Vísir - 18.01.1941, Page 1
I
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
31. ár.
Ritstjóri 1 Blaðamenn Sfmi:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla J
14. tbl.
Winston Obnrchill:
„Eg er ekki í neinum
vafa um úrslitin”.
Hítler lilýtnr að IiefJ-
ast handa áður lnngrt
líðnr.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands
flutti ræðu í Glasgow í gær, að aflokinni heim-
sókn til iðnaðarborganna miklu við Clyde
og skipasmíðastöðvanna. Allsstaðar þar sem Churchill
kom, hyltu verkamenn hann innilega.
Þegar Churchill flutti ræðu sína sat Hany Hopkins,
einkafulltrúi Roosevelts, sem var með honum í ferða-
laginu, fyrir aftan liann, og vék Churchill að því, að
Hopkins, fulltrúi hins mikla leiðtoga Vestmanna, færi
bráðlega aftur vestur um haf, og segði forsetanum frá
því, sem fyrir augu hefði borið, og öllu, sem hann
hefði kynnt sér, en það væri mjög mikilvægt, að forseti
þeirrar þjóðar, sem hjálpaði Bretum svo myndarlega
sem reynd bæri vitni, fengi álit sinna eigin beztu manna,
um ástand og horfur.
„Eg er ekki í nokkurum vafa hvernig úrslitin verða,“
sagði Churchill, „Bretland sigrar“.
En hann tók það fram, að hann myndi ekki nú frekar en
áður breyta um stefnu og fara að gefa almenningi gyllivonir.
Árið 1941 verður erfitt, ár blóðsúthellinga og þjáninga, en vér
munum sigra að lokum. Vér munum nú sem fyrrum horfa á
staðreyndimar, en ekki ala vonir manna blekkingum og gylli-
vonum, eins og einræðisherrarnir. Vér eigum mestan styrk vorn
í því, að vér berjumst fyrir gott málefni og vér bregðumst ekki,
vér bugumst ekki við að inna af hendi það hlutverk, sem oss
var ætlað, að bjarga siðmenningunni í heiminum.
Churchill sagði, að Bretland myndi þurfa allt það sem Banda-
ríkin gæti í té látið af hergögnum.
HITLER VERÐUR
AÐ HEFJAST HANDA.
Cliurchill leiddi ýms rök að
þvi, að Hitler yrði að láta til
skarar skriða bráðlega. Hann
hefði látið heri sina vaða yfir
hvert land álfunnar af öðru og
þjóðir þessara landa væri kúg-
aðar með aðstoð hervalds og
leynilögreglu. En með degi
liverjum og viku eykst hatrið i
þessum löndum á harðstjórun-
um, hatur, sem áratugi, ef til
vill aldir, þarf til að afmá, liat-
ur á þeirri þjóð, sem gerðist
verkfæri i hendi kúgarans. En
þrátt fyrir hervald og leynilög-
regluofsóknir, getur Hitler elcki
haldið öðrum þjóðum í viðjum,
nema hann sigri. Með öllum
þessum þjóðum ala menn nú
sterkar vonir um sigur Bret-
lands. Bretland verður Hitler
því að sigra og það hið fyrsta,
og vér verðum að vera við því
búnir, að hann geri tilraun til
þess fyrr en seinna. Vér getum
að vísu sagt, að aðstaða hans
hafi verið verri til þess í haust
sem leið en í fyrravor, og verri
nú en hún var i liaust, og enn
verri næsta vor en n'ú, vegna
undirbúnings vors og aðstoðar-
innar fráBandaríkjunum, en þar
fyrii' megum -vér eldíi blekkja
oss með, að hann geri ekki til-
raun til innrásar. Vér liöfum
byggt virki hvarvetna með
ströndum fram, og vér höfum
mikinn her, sem getur farið
fljótt yfir, livar sem liættuna
ber að landi, en vér skulum
ekki ala neinar falsvonir. Inn-
rásartilraunin kann að verða
gerð og vér skulum vera við
öllu búnir.
Um styrjöldina í Afríku
sagði Churchill, að sóknin hefði
gengið betur en nokkurn
dreymdi um.
Það vakti mikla athygli, að
þegar Churchill taldi upp lönd-
in, sem Þjóðverjar hafa her-
numið, bætti liann við: — „og
ef til vill bráðlega ítalia.“
Churchill sagði í ræðu sinni,
að Bretar yrði að fá meira af
skipum, flugvélum og hergögn-
um frá Bandaríkjunum en þeir
gæti greitt fyrir, til þess að geta
haft forystuna áfram í barátt-
unni fyrir þvi, að siðmenningin
lialdið velli. Churchill hét því,
að Bretland skyldi halda áfram
þessari baráttu hvað sem á
dyndi. Eg get ekki að svo stöddu
gert grein fyrir áformunum að
styrjöldinni lokinni. Sem stend-
ur höfum vér að eins eitt mark-
mið, að uppræta Hitlerismann í
Evrópu.
ÞJÓÐVERJAR BÚAST
VIÐ AÐ FÁ NÝLENDUR.
Berlín: Samkvæmt upplýs-
ingum frá mönnum sem hafa
með höndum nýlendumálakröf-
ur Þjóðverja er verið að vinna
að undirbúningi þess, að sent
verði lið til herskyldu lögreglu-
starfa í nýlendum. Eru valdir
ungir menn og hraustir, og eru
þeir sérstaklega æfðir undir
yfirstjórn nýlendusérfræðings-
ins George Tzchirchners. Er lið
þetta æft í sendnum flatneskj-
um í . Austur-Prússlandi og
. þjálfunina annast þýskir for-
ingjar, sem verið hafa í Libyu.
Grikkhr tóku
1000 fanga í
gær.
Hanutjón íiala í
Albanin. 75.000.
London í gærkveldi.
Samkvæmt tilkynningum, er
birtar voru í Aþenuborg i gær-
lcveldi, liafa Grikkir unnið all-
mikinn sigur á Tepelinivíg-
stöðvunum. Gerðu þeir byssu-
stingjaáhlaup á Ilali, þar sem
þeir höfðu búizt til varnar í
fjallaskörðum, og hröktu þá á
flótta. Tóku Grilckir um 1000
fanga og noklcrar fallbyssur og
annað herfang.
Gizkað er á, að manntjón It-
aja í Albaníu sé 75.000, en í
upphafi styrjaldarinnar liöfðu
þeir 225.000 manna her í Al-
baníu.
Meðal þessara 75.000 eru
fangar þeir, sem Grikkir hafa
tekið, þeir, sem fallið háfa,
særst og verið fluttir heim til
Ítalíu.
TVEIMUR STÓRUM ITÖLSK-
UM HERFLUTNINGASKIPUM
SÖKKT.
Grísk blöð og útvarp birta
fregn um, að tveimur stórum,
ítölskum farþegaskipum, sem
notuð voru til herflutninga frá
Brindisi til Albaniu, hafi verið
sökkt. Vorli skipin í herflutn-
ingaskipaflota, er skotið var á
þau tundurskeytum. — Annað
slcipið var Lombardia 20.000
smál., hitt Ligoria, 15.300 smál.
Fangamir segja líka, að
margir ítalskir liermenn liafi
gerzt liðhlaupar i Brindisi, rétt
áður en herflutningaskipin
lögðu af stað.
Loftárásin á Wil-
helmshaven í
fyrrinótt.
London í morgun.
Loftárásin á Wilhelmshaven
í fyrrinótt var ekki eins rnikil
og næsta loftárás þar á undan.
Veður var óhagstætt, frost og
kuldi, eins og á norðurlijara
heims. Þrátt fyrir það var ár-
angurinn mikill. Eldur kom
upp víða, aðallega í nánd við
járnbrautarstöðina og olíu_
geymasvæðið. Mildar spreng-
ingar urðu.
Meðan sprengjuflugvélarnar
voru yfir Wilhelmsliaven, voru
aðrir sprengjuflugvélaflokkár
yfir Emden, Boulogne, Ostende
og Calais. Varð einnig rnikið
tjón af völdum árásanna á þess-
ar borgir.
Finrm brezkar flugvélar eru
ókomnar til bækistöðva sinna
úr þessum leiðöngrum.
»Tiimliirspillar eyðinicrkiiriiiiinr«
Bretar líkja þessum vel vopnuðu og hraðskreiðu brvnvörðu bilum við tundurspilla sína, vegna
þess hvað þeir eru snarir í snúningum. Mvndin er tekin í Cvrenaicá-héraðinu í N.-Afriku og starfa
bílar þessir í náinni samvinnu við brezka flugherinn. Þeir áttu drjúgan þátt í hinum mikla sigri
Breta á her Grazianis marskálks.
150.000
manna þýzkur
her í Rúmeníu
London í morgun.
Tyrkir, sem fylgjast vel með
öllu, sem gerist á Balkanskaga,
birtu tölur í gær urn herflutn-
inga Þjóðverja til Rúmeniu. Um
Ungverjaland til Rúmeniu hafa
komið 20 til 25 herflutninga-
lestir daglega, og eru nú komin
til Rúmeniu 3 fótgönguliðsher- 1
fylki og 3 bifreiða- og vélaher-
fylki og eitt flugherfylki. Alls
eru nú í Rúmeníu um 150.000
þýzkra hermanna og ætla Tj*rk-
ir, að lið þetta verði aukið mjög
næstu vikur, eða upp í 450.000.
Liði þessu er komið fyrir að
kalla má á öllum landamærum
Rúmeniu.
Þá var sagt í tyrkneska út-
varpinu, að Tyrkir gerði sér
ljóst, að ef Þjóðverjar léti til
skarar skríða á Balkan, myndi
árásinni fyrst og fremst verða
beint gegn Tyrkjum. En þeir
eru viðbúnir, var við bætt. Áður
hafði verið * útvarpað fregn í
Ankara, þar sem sagt var, að
Þjóðverjum myndi misheppnast
allar tilraunir til þess að rjúfa
einingu Balkanþjóða, og myndi
þær koma Búlgörum til hjálpar,
ef á þá yrði ráðist.
Fregnir hafa borist um landa-
mæraskærur á landamærum
Rúmeniu og Rússlands. Hafa
margir rússsneskir landamæra-
verðir verið drepnir.
Ólga mikil er í Rúmeniu og er
matvælaskortur í sumum hér-
uðum sem sumpart stafar af
því, að járnbrautarlestir hafa
verið teknar til herflutninga.
Margt manna hefir meiðst í
uppþotum.
Tyrkneska stjórnin gefur
nánar gætur að herflutningum
Þjóðverja. Stjórnin liyggur, að
Þjóðverjar muni bráðlega hafa
sjö hérfylki í Rúmeníu. Mest lið
liafa þeir í Moldavíu og olíuhér-
uðunum. —
Utvarpið í Búdapest liefir
viðurkennt, að herflutningar
um Ungverjaland haldi áfram
suður á bóginn daglega. Útvarp-
ið bætti því við, að ekltert bendi
til livað Rússar muni gera út af
þessum atljurðum.
Bretðr loiir 50 ensk-
ar m Slur íyrir vestan
Tobmk.
Bretar eru komnir 50 mílur
vestur fyrir Tobruk og á svæði
allt að 70 mílur vestur fyrir To-
bruk liafa þeir allar flugstöðvar
Itala á sínu valdi.
Bretar lialda áfram að búa sig
undir að gera lokaáhlaupið á
Tobruk, en ílalska setuliðið þar
svarar skothríð Breta endrum
og eins, en heldur er dauft yfir
Itölum. Engin merki sjást þess,
að tilraun hafi verið gerð til
þess að koma setuliðinu til
hjálpar — ekki einu sinni loft-
leiðis.
loftárái
á Catauia
á Sikilcy.
London í gærkveldi.
ur sagði í gær, að Bretar liefði
áður sigrast á þýzku steypi-
flugvélunum og myndu gera
það enn.
Hann sagði ennfremur, að
Bretar þyldu betur nú en áður
að missa skip eins og beitiskip-
ið Southampton, því að beiti-
skipaeign þeirra hefði aukizt
frá því styrjöldin byrjaði.
FRÉTTIR
1 STUTTU MÁU
Fréttaritarar brezku blað-
anna, sem eru með her Wavell’s
í N.-Afríku, segja frá því, að
flugmaður í orustuflugvél hafi
tekið 150 ítali til fanga í grennd
við Mersa Beddau. Hræddi hann
ítalina með því að fljúga lágt
yfir höfðum. þeirra og skjóta úr
vélbyssunum. Þegar Italirnir
liöfðu kastað frá sér vopnunum
var þeim gefin stefnan á næstu
stöð Breta og fóru þeir þangað.
•
Styrjaldarútgjöld S.-Afríku
eru orðin 51 milljón sterlings-
punda.
Aðfaranótt fimmtudags var
gerð ný loftárás á Catania á
Sikiley, þar sem þýzku stevpi-
flugvélarnar hafa bækistöð
sína. Mikill eldur kom, upp í
flugskálum í norðvesturhluta
flugstöðvarinnar og urðu þar
miklar sprengingar. I austur-
hluta flugstöðvarinnar voru
margar flugvélar eyðilagðar. —
Alls hafa Þjóðverjar misst 60
steypiflugvélar undangengin
dægur, þar af 10 í viðureign-
inni á Miðjarðarhafi s.l. föstu-
dag, og 10 sem voru skotnár
niður yfir Malta (þar af urðu 5
fyrir skotum úr loftvarnabyss-
um), en 3 til urðu fyrir
skemmdum,
I brezkum tilkynningum seg-
ir, að litið sem ekkert liernað-
arlegt tjón hafi orðið í árásinni,
en nokkurt tjón varð á íbúðar-
húsum og nokkrir borgarar
biðu bana.
I þýzkum og ítölskum út-
varpsfregnum segir hinsvegar,
að flugvélastöðvarskipið Illus-
trious, sem, liggur i flotaliöfn-
inni á Malta til viðgerðar, og 1
—2 brezk beitiskip bafi orðið
fyrir skemmdum.
Brezkur flugmálasérfræðing-
Óeirðir færast nú í vöxt í
Abessiníu. Fyrir skömm,u var
Nasi hershöfðingi, sá binn sami
er stjórnaði sókn ítala á Brezka
Somaliland, sendur frá Addis-
Abbeba til að lcæfa uppreist í
Jajjam.
Það er nú tilkynnt í Indlandi,
að hinar indversku hersveitir,
sem umkringdu 14000 manna
ítalskt herlið við Sidi Barrani,
misstu aðeins 28 menn, en 80
særðust. Er þctta samkvæmt
upplýsingum forsætisráðherra
Punjab-ríkisins, Sir Sikander
Hyat Klian, sem nýlega heim-
sótti indversku hersveitina í
Egiptalandi og Súdan.
•
Loftvarnaskytta ein, Bennett
að nafni, óblýðnaðist fyrirskip-
un á þann hátt, að hann skaut
á þýzka flugvél án þess að hafa
fengið fyrirskipun. Hann skaut
flugA’élina niður. Yar hann kall..
aður fyrir herrétt og kærður
fyrir óhlýðni, en rétturinn sýkn-
aði liann og veitti honum heið-
ursmerki.