Vísir - 05.02.1941, Side 2
VÍSIR
n
D A GBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Þjóðræknis-
félagið.
^ÐALFUNDUR Þjóðræknis-
félagsins verður haldinn í
Kaupþingssalnum í lcvöld, en
svo sem kunnugt er beinist
starfsemi félagsins fyrst og
fremst að því að auka og efla
yiðskipjta- og m.enningartengsl
íslendinga beggja megín hafs-
ins. Þjóðræknisfélagið á sér
ekki langan starfsferil að baki,
en eftir öllum sólarmerkjum
að dæma mun merki þess ekki
niður falla, með því að mörg
nauðsynjamál bíða úrlausnar,
og ef vel á að vera, eiga verk-
efnin að aukast með ári liverju.
íslendingar hafa til þessa
helgað sig alla þeim viðfangs-
efnum, sem heima fyrir hafa
gefist, en lítt skygnst út fyrir
hinar breiðu leiðir Ailantzála.
Þeir, sem horfið hafa héðan,
hafa gleymst að mestu. Þótt
þeir hafi lifað i minningu ein-
staklinganna hefir líf þeirra og
barátta utan íslenzkra land-
steina litlu máli skipt fyrir
heimaþjóðina. Menn hafa þó
glaðst er lieyrst hefir um afrek
íslendinga vestan hafs, — blóð-
ið hefir runnið til skyldunnar
og íslenzkur þjóðarmetnaður
látið á sér bæra. Almenningur
hefir ávallt, þrátt fyrir allt tóm-
lætið, litið svo á, að hver sá
maður, sem fæddur er á íslandi
eða af íslenzkum, stofni sprung-
inn, sé fyrst og fremst íslend-
ingur, þólt liann starfi á vett-
vangi annars þjóðfélags, og ef
til vill stuðlar þetta rótgróna al-
menningsáþt fyrst og fremst að
velgengni Þjóðræknisfélagsins,
sem nýtur fyllsta skilnings
þjóðarinnar í starfi sínu.
Á undanförnum áratugum
hafa íslendingar vestan hafs
fundið sárt til þess, að þeir hafa
að mestu verið einangraðh' frá
föðurlandinu, og þeir hafa þrá-
vegis, og raunar með stöðugu
starfi, í'eynt að brjóta viðjar
þessarar einangrunar. Þegar
þeim hefir virzt þessu starfi of
Iítill gaumur gefinn heima fyr-
ir, hafa binir sókndjörfustu á-
sakað heimaþjóðina fyrir tóm-
lætið og skilningsskortinn, enda
fer það að vonum. En þegar
nánar er að gáð, þá eru það eklci
íslendingarnir vestan hafs einir,
sem orðið hafa fyrir barðinu á
tómlæti heimaþjóðarinnar. —
Nægir því til sönnunar að
benda á, að íslenzkirrithöf-
undar og listamenn hafa á
þremur siðustu áratugum leitað
út fyrir landsteinana, -— gerzt
þar málsvarar þjóðar sinnar,
aukið á heiður hennar og hróð-
ur, en lilotið lítið að launum að
heiman, — annað en ónot, eða
einhvern auðvirðilegan fjár-
styrk, þegar bezt hefir látið. ís-
Iendingar í Vesturheimi hafa
því ekki sætt öðru tómlæti né
verra, en hinir íslenzku lista-
- menu, en það er sannarlega
kominn tími til að bæta fyrir
brotin gagnvart báðum þessum
aðilum, og hefði gjarna mátt
fyr vera.
íslenzka þjóðin hefir sjálf um
langan aldur átt við einangrun
j búa, og hún hefir verið lít-
ils um komin, en nú er hún hef-
ir sigrast á liinum innri erfið-
leikum, og öðlast ný og bætl
lífsskilyrði eflist hún að áræði
og stórhug, sem meðal annars
vekur til ihugunar á þeim verk-
efnum, sem bíða óleyst utan
landsteinanna. Stærsta verkefn-
ið og veigamesta er óhjákvæmi-
lega að „mynda meginþráð yf-
ir höfin bráðu“ milli þjóða-
brotanna austan hafs og vest-
an, auka kynningu og andlegt
samband, sem Jil gagns má
verða og er einn þáttur i þeirri
starfsemi mannaskipti, þ..e. a.
s. ungir menn héðan verða
sendir veslur til náms og kynn-
ingar og ungir menii að vestan
koma hingað til lands lil dvalar.
Fjöhnörg verkefni önnur
bíða úrlausnar, en öll miða
þau að hinu eina og sama
marki. Nú eru líkur til að ís-
lendingar taki á næstunni öll
sín mál í eigin hendur. Því sam-
fara er mikill vandi og veltur
á miklu, að vel fari úr hendi sú
nýskipan, sem á verður að
koma. Um þá nýskipan verða
Jslendingar að fvlkja sér fast
og i þvi efni þurfa þeir einnigað
verða fulls skilnings aðnjótandi
meðal framandi þjóða. Að þeim
aukna skilningi verður öllum
íslendingum ljúft að vinna livar
í heimi, sem þeir eru staddir.
Þess er að vænta, að fjöl-
mennt verði á fund Þjóðræknis-
félagsins í kvöld, og ættu þeir,
er slyrkja vilja starfsemi félags-
ins, að láta skrá sig sem með
limi félagsins á fundi þessum.
Þótt Þjóðræknisfélagið liafi
ekki haldið geist úr hlaði, mun
það eiga langa og góða þróun
fvrir höndum og eignast æ rík-
ari skilning og samúð almenn-
ings.
Allmargir teknir úr
umferð að undan-
förnu.
Það er nú aftur að fara í vöxt,
að drukknir menn séu teknir úr
umferð og geymdir um nætur-
sakir í lögreglustöðinni eða
„Steininum“.
Fyrst eftir nýárið, • meðan
menn voru að ná sér eftir jólin
og nýársfagnaðina, var heldur
lítið um handtökuiy fyrir
drykkjuskap, en nú er þetta aft-
ur að færast í vöxt. 1 nótt voru
.10—12 menn teknir úr umferð.
Ef að líkum lætur mun þelta
minnka aftur, þegar fer að líða
á mánuðinn.
Aðeins 24 skráðir
atvinnuleysingjar.
Atvinnuleysisskráning fór
fram í gær og fyrradag hér í
bænum. Til skrásetningar komu
24 — tuttugu og f jórir — menn.
Undanfafin fjögur ár hefir
fjöldi atvinnuleysingja, sem
liafa komið til skráningar á
sama árstíma, verið sem hér
segir:
1940 ........ 553 menn
1939 ........ 521 —
1938 769 —
1937 ........ 936 —
Undanfarin tiu ár liafa at-
vinnuleysingjar aldrei verið
færri en 521 (1939), þegar
talning hefir farið fram á þess-
um árstíma.
Pöitnr«il íslands
gflatast.
Póststjórnin hér hefir fengið
þær upplýsingar frá Ameríku,
að 16 pokar með pósti hingað,
sem sendir voru með ákipinu
Western Prince, hafi glatast, er
skipinu var sökt.
Póstur þessi var frá tímabil-
inu 18. nóvember til 5. desem-
ber og var einn poki með á-
Myndin’ t. v. er af samsetningu yfirbjrggingarinnar. Logsuðutæki hanga t. h. á myndinni T. h.
* sjást tveir fullgerðir bílar og Hansen, verkfræðingur.
Nýjung í iðnaði:
Bílar settir saman að öllu
leyti í íyrsta sinn
hér á landi
l»að ei?u JOodge-bílar, sem
átt liöfðii að fara til
Svíþjóðar.
Tíðindamaður Vísis bað í gær Svein Ingvarsson,
forstjóra Bifreiðaeinkasölunnar, að gefa sér
kost á að kynnast nýung þeirri á sviði bifreiða-
iðnaðar okkar, að farið er að setja bifreiðar saman hér
að öllu leyti. Er þetta gert á verkstæðum Egils Vilhjálms-
sonar við Laugaveg og Rauðarárstíg, en verkfræðing-
ui’, að nafni Emanuel Hansen, var fenginn hingað sér-
staklega til þess að kenna samsetninguna og útskýrði
hann allt fyrir tíðindamanninum.
Eins og Vísir liefir skýrt frá
áður og fleslum er kunnugt
voru bílar jæssir upprunalega
seldir til Svíþjóðar. Kössunum
var skipað um borð í finskt skip
í Detroit í aprílmánuði, en
vegna hafnbanns Breta komust
þeir aldrei Iengra en til Leith,
þar sem þeim var skipað á land.
Keyþti svo Bifreiðaeinkasalan
alla bílana, 108 að tö!u„og komu
þeir hingað fyrir 2—3 mánuð-
um.
Áður en hægt væri að byrja
þessa starfsemi hér, þurfti
margvíslegan undirbúning, eins
og gefur að skilja. Egill Vil-
I hjálmsson fór til Bandaríkjanna
fyrir áramótin og kom liann þá
| m. a. í Chrysler-verksmiðjurnar
! sem framleiða Dodge bifreið-
arnar — en allar nýju bifreið-
arnar eru af þeirri gerð — og
fékk þar þau verkfæri, sem
ekki var liægt að komast af ón.
Þá tafði það og framkvæmd-
ir, að rafmagnskapall sá,
sem verksmiðjur Egils fá
straum frá, var ekki nógu gildur
og varð um 3ja vikna töf meðan
beðið var eftir kapli, er til var
norður í landi.
Mr. Hansen kom hingað þann
27. desember og fyrsti bíll-
inn var tilbúinn þ. 15. janúar
en það tók auðvitað lengst-
an tíma að setja hann sam-
an, meðan allir voru óvanir, er
unnu að þessu verki. Eftir það
liefir samsetningn gengið mjög
fljótt, svo að nú er einn bill full-
búinn daglega.
Byrjað er á því að selja sam-
an grindina undir vagninum.
Auk þess, sem hún er fest ram-
lega með boltum, er hún log-
soðin mjög vandlega. í Banda-
ríkjunum eru þau samskeyti,
sem eru logsoðin saman, 72
þuml. á lengd, en hér er logsuð-
an höfð um 50% lengri, vegna
þess, hversu vegir eru hér
miklu verri.
Jafnframt því að grindin er
sett saman, er unnið að yfir-
byrgðarpósti. Var ekki aðeins
í þeim poka póstur frá Ame-
ríku, heldur og frá Norður-
löndum, aðallega Svíþjóð.
byggingunni, en á öðrum stað.
Kemur hún og í pörtum, hvor
hlið hennar fyrir sig, þakið,
botnplötur í gólf, stykkið, sem
skilur yfirbygginguna frá vél-
inni o. s. frv. Eru allir þessir
hlutar logsoðnir saman, m. a.
með mjög fullkomnum tækjujn,
sem Egill Vilhjálmsson fésti
kaup á vestan hafs.
Yfirbyggingin er sett saman á
einskonar ramma, sem Egill
hefir látið smíða hér, eftir,
teikningum, sem hann fékk
vestra.
Þegar búið er að setja þetta
hvorttveggja saman, er því ekið
upp á loft í húsinu. Þar eru öxl-
arnir setlir undir grindina, vél-
in sett í hana, drifið o. s. frv.
Yfirbyggingin er fyrst máluð,
en síðan er hún selt á grindina.
Þegar svo langt er lconiið, er
eftir að klæða bilinn að innan,
en allt klæði ó þak, sæti, hurðir
o. s. frv. kemur einnig að vest-
an. Allt klæði kemur tilsaumað,
svo að aðeins þarf að festa það.
Yfirbyggingin er fyrst öll ein-
angruð að innan, til þess að
ekkert skrölt eða hóvaði heyrist,
áður en hún er klædd.
Að lokinni klæðningunni er
bíllinn tilbúinn að öðru leyti en
því, að þá er eftir að pússa hann
og láta hreyfilinn ganga í svo
sem klukkustund, til þess að að-
gæta að hann ga^gi að öllu leyti
rétt.
Þá er bíllinn tekinn út, hon-
um ekið 5—10 km. veg til þess
að athuga hvort hann svari öll-
um þeim kröfum, sem til hans
má gera. Reynist eitthvað þarfn-
ast lagfæringar er þvi strax
kippt í lag, en þeir bílar sem
þegar hafa verið fullgerðir hafa
engrar lagfæringar þurft. Þess
má geta til gamans, að í hvem
bíl fara 8—9000 hlutir í allt,
svo að menn geta gert sér ljóst,
að þeir sem vinna þetta verk,
þurfa margs að gæta.
Emanuel Hansen, verkfræð-
ingur, sem fenginn var hingað
til þess að kenna samsetningu
bílanna, er fæddur í Kaup-
mannahöfn, en fluttist til
Bandarikjanna 1913. Yann
hann fyrst 13 ór lijá Ford, síðan
7 ár hjá WiIIy’s Overland og
| undanfarin 8 ár hefir hann
starfað hjá Chrysler-verk-
smiðjunum. Ilefir hann það
starf, að hafa eftirlil með verk-
smiðjum félagsins í Evrópu, en j
þær ertt 1-3 að töíu. Er hann á
ferðalögum 9 nránuði ársins, en
liina þrjó er hann lieima og
kynnir sér nýjungar í iðnaðin-
. um.
Hansen lét svo'um mælt við
tíðindamann blaðsins í gær, að
bifreiðavirkjar bér kynni starf
sitt mjög vek Hann lrefði ekki
þurft að segja þeim til um neitt
nema einu sinni, eftir það hefði
hver getað gengið að sínu verki
án frekari tilsagnar. Er þetta
mikið'Iof og gott af vörum þessa
manns, sem hefir farið svo víða
og kynst verklagni manna í
flestum löndum Evrópu. Eru
það um 25 menn, sem vinna
eingöngu að þessari samsetn-
ingu. ,
Nokkur orð til dr. Símonar Jóh.
Ágústssonar.
—o—-
Góði vinur.
Eg las í Morgunbl. 17. des,
ritdóm eftir þig um „Líf og
dauða“ próf. S. Nordals. Mér
var orðið hlýtl til þín af ástæðu,
sem þú þekkir. Þykir mér nú
leitl, ef þér hefir búið í huga, að
loknum mannúðarleiðangi’i,
það álit að visa bæri mér
„vinstri hándar til“, enda er eg
einn þeirra presta, er þú liefir
kynnst og tekm’ vafalaust til-
efni af lil samþykkis Nordals-
dómi. Sannast hér, að lítt má
handtaki treysta.
Mér fellur og þungt þin vegna,
er eg liafði fengið mætur á. Þú
ferð illa með sjólfan þig í þess-
ari ritgerð — nema eg miskilji
því meir. Þú skýrir þó eftirfar-
andi nánar:
1. Próf. Nordal telur prestana
hafa spillt trúarlífinu með
kennisetningum. Þú segir prest-
ana veigra sér við að flytja þær.
Er Nordal búinn að taka í hönd
þér fyrir hælkrók þennan? En
um Ieið ferðu í gegnum sjálfan
þig, er þú segir: Kirkjan flytur
„fjarstæðar kennisetningar“,
sem prestarnir fást ekki til að
boða! Nú er kirkjan hvorir
tveggja, prestar og leikmenn.
eftir eru þá leikmennirnir, t. d.
dr. Símon og próf. Nordal. Get-
ur hugsast að þið flytjið fjar-
stæðar kennisetningar? Jú, þér
tólcst ekki að skrifa svo eina
ritgerð um andleg mál að nokk-
urar þeirra skytu ekki upp koll-
inum. Þ. á m. hin eldgamla,
fornheiðna, fjarstæða kenni-
setning um sjólfsgildi hlutanna
(hér lífsins) (rerum dignitatem
per se). Þessi kenning er fyrir
Bæjarstjórnar-
fundur á morgun
Bæjarstjórnarfundur verður
á morgun kl. 5 í Kaupþingssaln-
um. Yerður kosið í .nefndir.
sjóðsstjórnir o. s. frv.
Fyrst verður kosinn forseti
bæjarstjórnar og tveir varafor-
setar. Þá verða kosnir tveir
skrifarar bæjárstjórnar og tveir
til vara, finnn fulltrúar í bæj-
arráð og aðrir firnm til vara,
finnn fulltrúar í framfærslu-
nefnd og jafnmargir í bruna-
málanefnd.
Einnig verður kosið 1 hafnar-
stjórn, heilbrigðisnefnd, sótt-
varnanefnd, stjórn Sjúkrasam-
lagsins, endurskoðendur bæjar-
reikninganna og einn maður til
að semja verðlagsskrá.
Loks verða kosnir menn í
stjórnir fimm sjóða.
Eden um framtíð
Abessíníu.
Eden, utanríkismálaráðherra7
gaf yfirlýsingu í neðri málstof-
unni í gær varðandi Abessiníu.
Kvað hann brezku stjórninæ
vilja sluðla að því, að Abessiníæ
yrði sjálfstæð á ný. Hefði liún
fallizt á að veita hernaðarlegan
stuðning Haile Selassie þar til
þessu markmiði væri náð, en
hann hefði tjáð brezku stjórn-
i inni, að Abessinía þyrfti stjórn-
1 málalega og fjórhags- og við-
| skiptalega aðstoð eftir styrjöld-
ina, og væri brezka stjórnin
samþylck því, að alþjóðasam-
vinna yrði um slíka hjálp. Bret-
ar liyggja ekki til neinna land-
vinninga í Abessiníu,sagði Eden,
og var yfirlýsingu lians tekið
með fögnuði í þinginu.
löngu steindauð og grafin. Hún
samrýmist ekki staðreyndinni
um samhand hlutanna hvers
við annan og samliengið* 1) í rás
þróunar viðburða, lífs og sögu.
Hér er enginn einna livatastur.
Líf „per se“ er þöll á þorpi:
Hvað er liamarinn án smiðsins
eða vélin án viðbits? Lífsgildi
mannsins er ekki vélgengi i
sjálfsþágu, lengur eða slcemur.
Þess, sem hann er og á í augna-
blikinu (og hvaðan ætti hann að
fó gildiseign sína ón lirifa eða
gjafa annarsstaðar frá?) held-
ur möguleiki hans til þroska
fram til fullkomleika, er þetta
stutta jarðlíf getur ekki verið
nema mjög óverulegur áfangi
til, þótt ómetanlegur sé. Eða á
máli kristindómsins: Maðurinn
er guðsbarn að ákvörðun, gædd-
ur eilifri sál og þvi óendanlega
verðmætur, nema guðleysi og
efnisliyggju takist að setja hann
undir mæliker sjálfshyggjunn-
ar. En þá etur hann og drekkur,
les Laxness og Þörberg, þvi að
á morgun býst liann við að
deyja. Hann fer ekki að lilaða
veggi þess liúss, sem þú og
skoðanabræður þinir segja lion-
um að ekki fáist fullgert. Hann
sér ekkert gagn í þvi „per se“,
að fást við stein eftir stein, nema
hann verði svo lánsamur að
kaupa og lesa hók Nordals, þó
svo að liann hlaupi yfir óhotin
um prestana. \
2. Þú mælir með bók próf.
Nordals — réttilega. En um leið
revnir þú að grafa undan grund-
vellinum, er liann byggir á um
líf og dauða. Þú fordæmir efnis-
liyggjuna, en heldur þó um leið
1) Sbr. niðurstöður próf. Nor-
dals.
Líf og* daiiði.
Prófessor Nordal og doktor Símon.