Vísir - 12.10.1940, Side 1

Vísir - 12.10.1940, Side 1
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S línur Afgreiðsla 236. tbl. Horfurnar á Balkan slce 1111 le§*ri eii áður. Rússar gera ráðstafan- ir olíulindum sinum til verndar. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Horfurnar á Balkanskaga eru enn ískyggilegri en áður. Það er nú búist við, að stjórnmálasam- bandinu verði slitið milli Bretlands og Rúm- eníu. Þjóðverjar herða stöðugt hin hernaðarlegu tök sín á Rúmeníu, og í Tyrklandi og Grikklandi eru menn við hverju búnir, sem að höndum ber, og munu Tyrkir og Grikkir verða trúir Bretum. Afstaða Rússa er ó- vissari, en þar sem þeir eiga mikilla hagsmuna að gæta á Balkan og í Asíu, er talið, að þeir muni síður en svo fagna neinni þýskri „útþenslu“ í þær áttir. Olíuþörf flugflotans þýska er mikið rædd í sambandi við áform Þjóðverja og það er talið mjög athyglisvert, að rúss- neska útvarpið í gær skýrði ítarlega frá loftvarnaráð- stöfunum þeim, sem gerðar hafa verið olíulindunum í Baku til verndar. Margt fleira hefir gerst, sem varðar þessi mál. Breski sendi- herrann í Bukarest, sem ræddi í gær við Antonescu forsætisráð- herra Rúmeníu, lýsti yfir því að viðtalinu loknu, að stórhætta væri á ferðum að því er sambúð Breta og Rúmena snertir. Um- mælin eru skilin á þá leið, að svo horfi, að stjórnmálasamband- inu verði slitið, einkanlega þar sem sendiherrann ráðlagði öll- um breskum þegnum í Rúmeníu að hverfa þegar úr landi. Breska stjórnin hefir kyrrsett allar f járeignir Rúmena í Bret- landi. — Roosevelf íorseti: London í morgun. Roosevelt forseti sagði í gær, er hann hafði skoðað stálverk- smiðjur í Ohio og Pennsylvan- ia, að hvaða stórveldi sem væri mundi hugsa sig um tvisvar, áð- ur en það réðist á Bandaríkin, en þótt Bandaríkin væri mikils máttar, þyrfti þau að víghúast sem mest, þvi mest öryggi væri í að vera svo sterkur fyrir, að enginn freistaði árásar. Bandaríkjamenn liafa ákveð- ið að senda hermálasérfræðing til sendisveitar sinnar i Kairo og sérfræðinganefnd verður send til London, til þess að kynna sér loftvarnir Breta. Ávarp til Reykvíkinga frá stjórn Skátafélags Reykjavíkur. Góðar fregnir frá Hollensku Austur- Asíu. London i morgun. Bandarikjablöð og útvarp slcýra frá því, að Bandaríkja- stjórn liafi fengið góðar fregnir frá hollensku Austur-Asíu — þar sé mikill hugur i mönnum, að verja sig gegn hverskonar innrásartilraurium, og baráttu- kjarkur íbúanna í besta lagi. Hátlvirtu samborgarar. Næstkomandi sunnudag, 13. þ. m., muriu skátar í Reykja- vik heimsækja livert einasta lidmili í borginni með merki, sem þér eruð beðin að kaupa, til að styrkja hið holla og far- sæla skátastarf. Gagnsemi skátastarfsins fyr- ir þjóðarheildina er löngu við- urkend af öllum hugsaridi ís- lendingum. Og fórnfýsi skát- anna, hjálpfýsi þeirra og vilji til að vinna fyrir þjóðfélag og ein- staklinga kemur jafnan glögt í ljós við hvert tækifæri og nauð- syn alþjóðar. En til þess að félagsslíf og uppeldisstörf skátanna geti not- ið sín, þarf húsnæði, hita, ýms áhöld o. m.. f 1., sem alt kostar peninga. Þessa peninga vantar skát- ana, því öll störf sin fyrir þjóð- félagið vinna }>eir með öllu end- endurgjaldslaust. Þess vegna heitum vér nú á alla Reykvíkinga að kaupa merki skátanna. Sýnið þeim ekki tómlæti. Yður niunár ekki um 50 aura hvert, en kornið fyllir mælirinn í sjóði skátanna, ef sem flestir leggja fram sinn skerf. Ef þér eruð í vafa um hver störf skátarnir vinna fyrir yð- ur og þjóðarlieildina getum vér nefnt Iiér fyrir yður fáein dæmi af fjölmörgum. Þegar landfarsóttir hafa lagt fjölda heimila í rúmið i einu, hafa skátarnir skift sér á bjarg- arlausu lieimilin, unnið heimil- isstörfin og hjúkrað þeim sjúku. Um mörg ár hefir sveit skáta gefið hlóð sitt til bjargar sjúku og dauðvona fólki. Brottflutningur barna haíinn frá Berlin. Til marks um það liversu mikill árangur hefir orðið af árásum breskra sprengjuflug- véla :ij borgir Þýslcalands, m. a. Berlín, er það, að Þjóðverjar eru farnir að grípa til ýmiskon- ar ráðstafana vegna loftárás- anna. M. a. hefir hrottflutning- ur barna verið fyrirskipaður i Berlín^g er farið að flytja börn þaðan til Austur-Prússlands og Austurrikis. Kenslukonur eru i fylgd með börnunum. InnrásinJ^England. Loftárásum á Bretland linnir ekki og Bretar herða stöðugt sóknina á hernaðarstöðvar Þjóðverja á v meginlandinu. í stuttorðri tilkynningu, sem birt var í morgun í London, seg- ir að þrátt fyrir þoku og slæm flugákilyrði hafi breskar sprengju- flugvélar gert árásir á margar hernaðarstöðvar óvinanna á meg- inlandinu, m. a. á Ermarsundshafnirnar. — í fyrri nótt voru gerðar viðtækari árásir á meginlandsstöðvar óvinanna en nokk- ui*u sinni, aðallega olíustöðvar, svo sem í Leauna, Hamborg, Hanau, Hannover, Köln, Gelsenkirchen og víðar. — Þjóðverjar og Bretar skiftust á skotum af hinum lang^lrægu fallbyssum sínum yfir Doversund í gær og breskar sprengjuflugvélar vörp- uðu sprengjum á fallbyssustæði Þjóðverja á Gris Nez höfða. — Sprengikúlan gat ekki sprungið. Aðvörunarskot til íslensks togara. Fyrir nokk.uru söífðu sum blöðin frá því, að sprengi- kula hefði hlaupið úr fallbyssu, sem setuliðið hefir á Kjalarnesi. Hefði hún komið niður í túninu á Þara- völlum i Innri-Akraneshreppi, sprungið þar og legið við að mannt jón hlytist af. 150 þýskar sprengjuflugvélar voru á sveimi yfir Bukarest í gær og olíulindasvæðinu við Dóná. Þá voru bdrtar' fregnir um það í gær, í ameriska blaðinu New York Times, að fjórir þýskir kafbátar væri nú á Svai’tahafi, og hefði bækistöð í Rúmeníu. Fregnin var frá fréttaritara blaðsins i Belgrad. Herflutningunum til Rúmeniu er haldið áfram, og þýskur stormsveitar-lierforingi er kom- ínn til Galatz við Svartahaf, og heilt lierforingjaráð með lion- um. Margskonar skoðanir koma fram um markmið Þjóðverja. Sum hlöð halda því fram, að höfuðmarkmiðið sé að tryggja yfirráðin yfir olíulindunum i Rúmeniu, vegna þarfa flugliers- ins þýska, og hindra að Ung- verjar og Rúmenar fari i stríð, en samkomulagið milli þessara tveggja þjóða er nú svo slæmt, að þær liafa báðar sent kærur til Berhn. Má þar um segja, að klögumálin gangi á víxl, því hvorþjóðin um sig ber liina ótal sökum, flestar varðandi ofsókn- ir á hendur þjóðernisminnihlut- urii, skemdar og hryðjuverk o. s. frv. 1 öðrum blöðum er búist við árás á Grikkland og Tyrk- land, og eigi Italir að kljást við Grikki, en Þjóðverjar við Tyrki, og er markmiðið að ná olíulind- unum í Irak og Iran (Persíu). En bandamenn liafa mikið lið til varnar og Þjóðverjar eiga þarna langa leið að fara og yrði slík sókn þeim erfið að margra áliti. Áformaðri ferð griskra her- foringja til Berlín hefir verið frestað. í tyrknesku útvarpi í gær var sagt, að Þjóðverjar liugsuðu sér til hreyfings á Balkan og myndu ef til vill freista að vinna sigra, þar sem mótspyrna yrði minni en hjá Bretum, en brölt Þjóð- verja á Balkan stafaði af því, að Bretar hefði þegar unn- ið varnarstríðið og væri nú að herða sóknar-vopnin, og ætluðu Þjóðverjar nú að gera „úrslitatilraunina“ annarstaðar. En því er við bætt, að sókn á hendur Tyrkjum og lier banda- manna í löndunum við austur- enda Miðjarðarhafs kynni að verða Þjóðverjum dýrkeypt. jepsnif m að nð eigi ðiivriir inn að íara rólega London í morgun. Annar vindur virðist nú vera kominn í seglin hjá Japönum,. og verður Bandaríkjablöðum tíðrætt um. Blöðin i Japan leggja til dæmis áherslu á, að Matsuoka hafi sagt, að hann vonaði einlæglega, að vinsamleg samlnið Bandaríkjamanna og Japana héídist. Talsmaður jap- anska utanríkismálaráðuneytis- ins talaði við blaðamenn í gær- og var miklu hógværari en vanalega. Sagði hann, að nú væri þeir tímar, er ábyrgir stjórnmálamenn ætti að vera rólegir og atliuga málin í næði. / . * Flotaæfing í Yokoliama. Japanskeisari skoðaði 100 her- skip og 500 flotaflugvélar í Yokohamahöfn í gær. Forðum í Flosaporti var sýnd í fyrsta. sinn í gær í ,,á'standsútgáfii“. Fjöldi nýrra söngva og „lirandara" eru í þessari útgáfu. Húsið var troðíult í gær og skemtu áhorfendur sér vel. Það var opinberlega tilkynt í London í morgun, að fyrri helming sl. nætur hafi verið gerðar árásir á marga staði í London og víðar, en merki um að liættur væri hjá liðnar ýoru gefin fyrr en vanalega, og var alt tiltölulega rólegt síðari liluta nælur. Álta þýskar flugvélar voru skotnar niður í gær og 9 bresk- ar orustuflugvélar, en 6 flug- manna björguðust. Breskar sprengjuflugvélar hafa gert árásir á Ben Ghazi, Tobroukhöfn og fleiri hafnir ítala í Afríku. S.l. misseri hafa skátarnir j Iagt mikið á sig að læra slysa- j og hrunavarnir af flugárásum og hafa nú skipulagðar hjálpar- sveitir shr. Skátablaðið (júní- liefti s.l.). Þá liafa skátarnir aðstoðað Vetrarlijálpina á hverju ári af áhuga og dugnaði. Skátar hafa og safnað fyrir kirkjubyggingarsjóði Reykvík- inga. Þó er ef til vill þyngst á met- unum, að skgtastarfið og skáta- félagsslcapurinn hefir alið upp skátana sjálfa og á þann hátt skapað holt og giftudrjúgt lífs- viðhorf upprennandi og starf- andi æsku. Skátarnir hafa og stuðlað að þvi, að lceima þjóð- inni ást og trú á landið, með göngu og hjólferðum sínum um sveitir og óbygðir. Kjörorð skátans er „Viðbú- inn“. — Slíkt lcjörorð slcapar djarfa, bjartsýna og dugandi borgara, sem liafa ráð undir rifi hverju og vekja traust og kjark allra, sem þeir umgangast. Takið skátunum vel, þegar þeir hjóða yður merki sín. Þeim peningum verður eigi á glæ kastað, heldur sáð í akur, sem mun bera margfaldan, frjó- saman ávöxt. Með skátakveðju Skátafélag Reykjavíkur. Esja í enskri höfn. Vísir hefir fengið eftirfarandi tilkynningu til birtingar frá ut- anríksmálaráðuneytinu: Esja liggur nú í breskri eftir- litsliöfn. Óákveðið er livenær hún heldur áfram ferðinni til Reykjavíkur. Dæmdur í 5 ára bindindi. MORGUN var kveðinn upp dómur hjá sakadómara, sem er einsdæmi hér á landi. — Er hann samkvæmt hegningarlög- unum nýju. Maður að nafni Sigurður Sig- fússon hefir komist undir manna liendur alls 43 sinnum, þar af 8 sinnum fyrir þjófnað, eri liin skiftin fyrir fyllirí. Maður þessi var í morgun dæmdur i 2ja ára fangelsi, en þegar hann hefir afplánað þá refsingu, er honum hannað að neyta áfengis í fimm ár. Þá var hann og sviftur lcosningarrétti og kjörgengi lil almennra op- inherra starfa. Dönsk stjórnarnefnd — likt og sú tékkneska og pólska — hefir verið sett á laggirnar i Londop. Ætlar hún að ná sam- bandi við öll félög Dana í Bret- landi og U. S. A. Rannsókn liefir nú farið fram á þessu máli og er lokið. Voru hlaðamönnum gefnar upplýs- ingar um það í gær af fulltrú- um setuliðsstjórnarinnar. Málsatvik eru sem hér segir: íslenskur togari var á siglingu fyrir Hvalfirði. Fór hann ekki að settum reglum, svo að skoli var lileypt af fyrir framan liann, til merkis um að hann ætti að nema staðar. Lenti sprengjan í sjónum, en vegna þess hversu henni var skotið í lágan boga, fleytti lmn kerlingar og kastað- ist á land. Þar sem kúlan kom fyrst niður myndaði hún rauf nokkra í jörðina og grófst lolcs ofan í jarðveginn skamt frá. Ilún var síðan grafin upp af flokki breskra hermanna og ge/’ð ó- skaðleg. Sprengjan sprakk ekki, þeg- ar hún kom niður, því að hún var þannig úthúin, að luin gat það ekki, enda þótt hún yrði fyrir höggi. Hafði tæki það (fuse), sem kveikir í púðrinu í kúlunni, verið tekið úr henni, svo að um hættu af sprengingu átti ekki að geta verið að ræða. Merkjasaia skáta. Skátarnir hafa merkjasölu á morgun til styæktar starfsemi sinni, og þeir knýja elclti svo oft á náðardyr Reylcvíkinga, að ekki sé ástæða til að hjálpa þeim til framhaldandi statTs. Venjulega eru það slcátarnir, sem lijálpa Reykvíkingum, við mörg og margvisleg verkefni. Metum starf þeirra og þöklc- um þeirn drenglund og þjóð- holla starfsemi með þvi að kaupa merki þeirra á götunum á morgun. Fyrbekkingafélag. Eyrbekkingar búsettir hér í bæn- um hafa ákveÖið aÖ stofna með sér félag og verÖur' stofnfundurinn haldinn í VarÖarhúsinu á mánu- dagskvöldiÖ kl. 8)4. Er þess vænst, að sem allra flestir Eyrbekkingar mæti á fundinum. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritiÖ „Loginn helgi“, eftir W. Somerset Maughaín ann- að kvöld. Frumsýning var siðastl. miðvikudag fyrir fullu húsi og féklc leikurinn hinar bestu viðtökur. Stórfenglega hlutaveltu heklur Knattspyrnufélag Reykja- víkuf á morgun kl. 3)4 síðd. í Varð- arhúsinu. Er þar margt af ágætum dráttum, svo sem: Matarforði, saumavél, ágæt tegund, öll verlc Davíðs Stefánssonar í skinnbandi, mikið af peningum (500 lcrónUr), farseðill á Skíðavikuna á ísafirði, farseðill til Akureyrar; mikið af kolum og öðru eldsneyti, allskonar nauðsynjavörur, vefnaðarvara, m. m. — Munu bæjarbúar áreiðanlega fjölmenna á þessa ágætti hlutaveltu og er vissara að koma tímanlega. Hjúskapur. Gefin veða saman í hjónaband laugard. 11. þ. m. ungfrú Ásdís Vidalín og Lárus Ingimarsson, Jónssonar skólastjóra. — Heimili þeira verður á LIáteigsveg 13. t

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.