Vísir - 03.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 03.10.1940, Blaðsíða 2
y VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN YÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Dýrtíðin. TÓNASí JÓNSSYNI hefir sjald- * an tekist eins vel að sýna hina „mildu hönd“ í allri sinni dýrð og þegar frumvarpið um dýr- tíðaruppbótverslunarmannavar tii Iokaafgreiðslu í þinginu í fyrra. Allar aðrar launastéttir höfðu fengið rétt sinn til upp- bótar og trygðar, jafnt verka- menn sem opinberir starfs- menn. Verslunarmenn höfðu látið sér til hugar koma, að eitt skyldi yfir alla ganga í þesum efnum. Að þeirra tilhlutun bar Thor Tliors fram frumvarpið um dýtíðaruppbótina. Málið liafði gengið gegnum þrjár um- ræður í neðri deild og tvær í efri deild. Það var að- eins ein umræða eftir til þess að það gæti orðið að lögum. Jónas Jónsson var fyrir sitt leyti viss um að málið mundi ganga fram. Þessvegna greip hann til þess ráðs, sem lengi mun minst í þingsögunni. Þinglausnir stóðu fyrir dyrum. Neðri deild hafði loldð störfum. Þetta var síðasti fundur efri deildar. Af- giæiðsla málsins liafði dregist svo, að afbrigða þurfti frá þing- sköpum, til þess að það kæm- ist á dagskrá, vegna þess, að of skamt var liðið frá síðustu um- ræðu. Til þess að afbrigði séu leyfð þarf % liluta greiddra at- kvæða. Fimtán þingmenn voru staddir á fundi deildaririnar. Af þeim greiddu 8 atkvæði með afbrigðum, 4 sátu lijá, en 3 þing- menn með Jónas Jónsson í broddi fylkingar neituðu af- brigðunum. Þetta var nóg til þess að rnálið dagaði uppi. Jón- as Jónsson liafði komið í veg fyrir, að verslunarmenn fengju rétt sinn trygðan með lögum á sama hátt og aðrar launastéttir þjóðfélagsins. Svona sýndi þessi mikli prédikari liinna „friðsam- legu úrlausna“ hug sinn í garð einnar fjölmennustu Iaunastétt- arinnar við þinglokin 1940. Síðan þetta gerðist Iiafa allar nauðsynjar hækkað. Einkum hafa þó innlendar vörur stór- hækkað. Það er Jónasi Jónssyni að þakkalausu, að verslunar- menn hafa fengið nokkra upp- bót til þess að standast hina auknu dýrtíð. Hann vildi að laun þeirra stæðu í stað, sam- tímis þvi, að tekjur allra ann- ara launastétta hækkuðu. Nú er svo komið, að verðlag- ið á innlendu vörunum er orð- ið aðalumræðuefni manna á meðal. Enginn flokkur hefir- hælt sér jafn mikið af setningu gengislaganna og Framsóknar- flokkurinn. Með stuðningi þeirr- ar löggjafar var svo ákveðið, að verðlag á kjöti og mjólk skyldi hækka í ákveðnu hlutfalli við kaúpgjaldið. Þegar gengislögun- um var breytt, voru ákvæðin að því er snerti kjöt og mjólk tek- in út úr Iögunum. Síðan hefir verðlagið á þessum vörum verið ákveðið meira en helmingi hærra en dýrtíðaruppbótinni nemur. Er nokkur furða, þótt haft sé orð á þessu? Er nokkur furða þótt mönnum þyki þetta stinga nokkuð í stúf við þá stefnu, að eitt skyldi yfir alla ganga? öll blöð bæjarins hafa að undan- förnu gert þessi mál að um- ræðuéfni og öll hafa þau, að undanteknum Tímanum, áfelst það óskaplega misræmi, sem orðið er milli kauplagsins og verðlagsins. En Táminn neitar að ræða þessi mál með nokkrum rök- um, í stað þess ræðst hann með skömmum og brigsli á hvern þann, sem gerist svo djarfur að hafa orð á því, að honum þyki verðlagið á innlendu vörunum hafa stigið fram úr hófi. Það er engu hkara en að Tíminn haldi að hann geti hrætt menn frá því að láta uppi skoðanir sínar í þessu efni. Með hinni geysilegu liækkun á innlendu afurðunum er verið að gefa dýrtíðinni lausan taum. Verkamenn og aðrir launþegar krefjast aukinnar uppbótar á laun sín, sem erfitt verður að standa gegn. Síðan hækka af- urðirnar enn á ný. Þá er svika- myllan komin í fullan gang. Þegar þar að kemur getur verið erfitt fyrir þá, sem tóku stifluna úr fyrir dýrtíðarflóð- inu, að standa fyrir máli sínu. a llátíð ¥estnr- Íslcndingíi að tiíiinli. |7 ftirfarandi fregn var birt í kanadiska tímaritinu „Canada’s Weekly“ þ. 6. sept- ember síðastliðinn: „Þúsundir gesta frá Banda- rikjunum og Kanada tóku þátt i árshátíð Islendinga, sem lialdin var 5. ág. í Gimli Parlc i Winnip. Fjallkonuna lék frú Lilja Ey- lands, kona sira V. J. Eylands við Fyrstu Lúthersku kirkjuna, en „Miss Canada“ var Maria S. Jonsson fná Winnipeg. Hr. Sveinn Pálmason stjórnaði hátíðahöldunum. Meðal skemti- atriða var söngur islenska karla- kórsins, er söng íslensk alþýðu- lög. Skúli Johnson aðstoðarpró- fessor, sem er fæddur á íslandi, hefir verið settur prófessor og forseti klassisku háskóladeild- arinnar. Þá stöðu Iiafði áður Dr. F. W. Clark, sem nú er látinn“. Elliheimilið Grund 10 ára. Þann 28. sept. 1930 var EIli- heimilið við Hringbraut tekið í notkun, en áður hafði elliheim- ilið húsnæði á Grund við Kapla- skjólsveg. Reyndist það fljót- lega of lítið, og þess vegna var hið myndarlega heimili, mest fyrir milligöngu Sigurbjarnar Á. Gíslasonar, reist. Kostaði byggingin samtals um 680.000 kr., en bærinn gaf lóðina. Árlega dvelja um 140 manns á Élliheimilinu, en á Grundar- heimilinu gátu aðeins 24 manns verið í einu, með því þó, að margir væru í hverri stofu. Reykjavíkurbær annast geiðslu fyrir 87 gamalmenni á heimilinu, 17 greiða fyrir sig sjálfir, aðstandendur fyrir 21, en lxreppar eða bæjarfélög utan Reykjavíkur greiða fyrir 10. Ríkisstyrks naut Ellilieimilið til 1934 og aftur nú í ár, en úr bæjarsjóði hefir það árlega fengið 8000 kr. styrk. Auk þess hafa Elliheimilinu borist gjafir frá einstökum mönnum og sumar þeirra allveglegar, eins og t. d. gjöf Halldórs Þorláks- sonar frá Möðruvöllum í Kjós. Forstjórar Elliheimilisins hafa verið þeir Haraldur Sig- urðsson til 1934 og Gísla Sigur- björnsson síðan. Næturlæknir. Sveinn Pétursson, Garðastræti 34, sími x6u. Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. b clagf: Bjarni Jónsson framkvæmdafstjóri. Þeir, sem sjá Bjarna Jónsson á Galtafelli og vila ekki aldur hans, munu eiga bágt með að trúa því, að hann sé orðinn sex- tugur maður. Hitt mundi þykja líldegra, að hann væri innan við fimtugt. Svo unglegur er hann, snar í hreyfingum og kvikur í spori, fullur af geislanda fjöri og áhuga. En svona er það nú samt. Hann er sextugur í dag, fæddur að Gallafelli í Hruna- mannahreppi 3. október 1880, en þar bjuggu þá og lengi siðan foreldrar hans, Jón Bjarnason (d. 1908) Og Gróa Einarsdóttir (d. 1921J. Voru þau Galtafells- hjón orðlögð fyrir snyrtilegan búskap, góðleik og gestrisni. — Bjarni vandist öllum venju- legum sveitastörfum á unglings- árunum og stóð mjög fyrir búi forpldra sinna síðustu árin, sem hann var heima, því að faðir hans var þá bilaður orðinn að heilsu. — Þótti sveinninn snemma liðtækur til verka, á- hugasamur um margt og svo hagur, að sýnt þótti, að hann mundi efni í ágætan smið. Gerði við alt, sem lagfæra þurfti á heimilinu, en smíðaði sumt af nýju. Fór svo mikið orð af liag- leik hans, að þegar á fermingar- aldri var sókst eftir honum til smíða á öðrum bæjum. Fékst jafnvel við útskurð í tómstund- um sínum, en ekki mun það fitl lxafa þótt liorfa til nytsemd- ar. En enga hafði hann tilsögn- ina og sannaðist hér sem oftar, að „náttúran er náminu ríkari“. Skömmu %rir aldamótin (1897) hóf hann trésmíðanám hjá Kristni Jónssyni (síðar vagna- smið), en áð því námi loknu riaut hann ágætrar tilsagnar i útskurði hjá Stefáni hinum odd- haga Eiríkssyni. Árið 1903 héldu þeir Árnes- ingarnir, Bjarni Jónsson og Kol- beinn heitinn Þorsteinsson, til Danmerkur þeirra erinda, að læra húsgagnasmíð og útskurð til fullnustu. Komust þeir brátt undir liandleiðslu ágætra smiða og listfengra í liúsgagnavinnu- stofu Chr. Kjær, er þá þótti einna fullkomnust vinnustofa í Kaupmannahöfn í öllu því, er að húsgagnasmíði laut. Voru þeir félagar lítt að heiman bún- ir, en kaup nemanda Iágt á þeirri tíð. Vildi þvi oft verða þröngt í búi, en þeir létu það ekki á sig fá. Þóttust góðir, ef þeir gátu leyft sér það óhóf og eyðslu um helgar, að sitja i veitingahúsi yfir mjólkurglasi. Dvaldist þeim oft furðanlega við mjólkursop- ann, voru hinir ánægðustu og nutu þess, sem um hönd var haft til skemtunar, einkum hljóðfæraslátlar. Eftir þriggja ára nám og starf i Kaupmannahöfn hélt Bjarni Jónsson heim aftur (1906), gerðist þegar í stað meðeigandi í húsgagnafirmanu Jóii Hall- dórsson & Co. og slarfaði þar árum saman. Stundum mun hafa borið við á þeim árum, að félagið tæki að sér verk utan bæjar. Meðal annars smíðaði það Stóra-Núpskirlcju (1908) og stóð Bjarni fyrir verkinu. En áður en hann sigldi liafði liann unnið að smið Hrepphólakirkju með meistara sínum (Kr.J.). Og sitt hvað fleira mun hann hafa slarfað að smíðum austur þar í átthögunum, en ekki kann eg nánara frá því að greina. Bjarni Jónsson þótti ágætur smiður, vandvirkur svo sem best verður á kosið, hugkvæmd- arsamur, smekkvís og listfeng- ur. Hefir hann smíðað og skorið út ýmsa forkunnar-fagra gripi, sem bera hugkvæmd hans og listgáfu fagurt vitni. Og enn þykir honum gaman að grípa til smíðanna og verður tíðgengið í skemtilega vinnustofu, sem hann hefir komið sér upp á heimili sínu, Galtafelli við Laufásveg. —o— Kvikmyndasýningar hófust hér á landi árið 1906. Þá tók „Gainla Bió“ til starfa og verður sú stofnun því hálf-fertug að ári. „Nýja Bíó“ hóf starfsemi sína sex árum síðar — 29. júní 1912. Fyrirtækið var hlutafélag og framkvæmdarstjóri þess fyrstu tvö árin Pétur heitinn Brynjólfsson, ljósmyridari. Sýn- ingar fóru fram á „Hótel Is- land“. Húsakynni voru þröpg og óhentug. En ekki var þá völ á hagkvæmara liúsakosti. Bjarni Jónsson var ráðinn fram- kvæmdarstjóri kvikmynda- hússins í marsmánuði 1914 og fór þá brátt utan, ásamt Sveini Björnssýni, síðar sendilierra, einum af stofnöndum og stjórn- öndum fyrirtækisjns, til þess að kynna sér rekstur kvikmynda- húsa. Dvöldust þeir félagar lengst af i Kaupmannahöfn og varð för þeirra að miklu gagni fyrir starfsemina hér. — Árið 1916 keypti Bjarni Jónsson „Nýja Bíó“ af lilutafélaginu og rak það einn til 1920. En þá seldi hann Guðmundi Jenssyni, frænda sínum, helming hluta- bréfanna og hafa þeir rekið kvikmyndahúsið i félagi nú um tuttugu ára skeið. Þegar „Nýja Bíó“ tók til starfa og fyrstu ár þess, var all- ur sýningar útbúnaður harla frumbýlingslegur og ófullkom- inn, eiris og að líkum lætur, þvi að rekstur kvikmyndaliúsa mátti þá enn heita i bernsku. Til dæmis má geta þess, að þá varð að snúa sýningarvélinni með handafli. Yar það örðugt verk, og ærið vandasamt að stilla svo í hóf, að liraðinn yrði livorki of né van. Bæri eittlivað verulega út af, gat sýningin far- ið i handaskolum, orðið mis- hröð, rykkjótt og óboðleg. Bjarna Jónssyni var ljóst, að ekki mætti við svo búið standa, og lét það vera eitt hið fyrsta verk sitt í þágu fyrirtækisins, að útvega sérstaka vél (mótor), er knúið gæti sýningarvélina. — Árið 1920 fluttist „Nýja Bió“ í liin veglegu húsakynni sín við Austurstræti (og Lækjargötu). Var mjög til byggingarinnar vandað. Húsið var rúmt ár i smíðum og fór byggingarkostn- aður stórkostlega fram úr áætl- un. Hafði verið gert ráð fyrir, að húsið fæiá ekki fram úr 150 þús- und lvgónum, en kostnaðurinn varð 360 þúsund! Sem dæmi þess, hversu gífurlega bygging- arefni hækkaði í verði um þess- ar mundir, má nefna það, að þegar áætlun yar gerð kostaði steinlims-tunnan 15 krónur, en áður liúsið væri fullgert, var liún kornin upp í 55 krónur. Annað byggingarefni liækkaði og mjög í verði. Kom því þarna á bak eiganda 210 þúsund kr. skulda-baggi, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir, er bygging lxússins var ákveðin og hafin. En húsið varð hið pi’ýðilegasta að öllu og alt fór vel. Bjarni Jónsson hefir alla tíð gert sér far Um, að hafa góðar kvikmyndir á boðstólum. Vit- anlega hefir verið örðugt að koma í veg fyrir, að lélegar myndir slæddist með stöku sinnum. En honum liefir ávalt þóft fyrir því, að verða að sýna fánýtar myndir. Honuin er ljóst, að kvikmýndir eiga að vera menningartæki. Hefir og löngum vex’ið að þvi stefnt af báðum kvikmyndahúsunum hér, að sýna mestmegnis og helst einvörðungu myndir, sem boðlegar þykja í þeim kvik- myndahúsum erlendum, sem talin eru einna vöndust að virðingu sinni og vandfýsnust um myndaval. — Margvíslegat’ endurbætur hafa oi’ðið á kvik- myndasýningum hin síðari ár- in, því að sýningartæki verða æ fullkomnari o. s. frv. Hafa kvik- myndahúsin hér í bæ ekki horft í neinn kostnað til þess, að gera sýningarnar sem bestar og full- komnastar. —o— Bjarni Jónsson er átthaga- rækinn maður og ann bernsku- stöðvum sínum fölskvalaust. Galtafellsland er honum heilög jörð. Þar bjuggu foreldrar hans langa ævi, börðust hinni góðu baráttu, undu við sitt „í sæld og nauð“. Þar leit hann sjálfur ljósið fyrsta sinn og þar sleit hann barns-skónum í hópi glaðra og góðra systkina. Hann keýpti jörðina, svo að hún gengi ekki úr ættinni, og hefir sýnt henni mikinn sóma: Húsað hana af mikilli rausn og prýði, gert stórkostlegar jarðabætur, stækkað tún og sléttað, marg- faldað töðufenginn. Galtafell er vafalaust meðal allra fegurstu og skemtilegustu bújarða hinna fögru Hreppa, og þar verður æ betra og búsældarlegi’a, þess lengrá sem líður og ræktunar- starfsemin eykst. — Sé Bjarni Jónsson um það spurður, hversu mörgum tugum þúsunda hann liafi varið til umbóta á jörðinni, víkur liann spurningunni hjá sér, en lætur þess getið, að hann sjái ekki eftir þeim krónum. —o— Bjarni Jónsson er mikill at- hafnamaðui’, örlyndur og stór- huga, kann ekki við seinagang- inn, unii’ sér ekki nema því að eins, að hann liafi alt af eitt- hvað fyrir stafni, all af nóg að gera. IJann er hinn mesti liöfð- ingi í lund, hverjum mamw vin- sælli, „lieima glaður og við gesti reifur“, örlátur og lijálpfús, fullúr samúðar með þeim, sem undii’ verða eða utanveltu í stríði lífsins. Mun og ekki lattur góðvei’kamia af hinni ágætu konu sinni, því að frú Sesselja er þannig af guði gerð, að liún mundi helst kjósa, að geta allva böl bætl og mega leggja líknar- liendur yfir hvern hrjáðan smælingja. Bjarna Jónssyni hefir farnast vel i lífinu og er það mjög að verðleikum. Hann er góður drengur, opinskár og falslaus, ungur í anda, hlýr og ástúðleg- ur, hefir auðnast að varðveita barnið í sál sinni. Og nú er hann sextugur, þessi ungi maður! „Tíinans breiða móða líður — líður“. Páll Steingrímsson. Aðalfundur Ármanns. Jens Guöbjörnsson, formaöur í 14, sinn./ Aðalfundur glímufélagsíns Ái-manns var haldinn i Varðar- húsinu í fyrrakvöld, var liann mjög fjölsóttur og fór piýðilega frarn. Stjqrnin gaf ítarlega árs- skýrslu um liina stórmiklu og fjölbreyltu starfsemi félagsins. Ármenningar liafa nú um það bil lokið við smíði bátaskýlis- ins i Skerjafii’ði er bygt hefir verið i sjálfboðaVinnu. Hafa i’æðarar félagsins er mest hafa lagt í þá vinnu, unnið félagi sínu og róðraríþróttinni ómetanlegt gagn. Á árinu var stofnaður „íþróttavallarsjóður“ félagsins, með samskotum félagsmanna, er sá sjóður nú um 1000.00 kr. I stjórn félagsins voru lcosnir: Jens Guðbjöi’nsson form., nú í 14. sinni, en alls hefir liann ver- ið löjsinnum kosinn í stjórn fé- lagsins, meðstjórnendur voi’u kosnir: Ólafur Þorsteinsson, Sigríður Arnlaugsdóttii’, Loftur Helgason, Jóhann Jóliannesson, Guðm. Ófeigsson og Sigurður Norðdahl i stað Þórarins Magn- ússonar, sem baðst eindregið undan endui’kosningu. Hefir Þórarinn stax’fað í stjórn Ár- manns um 18 ára skeið og það með ágæturn. Þakkaði form., Jens Guðbjörnsson, honum hans prýðilegg. stax-f í þágu fé- lagsins. I vhrastjórn voru lcosn- ir: Baldur Möllei’, Margrét Ól- adóttir, Guðm. -Sigurjónsson, Sigurgeir Ársælsson og Ásgeir Jónsson. Endurskoðendur: Konx’áð Gíslason og Stefán G. Bjöi’nsson. Formaður skíðaskál- ans var kosinn Ólafur Þorsteins- son og forinaður róðrardeildar: Skarpliéðinn Jóhannsson. Mikill áhugi í’íkti á fundinum fyi’ir velgengni félagsins og kom þar skýrt í Ijós að félagið mun á vetri komandi starfa með enn meiri fjölbreytni og áhuga en fyrr í hinum ágætu liúsa- kynnum liins fullkomnasta íþróttaliúss landsins, íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonai’. Þar æfðu yfir 500 manns á vegum félags- ins á liðnum vetrí. Vetrarstarf- semi félagsins hófst í gær og verða kennarar félagsins allir þeir sömu og í fyrra. Upplýsing- ar viðvikjandi starfsemi félags- ins geta menn fengið í ski’if- stofu þess í íþróttahúsinu, sími 3356, sem er opin á hvei’ju kvöldi og verður Ögmúndur Guðmundsson stúdent þar for- stöðumaður sem að undan- förnu. Gr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.