Vísir - 10.01.1941, Blaðsíða 2
VÍSIR
t
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)..
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
I.ausasala 10 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Bending Tímans
ÍMINN heldur að eitthvað
hafi rekið á fjöruraar hjá
sér. En það er bara missýning.
I gær er verið að rausa um, að
þvi hafi verið haldið fram hér
í blaðinu, eins og um „eðlilegan
og sjálfsagðan hlut“ væri að
ræða, „að ráðlierrar Sjálfstæðis-
flokksins hefðu beitt hlutdeild
sinni í konungsvaldinu til að
fremja slíkt lýðræðishrot“ •— þ.
e. a. s. beita synjunarvaldi við
veitingu annars prestsembættis
í Hallgrímssókn. Þetta er alveg
út í bláinn, eins og hver maður
veit, sem lesið hefir greinar
þær, sem hér hafa birzt um
þetta mál. En derringm; blaðs-
ins verður ennþá kátlegri, þeg-
ar vitað er, að þessi auvirðilega
hártogun var fengin að láni hjá
manni úr öðrum flokki -—
manni, sem Tímanum hefir
meira að segja verið mjög upp-
sigað við að undanförnu. Og nú
er þessi gárungi að gera gys að
því, l#að Tímanum sé allt í einu
orðið illa við alla „fræðilega
möguleika“. Það hafi verið ann-
að forðum, þegar Eysteinn var
að afsaka „konsessjónirnar“ til
Breta!
Það er cngin leið, að láta það
eftir Tímanum, að fara að pexa
um firrur og útúrsnúninga,
þótt hann vildi auðvitað liafa
umræðurnar í því horfi, til þess
að geta dreift athygli manna
sem mest frá kjarna málsins.
*
Timinn heldur að ekkert sé
lýðræðisbrot, nema það sé lög-
hrot. Eftir þessu ætti það ekki
að vera neitt lýðræðisbrot, þótt
menn séu sviftir athafnafrelsi
og málfrelsi í einræðislöndun-
um, bara ef lögin heimila það.
Ef lög eru úrelt og ólýðræðis-
leg, getur verið lýðræðisbrot að
fara eftir þeim. Ef nokkur vafi
er á um framkvæmd slíkra laga,
og sé um tvær leiðir að velja,
hlýtur hver sú stjórn, sem telur
sig lýðræðissinnaða, að velja þá
leiðina, sem liggur i lýðræðis-
átt.
Alþýðublaðið, sem annars
lætur sér vel lika hið lýðræðis-
lega víxlspor Hermanns Jónas-
sonar, segir í gær um lögin um
veitingu prestakalla, að „vitan-
lega megi deila um, hve nærri
slík lög séu anda lýðræðisins.
En úr því að það er viðurkennt,
að lögin séu ekki allskostar í
anda lýðræðisins, er ekki hægt
að bera þau ein fyrir sig til að
afsanna að liér hafi verið höggv-
ið nærri lýðræðinu.
Því hefir ekki verið neitað,
að veiting séra Jakobs Jónsson-
ar liafi verið lögleg. Hinu hefir
verið neitað, að liún væri lýð-
ræðisleg. En hún gat verið
hvorttveggja í senn, lýðræðisleg
og lögleg, ef farið hefði verið
að óskum biskups landsins,
sjálfstæðisráðherranna og sjálf-
stæðisblaðanna.
Eða á maður að trúa því, að
Tíminn telji lögunum betur
fullnægt með því að taka þann
umsækjandann, sem færri at-
kvæði fékk, en ganga framhjá
hinum, sem fleiri kusu?
#
Þótt Tíminn eyði pappír og
prentsvertu viku eftir viku,
tekst honuin aldrei að réttlæta
það, sem óverjandi er. Ríkis-
stjórnin hefir lýst því yfir, að
hún telji það skyldu sina, að
vernda lýðræðið, ekki einungis
í orði, heldur.líka í verki. Þegar
það er játað, að lögin séu ekki
í „anda lýðræðisins“, varð að
framkvæma þau svo, að sem
næst væri „anda“ þess. Það var
hægt með því að veita þeim,
sem flest atkvæðin fengu. En
engu öðru.
Þótt reynt sé að fóðra það,
að farið sé gegn lillögu biskups,
er miklu eðlilegra að skilja lög-
in sVtT, að stjórnin veiti því að-
eins öðrum umsækjendum en
þeim, sem flest atkvæði hafa
hlotið, að fyrir liggi tillaga
biskups um það. Eina fordæm-
ið, sem til er fyrir þvi, að véitt
hafi verið öðrum en þeim, sem
hæsta atkvæðatölu hafði, er j
veiting Hólmaprestakalls. En j
þar var farið eftir tillögu bisk-
ups. |
¥ . I
Annars hefir Tíminn höggvið ,
á hnútinn i þessu máli. I blað- j
inu í gær segir á þessa leið: „En !
hvaða líkur, hvað þá sannanir, j
hefirJ. (ón M'(agnússon), Mbl., j
Vísir og öll sú hersing fyrir því,
að séra Jón Auðuns hefði feng-
ið fleiri atkvæði en Jakob, Sig-
urjón eða Þorsteinn Lúther,
hefði verið kosið á milli aðeins
tveggja?“ Þetta er ágætt! Því
ekki að fá skorið úr þessu, með
því að láta fara fram kosningar
irrilli séra Jakohs og séra Jóns
Auðuns?
Þessi bending Timans er
vissulega þess verð, að hún sé
rædd í alvöru. Það er óhætt að
lofa Timanum þvi, að hver ein-
asti sjálfstæðismaður mundi
hiklaust fella sig við það, að sr.
Jakob yrði veitt embætlið, þótt
liann fengi eklci nema eilt at-
kvæði fram yfir sr. Jón Auðuns.
Því ekki að reyná?
a
Dreifibréfið:
Einn kommúnisti
handtekinn enn.
5kommúnistinn var hand-
■ tekinn síðdegis í gær í
sambandi við dreifibréfamálið
og er hann nú í haldi hjá Bret-
um.
Maður þessi heitir Guðbrand-
ur Guðmundsson og á heima á
Bergþórugötu 15.
Hann var handtekinn sam-
kvæmt upplýsingum, sem
fjórmenningarnir, sem fyrir
voru í varðhaldinu, liafa gefið.
Fékk Guðbrandur þá Harald og
Helga til að útbýta dreifibréf-
inu og fékk þeim þau.
Bretar hafa ritað ríkisstjórn-
inni og kveðast þeir geta fallizt
Höfðmgleg gjöf
til Neskirkju á NorðfirðL
Eins og kunnugt er orðið hefir herra stórkaupmaður Ludvig
Storr í Reykjavík gefið Neskirkju nýja glugga. Komu gluggarn-
ir í haust og hafa nú verið settir í kirkjuna. Eru grindur og
karmar úr tré og vandaðir að smíði. Glerið er gulleitt, sóllitað
og ógagnsætt. Er kirkjunni hin mesta prýði og búningsbót að
gluggunum. Vil eg hérmeð flytja gefandanum alúðarfyllstu
þakkir safnaðarnefndar og safnaðar fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Mætti drengilegt dæmi þessa kirkjuvinar, sem er hér öllum ó-
kunnugur og mér vitanlega hefir aldrei hingað komið, verða til
þess að glæða hjá oss safnaðarmönnum Nessóknar nær og fjær
ræktarsemi til kirkju vorrar og löngun til að fegra hana og
prýða.
Eru nú og ýmsar endurbætur
í framkvæmd og standa fyrir
dyrum. Kór og skrúðhús verður
væntanlega byggt við kirkjuna
á vori komanda. Stendur ])á og
til að mála liana utan og innan.
Rafliitunartækjum hefir nýlega
verið komið fyrir og hljóðfæri
verið kevpt sem að vísn er gam-
alt en })ó mjög vel viðunandi þar
til efnahagurinn leyfir að kaupa
annað nýtt og stæx-ra. Nýlega er
lokið við steinsteypugirðingu á
tvo vegu um kirkjuna. Er þá
kirkjulóðin komin í samband
við trjágarð bæjarins og verður
nú á næstunni unnið að gróður-
setningu trjáplantna kringum
liana. Nokkurt fé hefir þegar
safnast til þessara framkvæmda
innan safnaðarins með frjálsum
samskotum, enda vex og skilvísi
safnaðarmeðlima á lögmæltum
gjöldum til kirkjunnar. Er það
vel að menn láti kirkjuna njóta
batnandi árferðis og aukinnar
greiðslugetu með skilvísi í gjöld-
um sinum til hennar og meiri
persónulegra fói'na, er menn
leggja fram af fúsum og frjáls-
um vilja. Mun þá áður langt líð-
ur blasa við Norðfirðingum og
öllum þeim er þennan bæ líta
snotui', vel hirt kirkja í skrúð-
gai'ði bæjarins, þangað sem gott
verðnr að knma fyrir ]>á sem
vilja leita huga sinum hvíldar
og friðar í ei'fiði og umsvifum
daglega lífsins.
Norðfirðingar, nær og fjær!
Minnist kirkju ykkar með áheit-
um og gjöfum á þessu nýbyrj-
aða ári, svo þessar framkvæmd-
ir sem liér hefir stuttlega verið
lýst og aðrar sem einnig eru
nauðsynlegar, mættu sem fyrst
vei’ða að veruleika. Munið, að
þá verður kirkjan okkur til
meix’i gleði og ánægju og bæn-
um okkar til rneiri sæmdar.
Gleðilegt nýár!
#
Sigdór V. Brekkan,
form. sóknarfiefndar.
Ellilann og*
Vakið hefir verið máls á því í blöðum að ellilaun og örorku-
bætur hafi verið lækkað fyrir yfirstandandi ár, og hafi aldrað
fólk og öryrkja þanng ferigið lægri greiðslu fyrir janúarmánuð,
en áður.
Vísir hefir leitað upplýsinga
um mál þetta, en því er svo far-
ið sem hér segir:
Á árinu 1939 ákvað Trygg-
ingarstofn*un ríkisins, að lxá-
marksörorkubælur í Reykjavík
á árinu 1940 skyldu vera kr.
900.00 á ári eða kr. 75.00 á mán-
uði, og var þetta greitt þannig
að viðbættri dýrtíðaruppbót.
Tryggingarstofnunin ákvað
hinsvegar hámarksörorkubæt-
ur fyrir yfirstandandi ár kr.
á að íslenzk yfirvöld fái málið
í sínar hendur — en með því
skilyrði, að þyki Bretum ekki
nógu liart tekið á þeim, þá taki
þeir til sinna ráða. Að þessu mun
í’ikisstjói’nin vart geta gengið og
hefir hún að likindum tjáð ræð-
ismanni Breta það.
1170.00 eða kr. 97.50 á mánuði,
að meðtalinni dýrtíðaruppbót,
! en upphæð þessi er nokkuð
lægri en Iiámarksörorkubætur,
sem greiddar voru í desember.
Bar þar til að framfærslunefnd
hafði ákveðið hámarksörorku-
bætur kr. 1.290.00, eða kr. 107.-
50 á mánuði, að. meðtöldu
sjúkrasalnlagsiðgjaldi. Eru hiá-
nxarksöi’orkubætur og ellilaun
greidd af Reykjavíkui’bæ nú
eins og fi’amfærslunefnd hefir
ákveðið þau, án tillits til þess að
Tryggingai’stofnun ríkisins á-
kvað þau mun lægri. Mánaðar-
styrkir, sem ekki nema fullum
lífeyi’i, lxafa lxækkað hlutfalls-
lega jafn mikið. Það er því
beinlínis ranghermi að ellilaun
og örorkubætur hafi yfirleitt
lækkað.
Hitt er svo allt annað mál, að
SigliDgabannið íyrir
Vestijörðnm nær nú
snðnr að Látrabjargi.
Eins og Vísir hefir skýrt frá, var þess værist, að
suðurtakmörk umferðarbannsins fyrir Vest-
fjörðum yrði færð norður að ísaf jarðardjúpi.
Nú hefir komið tilkynning frá Bretum um þetta og eru
suðurtakmörkin raunverulega færð norður að Grænu-
hlíð við ísafjarðardjúp — að 6€°20’0” — en fram-
kvæmdum slegið á frest um óákveðinn tíma.
HINSVEGAR ER ÁKVEÐIÐ AÐ ÞANGAÐ TIL
SKULI UMFERÐARBANNSSVÆÐIÐ NÁ SUÐUR
AÐ LÁTRABJARGI.
Má þá ekkert skip sigla fjær landinu en 4 mílur frá
Látrabjargi til Horns.
Fvrir Aiisturlandi hefir sú hreyting verið gerð, að
hættusvæðið nær að norðan frá Bjarnareyjarvita við
Vopnafjörð — og hefir verið kveikt á honum aftur —
og suður að Kambanesvita. Þar hefir líka verið gerð sú
breyting að fiskveiðar eru heimilaðar fjórar mílur út
frá landinu, en voru bundnar við 3 mílur áður.
Útgerðarmenn í Haínarfirði og
Verkamannafélagið Hlíf undirrit-
uðu samninga í gærkvöldi.
Samningar voru undirritaðir
í gærkveldi í HafnarfirSi af út-
gerðarmönnum og Verka-
mannafélaginu Hlíf, en samn-
ingaumleit^nir hafa nú staðið
yfir langa hrxð.
Samningum var sagt xxpp af
hálfu Hlífar í haust, svo sem
ákveðið var i fyiTÍ samningum,
og var þá jafnframt kosixi 8
ixianna samninganefnd, — 5
stjórnendur félagsins og 3
menn aðrir, — til þess að hafa
sanniingaumleitanir með liönd-
unx. Qekk svo i nokkru þófi
um samniriga án þess að sainan
drægi, og liafði Verkamanna-
félagið Illíf lxoðað verkfall frá
og m,eð deginum i dag.
Samninganefnd Hlífar lagði
nú i vikunni fram samnings-
uppkast fyrir útgerðai'menn,
en þeir lögðu fram sem gagn-
tilboð samningsuppkast það, er
samkomulag varð um milli
árlega vex’ður að meta styrkþöi’f
livers einstaklings, sem styrks
nýlui’, og^etur þá farið svo, —
vegna breyttra aðstæðna, — að
styx-kur til einstaklinga hækki
eða lækki frá þvi sem áður var.
Allar ásakanir í garð bæjar-
stjórnar Reykjavikur í þessU
efni eru þvi byggðar á röngum
grundvelli og ástæðulausar með
öllu.
Dagsbrúnar ogVinnuvei lendafé-
lagsins. Samþykkli samninga-
riefnd Hlífar með 7 atkv. að
ganga að þessu. Var samnings-
uppkastið því næst lagt fyrir al-
mennan félagsfund og sam-
þykkt þar með 74 atkv. gegn
39 atkv.
Þótt Dagsbrún 'hafi unnið
verulega á í samningum sínum
við vinnuveitendui’, er breyt-
ingin lil bóta í Hafnarfirði þó
enn þá meiri. Má þar nefna, að
til þessa liafa þar gilt tveir
taxtar í dagvinnu, annar fyrir
venjulega verkamannavinnu og
hinn fyi’ir fiskþurkun. Var
greitt lægra kaup við fiskþurrk-
un og í þeirri vinnu var kaffi-
tíminn stundarfjórðungur, en
nú liálf stund. Þá er einnig ný-
mæli um kaupgreiðslu í 6 veik-
indadaga verkamanna og einn-
ig að vinnuveitendur greiði árs-
gjöld verkamanna til Hlifar,
svo og að vinnulaun greiðast í
vinnutímanum.
Ef ágreiningur ris millum
veikamanna og vinnuveitenda,
getur sá, er telur sig órétti beitt-
an, boi’ið fram kvörtun við
stjórn hlutaðeigandi félags, en
ákvæði þetta er mjög til bóta
að almanna dómi. — Mikil á-
nægja mun ríkjandi yfir samn-
ingunum i Hafnai’firði.
.. » i n
Ljófl og lanst mál.
ANDRÉS BJÖRNSSON:
LJÓÐ OG LAUST MÁL.
Reykjavík 1940. — Félags-
prentsmiðjan h.f.
Andrés Björnsson bjóst ekki
við þvi að verða gamall maður
og varð það ekki holdur. Hann
andaðist með sviplegum liætti
15. marz 1916 og liafði þá lifað
32 ár og þrem mánuðum betur
(f. 15. des. 1883). Hann var
gáfaður maður og góður, gi’eið-
vikinn og hlýr í þeli. Eg kynntist
honum talsvert siðustu árin sem
hann lifði og þó einkum Irið
síðasta. Hann var hljóðlyndur
og dular, hægur í framkomu, ó-
hneigður til mikillar áreynslu,
varð og heldur lítið úr verki,
bjóst ekki við miklum frama.
Mér fannst eins og einhver þungi
væri yfir hann lagslur, eins og
frosið væri yfir lindir gleðinnar
hið innra með honum og allar
hamingjuvonir hefði brugðið
Iit og ljóma. Honum þótti gott
að fá sér í staupinu og gladdist
yfir víni, en þoldi ekki vel
drykkinn. Mér virtist einhvern
veginn þannig fyrir lionum kom-
ið, að hann mundi þurfa að
sækja gleðina að mestu til ann-
ara. En aðfengin gleði lieldur
eklri fullu gildi til lengdar. Ilún
er eins og fálsaður málmur.
—o—
Skáldskapur Andrésar Björns-
sonar er ekki mikill að vöxtum,
hvorki Ijóð né laust mál. Og
lionum hefir ekki verið sýndur
verðskuldaður sómi fyrr en nú,
er bróðir hans og alnafni hefir
safnað honum i heild og gefið
út mjög snoturlega, en á undan
fer sköruleg og ágæt i’itgerð um
skáldið, eftir Árna prófessor
Pálsson. Er hún rituð af fölskva-
lausum vinaryl og næmum
skilningi á sálarlífi Andi’ésar og
ævikjörum. —
Menn vita ekki til þess nú, að
Andi’és hafi haldið saman kveð-
skap sínum eða varðveitt í
handriti. Frumrit hafa ekki
komið í leitimar nema að fáu
einu og „varð því að leita til
annara heixnilda Um margt af
þvi, sem hér er prentað eftir
hann,“ segir útgefandi í eftir-
mála. Þykir því vel mega vera,
að ekki hafi öll kurl komið til
grafar. En væntanlega er þó
flest eða allt hið bezta komið i
leitirnai’.
Andrés Björnsson var prýði-
lega liagur í Ijóði. Orti af skyn-
samlegu viti, vandaði allt er
hann kvað, vissi hvað hann
málti bjóða sér, lagði eink-
um xnikla rækt við ferslceytluna.
Og þar var liann í raun réttri
orðinn meistari. Mér þykir ekki
líklegt, að hann hefði nokkuru
sinni lagt það á sig, að yi’kja
mikil kvæði, enda nxeð öllu ó-
víst, liversu það hefði tekist.
Hann liefir ort nokkur kvæði,
flest heldur stutt. Þau eru öll
vel gerð og sum ágæt, einlcum
smákvæðin. En stundum vantar
eitthvað — ef lil vill barahei'zlu-
muninn.
Stölcur Andrésar eru að visu
ærið misjafnar, en yfirleitt
slanda þær kvæðunum framar.
Sumar eru liin mestu listavei'lc
að formi, t. d. þessi sléttubanda-
vísa:
Dýrra laga vandinn ver
völlu Braga stéttar.
Nýrra daga andinri er
öllu liaga Jéttar.
Það er ekki efnið í þessari
stöku, sem gerir hana frábæra,
lieldur formið. Það er svo full-
komið, að ekki mun verða fram
úr því farið.
Aðrar stökur þessa brag-
slynga höfundar eru einkum
merkilegar að efni og sumar
auk þess ágætlega kveðnar. Það
er ekki á allra færi, þó að hag-
mælskan sé í bezta lagi, að segja
milcla sögu í einni ferskeytlu.
Andrés gat leikið sér að því, er
liann vildi það við liafa, svo sem
ljóst má verða af þessari visu:
Fingi'alöng og fituþung
fær nú öngvan kella.
Hx-ingaspöng var áður ung
úligöngumella.
Þarna þarf engu við að bæta.
Tvær myndii' í fjórum ljóðlín-
Um nægja til þess, að sýna
raunaferil og læging kerlingar-
innar — fná þvi er liún var ung
stúlka á glapstigum og þar til er
hið illa nautnalíf hefir gert
hana að þjófgefinni, hvapholda
skarnpilsu, senx enginn lítur við.
—o—
Andrés var lengi þingskrifari
og lcvað margar þingvísur. Eru
þær yfirleitt vel gerðar og
v