Vísir - 17.01.1941, Page 3
V 1 S I R
Aðalsteinn Sigmundsson :
Bðrnin og fyrirmæ
kennslumálaráðuneytisins.
Vegna hlaðaskrifa undan-
farna daga vildi eg mega leggja
eftirfarandi orð í belg.
Áður en skólar hófu störf s. 1.
haust, komu skólastjórar barna- ,
skóla stærstu kaupstaðanna og
allra æðri skóla landsins saman
á fund hér í Reykjavík, að boði
forsætis- og kennslumálaráð-
lierra, en efni fundarins var að
ræða og semja reglur um fram-
komu nemenda skólanna við
íiið erlenda setulið, sem nú dvel-
ur óboðið í landinu. „Að fengn-
um lillögum skólastjórafundar-
ins“ gaf svo kennslumálaráðu-
neytið út „reglur fyrir skóla-
nemendur“, ds. 24. seplember
1940. 1. gr. í reglum þessum er
svohljóðandi: „Nemendur skulu
forðast allt óþarfa sanmeyti við
hið erlenda setulið. Ef þeir
]>urfa að skipta sér af hinum er-
lendu mönnum, ber nemendum
að sýna þeim fulla kurteisi.“
Þetta er meginboðið í reglun-
um, en fleira er þar tekið fram,
o'g allt efni þeirra og orðalag
ber það með sér, að þeim er ætl-
að að gilda þeilna vetur allan, og
dveg sérstaklega á þeim stund-
um, þegar nemendur dvelja ut-
an sjálfra skólanna. Enda koma
þær því aðeins að notum.
Reglur þessar voru prentaðar
og festar upp í öllum kennslu-
stofum, samkvæmt skipun
kennslumálaráðuneytisins. En
ekki hefi eg orðið þess var, að
þær liafi verið birtar á annan
hátt né kynntar aðstandendum
nemenda. Hefði þó verið þörf á
því, a. m. k. þar sem nemendur
eru börn.
Nú verður að líta svo á, að
reglur þessar séu settar í þvi
skyni, að eftir þeim sé farið.
Það væri ósamboðið virðingu
kennslumálaráðuneytisins, að
setja reglur í því skyni einu, að
þær séu pappirsgagn að engu
virt. Enda væri það hin öflug-
asta kennsla í ólöghlýðni, að
festa upp í skólastofum reglur,
se ekki er ætlazt til að hlýtt sé.
Hefi eg engan vitað gera ráðu-
neytinu svo grálegar getsakir, að
það þafi sett reglur jiessar af
yfirskyni.
Þar sem hér er um skólaregl-
ur að ræða, er það að sjálfsögðu
hlutskipti skólastjóra og kenn-
ara, að vinna að því og gæta
þess, að reglunum sé hlýtt. Vér
barnakennarar lítum á það sem
vafalausa skyldu vora, að vinna
þetta. í erindisbréfi voru, er
kennslumiálaráðuneytið setti 11.
apríl 1940, stendur: I 5. gr.:
„Kennari skal gera sér far um
að fylgjast sem bezt með börn-
unum í þeim deildum, er hann
liefir aðalumsjón með, einnig
utan kennslustunda“. I 7. gr.:
Kennari skal „ganga .... ríkt
eftir því, að þau uppfylli sam-
' vizkusamlega þær kröfur sem
lil þeirra eru gerðar“. Og í 8. gr.:
„Það er skylda kennara, að gæta
hinnar ítrustu samvizlcusemi í
öllu starfi sínu og líta eftir því
með skólastjóra, að börnin mæti
á réttum tíma og fylgi öðrum
reglum skólans og fyrirmæl-
um,“
Það getur engu tvímæli orkað,
að oss kennúrúm ber að lialda
nemendum vorum til lilýðni við
reglurnar frá 24. sept., engu
miður en aðrar reglur skólanna
og daglegs lífs — enda fremur,
þar sem þessar reglur eru sér-
staklega auglýstar í skólastofun-
um. Oss barnakennurum er
þetta engin nauðungarskylda,því
að oss er fullljós sú alvarlega
bætta, sem stafað getur — og
jafnvel stafa hlýtur — af óþarf-
lega nánu samneyti barna og
unglinga við setuliðið. Hætla
þessi er margþætt og hlýtur að
fylgja erlendu setuliði hvar sem
er, því meiri sem það er fjöl-
mennara í hlutfalli við heima-
fólk. En hún er elgki sérstök
fvrir það brezka setulið, sem hér
er nú. Eg skal aðeins nefna til
glöggvunar nokkra þætti liætt-
unnar: 1) Hætta á alvarlegum
málspjöllum og glundroða á
þjóðlegum háttum og menning-
arverðmætum. — 2) Sijóvgun
sjálfstæðiskenndar og meðvit-
undarinnar um þá varnarað-
stöðu, sem vér erum í gagnvart
þvi erelnda valdi, sem ruðzt hef-
ir inn í land vort, gengið á rétt
vorn og skert sjálfstæði vort. —
3) Sljóvgun þeirrar heilbrigðu
og mennilegu andstyggðar, sem
íslenzk þjóð hefir á vopnabeit-
ingu og blóðsúthellingum, og á
hnefarétti til úrskurðar málum.
4) Hætta á tóbaksnautn ungra
drengja, og þeirri stórfelldu
lömun, sem þeim stafar af
henni, hlýtur að stóraukast við
samneyti þeirra við setuliðið. —
5) Það er alviðurkennt, hve
mikill háski ungum stúlkum
stafar af samneyti við setuliðið.
Þessi háski hlýtur að stóraukast
við það, að 12—13 ára stulku-
börn venjist vinsamlegum sam-
vistum við hermennina, t. d.
með því að þiggja af þeim jóla-
boð og appelsínur. Slík eru liér
fyrstu sporin út á liála og und-
anhalla hættubraut.
Hér voru aðeins nefnd nokk-
ur dæmi um bersýnilega hættu
af sanmeyti við setuliðið. Mætti
þar bæta mörgu við, svo sem
bættunni og hneysunni af
meira eða minna vísvitandi
sníkjum barna og snöltri þeii-ra
utan urn lierinn. — Við þetta
bætist það svo, að vér barna-
kennarar erum yfirleitt á einu
máli um það, að ósamrimanlegt
sé íslenzkum þjóðarmetnaði, og
óviðeigandi,\að hafa vinsamleg
afskipti um nauðsyn fram og
þiggja hoð af erlendu herliði,
sem er hér þeirra erinda að her-
nema land vort, rjúfa hlutleysi
vort og sjálfstæði og leiða yfir
oss háska þeirrar styrjaldar, sem
oss er óviðkomandi og vér höf-
um andstyggð á. Vér viljum
gjarna draga úr því, barhakenn-
arar, eftir því sem í voru litla
valdi stendur, að þjóð vor auð-
mýki sig og kyssi á vöndinn —
enda þólt vendinum kunni að
vera beitt hér prúðmannlegar
en einhversstaðar annarsstaðar.
Degi eftir að jólalejdi barna-
skóianna hófust urðum vér þess
varir kennarar, að setuliðsmenn
höfðu viðbúnað til jólaboða fvr-
ir börn. Eitt blað bæjarins
skýrði frá þessu, og annað flutti
auglýsingu frá majór einum,
þar sem hann bauð öllum börn-
um i nágrenni við sig til jóla-
skemmtunar í fiskhúsi einu til
tekinn dag. Þetta olli.oss þegar
nokkui’ri áhyggju. Oss var full-
ljóst, að það var „óþarfa sam-
neyti við hið erlenda setulið“,
að sækja til þess jólaboð, og að
ef nemendur vorir sóttu slík
boð, brutu þeir með því regl-
urnar fxá 24. sept. Oss var einn-
ig ljóst, að eftir slík boð,
skemmtun, góðgerðir og gjafir,
yrði reglunum miklu brothætt-
ara en áður — af þeim mundi
leiða aukna umgengni og meiri
kumpánaskap nemenda, drengja
og stúlkna, við erlendu her-
mennina — með aukinni þeirri
hættu, sem að framan getur og
inörgum er Ijós. Vér skildum að
visu vel einstaklingstilfinningar
hermannanna. En því eru glögg"
takmörk sett, hvað gei'a rná
þeirra vegna. Þeir eru liér ekki
sem einstaklingar og menn,
heldur sem heild: her, sem
fremur aðgei'ðir í bága við helg-
an og viðkvæman rétt vorn. Vér
verðum að líta á hvert mál frá
íslenzku þjóðarsjónarmiði, en
hvorki fi-á sjónax’miði hersins
né mannanna í herbúningunum.
Þetta er einföld skylda vor, jafnt
fyrir því, þó að mannúð vor
freisti til annai's. — Þess vegna
hélt Stéttarfélag barnakennara
fund um málið, jafnskjótt og
auðið var að afstaðinni jólalielg-
inni, og samþykkti einum rómi
ályktun, sem birt var samdæg-
urs í útvarpinu. Þar segir aðeins,
að fundurinn líti svo á, að skóla-
börn brjóti framannefndar regl-
ur, með því að sækja jóla-
Skemmtanir til setuliðsins, og
telji fundurinn því nauðsynlegt,
að reglurnar séu gerðar kunnar
aðstandendum skólabarna. Öll
var samþykktin prúðmannlega
orðuð og gersamlega áreitnis-
laus.
En nú gerast þau undur, að
tvö blöð bæjarins ráðast á kenn-
ara fyrir samþykkt þessa, með
dylgjum og lirópyrðum. Alþýðu-
blaðið segir: „Ef nokkrum er
illa við nokkurn, .... þá er
krökkunum illa við kennarana
fyrir afskipti þeirra af her-
mannaboðunum“. Morgunblað-
ið talar um, að það sé ekki „á
nokkurn hátt uppalandi fyrir
æskulýðinn“, er kennarar
„rausnuðust til þess að lýsa
vanþóknun sinni á því að flokk-
ar hins brezka setuliðs héldu
jólatréssamkomur fyrir fátæk
börn“. — Nú hafa kennarar
livorki lýst þóknun né vanþókn-
un á þessum né öðrum aðgerð-
um setuliðsins, heldur aðeins
vakið athygli á reglum sem
kennslumálaráðuneytið liefir
sett og eru í fullu gildi. Við þetta
bætir svo blaðið liálfyrðadylgj-
um um ]>að, að kennarar svikist
um uppeldisstörf sín, talar um
að þeir fremji „lítilmótlegar
bannráðstafanir“ o. s: frv. —
Blaðamaðurinn hellir úr skálum
reiði sinnar yfir kennarana i
framhaldi af umtali um „liættur
þær, sem ungu kvenþjóðinni
stafaði af hérveru hermann-
anna“, og hann gerir ekki lítið
úr þeirri hættu. Samt skammast
hann yfir því, að einhver kunni
að telja varliugavert að egna
telpubörn lil að liefja kunnings-
skap, sem hæglega getur orðið
þeim fyrsla sporið út á liálan ís.
Bæði greinarkornin, í Al-
þýðu])laðinii 4. jan. og í Morg-
unblaðinu 5. jan., eru skrifuð
af svo götustrákslegri illgirni
og lítilsvirðingu í garð kennara-
stéttarinnar, að það hlýtur að
vekja liina mestu furðu. Og oss
kennurum, sem höfum ekki
unnið annað til saka en að leit-
ast við að gera skyldu vora sem
opinberir starfsmenn og íslend-
ingar, kom árás þessi mjög á ó-
vart, og oss er ekki ljóst enn,
livað hún táknar. En liitt er oss
ljóst, að þótt hún sé oss hjart-
anlega meinlaus sem mönnum
og einstaklingum, þá getur hún
liaft sín álirif. Árangur starfs
vors, fremur en nokkurrar síétt-
ar annarrar, er kominn undir
því trausti og þeiri vinsemd,
sem vér hljótum hjá alþýðu
manna. Blaðaskrif til tortrygg-
ingar eða ófrægingar stétt vorri,
og lítilsvirðing á lienni í hlöð-
um, getur því spillt starfi voru
og torveldað það, meira en út
yfir verður séð í bili. Þess vegna
æskjum vér þess, að blaðamenn
kynnist vinnubrögðum vorum
og staðreyndum starfs vors, ef
þeir vilja skrifa um það efni í
blöð, en láti vera að beina að oss
grjótkasti, eins og tveir í fram-
annefndum greinastúfum og
öðrum líkum. Geri eg þó ráð
fvrir, að löngunarskortur vor
till samskonar hernaðaraðgerða
á móti, og vald þeirra yfir rúmi
blaðanna, forði veikum glerhús-
um þeirra við grjótkasti frá
vorri hálfu.
Aðalsteinn Sigmundsson.
I.O.O.F. 1 = 12211787-= 9.II.
Næturlæknir.
Gunnar Cortes, Eiríksgötu n,
sítni 2924. Næturverðir i Lyf jabúð-
inni Iðunni og Reykjavikur apóteki.
Bilslys.
varð nióts við Hverfisgötu 40 í
gær. Lítil telpa, fjögra ára, varð
fyrir bíl, og þtírfti að flytja hana
í sjúkrahús.
Önnur umræða
fjárhagsáætlunar bæjarins hófst
á fundi bæjarstjórnar i gær. —
Áframhald þessarar umræðu fer
fram annan fimmtudag, en breyt-
ingartillögur verða ræddar ábæjar-
ráðsfundi á föstudag.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30
Islenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzku-
kennsla, I. fl. 19.25 Hljómplötur:
Orgellög. 20.00 Fréttir. 20.30 Út-
varpssagan: „Kristín Lafrahsdótt-
ir“, eftir Sigrid Undset. 21.00 Er-
indi: Um skilning á tónlist, III:
Pastoral-symfónían, eftir Beethov-
en (með tóndæmum) (Páll Isólfs-
son).
er seldup á eftirtöldum stöðum
Veitingastofunni, Laugavegi 72.
Veitingastofunni, Laugavegi 46.
Veitingastofunni, Laugavegi 45.
Brauðsölubúðinni, Hringbraut 61.
Skóvinnustofunni, Vitastíg 11.
Ávaxtabúðinni, Týsgötu 8.
Brauðsölubúðinni, Bergþórugötu 2.
Mjólkurbúðinni, Miðstræti 12.
Hótel Borg.
Búðinni í Ivolasundi 1.
Bókabúð Eimreiðarinnar, Aðalstræti 6.
Konfektgerðinni Fjólu, Vesturgötu 29.
Veitingastofunni, Vesturgötu 48.
Brauðsölubúðinni, Bræðraborgarstíg 29.
Verziuninni á Víðimel 35.
SITT AF HVJERJU.
— Mér sárleiðist þetta jafnrétt-
isþvaöur! Hvað eigum við konur
að gera viS kosningarrétt og alla
þá vitleysu! Ekki baun! Nei, það,
sem okkur vantar, er vald til þess,
að láta setja karlana okkar í stein-
inn, ef þeir sýna okkur óhlýðni og
þrjósku!
*
Hún: Mig dreymdi í nótt, að. eg
væri komin að falli. Er það ekki
voðalegt?
Hann: Verra var það, sem mig
dreymdi. Mér þóttf þú vera orðin
konan mín.
— Ætlarðu nú að taka af mér
giftingarhringinn, Hannibal minn,
þegar eg er. dáin ?
— Ójá — heldur hefi eg hugs-
að mér það. Maður veit nefnalega
aldrei hvað fyrir kann að koma.
★
— Eg lyfti glasinu og bið ykk-
ur öll að drekka skál brúðhjón-
anna. En jafnframt bið eg ykkur
að óska þess með mér, að þau
megi eiga marga brúökaupsdaga
íramvegis! Þau lifi! Húrra!
*
— Eg er hræddur um, að nú
fari að verða hver síðastur, elsk-
an mín, sagði karlinn við kerling-
una sína. Eg þoli ekki þessar kval-
ir til lengdar. —
Og kerlingin svaraði:
— Eg er nú satt að segja stein-
hissa á því, hvað þú hefir slarkað,
ekki meiri peningur til líkama og
sálar, en þú hefir verið. Og skil
það þó. Það er náttúrlega déskot-
ans letin, sem haldið hefir í þér
líftórunni!
*
1700 bjargað.
Atlantic City í New Jersey,
Bandaríkjunum, er mjög vinsæll
baðstaður. Síðastliðið sumar
björguðu baðverðir 1700 manns
frá drúknun þarna. Aðeins ein
manneskja druknaði.
RAFTÆKJA
VIÐGERÐIR
VANQADAR - ÓDÝRAR
SÆKJUM & SENDUM
RAnAKMVCHHUN - RAPVIfiKJUN - VHJGEROAITOCA
Tapazt
hefir blár köttur frá Óðins-
götu 11. Finnanda er heitið
fundarlaunurn. Uþpl. í síma
3237.
Ærkjöt
framparlur 2.15 kgr.
læri 2.45 kgr.
saxað kjöt 3.50 kgr.
(ökaupfélaqið
Kjötbúðirnar.
________________
Þvottapottar
fríttstandandi
fyrirliggjandi.
J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN.
Bankastræti 11.-Sími 1280.
ENSKT MUNNTÓBAK.
Smásöluverð má eigi vera hæiTa en hér segir:
WILLS’S L.S. TWIST í 1 lbs. blikkdósum (grænum)
16 stykkja, dósin á kr. 20.40, stk. á kr. 1.30.
WILLS’S X TWIST í 1 lbs. blikkdósum (rauðum)
16 stykkja, dósin á kr. 20.40, stk. á kr. 1.30.
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera
3% hærra vegna flutningskostnaðar.
TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS.