana, en jafnframt voru teknir allir lyklar að skrifstofu og gevmslu félagsins af þeim Marteini og Einari. Á þessum sama fundi gekk stjórnin í gegnum reikninga fé- lagsins og komst að þeirri nið- urstöðu, að vanta myndi í sjóð að minsta kosti kr. 20.600.—. Skrifaði hún þeim Einari og Marteini hréf og krafðist greiðslu í síðasta lagi fyrir 27. þ. m. á-allri upphæðinni eins og liún kynni að revnast að fram farinni endurskoðun, og án þess að nokkuð yrði ákveðið um að Vilhelmína Hollandsdrottning sextíu ára Á morgun, laugardaginn 31. ágúst, verður Vilhelm- ina Hollandsdrotning 60 ára. Hún lifir nú landflótta í Bretlandi, og hefir verið bannað að halda upp á af- mæli drotningar í Hollandi sjálfu. En liún er elskuð og virt af þegnum sínum og munu þeir vafalaust reyna að gera sér einhvern daga- mun í þessu tilefni. Villielmína fæddist 31. ágúst 1880. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur 3. Hollandskonung- Ur og Emme af Waldeeck-Pyr- mont. Var Vilhjálmur tvíkvænt- ur og lést fyrri kona hans árið 1877, en árið 1879 gekk hann að eiga Emme. Vilhjálmur konungur lést ór- ið 1890 og tók ekkjudrotningin þá við stjórn ríkisins í nafni dóttur sinnar, en 31. ágúst 1898 varð Vilhelmína drotning, 18 ára að aldri. Fór krýning hennar fram í höfuðborginni, Amster- dam, 9. sept. sama ár. Hin unga og fríða drotning var eftirlætisgoð þjóðarinnar og munu fáir þjóðhöfðingjar hafa átt eins miklum- vinsældum að fagna meðal þegna sinna og Vil- helmína. Árið 1901 giftist hún Hendrik, prins af Mecklenburg- Schwerin og fæddist þeim dóttir, Júlíana, árið 1909. Hendrik lést árið 1934. Árið 1937 fór fram brúðkaup Júlíönu prinsessu og Bernhards prins af Lippe-Bisterfekl og eiga þau tvær dætur, Beatrice og Irene. Vilhelmína drotning hefir stjórnað ríki sínu með mikilli staðfestu og lipurð. Þegar heimsstyrjöldin hófst þ. 31. júli 1914, vofði mikil hætta yfir Hollandi. Þ. 29. úlí var lýst yfir þar allsherjar her- væðingu. Holland var ákveðið í þvi að verja hlutleysi landsins. Hinn 4. ágúst 1914 ruddust Þjóðverjar inn i Belgíu og voru nú Hollendingar hræddir um, að hlutleysi Hollands væri Iiætta búin. Á þessum tíma kom mik- ill fjöldi flóttamanna til JIol- lands, og varð ríkið að sjá rúm- lega 1 milj. flóttamanna far- borða. Fólkið átti við hin erfið- ustu kjör að búa, og aðflutning- ur á nauðsynjum var miklum erfiðleikum bundinn, og var sökt fyrir þeim fjölda skipa. Drotningin gerði alt, sem í hennar valdi stóð til að hlífa landinu fyrir hörmungum styrjaldarinnarj og þótt nægilegt tilefni væri þá til þess að segja Þjóðverjum stríð á hendur, var það ekki gert. Þess má geta, að þegar Vil- hjálmur Þýskalandskeisari flúði land sitt fékk liann vernd í Hollandi og, þegar stórveldin heimtuðu að, keisarinn yrði framseldur, neituðu Hollending- ar að verða við slíkum tilmæl- um. Eftir styrjöldina tóku Hol- lendingar á móti lugum þús- unda barna frá ^Þýskalandi, Austurríki, Belgíu og Norður- Frakklandi. 1 nóvember 1918 var gerð tilraun til algerðrar stjórnarbyltingar í IJollandi, en byltingartilraun þessi yar bæld niður með harðri hendi 17. nóv- ember 1918. Að þvi loknu var drotningunni boðið i heimsókn til hinna ýmsu héraða landsins, og var þessi för hennar um land- ið sannkölluð sigurför. —o— Eftir styrjöldina blómgaðist iðnaður og verslun landsins á mjög skömmum tíma. Kola- námum fjölgaði, en Holland mun nú vera eitt af stærstu kolavinslulöndum Evrópu. Þá rná geta hinna heimskunnu Philips-verksmiðja, sem árið 1930 munu hafa haft um 15.000 manns i þjónustu sinni. Enn- fremur má minna á konung- lega flugfélagið, sem haldið hef- ir uppi reglulegum flugferðum milli Hollands og Austur-Ind- lands. Þá var haldið áfram að þurka Zuider-Zee (Suðurhaf), sem nú hefir að mestu verið breytt í ræktað land, og er Zui- der-Zee nú ekki lengur til á landabréfinu, en að eins eftir stöðuvatn, sem lieitir Yselmeer (Yselvatn). Hollenski verslun- arflotinn er hlutfallslega stærsti verslunarfloti heimsins. 10. maí s. 1. ruddust Þjóðverj- ar fyrirvaralaust yfir landamæri Hollands, og leiddi það til þess, að Hollendingar sögðu Þjóð- verjum strið á hendur. Nokkuru áður hafði hollenska stjórnin stofnað fjármálaráðuneyti i Wasþington í Bandaríkjunum, til þess að tryggja að engin greiðslustöðvun þyrfti að verða í sambandi við greiðslur til hinna mörgu starfsmanna ríkis- ins í liollensku nýlendunum og víðar, og til þess að tryggja stjórn ríkisins ótti drotningin og stjórn hennar eigi annars úi’- kosta en að flýja til Englands, og láta málið þar með niður falla. Er hráðabii-gðaendurskoðun hafði farið fram kom i Ijós, að í sjóð vantaði að minsta kosti liðlega 21 þúsund krónur, svo sem getið var i upphafi. Þrátt fyrir frest þann, sem gefinn var og loforð um greiðslu frá liendi fonnanns, gat hann ekki greitt félagixxu nerna kr. 2.300.—, er hann greiddi í gær- kveldi, á stjórnai-fundi. Á þeim fundi lagði Sigurður Halldórs- son franx kæru á lxendur þeim Einari Björnssyni og Marteini Gíslasyni, er aði’ir stjói’ixarmeð- limir liöfðu allir undirritað. Jafnfx’amt hafði lögx’eglunni verið gert aðvart og lók hún þá Einar og Martein í sínax’ hend- xir, er Sigurður Halldórsson hafði tilkynt þeim livað til stóð. í dag mun sakadómari halda próf í nxáliixu, og er ekki annað um það að segja á þessu stigi. Sextugsafmæli á í dag Gróa Stefánsdóttir, Laugavegi 70 B. Ntamley verkfæri: NÝKOMIN í STÓRU DRVALI: Skrúfjárn, Hallamælar, Heflar allsk. Vinklar, Rissmót, Hamrar, margar teg. Borsveifar, Sleggjur — Smíðatangir, Járnsagir. DI»ston§ verkfæri: Sagir, margar teg., Járnsagir, Kjötsagir, Stingsagir, Þjalir, margt nýtt. Jámvörudeild JES ZIMSEN. er drotningin og stjórn hennar nú í London, og þaðan stjói’nar hún sínu mikla nýlenduriki, og hefir því engin stöðvun komist á hin víðtæku viðskifti liollensku nýlendnanna. Fólksfjöldi i Hol- landi mun vera h. u. b. 8V2 mil- jón, en í nýlendunum er fólks- fjöldinn um 60 milj., og er því ekki hér um neitt smáríki að ræða. —o—■ Margar skemtilegar smásögur eru sagðar af Vilhelmínu drotn- ingu. M. a. kom það fyrir eitt sinn, er hún var í fræðslutíma hjá enskri kenslukonu, að hún kunni eklti vel lexíu sína. Setti þá kenslukonan henni fyrir að teikna Evrópukort, og gerði lxún það. Síðan lagði hún kortið fyr- ir lcenslukonuna og voru þá Bretlandseyjar teiknaðar sem lítil eyja við strendur afar víð- áttumikils konungsi’íkis, Hol- lands. Ái’ið 1935 var Vilhelnxína drotning á ferð i Englandi og s taðnæmdist j árnbrau tarles tin við lítið þorp nálægt Lundúna- borg. Á brautai’stöðinni stóð í-oskin kona og beið di’otningar. Vilhelmína sté úr lestinni og kysti gömlu konuna, og geklc heim með henni til te-drykkju. Þetta var fyrverandi kenslu- kona di’otningar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.