Vísir - 12.10.1940, Page 2
V ISIR
veltan stóreykst. Hér hefir það
orðið svo, að ofan á aukið fjár-
niagn, sem stafar af hækkuðu
verði útflutningsvaranna, bæt-
ast þær „duldu“ fjárliæðir, sem
koma inn í landið með breska
herliðinu. Dansinn í kringum
gullkálfinn er nú í algleymingi.
Manni detta i liug sögur af gull-
greftrl. Þegar sagan barst um
gullfund streymdi múgur
manns þangað, sem gullsins var
von, og liver hrifsaði til sin það,
sem hann gat.
Það er deginum ljósara, að
verðmæti peninganná er nú ú
hverfanda hveli. Raunar virðist
svo sem reynslan frá síðustu
styrjöld iiefði ált að kenna okk-
ur, að fara hægar. En við erum
nú á sama hála ísnum og á
„veltiárunum“ kringum 1920.
Seðlaveltan eykst um miljónir
á skömmum tíma og verðgildi
peninganna bríðfellur.
Margir munu spyrja, bvort
stjórnarvöld landsins hafi gert
sér fyllilega ljóst, hvernig snú-
ast beri við þeim mörgu við-
fangsefnum, sem nú blasa við
í fjármálalífi þjóðarinnar. Hafa
stjórnarvöldin gert sér það
ljóst, að ])að er ekki óendanlega
liægt að hækka vöruverð og
kaup? Og ef svo er, að þeim er
ljóst, að stöðva verður svilca-
myllu þá, sem nú *er komin á
„fulla ferð“, hvenær ætla þau
að stöðva hana og með hvaða
ráðum?
Alþýðusambandið hvelur nú
opinberlega öll félög innan
sinna vébanda til að segja upp
kaupsamningum og töxtum.
Innlendir framleiðendur eru
éinnig hvattir til að liækka vöru
ur sínar og þeir hafa verðlag
þeirra i hendi sér. Má þvi búast
við ýmiskonar átökum í vinnu-
málunum, a. m. k. upp úr næsta
nýári. Glundroði sá, sem gerir
nú mjög vart við sig í atvinnu-
og fjárhagsmálum, mun sýni-
Iega fremur aukast en minka á
næslu mánuðum. '
Ef ríkisstjórnin ætlar sér að
hafa hönd í bagga með hverju
fram vindur í þessum málum,
verður hún að liraða aðgerðum
sínum, ef að gagni á að koma.
Sérstaklega má benda forsætis-
ráðherranum á, að það eitt næg-
ir elcki, að setja upp landsföður-
Iegan' svip og lofa þvi, að vel
skuli haldið á öllum málum og
engum, iþyngt á annars kostn-
að. Sikri stefnu verður að
fylgja í verki, það duga ekki
innantóm orð um jafnrétti og
vernd borgurunum til lianda.
Vegurinn lil vitis er lagður góð-
um áformum.
+
Yfirlýsing frá
sakadómara.
Sakadómarinn í Reykjavík
óskar, að gefnu tilefni, að dag-
blöðin birti eftirfarandi:
Aðfaranótt 19. f. m. var lög-
reglan kvödd á vettvang til
hjálpar stúlku, sem ætlað var,
að hermaður væri að nauðga á
almanna færi við gatnamót
Njarðargötu og Hringbrautar.
Enska herlögreglan handtók
hermanninn þegar, en rann-
sóknarlögreglan tók skýrslu af
stúlkunni, sem sakaði hermann-
inn um, að Iiafa gert tilraun til
að nauðga sér.
Var siðan hafin itarleg rann-
sókn á máli þessu bjá rann-
sóknarlögreglunni og fyrir
breskum berrétti, og voru auk
aðila málsins yfirheyrð vitni,
sem séð höfðu og fylgst með
viðskiftum stúlkunnar og her-
mannins að meira eða minna
leyti. Rannsókninni er lokið
með þeirri niðurstöðu, að um
nauðgun eða tilraun til nauðg-
unar hafi ekki verið að ræða.
Nkýrsla vcgaiiiáliiitjóra:
Sjötug
verður á sunnudaginn Jóhanna
Sigríður Guðmundsdóttir, Traðar-
kotssundi 3.
Meira fé varið til vega-
bóta en dæmi eru til áður.
Umferð einkum í bænum og ná-
grenni hefir margfaldast.
Tíðindamaður Vísis fór í gær á fund Geirs Zoega vegamála-
stjóra og fékk hjá honum eftirfarandi upplýsingar um vega-
gerðir í sumar:
Brúarsmíði.
„Það hefir ekki verið smíðað
mikið af brúm í sumar vegna
erfiðleika á efniskaupum'. Þær
liafa verið látnar sitja á bakan-
um eftir því sem unt var, enda
ekki veittar nema 30 þús. kr. til
brúargerða í fjárlögum þessa
árs. Nýjar brýr iiafa verið bygð-
ar yfir Seljalandsá undir Eyja-
fjöllum og yfir Hólsá austan
við Jökulsá á Sólheimasandi.
Annars hefir meiri áhersla ver-
ið lögð á að endurbyggja brýr
og gera við brýr sem nauðsyn-
lega þurftu umbóta við. Endur-
bygð var úr járnbentri steypu
gamla Tunguárbrúin. Brú yfir
Steinslæk í Holtum, ein af
fyrstu steinbrúm landsins, var
orðin of veik og þess vegna
nauðsyn að styrkja liana og
breikka.
Það sama má segja um
‘Gljúfrárbrú í Borgarfirði. Hún
var ein fyrsta steinbrú þessa
lands og þurfti nauðsynlega um-
bóta við. Var það upphaflega i
ráði, að taka af krókinn og
leggja brúna beint yfir gljúfrið,
en vegna ástandsins í sumar var
ekki hægt að gera það og sú um-
bót verður að bíða betri líma.
Hinsvegar var viðgerð á brúnjii
orðin svo aðkallandi, áð hún gat
ekki beðið lengur. Þess vegna
var það ráð tekið að styrkja
hana og breikka eins og Steins-
lækjarbrúna.
Vegabætur í grend við bæinn.
í sumar var mest áhersla lögð
á endurbætur þjóðveganna og
þá ekki síst í nágrenni Reykja-
víkur, enda hefir uinferð á veg-
unum sem Iiggja til bæjarins
margfáldast og eiga hinar
breyttu aðstæður sem hernám-
ið hafði í för með sér sök á því.
í sumar hefir vegurinn inn að
Elliðaám verið malbikaður, og
sömuleiðis hefir Hafnarfjarðar-
vegurinn verið malliikaður að
miklu leyti. Þeirri vegargerð
varð þó elcki lokið fyrir þá sök,
hvað ákvörðun var tekin seint
um að leggja í það verk. Hefir
verið unnið af kappi í veginum
frá því um miðjan ágústmánuð
og verður þeirri vinnu væntan-
lega að fullu lokið á næsta
sumri. Var þetta mjög aðkall-
andi vegagerð vegna liinnar
óvenju miklu umferðar.
Það hefði verið æskilegast að
steypa slitlagið á ]>essa vegi í
nágrenni þæjarink, en í það var
ekki bægt að ráðast vegna dýr-
leika á efni.
Hellisheiðarvegur.
Ýmsar umbætur hafa verið
gerðar á veginum austur yfir
fjall. Sem stendur er verið að
gera upphleyptan veg yfir
Sandskeiðið, en það hefir ofl-
verið illur farartálmi á vetrum
vegna snjóa og krapa. Endur-
bætur voru gerðar á veginum
í Svínahrauni og verulegar um-
bætur í Kömbum, sem enn er
ekki lokið. Þar er verið að
breyta veginum þannig, að
teknar verða af flestar beygj-
urnar og vegurinn lagður í
tveim stórum sveigum upp alla
aðalbrekkuna. Þegar vegargerð-
inni er lokið, verður með þessu
móti mun minni bratti heldur
en í verstu brekkunni, sem, nú
er á veginum. í haust verður
aðeins lokið við nokkurn kafla
vegarins — liitt bíður til næsta
sumars.
I
Sogsvegur.
J Það er nú að mestu lokið við
; Sogsveginn um Þingvöll, þann-
ig að nýi vegurinn er bílfær alla
leið í Yellankötlu, vestanvert
við Þingvallavatn.
Á Þingvallaveginum hafa ver-
ið gerðar ýmsar umbætur, sem
aðallega hafa verið miðaðar við
það, að hann yrði sem oftast
fær vetrarmánuðina og komi
þannig að notum sem varaveg-
ur vetrarmánuðina milli Rvík-
ur og Suðurlandsundirlendisins.
1 fyrra reyndist Þingvalla-
vegurinn miklu oftar fær en
Ilellisheiðarvegur, og í þrjár
vikur samfleytt var farið eftir
Þingvallaveginum á meðan
Hellislieiðarvegurþin var með
öllu ófær. í vetur verður Þing-
vallavegurinn enn betur undir-
búinn og mun síður teppast eft-
ir þessar umbætur, sem gerðar
hafa verið í sumar.
Hringleiðin um Hellisheiði
upp með Sogi á Þingvöll og til
Reykjavíkur er samtals 146 km.
Það er gullfalleg leið og á vafa-
laust éftir að verða fjölfarin
ferðamannaleið í framtíðinni.
í
Vatnsskarðsvegur.
Úti um land hefir víða verið
unnið að nýbyggingum, en yf-
irleitt aðeins fyrir smáuppliæð-
ir á hverjum stað. Mest hefir
verið unnið á Vatnsskarði,
Öxnadal, Öxnadalsheiði, Siglu-
fjarðarskarði og Krísuvíkur-
vegi.
Næstu daga er ný leið að opn-
ast upp brekkuna hjá Bólstað-
arhlíð undir Vatnsskarði, en
hún hefir löngum verið illræmd
öllum vegfarendum vegna
bratta og erfiðra beygja. Nýja
leiðin er brattalítil og snjólétt
að auk. .
Nýi Vatnsskarðsvegurihn er
lagður nokkuð langt fyrir sunn-
an gamla veginn. Vegstæðið er
dágott og tiltölulega snjólétt.
Vegirnir munu koma saman á
miðju skarðinu.
öxnadalsvegur.
Á Öxnadal og Öxnadalsheiði
var í sumar — og verður einn-
ig næsta sumar — unnið, auk
fjárveitingar, fyrir lánsfé, er
fékst fyrir forgöngu Sig. Eggerz
sýslumanns og samkvæmt á-
skorun sýslunefnda norðan-
lands. Nam þetta lánsfé alt að
kr. 100.000.
Er nú vaknaður mikill áhugi
fyrir því, að hraða nýlagning-
um á Norðurlandsbraulinni
sem allra mest. Það er mjög
mikið nauðsynjamál, að fjár-
veiling fáist til að Ijúka þeim
vegarspollum, þar sem nú eru
bolóttar reiðgötur, slitróttar og
seinfarnar. Valda þær óþarfa
bensíneyðslu og sliti á bifreið-
um. .
r . I
Sigluf jar ðarskar ð.
Um Siglufjarðarskarð er al-
veg óvenjulega erfið vegagerð
og þar af leiðandi dýr. Hinsveg-
ar er það skiljanlegt, að kaup-
staður, sem telur 10—12 þús.
íbúa suma mánuði ársins, hafi
þörf fyrir að komast i vegasam-
band við nærliggjandi sveitir,
þaðan sem íbúarnir geti með
bægu móti fengið mjólk og aðr-
ar landbúnaðarafurðir. Vegur
yfir Siglufjarðarskarð hlýtur
því að vera Siglfirðingum og
eins ibúum nærliggjandi sveita
til mikils hagræðis — en vegar-
lagningin er hins vegar svo dýr,
að hún hlýtur að taka enn
nokkur ár.
Vegalagningar alment.
í suniar hafa komist i sam-
band við aðalvegakerfi landsins
bæði Raufarböfn og Breiðdals-
vík.
Vegavinna um alt land hefir
ekki farið varhluta af ótíðinni
í sumar. Hefir þetta valdið
auknu sliti á vegum, erfiðað
mjög vinnu, svo vinnuafköstin
hafa orðið minni, enda fleiri
vinnuteppudagar en dæmi eru
til áður. Ber verkstjóruin um
land alt saman um það, að lið-
arfarið i sumar Iiafi valdið ó-
venju erfiðleikum við vegar-
lagningarnar.
I ár liefii' verið lögð hærri
uppliæð til viðlialds og umbóta
þjóðvegunum, en nokkuru
sinni áður — eða samlals nokk-
uð á aðra miljón króna.
Fyrir næsta alþiugi verða
lagðar lillögur og áætlanir um
að fullgera aðalsamgönguleiðir
milli landsfjórðunga. Má vænla
þess, að Alþingi talci vel i það,
að veita fé til vegaframkyæmda
eins og reyndar hefir verið und-
anfarin ár, því það hefir verið
sameiginlegt áliugamál allra
stjórnmálaflokka, að vinna að
bættu vegakerfi, enda þótt
bæði flokka og einstaka þing-
menn liafi greint á um einstaka
vegakafla.“
Dansleik
heldur Mótánefnd Vals og Vík-
ings kl. 10 í kvöld i Oddfellow-
húsinu. Dansa'ð bæði uppi og niðri.
Vegna þess að húsnæði er takmark-
ar og knattspyrnumenn verða látn-
ir sitja fyrir um*aðgöngumiða, eru
þeir beðnir um að kaupa miða sína
fyrir kl. 7.
70 ára
er í dag frú Ólöf Einarsdóttir,
Hverfisgötu 71.
_ mm
vo
Sjálfstæðiskvennafélagið hefir fund í Oddfellowhús-
inu, niðri, mánudaginn 14. þ. mán. kl. 8V2 e. hád.
Hr. atvinnumálaráðherra' Ólafur Thors
talar á fundinum.
Konur f jölmennið og takið með yður gesti.
KAFFIDRYKKJA. STJÓRNIN.
S. T. R. R.
Dan§lelknr
■ kvwltl kl. ÍO.
Illjjóinsveit Iðnó.
Aðgöngumiðar meS venjulegu verSi seldir í
ISnó í dag frá kl. 6—10. — Eftir þann tíma
kosta þeir kr. 4.00.
ÖlvuSum mönnum bannaSur aðgangur.
Margur heldur að GILLETTE vörur hljóti að
vera dýrar vegna þess að þær eru frægar um
víða veröld. En þessu er eklci þannig varið. Og
GILLETTE rakvélar, blöð og skeggkúslar fást
með verðlagi við allra liæfi, en eru alt framúr-
skarandi gæða vörur og þar af leiðandi orðnar
heimsfrægar.
GILLETTE rakvélar, blöð og kústar fást í flest-
um verslunum landsins.
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagspfentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gcngið inn frá Ingólfsstræti)..
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Dansinn kringum
gullkálfinn.
JþAÐ má segja, að síðan á
stríðsárunum fyrri liafi
orðið dýrtíð verið Reykvíking-
um tamara flestum orðum. Það
liefir yei’ið einskonar samnefn-
ari .alls þess efnalegs böls og
vandræða, sem þreytt hefir
fólkið í þessum bæ í 20 ár. Á
fyrstu árunum eftir 'stríðið var
það orðað af ýmsum, sem skil
kunnu á fjárhagsmálum, að
vafalaust væri kaupskrúfan að-
al undirrót þessa ástands. Þeg-
ar tajað var um kaup, var ekki
átt við verkamannakaup ein-
göngu, lieldur alt kaup, sem
greitt var. Þessi ummæli þóttu
þá liin argasta fjarstæða og
-þeiin talið beint gegn verka-
mönnum. Dýrtíðin var skrúfuð
upp og allar kjaftakvarnir mólu
þeim illa dóma og ærumeiðing-
ar, sem mintust á að kaupskrúf-
an kyimi að eiga mikla sök á
dýrtíðinni og flóttanum frá
sveit til bæja. Svo féll það tal
niður. Kaupskrúfunni var snú-
ið, einn og einn snúning í einu,
altaf við og við. Það þótti eklci
mikið, sem lieimtað var í hvert
skifti, en það safnaðist þegar
saman kom.
Svo kom stríðið, sem nú
stendur. Þá var kaupskrúfunni
rykt enn til og fastar hert.
Raunar átti að halda kaupinu
niðri, en það tókst ekld nema
að nokkru leyti. Framleiðendur
innlendu varanna komu á eftir
og kröfðust hækkunar á vörun-
um. Eftir að sú liækkun hafði
staðið nokkurn tíma, fundu svo
þeir vitru menn, sem vísitöluna
reilcna, að kaupið þyrfti að
hækka. Enn risu framleiðendur
innlendu varannna upp og
sögðu: Kaupið hefir hækkað, nú
getið þið borgað ineira fyrir
matinn. Og innlendi maturinn
er aftur hækkaður. Innan
stundar er vísitalan svo reikn-
uð út og kaupið hækkar. Og þar
á eftir hækka innlendu afurð-
irnar „vegna þeás að kaupið
hækkar".
Jáfnhliða þessu gerist annað.
Peningar streyma inn í landið.
Bankarnir fyllast og verða að
lækka vextina, vegna mikils
framhoðs á fé. Þeir, sem pen-
inga eiga, finna að þeir húa á
eldfjalli, alt er ótrygt, enginn
veit Iivað gildi peninganna
verður að ári. Menn keppast um
að leggja féð í það sem „fast“
er. Húseignir hækka stórlega.
Verðbréf trygð með veði í fast-
eignum, veðdeildarbréf og verð-
bréf „góðra“ fyrirtækja stór-
hækka. Veðdeildarbréf, sem
fyrir fáum mánuðum seldust á
80 kr. seljast nú á 94 kr. Menn
kaupa afarverði skip og báta,
ef slíkt er „af sérstökuin ástæð-
um“ á boðstólum. Eldd er neitt
fiutt ínn í landið, sem hægt er
að skapa verðmæti úr, svo sem
hús eða skip. Það verður því að
braska með það, sem fyrir er,
ef nokkuð losnar. Tii sveita eru
engin býli föl nema eyðikot ög
bústofn í geypiverði.
Þaðær gamall málsháttur, að
„margur verður af aurum api“.
Þetta á ekki síst við um stríðs-
gróðann og þá þenslu, sem kem-
ur í alt fjármálalíf, þegar seðla-