Vísir


Vísir - 07.02.1941, Qupperneq 2

Vísir - 07.02.1941, Qupperneq 2
VÍSIR I) AGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti) Símar 1 660 (5 línur). Verð lcr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Vörnin gegn dýrtíðinni. T^INS og nú horfir, er lík- "■legt að verðlag í landinu fari liækkandi hröðum skref- um. Hver einstök verðhækkun hýður annari heim og á þann hátt myndast „samképpni“ verðlagsins er tekur þvi stærri skref sem breytingarnar verða tíðari. Allt kaupgjald innan- lands fylgir nú vísitölu verð- lagsins og hefir því bein áhrif á alla framleiðslu og starfsemi þjóðarinnar. Sá kostnaður tek- ur nú breytingum frá mánuði til mánaðar og gerir lausan og ótryggan grundvöllinn undir öllum rekstri. Þegai' svo dýrtíð- in fer að færast verulega í auk- ana raskast verðmæti allra fastra eigna í landinu og verð- gildi peninganna og traustið á þeim fer þverrandi. Slik bylt- ing hefir jafnan í för með sér fjárliagserfiðleika, vinnudeilur og jafnvel hrun þegar frá líður. Þess vegna er það þjóðarnauð- syn og í þágu hvers einasta þegns, að spornað sé af alefli við vexti dýrtíðarinnar og verð- lagsþenslu í landinu. Takmark slíkrar viðleitni á að vera það að koma i veg fyrir hækkun vísitölunnar. Þetta er hlutverk ríkisstjórn- arinnar og Alþingis. Það er að visli erfitt verk og vandasamt en fyrsla skrefið er að hefjast handa. Engu verður breytt ef ekkert er gert. Nú lítur helzt út fyrir að ríkisstjórnin sinni lílið þessu vandamáli og láli skeika að sköpuðu. Þó er enginn vafi á að margt má gera til þess að stöðva skriðuna sem nú er komin á hreifingu. Enginn get- ur sagt fyrir um hvað verða muni en vel gæti svo farið að enginn máttur fái stöðvað hrun- ið síðar ef nú er ekkert að gert. Vísitalan er miðuð við út- gjöld verkamannafjölskyldu i Reykjavík. í janúar 1940 voru þau útgjöld talin 4322 kr. en i desember sama ár 5472 kr. Vísi- talan var 112 í byrjun ársins en 142 í árslok. Útgjaldaupphæð- inni er skipt i 10 aðalflokka. Af þeim hefir húsnæði staðið í stað og er það eini liðurinn sem liamlar á móti dýrtíðinni. Af heildarútgjöldunum, 5472 kr. um áramótin, var um 31 % fyr- ir kjöt, fisk, mjólk og feitmeti, 37% fyrir erlendar vörur, korn- vöi-ur, nýlenduvörur, eldsneyti og fatnað, 6% fyrir garðávexti og 26% fyrir liúsaleigu og ýmis- leg útgjöld. Hér er sleppt brot- um í tölunum. Af þessu er ljóst að um hluta innlendra afurða og erlendra vara í vísitölunni er mjög svipað, ef gert er ráð fyrir að garðávexlir séu ekki fluttin inn heldur ræktaðir hér. Þessir tveir neyzluvöruflokkar ráða því nær eingöngu um hreifingu vísitölunnar sökum þess að lmsaleigan stendur í stað. Innan þessara vébanda þurfa því þær aðgerðir að fara fram sem lík- legar eru til að setja skorður við þenslu dýrtíðarinnar. Hér er um tiltölulega fáar vöruteg- undir að ræða, innlendar og er- lendar. Alhyglin hlýtur því að heinast að því á hvern hátt megi halda niðri eða jafnvel lækka verð þessara vara. Umfram allt er nauðsynlegt að lækka verð erlendu varanna sökum þess að verðlag innlendu afurðanna fer mikið eftir því hversu dýrtíðin vex vegna verðlags á aðfluttum neyzluvörum. Það þarf að rannsakast gaum- gæfilega hver leið sé fær í því efni að lækka verð Iiinna nauð- synlegustu neyzluvara, eða að minnsta kosti sporna við frek- ari hækkun eftir megni. Mætti í því sambandi atlmga tolla og farmgjöld hvort þar er ekki vegúr til lækkunar. Einnig mætti athuga möguleika fyrir opinbernm stuðningi til upp- hótar á sérstökum vörutegund- um. Þetta og ýmislegt fleira er nauðsynlegt að athuga. En það þarf að gerast strax því að straumur dýrtíðarinnar vex því meir sem lengur líður og veldur vaxandi truflun í öllum greinum til lands og sjávar. Eins og getið var um í Vísi i gær hófst verkfall loftskeyta- manna kl. 12 á liád. í gær. Sáttaumleitanir fóru fram fyrir milligöngu sáttanefndar í kaupdeilumálum með þeim ár- angri, að samningar tókust og var verkfallinu þar með lokið. Þá hefir Slýrimannafélag ís- lands samið við atvinnurekend- ur og er samningum nú lokið í öllum kaupdeilum á skipaflot anum. í verkfallsmálum hárgreiðslu- stúlkna og starfsstúlkna á veit- ingahúsum hefir ekkert gerzt.. iðiul iBilitiinsleyi Br gildi íe!id$ — — nema á brezkum vörum, Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd hefir tilkynnt, að öll gjaldeyris- og innflutningsleyfi, sem gefin voru út fyrir 1. jan. 1941, og ekki eru bundin við kaup frá Bretlandi, skuli felld úr gildi. Samkvæmt þessari ákvörðun verða allir þeir, sem eiga vörur í pöntun frá öðrum löndum en Rretlandi, og eiga þæúógreidd- ar, að sækja um leyfi fyrir þeim að nýju. i Frá Bnnaðarþingfi. Fundir í Búnaðarþinginu féllu niður mánudag og þriðju- dag, vegna lasleika allmargra fulllrúa; en fjórði fundur þess var haldinn í fyrradag. Þar gaf Árni G. Eylands rit- stjóri Búnaðarþinginu skýrslu um afkomu blaðsins síðastliðið og undanfarin ár og hvernig horfði um útkomu þess fram- vegis. Þá voru og lögð fram nokkur ný mál og vísað til nefnda, og ennfremur tekin fyrir nokkur smærri mál, sem nefndir höfðu skilað áliti og tillögum uip. Einnig var kosin þriggja manna nefnd^ til að ræða við rikisstjórnina um verð á síld- armjöli. Hana skipa þessir menn: Helgi Kristjánsson í Leirhöfn, Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu og Jón Sigurðs- son á Reynistað. Fundir Búnaðarþingsins eru haldnir í Baðstofu Iðnaðar- manna og hefjast venjulega kl. 1.30. Hví ekki að koma þjóðleikhús- inu upp nú? Viðtal við Harald Björnsson leikara. Tíðindamaður Vísis hitti Harald Björnsson leikara að máli og'bað hann að láta blaðinu í té álit sitt á leiklistarmálum hér á landi — í hverju hann teldi þeim helzt ábótavant og á hvern hátt unnt væri að koma þéim í annað og betra horf. Leiklistaráhugi íslendinga er mikill. ( „Það er erfitt,“ segir Harald- ur „að tala um leiklistarstarf alls landsins, þegar maður er bundinn við sama staðinn allan ársins hring og getur ekki sinnt leikstarfsemi úti um land sem skyldi. Þó eg viti, að leiklistar- starfsemi er miklu meiri á landinu, en margir halda. — Menn munu víst síst ætla, að það sé leikið i hverju einasta þorpi landsins og flestum sveit- um — sumstaðar oft á ári. Hvergi hefir verið byggt svo samkomuhús síðustu 40 ár, að leiksviði hafi ekki verið komið þar fyrir.“ „Er leikstarfsemin í sveitun- um og þorpunum ekki mjög á byrjunarstigi?“ „Það er ef lil vill ekki rétt að telja hana á byrjunarstigi, en hitt má fullyrða, að henni sé í mörgu ábótavant, sem raunar er von. Það væri ekki viturlegt að gera miklar kröfur til leik- Iistar úti um land — en við- leitnin er hinsvegar virðingar- verð. Áhugi íslendinga fyrir þessari listgrein er víða mikill og sumstaðar ágætir hæfileikar fyrir hendi, en þá vantar þjálf- un og kunnáttu til að geta notið sin að nokkru.“ Leikskóli. ,„Teljið þér, að hér vanti leikskóla ?“ „Vel skipulögð kennsla í þess- ari listgrein er vitanlega jafn sjálfsögð og í tónlist og öðrum listagreinum. Á það hefi eg oft bent, bæði í ræðu og riti. Á síð- ustu árum hefir og verið unnið nokkuð að slíkri kennslu af 2 leikurum hér í bæ. í bréfi til f járhagsnefndar Alþingis í fyrra gerði eg grein fyrir þessari nauðsyn, — og staklc upp á því, að nokkuð af fé því sem gengur til leikstarfsemi i Reykjavík, frá bæ og ríki, yrði notað til að setja á stofn leikskóla, — á líkan hátt og Tónlistarfélagið stofnaði sinn skóla fyrir nokkr- um árum með góðum ár- angri. — Það er mín bjarg- föst sannfæring — eins og eg gat um i þessu bréfi — að það gæti orðið leiklist íslands til mikils gagns, að slíkt undir- búningsnám yrði hafið svo um munaði — leiksýningum Leilc- fél. Rvíkur fækkað, og meira vandað til þeirra, en stundum hefir orðið raunin á síðustu árin. Hitt er annað mál, að eins og málum er nú komið, í leiklist íslands, yrðu framtíðarhorfur nemendanna eftir slikt nám, ekki neitt glæsilegar. Þó má geta þess, að ýms leikstarfsemi hér færist mjög í aukana og mikil vöntun er nú að verða á leikurum, einkum þeim yngri, sem eitthvað kunna og &&ta. Svo að ekki ætti hlutskipti þeirra að verða neitt verra að afloknu námi en tónlistarnem- endanna, sem flestir hafa næga vinnu.“ „Er ekki unnt að koma hin- um efnileguslu nemendum' að hjá hinum stærri leikfélögum landsins, svo þeir fái að njóta krafta sinna?“ „Það ætti að vera svo, þó að reynslan sýni oft annað. T. d. er það nú mjög fámennur hópur sem starfar hjá I.. R. í öllum leikritum — ár eftir ár. Flestir leikendur, rneira að segja ýmsir þeir reyndustu, sitja hjá að- gerðalausir svo árum skiptir.“ „Hvað veldur því?“ „Þvi vil eg svara á öðrúm vettvangi“. Lítil leiklistarþróun. „Teljið þér leiklistína vera á framfarabraut meðal þjóðar vorrar ?“ „Nei. Eg liygg að hún standi því sem næst á sama stigi nú ; hér í Reykjavík og hún gerði j eftir aldamótin. — Á með- an málaralist, höggmynda- list og hljómlist hefir fleygt fram hérlendis á þessu tímabili, | stendur leiklistin að mestu í i stað. Að vísu hefir vinnuaðferð- ! um a. m. k. við undirbúning suma sýninga farið fram, og leiksviðstækni liefir batnað frá því 1929“. Skortur á málvöndun. | „Hvað er það sem tafið hefir fyrir þróun leiklistarinnar, að ' yðar áliti?“ „Mér skilst það helzt vera sú staðreynd, að menn og konur sem enga undirbúningsmennt- S un hafa hlotið, og stundum með ýms tal- og mállýti, eru liik- laust tekin inn á aðalleiksvið íslands, í þýðingarmikil leik- hlutverk. Með því er ekki von að : sýningarnar nái tilgangi sinum eða virðingin fyrir þessari lista- grein sé meiri en hún er hér í Rvík. Hvernig myndi það þykja, ef stór tónverk væru flutt af | gjörsamlega óæfðu og ólærðu fólki — eða ólæi’ðir málarar stofnuðu til opinbeiTar sýningar á „Iistaverkum“ sínum? — Það væri hlegið að því, og ekki að ástæðulausu. —■ Afleiðing þessa verður sú, að leikendurnir skilja ekki livers leiklistin lcrefst af þeim. En ungt fólk sem ætlar sér að iðka þessa list, og þá líka stjórnendurnir, verða að láta sér skiljast það, að hún ki-efst mikils, og að mörgu leyti meira en flestar aðrar listir. -—■ Við höfum ekki tíma til að bíða í 20—30 ár eflir, að nýliðar læri eingöngu af reynslunni, og smá arfist, þar til þeir hafa náð þeiiTi tækni og kunn- áttu, sem ýmsir af elztu leikur- um okkar hafa náð á heilli ævi. — Hvar sem er í heiminum er það talin sjálfsagðasta skylda góðra leikhúsa og leiklistar að bjóða leikhúsgestum aðeins fag- urt mál. Hér er ekki um slíkt hugsað sem skyldi, og fá marg- ar sýningai’nar óhjákvæmilega ýmsa list- og tæknigalla, sem ekki verður um flúnir á meðan þessi hlið leiklistarinnar er van- rækt.“ Okkur vantar leikhús. „Með hvaða ráðum teljið þér að hægt sé að skapa nýtt við- horf í þróun leiklistarinnar?“ „Leiklistin kemst aldrei úr kútnum hjá okkur fyrr en leik- húsið kemst upp. Okkur vantar hús. Og það eru húsnæðisvand- ræðin sem er bein orsök flestra þeirra galla og vandræða leik- starfseminnar, sem eg hefi minnzt á hér að framan. — Með leikhúsinu ætti t. d. að komast á fullkominn vinnufrið- ur, en hann er ekki fyrir hendi nú. Ilið væntanlega Þjóðleikhús okkar er stór bygging og rúm- góð, sem getur' veitt fleirum liúsnæðislausum listgreinum húsaskjól en leiklistinni einni. Tónlistarstarfsemi bæjarins á ekkert vai’anlegt athvarf. Og er það ekki vansalaust að flytja vei’ður meistai’averk hinna miklu tónskálda í vagngeymslu i höfuðstaðnum. Það hefir líka stundum legið nærri. að snng- félög hæjax’ins yrðu að hætta starfsemi sinni vegna húsnæð- isvandi’æða. 1 Þjóðleikhúsinu getum við a. m. k. fyrst um sinn geymt listasöfn vor, sem um þessar mundir eru gjörsam- lega húsnæðislaus. Leikhúsið getur borið sig. Ef Þjóðleikhúsið liefði vei’ið komið upp núna, hefði vei’ið auðvelt að láta rekstur þess bera sig með kvikmyndasýningum, og þar að auki fá nokkuð upp í byggingai’kostnaðinn. Eg, og margir fleiri sem um þessi mál hugsa og til þekkja, erum þeirrar skoðunar að okkur heri að fullgera Þjóð- leikliúsið á næstunni, að hefjast handa nú þegai’, skapa atvinnu fyrir iðnaðarmenn vora — þvi mikill hluti kostnaðar þess sem eftir er, innifelst í vinnu — þó nokkurt útlent efiii þyrfti að kaupa. Það verður að koma til kasta næsta þings hvað gert verður í þess'u miáli, og þá hlýtur sú spurning að vakna, livort sterl- ingspundin sem bankarnir neita að laka á móti, séu annars stað- ar betur komin en í listastofnun sem heldur hróðri, list og menn- ingu þjóðar vorrar uppi.“ Útgáfa leiklistarrits. „Sjáið þér ekki önnur ráð til að örva leiklistarstarfsemina í landinu, en byggingu Þjóðleik- liúss?“ „Þjóðleikhúsið er án efa fremsta og veigamesta atriðið, þó að margt annað komi til greina.“ „Þér eruð farinn að gefa út leildistarrit, sem þér nefnið: Leikhúsmál?" „Já. Það er vísir að slíku riti, en sem á að stækka í fram- tíðinni og þá verður efni þess jafnframt yfirgripsmeira. Eg liafði útgáfu þessa tímarits fyr- ir löngu í huga, en allskonar örðugleikar liafa hamlað fram- lcvæmdum þar til að fyrsta heftið kom út í fyrravor, þó örðugleikarnir liafi aldrei verið meiri síðustu 10 ár.“ „Hvernig hefir útgáfan geng- ið?“ „Ágætlega í alla staði. Það eru þrjú hefti komin út og tvö þau fyrstu þegar uppseld.“ „Hefir blaðið verið selt víða ?“ „Nei. Það hefir að eins verið selt í einni einustu bókabúð (Eymundsen) en elckert í lausa- sölu. Eg hefi gert mér far um að vanda til „Leikhúsmála“, bæði að efni og ytra frágangi. Eg hefi reynt að forða gömlum fróðleik varðandi leikstarfsemi, frá al- gerri gleymsku með því að skrá liann í ritið, enda er það eitt af hlutverkum „Leikhúsmála“ að verða framvegis ábyggilegasta heimildarritið sem við kemur leiklistarmálum Islands. Síðan blaðið byrjaði að koma út, hafa ýmir örðugleikar við útg. vaxið. — Allt liækkað í verði. — Samhandið við Nol’ð- urlönd slitnað, en þar átti eg vissa á annað liundrað áskrif- endur, bæði meðal leikara og annara listanianna, og svo með- al ýmsra vina minna og leik- húsmanna.“ „Hafið þér ekki fengið kaup- endur að blaðinu vestan hafs?“ „Jú, um 20 íslendingar i Kan- ada og Bandaríkjununl*f hafa gerst áskrifendur. En allar sendingar tíl útlanda eru erfið- ar og óvissar.“ Hneykslanleg mistök. I gærkveldi var í dagskrárlið Útvarpsins „Séð og þeyrt“ flutt ávarp lil ísfenzku þjóðarinnar frá Pétri Benediktssyni sendi- fulltrúa Islands í Bretlandi. * Hafði ávarp þetta verið tekið á hljómplötu af hrezka útvarpinu (B. B. C.), sem sendi það að gjöf til útvarpsins hér. Ávarpið var hið skörulegasta bæði að efni og flutningi, enda frá þeim fulltrúa landsins lcom- ið, sem nú gegnir einna mestri ábyrgðarstöðu við bezta orðstír, og sent hingað sem gjöf af mlerkustu fréttastófnun Breta- veldis. Það verður þvi að telja það fullkomið hneyksli, að elcki skyldi neitt vera um það til- kynnt fyrirfram í Útvarpinu, að ávarpið yrði flutt og það skuli hafa verið falið undir ó- merkilegum dagskrárlið næst á eftir Afríkuerindl Sigurðar Ein- arssonar. Verður að krefjast þess af útvarpsráði, að það sjái um, að ávarpið verði flutt aftur á til- hlýðilegum tíma og það tilkynt fyrirfram og þessi alvarlegu mistök þar með færð til betri vegar. FyririestMi* iim frauska list. Fyrsti fyrirlesturinn í gær,. I gærkvöldi liélt ræðismaður Frakka fyrsta fyrirlestur sinn um „Franska myndlist frá 1800 til vorra daga.“ Prófessor Alexander Jóliann- esson, relctor kynnti fyrirlesar- ann fyrir áheyrendum og þakk- aði honum fyrir þann velvilja, er hann sýndi háskólanum. Rektorinn minnti á, að síðast- liðinn vetur liefði hr. Voillery haldið fyrirlestra Tim „Frakk- land fyrir liandan höfin“ og þá þegar sýnt, að liann væri ekki aðeins „góður ræðismaður held- ur einnig góður ræðumaður“. I upphafi fyrirlestrar síns benti ræðismaðurinn á, hve rík- an þátt listir yfirleitt hefðu á- vallt átt í lífi Frakka. Síðan benti hann á, hve listamenn alls- staðar í heiminum-hefðu orðið fyrir sterkum áhrifum af frönskum málurum síðustu 140 ára, en að því loknu talaði hann um „klassiska skólann“, „róm- antiska skólann“ og „skóla landslagsmálaranna frá 1830“ eða „skólann frá Fontaine- bleau“. Þeir málarar, sem ræðismað- ur talaði sérstaklega um, voru David, Ingres, Gérard, Prud’liou, Gros, Delaeroix, Théodore Rousseau, Millet. — Skugga- myndir voru sýndar af nokkr- um þekktum verkum þessara málara. Áheyrendur voru margir, og fékk fyrirlesturinn hinar beztu Undirtektir, enda hinn fróðleg- asti og skörulega fluttur. /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.