Vísir - 22.03.1941, Side 1

Vísir - 22.03.1941, Side 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðarnenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, laugardaginn 22. marz 1941.' 67. tbl. Almenningur í Júgóslavíu • o frahverfur samvinnunni við Þjóðverja-- JErfið aðstaða ríkis- st|omarinnar. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Þrír af júgóslavnesku ráðherrunum hafa beðist lausnar. Eru það ráðherrarnir, sem fara með landbúnaðar-, dómsmál og félagsmál. Ráð- herrar þessir eru allir andvígir nokkurum tilslökunum í garð Þjóðverja. Birgðamálaráðherrann mun og biðj- ast lausnar, ef gengið verður að kröfum Þjóðverja. — Aðstaða ríkisstjórnandans, Páls prins, og ríkisstjórnarinnar er erfið. Júgóslávar vilja gjarnan liafa góða viðskiptalega sam- vinnu við Þjóðverja, en Júgóslavar vilja lika varðveita sjálf- sfæði sitt og lándamæri. Allur almenningur og jafnvel herinn er sagður fráhverfur tilslökunum við Þjóðverja, — að minnsta kosti er almenningur í gömlu Serbíu algerlega mótfallinn því, að Þjóðverjar fái sterka áhrifastöðu í iandinu, og að líkindUm má hið sama segja um almenning í flestum hlutum landsins, nema ef til vill Króatíu. Páll ríkisstjórnandi Pétur konungur. í Króatíu hafa Þjóðverjar sennilega talsvert fylgi, en Kró- atar töldu sig lengi hafa verið liafða út undan i hinu nýja riki Jugoslaviu, sem varð til upp úr stiyrjöldinni. Sættir tókust þó einmitt vegna þess, að sjálf- stæði þjóðarinnar var í liættu vegna styrjaldarinnar. Varð þá * dr. Machek, leiðtogi Króata- vara-forsætisráðherra. Vafalaust ríkir talsverður ótti í Jugoslavíu við Þjóðverja og kunna sumir stjórnmálamenn að liafa linast við það, en enn verður ekki með vissu sagt, hvernig samkomulagsumleitun- um Þjóðverja og Jugoslava lyktar. Páll ríkisstjórnandi hefir fengið vandasamasta hlutverk til úrlausnar, því að tilslakanir geta haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar í landinu sjálfu. Jugo- slavia er fremur veikbyggt sam- steypuríki og enginn veit betur um hættumar, sem af þvi stafa, en ríkisstjórnandinn. I gær símaði fréttaritari Uni- ted Press í Belgrad, að það liefði verið nokkuð almennt álit manna í Belgrad i fyrradag, að á stjórnarfundinum yrði rætt um, hvort senda skyldi júgó- slavneska ráðherra til Berlínar, að ósk Þjóðverja. Siðari fregn hermdi, að Markowitz hefði gert ítarlega grein fyrir samkomulagsum- leitununum við Þjóðverja. Áð- ur liafði Páll ríkisstjórnandi verið í forsæti á fundi aðalráð- herranna. Það verður enn ekki sagt, hvort Júgóslavar liafi ákveðið að gerast aðili að þrivelda- bandalaginu, en enn eru á kreiki fregnir um, að þeir þverjtaki fyrir hernaðarlega samvinnu og samvinnu um samgöngumál. — Um samgögnumálin er það m. a. að segja, að Þjóðverjum og Júgóslövum er nauðsynlegt að hafa góða samvinnu vegna sigl- inganna á Dóná. M. a. er rætt um réttinn til þess að liafa vopnuð eftirlittsskip á Dóná.— Júgóslavía heldur þvi fram, að farið verði eftir alþjóðasam- þykktinni í hvívetná, en sam- kvæmt henni er ekki heimilt að senda vopnuð eftirlitsskip inn á svæði annarar þjóðar, m. ö. o. er svo ákveðið, að hvert ríki, sem á land að Dóná, hafi eftirlit með höndum á ánni fyrir sínu landi, og á þessu vilja Jugo- siavar engar breytingar . Fregnirnar um, að þrir ráð- herrar, sem andstæðir eru naz- istum, hafi sagt af sér, höfðu enga staðfestingu fengið i Lond- on í gær. United Press birtir Tiðtal við Weygand EINKASKEYTÍ frá United Press. London í morgun. United Press hefir birt viðtal við Weygand — franska yfir- foringjann, sem nú er í Norður-Afríku, og lagt fyrir hann nokk- urar spurningar, m. a. varðandi sambúð Breta og Frakka. Bretar hafa tekið Hargeisa. EINKASKEYTI frá United Press. London i morgun. I gærkveldi barst tilkynning frá London þess efnis, að brezk- ar hersveitir hefði tekið Hargeisa í Brezka Somalilandi, en þessi bær, sem er hernaðarlega mikilvægur, er 80 enskar mílur suð- vestur af Barbera, skammt frá landamærum Abessiníu. Þar sem Bretar hafa nú á valdi sinu landið milli Jig Jiga og Berbera er að ná saman lið það, sem sótti fram frá Berbera og liðið, sem sótti fram frá Mogadishu og tók Jig Jiga og nú Hargeisa. Hefir nú batnað aðstaða Breta til þess að halda áfram sókninni til Harrar, næststærstu borgar Abessiníu, en hún er áfangi á leið- inni til Addis Abeba, sem hersveitir Breta og Abessiníumanna sækja nú að úr öllum áttum. Afleiðing töku Berbera, Jig Jiga og Hargeisa er, að landið þar fyrir sunnan og austan er allt ann- aðhvort á valdi hersveita Breta, eða þá að ítalir eru innikróaðir, eins og í austurhl. Brezka Somalilands og norðausturhl. ítalska Somalilands, en þar hefir nú brotizt út bylting meðal hinna inn- fæddu þjóðflokka, sem risið hafa upp gegn ítölum, sem hafa misst tökin á stjórnartaumunum. Lið ítala á þessum slóðum á sér ekki undankomu auðið. Utanríkisráðherra Ungverjalands á fundi með Hitler og von Ribbentrop London í morgun. . í morgun bárust fregnir um, að utanríkisráðherra Ungverja- lands væri kominn til Miinchen, og hefði hann rætt langa stund við Ifitler og von Ribbentrop. í útvarpi frá Ankara í gær- kveldi var sagt, að ekki væri ólíklegt, að þessar viðræður væri tengdar tilraunum Þjóð- verja til þess að fá Jugoslava á sitt band — Hitler væri að fá Ungverja til þess að falla frá öllum kröfum um, að Jugo- slalvia láti land af hendi við Ungverja, og ætli Hitler þannig að greiða fyrir þvi, að Jugo- slavar gangi til samvinnu við möndulveldin. Bjargaö úr rústum eftir liðlega viku. London i morgun. í gær var bjargað úr rústurn hrunins húss í borg við Glyde manni, sem, liafði legið bjargar- laus undir braki í 7% dag. — Maður þessi var 32 ára og vara- maður í lögregluliðinu. Hann lézt skömmu siðar í sjúkraliúsi. Einnig var bjargað öðrum manni, sem legið liafði bjargar- laus álílca lengi í rústum hrun- ins húss. Sagði hann björgun- armönnum sínum, að slúllca mundi einnig lifandi grafin í rústunum, og var verið að gera tilraun lil að bjarga henni í gærkveldi. Það var fréttaritári United Press i Algier, sem átti viðtal við Weygand. „Hersveitir vorar í Norður- Afriku /eru jafnan viðbúnar öllu, seni fyrir kann að koma“, sagði Wevgand marslcálkur. — „Þær eru jafnan reiðubúnar til skjótra aðgerða — og nýlendur vorar verða varðar gegn árás- um, hvaðan sem þær koma og án tillits til hver árásina gerir.“ Fréttaritarinn spurði Wey- gand að því, hvort sambúð Breta og Frakka hefði batnað, eftir átökin við Oran og Dakar, og svaraði Weygand stuttlega: „Það er eklci um neina sam- búð að ræða milli Frakka og Breta.“ Ennfremur sagði Weygand, að Fralckar myndi halda vand- lega öll álcvæði vopnaliléssamn- inganna og standa við allar skuldbindingar sínar! Fréttaritarinn spurði enn Weygand. Iivort nokkur breyting yrði á nýlenduveldi Frakka i Norður- Afrílcu, og sagði Weygand þá: „Vér munum verja lönd vor með öllum þeim meðulum, sem vér liöfum yfir að ráða. Ef ein- hver slær oss, beitum vér lilca hnéfunum,.“ TVEGGJA HAFA FLOTI. London í morgun. Fregn frá Washington herm- ir, að öldungadeild Þjóðþings- ins hafi samþyklct fjárveitingu að upphæð 3446 milj. dollara lil „tveggja liafa flota“. Ógurleg loftárás á Plymouth í nótt. London í morgun. Ógurleg loftárás var gerð á Plymouth í nótt — og mun hún hafa verið enn harðari en loft- árásin í fyrrinótt. Árásin byrjaði þegar dimmt var orðið. — Fjölda margar byggingar hrundu til grunna eða brunnu til kaldra kola, meðal þeirra opinberar bygg- ingar, verzlunar- og íveruhús. Manntjón mun hafa verið feikn mikið. Mensies — forsætisráðherra Ástralíu — var staddur í borg- inni er loftárásin var gerð, en hann slapp óskaddaður. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu 49. loftárásina á kafbáta- stöð Þjóðverja í Lorient í nótt sem leið.'> Bardagarnir við Kerin feikna harðir. Flugvélar hrezlca flughersins og Suður-Áfríkuflughersins eru á stöðugu sveimi yfir lierstöðv- um Ilala í og við Kerin i Eritreu og hvor styrjaldaraðila um sig gerir gagnáhlaup á vixl, en her- sveitum Breta veitir betur, en þarna er barist i yfir 40 stiga hita á Celsius i bröttum hliðum og djúpum giljum, og ítalir verjast vel. Aðflutningar eru erfiðir og ve'rður að flytja vatn, vistir og hergagnabirgðir að tim vegleysur í fjöllunum, og eru úlfaldar notaðir til flutning- anna. Slcozkar hersveitir og Alpahersveitir hafa barizt í ná- vigi, en indverskar hersveitir liafa einnig telcið þátt i bardög- unum, liersveitir frá Midlands og Yorlcshire, frjálsir Frakkar og Sudanhersveitir. Um eina hersveit frá Yorkshire er þess getið, að hún barðist að kalla hvíldarlaust í 100 klukkustund- ir. —- Bretar viðurkenna að ítalir verjist hraustlega í Kerin — að visu við hiri ákjósanlegustu skil- yrði frá náttúrunnar hendi — og liafa ítalir livergi veitt likt því eins öfluga mótspyrnu og þar i Afríkustyrjöldinni. Sein- ustu fregnir i gærkveldi hermdu, að liemaðaraðgerðir gengi að óslcum og allmargir fangar hefði verið teknir. ítalska setuliðið í Jarabub gefst upp. I gærkveldi barst fregn til London þess efnis, að ítalska setuliðið i Jarabub (Giarabub) liefði gefist upp. Jarabub er vinja(óasa)-klasi um 150 énsk- ar mílur suður af Bardia í Li- byu, og hefir setulið þetta ver- ið innikróað allt frá því að Bar- dia var telcin, en Bretar liafa ekki, að því er vitað er, gert nein Iiörð áhlaup á liðið, heldur beðið eftir því, að það gæfist upp, þar sem fyrirsjáanlegt var, að að því ræki, þar sem það gat eklci fengið neina aðstoð ann- árstaðar frá. — Um 800 fangar voru teknir. FRETTIR í STUTTU MÁLI London i morgun. Roosevelt forseti tillcynnti fyrir slcemmstu, að samkomu- lag hefði náðst milli Bandarilcj- anna og Kanada um virkjunar- áformin miklu viðLawrenceána, en þau liafa vérið á dagskrá um mörg ár og hrfir Roosevelt lengi haft mikinn áhuga fyrir þeim. Hefir liann nú sent Þjóðþinginu samlcomulagið til fullaðarsam- þykktar. Virkjúnaráform þessi eru m. a. talin hin mikilvæg- ustu með tilliti til hinnar miklu hergagnaiðju, sem áformuð er i Bandarilcjunum,. Hearst um ræðu Roosevelts. Randolph Hearst, ameríslci blaðalcongurinn, einn af harð- vítugustu einangrunarstefnu- mörinum um langt skeið, og andstæðingur Roosevelts, slcrif- ar í American Journal 17. þ.m.: „Næstum því öll Bandarikja- þjóðin er samþylclc því, sem Roosevelt sagði í hinni snjöllu ræðu sinni. Forsetinn gat sann- ast að segja eklci farið fram á minna en hann gerði, og að lík-' indurn mun hann fara fram á milclu meira, og hann mun fá það — og meira en það. — Þjóð og þing mun láta það i té með glóðu geði. Vér erum nú þátt- takendur i baráttunni og þar um verður engu breytt. Vér höf- um telcið álcvörðun vora sem þjóð. Það er ekki nema um eina leið að velja — og hún leið- ir til fullnaðarsigurs." írar í Bandaríkjunum með Bretum. Quentin Reyiiolds, fréttaritari hins lcunna tímarits Colliers Magazine, liefir að undanförnu verið að ferðast um Bandarílcin, til þess að segja frá því, sem hann sá og heyrði i brézkum borgum, en hann ferðaðist um Bretland, til þess að kynna sér afleiðingar lofthernaðarins eig in augum. Reynolds var i Bost- on á St. Patrelcsdegi, þegar Irar i Bandarikjunum minnast grænu eyjunnar, og voru fjölda margir Irar meðal áheyrenda Reynolds. Er hann hafði lolcið máli sínu, gerðist það, sem eng- inn man eftir að hafi gerzt í Bandaríkjunum. írarnir risu upp sem einn maður, ásamt öðrum álieyrendum og sungu „God save tlie King“, margir með tárin i augunum. Stórfenglega hlutaveltu héldur knattspyrnufélagið Vík- ingur á morgun i VarSarhúsinu, og hefst hún kl. 4. Meðal dráttanna eru: Matvæli, peningar, ferð til Akureyrar og í Borgarfjörð, fatn- aður 0. m. m. fl. Félagskonur eru góðfúslega beðnar að senda stálpaðar telpur á skrifstofu Slysa- varnafélagsins i dag, til að selja rnerki félagsins. Næturlæknar. í nótt: Gunnar Cortes, Eiriks- götu 11, sími 5995. Næturvörður í Ingólfs apóteki og Laugavegs apó- teki. Aðra nótt: Jóhannes Björnsson, Reynimel 46, simi 5989. Nætur- vörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Helgidagslæknir. Kristbjörn Tryggvason, Skóla- vörðustíg 33, sími 2581. Leikfélag Reykjavíkur sýnir sjónleikinn „Á útleið“ ann- að kvöld, og hefst sala áðgöngu- miða kl. 4 i dag. é

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.