Vísir - 07.01.1941, Blaðsíða 2
V í S I R
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstrœti)..
Símar 1 660 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Vinna eða
atvinnuleysi
M 2000 manns ganga at-
vinnulausir í bænum. Nóg
vinna er í boði. Ekki er veðrið
því til fyrirstöðu, að unnið sé.
Á degi liverjum tapa verka-
menn 30—40 þúsund krónum.
Hvernig stendur á þessu? Það
er öllum kunnugt. Á Dagsbrún-
arfundinum, sem haldinn var á
nýjársdag náðu kommúnistar
yfirhöndinni. Þeim tókst að
blekkja meirihluta fundar-
manna. Meðal þeirra, sem ræð-
ur fluttu, voru menn, sem ver-
ið liöfðu í hernaði. Þeir vissu
alveg upp á hár, að þjóðir, sem
eiga í styrjöld, sjá ekki í aur-
ana. Það var ekkert annað en
vera nógu kröfuharður, þá
mundu pcningarnir liggja á
borðinu. Margir hrekklausir
menn létu ginnast af þessum
fortölum. Þéir trúðu því að ó-
reyndu, að þetta mundi ganga
eins og í sögu. Auðvitað mundu
brezku hernaðaTyfirvöldin
ganga möglunarlaust að þeim
kröfum, sem fram yrðu born-
ar. Hvað ætli munaði um það ?!
Það var þessi trú og þessi skoð-
un, sem réði úrslitum á Dags-
brúnarfundinum.
Kommúnistar hrósuðu sigri.
Þeim Iiafði tekizt að koma
verkfallinu á. En næsta dag
kom svarið. Brelar féllust ekki
á kröfurnar. Þeir neiluðu að
greiða hærra kaup en íslenzkir
atvinnurekendui’. Það var með
öðrum orðum tóm vitleysa, að
setuliðið mundi fallast orða-
laust á kröfurnar, eins og
kommúnistar liöfðu fullyrt. Og
jafnframt því, sem Bretar neit-
uðu að ganga að kröfunum,
létu þeir í ljós, að þeir mundu
láta sína eigin menn vinna þau
verk, sem íslendingar höfðu
unnið, og nota til þess annað-
hvort menn úr setuliðinu, eða
aðflutta verkamenn. Þannig
féllu forsendurnar gersamlega
undan þeirri samþykkt, sem
gerð var á Dagsbrúnarfundin-
um.
Vera má, að einhverjir af
þeim 446 mönnum, sem greiddu
atkvæði með Dagsbrúnarsam-
þykktinni, hefðu gert það, þótt
þeir hefðu vitað afstöðu Breta
fyrir. En allur þorri þessara
446 manna hefðu greitt atkvæði
gegn samþykktinni, ef þeir
hefðu gert sér ljóst, að fullyrð-
ingar kommúnista voru fleipur
eitt og blekkingar. Og megin-
þorri þeirra Dagsbrúnarmanna,
sem ekki sátu fundinn — en
það er mikill meirihluti félags-
manna — hefðu látið gaspur
kommúnista, sem vind um eyr-
un þjóta.
Kommúnistar sáu nú að þeir
höfðu tapað í fyrsta Ieik. Þeir
voru orðnir uppvísir að því, að
hafa sagt rangt til um afstöðu
brezku hernaðar-yfirvaldanna.
Þeir skynjuðu það alveg rétti-
lega, að þeir voru að missa
tökin.
En þeir voru ekki af baki
dottnir fyrir því. Nú voru góð
ráð dýr. Úr því að hernaðar-
yfirvöldin höfðu ekki gengið
að kröfunum, þá var reynandi
að snúa sér til hermannanna
sjálfra. Til þeirra var nú leitað^
í nafni bræðralagsins og stétt-
visinnar, og þeir beðnir að
vinna verkfallið. Með þessu til-
tæki vaf auðsæti, að kommún-
istar voru orðnir vonlausir um
að íslenzkir verkamenn fylgdu
þeim lengur að málunf. Ifer-
menriirnir voru livattir til upp-
reisnar gegn foringjum sínum.
Það var ekkert hirt um það,
þótt þeir stofnuðu lífi sínu í
voða, ef þeir legðu eyrun við
ávarpi kommúnista. Það var
ekkert skirrzt við að rógbera
íslenzka framleiðendur og
stjórnmálamenn við erlendan
herafla.
En þessi síðari villa var verri
hinni fyrri. Kommúnistar vinna
það eitt á, að opinbera innræli
silt, glópsku sína og ófyrir-
leitni, áþreifanlegar en nokkru
sinni fyr.
Með þessu síðasta tiltæki hafa
kommúnistar gengið fram af
öllum hugsandi mönnum og
þjóðhollum í verkamannastétt.
Allsherjaratkvæðagreiðsla á nú
að fara fram innan Dagsbrún-
ar. Verkamenn eiga að segja til
livort þeir kjósi lieldur vinnu
en atvinnuleysi. Hverjir eru í
vafa um svarið? Kommúnistum
mun ekki haldast það lengur
uppi, að liafa af reykvískum
verkalýð 30—40 þúsund krón-
ur á dag.
a
Nýjn prestarnir
hafa vcrið
§kipaðir.
í morgun var tekin ákvörðun
um, hverjir hljóta skyldi prests-
embættin nýju hér í Reykjavík.
Þessir verða nýju prestarnir:
í Nessókn: Síra Jón Thorar-
ensen.
í Hallgrímssókn: Síra Sigur-
björn Einarsson og síra Jakob
Jónsson. »
í Laugarnessókn: Síra Garðar
Svavarsson.
Sjómenn
leggja niður
vinnu kl. 12
í kvöld.
Skipasmiðir hófu
verkfall í gærkveldi.
Þegar Vísir hafði tal af
sáttasemjara ríkisins, dr.
juris Birni Þórðarsyni lög-
manni í morgun sagði hann
blaðinu svo frá, að liann
hefði ekki boðað samninga-
nefndir sjómanna og út-
gerðarmanna á fund sinn.
Er fresturinn útrunninn á
miðnætti í nótt, samkvæmt
skilningi þeim, sem Sjómanna-
félagið leggur í hann, og er
verkfall á togurum boðað frá
þeim tíma. Útgerðarmenn líta
hinsvegar svo á, að þessi frest-
ur sé ekki löglegur.
í málefnum Iðju og félags ís_
lenzkra iðnrekenda situr allt
við hið sama og fara þar engar
umræður fram.
Sama máli gegnir um verk-
fallið hjá bakarasveinum.
Skipasmiðir hófu verkfall í
gærkveldi frá kl. 6, eftir að ár-
angurslaus tilraun hafði verið
gerð til að fá verkfallinu frest-
að. —
Sveinafélag hárgreiðslu-
kvenna hefir Iátð fram fara at-
kvæðagreiðslu um heimild til
að hefja verkfall. Kemur heim-
ildin til framkvæmda þ. 15. þ.
m., ef ekki hafa náðst samning-
ar fyr.
IMOfil\ ÓI.AFSSON:
HVAÐ ER FRAMUNDAN?
AÐ hefir tíðkast hér
að ritaðai’ séu langar
yfirlitsgreinar á hverjum
áramótum um hið liðna ár
og hið markverðasta er þá
gerðist. Verður það varla
lastað ef af reynzlunni má
nokkuð læra til sjálfsbjarg-
ar fyrir þjóðina á því ári
sem er að hefjast. Þótt yfir-
lit gamla ársins geti á þann
hátt verið nytsamlegt, varð-
ar þó meira að gera sér
nokkra grein fyrir þeim
verkefnum sem framundan
eru og nýja árið mun knýja
í fang landsmönnum.
I.
Flestir fslendingar munu líta
svo á, að þeir standi nú á mótum
nýrra tima og að nýja árið muni
marka nýtt tímahil í sögu þjóð-
arinnar. Þeir sem hafa trú á
framlíð liennar og giftu munu
vænta þess að það verði mesta
framfara og menningar tímabil
sem yfir þetta land liefir geng-
ið. Enginn getur sagt fyrir hvað
verða muni en reynzlan siðustu
lmndrað árin sannar það, að
hvert spor sem stigið liefir verið
til vaxandi sjálfsforræðis, hefir
stöðugt orðið ný uppsprelta
framtaks og manndóms með
])jóðinni. Frjáls vezlun var
fyrsta sporið til efnalegs þroska,
svo lcomu aukin þjóðarréttindi
og sjálfstjórn er hristi af þjóð-
inni undirlægjuháttinn og van-
máttarkenndina. Loks komu
erfiðleikar tveggja styrjalda,
sem kenndi landsmönnum að
fátt er jafn hverfult og annara
forsjón, en sýndi þeim um leið,
að þeir eru færir um að fara
með sín eigin mál gagnvart öðr-
um þjóðum og sjá sér farborða.
Sumum þykir sælt að lifa í
þeirri trú, að íslenzka þjóðin
hafi ákveði lilutverk að inna af
höndum. Eg ætla að leiða þær
hugleiðingar hjá mér. En eg hefi
þá bjargföstu trú, að vakning
sú, framför og þroski, sem orð-
ið hefir í landinu það sem af er
þessari öld, sé að eins aftureld-
ing jæss dags er yfir þjóðina
muni renna ef frelsisbaráttu
hennar lýkur með fullkomnu
sjálfsforræði án íhlutunar nokk-
urs erlends valds. Háleitasta
hlutverlt einnar þjóðar er að búa
í friði við umheiminn og byggjá
upp þjóðfélag ánægðra, dug-
andi, þroskaðra manna, þar sem
enginn er kúgaður.
II.
Þeir atburðir sem gerðust í
aprílmánuði siðasta ár, liafa
gerbreytt allri afstöðu landsins
til sambandsins við Danmörku.
Óþarfi er að rekja það sem öll-
um er kunnugt. En flestum
hlýtur að vera ljóst að sú breyt-
ing sem þá var gerð á stjórn-
skipun landsins, var að eins til
bráðabirgða og getur ekki staðið
til lengdar. Sú skipun að fimm
menn fari sameiginlega með
æðsta framkvæmdarvald í land-
inu er stundar úrlausn. Með því
er tjaldað til einnar nætur.
Deila sem upp rís meðal liand-
hafa konungsyaldsins getur
valdið stöðvun hins æðsta fram-
.kvæmdarvalds í landinu. Það er
því aðkallandi nauðsyn að
breyta þessari skipan og skapa
nýtt form fyrir stjórnskipun
landsins sem orðið getur til
frambúðar.
Samkvæmt sambandslögun-
um má endurskoða samninginn
eða segja honum upp eftir árs-
l®k 1940. Slík uppsögn hefði að
öllu óbreytlu ekki komið til
framkvæmda fyrr en 1943 eða
25 árum eftir að samningurinn
var gerður. Undanfarin ár hafa
allir lielzlu stjórnmálaflokkar
landsins lýst yfir því, að þeir
væri fylgjandi uppsögn sam-
bandslaganna og tryggja með
því landinu fullkomið sjálf-
stæði. Má þvi gera ráð fyrir að
það sé eindreginn þjóðarvilji að
þjóðin endurlieimti sitt forna
frelsi svo fljólt sem verða má.
Nú er komin sú stund að segja
má upp sambandslögunum og
aðeins er nú eftir af samnings-
tímanum þau 3 ár sem gert var
ráð fyrir að nota mætti til samn-
inga ef slíks væri óskað. En ís-
lendingar liafa ekki gert ráð
fyrir að gera nýjan samning.
Hins vegar liafa örlögin liagað
svo til. að óviðráðanlea atvik
hafa hindrað annan aðila samn-
ingsins að uppfylla þær skyldur
sem liann leggur lionum á herð-
ar og á þann hátt slcapað oss þá
nauðsyn að breyta stjórnskipan
landsins.
Enginn veit hversu lengi þetta
ástand helzt, en bráðabirgða-
lausnin er gersamlega ófull-
nægjandi til frambúðar. Þess
vegna lilýtur sú spurning að
vakna í huga livers einasta ís-
lendings,
hvort vér eigum að halda
þeirri ófullkomnu bráða-
birgða stjórnskipan, sem vér
nú höfum, meðan ófriðurinn
stendur, hversu lengi sem það
kann að verða, eða eigum vér
nú að stíga það skref til fulls,
sem vér annars að öllu ó-
breyttu hefðum gert innan
þriggja árá.
Það svar sem hver liugsandi
maður i landinu gefur sjálfum
sér við spurningu þessari, á
ekkert skylt við pólitískar deil-
ur. Það hlýtur að riaárkast af
því sem samvizka hans og vits-
munir telja að sé þjóðinni og
framtíð liennar fyrir bezlu.
Þjóðin hefir ætlað sér að
verða sjálfstæð og óháð innan
skamms tíma. Nú hafa örlögin
fyrirvaralaust varpað sjálfstæð-
ismálum vorum í deiglu þeirrar
byltingar sem nú fer fram í
heiminum og gert aðkallandi
nýja skii)un á liögum vorum. Þá
skipun éigum vér að gera djarf-
lega, viturlega og án mikillar
tafar. Sumir munu máski segja
að þjóðin eigi að fara varlega
eins og nú standa sakir og gera
sig ánægða með það sém er. Á
öllum tímum liefir liún átt
menn sem hafa ráðlagt að fara
varlega þegar um stjórnarfars-
legar breytingar hefir verið að
ræða. Sagan sýnir að þessir
menn liafa alltaf haft rangt fyrir
sér.
III.
Það væri illa farið ef lausn
sjálfstæðismálsins yrði að
deiluefni nú þegar þjóðin stend-
Ur á krossgötunum. Allir eru
sammála um að það sé hafið yf-
ir flokkadeilur, en það verður
líka að forðast að sundurþykkja
geti sprottið um leiðina sem
feta beri að markinu. Öll þjóðin
verður að fylkja sér samhuga
um málið og ])ess er að vænta
að sú ákvörðun verði hvorki
niðurlút né liikandi. Ef það
tekst giftusamlega að leggja
grundvöllinn að nýju síjórnar-
formi sem á venjulegum tímum
tryggir þjóðinni óskorað vald
um öll sín mál, þá ætti næsta
sporið að verða það, að fá lands-
menn til að vera samtaka og
sammála um þær ráðstafanir
sem nauðsynlegar eru til að
byggja upp fullvalda þjóðfélag,
sem fært er að standa á eigin
fótum. Það næst aðeins með
góðri samvinnu hinna ábyrgu
stjórnmálaflokka.
Þótt margir liafi eitt og annað
út á stjórnarsamvinnuna að
setja, þá telja menn yfirleitt
samvinnu flokkanna skynsam-
lega eins og nú standa sakir, ef
hún er byggð á heilindum,
drengskap og réttlæti og er
framkvæmd með heill alþjóðar
fyrir augum. Á réttlætið hefir
þótt nokkuð skorta og heilindin
ekki síður. Má í því efni benda
á grein i Tímanum fyrir nokkr-
um dögum um „Kveldúlfsmál-
ið“, sem vakið hefir almenna
athygli fyrir það eitt, hversu ó-
drengileg málfærsla þar er í
frammi höfð. Lengra verð-
ur varla komizt í því efni.
Sú óánægja sem reis við mynd-
un þjóðstjóniannnar var sprott-
in af því að margir voru andvig-
ir þvi að ganga til samvinnunn-
ar fyrr en gert væri út um
stærstu deilumálin og töldu slíkt
ekki til frambúðar. Engin
stjórnmálsamvinna getur þrif-
ist til lengdar ef um sum stærstu
og viðkvæmustu deilumál
flokkanna befir ekki náðst sam-
komulag er þeir geta sætt sig
við meðan samvinnan á að
standa. Þetta var höfuð-ástæðan
fyrir andstöðu nokkurs hluta
Sjálfstæðisflokksins gegn
stjórnarsamvinnunni. Þeir 20
mánuðir sem stjórnin hefir set-
ið að völdum hafa leitt í ljós, að
þeir menn höfðu rétt fyrir sér
sem héldu þvi fram að deilu-
málin bæri að jafna áður en til
samvinnunnar væri gengið.
Ulfúð hefir blossað upp út af
málum sem voru óleyst þegar
samvinnan hófst, málum sem
hafa valdið örðugleilcum í sam-
starfjnu, málum sem eru ó-
leyst enn. Stjórnarsamvinna
blessast varla til lengdar ef lnin
er ekki byggð á traustari grund-
velli. Sá grundvöllur, sem nú er
byggt á er ekki vel til þess fall-
inn að byggja á samstarf ís-
lenzku þjóðarinnar um endur-
heimt* fullkomins sjálfstæðis.
Deilur flokkanna eru sprottn-
ar af misjöfnum hugmyndum
um ýms þjóðfélagsmál og fram-
lcvæmd þeirra. Samstarfsins er
ekki þörf til að samræma þessi
viðhorf. En þess er þörf til að
byggja upp nýtt þjóðfélags-
form er tryggt getur framtíð Is-
lendinga sem fullvalda þjóðar
og skapað þeim virðingu og við-
urkenningu umlieimsins. Sam
starf hins nýja tíma hlýtur að
byggjast á þessum staðreynd-
um. En það getur því aðeins
tekist að flokkarnir semji um
deilumál sín á þann liátt að þeir
geti við unað. Þeir verða að gera
hreint borð í sínum pólitísku
dægurmálum. Þ\i betur sem sú
lausn tekst, því betri verður
árangurinn
IV.
Sterk bein þarf til að þola
góða daga.
Það hlýtur að verða prófsteinn
iá atgjörvi landsmanna til að
ráða málum sínum og byggja
upp fullvalda þjóðfélag, hvern-
ig þeim tekst að vefa sér örlög
úr þeim þráðum sem forsjónin
hefir nú um stund fengið þeim
í hendur. Ef manndómur þjóð-
arinnar er nógu mikill til að
lialda ró sinni óg dómgreind
um þessar mundir, þá verður
henni til giftu og gengis í fram-
tíðinni það fé sem hún fær nú
fyrir starf sitt og framleiðslu.
En þoli hún eltki meðlætið þá
skapast hér óheilbrigð þensla
og óvarlegur rekstur er valdið
getur hruni og öngþveili í þjóð-
félaginu.
Aðalhlutverk ríkisstjórnar-
innar nú er að sporna við slikri
rás með því að halda dýrtíðinni
í skefjum með öllum ráðum.
Mun mörgum finnast að minna
sé aðhafst í því efni en þörf væri
á. Þarf fleiri úrræði og sterkari
átök en sýnd hafa verið til þessa.
Þensla dýrtíðarinnar felur i
sér liættu fyrir efnalega afkomu
þjóðarinnar og fjárhagskerfi
hennar er ekki verður séð lit
yfir. Ef stjómarvöldin missa al-
gerlega tökin á þessum málum,
sem lielzt lítur nú út fyrir, þá
verður erfitt að sjá livar náð
verður lendingu þegar óveðrinu
slotar. Verður að líkindum nán-
ar rælt um þetta hér í blaðinu
bráðlega.
Ef hægt er að bafa verulegan
hemil á þenslu dýrtiðarinnar, er
það mikil stoð við lausn annara
vandamála, eins og þess, að gæta
þess fjár sem nú safnast vegna
liækkandi verðlags iá afurðun-
um og minnlcandi innflutnings.
Samdrátturinn í innflutningn-
um og erfiðleikar i því sam-
bandi hlýtur að valda ráðandi
mönnum vaxandi áhyggju.
Vegna strangra innflutnings-
liafta undanfarin ár og ýmsra
erfiðleika eru birgðir erlendra
nauðsynja í landinu af mjög
skornum skammti, sumra vöru-
tegunda liefir þjóðin orðið a‘ð
vera án árum saman. Ekki er
útlit fyrir að úr þessu rakni,
nema síður sé. Líklegt er að erf-
iðleikar fari vaxandi, með það
að ná vörum til landsins, þótt
nægilegt fé sé fyrir hendi f
sterlingspundum lil að greiða
fyrir þær. Af þessum orsökum
er líklegt að inneign landsmanna
fari vaxandi í Bretlandi en
þangað fer meginliluti útflutn-
ingsihs. Bilið milli útflutnmgs
og innflutnings stækkar á liverj-
um mánuði. Það sem áður var
talið æskilegast er nú orðið að-
kallandi vandamál. En það er
ráðstöfun þéirrar inneignar
sem nú er orðin talsvert mikil
og geymd er vaxtalaus erlendis.
Eins og sakir standa er mikið af
því sparað fé. Þvi betur sem
þessari eign er komið til varan-
legra hluta, því auðveldara verð-
ur að verjast áföllum.
Það sem nú er að gerast og
verða mun í nálægri framtíð i
þeim málum sem eg hefi hér
lauslega drepið á, hlýtur ólijá-
kvæmilega að liafa sterk álirif iá
það hvernig tekst að byggja
upp fullveldi landsins. Þjóð sem
vill standa á eigin fótum verður
að vera fjárliagslega sjálfstæð.
Ef fullveldið á að verða nokkuð
annað en glamur og hillingar,
verður þjóðin nú að fylgja
fastri og öruggri stefnu í fjár-
málum sinum og atvinnurekstri,
svo að hún komi lieilbrigð og
sterlc út úr liildarleiknum, ef
þess er kostur, en ekki lömuð
og magnþrota og ófær að sjá sér
farborða.
Revyan 1940.
Forðum í Flosaporti, er leikin
annað kvöld kl. 8I4- Aðgöngumið-.
ar seldir í dag kl. 4—7.
A. S. B.
heldur fund annað kvöld. — Sjá
augl. >
Næturlæknir.
Pétur Jakobsson, Vífilsgötu 6,
sími 2735. Næturvörður í Ingólfs
apóteki og Laugavegs apóteki.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19.00
Enskukennsla, 2. fl. 19.25 Hljóm-
plötur: Lög úr óperettum og tón-
filmurm 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi:
Amerískir nútima rithöfundar
(Kristmann Guðmundsson rithöf.).
21.00 Tónleikar Tónlistarskólans:
Tríó í H-dúr, Op. 8, eftir Brahms.
21.30 Hljómplötur: Gátutilbrigðin
eftir Elgar.