Vísir - 18.01.1941, Blaðsíða 2
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengi'ð inn frá Ingólfsstræti)..
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Kemst þótt hægt
farí.
v Tf EMST þótt seint fari, liús-
** freyja,“ sagði Njáll við
Bergþóru. Verður svo jafnan,
að þeir vinna ekki þörfustu
verldn, sem mest geisast. Ekk-
ert heilræði á betur við um
þessar mundir, en þetta stutta,
gagnorða svar Njáls, sem lifað
hefir á lungu þjóðarinnar í þús.
und ár. Ef hver maður segði nú
við sjálfan sig: kemst þótt hægt
fari, þá mundi hér margt betur
fara en á horfist.
Margt bendir nú til þess, að
mikil jafnvægis-röskun sé í að-
sigi í fjármálum, viðskiptum
og atvinnurekstri. Aldrei liafa
eins miklir peningar verið í um-
ferð og nú og gefur það til
kynna, að almenningur hafi ó-
venjumikið fé milli handa. Eft-
irspurnin á þeim gæðum, sem
þessir peningar geta keypt, vex
dag frá degi. En það er tak-
markað, sem hægt er að kaupa
fyrir þetta fé og því beinist það
áður en langt um líður í á-
kveðna farvegi.
Flestir eru þannig gerðir, að
þeir vilja græða fé og nú er
fjöldi manna óðum að öðlast
þá trú, að nú sé tækifæri til að
eignazt peninga á auðveldan
hátt. Kapphlaupið um hin í-
mynduðu verðmæti grípur um
sig eins og farsótt. Það er eins
og kapphlaup gullnemanna á
staðinn, þar sem fundizt hefir
gull. Hér beinist gullnema-
straumurinn að útgerðinni og
fiskkaupum, til sölu á erlend-
um markaði. Hagnaðurinn á
útflutningi fiskjar hefir verið
mikill undanfarið og mikið fé
hefir komið inn í landið fyrir
þessa vöru. Nú er hitasótt gull-
nemanna að stiga mönnum til
höfuðsins. Þeir, sem peninga
eiga, hjóða nú fram aleigu sína,
ef þeir fá leyfi til að vera með í
gullleitinni, þótt framlag þeirra
sé ávöxtur æfistarfs og hingað
til liafi þessa fjár verið gætt
sem sjáaldur augans. En nú
liggur það laust fyrir. Æfilöng
varfærni athugulla manna verð_
ur að engu um Ieið og menn
taka sóttina — gullsóttina. Þeir
sem aldrei hafa hálægt útgerð
komið aldrei fengizt við fisk-
kaup, reyna nú að leigja skip
eða kaupa skip eða koma sér á
einhvern hátt inn i dansinn, í
þeirri von að fá skjóttekinn
gróða.
Og faraldurinn grípur fleiri
og fleiri. Þessu er eins Tariö og
umferðarveiki, að hver smitar
annan. Menn tapa dómgreind
sinni og yarfærni, ekki aðeins
í kapplilhupínu um hinn imynd-
aSa gróða, heldur líka hvernig
honum er varið af þeim, sem
verða svo heppnir, að ná hon-
um. Nú þegar er byrjað að bera
á því, að farið er að bjóða afar
hátt verð í fasteignir, verð sem
að flestra dómi er hreinasta
fjarstæða. Annað hvort er, að
þeir, sem síkt gera, hafa glatað
allri trú á peningagildið, eða að
fjárráðin hafa truflað dóm-
greind þeirra mjög áberandi.
Vera má að hvorutveggja sé
valdandi. En slikt hrjálæði er
stórhættulegt fyrir þjóðfélagið
og getur orðið þess valdandi,
¥5 ára í gær:
Jóhannes Jóhannesson
fyrverandi bæjarfógeti.
að hið opinbera neyðist til að
skaltleggja þá einstaklinga
þunglega, sem nú græða fé, tii
þess að koma í veg fyrir tryll-
ingslega verðhækkun á fast-
eignum og öðru fastafé.
Þeir munu fæstir hera hezt-
an hlut frá horði, sem mestan
þátt taka í hringdansi þeim,
sem nú er farið að bóla á hér.
Þeir, sem hyggnir eru, gera sér
að einkunnarorðum svar Njáls:
kemst þótt hægt fari. Þeir pen-
ingar eru beztir, sem menn hafa
unnið fyrir í sveita síns and-
lits. Flas verður aldrei til farn-
aðar. Peningarnír gufa ekki svo
auðveldlega upp sem margur
hyggur, þótt þeir séu nú
geymdir og vinni fyrir lágum
vöxtum. Aftur kemur sá timi,
að eftirspurn verður eftir reiðu-
fé og aftur ná hlutirnir jafn-
vægi. Þess vegna varðar nú
mestu að fara rólega og geisa
hvergi.
Kemst þótt hægt fari.
Happdrættið:
Deil niða es íb-
inp Hð ui
liliim.
^JEFIN hafa verið út bráða-
birgðalög um hækkun
verðs á happdrættismiðum í
Happdrætti Háskóla íslands. —
Hækka þeir um þriðjung frá
gamla verðinu.
Verð ýj ársmiða verður því
kr. 80.00 (var kr. 60.00), liálf-
miða kr. 40.00 og fjórðungs-
miða kr. 20.00. Mánaðarverðið
hækkar auðvitað jafnframt í
kr. 8.00 heilmiði, kr. 4.00 liálf-
miði og kr. 2.00 fjórðungsmiði.
Hækkun þessi er gerð vegna
auldns kostnaðar við liapp-
drættið, en það má ekki við
rýrnun tekna, ef það á að geta
staðið í skilurn, á greiðslum
vaxta og afborgana á bygging-
um.
Jafnframt hefir verið ákveð-
ið, að vinningar hækki um
þriðjung úr því, sem nú er —
verði alls á árinu kr. 1.4 millj.,
en voru áður kr. 1.05 millj. —
Ekki er búið að ákveða, livern-
ig einstakir vinningar verða
hækkaðir.
í gær varð Jóhannes Jóliann-
esson, fyrverandi bæjarfógeti í
Reykjavík, 75 ára að aldri. —
Hann æskli þess, að blöðin
gerðu ekkert veður út af þessu
afmæli en þau fóru að óskum
lians og steinþögðu.
Jóhannes Jóhannesson lifir
nú í virðulegri elli, — hafinn
yfir lof og last, -— en þótt hann
liafi um langan aldur staðið í
fylkingarbrjósti, þar sem harð-
ast var barizt og vopnagangur-
inn niestur, hygg eg að ekki geti
honum vinsælli mann meðal al-
mennings, og svo liefir alla tíð
verið.
Jóhannes bæjarfógeti sést
ekki oft á götum bæjarins, en
þó gengur hann daglega með
fornvini sínum, biskupnum fyr..
verandi dr. Jóni Helgasyni, og
bera þeir báðir ellina með
þeirri jirýði, að fá dæmi munu
þess vera. -— Það dylst mönn-
um ekki að þar, sem, Jóhannes
bæjarfógeti fer, er höfðingi á
ferð. Hann ber aðalssvip á haki
og brjósti, en andlitið er mótað
af mildi og drengskap, — og
andlit livers mann er í rauninni
spegill sálarinnar, þegar það er
mótað rúnum langs lífsferils.
Um það munu allir á einu
máli, að ekki geti prúðari írnnn
í öllu dagfari, en .Tóhannes hæj-
arfógeta. Hann liefir ávallt ver-
ið samur, hvort sem það var í
sölum Alþingis, á slcrifstofu
sinni eða í réttinum, meðan að
hann gegndi störfum þar, sem
dómari. I>ví gat liann sér ást-
sæld með alþýðu manna, og
nýtur nú óblandinnar virðing-
ar livar sem hann fer.
Hér skulu ekki rakin mörg og
mikil störf Jóhannésar bæjarfó-
geta Jóhannessonar. Hann lief-
ir gegnt mestu trúnaðar- og
virðingarstöðum, sem þjóðin
hefir átt völ á, — þar sem valið
liefir byggst á mannkostum og
afburða hæfileikum, og allar
þær stöður hefir liann skipað
með prýði og svo sem bezt
verður á kosið.
Vísir vill í nafni almennings
þakka þessu ágæta afmælis-
barni unnin störf og árna hon-
um allra heilla um ókomin ár.
Þessar óskir eru í té látnar af
jafnheilum hug, þótt þær komi
einum degi of seint. Þar var að_
eins farið að óskum afmælis-
barnsins sjálfs, og vonandi ræt-
ast þær allar eins vel í fram-
| tiðinní.
| K. G.
Farmanna-
verjcfall.
Klæðskerap
semja.
Um s.l. miðnætti hafði ekki
náðst samkomulag í sjómanna-
deilunni, og hófst því verkfall
frá þeim tíma.
Verkfallið hefir þó enga þýð-
ingu eins og sakir standa, þar
eð aðeins eitt kaupskip er í höfn
hér og það er í viðgerð.
Klæðskerameistarar og klæð-
skerafélagið Skjaldborg héldu
fund hvort í sínu lagi i gær-
morgun og komust síðan sættir
á í diilunni. Vinna hefst þó ekki
fyrri en á mánudag.
Skjaldborg fékk lítilsháttar
hækkun á grunnkaupi og fulla
dýrtíðaruppbót, auk annarra
smávægilegra breytinga á
gamla samningnum.
Af verkfalli hárgreiðslu-
stúlkna er ekkert nýtt að frétt.
Áheit
á Hallgrímskirkju í Saurbæ, af-
hent Vísi: 5 kr. frá B.
Áheit
á Hjaltakirkju i Ölfusi, afhent
Visi: 5 kr. frá K. L.
Braðabirgðalog um 5 muj.
kr. innlent lán.
Ríkisstjórn íslands hefir gef-
ið út bráðabirgðalög um heimild
til þess að taka fimm milljóna
króna innanlandslán, til þess að
greiða eftirstöðvar enska láns-
ins, sem tekið var 1930.
Er þetta lán nú að eftirstöðv-
um 510.400 sterlingspund. Má
segja því upp í rnaímánuði, til
greiðslu í nóvemlter. Bankar
eiga nú allmikið fé í erlendum
bönkum og fá litla vexti af því,
og er því hagkvæmt að greiða
ofangreint lán að fullu, ef ríkis-
sjóði tekst að afla nægilegs fjár
innanlands með betri vaxla-
kjörum. En til þess að nægilegt
fé verði handbært, þegar
greiðsla á að fara fram, ef lán-
inu verður sagt upp, er talið
liyggilegast að taka þegar þetta
5 milljón króna lán innanlands.
Lánið verður bráðlega boðið
út, en ekki er endanlega búið
að ákveða vextina. Það verður
gert í samráði við Landsbank-
ann. Verður lánið strax boðið
út, þegar búið er að ganga frá
þessu og öðrum skilmálum.
Að svo komnu máli er ekki
hægt að segja, hvort hægt verð-
ur að greiða fleiri erlend lán, en
eins og sakir standa, eru ekki
fleiri laus.
Frá R.K.Í.
lif deilil á Issfirði.
Fyrir nokkru var stofnuð
Rauða Kross deild á ísafirði
með 110 félögum. Deildin hefir
sótt um að verða viðurkennd og
innrituð sem deild i Rauða
Kross íslands, með þeim skil-
yrðum, skyldum og réttindum,
sem þeim fylgja, og hefir stjórn
Rauða Kross íslands nú veitt
henni viðurkenningu á þann
hátt, sem lög hans mæla fyrir.
Stjórn deildarinnar skipa:
Kristján Arinbjarnar héraðs-
lælcnir form., Kjartan Jóhanns.
son læknir varaform., Gunnar
Andrew ritari, Sig. Þorkelsson
gjaldkeri, Guðmundur Jónsson
frá Mosdal, Sig. Dalmann, Jón
A. Jóhannsson meðstjórnendur.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir Háa Þór annað kvöld og
hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 5 kr. frá H.L., 10
kr. (gamalt áheit) frá ónefndum.
5 kr. frá Petsamofara.
Sundböll Reykjavíkur
verður lokuð dagana 20.—26. þ. m. vegna hreingern-
ingar.-
NB. Þeir, sem eiga mánaðarkort eða eru á sundnámskeið-
um fá það bætt upp er þeir missa úr við lokunina. —
fiett uerziunarpléss cskisl
strax í þéttbýlu íbúðarhverfi — má vera litið — eða veitinga-
pláss við mikla umferðargötu. — Tilboð sendist til afgr. Vísis.
Merkt: „Business“.
SEINNA HEFTI AF
Aíreksmannasögum
(10. bindi)
ur þ.jóðsögusafni Sigfúsar Sigfússonar frá Eyvindará,
er komið út og fæst hjá bóksölum.
Aðalútsala í
BÓKAVERZLUN ÞORVALDAR BJARNASONAR,
Hafnarfirði. -
Rawplugs
Borar og tappar
fyrirliggjandi.
VERZLtlNIlV BRIIVJA
Laugaveg 28.-Sími 4160.
ENSKT MUNNTÓBAK.
Smásölnverð má eigi vera hærra en hér segir:
WILLS’S L.S. TWIST í 1 lbs. blikkdósum (grænum)
16 st.ykk ja, dósin á kr. 20.40, stk. á kr. 1.30.
WILLS’S X TWIST í 1 Ibs. blikkdósum (rauðum)
16 stykkja, dósin á kr. 20.40, stk. á kr. 1.30.
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera
3% hærra vegna flutningskostnaðar.
TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS.
Flutningnu* til
Islandi.
Reglnlegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd
Bretlands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sérstak-
iega hagkvæm flutningsgjöld ef um stærri vörusend-
ingar er að ræða.
Tilkynningar um vörur sendist
CullifoFd & Clapk Ltd.
Bradleys Chambers,
London Street, Fleetwood,
eða
Geip H, Zoéga
Símar 1964 og 4017,
er gefur frekari upplýsingar.
til sölu. Minnsta útborgun kr. 30.000.00.
Upplýsingar gefur
Faiteigna og: verðbréfasalan
(LÁRUS JÓHANNESSON Hrm..).
Suðurgötu 4. Símar 4314 og 3294.