Vísir - 08.04.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 08.04.1941, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Sambúðinvið setuliðið j£OMIÐ hefir það fyrir ekki alls fyrir löngu að óhróð- ursgreinar liafa birzt í víðlesnu amerísku tímariti um íslend- inga og samhúð þeirra við hið brezka setuiið. Var Islendingum þar m. a. borið á brýn, að þeir sætu stöðugt á svikráðum við setuliðið, og yrðu hermenn að vera tveir eða fleiri saman, til þess að tryggja það, að þeir fengju ekki rýting í bakið. Margt var þar fleira sagt og ó- þarft, sem ekki er ástæða til að rekja liér. Greinar þessar liafa vakið ó- skifta gremju meðal íslendinga, bæði erlendis og liérlendis, og erum við þó ýmsu vanir frá liendi óhlutvandra manna, sem hér hafa dvalið, eða hingað hafa aðeins komið. Hefir þar ekki á- vallt verið glöggt gestsaugað, og hafa greinar þessar frekar bor- ið vitni um menningarstig höf- undarins, en íslenzku þjóðinni. Við Islendingar vitum það vel, að við erum svo smáir, að við megum ekki við miklu, og allt það, sem okkur er á brýn borið á erlendum vettvangi, getur skaðað okkur öðrum þjóðum frekar, en það er aðeins unnt með einu móti að afsanna rang- an áburð, eða með því að sýna með breytninni, að hann liefir ekki við rök að styðjast. Frá þvi er hið erlenda setulið steig hér fæti á land, liafa fáir atburðir gerzt, sem okkur Is- lendingum eru til vansæmdar, enda hefir lítið verið gert á hluta okkar frá hinu erlenda liði. Margir Islendingar óttuðust í upphafi að til árekstra kynni að koma, einkum af þvi að ekki þarf nema einn gikk í hverri veiðistöð til þess að lileypa öllu í bál og brand. Það hefir hins- vegar sannast, að þessi ótti var ástæðulítill, og er það vel farið. Ber að þakka það herstjórn Bretanna fyrst og fremst og hverjum einstökum liðsmanni, — en það er viðurkennt af öll- um almenningi, að yfirleitt koma þessir menn mjög prúð- mannlega fram. íslenzkur al- menningur á þó engu minni þakkir skildar fyrir hegðan sína, og má segja að hann liafi fylli- lega skilið það, að eins og hög- um er háttað getur hvert það verk beinst gegn íslenzkum hagsmunum, sem unnið er til óþurftar setuliðinu. Einn flokkur manna hér á landi hefir með orðum og jafn- .jæl athöfnum reynt að torvelda þessa stundarsambúð. Hann hefir Iegið á því Iúalagi að halda fram rétti, sem allir eru sam- mála um, til þess eins að læða inn ósannindum og rógi, sem valdið gæti hættulegum árekstr- um, ef alvarlega væri tekið af íslendingum annarsvegar og brezka setuliðinu hinsvegar. Sem betur fer hefir þessi starf- semi lítt eða ekki haft þýðingu. Islenzkra hagsmuna hefir verið gætt af stjómarvöldunum og þjóðhollum blöðum, og svo ( mun enn fram haldið, meðan þörf gerist. Hver áreitni, sem að óþörfu er í frammi höfð, j getur skaðað hagsmuni okkar sjálfra, valdið misskilningi og óvild, sem spillir sambúðinni og samvinnu þeirri, sem óhjá- kvæmileg er liér á landi eins og sakir standá. Yerður þvi hver einstaklingur að hafa það liug- fast, að haga breytni sinni svo, að í samræmi sé við þjóðar- sæmd og þjóðarhagsmuni. Sé þessa gætt, þurfum við íslend- ingar ekki að óttast að við glöt- um rétti okkar, heldur getum við og átt það víst, að við höf- um verndað hvern þann rétt, et' við áttum i upphafi styrjaldar- innar. »íslenzk ull<(. Þegar lilast er um í hinum vistlegu herbergjum skrifstof- unnar „íslenzk ull“ í Suðurgötu 22, þar sem nú er sýning, þá sést það glöggl, að starfsemi skrifstofunnar er á iniklum framfaravegi. Þes&i starfsemi þeirra frú Önnur Ásmundsdóttur og frú Laufeyjar Vilhjálmsdóttur hófst með sýningum þeirra í Mark- aðsskálanum í des. 1938 og í Iðnskólanum sumarið ’39. Sjálf skrifstofan var stofnuð með ríkisstyrk haustið ’39 og liefir starfsemi hennar aukist ár frá ári til þessa thna. Skráðir viðskiptavinir eru nú á 6. hundrað, og eru þeir bæði utan af landi, sem selja skrif- stófunni ull, eða senda þangað prjónavorur og vefnað í um- boðssölu, þó einkum stúlkur og konur béðan úr Rvík, sem. vinna að þessu í frístundum sínum og afla sér þannig auka- tekna. Sýningunni verður lokið ann- að kvöld og þvi síðustu forvöð að sjá liana'. Aðalfundur Reykvíkingafélagsins Reykvíkingafélagið hélt aðal- fund sinn í Oddfelloiyhöllinni í gærkveldi. Formaður félagsins, síra Bjarni Jónsson, minntist látinna félagsmanna, þeirra Péturs Halldórssonar, borgarstjóra, og Jóns Hjartarsonar kaupmanns. Þá minntist bann og hinna sorg- legu atburða á liðnum vikum, er snerta Reykjavíkurbæ og landið allt. Bað liann bænum og þjóðinni |allra framtíðarlieilla, með-þeirri von, að frekara tjóni yrði afstýrt. Stjórnin var endurkosin, að undanskildum gjaldkera, Júlí- usi Árnasyni, er baðst undan endurkosningu. I hans stað var kosin frú Guðrún Indriðadóttir. Verkefnanefnd var og endur- kosin, en i stað frú Guðrúnar Indriðadóttur, er sæti átti í henni, var kosinn ,Tón Þorvarð- arson, kaupmaður. Brynjólfur Jóhannesson las sögur og kvæði, en Pétur Á. Jónsson, óperusöngvari, söng nokkur lög. Frú Áslaug Ágústs- dóttir lék undir. Fundurinn fór hið bezta fram. Félagsmenn eru nú um 290. Sand- og grjótnám bæjarins. Vélarnar í sand- og grjótnámi bæjarins eru nú orðnar um 20 ára gamlar og er því bærinn að hugsa um að endurnýja þær. Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarverk- fræðingi að leita tilboða í Eng- landi um kaup á nýjum vélum. 'Jafnframt var bæjarverkfræð- ingi falið að gera tillögur um nýtt fyrirkomulag á þessari starfsemi. Framleið§ln land§in§ §tafar liætta af rerkafolk§ ekln. Hin sivaxandi eftirspurn setulidsins um vinnukpaft er að stödva nauðsynlega fram- leidslu til sjávai* og sveita. Einhver mesta hættan sem landinu stafar af hernáminu er nu að koma í Ijós. Setuliðið hefir með höndum ýmsar framkvæmdir, svo sem flugvallagerð, vegalagningu og fleira, sem á. okkar mælikvarða notar óhemju mikinn vinnukraft. Mest mun þetta vera hér sunnan lands. Þúsundir verkamanna vinna nú við þessar framkvæmdir. Menn strejrma úr þorpum og sveitum til að komast í þessa atvinnu sem er svo vel borguð að sveitirnar að minnsta kosti geta ekki keppt um vinnukraft- inn. I svipinn virðist þörf setuliðs- ins fyrir verkamenn vera í mjög ríkum mæli, og mun eftir- spurnin meiri en framboðið, þrátt fyrir það að menn streyma nú frá mörgum atvinnugrein- um í setuliðs-vinnuna. Flestum er nú að verða Ijósí, að hér er stórhætta á ferðum. Úr sveitum landsins þurrkast burt vinnukrafturinn einmitt nú, á þeim tíma árs sem bænd- ur fara að búa sig undir vor- verkin. Jafnframt verða þeir að horfa fram á það, að geta enga aðstoð fengið við heyskapinn og er því bústofn landsins í yfir- vofandi hættu, ef svo fer sem á horfist. Hér í Reykjavík er svp mikill hörgull á fólki til að vinna að uppskipun og verkun fiskjar, að nærri siappar vinnu- stöðvun. Sama er að segja um uppskipun á vörum og annað í því sambandi, verkafólksekl- an er að verða óþolandi. Ýmsar greinar atvinnureksturs í bæn- um Iiafa sömu sögu að segja. Menn fara unnvörpum úr þeirri atvinnu, sem þeir hafa stundað, vegna þess að þeim býðst nú liærra kaup hjá setu- liðinu. Á sendisveinum liefir t. d. aldrei verið slíkur hörgull sem nú er. Það er dýrmætt, að menn hafi atvinnu, en þjóðin verður að gera sér Ijóst, að það eru takmörk fyrir því, liversu mik- inn vinnukraft hún getur látið í té til starfa, sem ekki eru framleiðslustörf. Þjóðin verður að halda áfram að lifa i þéssu landi á bverju sem gengur, en hún getur því aðeins lifað, að framleiðsla hennar til lands og sjávar geti lialdið áfram að fæða landsmenn. Eins og nú standa sakir, er framleiðsla landsins mesta öryggið, sem þjóðin hefir til þess að geta fætf sig sjálf. Því meiri sem liættan verður á siglingaleiðunum, því dýrmætari eru þær fæðuteg- undir, sem hér eru framleidd- ar. Hversu miklum fjármunum sem þjóðin safnar í Englandi fyrir vinnu lijá setuliðinu hér, þá getur það ekki haldið bung- urvofunni frá landinu, ef fram- Ieiðslan og, ræktun landsins fellur í rústir. Vafalaust má telja, að brezk hernaðaryfirvöld liér hafi ekki athugað, hversu hér er um al- varlega þróun að ræða í at- vinnulifi og afkomu lands- manna. Og verður að óreyndu að telja það fullvíst, að þau muni sýna fullan skilning á þessu einstæða vandamáli og vera fús til samvinnu við ís- lenzk stjómarvöld um að leysa það öngþveiti, sem nú er að myndast í þjóðlífi voru. Bretar hafa í sínu eigin landi tekið sér- stakt lillit til landbúnaðarins og þarfa bænda um vinnukraft við ræktun landsins í sambandi við kvaðningu til herþjónustu. Hér stendur eins á með hina fá- breyttu framleiðslu vora. Henni verðnr að sjá fyrir vinnukrafti svo þjóðin geti lifað. Þetta mál þolir enga bið. Rílc- isstjórnin verður að leita sam- komulags við herstjórnina um lausn á því. Ef ekki verður eitt- hvað að gert þegar í stað, er ekki annað sjáanlegt, en að úr þessum vanda skapist fullkom- ið öngþveiti. Málið þarf að leysa á þann hátt, að herstjórnin fái þann vinnukraft, sem venjulega vinnur ekki að landþúnaði eða beinum framleiðslustörfum. En það eru aðallega verkamenn i kaupstöðum. Þeir eiga að geta stundað þessa vinnu meðan hún fæst, en liún má ekki verða til þess að soga til sín vinnuaflið úr fjöldamörgum starfsgrein- um, sem þjóðinni er lífsnauð- syn að haldist í liorfinu. r Bátnr §kip§tjáran§ af Beaverdale kom- Inn fram. Um kl. 9 í gærmorgun varð trillubátur frá Sandi á Snæfells- nesi var við björgunarbát, sem í voru 26 menn. Fylgdi trillu- báturinn — og annar bátur, sem bar að rétt á eftir — skipbrots- mönnunum til lands á Öndverðarnesi, þar sem þeim var þegar hjúkrað eftir mætti. Héraðslæknirinn í Ólafsvík fór þegar vestur á Öndverðar- nes, er fréttist um skipbrots- mennina og kom liann þangað um Id. IV2 í gær. Vísir átti tal við lækninn — Sæbjörn Magnússon -— í morgun. Kvað hann symum mönnunum Iiafa verið farið að líða mjög illa, því að þeir voru búnir að vera í bátnum um fimm og hálfan sólarhring — 130 klukkustundir — því þetta var bátur skipstjórans af brtezka skipinu Beaverdale, sem sökkt var að kveldi þ. 1. apríl. B.v. Gulltoppur bjargaði 33 mönn- um af þessu skipi, eins og sagt var frá hér í blaðinu í gær. Héraðslæknirinn batt þegar um fætur þeirra manna, sem verst voru á sig komnir og gaf þeim morfínsprautur, til þess að draga úr þrautunum, sein þeir liafa í fótunum. Hér voru strax í gær gerðar ráðstafanir til þess að sækja mennina, og var skip sent vest- ur. Bjuggust menn við að það myndi fara beint til Öndverðar- ness, því að veður var svo gojt, að lending var ekki vandkvæð- um bundin. Beið héraðslæknir hjá skip- brotsmönnunum til lcvelds, en þá var skipið ókomið. Fór hann ]iá inn á Sand, til að grenslast eftir því, og var það komið ]iangað. Höfðn skipverjar á því talið, að ekki myndi vera hægt að lenda við Öndverðarnes og því farið framhjá. Var þá álcveðið að bíða þang- að til í morgun, en í nótt hvessti svo að ekki var Viðlit að lenda. Verður því að flytja mennina á hestum til Sands, en leiðin er erfið, því að hún liggur um brunahraun. Héraðslæknir rómaði mjög hversu vel skipbrotsmönnunum hefði verið tekið á Öndverðar- nesi. Sagði liann, að raunveru- lega hefði heimafólk gert meira fyrir þá, en hægt hefði verið með góðu móti, því að húsa- kynni eru mjög lítil fyrir svo marga menn, sem hér um ræð- ir. — Um þriðja bátinn vissi skip- stjórimi á Beaverdale ekkert. BcBÍar fréttír Á förnum vegi heitir nýútkominn sögubók eftir Stefán Jónsson kennara. Stefán er fyndinn og skemmtilegur höfundur og vinsæll meðal lesenda sinna. ísa- foldarprentsmiðja hf. gaf bókina út. Danssýningu og lokadansleik heldur ungfrú Bára Sigurjónsdóttir í Iðnó annað kvöld kl. 8Nemendur frá skóla hennar í vetur sýna þarna m. a, stepp, ballett og akrobatik. — Sjá augl. á öðrum stað i blaðinu. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sina ungfrú Kristjána Kristins, Bræðraborgarstíg 49, og Anton Sig- urðsson, bílstjóri, sama stað. Næturlæknir. Axel Blöndal, Eiriksgötu 31, sími 3951. Næturverðir í Ingólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19.00 Ensku- kennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. — 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Innan luktra dyra (GuÖm.‘ Davíðsson). 20.50 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó eftir Smetana. 21.25 Hljóm- plötur: „Matthias málari“, sym- fónía eftir Hindemith. OG NÁLAR FYRIR PÁSKAFRÍIÐ. Hljóðfærahúsið Three ílowers CREM og PUÐUR nýkomið. Hárgreiðslustofan PERLA Bergstaðastræti 1. Sími 3895. Kólfmottnr KOLAAUSUR UPPÞVOTTAFÖT SÚPUAUSUR BORÐHNlFAR TEKATLAR BOLLAR ÞURRKUR (Viskustykki) GÓLFKLÚTAR HITABRÚSAR. RAFTÆKJAYERZLUN OC VINNUSTOFA LAUCAVEG 46 SÍMI 5858 RAFLAGNIR VIÐCERÐIR SÆKJUM » • • • * SENDUM Danske €iiidst|ene§ter Skærtorsdag og Langfredag kl. 5 (ikke Paaskedag). — Velkommen. Sailors Institut, Tr-yggvagata. R. Biering Prip. Laxfoss fer til Vestmannaeyja á morgun kl. 8 síðdegis. / Flutningi veitt móttaka til klukkan 4. ÍHEllOSOLUBIReénr--?VRNI JON5SON, ! MAFNAR&TR.5, REVKJA VI K . Stúlka Ung, ábyggileg stúlka með einhverja verzlunarjiekkingu getur fengið góða atvinnu um miðjan þennan mánuð. Uppl. i síma 2200. tún í góðri rækt til leigu, 11 kílómetra fná Reykjavík. Til- boð sendist blaðinu fyrir 22. b. m., merkt: „Tún“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.