Vísir - 30.08.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 30.08.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Diaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Simi: 1660 S Hnur 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 30. ágúst 1940. 199. tbl. Neðanmálsgreinin í dag. Ifyrsta. rólef^a iiéttin í London í WlKll RAUSNARLEG Gr«FO Aðalár&sirn-ar á íðnaö* arbopgÍFnar í nord- vesturhiuta landsins. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Lundúnabúar gátu sofið óáreittir í nótt í fyrsta skifti í heila viku. Merki var aldrei gefið um loftárásir, enda þótt tveim hvinsprengjum hafi verið varpað niður í einu úthverfi borgarinnar. Tjón varð ekkert, er heitið getur. í nokkrar minútur heyrðist skothríð loftvarnabyss- anna rétt fyrir miðnætti, en eftir það var alt kyrt og hljótt. Við og við var ljóskösturum brugðið upp, en annars haf ði varnarlið borgarinnar ekkert að gera. Eftir því sem næst verður komist, beindu Þjóðverjar nú aðal- árásum sínum á iðnaðarborgirnar í norðvesturhluta Englands. Þaðan síma fréttaritarar United Press, að fjölda stórra sprengja hafi verið varpað niður og líka mörgum ikveikju- sprengjum. Tjón varð þó lítið og manntjón einnig. Hollandsþing er sett með miklum, hátíðablæ, líkt og parla- mentið breska. Vilhelmina drotning ók jafnan til þinghúss- ins i förnum, gullnum vagni og sýnir myndin vagninn á leið til síðustu þingsetningarinnar fyrir innrásina. — Neðanmálsgreinín í dag fjallar um Vilhelminu drotningu, sem verður sextug á morgun. Flugvélatjónið. Níu þýskar flugvélar voru skotnar niður við Bretland i gær, og þrjár breskar. Framan af degi var f remur litið um lof t- bardaga við Bretland, en siðdeg- is gerðu Þjóðverjar tvær tilraun. ir til þess að senda flugvéla- sveitir inn yfir landið. Lenti í orustum við þær við strendur landsins, í nánd við og yfir Kentströndum um kl. 3 síðdegis, og síðar i nánd við Hastings. Flugvélafylkingunum var tvístr- að, en nokkrar flugvélar komust inn yfir land. Nýlendur Frakka í Mið- Afríku halda styrjöldinni gegn Þjóðverjum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. De Gaulle, leiðtogi hinna frjálsu Frakka, birti tilkynningu í gær, þess efnis, að allar nýlendur Frakka í Mið-Afríku, og Kam- erun, sem var áður þýsk nýlenda, og varð franskt verndarríki upp úr Heimsstyrjöldinni, hefði gengið í lið með hinum frjálsu Frökkum og Bretum og héldi áfram styrjöldinni gegn Þýska- Iandi og Italíu. De Gaulle tilkynti fyrr í yfirstartdandi viku, að nýlendan Tschad hefði gengið í lið með hinum frjálsu Frökkum, og boðaði þá, að fleiri mundu síðar koma. Hefir það ræst fyrr en menn varði. Lönd þau, sem við hafa bæst, eru þess: Gaboon, Franska Kongo, Ubangji Shari og Kamerun. Lönd þessi eru að flatarmáli samtals um 1xk milj. ferkm. og íbúatalan um 3% miljón. Það er Bretum og hinum frjálsu Frökkum vitanlega afar mikilvægt, að hafa fengið þenn- an mikla liðsauka, og getur hann haft hin viðtækustu áhr'if á allan gang styrjaldarinnar í Afríku. Itálir fá ný landamæri að verja og Bretar fá not flug- valla o. s. frv. í frönsku nýlend- unum. Ennfremur flotahöfn i Vestur-Afríku. Mikilvægast af öllu er þó, að þetta kann að leiða til þess, eins og De Gaulle kvaðst gera sér vonir um, i ræðu, sem hann flutti í gær- kveldi, að fleiri nýlendur Frakka myndi á eftir koma, og ef alt nýlenduveldi Frakka neit- aði að hlýða Petain-stjórninni og gengi í lið með De Gaulle og Brelum, er um svo stórkost- lega breýtingu að ræða, að hún hlýtur að hafa stórkostleg áhrif — til uppörfunar og hagnaðs margskonar fyrir Bandamenn, og til álitshnekkis og erfiðleika fyrir möndulríkin. De Gaulle hefir þegar skipað landstjóra í öllum framan- nefndum löndum. I útvarps- ræðu sinni í gærkveldi skýrði De Gaulle frá því, að ákvarðan- irnar hefði verið teknar af land- stjórum.og herforingjum í hlut- aðeigandi löndum. De Gaulle hefir skipað Catroux, fyrrv. landstjóra í Franska Indókína, aðalherforingja í þessum lönd- um. Hann hefir áður gengt her- foringjastörfum í Franska Indó- kína og hinum nálægu Austur- löndum og heí'ir reynslu inikla í þessum efnum. Árás á London í björtu. Nokkrar flugvélar Þjóðverja komust inn yfir úthverfi Lon- don, og sprengjum var varpað á staði í norðausturhluta landsins, Midlands, suðurhluta Wales og víðar. Aðallega vörpuðu þýsku flugmennirnir niður íkveikju- sprengjum, en einnig sprengi- kúlum á nokkra staði. Sumstað. ar urðu skemdir á húsum og verksmiðjum, en manntjón varð lítið, og víða komu ikveikjusprengjurnar niður á bersvæði og ollu litlu sem engu tjóni. Loftárás var gerð á Scillj'- eyjar og skotið af vélbyssum á fóíkið. Þjóðverjar ætla að brjóta niður þrek almennings. Sú skoðun hefir verið látin í ljós, að fyrir Þjóðverjum vaki nú aðallega að reyna að skjóta íbúum Bretlands skelk í bringu, með því að varpa niður hvin- sprengjum og ikveikjusprengj. um, því að flugvélar þeirra fljúga tiðast svo hátt, að tilvilj- un ræður hvar sprengjurnar koma niður. Einnig munu Þjóð- verjar farnir að hafa áhyggjur miklar, segir breskur flugmála- fræðingur, yfir hinu mikla flug- vélatapi sinu, en þó megi búast við, að þeir geri bráðlega stór- kostlegar árásartilraunir, en þangað til kunni þeir að beita sömu aðferðum og nú. Stórviðburður í hern- aðaraðsíöðunni. 1 London er því opinberlega yfir lýst, að með því að Franska Mið-Afríka og Kamerun hafi snúist til liðsinnis við de Gaulle og þar með gerst bandamenn Breta, hafi stórviðburður orðið í hernaðaraðstöðunni. Franska Mið-Afríka flutti um (54.6% af útflutningi sinum til Frakklands, Kamerun um 53.3%, miðað við árið 1937. — Innflutningur frá Frakklandi nam um 33% til Mið-Afríku og 13% til Kamerun. Mikið af framleiðsluvörum jjéssara nýlendna myndu koma „ALT ER MEST í AMERÍKU" er gamalt máltæki, sem oft reynist satt. Það á víst líka við um gjöf þá, sem hér birtist mynd af. Bílarnir á myndinni eru hluti af 260 bíla gjöf, sem afhent var bresku stjórninni fyrir nokkuru. Sumir bílanna eru sjúkrabílar, aðrir eru skurðstofur á hjólum og enn aðrir eru útbúnir öllum tækjum til að veita hjálp í viðlögum. — Þessa bíla á eingöngu að nota til þess að hjálpa óbreyttum borgurum. sér mjög vel fyrir möndulveld- in, t. d. kókoshnetur, pálmaolía og timbur. Loks mynda þessar nýlendur hagfræðilega heild með Tschad- nýlendunni og verða nýr liður í útilokun möndulveldanna frá Iieimsmarkaðinum . . ¦ssar hðtð lii- III Dllii Mestu þjóð- flufningar sögunnar. -o— 250.000 Spánverjar til Mexico. Einkaskeyti frá United Press Löndon í morgun. Frá Mexíkó City símar fréttaritari United Press, að hann hafi það eftir áreiðan- legum heimildum, að full- trúar Frakklands og Mexíkó hafi undirritað samkomulag um flutning spænskra flótta- manna frá Frakklandi. 1 Frakklandi eru um 250 þús. Spánverjar landflótta frá i styrjöldinni, og hafa búið þar við þröngan kost. Fyrirliðar þeirra komust flestir til Mexikó og hafa þeir reynt að útvega fólkinu landvist vestan hafs. Er nú svo komið, að Mexí^- kó hefir „opnað gættina" fyrir mikinn eða jafnvel mestan hluta þessa fólks. Mestum erfiðleikum munu þó flutningar á því valda. Menn telja, að þetta muni verða einhverjir hinir mestu þjóðflutningar i sög- unni. Prieto, fyrrum ráðherra, undirritaði samkomulagið fyrir hönd Frakka. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu T2, sími 2234. Næturver'Sir í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Opinber yfirlýsing hefir ver. ið gefin út um það í Moskva, að Soviet-stjórnin hafi sent harðorð mótmæli til stjórn- arinnar í Bukarest og ráðlagt henni að koma í veg fyrir allar ögranir við Rússa. Hefir legið við árekstrum á nýju landamærunum, en þó ekki komið til neinna blóðsúthell- inga. En slái í bardaga, þá beri Rúmenar ábyrgð á þvi og muni þeim réttara að hafa sig hæga, ef þeir vilji ekki f á slæma útréið. Sé sambúð þjóðanna að öllu leyti undir Rússum komin. Er þessi orðsending i sama anda og ummæli Molotovs um sambúð Finna og Rússa. Krúnuráðið rúmenska sat á fundi i alla nótt og ræddi um Transylvaniumálin og sam. komulag það um lausn þess, sem náðist i Vínarborg. i Samkvæmt óstaðfestum fregnum hafa Þjóðverjar krafist þess að f á svar skjótlega. Norskur selveið- ari kemur frá Grænlandi. Hingað kom nýlega norskt selveiðiskip, sem verið hef ir að veiðum í Norðurhöf um, við, Grænland og víðar. Skip þetta heitir „Veslekari" og er frá Vartdal við Álasund. Skipverjar munu vera 18 að tölu. Skipið f ór að heiman nokk- uru áður en innrásin var gerð i Noreg, og fór hingað síðan. Bretar settu hervörð um skip- ið þegar það kom hingað og f ékk enginn að fara um borð. Spreii i piiir- verksmiDju í liorO- iritiiiH. e EINKASKEYTI FRÁ U. P. - London í morgun. Fregnir hafa borist frá Svisslandi þess efnis, að sprenging hafi orðið í púður- verksmiðju í Bologna, og hafi 10 menn farlst og margir særst. Um orsök sprenging- arinnar er ekki kunnugt. Sprengingar í ítölskum vopnaverksmiðjum hafa ver- ið alltíðar að undanf örnu, og þykir ýmislegt benda til, að þar hafi verið skemdarverk I unnin. | Eitt ár liðið frá því að Þjóðverjar gerðu innrásina í Pólland. Einkaskeyti fra United Press. London í morgun. Nú er nærri liðið eitt ár frá því, er Þjóðverjar réðust inn i Pólland. Sikorski herforingi, forsætis- ráðherra Póllands, flutti út- varpsræðu i London i gærkveldi í tilefni af því, að ár er liðið (aðfaran. 1. sept.) frá því Þjóð- verjar réðust inn i Pólland. Sikorski ræddi ýmsa þá( at- burði, sem siðar hafa gerst, á- kvörðun pólsku stjórnarihnar að berjast með Bretum áfram. Sikorski lýsti yfir þeirri bjarg- föstu trú sinni, að Bretar og bandamenn þeirra myndi sigra i styrjöldinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.