Vísir - 23.12.1940, Blaðsíða 2
VlSIR
m
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)..
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 25 aurar.
Féíagsprentsmiðjan h/f.
JÓl.
J\Z[ AÐURINN er herra jarð-
arinnar, huffviti ffæddur
off kann greinarmun góðs og
ills. Talið hefir verið, að öll
viðleitni mannkynsins miðaði
að meiri þroska í veraldlegum
og andlegum efnum, en svo
hefir oft syrt að off þau él á
skollið, að hugsandi menn liafa
efast um að mönnunum mið-
aði nokkuð á leið, heldur öllu
frekar aftur á bak.
í slíkum sorta dveljum við
í dag. Styrjöld geysar víða um
heim óg andi eyðileggingar-
innar sveimar yfir vötnunum.
Alt það, sem upp hefir verið
bygt, er jafnað við jörðu og
alt, sem heilagt er, troðið und-
ir fótum. Mennirnir — í öllum
mikilleik sínum — verða veik-
ir og vanmagna. Það grípur þá
ótti og örvænting, og myrkur
efasemdanna umlykur þá. Þeir
finna, að þeir eru duft og aska,
smæstir af því smáa, veikir og
lx jálparvana.
Þegar svo er ástatt, er það
aðeins eitt, sem bjargað getur,
— trúin á hin æðri máttarvöld
— trúin á guð — trúin á lífið,
þrátt fyrir alt.
Menn leita styrks i trúnni,
og hún hefir ávalt reynst ör-
uggasta hjálparhellan, er á hef-
ir bjátað. Trúlaus maður er
ekki til og verður aldrei til.
Trúarhneigðin er ein af frum-
hvötum mannsins, — hinnar
hugviti gæddu veru, og hún
hefir bjargað heiminum fram
á þerinan dag. Trúin flytur
fjöll og færir líkn þeim, sem
lifa.
íslenska þjóðin hefir búið
við hörmungar, áþján og neyð.
Hún hefir horfst í augu við
dauðann og öfl eyðingarinnar
frá þvi, er land þetta var bygt,
en hún hefir frá upphafi leit-
að styrks í trú, og henni hefir
orðið að trú sinni. Bak við
svartasta myrkrið bíða betri
dagar og meira Ijós, — Ijósið
er myrkrinu sterkara, eins og
lífið dauðanum. Því ber aldrei
að örvænta né uppgefast. Trú-
in skapar þolinmæði, en þol-
inmæðin vinnur þrautir allar.
í lífi einstaklinganna — lífi
þjóðanna — lífi heimsins —
bjargar aldrei örvænting né
trúarslen. Hálfur maður í trú
er hálfur maður í lífinu, —
aldrei heill og aldrei til mikils
líklegur. Það eru trúarsterkir
menn, sem þjóðirnar þarfnast,
— ekki síst þegar mest reynir
á, eins og nú. Vantrúin getur
sóað verðmætum, en hún veit-
ir ekkert í staðinn. Hún er sá
Níðhöggur, er nagar rætur
lwers þjóðarmeiðs.
íslenska þjóðin þarfnast trú-
ar, sem færir fjöll og fórnar
öllu, til þess að þjóðinni megi
vegna vel í landinu. Það eru
ekki hin veraldlegu verðmæti,
sem liafa gefið lífi hennar gildi
og gengi liðinna ára, heldur
hin andlegu verðmæti, — og
hin andlegu verðmæti ein. Þau
hafa verið styrkur þjóðarinn-
ar og stoð hennar í veraldleg
um efnum.
Jólin boða hækkandi sól —
meira Ijós, minna og skemmra
r~- kur.
Við minnumst þess um leið
og við minnumst þess mesta
og göfgasta, er heimurinn hef-
ir alið. Mætti það ekki einnig
boða bjartari dag í huga hvers
einstaklings — minni bölsýni,
— meiri bjartsýni og fegurri
framtíð fyrir þjóðina sjálfa.
Fæst lijá píkis-
féhirði.
Smámyntin er komin og
var byrjað á því strax í
morgun að flytja hana til rík-
isféhirðis, þar sem þeir geta
keypt hana, sem þurfa henn-
ar með.
Eins og Vísir hefir sagt frá
áður, koma 500.000 25-eyr-
ingar,, 500.000 10-eyringar o.
s. frv. Nemur smámyntin 215
þúsund krónum.
Vegna þess, hversu margir
þurfa að kaupa smámynt,
hefir ríkisféhirðir ákveðið að
hafa heldur Iengur opið í dag
en venjulega. Verður að lík-
indum opið til kl. 5 /2, en það
er ekki ákveðið til fullnustu
ennþá.
Læknavörður um
hátíðana.
Næturlæknir og helgidags-
læknar nú um jólin verða svo
sem hér segir:
í nótt: Ólafur Þ. Þorsteinsson,
Eiríksgötu 19, sími 2255.
Aðra nótt: Halldór Stefáns-
son, Ránargötu 12, sími 2234.
Aðfaranótt 2. jóladags: Al-
fred Gíslason, Brávallagötu 22,
sími 3894.
Aðfaranótt 3. jóladags: Axel
Blöndal, Eiríksgötu 31, sími
3951.
Helgidagslæknar:
Jóladag: Halldór Stefánsson,
Ránargötu 12, sími 2234.
Annan jóladag: Þórarinn
Sveinsson, Asvallagötu 5, sími
2714.
Næturvörður er alla þessa
viku í Lyfjabúðinni Iðunni og
Reykjavikur apóteki.
Mikil sala á við-
tækjum.
Óvenjuleg ös var allan laug-
ai'daginn í Viðtækjaversluninni,
útsölunni i Lækjargötu 8. Strax
þá um morguninn safnaðist
milcill mannfjöldi fyrir framan
búðina og fylti gangstéttina á
löngu svæði. Var lögreglan
kvödd á vettvang, til að balda
uppi reglu, á meðan fólkið varð
að bíða úti. Þegar Vísir hringdi
á tólfta tímanum í Viðtækja-
verslunina, var búið að selja um
2—3 hundruð tæki um daginn,
samkv. lauslegri áætlun. Var þá
enn full búðin af fólki, er beið
eftir viðtækjum.
Gagnleg barnabók.
Fyrir nokkrum dögum kom hér
i bókabúðirnar ný bók, sem heitir
„Litlir jólasveinar læra umferðar-
reglur". Segir hún frá því, i æfin-
týrastíl, hvernig tveim litlum jóla-
sveinum, sem koma í fyrsta sinn í
kaupstaðinn, lærist smátt og smátt
helstu umferðareglurnar. Festast
reglur þessar þannig vel i huga
barnanna, sem bókina lesa. Höf.
bókarinnar er Jón Oddgeir Jóns-
son, en útg. bókaútgáfa ísafoldar-
prentsmiðju. Bókina prýða fjöldi
góðra litmynda eftir Fanneyju Jóns-
dóttur.
#
FÉLAGSDÓMUR:
Samniiigurinii var ekki
gerður fyrir alla Hita-
veituna, en gildir tii
eins árs.
í morgun v«ar kveðinn- upp
dómur í Félagsdómi í málinu
Vinnúveitendafélag íslands f. h.
Höjgaard & Schultz A.S. geg-n
Verkamannafélaginu Dagsbrún.
Málavextir eru þessir:
Þ. 21. okt. 1939 var gerður
munnlegur samningur milli
Dagsbrúnar og H. & S. um það,
á hvaða tímum og stöðum
verkamemi við Hitaveituna
skyldi mæta til vinnu. Voru
samningar þessir staðfestir með
bréfum. Síðar lenti þó í stappi
út af þessu og fór það svo, að
2. sept. s. I. gerðu þeir skriflegan
framhaldssamning um brott-
farartíma þeirra verkamanna,
pr vnnii ó svnpjKín'J leilgSt fl’á
Reykjavík.
Með bréfi, dags. 29. okt. s. 1.,
tilkynnir Dagsbrún að trúnaðar-
ráð félagsins bafi ákveðið að
segja upp gildandi samkomu-
lagi um flutninga verkamanna
á vinnustöðvar og vísar til
bréfaskriftanna í nóv. f. á. og
samkomulagsins frá 2. sept. s.l.
Síðan samþykli lögmæiur fé-
lagsfúndur að segja upp nefnd-
um samningum frá 1. jan. 1941.
Þessu mótmælti H. & S., en þar
sem Dagsbrún vildi ekki fallast
á skoðun firmans, höfðaði það
mál þetta til lógildingar upp-
sögninni.
Bj’gði stefnandi kröfur sínar
á því, að samningurinn hefði
verið gerður fyrir alla fram-
kvæmd Hitaveitunnar og sé því
óuppsegjanlegur, en til vara að
honum verði að segja upp með
3ja mán. fyrirvara, vegna þess
að engin uppsagnarákvæði sé í
honum, og sé þá miðað við 2.
sept.
Dagsbrún krafðist sýknu, þar
eð telja verði samning þenna
bráðabirgðasamkomulag, er
segja megi upp fyrirvaralaust,
þótt slíku samkomulagi sé
stundum sagt upp með nokkur-
um fyrirvara.
Kvað Félagsdómur upp þann
dóm, að uppsögn Dagsbrúnar á
samkomulagínu skuli vera ó-
gild. Samningurinn falli undir
6. gr. vinnulöggjafarinnar, þar
eð engin uppsagnarákvæði séu
í honum, og beri uppsögn að
Jólamessur
í Reykjavík og
Haínarfirði.
í dómkirkjunni: Á aðfanga-
dag kl. 6, síra Bjarni Jónsson.
Á jóladag: Kl. 11 síra Friðrik
Hallgrimsson; kl. 2 (dönsk
messa) síra Friðrik Hallgríms-
son; ld. 5 síra Bjarni Jónsson.
Á jóladag: Kl. 11 sira Bjami
Jónsson; kl. 5 barnaguðsþjón-
usta, síra Friðrik Hallgrimsson.
í Laugamesskóla: Á aðfanga-
dag kl. 6, aftansöngur, sira
Garðar Svavarsson.
Á jóladag kl. 2, síra Garðar
Svavarsson.
Á 2. jóladag kl. 2, sira Garð-
ar Svavarsson.
Jólamessur í háskólakapell-
unni: Aðfangadagskvöld kl. 6:
Próf. Ásmundur Guðmundsson.
— Jóladag kl. 5: Próf. Magnús
Jónsson. -— Allir velkomnir.
(Gengið ínn i suðurendann).
1 fríkirkjunni: Á aðfangadag,
aflansöngur kl. 6, síra Árni Sig-
urðsson.
Á jóladag kl. 2, síra Árni Sig-
urðsson. Kl. 5, síra Ragnar
Benediktsson.
Annan dag jóla kl. 2: Barna-
guðsþjónusta, Árni Sigurðsson.
f Hafnarf jarðarkirkju: Á að-
fángadagskvöld: Aftansöngur
kl. 6, sira Garðar Þorsteinsson.
Jóladag kl. 2, síra Garðar
Þorsteinsson.
Annan í jólum kl. 2 (barna-
guðsþjónusta) síra Garðar Þor-
steinsson.
í fríkirkjunni í Hafnanfirði:
Á aðfangadag kl. 8/2, síra Jón
Auðuns.
Á jóladag kl. 2, síra .Tón Auð-
uns.
Barnaguðsþjónusta 2. jóladag
kl. 2. Síra Jón Auðuns.
Bjarnhstöðum: Aðfangadags-
kvöld ld. 8, síra Garðar Þor-
steinsson.
Kálfatjörn: Jóladag kl. 11
árd. síra Garðar Þorsteinsson.
í grein
Gunnars SigurSss. i JólablaSimt
hefi;- slæðst inn prentvilla. í byrj-
unarkafla greinarinnar, með undir-
fyrirsögn „Ástandið í síðústu styrj-
öld og nú“ stendur, „þá var hækk-
un á öllum verðmætum miklu ör-
ari en nú, en á að vera miklu minni
en nú.
miðast við að samningurinn
gildi í eitt ár frá því er hann
var endurnýjaður.
10 þús, kr. úthlutað
til Vetrarhjálparinn-
ar í Hafnarfirði.
Fjársöfnun til Vetrarhjálpar-
arinnar í Hafnarfirði hefir,
gengið með afbrigðum vel. Var
búið að úthluta þar um 10 þús-
und krónum fyrir jólin, og er
þó nokkur afgangur eftir, sem
úthlutað Verður síðar.
I jafn litlum bæ sem Hafn-
arfirði er þetta einstakur árang-
ur, og það svarar til þess, — ef
miðað er við fólksfjölda —- að
liér í Reykjavik þyrfti að safn-
ast nokkuð á annað hundrað
þúsund lcróna til Vetrarhjálpar-
innar, ef um sambærilegan ár-
angur væri að ræða.
lÚthlutunin og önnur vinna
fyrir Vetrarhjálpina er sjálf
boðavinna. 1 fyrra var safnað
allmiklu af fatnaði lianda fá-
tæklingum og einnig sú vinna
var unnin endurgjaldslaust.
Gleymið ekki
V etr arh j álpinni.
N Ú er litlu meira en sólar-
hringur, ef það er þá svo
langt, þangað til jólahátíðin
gengur í garð. Fólk hefir verið
önnum kafið við að draga að
sér hátíðamat og gjafin
En hafa allir, sem geta lagt
eitthvað af mörkum til Vetrar-
hjálparinnar, gert það? Ein-
hverjir eru vafalaust eftir, sem
eru þannig seltir, að þeir geti
látið eittlivað úr liendi rakna,
en hafa ekki komist til þess enn
þá. Það er þó ekki of seint.
Vetrarhjálpin hefir ákveðið
að hafa skrifstofu sína opna til
kl. 10 í kvöld, lil þess að taka
á móti gjöfum. Allar gjafir eru
þegnar með þökkum, engu síð-
ur þær litlu en þær stóru. Aðal-
alriðið er að gjafirnar komi.
Bókarfregn.
John Hagenbeck: Indía-
lönd. Reykjavík 1940.
Ársæll Árnason.
Ferðabókum og landalýsing-
um er alt af vel tekið hjá ís-
lenskum bókalesendum. Það
seður útþrána og lærdómsþorst-
ann hjá þeim.
Ársæll Árnason gaf úl bókina
Ceylon, eftir sama liöfund, í
Ef innrás Þjóðverja tekst, fer
Bretastjórn til Indlands.
hurchill hefir hvað eftir ann-
að varað Breta við of mik-
illi bjartsýni, vegna þess,
að belur hafi gengið i sumar en
bjartsýnustu menn þorðu að
vona í maí og júni. Hann befir
áminnt þjóðina um að vera vel
á verði, því að ejns megi reyna
innrás að vetrarlagi sem um
sumar.
Þegar Churchill tók við völd-
um s.l. vor, sagði hann að stríð-
inu við Þjóðverja myndi verða
haldið áfram enda þótt Brelland
félli. Þá myndi verða barist í
nýlendunum, þar til yfir lyki.
Við J>essi ummæli ChurchiIIs
vaknaði sú spurning í liuga
margra, hvert Bretastjórn
myndi fara, ef Þjóðverjum tæk-
ist að leggja Bretland undir sig.
Flestir töldu Kanada líkleg-
asta landið. Þangað er tiltölu-
lega stutt siglingaleið, en hins-
vegar svo langt fyrir sprengju-
flugvélar þær, sem nú eru x
notkun lijá Þjóðverjum, að þær
kæmust ekki þangað með full-
fermi. Þaðan væri líka eftir
sem áður hægt að halda uppi
hafnbanninu á Bretland.
En það eru ekki allir á sama
máli um þetta. I Bandaríkjun-
um er hermálasérfræðingur
einn, David P. Barrows, major-
general, sem heldur því fram,
að Bretastjórn myndi flýja til
Indlands, ef illa færi heima
fyrir.
Barrows þessi var um skeið
foi-seti liáskólans í Kaliforniu.
Ifélt hann fyrir skemstu fyrir-
lestur í svonefndum „Cammon-
wealth Club of California“ um
slriðið í Evrópu og Afríku.
Sagði hann áheyrendum sínum,
að þeir skyldi ekki láta sér
koma lil hugar að halda, að
breski flotinn myndi verja
Ameriku, ef Þjóðverjar tæki
Bretland.
„Vitið þið til þess, að nokkur
bresk ríkisstjórn hafi varið
það, sem aðrir voru fúsir á að
verja?“ spurði Barrows. „Chur-
chill segir það lilutverk breska
flotans, að verja strendur Bret-
lands. Þar er ekki átt við Banda-
ríkin eða Ameríku.
Skoðun mín er sú, að eini
staðurinn, sem breski flotinn
muni fara til, sé þar sem hann
sé svo settur, að hann hafi góða
aðstöðu, — þ. e. í Indlandshafi.
Ef flotinn liefði bækistöð í
Singapore, þá gæti bann varið
Indland, Ástraliu, Nýja Sjáland
og mikinn hluta Afríku.
Singapore er i senn bækistöð
fyrir flota og flugher. Þar í
grend er líka önnur bækistöð,
sem við erum næsta ófróðir um.
Hún er borgin Trincornalee á
Ceylon. Að sögn Þjóðverja liafa
Bretar viggirt þann slað af
miklu kappi hin siðari ár.“
Þá sagði Barrows, að frá
Lækistöð sinni i Singapore gæti
flotinn stöðvað útþenslu Japana
í suðurátt á svipstundu.
„Ef japanski flotinn á að
berjast i höfunum suðaustur af
Asíu, er liann svo langt frá að-
albækistöðvum sínum, að hann
er vonlaus um að geta sigrað.
Floti Bandaríkjanna yrði að
vera í Atlantsliafi og Karabiska
hafinu, til að gæta hagsmuna
sinna, en Bretar myndu að öllu
leyti taka að sér verndun liags-
muna Bandaríkjanna í Asíu.
Bretar eru yaunverulega ó-
sigrandi undan Asíuströndum,
ef þeir flytja flota sinn þangað.
Þaðan gæti þeir svo varið
megnið af nýlendum sínum og
samveldislöndum, án þess að
óttast.“
En ]iað eru líka aðrar ástæð-
ur fyrir því, að Barrows er þess
fullviss, að breska liirðin og
fyrra. Henni var ágætlega lekið,
enda besta bók, og fyrir bragðið>
gefur liann mönnum nú lcost á
að eignast „Jndíalönd".
Það er óliætt um það, að þessi
bók mun ekki síður lceypt én
Ceylon. Indland liefir alt af
skipað sérstöðu í liuga EvrópU-
ínanna. Það er eins og höfund-
ur bókarinnar segir i upphafi:
„Eitthvert óþekt afl, einhver ó-
Ijós þrá hefir dregið huga vorii
austur þaugað, til hinna hvítu
„Furðustranda“, þar sem sagt
er að livíti kynflokkurinn, ar-
iski stofninn, eigi upptök sín.“
Þeir munu fáir hér á landi,,
sem ekki hafa einhverntíma
heyrt getið Hagenbecks-dýra-
garðsins í Hamborg, en bróðir
böfundar átti hann. Útvegaði
John honurn, og fleiri, dýr, sem
þá vanhagaði um. Dvaldi liann
langan tíma í Indlandi og kynt-
ist landi og þjóð betur en marg-
ur annar. Kann hann því frá
mörgu að segja, sem íslending-
cr munu hafa gaman af að
lesa. Verður þessi bók kærkom-
in jólagjöf, bæði ungum og
gömluin. b.
Drengjablaðið „Úti“.
Þrettán árgangar eru komnir út
af þessu blaði. Það er að vanda.
fjölbreytt að efni og með fjölda
mynda, ásamt fallegri forsíðu í
tveim litum. Af efni þess má helst.
nefna: Á syðstu miðum, ferðasaga
eftir Aage Krarup Nielsen. Ilvað
veistu um tunglið? eftir Björn
Franzson. Tvær drengjasögur,.
Draugagangurinn í fornsölunni og
sagan Rófubandið eftir Albert Eng-
ström. Grein um umferðarreglur
eftir ritstj., Jón Oddgeir Jónsson.
Þá er stór og skemtileg felumynd,
skrítlur o. fl. Blaðið verður selt á
götunum i dag.
*
Gjafir til bágstöddu konunnar,
afh. Vísi: 5 kr. frá S. M., io-
kr. frá ónefndum, Í5 kr. frá ó-
nefndum.
Leiðrétting.
í minningargrein um Sesselju
Jónsdóttur, er birtist síðastl. laug-
ardag, hafði misprentast í fyrstu
vísu, þriðju Ijóðlínu. Þar stendur:
„. .. . Þú elskaðir vonir“, en á að
vera vorið. Einnig hafði orðið mis-
prentun í fyrstu ljóðlínu fjórðu
visu. Þar stendur : „Grettistök hóf-
ust“, en á að vera hófstu.
Hjúskapur.
Nýlega voru gefin saman í hjóna-
band af síra Marínó Kristinssyni
Gunnar Guðjónsson og Elin Fri-
mannsdóttir. Heimili ungu hjón-
anna er á Freyjugötu 24.
ríkisstjórnin munu fremur leita
liælis í Indlandi en Kanada.
„England getur ekki leyft að
konungurinn verði i skugga
einhvers annars manns, og ef
Iiann færi til Ottawa, myndi það
verða. Það er enginn vafi á því,
að ef liann sest þar að, mun for-
seti Bandaríkjanna gnæfa yfir
liann. Ef hann á hinn bóginn
fer til Indlands, þá er hann þar
keisari 300—400 milj. manna,
auk fjölda smákonunga og
prinsa.
Mér fyndist það viðeigandi,
að flotar Breta og Bandarikj-
anna gerði með sér einhvers-
konar sáttmála. Við vitum ekki
ennþá livað tveggja-liafa-flotinn
(þ. e. Kyrrahafs- og Atlants-
hafsfloti Bandaríkjanna verði
hvor um sig jafn sterkur og
allur núverandi floti) verður
okkur dýr. Eg held að það væri
jafnvel best að sameina flota-
styrkleika Breta og okkar.
Það, sem okkur er nauðsyn-
legast nú, eru aultnar landvarn-
ir, meðan Evrópa er sameinuð
undir eina stjórn......Meðan
jafnvægi var á völdunum í Ev-
rópu, þorði engin þjóð að ráð-
íst á okkur. En Evrópa í heild
jýr yfir óskaplegum kröftum.“