Vísir - 17.01.1941, Side 2

Vísir - 17.01.1941, Side 2
/ V 1 S I R DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Áfgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Allt fyrír fk>kkinn. ÞVÍ hefir verið haldið fram af mörgum, að höfuðástæð- an fyrir hinum skjóta og ó- venjulega framgangi nazista- flokksins þýzka, hafi verið sú, að hagsmunir flokksins voru látnir sitja í fyrirrúmi í hví- vetna. Allt snerist um flokks- hagsmunina, það var mæli- kvarðinn á alla hluti og að síð- ustu hvarf ríkið með 70 milljón- ir sála inn í flokkinn. Vinnubrögð Framsóknar- flokksins minna oft óþægilega á fordæmi nazistaflokksins þýzka, sem framsóknarmenn lála þó ekkert tækifæri ónotað til að fordæma. En það dylst engum, sem gefur gaum gangi pólitískra mála hér, að forustu- menn Framsóknarflokksins liafa eitt höfuðmarkmið, en það er: allt fyrir flokkinn. - Þeim verður ekki beiskt í munni, þótt þeir öðru hverju hrjóti freklega i bága við vilja almennings í embættaveiting- um., ef það getur að einhverju leyti stutt hagsmuni flokksins eða búið i liaginn fyrir liann. Þeir eru búnir að Jæra af reynsl- unrii, að engin liætta er að heita valdinu, þótt óánægjan blossi upp í svip. Öldurnar Iægir aft- ur, þvi að fólkið þreytist á að halda uppi vonlítilli baráttu gegn veitingarvaldinu og eftir nokkurn tíma er allt gleymt. Hver ræðir nú um síðustu em- bættaveitingarnar við háskól- ann? Enginn talar nú um þær lengur, menn sætta sig furðu fljótt við það, sem hneykslar þá. Þetta vita valdsmenn Fram- sóknarflokksi.ns, enda hafa þeir gengið á þetta lagið. Þeir vita, livað þeir gera. Það er allt fyrir flokkinn.^. Timinn hefir haldið því fram undanfarið ár með miklum fjálgleik, að samvinna flokk- anna sé þjóðarnauðsyn eins og nú standa sakir. Hann hefir sakað Vísi og nokkurn hluta Sjálfstæðisflokksins um það, að reynt sé að spilla samstarfinu með þeirri óánaígju, sem látin hefir verið í ljós um ýms atriði í sambandi við stjórnarsam- vinnuna. En livað hefir Fram- sóknarflokkurinn gert? Hefir hann sýnt í verki, að góð sam- vinna flokkanna só þjóðar- nauðsyn, og hefir íiann ,sýnt, að hann sé fús til að fórna nokkru á altari þessarar þjóðarnauð- synjar? Menn geta leitað, og þeir munu ekki finna margt, sem. bendír til jiess, að þessi flokk- ur liafi markmið, sem stendur ofar hans eigin hagsmunum. Nokkur erfið mál liafa staðið stjórnarsamvinnunni fyrir þrif- um. Stærst þeirra eru verzlun- armálin. Þar hefir Framsókn- arflokkurinn farið fram með mikilli óbilgirni og ranglæti í garð verzlunarstéttarinnar. En þar mátti í engu undan láta vegna þess, að flokkurinn hafði mikilla liagsmuna að gæta í efnalegri afkomu samvinnufé- laganna. Verzluriarmálin eru mikið hitamál, svo að nærri hefir legið stundum, að stjórn- arsamvinnan mundi á þeim bresta. Og Tíminn hefir haldið þvi fram, að þessi samvinna væri þjóðarnaúðsyn. En samt hefir Framsóknarflokkurinn aldrei fundið hvöt hjá sér til að rétta fram hönd til sam- komulags — vegna þess að flokkurinn tók meira tillit til sirina hagsmuna en þjóðarinn- ar. Draumar einstakra manna um mikil völd í landinu eiga kannski eftir að rætast þeim sjálfum til svölunar en þjóðinni stafar aldrei gæfa af valda- slreitu jieirra, sem hafa ritað á brjóst sér: allt fyrir flokkinn. FAUST: í Varðarhúsinu á sunnudag. Vegna aðgerða á hátíðasal Háskólans var ekki hægt að halda áfram að sýna „Faust“ þar. Hafa sýningarnar því fall- ið niður um nokkurt skeið. Nú hefir tekizt að fá húsnæði í Varðarhúsinu og hefir salurinn þar verið málaður hátt og lágt, og er hinn vistlegasti. Næsta sýning verður á sunnu- daginn. Allir aðalleikarar og stjórnendur leikbrúðanna verða þeir sömu og áður. Dómar þeir, er leiksýningar þessar hafa fengið í blöðum og manna á meðal, eru allir á þann veg, að hér sé um að ræða veiga- mikið, efnisríkt leikrit og sam- ræman, Iistrænan flutning. Siðast þegar leikurinn var sýndur í Háskólanum var að- sókn svo mikil, að margir urðu frá að hverfa. Kaupdeilurnar: Fundur sjómanna og skipaeigenda til kl. 4 í nótt. Fulltrúar farmanna og eig- enda kaupskipaflotans sátu á fundi til kl. 4 í nótt án þess að ná samkomulagí. Höfðu sjómenn ákveðið verlí- fall, er hefjast skyldi í dag — 17. janúar —- ef samningar liefði ekki náðst fyrir þann tíma. „Björg“, félag saumastúlkna hjá dömukæðskerum hóf verk- fall um hádegi i dag. Nær það til fjögra verkstæða. Þá hefir félag starfsstú.lkna í veitingahúsum samþykkt. með 67 atkv. gegn 7, að hefja verk- fall n. k. föstudag, ef samningar hafa ekki náðst þá. Samvinna milli Málfondafélagsins Úðins og féiags óháðra verkaiýðs- sinna við stjórnarkosningar í Dagsbrún Héðinn Valdimarsson formannsefni Á síðastliðnu ári tókst samvinna milli verkamanna í mál- fundafélaginu Óðni og málfundafélagsins Skjaldborgar, sem í eru verkamenn, er fyfgja Alþýðuflokknum að málum, um að styðja sameiginlega lista við stjórnarkosningar í félaginu Dags- brún. Samningar tókust á þeim grundvelli, að breytingar yrðu gerðar á samþykktum Alþýðusambandsins, er tryggðu öllum flokkum jafnrétti innan vébanda þess. Að þessum samningum stóð.u, auk verkamanna, nokkurir for- ystumenn Alþýðuflokksins í verkalýðsmálum, og mátti því vænta, að samningar þessir yrðu fyllilega haldnir af hálfu þess flokks án allra undanbragða. Austanbátar farnir f suöur til sjóróöra. Fréttaritari Yísis á Seyðisfirði skýrir blaðinu svo frá í viðtali í morgun, að tíð hafi verið ágæt á Austfjörðum að undanförnu, en frost sé nú alhnikið, t. d. hafi verið 9 gráðu frost þar eystra í morgun. Bátar frá Seyðisfirði eru nú farnir suður til róðra og munu þeir liafa viðlégu í Keflavík. Eru það 2 bátar 24 tonna og 4 bátar um 14 tonn, sem suður fóru að þessu sinni. Á Alþýðusambandsþinginu, sem haldið var í nóvember s. ]., voru nauðsynlegar breytingar gerðar á samþykktum Alþýðu- sambandsins, en framkvæmd- inni var skotið á- frest, með því að stjórn sambandsins var skip- uð Alþýðuflokksmönnum ejn- um, þannig, að alþýðusam- bandsstjórnin var ekki skipuð í samræmi við venjulegar lýð- ræðisreglur, sem ætlazt var til að giltu innan sambandsins, samkvæmt samkomulagi því er gert hafði verið. Alþingi hafði fengið mál þessi til meðferðar og látið í ljósi hreinan og ótví- ræðan vilja sinn um skipan þessara mála, en segja má að í framkvæmdinni liafi raunin orðið öll önnur, en ætlazt var til bæði af hálfu þess og verka- manna, er fylgja Sjálfstæðis- flokknum að málum. Alþýðuflokksmenn hafa hald- ið því fram, að þeir hafi upp- fyllt skilyrði samninganna, en því fer fjarri að svo sé. Með því að grundvellinum fyrir samvinnu sjálfstæðis- manna og alþýðuflokksmanna innan Dagsbrúnar er þannig á burtu kippt, og samvinna þessi 1 LjjJ'i r að öðru leyti reynst ó- heppileg, liefir málfundafélagið Óðinn nú horfið að því ráði, að semja við Málfundafélag verka- manna um að styðja sameigin- legan lista við stjórnarkosning- ar í Dagsbrún. Hafa félög þessi gert með sér samning þann er liér fer á eftir: Málfundafélagið Óðinn (f. h. Sjálfstæðismanna í Dagsbrún)* og Málfunafélag verkamanna (f. h. óháðra verklýðssinna í Dagsbrún) gera með sér svo- felldan samning um kosninga- samvinnu og málefnasamvinnu í Verkamannafélaginu Dags- brún á ái'inu 1941: F.h. Málfundafél. Verkamanna: 1. Aðilar skulu stilla upp sam- eiginlegum listum við í hönd farandi kosningar stjórnar fé- lagsins og trúnaðarmanna, þannig: Hvor aðili tilnefni tvo menn í stjórn, en fimmta mann eftir rsamkomulagi og skal hann vera óháður báðum aðilum. For- maður er tilnefndur af Mál- fundafélagi verkamanna, fyrsti starfsmaður af Málfundafél. Óðinn, annar starfsmaður af Málf.f. verkamanna. Hvor aðili tilnefni einn mann í varastjórn, en þriSja mann eftir samkomu- lagi, svo og sinn manninn hvor sem endurskoðanda og í stjórn Vinnudeilusjóðs, en formann sjóðsins eftir samkomulagi og varaendurskoðanda. I trúnaðaráð tilnefni hvor að- ili 49 menn auk samkomulags- manns í stjórn og varastjórn. Hvor aðili tilnefni tvo menn í Trúnaðarmannaráð, verði hinn sameiginlegi listi kosinn. Guðm. Ó. Guðmundsson. I ÞorL Ottesen. ; Nikúlás E. Þórðarson. F.h. Málfundafélagsins Óðins: ! ’ Snæbjörn Eyjólfsson. ! Kristinn H. Kristjánsson. Ásmundur Guðmundsson. Samþykkir: . Héðinn Valdimarsson. Axel Guðmundsson. _ Gisli Guðnason. Kristófer Grimsson. TILLÖGUR um stjórn, varastjórn, stjórn Vinnudeilusjóðs og endurskoð- endur fyrir Verkamannafélagíð „Dagsbrún“, árið 1941, frá óháðum verklýðssinnum og sjálfstæðisverkamönnum í fé- laginu: Stjórn: Héðinn Valdimarsson, form., Sjafnargötu 14. Axel Guðmundsson, varaform., Grettisgötu 27. (sjstm.). Gísli Guðnason, ritari, Lauga- vegi 28. (sjstm.). Kristófer Grímsson, gjaldkeri, Hörpugötu 27. Ólafur Stefánsson, fjiármálarit- ari, Grettisgötu 64. (Samkv. samkomulagi). Varastjórn: Eggert Guðmundsson, Ásvalla- ! götu 53. Sveinn Jónsson, Barónsstíg 20. ! (Sjstm.). Jóel Bæringsson, Hringbraut j 176. (Samkv. samkomulagi). Stjórn Vinnudeilusjóðs: Pétur G. Guðmundsson, form., Ingólfsstræti 21. Meðstjórnendur: Guðm. Ó. Guðnnmdsson, Hring- braut 176. . Kristinn H. Kristjánsson, Háleig Varamenn: Jónas Fr. Guðmundss., Bræðra- borgarstíg 49. Oddur Jónsson, Fagradal, Soga- mýri. Endurskoðendur: Nikulás E. Þórðarson, Baldurs- götu 31. Björgvin Grimsson, Frakkastíg 26 A. Varaendurskoðendur: Snæbjörn Eyjólfsson, Lauga- vegi 51 B. Ef listar þessir uá kosningu ákveða aðilar að kappkosta að halda starfsemi félagsins á hreinum faglegum og lýðræðis- legum grundvelli, til hagsbóta fyrir verkamenn, og gera sitt til að efla félagið fjárhagslega og samheldni meðal verkamanna- stéttarinnar um fagleg mál sín, en eyða hverslconar pólilískum uppldaups- og klöfningstilraun- um og sellustarfsemi innan fé- lagsins, og þess krafizt að lög- um, samþykktum og fundar- sköpum félagsins sé hlýtt, fund- arreglum haldið uppi og félagið komi fram sem einn maður út á við, er á reynir Félagið lieldur sér utan við Alþýðusambandið unz það getur með fulltrúakosningu haft áhrif á stjórn þess, án til- lits til pólitískra skoðana full- trúa þess, en félagið kappkosti að koma á sem öruggastri sám- heldni milli verklýðsfélaganna í landinu um hagsmunamál verkalýðsins. 4. I Kappkostað skal að bæta að- stöðu verkamanna á árinu gagn- vart hinu opinbera, atvinnurek- endum og við vinnu hjiá hrezka setuliðinu, eftir því sem hægt er með samkomulagi við þessa að- ! ila, þar.á meðal reynt að fá hag- kvæmt samkomulag um sumar- leyfi verkamanna og önnur : hlunnindi ,svo og haft eftirlit með aðbúnaði verkamanna við vinnu. ‘ 5. Fjárhag félagsins sé séð borg- ið með góðri innheimtu og ná- kvæmu eftirliti stjórnarinnar með fjárvörzlu. Reykjavik, 15. jan. 1940. íslenzka ölið nýja jafnast fyllilega á við bezta erlent öl að gæðum. — * 4< kassar — eða samtals 200 flöskui* sendar út til reynzlu Fréttaritari Vísis átti í morgun tal við Tómas Tómasson fram- kvæmdastjóra, og innti hann eftir hvað liði bruggun hins nýja og sterka öls, sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson fékk heimild til að brugga, eftir að út höfðu verið gefin bráðabirgðalög, er breyttu fyrri lagaákvæðum í þessum efnum. „Við sendum í gær út fyrsta sýnishornið af hinu nýja, öli“, sagði Tómas Tómasson, „og voru það 4 kassar, eða 200 flöskur, sem þannig voru af hendi lálnar til reynslu. Annað höfum við ekki lálið af hendi til þessa, og er frásögn sú mjög ýkt og úr lagi færð, er birtist i einu dagblaðanna hér í bænum í morgun þessu viðvíkjandi, enda eru þær upplýsingar, er þar koma fram, ekki gefnar af okkur.“ Hvað er að segja um styrk- leika ölsins? „Hann er við 4%, en ekki 5— 6, eins og sagt liefir verið. Til bráðabirgða liöfum við látið prenta miða á þetla nýja öl, sem. er eins og á gömlu ölflöskunum að öðru leyti en þvi, að skift hefir verið um liti, þannig að letrið, sem er í rauðum lit á gömlu ölflöskunum, er hér í grænum lit, og rauður litur er á þessum miðum í stað græna litsins á miðum liinnæ flask- anna. Ilinsvegar munum við að- eins nota þessa miðagerð um stundarsakir, en láta búa til nýjan vörumerkismiða og nýtt nafn á öl þetta, er framleiðsla á því hefst að nokkuru ráði.“ Eru ekki erfiðleikar á því, að fá efni til ölgerðarinnar? „Jú, á þvi ei’U miklir erfið- Jeikar, og liefir efnisskortur taf- ið mjög fyrir framleiðslunni. Við erum nú að reyna að útvega okkur humla frá Englandi eða Ameríku, en alll er þetta í ó- vissu ennþá, og er mér ekki kunnugt um að efniskaup séu tryggð enn sem komið er. Eg vil geta þess sérstaklega, að Bretar hafa veitt okkur hér alla þá aðstoð, sem. farið liefir verið fram á, en mér vitanlega liafa þeir ekki tryggt nægt efnl til ölbruggunar í framtíðinni, eins og hermt var í hlaði því, er um þetta mál skrifaði i morgun. Eg veit ekki um hvenær efni fæst til ölgerðarinnar né hvaðan efni kann að fást að Iokum.“ Þetta nýja öl verður eingöngu selt Bretum? „Samíkvæmt bráðabirgðalög- um þeim, er sett voru um bruggun hins nýja öls, eru sett mjög ströng ákvæði um dreif- ingu þess, og okkur hefir enn- fremur verið sett það skilyrði í leyfisveitingu til bruggunar, að ölið verði eingöngu selt Bretum, en ekki Islendingum, og kemur því sala til þeirra ekki til greina.“ Hvað kostar þetta nýja öl? „Frá því liefir verið skýrt, að það kosti 75 aura flaskan, en þetta er gersamlega rangt. Það er selt mildu lægra verði og munar tugum aura á verði því, sem að ofan getur og verði [>ví, sem það er selt á til Bretanna.“ Hvernig hefir framleiðslan reynst? „Ágætlega, og hafa þeir, sem reynt hafa, lokið á hana miklu lofsorði. Hér get eg sýnt yður skriflega umsögn eins foringj- ans, sem lýsir yfir því, að öl þetta jafnist fyllilega á við bezta lageröl, sem hann hafi smakk- að ,en liann kveðst liafa drukk- ið öl í öllum löndum Evrópu og sé því þessum hnútum kunn- ugur. Einnig er mér kunnugt um að aðrir foringjar liafa lokið á ölið m,esta lofsorði, þannig að við getum verið fyllilega ánægð_ ir með árangurinn, þótt efnis- skortur valdi því, að við getum ekki hafið framleiðsluna fyrir alvöru f}rr en síðar.“ Verkamaður hrygg- brotnar við upp- skipun. IFYRRINÓTT,. þegar verið var að skipa kolum upp úr fiskflutningaskipi hér í bæn- um, vildi það slys til, að tveir verkamenn hröpuðu af bíl ofan í skipið. Hryggbrotnaði annar, en hinn meiddist lítið. Þetta atvikaðist þannig, að þegar kolalilassið kom á bilinn, sem þessir tveir umræddu verkamenn stóðu á, var pallur hans illa festur, svo að hann lyftist upp. Runnu þá báðir mennirnir aftur af honurn. Komu þeir niður á þilfar skipsins, en fallið var mjög liátt vegna þess hversu lágsjávað var. Var þegar farið með báða mennina í Landspítalann og kom þá í Ijós að annar þeirra — Pétur Pétursson .— hafði hryggbrotnað. Liggur hann enn í sjúkrahúsinu, en meiðsli hins voru ekki meiri en svo, að liann gat farið heim til sín, þegar bú- ið var að búa úm þau.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.