Vísir - 23.12.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaug sson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn
Auglýsingar
Gjatdkeri
Afgreiðsla
Sími:
1660
5 Ifnur
30. ár.
Reykjavík, mánudaginn 23. desember 19Í0.
299. tbl.
Halifax senðíherra í WashiQgton.
K!den .utanríkisráðlierra á ný.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
lamkvæmt opinberri tilkynningu, sem birt var í
London í gær, hefir Halifax lávarður, utan-
ríkismálaráðherra Bretlands, verið útnefnd-
ur sendiherra Bretland£ í Washington. Hefir
mikið verið rætt um það að undanförnu hver mundi
verða nefndur til að skipa þetta embætti, eftir fráfall
Lothians lávarðs. Var það alment viðurkent, að sætið
yrði vandskipað, því að aldrei hefir meira legið við eri
nú, að þessu embætti gegni hinn mikilhæfasti maður.
Val Halifax lávarðs til starfans hefir vakið almenna á-
nægju í Bretlandi, Bandaríkjunum ag Kanada.
Þá hefir það vakið engu minni athygli, að Churchill
hefir falið Anthony Eden utanríkismálin, en Capt.
David Margesson verður hermálaráðherra. Hann er
50 ára að aldri.
Það kemur greinilega fram í
hlöðunum vestan hafs, bæði i
Bandarikjunum og Kanada, að
menn eru mjög vel ánægðir yfir
því að Halífax var valinn iil þess
að vera sendíherra í Washing-
ton. Blöðin telja hann haf a yf ir-
gripsmeíri þekkingu á álþjóða-
málum og styrjaldarmálum en
og telja sum, að hann hafi
reynst hið þesta sem utanrikis-
ráðheiTa á sinni tíð og orðið
iliikið ágengt,
Cranborn lávarður verður
talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins í ef ri deild breska þingsins.
HALIFAX x
nokkur annar stjórnmiálamað-
ur, að Churchill /undanteknum
og muni Bandaríkjastjórn
verða mikil stoð í að geta notið
leiðbeininga hans og ráðlegg-
inga. Er bent á það í mörgum
blöðum hversu samvinna
Bandaríkjamanna og Breta sé
nú orðin náin og eigi vafalaust
ef tir að vaxa. Sé þvi meiri þörf
en nokkuru sinni, að marg-
reyndúr stjórnmálamaður sé
sendiherra Breta í Washington,
maður, sem er öllum hnútum
kunnugur.
EDEN
Eins og kunnugt er lét Eden
af störfum sem utanríkisráð-
herra i tíð Chamberlains, vegna
ágreinings við hann en Chur-
chill tók Eden aftur í stjórnina
og gerði hann að hermálaráð-
herra. Blöðin láta i Ijós mikla á-
nægju yfir, að Eden hefir verið
skipaður utanrikisráðherra á ný,
Japanir senda hern-
aðarnefnd til Þýska-
lands og ítalíu.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
I gær lagði af stað frá Tokio
nefnd hermálasérfræðinga, en
henni var boðið til Þýskalands
og ítalíu, til þess að Japönum
gæfist kostur á að kynna sér
með eigin augum hvernig geng-
ur 1 styrjöldinni. Þetta er í
fyrsta skifti síðan í heimsstyrj-
öldinni, sem Japanir senda slíka
nefnd til Evrópu, en þá sendu
þeir þangað nefnd herforingja,
sem m. a. fóru til vesturvíg-
stöðvanna.
Grikkir vinna mkilvægan
sigar.
Þeir hafa hertekið Kimara á
ströndum Adriahafs.
EINKASKEYTI frá Uiíited Press. London í morgun.
Þaö var tilkynt í Aþenuborg i gærkveldi, að grísk-
ar framvarðasveitir hefði hertekið Kimara,
sem er hafnarborg i Albartíu nokkuru fyrir
sunnan Vallona. Er það talinn mikilvægur sigur, sem
Grikkir hafa unnið með því að ná Kimara, þvi að þeir
eru nú miklu nær því marki en áður, að taka Vallona.
Italir vörðu Kimara af kappi, en er tilkynt var i gærmorgun,
að Grikkir hefði náð nýjum hernaðarlega mikilvægum hæðum
við borgina, fór að verða mjög vafasamt, að Italir gæti várist
þarna öllu lengur. Bardagar um borgina hafa staðið allengi og
ítalir hafa teflt þarna fram úrvalsliði, m. a. Feneyjaherdeild,
sem úr er valinn lifvörður Viktors Emanúels, Italiukonungs.
Var hersveit þessi hrakin á undanhald í byssustingjaáhlaupi.
Loftbardagar.
Loftbardagar hafa verið
ákafari i gær og fyrradag en áð-
ur og voru 18 ítalskar flugvélar
skotnar niður. Hefir komið til
harðra loftbardaga milli
breskra sprengju- og árásar-
flugyéla og ítalskra flugvéla, t.
d. yfir Tepelinavigstöðvunum.
Loftárásin
á Feneyjar.
Það er leidd athygli að þvi í
breskum fregnum, að Bretar
hafi nú fengið aðstöðu til þess
að gera loftárásir á ítalskar
borgir beggja megin frá, ef svo
mætti segja, þ. e. frá bækistöðv-
unum heima á Bretlandi og frá
Krít og öðrum stöðum, þar sem
Bretar hafa flugvelli á Grikk-
landi. Það er nú kunnugt orðið,
að það voru f lugvélar frá bæki-
stöðvum í Bretlandi, sem gerðu
loftárásina á Porto Magero við
Feneyjar nú um siðastliðna
helgi, en flugleiðin er 1600 míl-
ur. Var sprengjum varpað á
olíuvinslustöð þar og kom upp
eldur og sprengingar urðu. Var
tjón mikið í árásinni. Einnig
var fyrir skemstu gerð loftárás
á Fiume, i botni Adriahafs. ítal-
ir höfðu áður_ verið nokkurn
veginn öruggir um Neapel og
borgir á þeim slóðum, fyrir
árásum frá flugvélum, sem
hafa bækistöðvar á Bretlandi.
En það er nú komið í ljós, að
Bretar geta sent sprengjuflug-
vélar alla leið til Neapel, og
munu sprengjuflugvélar frá
Bretlandi brátt fara enn lengri
leið, segir i einni breskri fregn.
Kafbáturinn
Swordfish
talinn af.
Breska flotamálaráðuneytið
tilkynti i gær, að kafbáturinn
Swordfish væri talinn af. —
Swordfish hefir sökt mörgum
þýskum skipum i styrjöldinni,
seinast þýskum tundurskeyta-
bát við Frakklandsstrendur. —
Kafbáturinn var 640 smálestir
og áhöfn um 40 menn.
Myndin er tékirt fyfif' utan ástralska flugvélaverksmiðju og
flugvélarnar eru fullgefðar „Whíffaway"-vélar, sem, eru mjög
sterkar og snarar í snúningum.
þetta mesta loftárásin, sem
nokkuru sinni hefir verið gerð
á þessa miklu iðnaðarborg-. Það
er viðurkent í breskum tilkynn-
ingum, að tjón hafi orðið mjög
mikið. Eldur kom upp víða og
náði allmikilli útbreiðslu sum-
staðár og hafði slökkviliðið og
hjálparsveitirnar örðugum hlut-
verkum að gegna, en um síðir
tókst að hindra útgreiðslu elds-
ins. — Manntjón og eigna mun
hafa orðið mikið.
Það var og tilkynt í London í
morgun, áð -mikil árás hefði
verið gerð á Mannheim, við
Rín, einhverja mestu iðnaðar-
borg Þýskalands. Hefir hún
orðið fyrir miklum árásum í
seinni tíð.
á Bardia að
byrja.
Einkaskeyti frá U. P.
Lóndon i morgun.
Fregnir frá Kairo lierma, að
Nílarhernum, sem hefir um-
kringtBardia,berists töðugt liðs-
auki. Eftir seinustu fregnum að
dæma eru breskar hersveitir
komnar inn i ystu varnarstöðv-
ar ítala, sem hafa upp undir
20.000 manna lið i Bardia. —
Nokkur hluti borgarinnar stend-
ur í björtu báli og einnig hefir
kviknað í skipum á höfninni.
Graziani hefir
gefið skýrslu.
Italska útvarpið og ítölsku
blöðin hafa birt skýrslu, sem
Graziani marskálkur hefir sent
Mússolini, um bardagana í
Egiptalandi og Libyu. Segir Gra-
ziani ,að Bretar hafi ekki komið
ítölum á óvart, og kveðst hann
hafa vitað um áform Breta 10
dögum áður en sókn þeirra
byrjaði. En' þegar Graziani
sjiálfur ætlaði að byrja urðu
Bretar fyrri til, segir hann, og
þeim hepnaðist að taka Sidi
Barrani og sækja lengra fram,
vegna hernaðarlegra yfirburða.
t I *
8
rnarinner skýrir if-
sir-
i
Stjórn Dags-
brúnar bar
' sigur af
hólmi.
1 1 QQ FÉLAGSMENN í
J.Av/í? Dagsbrún greiddu
atkvæði um tillögur þær, er
stjórnin hafði borið fram.
Fór talning.fram í nótt að at-
kvæðagreiðslu iokinni. og
hófst hún á miðnætti. — At-
kvæði féllu sem hér segir;
TILLAGA 1:
Heimild til vinnustöðvunar
frá og með 1. jan. n. k.
Já sögðu 1099.
Nei sögðu 66.
Auðir seðlar 17.
Ogildir 15,
TILLAGA 2:
Tillagan skar úr því, hvort
Dagsbrún skyldi ganga í Al-
þýðusambandið.
Mótfallnir því voru 653
en með 425.
Auðir seðlar 106.
Ógildir 15.
TILLAGÁ 3:
Um brottvikningu Jóns
Rafnssonar og Sveins Sveins-
sonar.
Já sögðu 565.
Nei sögðu 561.
Auðir seðlar 60.
Ógildir 12.
Meiri hluti stjórnarinnar
bar þannig algeran sigur af
hólmi.
r r
a Miinest-
er í ilt sem leið.
Tjónið var mjög mikið
Ný árás á Mannheim.
London í morgun.
Það var tilkynt í London í
morgun, að þýskar sprengju-
flugvélar hefði gert árás á
Manchester í nótt sem leið. Er
Hermálaráðherra Vichy-
stjórnarinnar, sem nú er i Sýr-
landi i eftirlitsferð, flutti út-
varpsræðu þaðán í gær, og hefir
liún vakið hina mestu athygli,
því að i henni gerði hann grein
fyrir stefnu Petain's marskálks
gagnvart Þýskalandi. Báðherr-
ann lýsti yfir þvi, að franska
stjórnin væri staðráðin i, að
fara ekki i strið við neina þjóð
að. fyrra bragði, en Frakkar
væri jafn staðráðnir i að vernda
þau réttindi, sem þeir hefði
unnið sér i baráttu sinni á liðn-
um öldum. Bæða hermálaráð-
herrans hefir verið skilin sem
bending til nýlendubúa Frakka
um, að vera á verði og minnast
þess, að Frakkaveldi er ekki enn
úr sogunni.
5L^««íLi-v.íf.viSfc.iT-jb. ¦! S' --a•¦-
Einnig vekja mikla atliygli
umniæli blaðsins Le Temps, þar
sem svo ef að orði komist, að
þegar vopnahlésskilmálarnir
voru gerðir hafi ekki verið
liróflað við nýlendum Frakka.
Vér eigum enn nýlendur vorar
og höfum tök á að verja þær,
sagði blaðið.
Það er kunnugra en frá
þurfi að segja, að hinum frjálsu
Frökkum hefir aukist mikið
fylgi i þeim nýlendum, sem enn
fylgja Vichy-stjórninni, og ef
Vichy-stjórnin tæki ákveðna
afstöðu gegn þýsku stjórninni,
t. d. um að halda áfram styrj-
öldinni i nýlendunum, mundu
nýlendubúar vafalaust slyðja
hana sem einn maður. Ýmsir
ætla, að ófarir Itala hafi haft
þau áhrif i Frakklandi, að Pe-
lain muni verða ákveðnari. Það
er ekki ljóst enn hvað gerst hef-
ir i Vichy, en ýmislegt bendir
til, að Petain streitist við að
verða ekki við kröfum Hitlers.
Berlinarfréttaritari svissneska
blaðsins Basler Nachrichten
hyggur að dr. Abetz hafi krafist
þess, að Petain gæfi ákveðið
svar um, hvort franska stjómin
ætlaði að taka f ullan þátt i sam-
vinnu við Þjóðverja um að
koma á nýrri skipan i Evrópu,
Seinustu fregnir frá Vichy
eru á þá leið að Petain hafi svar-
að; dr. Abetz því, að Frakkland
léti ekki knýja sig til þátttöku i
styr|öld gegn neinni þjóð. Enn-
fremur er talið, að hann hafi
neitað að bi*eyla stjórri sinni.
^r.Ta \rS„iMJ>n
Þau fán eintök, sem koma i
bókavepslanii* fyi»ii» jól af bókinni
HITLER TALAR
verða seld
í dag.