Vísir - 08.11.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 08.11.1940, Blaðsíða 1
¦"•ttf •¦* ¦ Ritstjóri: Kristj án Guðlaug Skrifstofur: sson Féiagsp rentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Sími: 1660 5 linur 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 8. nóvember 1940. 259. tbl. Breíar hjálpa Grikkjum myndarlega. Breski flugberinii gerdí mikla loftárás á Brindisi í fyrrinótt - - Italir hafa sótt dálítið fram á Epirusvígstöðvunum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregn frá Kairo í gærkveldi hermir, að breskar sprengjúflugvélar hafi gert harðar árásir á Brindisi, eina mestu útflutningsborg Suður- Italíu, flotahöfn og flugbátastöð. Um hana fer aðal- útflutningurinn fram til Albaniu. Sprengjum var varp- að á flotahöfnina og komu sprengjur niður á tundur- spillum, kafbátum og hafnargörðum. Ennfremur var sprengjum varpað á olíugeyma og járnbrautarstöðvar. Mikið tjón varð í árásinni. Víða kom upp eldur og sprengingar urðu. Fregn frá Sofia hermir, að Metaxas herforingi, for- sætisráðherra Grikklands, hafi haldið ræðu, sem var> útvarpað um alt Grikkland. Sagði hann, að Bretar væri stöðugt að auka hjálp sína Grikkjum til handa, og bær- ist Grikkjum hjálpin reglulega og samkvæmt áætlun. ítalir hafa kvartað yfir því í tilkynningum sínum, að vegirnir í Grikklandi væri slæmir, og afsökuðu þannig, að her þeirra hefði ekki sótt fram. Metaxas sagði, af napurri.hæðni, að sér þætti leitt að ítölum hefði orðið vonbrigði að því, hvað vegirnir í Grikklandi væri slæm- ir, en þeir væri nógu góðir handa gríska hernum til þess að sækja fram til Koritza og búa um sig þar í f jöllunum. Metaxas fordæmdi loftárásir ítala á grískar borgir, þar sem engar loftvarnir eru fyrir hendi. Árásirnar á konur og börn munu verða Grikkjum aukin hvatning til þess að, berjast af enn meiri krafti fyrir þjóð sína og ættjörð. Grikkir gefast ekki upp — þeir munu berjast af kappi þar til lokaorustan er háð — og sigra. Fregnir frá Budapest herma, eftir grískuin útvarpsfregnum,, að ítalska herfylkið, sem Griklt- ir umkringdu á norðurvígstöðv- unum verjist ennþá. Grikkir eru i sókn og halda uppi stöð- ugum áhlaupum á Albaniuvíg- stöðvunum, þar sem ítalir eru í algerri varnarstöðu. Aðeins á Epirusvígstöðvunum vestast hafa ítalir komist yfir Kala- masfljót á einum stað, og vírð- ist það vera sami staðurinn og áður var mikið barist á, og hröktu Grikkir þá ítali norðvír yfir fljótið. Þrátt fyrir óhagstætt veður liafa breskar sprengjuflugvélar enn gert árásir á hafnir Alban- íu, einkanlega þar sem ítalir setja herlið og hergögn á land, til afnota handa hernum á Epirusvigstöðvunum. Mikið tjón varð í loftárásunum í gær- lcveldi. Breskar orustuflugvélar fara nú oft á dag í eftirlits- og könn- unarflugferðir meðfram strönd- um Grikklands, yfir Aþenuborg, Patras og fleiri borgir, og hefir þegar dregið mikið úr loftárás- um Itala á þeim slóðum. I gær gerðu þeir aðallega loftárásir á Korfu og smábæi á landamær- unum. Sl. miðvikudag gerðu bresk- ar sprengjuflugvélar ákafa árás á Vallona, sem er hafnarborg á Albaníuströnd, og hafa Itálir þar hernaðarlega bækistöð, og t m. a. flugstöð, og eyðilögðu margar flugvélar i árásinni, en aðrar urðu fyrir skemdum. — Einnig var skotið á flugmanna- hóp, sem var i stöðinni. Árás- in kom Itölum alveg á óvart. Italskar flugvélar réðnsl a bresku flugvélarnar, en ekki bar sú á|rás mikinn árangur, þvi að allar bresku flugvélarn- ar komust til bækistöðva sinna. De Valera svarar ChurcÍiilL London i morgun. De Valera gerði að umtalsefni í gær ummæli Churchill's um hafnir Irlands og kafbátahætt- mía. Engri þjóð — ekki heldur Bretum, verður leyft að nota hafnir Eire, sagði De Valera. Hann-neitaði því algerl. aðÞjóð- verjar hefði haft nokkur not af Iiöfnum Eire, til þess að birgja kafbáta sína upp að olíu og öðr- um birgðum. Eire verður hlut- laust -áfram, sagði De Valera , ennfremur, en við óskum eftir að vinsamleg sambúð haldist við Bretland. Bretar taka Galabad. London i morgun. Fregn barst um það frá Kairo i gær, að bresk hersveit hafi tekíð Galabad með stuðningi flugsveitar, eftir þriggja stund- arfjórðunga orustu. Italir gerðu síðar gagnáhlaup, en þeim var hrundið. .Bretar tóku marga fanga. — ítalir tóku Galabad fyrir þremur mánuðum. — Þetta er smábær á landamær- uíri Abessiniu og Bresk-egipska Sudan. Er hann mikilvæg við- skiftamiðslöð. Loftstyrjöldin. Sprengjum varpað á mörg hverfi í London London i morgun. Þjóðverjar gerðu þrjár til- raunir í gær til þess að senda flugvélahópa inn yfir strendur Bretlands. Fyrsti flugvélahóp- urinn ætlaði inn yfir London, en yfir Thamesárósum réðu bresk- ar orustuflugvélar til atlögu við óvinaflugvélarnar, og urðu þær frá að hverfa. Síðar um daginn reyndu tveir flugvélahópar að komast inn yfir Portsmouth, en þeim var dreift. Einstökum flugvélum tókst að fljúga inn yfir nokkrar borg- i'r og var varpað niður sprengj- um. Sjö þýskar flugvélar voru skotnar niður og fimm breskar, en flugmennirnir komust af. — Ógurleg sprenging varð í nánd við borg á austurströndinni, og er ætlað að þýsk sprengjuflug- vél, fullhlaðin, hafi hrapað til jarðar. London í morgun. Merki um, að hættur af völd- um loftárása væri liðnar hjá, voru gefin snemma i nótt, í London, en fram undir *mið- nætti voru sprengjuárásir tíðar á ýms hverfi borgarinnar. Manntjón og eigna var ekki mikið. Engin tilraun til höpá- rásar var gerð. — Utan Lundúna var aðeins varpað sprengjum i vesturhluta Midlands og Liverpool. <; Washington London i morgun. Roosevelt ræddi i gær við Mr. Purvis, formann bresku her- gagnakaupanefndarinnar i Bandarikjunum. Að viðræðunni lokinni sagði Purvis, að hann færi bráðlega til Bretlands, en kæmi aftur með meiri her- gagnapantanir. Ickesj innanríkisráðherra, hefir beðist lavisnar, til þess að forsetinn hafi óbundnar hendur til þess að endurskipa stjórnina. Aðrir ráðherrar munu fara að dæmi herra Ickes. I gærkveldi var tilkynt, að demokratar hefði fengið 266 sæti í fulltrúadeildinni, en repu- blikanar 161. i Þýski sendiherrann i Wash- ington hefir tilkynt, að Þjóð- verjar geti ekki ábyrgst öryggi amerískra skipa, sem ráðgert er að flytji 1200 Bandaríkjaþegna frá Bretlandi, vestur um haf. Ráðgert er, að skip verði sent 1 il hafnar i Irlandi til þess að sækja þá. — Italska stjórnin lofaði hinsvegar fullu öryggi. — Minningarathöfii Itelgud sjó- | mönnunnm sem fórust á Braga | í dag fer fram minningarathöfn helguð sjómönnun- um, sem f órust með togaranum Braga, og jaf nframt verður lík skipstjorans Ingvars Ágústs Sigurðssonar til moldar borið. Húskveðja verður að heimili hans og hefst kl. 1 Yi e. h., en þvínæst verður hafdið til Fríkirkj- unnar, og er gert ráð fyrir að athöfnin hefjist þar kl. 2 Y2 e. h. — Athöfninni í kirkjunni verður útvárpað og fer hún. fram sem hér segir: Kór syngur sálminn: „Eg horf i yf ir hafið", og fögur minningarljóð, er orkt hefir Jakob J. Smári. Þá flytur síra Árni Sigurðsson minningarræðu, en að henni lokinni verða sungnir sálmarnir „Líknar- gjafinn þjáðra þjóða", sjómannasálmur eftir Jón skáld Magnússon, og að lokum erindi úr sálminum „Alt eins og blómstrið eina". %m&^:M Sigurmann Eiríksson, Guðmundur Einarsson, Ingvar J. Guðmundsson, 1. stýrimaður. 1. vélstjóri. 2. vélstjóri. Þorbjörn Björnsson, matsveinn. Ingimar Sölvason, loftskeytamaður. Ingimar Kristinsson, háseti. Elías Loftsson, háseti. Lárus Guðnason, háseti. Sveinbjörn Guðmundsson, háseti. ¦¦ 12.000 flug- vélar handa Bretum. Londori, í morgun. Fregn frá Washington hennir, að landvamaráðið hafi komið saman á fund í gær, og hafi yerið til athug- unar tillaga Roosevelts um að Bretar vérði látnir sitja fyrir, að því ér snertir fram- 1 leiðslu 12.000 hernaðarflug- véla. I ástralska flugliðinu eru nú númlega 35.500 menn. Eru þá ekki taldir þeir menn, sem hafa fastar stöður, hafa t. d. teknisk störf á hendi o. þ. h. * Þær fregnir herast fná Tyrk- landi, að ítalskir hermenn hlaupi nú undan merkjum i tugatali óg leiti hælis í Jugoslaviu. Kvarta þeir undan þvi að f æði þeirra sé hæði lítið og lélegt og þvi hafi þeir strokið. Áð þessu sinni eru ekki tök á að minnast allra þeirra maniia, sem i valinn féllu við slysfarirnar á Braga, né rekja ævi þeirra og starf, en við lát- um nægja að votta eftirlifandi aðstandendum innilegustu hlut- tekningu okkar i söknuði þeirra og raunum. Við gerum það öll af heilum hug og minnumst þess að hér á þjöðin enn á hak að sjá hinum vöskustu mönn'- um, því að i islcnsku sjómanna- stéttina veljast aðeins hinir vöskustu menn. Það hefir oft veí-ið sagt, að starf sjómannsins væri sífeld bai'átta við dauðann, og slys kunna ávalt að bera að höndum á sjónum, jafnvel þótt á friðar- tímum sé, hvað þá á ófriðar. Þeir menn, sem íslenska þjóðin minnist í dag urðu fórn ófrið- arins, — hin fyrsta fórn hans, sem þjóðin hefir fært að þessu sinni. Þeim mun innilegar vild- um við þrýsta hönd saknandi aðstandenda, að þessir menn féllu i valinn er þeir voru að inna nauðsj'njastarf af hendi fyrir land og þjóð. m Ingvar Ágúst Bjarnason. skipstjóri. Ingvar Ágúst Bjarnason skip- stjóri, sem borinn verður til moldar i dag, er fæddur að Hellukoti við Stokkseyri 3. á- gúst 1892, sonur Bjarna Þor- steinssonar, sem lengi var for- • maður þar eystra og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Dvaldi Ingvar aðallega á Stokkseyri til ársins 1915, er faðir hans féll frá, en fluttist þá ásamt fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur. Ingvar tók snemma að stunda sjó, fyrst á opnum bátum, síðar á togurum. Hann gekk á Sjó- mannaskólann veturna 1917— 1918 og útskrifaðist þaðan, og réðst þá á skip, sem stýrimaður. Skipstjóri varð hann fyrst á togaranum Gulltoppi árið 1925, en er togarinn Bragi var keypt- ur hingað til lands árið 1928 tók hann við skipstjórn á hon- um, og gegndi því starfi til dauðadags. —- Var hann mjög giftudrjúgur i starfi sínu, en auk þess vinsæll mjög hjá skipshöfn sinni og öllum þeim, er kynni höfðu af honum til sjós og lands. Hann var skap- festumaður mikill og þrekið ó- bilandi, en hann var einnig Ijúfmenni og gleðimaður svo af bar, þannig að öllum þótti gott að dvelja í návist hans. Ágúsf kvæntist árið 1919 eft- irlifandi konu sinni, Guðrúnu Einarsdóttur, og varð þeim, sjö barna auðið. Einn son mistu þau i bernsku, en fimm synir eru á lífi, sá elsti 17 ára, en dóttir þeirra hjóna, Elín, er gif t Árna Haraldssyni verslunarm. Er mikill harmur kveðinn að • fjölskyldunni yið fráfall hins ágæta heimilisföður, sem með sérstöku ástríki vakti yfir vel- ferð fjölskyldu sinnar í smáu og stóru. Ágúst hafði sig litt i frammi í félagslífi, en studdi þó öll þau mál, sem hann taldi þióð vorri lil blessunar, og þá ekki síst þau málin, er vörðuðu sjó- mannastétt vora. Styrkti hann þannig Slysavarnafélagið með ráði og dáð og ýmsan annan fé- lagsskap sjómanna. 1 dag er hans minst af þjóð- inni ásamt félögum, hans, sem féllu í valinn. Blessuð sé minn- ing þeirra allra. M. r«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.