Vísir - 31.12.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 31.12.1940, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Þriðjudaginn 31. desember 1940 VÍSIR D AGBL AÐ Útgcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. ÁRAMÓT JjAÐ er orðtak Breta, að eng- ar fréttir séu góðar fréttir. Mikill sagnaritari hefir sagt eitthvað á þá leið, að þær þjóðir væru hamingjusaniastar, sem liefðu frá fæstum stórtíðindum að segja. Árið 1940 hefir verið eitt viðburðarikasta ár í sögu þessa lands. Við höfðum trúað því að þótt íslands álar væru væðir, væru þeir samt svo djúp- ir, að enginn mundi í þá leggja. Við höfðum vænst þess, að sú einangrun, sem öldum saman hafði lokað okkur úti frá menn- ingarstraumum umheimsins, mundi einnig verða okkur varn. argarður, þegar ómenning og villinienska fengi lausan taum. Við höfðum aldrei látið okkur til hugar koma, að við yrðum á nokkurn hátt dregnir inn í hringiðu þess trylta leiks, er hernaðarþjóðir heyja, yfirráða- haráttu sína. Hinn 10. maí 1940 fengum við fluttan heim sann- inn um það, að íslands álar eru væðir. Þapn dag var landið her- tekið. Síðan liöfum við vanist þeirri sjón að sjá erlenda her- menn í þúsundatali í landi voyu. Einum mánuði áður en þetta gerðist liafði Alþingi íslendinga lýst því yfir, að við tækjum öll okkar mál, „að svo stöddu“, i okkar eigin liendur. I 30 daga blakti þjóðfáni Islands yfir frjálsu landi. Hér er ekki ætlunin að rekja harmatölur yfir hernáminu. Við vitum öll og viðurkenimm, að minna er að okkur lcrept en öðrum þeim þjóðum, sem her- numdar eru um þessar mundir' Og við verðum að treysta þvi, að staðið verði við þau fyrir- heit, að hið erlenda herlið liverfi héðan þegar að ófriðnum, lokn- um. En það er augljóst, að aldrei hefir okkur verið bundin ríkari skylda til að vera á verði um þann þjóðararf, sem okkur er fenginn, en einmitt nú. Við eig- um að leggja aukna rækt við tungu okkar og sögu. Við telj- um okkur eiga þjóðernislegan rétt lil sjálfstæðrar tilveru á þessu landi. Við verðum sjálfir að sýna svo augljóslega, að ekki verði um vilst, að við höldum þann rétt helgan. Árið 1940 hefir verið hagstætt ár fjárhagslega. Framleiðendur til lands og sjávar liafa stórum bætt hag sinn. .Útflutningurinn liefir aldrei verið jafn mikill. Viðskiftajöfnuðurinn aldrei jafn hagstæður. Við höfum safnað miklum innstæðum er- lendis. Engu að síður hefir við- skiftamálunum verið haldið mjög í sama horfi og að undan- förnu. Við höfum sjálfir haldið dauðahaldi í höft og takmark- anir. Við höfum lagt meiri á- herslu á, að eignast erlendar innstæður en erlendar vörur. Reynslan á eftir að skera úr um það, hvort hér hafi verið heppi- lega ráðið. Atvinnuleysi liefir verið miklu minna en að undanförnu. Þetta stafar meðal annars af því, að hið erlenda setulið hefir : þurft á mildu vinnuafli að lialda. Jafnframt hefir dýrtíð vaxið hröðum skrefum, og er það öllum hugsandi mönnum hið mesta áhyggjuefni. Sagan úr síðustu styrjöld er mörgum enn i fersku minni, og ekki ugg- laust um að hún ætli að endur- takast meira en þörf var á. Að óreyndu liefði mátt gera ráð fyrir því, að þau tíðindi, sem gerst hafa, hefðu orðið til þess að sameina hugi lands- manna. En stéttarígur og streita liafa enn verið að verki, eins og alt væri með kyrrum kjörum. Enginn veit hvað hið nýja ár her í skauti sínu. Við vonum að ófriðurinn eigi ekki eftir að koma við okkur sárar en þegar er orðið. Við vonurn, að fram- undan séu tímar aukinnar far- sældar fyrir land og lýð. Við vonum umfram alt, að frelsi ís- lensku þjóðarinnar híði ekki varanlega hnekki af völdum þess ægilega hildarleiks, sem nú er háður. Gleðilegt nýár! a 50 ára i gær: Friðbjörn Aðalsteinsson í gær varð einn af mætustu borgurum þessa bæjarfélags fimtugur. Þessi horgari er Frið- hjörn Aðalsteinsson. Hann er fæddur á Akureyri 30 des. árið 1890. Hann varð simritari aðeins 17 ára gam- all, og þá fyrst á Seyðisfirði. Síðar meir var hann símritari bæði á Akureyri og í Reykja- vík. Þegar Loftskeytastöðin var bygð árið 1917 varð hann fyrsti stöðvarstjóri við liana, og held- ur því starfi enn þann dag i dag. Iiann hefir enn fremur gegnt skrifstofustjórastöðunni við Landssímann um margra ára skeið. Friðbjörn er einn af allra færustu mönnum, sem Lands- síminn hefir í þjónustu sinni. Ef mann vanliagar um eitt- hvað, sem að símstörfum lýt- ur, þarf ekki annað en spyrja Friðbjörn og maður fær gát- una leysta. Hann er nokkurs- konar alfræðiorðahók í sím- fræðslu. Friðbjörn er ákaflega vinsæll og velmetinn á meðal starfs- manna simans, sem og allra þeirra, er til hans þekkja. Með- al vina sinna er Friðbjörn hrókur alls fagnaðar. Friðhjörn er ógiftur, en engu að síður mjög hamingjusamur maður. í gær var mikið um að vera hjá Friðbirni. Gestirnir komu og fóru. Allir hans mörgu vin- ir og ættingjar máttu til með að hitta hann og flytja honum árnaðaróskir sínar, eins og nærri má geta. Maður verður ekki fimtugur nema einu sinni á æfinni! . Starfsfólk Landsímans færði honum að gjöf líkan af Loft- skeytastöðinni og möstrunum í Reykjavík. Er það forkunn- ar fagurt, gert úr silfri. Leifur Kaldal smíðaði Iíkanið. Friðhjörn var eitt sólskins- bros allan daginn og lék á als oddi. G. Skógræktin gengur vel /m* jm — en hana skortir tiltinnanlega aukið fjarmagn. Viðtal við Hákon Bjarnason, skógræktarstjóra. Vísir hitti Hákon Bjarnason skógræktarstjóra að máli í gær og spurði hann um starfsemi Skógræktarinnar á árinu sem er að líða. „Starfsemin hefir aðallega verið fólgin í því, að stækka græðireitina, auka plöntuupp- eldið, kaupa skóglendi, setja upp nokkurar nýjar girðingar og gera við þær gömlu“, sagði Hálcon. „Annars, þegar elcki er nema um 40 þús. lcr. fjárveitingu að ræða, getur hver og einn sagt sér það sjálfur, livort liægt sé að lyfta nokkurum Grettistök- um á þessu sviði.“ „llvernig hefir fénu verið skift niður?“" „Um 8—10 þús. kr. hefir ver- ið varið til græðircitanna, en um helming fjárins hefir verið var- ið til endurhóta á gömlum girð- mgum og til að koma upp nýj- um girðingum víðsvegar um, landið:“ „Koma girðingarnar að tíl- ætluðum notum?“ „Hvort þær koma! Sumar Jieirra koma að miklu meiri notuin en mann gal nokkurn tima dreymt um áður fyr. Eg skal til dæmis nefna skógrækt- argirðingarnar í Þjórsárdal og í Haukadal. Á báðum þessum, stöðum liafa orðið stórfeldár framfarir á skógunum og á öðrum gróðri, og þetta sannar okkur áþreifanlega livi- lík nauðsyn það er, að koma upp meiri girðingum og friða skógana, helur en gert hef- ir verið til þessa. í þessu tilefni hefi eg fest kaup á girðingarefni, gaddavír og' staurum fyrir 15—20 þúsund kr. Eg fékk þetta með sæmileg- um kjörum. En þess ber að gæta, að féð, sem varið er lil efniskaupanna, er tekið af næsta árs fjárfram- lagi, og þá er ekki miltið aflögu til annara framkvæmda, ef skógræktin fær ekki nema 40 þús. kr. fjárveitingu frá Al- þingi.“ „Er um nokkurt annað fé að ræða ?“ „Ekki sem má byggja á. En hins má minnast, að undanfarin þrjú ár, eða árin 1938—1910, hefir hið opinbera ekki lagt skógræktinni til nema liðlega 100 þúsund krónur, en á sama tíma hafa einstaklingar, inn- lendir og erlendir, gefið til skóg- ræktarframkvæmda 'og skóg- ræktarsjóða samtals 136 /þús., krónur — eða 36 þús. kr. meira en ríkið liefir lagt fram til sömu máIa/“ „Hvar hafið þið keypt skóg- lendi ?“ „Við keyptum jörðina Jafna- skarð í Borgarfirði og vörðum til þess 5 þús. krónum,. Þarna er um mikið og fagurt skóglendi að ræða, en það er skóglendið, sem liggur vestanvert við Hreðavatn.“ „Er um fleiri skógræktar- framkvæmdir að ræða?“ „Já, við höfum dittað að hús- um, er standa á jörðum skóg- ræktarinnar, við höfum lagað til og lagt vegi i skógunum, komið upp spjöldum með leiðbeining- um fyrir ferðamenn og jafn- framt tilmælum um góða um- gengni á hverjum einstökum stað. Þá hefir skógræktin varið meira fé en hún raunverulega hefir ráð á, til að hlynna að gróðri í skóglepdunum, gróður. setningu, grisjun o. s. frv. Loks má geta þess, að nokkuð miklu fé hefir verið varið til að taka skógrækíarmynd. Og eg vona að liún geti framar öllu öðru sannfært menn um nauð- syn og ágæti skógræklarinnar hér á landi.“ „Hvar var liún tekin?“ „Víða á landinu. Kjartan Ó. Bjarnason annaðist myndatök- una, og var það gert í félagi við fræðslumálastjórnina. Tók Kjartan jafnframt fræðslu- myndir, er síðar verða notaðar til kenslu í barnaskólum lands- ins. M. a. verður innan skamms gengið frá mjög fallegri hlóma- mynd; verður settur í hana texti og er tilvalið að nota liana við kenslu. Sennilega verður hún þó ekki sýnd fyr en næsta haust, þvi að hún verður ekki sýnd fyr en húið er að taka af henni „copíu“. Við Kjartan höfum ferðast um landið í 1% mánuð samtals. Fyrst vorum við allan júlímán- uð á ferðalagi, þá fórum við um BorgarfjöFð, Húnavatns-,Skaga- fjarðar-, "Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslur austur á Möðrudals- öræfi og Hérað. Við fórum marga króka, en árangurinn var líka að sama slcapi. Teknir voru alls 1000 metrar — alt litfilmur — og þetta mun verða um tveggja klst. sýning þegar húið er að fella úr og sam- ræma myndina eins og liún á að verða.“ „Hvenær verður hún sýnd ? „Það er óiákveðið enn þá, lík- ast til seinna í vetur eða með vori'nu, en ef þú vilt sjá nokkur sýnishorn þá er það velkomið.“ Og þeir Hákon og Kjartan rendu nokkurum spólum í gegnum litla sýningarvél sem þeir liöfðu við hendina. Það má óhætt full- yrða, að þetla er það glæsileg- asta, sem sýnt hefir verið hér- lendis af litakvikmynd. Liggur það m. a. i því, að litirnir eru eðlilegri en i þeim litafilmum öðrum, sem hér liafa sést. Er ekki að efa að filman verður Skógræktinni til sóma og von- andi einnig til mikils gagns í framtíðinni. Að lokinni sýningunni spjrr tíðindamaður Hákon, livort Iiann telji skógræktarmálin ckki i hfclld i ágætu liOlfi. „Að vissu leyti,“ svarar skóg- ræktarstjóri, „en það gengi betur — miklu hetur, ef meiru fé væri úr að spila. Það er öm- urlegt til þess að vita, þegar knýjandi verkefni bíða fram- undan -—- málefni sem varðar alþjóð, varðar fegurðarlilfinn- ingu og vélgengni okkar, að þá skuli stranda á fjárliagsörðug- leikunum. En eg er sannfærður um, að í ár er þetta ekki nein afsöklm. Afkoma fólks er góð og féð velt- ur inn yfir landið. Þingið verð- ur Jiess vegna að sjá sóma sinn í því, að verja til Skógræktar- innar meira fé,en það hefir gert. Landið sjálft kallar á þessa pen- inga, það krefst þeirra, það þarfnast þeirra —- en það liorg- ar þá hka þúsundfalt aftur.“ Og ef peningarnir fást ekki? „Verð eg víst að taka upp sama náð og Þórbergur. Eg verð að fara lit og liengja mig, — en mér er alvara.“ Faust-sýning Stúdentaíélags Reykjavíkur Þetta Faust-leikrit, sem Stú- dentafélagið fer nú að sýna, er miklu eldra en leikrit Goetlies, en menn vita engin deili á höf- undinum. Hefir Ludvig Guð- mundsson íslenskað óhundna málið i leikritinu, en Ragnar Jó- hannesson Ijóðin. Lögin eru eft- ir Hallgrím Helgason. Þeir, sem fara með texta, eru: Benedikt Antonsson, Drífa Við- ar, Guðlaugur Guðmundsson, Hersteinn Pálsson, Kurt Zier, Lárus Sigurhjörnsson, Sigurð- ur Ilannesson og Ævar Kvaran. Kurt Zicr, sem vann við Ma- rionette-leikhús í Berlín, málaði leiktjöldin, en ásamt nemendum úr kennaradeild Handíðaskól- ans teiknaði og smíðaði hann einnig leikhrúðurnar. Zier er einnig leikstjóri, en Lárus Í5ig- urbjörnsson aðstoðaði við stjórn og undirbúning leilcsins. Kurt Zier, frú hans og nem- endur Handíðaskólans stjórna leikbrúðunum. Eins-og áður hefir verið skýrt frá, eru aðgöngumiðar seldir í skrifstofu Egils Sigurgeirsson- ar, lögfræðings, Austurstræti 12 og fást þar miðar að báðum sýningunum, 1. og 2. jan. Verði eitthvað óselt á nýársdag, munu þeir miðar verða séldir við inn- ganginn. Myndin hér að ofan er af Me- phistopheles og æringjanum Hanswurst. Eigast þeir við i leikritinu og þótt Mephisto sé slimginn, leikur Hanswurst þó á hann og græðir af honum fé í veðmálum. Athygli skal vakin á því, aö verslanir verSa lokaíiar 2. jan. n. k., vegna vörutalningar. Bæjar fréttír Áramótamessur. í dómkirkjunni: Á gamlaárs-' kveld kl. 6 síra Friörik Hall- grímsson, á Nýjársdag kl. n síra Bjarni Jónsson, og' sama dag kl.. 5 síra Friörik Hallgrímsson. í háskólakapellunni ver'öur messaö kl. 5 á nýársdag. Síra Sig- . uröur Einarsson dosent prédikar. (Gengiö inn um innganginn á suöurenda háskólans.) í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11.15, í kveld og kl. 5 á nýjársdag. Síra Garöar Þorsteinsson. Á Bjarnarstöðum kl. 2 á nýjárs- dag. Síra Garöar Þorsteinsson. í fríkirkjunni á gamlaársdag kl. 6 síðdegis. Síra Árni Sigurðsson prédikar, og nýjársdag kl. 2, síra Árni Sigurðsson. í fríkirkjunni í Hafnarfiröi: Á. gamlaárskveld kl. 11 og nýjársdag kl. 2. Síra Jón Auðuns. HjónaefnL Nýlega hafa opinberaö trúlofun sína ungfrú Ragnhildur Árnadótt- ir, Þverholli 3, og Garöar Ólafs- son, stud. med., Barónsstíg 33. Vísir kemur ekki út 2. janúar. Blað- ið er 8 síður í dag. Næturlæknir í nótt Gísli Pálsson, Laugavegi 15, simi 2474. Næturvörður í Ingólfs- apóteki og Laugavegs apóteki. Næturlæknir aðra nótt Kristján Hannesson, Mímisvegi 6, sími 3836. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Næturlæknir 2. janúar Theodór Skúlason, Vesturvalla- götu 6, sími 3374. Næturvörður í Ingólfs apóteki og Laugavegs apó- teki. Helgidagslæknir á morgun . Pétur Jakobsson, Vífilsgötu 6, sírni 2735. Vetrarhjálpin. Skekkja haföi slæðst inn í frá- sögn blaðsins i gær um peninga- gjafir til Vetrarhjálparinnar. Stóð þar Á. Einarsson &_Funk 25 kr., en átti að vera: Starfsfólk hjá Á. E. & F. 25 kr., Á. Einarsson & Funk IOO kr. Leikfélag Reykjavíkur biður blaðið aö vekja athygli á augl. félagsins fyrir leiksýninguna annað kveld, því aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 3 til 5 í dag,. þ. e. á öðrum tima en venjulega. Árshátíð Heimdallar verður haldin í Oddfellowliöll- inni laugardaginn 11. janúar og; hefst með sameiginlegu borð- haldi og verða þá fluttar ræður, og auk þeirra verða fjölbreytt skemtiatriði. Þetta verður áreiðan- lega mjög fjölsótt samkvæmi og eru Heimdellingar hvattir til að tryggja sér aðgang i tíma, strax og það verður auglýst. . útvarpið í dag: 12.00—13.00 Iiádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Fréttir. 18.00 Aftansöngur í Dóm- kirkjunni (síra Bjarni Jónsson). ig.io Nýárskveðjur. Létt lög (af plötum). 20.30 Lúðrasveit Reykja- víkur leikur. 21.00 Gamanvísur (Bjarni Björnsson leikari). Hljóm- plötur: Gamlir dansar. 21.30 Dans- hljómsveit Bjarna Böðvarssonar leikur og syngur. ■ 22.00 Danslög. 23.20 Annáll ársins 1940 (V.Þ.G.). 23.55 Sálmur. Klukknahringing. 00.05 Áramótakveðja. Þjóðsöngur- inn. Hlé. 00.15 Dan^lög (til kl. 3). Útvarpið á nýjársdag: 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Á- varp forsætisráðherra. 14.00 Messa í Fríkirkjunni (síra Árni Sigurðs- son). 15.00—16.30 Miðdegistón- leikar (plötur): Ýms tónverk. 19.25 Nýjárskveðjur. Létt lög (af plötum). 20.00 Fréttir. 20.30 Ní- unda synfónian eftir Beethoven (plötur). 21.40 Danslög til kl. 24. Útvarpið 2. janúar: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.- 25 Hljómplötur: Gamanlög. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 19.5° Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Hugleiðingar um hafið (Guðmundur Friðjónsson — Á.J.). 20.50 Útvarpshljómsveitin: Lög úr óperunni „Fagra veröld“ eftir Lehár. — Tvíleikur á harmóníum og píanó (Eggert Gilfer og Fritz Weisshappel) : Óttusöngur eftir Field. 21.15 Minnisverð tíðindi Axel Thorsteinsson). 21.35 Hljóm- plötur: Harmóníkulög. 21.50 Fréttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.