Vísir - 22.03.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 22.03.1941, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Ný atvinnu- fyrirtæki. jyj ÖRGUM kann að koma það einkennilega fyrir sjónir, að nokkurum manni skuli koma í hug á þessum tímum að ræða um ný atvinnufyrirtæki. Nú veiti ekki af að hyggja að því einu að bjargast, láta hverjum degi nægja sína þjáningu, en hyggja enga loftkastala, sem hrundið skal í framkvæmd i framtíðinni. Þetta er þó að engu leyti rétt athugað. Einmitt á slíkum tim- um sem þessum, skiljum við það bezt hve fjarri fer því að ís- lenzka þjóðin sé sjálfri sér nóg, og hve atvinnuvegir vorir eru herfilega einhæfir. Að nokkru leyti býr náttúran sjálf okkur slík atvinnuskilyrði, en hitt er jafnvíst að ekki þyrfti um að sakast, ef menn hugsuðu nokk- uð frain í tímann, einkum þegar vel gengur, og tækifæri gefast til að brjóta nýjar brautir í at- vinnulífi landsmanna. Sú tilhneiging er rík hjá öll- um einstaklingum og þjóðinni í heild, að leggja fé sitt i þau fyr- irtæki, sem líkleg eru til að á- vaxta það riflega og ávaxta það þegar frá upphafi og fer það að vonum, Hitt gæti þó haft miklu meiri þjóðhagslega þýðingu, ef menn gætu horft dálítið lengra fram í tímann, miðuðu ekki ein- vörðungu við stundarhagnað, heldur hinn varanlega hagnað þjóðarhúsins i heild af hinum n ýj u a t vi n n u fyri r tæk j u m. Þegar vel árar og friður er í h'eiminum, er hætt við því, að hin nytsamlegustu fyrirtæki innlend standist ekki að fullu erlenda samkeppni. Því hefir almennt verið Iitið svo á, að slík fyrirtæki væru óþörf og ekki til hóta, enda ykj u Jiau aðeins á dýrtíð í landinu. Þetta er bæði rétt og rangt. Þegar um fyrir- tæki er að ræða, sem miða að Jiví að tryggja afkomu aðalat- vinnuvega okkar, Iivað sem í kann að .skerast, verður frekar að miða við hið varanlega ör- yggi en stundarhag. Til dæmis má taka: Inn í landið hefir er- lendur áburður verið fluttur, og seldur hér við frekar vægu verði. Samfara aukinni ræktun hefir notkun áburðar J>essa farið stórlega í vöxt. Menn hafa ræktað landið og aukið á garð- ávaxtarækt, og gengið út frá J)ví sem gefnu, að aldrei yrði þurð á áburði. En nú( þegar styrjöld er skollin á, fæst litill erlendur áburður, — eða jáfn- vel enginn, — og hvað er þá til ráða. Hér í landi er nóg vatns magn og flest þau efni, sem þarf til áburðarframleiðslunn- ar. Ef ríkið styrkti slíka fram- leiðslu, — bæri jafnvel af lienni einhvern halla frá ári til árs, gæti liún þó margborgað sig þjóðhagslega séð, og jafnvel forðað hruni og vandræðum, ef út af ber. Hér á landi hefir nokkuð ver- ið rætt unf steinlímsgerð að undanförnu, áætlanir verið gerðar um kostnað og söluverð, en menn hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að framleiðsluna yrði að selja nokkru hærra Barn drukknar í hitaveituþró. Það hörmulega slys vildi til um hádegi í dag, að drengur á 4. ári drukknaði í hitaveituþró á homi Hringbrautar og Hofs- vallagötu. 60 centimetra vatnsdýpi var í þrónni, en í frostunum undan- farnar nætur hafði skæni lagst á vatnið. Þróin vaf umgirt með Jiví móti, að fjölum hafði verið slegið upp umhverfis hana, en bakkanum hallar að Jjrónni og er talið" að drengurinn muni hafa runnið undir girðinguna ofan í Jiróna, lent undir ísnum og ekki getað hjörg sér veitt. Varð enginn J)ess var, er slysið vildi til. Drengurinn var sonur Ingvars Vilhjálmssonar útgerð- armanns. I þessu sambandi er ekki úr Minnin garathðfnin um skipverjana á Gollfossi. KI. 1 eftir hádegi í gær fór fram minningarathöfn um sjó- mennina, sem fórust með botn- vörpungnum Gullfossi, er fórst í ofviðrinu, er geisaði hér við Faxaflóa þ. 28. febr. Kirkjan var alsetin, og voru Jjar embættismenn, fulltrúar út- gerðarmanna og sjómanna o. 5. frv. —- Athöfnin hófst á því, að Dóm- kirkjukórinn — undir stjórn stjórn Páls fsólfssonar — söng sálminn „Sól og tungl mun sortna hljóta". Síðan flutti séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, minningarræðu. Þegar séra Bjarni hafði lokið ræðu sinni, var sunginn sálmurinn „Góður engill guðs oss leiði“, en á eftir lék Þórhallur Ámason sorgar- lög á cello, en Hermann Guð- mundsson söng einsöng. Síðast yar sungið „Kom, huggari, mig Iiugga þú“. Athöfnin var hin virðuleg- asta og vottaði hæði hinum látnu virðingu og ástvinum Jjeirra samúð. verði, en hið innflutta efni er selt hér fyrir, ef reksturinn ætti að bera sig. Hefir Jiví ekki orðið af framkvæmdum ennþá. Hér ber enn að sama brunni og í dæmi J)ví, sem tekið var hér að ofan. Steinlímsframleiðslan get- ur haft mikla Jjjóðhagslega Jiýðingu þótt einhver halli kunni að verða á rekstrinum, en í það er ekki horfandi, ef tekið er ilillit til hins aukna öryggis fyr- ir Jijóðarheildina, sem slík framleiðsla skapar. Fjármagni hinna sterku at- vinnuvega á að verja í góðærum til J)ess að brjóta nýjar brautir í liinum fájiættu atvinnuvegum okkar. Framtaksleysi er að verulegu leyti um að kenna, hve illa við erum undir J)að hunir að mæta afleiðingum ófriðarins. Nægir í Jivi sambandi að .nefna aðeins eitt dæmi. Menn skyldu ætla að nægjanlegt væri grjótið á íslandi en Jió er Jiað svo að ár- lega hefir verið flutt inn grjót til ýmsra mannvirkja fyrir all- nokkra upphæð. Þær steinteg- undir, sem inn hafa verið fluttar eru hvorki fegurri, varanlegri né betri, en steintegundir, sem við eigum í landinu sjálfu, en eru látnar liggja ónotaðar. Á síðari árum hafa menn lært að hagnýta sér tinnu og kalkstein til skreytingar húsa, en fullyrða má að enn sé langt í land, að menn skilji til fulls hvílíkt manndómsleysi það er að flytja inn grjót í land, sem ekkert á nema grjót í allri uppistöðu. vegi að vekja athygli á því, að mjög tiðkast sá leikur hjá smá- börnum, að brjóta niður ís á hitaveitujiróm viðsvegar um hæinn. Ætti fólk að gæta Jiess vel, að slíkur lefkur harna verði niður lagður, með J)ví að ekki er að vita livenær út af kann að bera. Virðuleg gjöf Fyrir hádegið í dag tilkynnti Magnús Andrésson útgerðar- maður Jóni Bergöveinssyni er- indreka Slysavarnafélagsins, að hann hefði ákveðið að gefa fé- laginu kr. 10.000 til minningar um skipshöfnina af Gullfossi. Er J)etta fögur gjöf og virðu- leg og milcill styrkur Slysa- varnafélaginu til J)ess að hrinda í framkvæmd J)eim ráðstöfun- um, sem gera þarf til J)ess að tryggja frekari öryggi sjómann- anna. Bcbíop fréíiír Messur á morgun. 1 dómkirkjunni kl. n, síra Bjarni Jónsson (altarisganga) ; kl. I, barnaguðsjijónusta (síra Fr. Hallgr.); kl. 5, síra Friðrik Hall- grímsson. Hallgríinsprestakall: BarnaguÖs- þjónusta kl. ioý^ f. h. í Austur- bæjarskólanum, síra Sigurbj. Ein- arsson. Hámessa í dómkirkjunni kl. 2 e. h., sira Jakob Jónsson. I kapéllu Háskólans kl. 11 f. h., sira Sigurður Einarsson dócent. Guðsþjónustunni verður útvarpað. Sunnudagaskólinn kl. 10 f. h. Ncssókn. í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi fcl. 2 síra Jón Thorarensen. Almennur safnaðar- fundur verður haldinn á sama stað kl. 4.- I Laugarnesskólanum kl. 2, síra Garðar Svavarsson. Að lokinni messu hefst safnaðarfundur. Barna- guðsþjónusta kl. 10 f. h. í fríkirkjunni kl. 2, síra Árni Sig- urðsson. Fundur K.F.U.M.F. i kirkjunni kl. 4. Frjálslyndi söfnuðurinn: Síra Jón Áuðun's, í fríkirkjunni kl. 5)4. í kaþólsku kirkjunni í Landakoti: Lágmessa kl. 6)4 árd. Hámessa kl. 10 árd. Bænahald og prédikun kl. 6 síðd. Dansk Gudstjeneste hver Söndag Kl. 11. Form. Rasmus Biering Prip taler i Trefoil Sailor’s Rest, i Tryggvagata. 1 Hafnarfjarðarkirkju kl. 2, sira Garðar Þorsteinsson. (Sjómanna- guðsjijónusta). Kaþólska kirkjan í Hafnarfirði: Hámessa kl. 9 árd. KI. 6 síðd. bæna- halda og prédikun. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19.00 fenskukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: Sæluhúsið á Urðarheiði eftir Hans Klaufa. Leikstjóri I. Waage. 21.00 Einsöngslög og kór- lög úr óperum. 21.15 Upplestur: Har. Björnsson les smásögu eftir Holtmark Jensen „M. og K.“ 21.35 Danslög. 21.50 Fréttir. 22.00 Dans- lög til 24.00. Útvarpið á morgun. Kl. 10.00 Morguntónleikar. 12.00 Hádegisútvarp. 14.00 Guðsjijónusta úr kapellu Háskólans. Sigurður Einarsson docent. 15.30 Miðdegis- útvarp: Requiem eftir Fauré. 18.30 Barnatími (Þorst. Ö. Stephensen). Bréfum svarað o. fl. 19.15 Hljóm- plötur : Endurtekin lög. 20.00 Frétt- ir. 20.20 Erindi: Grétar Fells: Sán- ing og uppskera. 20.40 Strokkvart- ett útvarpsins: Kvartett no. 17 í F-dúr, eftir Mozart. 20.55 Ein- söngur (Sigríður Guðmundsdótt- ir) : a) Páll ísólfsson: 1. Maríu- vers. 2. Söknuður. b) Johs. Brahms: Tvö þjóðlög. c) Mozart: VöggU- visa. d) Haligr. Helgason: Kvöld- söngur. e) Kaldalóns: Ave María. 21.10 Upplestur: Á breytingatímum smásaga (Jens Benediktsson). 21.30 Hljómplötur: Valsar. 21.50 Fréttir — danslög til kl. 23.00. I P Síra Helgi Hjálmarsson frá Grenjaðarstað. Þegar jarðneskar leifar Jiessa mæta klerks, megingóða og vin- sæla manns verða í dag lagðar til hinnar hinnztu hvíldar, vildi eg minnast hans með fáum orð- um í kveðjuskyni. Séra Helgi (svo var hann nefndur í dag- legu tali) var fæddur að Vog- um í Mývatnssveit hinn 14. ágúst 1867. Foreldrar lians voru Hjálmar Helgason, síðar bóndi að Neslöndum. við Mý- vatn og kona hans Sigríður Vil- helmína Pétursdóttir hónda í Reykjahlíð, Jónssonar, komin af hinni merku Reykjahlíðar- ætt. Voru Jiau lijón meðal liinna merkustu Mýv'etninga og bænda Jiar í sýslu á sínum tíma. Séra Helgi var útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 30. júní 1892 og úr Prestaskólanum á 27. af- mælisdegi sínum, 14. ágúst 1894. Veitingu fyrii’ Eyvindar- hólum fékk hann 1. júli 1895, en fór Jiangað eigi. Til Helga- staða í Reykjadal var liann vígður 25. s. m. og Jijónaði hann s^því brauði, unz hann gerðist að- stoðarprestur séra Benedikts prófasts Kristjánssonar á Grenjaðarstað, 1907 til 1911, en J)á voru hrauðin, Helgastaðir og Grenjaðarstaður, sameinuð í eitt, og fékk séra Helgi J)á veit- ingu fyrir J)ví, og lausn frá prestsskap 1930, sökum heilsu- bilunar; fluttu J)au hjón hing- að til Reykjavíkur um lílct leyti. Árið 1893, hinn 17. sept., kvæntist séra Helgi eftirlifandi konu sinrii, Maríu Elizabet Jónsdóttur, prests að Stokksevri og Eyrarbakka (d. 2. maí 1892), hinni ágætustu konu. Varð þeim eigi barna auðið, en þrjú.fátæk hörn tóku þau að sér til upp- fósturs og ólu J>au upp, sem sin eigin væri. Meðal þeirra var piltur einn, Arinbjörn Hjálm- arsson, en liann andaðist á unga aldri, að þvi kominn að taka burtfararpróf úr skóla, og Soffía, er giftist Guðmundi Guðjónssyni bílstjóra, ættuðum af Eyrarbakka, myndarlegu'ui manni og menntum vel. Frú Soffía andaðist 9. júlí siðastl. sumar. Fósturhörn J)essi voru hvert öðru ágætara og efnilegra í sjón og reynd, enda fósturfor- eldrunum, eiginmanni og öll- um öðrum, er til þeirra þekkti, hanndauði mjög. Þriðja fóstur- barnið lieitir Elizabet, og er hún í föðurgarði, góð og mynd- arleg stúlka. Þá má og segja, að ungfrú Karen Isaksdóttir hafi verið fósturbam þeirra hjóna, - J)ótt liún væri fósturdóttir for- eldra frú Elizabetar, J)vi hún hefir aldrei við heimilið skilið, né heldur systir frúarinnar, Vil- borg, nú nærri hálf níræð að aldri. Starfssvið séra Helga var lengstum. nyrðra, vítt mjög og vel rælct. Preststörfum, sínum gegndi séra Helgi með hinni mestu skyldurækni og trú- mennsku, enda var hann klerk- ur góður, utan kirkju sem inn- an, elskaður af sóknarbörnum sínum og sýslungum og virtur vel. Hinni erfiðu og umfangs- miklu póstafgreiðslu á Grenjað- arstað gegndi séra Helgi með hinni mestu slcyldurækni og samvizkusemi, sem honum var í blóð borin, og búnaðarmál ýmiskonar, bindindi og barna- fræðslu lét liann mjög til sín taka og fylgdi þeim fram með festu og einurð, enda var séra Helgi fylginn sér og flestum öðrum afkastameiri, að hverju sem liann gekk, sanngjarn og samvinnuj)ýður ’ öðlingsmaður og framfaravinur, enda lilóðust á hann ýms mikilvæg trúnaðar- störf, er enginn efaðist um, að væri vel og samvizkusamlega af hendi leyst, hver sem lilut átti að máli; meðal þeirra voru margra ára hreppsnefndarstörf hans fyrir Reykdælahrepp og málefni kirkju og kristindóm,s í landinu, er hann lét sér mjög annt um til dauðadags, m. a. með afgreiðslu og umsjón Kirkjuritsins, er hann hafði á hendi eftir að liingað kom, enda var hann trúmaður mikill, tryggur málsvari sérhvers góðs málefnis og manna tillagna beztur, maður, sem eigi mátti vamm sitt vita í neinu. Séra Helgi var búforkur hinn mesti og tilþrifa hans í stórfeld- um umhótum á hinu fornfræga prestssetri hans, Grenjaðarstað, mun lengi gæta, menjar Jæirra og merki næg verða til J)ess, að sýna djúptæk spor eins hins mikilhæfasta búhöldar ög merkasta umbótamanns síns tíma, spor, sem seint munu mást af með öllu, hvernig sem með kann að verða farið síðar. Þá var og séra Helgi lands- kunnur ij)róttamaður, m. a. glímumaður með afbrigðum. Drenglyndi hans í leikium og lipurð hans í J)eim viðskiptum var viðhrugðið og öðrum til fyrirmyndar, en síðasta tug ævi sinnar átti liann við að stríða stirðleika mikinn í fótum, er gigtin bakaði honum, svo, að hann mátti naumast ferlivist hafa né fötum fylgja, féll lion- um það oft J)ungt, og undi þvi lítt, að verða „haftsár" á fótum fyrir aldur fram, svo mikill fjörmaður sem hann hafði allt- af verið. Séra Helgi var fastur fyrir i skoðunum sínum og skaut sér aldrei undan atlögum Jieirra manna, er aðsúg vildu að hon- um gera og á öndverðum meiði stóðu við hann í stjórnmálum og streitingi ýmsum um áhuga- mál lians, en liann reyndi að forðast árekstra alla i lengstu lög, J)ví liann var friðelskandi maður, drengur hinn bezti og leitaði aldrei á aðra að fyrra- bragði til neins ójafnaðar. Grenjaðarstaðalieimilið, í tíð þeirra séra Helga og frú Eliza- betar var eitt hið prýðilegasta norður þar, gestrisni mikil og mannsbragur liinn bezti á öllu úti sem inni enda átti liúsfreyj- an og heimilisfólk allt sinn góða þátt í J)ví. Heimili J)etta stóð jafnan opið öllum J)eim, er að garði bar, og þeir voru márgir. Þar var iðjusemi, sameiginlegur áhugi fyrir sannri velferð ann- ara, manna og dýra mjög í há- vegum höfð, samfara saklaus- um skemmtunum, sönglist og liljóðfæraslætti.Svo varþessuog háttað á heimili Jieirra hjóna hér, að „Grenjaðarstað“ við Hringbraut nr. 144. Þar andað- ist séra Helgi, eftir langvarandí vanheilsu og fremur léttbæra banalegu síðustu ævidagana, liinn 17. J). m., 74J/2 árs að aldri. Með séra Pétri Helga Hjálm- arssyni er til grafar genginn maður sá, í hópi liins liorfna vinaskara, sem margir hér og syðra munu lengi sakna og jafn- an minnast með þakklæti og virðingu fyrir drengskaparstörf hans mörg og margvíslegar dáðir. Reykjavík, 22. marz 1941. Jón Pálsson. Flugid: Þrjár ferðir til Akur- eyrar í gær. Flugið hefir legið niðri að undanförnu, vegna óhagstæðrar veðráttu, en nú er aftur komið gott flugveður og verður það þá stundað af kappi. Þá bætir það og úr, að daginn er farið mjög að lengja. í gær fóru flugvélar Flugfé- lagsins þrjár ferðir til Akur- eyrar. Fór önnur tvær ferðir, en hin eina. Sú, er fór eina Akur- eyrarför, fór einnig upp í Borg- arnes og sótti sjúkling, er nauð- syn bar til að koma í sjúkrahús hér hið bráðasta. Nýr æfifélagi Í.S.Í. Í.S.Í. hefir bætzt nýr æfifélagi, Árni B. Björnsson, skartgripasali. Eru þeir nú alls 113. Hver verður nœstur? Piano- harmonika til sölu. Uppl. i sima 1857. •IIHI "»///,„ VERZLUNIN 'miiii, EDINBORG Jtegrnnd af Gólíklútum Þetta er sérlega góð teg- und af enskum gólfkJútum, þeir þéttast við notkunina og eru afar endingargóðir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.