Vísir - 06.02.1941, Síða 3
VISIR
Kaupirðu góSan hlut, þá mundu hvar þú fékkst hann.
Hvergi fá men n betri FÖT og FR AKK A en í ÁL AFOSS —
efiel liomin í inörgriim litum. — Pyrsta flolílíis vinua. — Terrfiö við ik \j A. F © S £3 I^ingflaoltsstræti 2.
Magnús Pálsson
stýrimaður.
♦
Fæddur 19. nóvémber 1902. Dáinn 28. janúar 1941.
I
1
Á morgun verður lil moldar
borinn Magnús Pálsson stýri-
maður á m.b. Vöggur, er
drukknáði í Fleetwood 28. f. m.,
eins og áSur hefir verið skýrt
frá í dagblöðunum. Magnús
heitinn var rúmlega 38 ára að
aldri, fæddur 19. nóvember
1902. Foreldrar hans voru Guð-
rún Þorsteinsdóttir frá Kolls-
holtshelli, Magnússonar, en
faðir lians var Páll Guð-
mundsson, er lengi var 4 Hrólf-
skála á Seltjarnarnesi, Var
Magnús þannig kominn af
merku bændafólki í báðar ætt-
ir. Hugur Magnúsar hneigðist
snemma til sjómennsku. 1-1 ára
gamall var bann lögskráður
sem hjálparmatsveinn á einn af
Kveldúlfstogurunum, og ári
síðar, að eins 15 ára, var hann
lögskráður sem 1. matsveinn á
seglskipið Muninn, sem var 300
rúmlestir að stærð. Skip þetta
sigldi með sallfisk til Spánar
fyrir Kveldúlf, er átti skipið.
Magnús var ýi þessu skipi um
tveggja ára skeið, unz hann
réðst sem háseti á togara, en á
togurum stundaði liann lengst
af sjómennsku.
Var liann lengi á togurunum
Hannesi ráðherra og Jóni Ólafs-
syni. Árið 1925 lauk Magnús
prófi við Sjómannaskólann i
Reykjavík.
Þar eð það átti eigi fyrir mér
að liggja, er þetta ritar, að
stunda sjómennsku, get eg eigi
af eigin reynslu skrifað um
Magiíús heitinn sem sjómann,
en hinsvegar liefi eg, sökum at-
vinnu minnar, kynnst mörgum
sjómönnum, er voru samvistum
við hann á sjónum. Allir þeir,
er þekktu til hans, liafa liaft orð
á því við mig, að betri félaga og
samstarfsmann gætu þeir eigi
kosið sér. En þennan dóm
byggðu þeir á skyldurækni hans
í hvívetna, dugnaði til allra
verka, og góðu viðmóti. I hópi
kunningja var hann glaður, og
naut sín þá vel hin góða söng-
rödd, er hann var gæddur.
Kynni okkar Magnúsar heit-
ins Yoru löng og náin, því þau
hófust er við vorum drengir á
bernskuskeiði, leikvöllur okkar
var liinn sami, því stutt var
milli húsa þeirra, er við bjugg-
um í öll okkar æskuár. Þá hófst
með okkur sú vinátta, er ekki
dvínaði, þrátt fyrir þá breytingu
sem varð á, er við urðum full-
orðnir, að annar stundaði land-
vinnu, en hinn sjómennsku.
Við höfðum ávallt ánægju af að
hittast í frístundum okkar, og
fylgjast þannig hver með lifs-
starfi liins. En nú er því lokið
með hinu sviplega fráfalli þessa
vinar míns, og er mér barst það
til eyi’na komu mér í hug orð
eins af skáldum vorum:
„Ekki bregðast ragnarök
römm eru sköpin gumum,
enn þá feigs er opin vök
ungum jafnt sem hrumum.“
Hinn fiskiauðugi Ægir, sem
veitir oss svo mörgum beint og
óbeint daglegt brauð, krefur
margra fórna. Hætturnar vofa
ávallt vfir þeim, sem sækja
aflafé sitt úr sjónum og þá eigi
sizt á vorum tímuin. Og þótt
mönnum takist að komast lífs
af yfir mestu hættusvæðin, þá
eru þeir þó seldir undir hættuna,
þó komnir séu i örugga liöfn,
allstaðar mætir oss fallvaltleiki
lífsins.
Þetta liefir enn þá einu sinni
orðið raunveruleikinn í íslenzku
sjómannslífi með fráfalli Magn-
úsar heitins. En hinar góðu og
björtu minningar um hann lifa
í hugum okkar vina lians, og
ástvina, sem harma dauða hans.
Magnús heitinn kvæntist 22.
júní 1940 eftirlifandi konu, Agn-
esi Gísladótlur og áttu þau eitt
barn.
Jónas Guðmundsson.
Sundknattleiks-
mótið.
Ú rslitalceppni.
Annað kveld fara fram tveir
síðustu leikirnir í Sundknatt-
leiksmótinu, sem farið. hefir
fram að undanförnu.
Úrslitaleikuriiin um meist-
aratitilinn verður milli Ár-
manns og A-sveitar Ægis, en
auk 'þess keppir K. R. við B-
sveit Ægis. Fyrrnefndu liðin
eru mjög jöfn og má þar sér-
staklega búast við skemmtileg-
um leik.
Þess má geta til gamans, að
þegar kept var í þessari íþrótt
í fyrra — sömu lið voru þá til
úrslita — varð að framJengja
leiknum tvisvar, vegna þess hve
liðin voru jöfn.
Sundknattleik okkar hefir
farið drjúgum fram síðustu ár-
in, vegna þess live aðstæður eru
góðar. Ætti fólk að fjölmenna
í Sundhöllina annað kveld. Þar
þarf enginn að verða fyrir von-
brigðum.
Hlutvelta Ármanns.
Glímufélagið Ármann hefir
fengið undanþágu til þess að
lialda hlutaveltu á sunnudag-
inn. Er hlutaveltan haldin af
skíðadeild og róðrardeild fé-
lagsins til ágóða fyrir þær.
Báðar þessar deildir liafa
komið sér upp skálum við mik-
inn tilkostnað, þar sem hefir
verið miðstöð íþróttaiðkana
þeirra.
Á lilutaveltunni verður fjöldi
ágætra muna og verður að láta
nægja að tína fátt eitt til: Is-
lenzk fornrit, Sólon Islandus,
Ritsafn Jónasar. Hallgrímsson-
ar, 500 krónur i peningum,
fataefni, frakkaefni o. m. fl.
Hjónaefni.
Síðastliðinn laugardag opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Hulda
Ágústsdóttir frá Vestmannaeyjum
og Leifur Lárusson, matsveinn frá
ísafirði.
Itcvyan
Forðum i Flosaporti verður sýnd
annað kvöld, og er nú hver að verða
síðastur að sjá þessa revýu, af því
að hún verður nú aðeins sýnd 2
—3 sinnum enn.
Háskólafyrirlestur.
Franski konsúllinn heldur fyrir-
lestur í i. kennslustofu Háskólans
kl. 8 í kvöld. Efni: Frönsk mál-
aralist eftir 1800. Öllum heimill að-
gangur. Inngangur um aðaldyr.
Dr. Símon Jóh. Ágústsson
flytur nokkra fyrirlestra í háskól-
anum í hagnýtri sálarfræði, og eru
þeir haldnir kl. 6.15 á þriðjudög-
um i III. kennslustofu. Næstu fyr-
irlestrar hans fjalla um auglýsing-
ar, þýðingu þeirra og gildi, og eru
fyrirlestrar þessir fróðlegir mjög,
ekki sízt fyrir verzlunarmenn.
Næturlæknir.
Eyþór Gunnarsson, Laugav. 98,
sími 2111. Næturvörður i Reykja-
víkur apóteki og Lyfjabúðinni IÖ-
unni.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir Logann helga í allra siðasta
sinn í kvöld, og hefst sala aðgöngu-
miða kl. 1 i dag.
Útvarp.ið í kvöldi
Kl. 18.30 Dönskukennsla, 1. fl.
19.00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25
Erindi: Uppeldismál, IV (dr. Si-
mon Jóh. Ágústsson). 20.00 Fréttir.
20.25 Lesin dagskrá næstu viku.
20.30 Erindi: Atvinnumálin 1940
(Ólafur Thors, atvinnumálaráðh.).
21.15 Hljómplötur: íslenzk lög.
21.25 Minnisverð tíðindi (Sigurð-
ur Einarsson). 21.45 >jSéÖ Qg
heyrt“.
FITTINGS
eykur öryggi, sparar vinnu.
Hvert einasta stykki er
nákvæmlega prófað.
J. Þorlákison
A: ^íorðmann
Bankastræti 11.
Nýkomið!
Linoleum
Flókapappi
Dúkalím
Þvottapottar
Þakpappi
J. Þorlákiion
«& ^orðmann
Bankastræti 11.
Revýan 1940
ÁSTANDS-ÚTGÁFA
leikið í Iðnó annað kvöld kl. 8l/2.
Aðgöngumiðar seldir frá ld. 4—7 í dag og eftir
kl. 1 á morgun. — Sími 3191.
Stór iltsalst
KÁPUR frá kr. 50.00.
VETRARFRAKKAR frá kr. 95.00.
SUMARKJÓLAR frá kr. 10.00.
PRJÓNAVÖRUR með afslætli.
BÚTASALA — silki og ullarefni.
tata Ktisli! SipÉiMlm
Laugavegi 20 A. — Sími: 3571.
Dömusundfötin
komin aftur.
GEYSIR H.F.
FATADEILDIN.
Pappaumbixdir
(pappakassar^ af öllum stærðum fást í
FÉLAGSBÓKBANDINU — Ingólfsstræti 9. — Shni 3036.
Nægar pappabirgðir. — Fljót afgreiðsla.
Hýkomið:
Borðhnífar — Matskeiðar og Gafflar — Deserthnífar
og Gafflar — Brauðhnífar — Salathnífar — Steikar-
hnífar og Gafflar — Sjálfblekungar ódýrir o. m. fl.
K. Einapsson & Bjöpnsson
, Bankastræti 11.
- Leikfélag Reynjavfkup
Loginn helgi
SÝNING 1 KVÖLD KL. 8.
Síðasta sinn.
Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 i dag.
Börn fá ekki aðgang.
Frönskunámskeið Alliance Francaise
Fyrra námskeiðinu. er lokið og hefst hið síðara í miðjum
febrúar.
Námsstundir verða 20 og kosta 30 krónur. Væntanlegir þátt-
takendur gefi |ig fram á skrifstofu forseta félagsins, Garða-
stræti 17. — Simi 2012.
AÐALFMDIJR
4f
Félags símlagningamanna
verður lialdinn 9. þ. m. kl. 2 e. h. i lesstofu F. !. S. i Landssíma-
Iiúsinu. STJÓRNIN.
Aðalfundur
Fasteignaeigendafélags
Reykjavíkur
verður haldinn í Varðarhúsinu þrið.judaginn 11. febrú-
ar kl. 8% e. h.
DAGSKRÁ:
1. Aðalfundarstörf samkv. 15. gr. félagssamþykktanna*
2. Húsaleiguhækkun.
3. Önnur mál, sem löglega verða upp borin.
Félagsmenn, fjölmennið. — Nýir félagsmenn geta
innritazt í félagið á skrifstofu þess, Thorvaldsensstræti
6. — Sími: 5659.
STJÓRNIN.
Fliitiitifigui* til
*
lilands.
Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd
Bretlands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sérstak-
lega hagkvæm flutningsgjöld ef Um stærri vörusend-
ingar er að ræða.
Tilkynningar um vörur sendist
Cullifopd & Clapk Ltd.
Bradleys Chambers,
London Street, Fleetwood,
" eða
Qeip H. Zoéga
Símar 1964 og 4017,
er gefur fre.kari npplýsinggr.
Hjartkær móðir mín,
Guðrún Guðmundsdóttir,
andaðist að heimili sínu, Frakkastig 11, 5. þ..m.
Fyrir mína liönd og annara vandamanna.
Sveinn Ó. Guðmundsson.
Móðir okltar,
Finnboga Árnadóttir
andaðist að Landspítalanum þriðjudaginn 4. febrúar.
Sigríður Benediktsson. Guðrún Oddsdóttir.
Konan min,
Elín Sigríður Ólafsdóttip,
andaðist í dag á heimili mínu, Hverfisgötu 75.
Reykjavik, 5. febrúar 1941.
' Jón Sigurðsson.