Vísir - 07.10.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 07.10.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlauc sson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Sími: 1660 5 línur 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 7. október 1940. 231. tbl. Þjóðverjar senda herlið til Rúmeníu HeFliðið er sent til þess að vernda oliulindir Rúmena gegn skemd- arverkatilraunuim. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Samkvæmt áreiðanlegustu heimildum í Búkarest eru Þjóðverjar að flytja allmikið lið til Rúm- eniu. Fjórar eða fimm járnbrautarlestir eru komnar þangað með vélahersveitir, fluglið o. s. frv. Talið er, að hér sé samtals um eitt herf ylki að ræða og búist er við, að meira lið kunni að koma á eftir. Lið þetta hefir verið að koma til Rúmeniu seinasta sólar- hringinn. Herliðið hefir bækistöðvar sem stendur ná- lægt olíulindunum milli Ploesti og Gurgionhafnar við Dóná. Að því er United Press hefir fregnað er von á tæp- lega einu herfylki til næsta sólarhring eða um það bil 15.000 hermönnum. Hersveit úr hinu þýska liði er komin til höfuðborg- arinnar og hefir samband við rúmensku herstjórnina sem hefir fyrirskipað að tæma skuli rúmenska her- mannaskála handa hinu þýska liði. Þá hefir frést, að þýska stjórnin sé staðráðin í að senda herlið eftir þörfum til Rúmeniu, og fari það eftir þeim skýrslum, sem hún f ær símleiðis frá Bukarest, hversu mikið lið verður sent til viðbótar. Fullyrt er, að markmiðið með liðssendingunni, sé að vernda olíulindir Rúmeniu, en komist hafi upp um til- raunir — að því er Þjóðverjar segja, — til þess að fremja þar skemdarverk, og eru breskir menn í Rúm- eniu slíkum sökum bornir. Erþví litið svo á, að liðs- sending Þjóðverja til Rúmeniu sé bejn afleiðing þess, að breskir menn í Rúmeniu hafa verið handteknir og sakaðir um að hafa áformað skemdarverkastarfsemi. Það eru allmargir Bretar, sem handteknir hafa verið í Rúm- eníu að undanförnu, eða réttara sagt brottnumdir og því næst hafðir í haldi, því að í breskum fregnum er fullyrt, að menn þessir, haf i verið numdir á brott, sumir að minsta kosti. Var hér m. a. um að ræða starfsmenn olíufélaga, en eins og kurinugt er hafa Bretar lagt mikið fé til olíuframleiðslu í Rúmeníu. Sumir hinna bresku manna voru brottnumdir þannig, að óeinkennis- klæddir piltar þustu að þeim, er þeir voru á götum úti og áttu sér einskis ills von, og höfðu þá á brott með sér. Spurðist svo ekki til þeirra í bili, þar til loks fékst viðurkenning á að þeir væri hafðir í haldi. Fregnir um þetta hafa verið ógreinilegar, en í breskum fregnum er fullyrt, að sumir hinna handteknu manna hafi sætt misþyrmingu, og aðrir orðið fyrir hnjaski. Handtökur þessar hafa leitt til þess, að orðsendingar hafa farið milli bresku stjórnarinnar og rúmensku stjórnarinnar. Mótmælti breska stjórnin handtökunum harðlega. Svar rúm- ensku stjórnarinnar er sagt hafa verið á þá leið, að mennirnir hefði ekki sætt illri meðferð og fengi mál þeirra í öllu löglega meðferð. En Bretar segjast hafa sannanir fyrir því, að svo sé ekki, og saka þeir rúmensk yfirvöld um, að hafa í þessu máli farið í öllu að vilja Þjóðverja. Hafi þeir fyrirskipað, en rúm- ensk yfirvöld ekki þorað annað en hlýða. — I þá átt virðist stefna í Rúmeniu, að járnvarðliðið eflist að áhrifum. — Antonescu herforingi, sem nú er forsætísráðherra, er ekki járn- varðliðsmaður, eri hlyntur því, er nú að sögn að ganga í lið þetta, og hefir hann ávarpað 100.000 járnvarðliðsmenn í Bukarest, og var þá klæddur einkennisbúningi þeirra. InndðnaMar sváfu vel í nótt sem leið. JEngar aðvaranir- frá l»ví seint í gærkveldi Þar til i birtingu. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. í fyrsta skifti frá því'7. sept. gátu miljónir Lundúnabúa sof- ið í friði i nótt sem leið. I gæv- kveldi voru gefin merki um lof t- iárásir, en nokkurum minútum síðar var tilkynt, að hættan væri liðhi hjá. Ný aðvörunav- merki voru svo ekki gefin fyrr en i birtingu í morgun. Fólk hafðist því ekki við í lof tvarna- byrgjum síðastliðna nótt. Það er talið, að veðurskilyrði Iiafi hindrað flugvélar óvinanna i að halda áfrarrí loftárásum, ekki aðeins á London, heldur og á aðra "staði í Bretlándi, því að cngar fregnir hafa horist um lofténasir í nót-t enn sem komið er (kl. 7 í morgun). Stormur var í liótt i Brelkmdt og flugskilyrði sjærn. EINKASKEYTI FRÁ U. P. — London í morgun. Samkvæmt fregn sem borist hefir frá Vichy, að- setursborg fronsku stjóm- arinnar, hef ir því verið neit- að opinberlega, að nokkur fótur sé fyrir því, að Þjóð- verjar og Italir hafi krafist þess, að Frakkar segði Bret- um stríð á hendur. Það hefir v&rið mikið um það rætt að undanförnu i erlendum hlöðum, hvort til þess mundi koma, að Frakkar segði Bretum stríð á hendur, að kröfu Þjóð- verja. Orðrómur í þessa átt komst á kreik eftir Dakar-árás- ina og jafnvel fyrr, og jókst all- mjög, er franskar flugvélar gerðu árás á Gibraltar um það leyti. Þá voru birtar fregirir um það, að Þjóðverjar áform- uðu að skifta Svisslandi, og fengi Þýskaland einn hlutann, Italir annan og Frakkland þann þriðj-a. Kom þá fram sú tilgáta, að Frakkar ætti að fá sinn part fyrir að ganga i lið með Þjóð- verjum og ítölum gegn Bretum. Nú hefir fregn þessari, sem að framan segir, verið hnekt, með opinberri tilkynningu frönsku stjórnarinnar. Hollusta Tyrkja. Úp grein í Times. London, i morgun. Blaðið Times í London hefir birt grein, þar sem Tyrkir eru lofaðir mikið fyrir hollustu þeirra og staðfestu. Segir grein- arhöfundurinn, að engin þeirra þjóða, sem komist hafa hjá þátttöku í stríðinu, hafi verið eins ákveðin og hugrökk og og Tyrkir. Fréttaritari Times i Ankara ræðir þessi mál nokkuð og segir hann, að tyrknesku stjórninni hafi veist mjög erfitt að fylgja þeirri stefnu, sem hún var stað- ráðin í að fylgja, því að reynt var með ýmsu móti að fá hana til þess að hvika frá henni, en þáð tókst ekki. Það hefir og hakað Tyrkjum ferfiðleika, að ekki hefir ávalt legið ljóst fyrir hver ,stefna Bússa væri, en Tyrkir eiga mikið undir þvi, að góð sambúð haldist við þennan volduga nágranna. Þá bakaði það Tyrkjum eins og Bretum mikla erfiðleika, að Frakkar gáfust upp. Tyrkir eiga mikilla hagsmuna að gæla í Sýrlandi, sem er franskt verndarríki, og eins og kunnugt er hafa ítalir og Þjóðverjar reynt að treysta aðstöðu sína í Sýrlandi, eftir að SJ3TI FTRIR 80.00Ö M-ÆSÍtB Þrátt fyrir striðið halda Þjóðverjar áfram þeim bygg- ingum, sem þeir voru byrjað- ir á, þegar styi'jöldin hófst. Héfl er mynd af líkani af sam- komuhúsi nasistaflokksins, sem reisa á í Niirnherg. Það verður hið stærsta i heimi, þvi að það á að-rúma 80 þús. manns i sæti. Stærð hússins verður 475x623 fet, en hæsti hluti þess verður 223 fet yfir jörðu. Alt verður húsið hygt úr granít. Teikningar gerði húsameistari að nafni próf. Ludvig Ruff. Frakkar gáfust upp. Verða þvi Tyrkir og Bretar að gefa nánar gætur að því, sem fram fer í Sýrlandi. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika hafa Tyrkir aldrei í neinu hvikað frá hollustu sinni við Breta og aldrei sýnt það í neinu, að þeir hafi mist trúna á, að Bre'tar sigruðu í styrjöldinni, þÓtt seint yrði og um síðir. Tyrkriesku blöðin og almenn- ingur í Tyrklandi hafa látið i ljós gremju yfir undirróðurs- starfsemi nasista, og hafa verið gerðar víðtækar ráðstafajiir til þess að hnekkja henni, enda hefir hún ekki komið að tilætl- uðum notum. Hin ákveðna afstaða Tyrkja er bygð á þeim grundvelli, sem Kemal Ataturk lagði, til þess að tryggja framtíð Tyrklands. Hún er framhald af viðreisnarstarfi hans árin eftir styrjöldina, segir greinarhöfitndurinh i Times. •-- Tilraunir Þjóðverja til þess að nota Tyrkland sem „millistöð" á leið sinni til Vestur-Asíu^iafá mistekist. Þá víkur greinarhöfundurinn að þvi, að Mússólini hafi ekki þóst þurfa að leyna því, hvað hann ætlaði sér fyrir. Hann ætlaði að gera víðtækar kröfur 4 hendur Tyrkjum, þegar Þjóð- vérjar væri búnir að sigra Bret- land, sem átti að verða fyrir haustið. Þess vegna fóru ítalir. í stríðið. Mússólini var viss um, að Þjóðverjar mundu sigra Breta. Svo ætlaði hann að taka til við Tyrki, en þeir vissu hvað hann ætlaði sér fyrir, og sann- færingin um það styrkti Tyrki i þeirri trú, að þeim væri holl- ast að halda tiygð við Breta. I Balkanskagamálunum fylgja Tyrkir sömu stefnu og Bretar og Rússar, og eins og þeir vilja þeir ekki, að Þjóðverjar og ltalir fai áhrifaaðstöðu i Asíu. Ágreiningur um staik inn, en ekki starfann. Stúlkan laug sögunni. Fyrir nokkru birtu öll dag- blöð bæjarins þá fregn, samkv. upplýsingum lögreglunnar, að breskur hermaður hefði beitt stúlku eina hér í bænum nauð- ung, en upplýsingar þessar lét Iögreglan í té samkvæmt fyrstu prófum málsins og framburði stúlkunnar. % Við framhaldsrannsókn hefir alt annað komið á daginn, er ætlað var í upphafi, með því að talið er fyllilega upplýst, að stúlka þessi hafi haft allmikil mök við bresku hermennina, og þá marga. I því tilfelli, sem að ofan ræðir, mun hafa komið upp ágreiningur milli stúlkunn- ar og hermannsins, með því að hún vildi vikja af almannafæri, þótt annað yrði ofan á. Hefir stúlkan viðurkent að hafa logið upp sögu sinni i upphafi, og er Rússar eru þegar farnir að láta i ljós gremju yfir afstöðu Þjóð- verja að þvi er snertir siglinga- mál á Dóná, en þar vilja þeir ölhi ráða. Aðstaða Tj'rkja er góð hern- aðarlega og þeir eru meira hern- aðarveldi en ætla mætti eftir íhúatölunni. Tyrkland er öflugt virki, sem Þjóðverjar yrði að vinna, áður þehn tækist að sækja fram til Asíulanda. Bandalag Tyrkja við Grikki er hið mikilvægasta, ög hefir orðið Grikkjum mikill stuðn- ingur að láta ekki hótai|ir Itala á sig fá. En svo er nú komið, að allar þjóðir við Miðjarðarhaf og víðar hafa fengið aukna trú á sigri Bretlands vegna hinnar vasklegu varnar breska flug- hersins heima fyrir og sóknar hans á meginlandinu. Tyrknesku bíöðin óttast ekki Þriveldahandalagið, og þau gera i-áð fyrir, að árangurinn verði allur annar en til var ætlast, þ. e. að aðstaða Breta eflist i Aust- ur-Asíu, og að afstaða Rússa sem styðja Kinverja muni koma greinilega í ljós. — Enginn Breti hefir efast um hollustu Tyrkja segir grein- arhöfundur að lokum, og það er alt af að koma skýrara í Ijós, a'S Tyrkir hafa tekið rétta stefnu. hún læpast talin með fullri skynsemi. Þegar slik mál, sem hér um ræðir, koma upp, væri að sjálf- sögðu æskilegast, að ekkert væri um þau birt fyr en að rannsókn lokinni. Það er ekki annað en það, sem vænta má, að það úr- kast, sem gengur kaiapum og sölum, grípi einnig til ósann- sögli til þess að forða sér úr klípunni, þótt smán þess verði hvað mest, er sannleikurinn upplýsist. Vesturbær sigraði Austurbæ. í gær tefldu Austur- og Vest- urbær, eins og undanfarin haust. Var margra kappa vant, sérsiaklega frá Austurbænum, enda lauk kepninni með sigri Ve.vturbæjar með SV^ vinning gegn 4y2. Hinum einstöku skákum, lauk þannig, og eru Vesturbæingar taldir á undan: Baldur Möller 1 — Eggert Gilfer 0, Brynjólfur Stefánsson V2 — Magnús G. Jónsson y%, Sturla Pétursson 1 — Guðm. Ágústsson 0, Hafsteinn Gislason 1 — Sæm. Ólafsson 0, Áki Pét- ursson 1 — Hermann Jónsson 0, Pétur Guðmundsson 0 '— Sig- urður Gissurarson 1, Magnús Jónasson 0 — Kristján Sylverí- usson 1, Guðm. Jónsson 1 — Aðalsteinn Halldórsson 0, Óli Valdimarsson 0 — Víglundur Möller 1, Láru's Johnsen 0 — Maris Guðmundsson 1. Umferðarslys. í fyrrakvöld vildi þa'Ö slys til, að þriggja ára'.gamalt barn hljóp fyrir hermannabíl á Laufásvegin- um, féll á götuna og fékk heila- hristing. Lúðrasveit Reykjavíkur f ór í gær suður á Elliheimili i og lék þar mörg lög undir forystú Al- berts Klahn. Haf'Si gamla fólkið hina mestu skemtun af leik LúSra- sveitarinnar og kann henni bestu -þakkir fyrir komuna og sk'emtun- ina. Nœturlæknir. Eyþór Gunnarsson, Laugaveg 98, sími 2111. Næturverðir í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.