Vísir - 21.09.1940, Síða 2
VISIR
%
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)..
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Nýi frílistinn.
M Eí) hinum nýja „frílista1'
er stigið allverulegt spor
að endanlegu afnámi innflutn-
ingshaftanna. Hér er þvi um
að ræða merkustu tíðindin,
sem gerst hafa i viðskiftamál-
unum árum saman. Það hafa
undanfarið staðið langvinnar
og harðar deilur um þessi mál.
Sjálfslæðisblöðin hafa aldrei
hvikað frá þeirri kröfu, að
höftunum yrði aflétt, eftir þvi
sem gjaldeyrisástæður leyfðu.
En það hefir verið tregðast við
þessu furðulega lengi. Hina síð-
ustu mánuði hefir því verið
haldið fram, að gjaldeyris-
ástaíðurnar réttlættu ekki leng-
ur á neinn liátt, að haldíð væri
í höftin, svo sexn gert liefir
verið. Gegn þessu hefir því
aftur verið hakiið fram, að það
væri sparnaður fyrir þjóðina,
að takmarka innflutninginn
sem mest. En eins og iðulega
hefir verið sýnt fram á liér i
blaðinu, er það ekki sparnað-
ur, heldur eyðsla, að fresta
kaupum á aðfluttum vöi’um,
þegar svo stendur á, að vei’ð-
hækkun er framundan á þeim.
Ef nægileg víðsýni iiefði ríkt í
þessum efnum, væri sú rýmk-
un innflutningsins, sem nú er
fyrir hendi, komin á fyrx'r
löngu og þjóðin þar með get-
að sætt hagfeldari kaupum en
nú er kostur á.
★
Undirbúningur þessa frílista
hefir staðið undanfarnar vik-
ur. Hefir ekki aðeins rikis-
stjórnin haft málið til með-
ferðar, heldur hefir einnig
ýmsum af leiðtogum sjálfstæð-
ismanna, bæði innan verslun-
arstéttarinnar og utan, gefist
kostur á að fylgjast með mál-
inu og gera um það tillögur.
Þessar tijlögdr hafa ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins borið fram
í ríkisstjórninnú, og liafa þær
að nokkru verið teknar til
gi’eina. Þó eru nokkrir vöru-
flokkar, sem ekki hefir fengist
fult samkomulag um og má
þar tilnefna ýmsar tegundir
vefnaðarvöru og búsáhalda.
Þessi frUisti er að forminu
til einskorðaður við Bretland.
En ef hægt er að fá að greiða
þær vörur, sem á frílistanum
eru i slerlingspundum — einn-
ig utan Bretlands, liggur fyrir
yfirlýsing um að slík vörukaup
séu einnig heimil, án þess að
til komi leyfi gjaldeyris- og
innf lu tni ngsn ef n d ar.
Þá er þvi einnig lýst yfir, að
ef gjaldeyrisástæður halda á-
fram að vera hagstæðar út á
við, verði innflutningshöftin
enn tekin til nýrrar athugunar
og þá fyrst og fremst gefinn
frjáls innflutningur á öllum
nauðsynjavörum frá Bretlandi
og þeim löndum öðrum, sem
hægt er að greiða í sterlings-
pundum, eða hverjum öðrum
gjaldeyri, sem við kynnum að
hafa aflögu. Þetta síðasta at-
riði er mjög mikilsvert, vegna
þess, að svo stendur á, að sumt
af þeim vörum, sem talið er
á frílistanum, er ekki fáanlegt
frá Bretlandi um þessar mund-
ir. —
*
Það er ástæða fyrir sjálf-
stæðismenn til að fagna því
spori, sem hér hefir verið stig-
ið. Það rnætti rifja upp ýrnis-
legt, sem farið hefir á milli í
umræðum um þessi mál. En
það er óþarft að svo stöddu.
Það er auðheyrt, að viðskifta-
málaráðhérrann er ofurlitið
feiminn við að bera fram þenn-
an frilista. En þótt lionum
finnist hann þurfa að tala í
hálfgerðum afsökunartón við
flokksmenn sína fyrir að hafa
stigið þetta spor, þarf hann
ekki að afsaka sig fyrir þjóð-
inni af þeim sökum, Hann þarf
ekki að hiðja afsökunar á því
að stíga sporið nú, heldur á
því, að hafa ekki stigið það fyr
en nú. Og vitanlega er ráð-
herrann á liálum ís, þegar liann
er að hæla sér af hinurn
ströngu innflutningshöftum
undanfarinna ára. Fyrir hragð-
ið verðum við að kaupa ýmis-
Iegt í dag fyrir krónu, sem
í gær hefði ekki kostað iiema 75
aura, eða minna.
En sem sagt. Það er ekki
ætlunin að fara að gera upp
neinar sakir i viðskiftamálun-
um. Fi’ílistinn er mikið spor i
rétta átt og merkasti viðburð-
urinn, sem gerst hefir í við-
skiftamálunum síðuslu árin.
Það þarf bara að halda áfram
á sömu brautinni.
fl. 68%
Kjötið í 1.
dýrara en í fyrra.
jötverðlagsnefnd hefir á-
kveðið hvernig á að flokka
kjöt í 4 flokka og jafnframt á-
kveðið verðlag á því. Heildsölu-
verð er svo sem hér segir:
1. Á I. verðfl. kr. 2.10 pr. kg.
2. Á II. verðfl. kr. 2,00 pr. kg.
3. Á III. vei’ðfl. kr. 1,85 pr. kg.
Á IV. verðflokk er ekki skráð
verð, enda er kjöt af honum
ekki verðjöfnunarskylt.
Heimilt er að veita alt að 2%
afslátt frá skráðu heildsöluverði
til fi’ystihúsa og verslana, sem
káupa minst 5000 kg. í eipu, og
gi-eiða við móttöku.
Ileimilt er að selja einstaka
lieila lcroppa í sláturtíð m,eð 5
aura fi’amfærslu pr. kg. frá
heildsöluverði.
Smásöluálagning á venjulega
bi’ytjað súpukjöt má mest vera
15%. Þó má smásöluvei’ð í
Reykjavik og Hafnarfirði vera
2,42 pr. kg.
Að öðru leyti leggur nefndin
rlka áherslu á það, að smásölu-
álagning á lxverjum stað sé ekki
liærri en nauðsyn krefur, og er
trúnaðarmönnum falið að líta
eflir því.
Verðjöfnunargjald er ákveð-
ið 10 aurar pr. kg. í 1.—3. vei’ð-
flokk, en fjórða flokks kjöt er
elcki verðjöfnunarskylt.
Verð á saltkjöti hefir verið
ákveðið sem hér segir:
1. Spaðsaltað kjöt af lxold-
góðum dilkum með kroppþunga
12 kg. eða meira, vænum al-
geldum ám, sauðum og vænu
vetui’gömlu fé, kr. 265,00 pr.
J30 kg. tunnu (165 kr. 1939).
2. Spaðkjöt af dilkum, með
ki’oppþunga undir 12 kg., enda
sé það útflutningshæft, kr.
255,00 pr. 130 kg. tunnu.
3. Á framleiðslustað er heim-
ilt að séljá 130 kg. tunnu 10
kr. lægra.
4. Kjöt í smæi’ri ílátum en
130 kg. tunnum, sé jafnliátt pr.
kg., en þó er þá heimilt að bæta
við heildsöluverðið þeim auka-
kostnaði sem leiðir af dýrari
umbúðum og hærra flutnings-
gjaldi.
Skólastúlkur
geta fengið húsnæði og fæði
á góðu heimili í Reykjavík,
rétt hjá kvennaskólanum. —
Uppl. í síma 2272.
53 ára starf í prentsmiðju og 50 ára
starf í leikhúsi eru samtals 1Ó3 ár,
segir Friðfinnur Guðjónsson á 70 ára afmæli sinu.
I dug á Friðfinnur Guðjónsson leikari sjötugsafmæli. Frið-
finnur er fyrir löngu landskunnur orðiiin fyrij' hina fráhæru
leikhæfileika sína og kýmnigáfu. Hann hefir um fimm iugi
ára skemt tugum þúsunda landsmanna með teiklist sinni,
svo að tárin Iiafa staðið í augunum á þeim af hlátri. Hann
hefir starfað yfir 50 ár að prentiðn og þar af hefir hann
unnið í 35 áir samfleytt í Gutenberg-prentsmiðju. En nú er
hann hættur störfum vegna aldurs, enda þótt hann sé enn
ungur í anda og vonandi mun hann um ókomin ár halda á-
fram með að vekja hlátnr okkar bæjarbúa í leikhúsinu. —
1 yær hafði tíðindamaður Vísis tal af honum og spurði hann
margs frá liðnum áirum.
„Hvernig finst yður að vera
sjötugur?“ spyrjum vér.
„Einkennilega gaman. Menn
eru ótrúlega góðir við svo gaml-
an mann. Á yngri árum minum
liélt eg að fólk væri aldi’ei gott
nenxa á meðan það væri ungt
og nýtrúlofað. En mér hefir
skeikað í þessu.“
„En finst yður þér ekki vera
orðnir geypi gamlir?"
„Gamlir! Eg verð ekki gam-
all á meðan lcjálkarnir hreyfast
lil að hlægja. Eg hefi altaf ver-
ið fílhrauslur og er það ennþá.
Sjúkdóma þekki eg ekki nema
af afspurn, að gigtarskrattanum
einum undanteknum. Mér þýð-
ir ekki að þræta fyrir það, að
hún hefir gerst, heimakomnari
hjá mér, en mér þykir góðu
hófi gegna. En lilegið get eg
ennþá, og á meðan er maður
ekki gamall, hvað sem kirkju-
bækurnar segja.“
„Eigum við ekki að skreppa
snöggvast aftur til fortíðarinn-
ar?“
„Eg hefi ekkerl um liana sér-
slakt að segja. Eg hefi skift
henni nokkurn veginn hróður-
lega á milli leturlcassans og
Ieiksviðsins.“
„Á hvorum staðnum kunnið
þér betur við yður?“
„Með allri virðingu fyrir
prentsvertu og þeirri miklu
menningu, sem lienni fylgir,
fanst mér livíld í því að faxa á
leiksviðið, þegar eg var búinn að
vin.ua allan daginn í prentsmiðj-
imni. Vinnudagur nrrinn var
þannig oft 15—16 klukkustund-
ir á dag — en annars er eg bú-
inn að vinna 53 ár i prentsmiðju
og 50 ár á Ieiksviðinu. Samtals
eru þetta eilt hundrað og þrjú
ár, og svo haldið þið hará upp
á sjötíu ára afmæli mitt. Þið
eruð skrítnir fuglar,' þessir
blaðamenn!“
„Þér eruð Noi’ðlendingur að
ætt?“
„Já, eg er fæddur í sama
dalnum og hann Jónas, þ. e. a.
s. ekki þessi frá Ilriflu, heldur
hinn, sem oi’kti vísur og kvæði.
Eg er fæddur í Öxnadal, á hæ
sem heitir Bakki. Hinsvegar ólst
eg upp hjá afa mínum og
ömmu, er hjuggu í Hátúni í
Hörgárdal."
„Hvað voruð þér lengi hjá
þeim ?“
„Til fimtán ára aldui’s. Þá
fluttist eg til foreldra minna aft-
ur, er þá voru komin til Akur-
eyrar, og úr því fór eg að nema
prentiðn.“
„Voruð þér lengi á Akur-
eyri ?"
„Til tvítugs aldurs. Svo fór eg
utan, sigldi til Kaupmannahafn-
ar og vann um tveggja ára skeið
í háskólaprentsmiðju J. H.
Schults. Þá var fátt íslenskra
iðnaðarmanna í Höfn og prent-
ara þekti eg ekki nema tvo. Það
voru þeir Þorvarður Þorvarðar-
son, síðar prentsmiðjustjóri í
Gutenberg og gamall maður,
Stefán Eyjólfsson hét hann.
Hann dó í Kaupmannahöfn."
„Var kaupið hátt?“
„Eg gæti trúað að sumir
myndu kvarta nú á dögum yfir
því kaupi. Við fengum 18 krón-
ur á viku, eða um 70 krónur á
inánuði. Núna dytti engum lif-
andi manni í liug að lifa út heil-
an mánuð f>TÍr slíkt kaup —
nema ef vera kynni austur á
Litla-Hrauni. Annars höfðum
við íslendingarnir aukatekjur í
prentsmiðjunni, sem Danir
fengu ekki.“
„Fyrir hvað voru þær?“
„Þær fengum við fyrir að
setja íslensk lagafrumvörp, sem
átti að leggja fyrir Alþiugi.
Þelta var hreinasta hebreska
fyrir danska setjara, svo að
við nutum þess þarna fjárhags-
lega, að vera íslendingar."
„Voru þetta miklar tekjur?"
„Það var hetra en eklcert. Við
fengum 15% ábæli þann tím-
ann, sem við seltum íslensk
lagafrumvörp, en því miður
voru aðrir tímar þá en nú. Núna
hefðum við sennilega orðið milj-
ónerar af að setja íslensk laga^
frumvörp með aukakaupi.“
„Fanst yður ekki gaman að
koma til Kaupmannahafnar í
fyrsta sinn?“
„Jú, það voru svo mikil um-
skifti að koma frá Akureyri til
Hafnar, að eg treysti mér ekki
til að lýsa því með orðum."
„Getið þér sagt mér eitthvað
af Ilafnarárum yðar?“
„Hvort eg get! Eg get sagt
yður sögur í heila viku af alls-
konar æfintýrum í Höfn. En eg
ætla að biðja yður að spyrja
mig einskis þaðan, því að eftir
tíu mínútur ætla prentarar að
fagna mér, sennilega með
lummum, hafragraut eða
rjómakökum og eg tími ómögu-
lega að missa af því, enda kvað
eg vera ákaflega ómissandi
persóna á þetta hóf í kvöld.
En svo eg gefi yður svolitla úr-
lausn, þá kyntist eg þarna
fjölda mætra íslendinga. Eg var
í ísTendingafélagi þeirra og það
hélt fundi sína í góðum húsa-
kynnum á St. Anneplads og þar
voru ágætir, fræðandi og skemt-
andi fyrirlestrar haldnir, bæði
af Dönum og Islendingum. Sér-
staklega minnist eg fyrirlestra
Scliandorfs prófessors. Af ein-
stökum íslendingum, sem þá
voru í Höfn, eru mér minnis-
stæðastir þeir Lárus og Þorleif-
ur Bjarnasynir, Jón Þorkelsson
forni, Tryggvi Gunnarsson,
bræðurnir Sigurður og Einar
| Kvaran, Öddur Gíslason og Ól-
afur Daviðsson. Þessir menn
voru margir liverjir upp á sitt
i besta og glæsimenni mestu.“
„Var ekki oft glatt á Iijalla
hjá ykkur?"
„Það var ekki laust við það.
Alt fult af fjörugum og glað-
lyndum stúdentum og ennþá
meira af skrítnum atvikum,
sem gerðust í sambandi við þá.
Eg minnist þess meðal annars,
er stúdent einn kom í vandræð-
um sínum lieim til Ólafs Dav-
íðssonar. Stúdentinn var-á leið
i veislu, en hafði í flýtinum
gleymt að taka með sér vasa-
klút og bað nú Ólaf að hjálpa
sér. Ólafur, sem var neftóhaks-
maður mikill, vildi gera það og
kemur með klút, sem einu sinni
hafði verið hvítur. En stúdent-
inum fanst hann ekki tilkippi-
legur til brúkunar við hátíðleg
tækifæri, þóttist hafa verið
gahbaður og þaut út úr dyrun-
um án þess að kveðja Ólaf. En
Ólafur stóð steinhissa eftir með
klútinn milli handanna og taut-'
aði við sjálfan sig: „Bölvaður
gikkurinn, að vilja ekki nýmul-
inn ldútinn."
„Lentuð þér ekki sjálfir í æf-
intýrum ?“
„Stundum gerði eg það nú og
stundum óverðskuldað. Við Odd-
ur Gíslason vorum mikhr mát-
ar, sumpart vegna þess, að mér
þóttu Iundabaggarnir lostætir,
sem hann fékk frá Lokinhömr-
um, en eg held þó meira vegna
þess, að við áttum skap saman
og að vel féll á með okkur. Eitt
kvöld sem oftar vorum við seint
á ferli eftir götum Kaupmanna-
hafnar. Þá snýr lögregluþjónn
sér alt í einu að okkur og ber
það upp á okkur, að við liöfum
verið að syngja og að hávaði
allur sé bannaður að næturlagi.
Við þrættum, því það hafði vist
hvorugur okkar reynt á sinni
æfi, að reka upp nokkurt bofs,
sem tákna mætti söng. Þetta
kostaði okkur ferð á lögreglu-
stöðina og ýtarlega yfirheyrslu
þar. En þegar við buðumst til
að leiða vitni að því, að við
hefðum aldrei sungið á æfinni,
gætum ekki náð neinu lagi og.
hefðum enga söngrödd, lyktaði
yfirheyrslunni með almennum
hlátri, og þannig hefir flestum
erfiðleikum mínum lyktað —
lyktað með gleðskap og hlátri.
—- En nú þarf eg að flýta mér,
grauturinn fer víst að kólna.“
„Eitt augnablik! Segið þér
mér fyrst ofurlítið af störfum
yðar hér heima.“
„Eg prentaði og prentaði og
stofnaði þess á milli prentsmiðj-
ur. Eg stofnaði eina á Seyðis-
firði, svo kallaða Austraprent-
smiðju, aðra stofnaði eg á ísa-
firði, til að gefa út blað nokk-
urt sem „Grettir“ hét. Það var
á þeim tíma, þegar Skúlamálið
var í mestum hamförum og ís-
firðingar hötuðust eins og tvær
óvinaþjóðir í heimsstyrjöld. —
Loks stofnaði eg Gutenberg og
þar liefi eg unnið í 35 ár sam-
fleytt. Samkvæmt kirkjubókun-
um er eg orðinn elliær og elcki
hæfur til ívinnu lengur, enda
jlótt eg sjálfur sprikli af fjöri
og finni mig aldrei liafa verið
jafn vel upplagðan til vinnu
sem nú.“
„Áður en eg sleppi yður fyrir
fult og alt, verðið þér að segja
mér ofurlítið frá aðal-aukastarfi
yðar: leiklistinni."
„Bara að þér hafið þá ekki af
mér allar kræsingarnar. Þó að
prentarar séu bestu menn, eru
þeir samt vísir til að éta þær
allar sjálfir, ef eg kem ekki til
að hindra þá í þvi. En hvað leik-
Iistina snertir, þá liafði eg yndi
af henni frá þvi er eg var strák-
ur. Fyrst og fremst las eg með
brennandi áhuga þann fábreytta
leikritákost, sem þá var til á ís-
lensku, en í þann mund var
líka til félag á Akureyri, sem
Gleðileikfélag nefndist, og það
hélt árlega uppi leilcstarfsemi.
Þar sá eg hvernig að þessir fínu
leikarar töluðu og hreyfðu sig
og eg var sannfærður um, að
þeir gerðu þetta af óviðjafnan-
legri list.“
„Hvenær komuð þér sjálfur
fram á leilcsviðið í fyrsta sinn?“
„Það var á Akureyri þegar eg
stóð á tvítugu. Þá lék eg smá-
hlutverk i „Helga magra“. En
eg lék þar ekki nema i þetta
eina skifti."
„Hvaða tilfinningar gripu yð-
ur í fyrsta sinn á leiksviðinu?"
„Blessaðir verið þér. Eg titr-
aði og skalf eins og puntstrá
fyrir vindi og kökkurinn stóð i
hálsinum á mér áður en eg lcom
fram á leiksviðið. En þetta
hvarf smám saman og eg reyndi
að gera mig mannalegan. Þegar
svo leiksýningin var um garð
gengin, fanst mér eg hafa sigr-
að hálfan heiminn."
„Hvenær lékuð þér næst?“
„Þegar eg kom að utan. Eg
byrjaði að leika í smáleikjum,
sem leiknir voru hér á stúku-
skemtunum, en svo var eg einn-
ig meðal stofnenda Leikfélags
Reykjavikur og hefi leikið ávalt
með því eftir það.“
„Hvernig voru leikiskilyrðin
hér i gamla daga?“
„Eg held að okkur liafi þótt
þau ákaflega góð í þá daga, en
þau eru samt orðin miklu
betri nú — og nú er enginn á-
nægður með þau. í gamla daga
stóð einn rauðkyntur kolaofn á
leiksviðinu. En samt var okkur
stundum svo kalt, að við vorum
kappklædd og með vetlinga á