Vísir - 19.02.1941, Qupperneq 3
VlSIR
arnir á flótta.
Það er í rauninni mjög áíak-
anlegi, að Háskólinn skuli liafa
orðið fyrir þvi óláni, að próf.
N. D. skyldi fara að sletta sér
fram í umræður um hið vænt-
anlega skólabíó, því að fylgi
slíkra manna reynist jafnan
hverju málefni til tjóns og ó-
farnaðar. En ekki þarf eg að
kvarta. Um kurteisi próf. N.
D. í blaðaskrifum er óþarfi að
fjölyrða, þvi að iiann stingur
varla svo niður penna, að liann
verði sér ekki til minnkunar.
í deilu sinni við mig býr hann
til nýja bandamenn handa mér í
hverri grein og kennir loks föð-
ur mínum um skrifið i fyrra-
dag, til þess að geta skýrt flótta
sinn. Hefi eg nú — að sögn
Dungals — svo marga banda-
menn, að ekki er að furða þótt
hann sé orðinn klökkur og beri
sig illa.
Próf. Alexander Jóliannesson,
háskólarektor, ritar grein í Vísi
í fyrradag, vitanlega til þess að
reyna að bæta fyrir það, sem
prófessor Níels Dungal lief-
ir misgert og unnið stofn-
uninni til vansa. Eg þarf þar
litlu að svara. Próf, A. J, játar
að liann viti eklcert um verð
byggingarinnar og er' það að
vonum, Hann minnist heldur
ekki á skattana.
En í því efni kemur próf. N.
D. mér til hjálpar og hefir víst
ekki ætlað að gera það. Hann
játar nefnilega að ekki sé ætl-
unin að borga útsvar eða tekju-
og eignarskatt, en það hafi þó
verið gert ráð fyrir stólaskatti
og skemmtanaskatti. Stólaskatt-
urinn er fyrst og fremst til
bráðabirgða — vegna „ástands-
ins“ — og á ekkert skylt við
útsvarið. En hver lofar því, að
ekki verði beðið um undanþágu
frá honum, til að þakka enn
betur góðvild bæjarstjómar?
Sumum mun víst finnast
tekjustofnar bæjarins nógu
rýrir, þótt ekki verði enn gengið
á þá, frekara en orðið er.
Þá er rétt að geta þess, að á
bæjarstjórnarfundinum, sem
veitti bíóleyfið (þ. 19. des. s.l.),
var það tekið fram, að arður
kvikmyndahússins ætti að renna
í Sáttmálasjóð — ekki beinlínis
til reksturs Háslcólanum.
Eitt atriði virðist próf. N. D.
ekki skilja, þótt eg liafi tekið
það fram tvívegis. Eg tel ekkert
á móti því, að bíói verði bætt við
þau tvö, sem fyrir eru í bænum,
en eg álit sjálfsagt, að Þjóðleik-
húiið verði lálið sitja fyrir i
þessu efni. Þjóðleikhúsbygging-
in er þegar orðin svo dýr, að
það er nauðsynlegl, að hún sé
fullgerð og tekin í notkun hið
fyrsta, svo að hún eyðileggist
ekki. En við því má búast, ef
ekki er undinn bráður bugur að
því, að fullgera bygginguna.
Að lokum er rétt að fara um
happdræltið nokkurum orðum.
Ef Háskólinn fengi að hafa það
áfram, yrði það auðvitað að vera
með miklum takmörkunum og
stöðugu eftirliti þings og stjórn-
ar. En á þetta atriði minnist
hvorugur prófessoranna. Þögn-
in er svo einkennileg, að hún
vekur ýmsar grunsemdir í huga
þeirra manna, sem fylgst liafa
með brölti sumra liáskólakenn-
aranna að undanförnu.
Eg hefi nú innt af hendi þá
borgaralegu skyldu að vara við
þeim ráðstöfunum, sem liér á
að gera á kostnað skattgreið-
enda íReykjavík,og lýk svo um-
ræðunum um þetta mál, nema
sérstakt tilefni gefist. Nú eiga
þeir við að talca, sem liafa að-
stöðu til að lcoma i veg fyrir á-
gengni og einræðisbrölt i Há-
skólakennaranna.
H. P.
Rikislánið;
Hætt að taka
við áskrift-
um.
Vísir átti tal Við við fjár-
málaráðuneytið í morgun og'
var blaðinu skýrt svo frá, að
búið væri að fullu að skrifa sig
fyrir láninu og væri hætt að
taka við frekari áskriftum.
Skuldabréfin hafa verið í
prentun að undanförnu og er
gert ráð fyrir, að þau verði til-
búin á morgun.
Hér i Reykjavík og Hafnar-
firði skrifuðu menn sig fyrir
ca. kr. 4.300.000, en úti á landi
fyrir þeim sjö liundruð þúsund-
um, sem þá eru eftir.
Samkomttbannínu
létt af.
í gær ákvað heilbrigðisstjórn-
in að létta af samkomubanninu
frá og með deginum í dag og er
það vegna þess, að læknar hafa
orðið þess varir að undanförnu,
að inflúenzan er mjög í rénun.
Aðfaranótt mánudags varð
næturlæknir aðeins var 7 til-
fella og næstu nótt fjögurra, og
á mánudag leituðu svo fáir
sjúklingar læknis -— aðeins
þriðjungur móts við mánudag-
inn 10. þ. m. — að þá þótti
að fullu reynt, að veikin væri í
rénun.
Samkomuhannið stóð í 12
daga, eða frá 7. þ. m.
Norskur fall-
byssubátur
strandar.
Milli kl. 7 og 8 í gær strand-
aði norskur fallbyssubátur und-
an Eyrarbakka. En veður var
gott og sjór að falla að, svo að
skipið losnaði af skerinu eftir
svo sem klukkustund.
Hafnsögumaður Eyrbekkinga
lagði skipinu þar sem þvi var
óhætt, er það losnaði af sker-
inu. Var það þarna i nótt og
kom enginn leki að því, enda
var skerið, sein skipið lenti á,
slétt og gat ekki rifið botninn.
Atvinna er nóg á Eyrarbakka
og starfa margir i þjónustu
Breta. Veðurfar hefir verið á-
gætt, eins og annarsstaðar á
Suðurlandi.
Bæjar
fréttír
Fermingarbörn
síra Árna SigurÖssonar konii til
spurninga fimmtudag kl. 5 (dreng-
ir) og föstudag kl. 5 (stúlkur).
Fermingarbörn
síra Sigurbjörns Einarssonar 6g
síra Jakobs Jónssonar eru beSin a'S
korna í Austurbæjarskólann á morg-
un (finnntudag) kl. 5.
„Nitouclie“.
Frumsýning verSur á óperettunni
annaS kvöld, en næsta sýning verð-
ur á föstudag.
4Þ
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Þórunn Ólafía Sigur-
jónsdóttir, Hverfisgötu 82 og Jó-
hann G. Björnsson, járnsmiður.
Happdrætti.
Þann 15. þ. m. var dregið hjá
lögmanni í Happdrætti Félags Ár-
neshreppsbúa, og hlutú þessi núm-
er vinninga: 1. vinningur nr. 1764,
2. vinn. nr. 1619, 3. vinn nr. 388,
4. vinn. nr. 257, og 5. vinn. nr. 2647.
Vinninganna sé vitjað til Jóns Guð-
laugssonar, Viðimel 60.
Næturlæknir.
Pétur Jakobsson, Vifilsgötu 6,
sími 2735. Næturvörður í Lyfja-
búðinni Iðunni og Reykjavikur apó-
teki.
Útvarpið í kveld.
Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30
íslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzku-
kennsla, 1.. f 1. 19.25 Þingfréttir. —
20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a)
Knútur Arngrímsson kennari: Ro-
bert Bruce, þjóðhetja Skota. Erindi.
b) 21.00 Skozk þjóðlög (plötur).
21.10 Vigfús Guðmundsson gest-
gjafi: Frá Yellowstone-garði. Er-
indi. d) 21.30 Ragnar Ásgeirsson
ráðunautur: Strokið úr vistinni í
Danmörku. Frásaga.
jSTýkomiö I
Enskir vasaklútar, karl-
manna og kvenna, í mörgum
litum, einnig barnaklútar
með myndum.
^CRZLC?
VörnbíU
til sölu.
Uppl. á verkstæðinu hjá Jóli.
Ólafsson & Co.
Nýkomið:
falleg ensk
HERRAFATAEFNI
og
DÖMUDRAGTAEFNI.
Einnig gott
CHEVIOT 1
FERMINGARFÖT.
Laugavegi 23.
Ensk bjón
óska eftir 1—2 herbergjum
með húsgögnum og aðgangi
að baði; lielzt sem næst Mið-
bænum. Uppl. i sima 2462, en
eftir kl. 7 i síma 3262. —
VÍSIS KAFFIÐ
gerir alla glaða.
2-3 stúlkor og matsvein
vantar etrax á veitingahús.
Uppl. í Oddfellowhúsinu k. 5—8 í dag.
LANGFLEYGAR FLUGVÉLAR
Frh. af 2. síðu.
með slíkar langferðir fyrir aug-
uin. Það er fyrir löngu búið að
sýna fram á, liversu auðvelt það
er, að bæta vara-bensíngeym-
um í flugvélar um stundarsakir.
Það minnsta, sem þeir menn
gera, er eiga að hafa umsjón
með vígbúnaði Bandaríkjanna,
er að sjá um að tækni fluglist-
arinnar sé að fullu hagnýtt. Þeir
verða að horfa fram í timann
og framkvæma allar hugmynd-
ir, liversu fífldjarfar seni þær
virðast, ef þær gefa vonir Um
framfarir og þar með kosti um-
fram fjandmennina. En til þess
að þetta geti orðið, þarf að
stofna óliáðan flugher, sem get-
ur fært sér í nyt allt liugvit og
þor brautryðjenda flugtækn-
innar.
óskar Gíslason,
afgreiðslumaður hjá Eimskipafél.
íslands er fimmtugur í dag. Er
hann maður vinsæll og vel látinn
af ðllum.
ODDFELLOWS HALL, TOMORROW EVENING
AT 8.30 p. m.
Lieut. Duncan Wylson, R. N. V. R., will give a talk:
„THE ARCHITECT AND YOUR HOUSE".
Dancing until 1 a. m. Only Members and Guests ad-
mitted.
LIMOLEVH
nýkomið i f jölbreyttu úrvali, svo sem:
Jaspe Moire.
Munstrað.
Einlitt brúnt.
Borðlinoleum í 60 og 63 cm. breidd.
Hálflinoleum.
Linoleumdreglar 68 og 90 cm. breiðir.
J. Þopláksson & Norðmann
Bankastræti 11. Sími: 1280.
Flutiaiiigrur til
*>
Islands.
\
Reglulegar hálfsmánaðar • ferðir frá vesturströnd
■Bretlands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sérstak-
lega hagkvæm flutningsgjöld ef um stærri vörusend-
ingar er að ræða.
Tilkynningar um vörur sendist
Gullifopd & Clark £,td.
Bradleys Chambers, r
London Street, Fleetwood,
eða
Geir H, Zoéga
Símar 1964 og 4017,
er gefur frekari upplýsingar.
Yfirlýsing.
Vegna orðróms er gengur um bæinn þess
efnis, að hin opinberu loftvamabyrgi hafi
verið lokuð sunnudagsmorguninn þann 9. þ.
m. er merki um loftárásarhættu var gefið, skal
þetta tekið fram:
Öll loftvarnabyrgi (44 að tölu) að tveim
undanteknum, voru oi^nuð eins fljótt og
ástæður leyfðu þennan umrædda dag. Hins-
vegar má ekki gera ráð fyrir þvi, að byrgis-
verðir komi allstaðar fyrstir á staðinn þar eð
þeir fá hættumerkið samtímis öðrnm bæjarbú-
um. 1 ' ' - '
Loftvarnanefndin bafði ekki lyklavörzlu
að þeim byrgjum er ekki voru opnuð í tæka
tíð.
Lokvanianefndiu.
JarSarför
Guðmundar Guðmundssonap,
bókhaldara,
sem lézt aS aS Elliheimilinu Grund þriðjudaginn 11.
þ. m., fer fram frá dómkirkjunni fimmtudaginn 20.
febrúar og hefst meS bæn á Elliheimilinu J<I. 10 árdegis.