Vísir - 21.04.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Krtstján Guðlaugsson
Skrifstofur:
'Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
/
Ritstjóri Blaðamenn Slmi:
Auglýsingar > 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
31. ár.
Reykjavík, mánudaginn 21. apríl 1941.
89. tbl.
Þjóðverjum hefir misheppnast að
brjótast gegnum
víglínu banda-
manna,
Þeip tialda áfraxn skipulegu
undanlialdi til styttri
víglínu.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Nýja áhlanpi Þjóðverja
hrendið við Tobrnk - -
Stöðugar loftárásir á flugstöðvar
þeirra og vélahersveitir.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
í fregnum sem bárust til London í gær er sagt frá því, aS
Þjóðverjar hafi gert enn eina tilraun til álilaups á Tobruk. Kom
skriðdrekasveit eftir veginum frá Derna og réðist á ytri virkja-
röðina og komust skriðdrekar inn í hana, en 4 voru þegar eyði-
lagðir í skothríð og brátt lögðu hinir á flótta, sumir allmjög
skemmdir.
Það er litið svo á, að meðan Bretar og samherjar þeirra verj-
ast í Tobruk sé vonlaust um, að Þjóðverjar geti haldið sókn-
inni áfram með nægum krafti. í gær var tilkynnt, að indverskar
vélahersveilir væri m. a. til varnar í Tobruk, en indversku her-
sveitirnar hafa getið sér mikið orð i Afrikubardögunum, ekki
siður en Ástralíumenn, og er mjög rómað liversu frækilega þeir
börðust við Klieren í Eritreu og víðar.
að var viðurkennt í fregnum frá Kairo í gær, að,
Olympsfjall væri á valdi Þjóðverja, en það
var tekið fram, að bandamenn hefði hörfað
þaðan, áður en Þjóðverjar komu sér þar fyrir og drógu
hakakrossfáninn á stöng á tindinum. I tilkynningu
grísku stjórnarinnar í gærkveldi er sagt frá áframhald-
andi, feikna hörðum áhlaupum Þjóðverja á allri víglín-
unni við ógurlegt manntjón, en bandamenn hörfa
skipulega undan til hinnar stuttu varnarlínu, óg valda
feikna tjóni í liði Þjóðverja, er enn sem fyrrum hafa ó-
takmarkað herlið og gnægð hergagna. Liðsmunurinn í
fótgönguliði Þjóðverja annars vegar og Breta og
Grikkja hinsvegar er talinn 3 gegn einum og Þjóðverj-
ar eru sagðir hafa 4 flugvélar móti hverri brezkri, en
flugher Grikkja er svo smár, að hans gætir lítið í þeim
átökum, sem nú eiga sér stað, en Grikkir hafa sýnt, að
þeir eiga vaska flugmenn.
Af fregnum bandamanna verður ekki ráðið hversu langt
Þjóðverjar hafa ótt suður á bóginn, en í tilkynningum Grikkja
er talað um feikna harða bardaga á Kalabakvígstöðvunum og
fyrir sunnan Olympsfjall. Tekið er fram, að, varnarlína banda-
manna hafi hvergi verið rofin.
En frá því var sagt í London, að Þjóðverjar héldi
því fram, að þeir hefði sótt fram frá Larizza til Lamia,
um það bil 50 enskum mílum sunnar (sjá meðf. upp-
drátt). Nokkurar líkur eru til, að hin stutta varnar-
lína sé milii Lamiaflóa og Artaflóa. En Bretar eða
Grikkir hafa ekki enn tilkynnt opinberlega hvar hún
sé. —
Miklar loftárásir liafa verið
gerðar að heita má á allar flug-
stöðvar Þjóðverja og ítala í Li-
býu, en einna harðastar á
Benghazi og Gliazala, og einnig
var gerð hörð árás á höfnina
í Tripoli.
HARÐNANDIBARDAGAR
VIÐ DESSIE.
Við Dessie eru bardagar
harðnandi, og eru hersveitir
Breta- stöðugt að kreppa meira
að ítölum, sem þar verjast, og
hið sama er að segja á öðrum
vígstöðvum Abessiníu, en það
virðist nú óðum draga að þvi,
að leikurinn sé úti þar.
HAILE SELASSIE FER
TIL ADDIS ABBEBA
innan skamms, að því er sagt
var í fregnum, sem bárust til
Englands í gærkveldi. Undir-
búningnum undir komu hans
til höfuðborgarinnar er hrað-
að eins og frekast er unnt.
• Kyrrlát nött
í Englandi.
London í morgun.
Loftvarnamerki voru gefin i
London í gærkveldi, en það
voru gefin merki um, að hætt-
an væri liðin hjá, eftir nokk-
urar mínútur. — Annarstaðar
í Bretlandi var ekki um nein-
ar loftárásir að ræðá — að
minnsta kosti ekki svo að
kunnugt sé.
Matsveina- og veitingaþjóna-
félag Reykjavíkur
heklur árshátíð sína í kvöld kl.
ii í Oddfellowhúsinu. Aðgöngu-
miðar fást þar til kl. 8 í kvöld.
28 þýzkir flugmenn
flýja úr fangabúðum
London í morgun.
Fregn frá Winnipeg herm-
ir, að 28 þýzkir flugmenn,
sem voru í fangabúðum í
Manitoba, hafi lagt á flótta.
Flugmenn þessir voru sendir
til Kanada til gæzlu ásamt
mörgum öðrum. Engar upp-
lýsingar voru gefnar um
hvernig flugmönnunum tókst
ð komast undan á flótta. —
Þeirra var saknað s. I. laug-
ardag og var þá hafin leit að
þeim og tókst að hafa hendur
í hári 18 þeirra.
Tíu eru enn ófundnir, en
vafasamt er talið, að þeir séu
á lífi, því ógurlegt hríðarveð-
ur fer nú yfir sléttufylkin.
Tekið er fram, að það sé báðum styrjaldaraðilum í hag, að
leikurinn hefir færst suður á bóginn. Bandamönnum af því, að
þeir fá miklum mun stjftri víglínu að verja, en Þjóðverjum á
hinn bóginn af því, að skilyrðin til þess að koma við vélaher-
gögnum eru betri því sunnar sem dregur. En það verða áreið-
anlega hörð átök á hinni stuttu víglínu og þar verða Þjóðverjar
að brjótast í gegnum hið fornfræga Laugarskarð (Thermopyle
á kortinu), ti'l þess að geta haldið áfram sókninni lengra suður
á bóginn. ....
Brezk samninganefnd
kom á laugardaginn.
laugardag kom • hingað
nefnd fjögra Breta, sem á
að semja um kaup á íslenzkum
afurðum til Bretlands.
Meðal nefndarmanna eru þeir
Owen Hellyer og Geo Copeland,
sem hér eru mörgum lcunnir.
Þegar Vísir átti í morgun tal
við u lan rí k ismálaráð u n ey tið
hafði nefndin elcki gengið á fund
ríkisstjórnarinnar, eða hún
fengið opinbera tilkynningu um
komu liennar. Liggja því ekki,
að svo stöddu máli, fyrir frelcari
upplýsingár uni hlutverk nefnd-
arinnar.
Grikkir eru að hörfa undan
i Albaniu, i samræmi við und-
anlialdið í Grikklandi, og hafa
ítalir reynt að nota sér þetta,
en haft lítið upp úr því. Gerðu
þeir tilraun til álilaupa á
tveimur stöðum, en hiðu mikið
manntjón og voru hraktir til
baka lengra aftur en þeir voru,
er þeir byrjuðu áhlaup sín.
Grikkir tóku nokkra fanga.
Hvorki í Makedoniu eða
Þessalíu hefir óvinunum tekizt
að brjótast gegnum varnalínur
vorar, segir í grískri tilkynn-
in nálgast.
Ávarp Geogs Grikkja-
konungs til hers og
þjóðar.
Georg Grikkjakonungur á-
varpaði herinn og þjóðina í
gærkveldi, og beindi liann aðal
livatningarorðum sínum til
hersveitanna, er verja undan-
haldið. Berjist án þess að hopa
j um fet, sagði liann. Konungur
: mælti titrandi röddu af mikl-
! um alvöruþunga, og blandaðist
engum hugur um, er á hann
hlýddu, að úrslitastundin fær-
ist óðum nær.
HERNAÐARLEG STJÓRN
UNDIR FORYSTU
GEORGS KONUNGS.
Georg konungur tilkynnti
þar næst, að hann hefði tekizt
á hendur stjórnarfórystuna.
Mynduð hefði verið hernaðar-
leg stjórn til þess að fara með
völdin á yfirstandandi styTjald-
ar og hættutíma. Hann minnti
á hversu einarðlega Metaxas
og síðar Koryzis hefði fylgt
fram þeirri stefnu, að verja
landið til hins ítrasta, hvaðan
sem árásin kæmi. Eins og Me-
taxas hefði ákveðið að verjast
ítölum, eins hefði Koryzis djarf-
lega tekið samskonar stefnu,
er innrás Þjóðverja var fyrir-
sjáanleg. Minnumst þessara
leiðtoga og gerum skyldu vora
við land vort og þjóð, sagði
konungurinn. Hann hvatti her-
inn og þjóðina til þess að fylkja
sér um hann.
LOFTÁRÁSIR
Á AÞENUBORG.
Loftvarnamerki voru gefin
nokkrum sinnum í Aþenuborg
í gær. Um 30 þýzkar sprengju-
flugvélar flugu inn yfir borg-
VATKIÐ:
Iðnaðurinii notar um
sjötta hlnta vatn§ins
Isíðustu viku var vatnsskorturinn hér í bænum alvarlegri
með hverjum deginum sem leið og voru þó hvað eftir
annað birtar áskoranir í blöðum og útvarpi um að fara sparlega
með vatnið. T. d. var vatnsborðið í geymunum 4.80 m. á fimmtu-
dagsmorgun, 4.30 m. á föstudagsmorgun og 3.90 á laugardag.
Vísir hafði tal af Helga verk-
fræðingi Sigurðssyni og spurði
hann um ástandið i þessum
málum. Kvað Helgi vatnsborö-
ið hafa hækkað nokkuð í geym.
unum í gærmorgun og í morg-
un rann út úr þeim.
„En“, sagði liann, „Þetta
táknar ekki, að allt sé þar með
í laffi, því að geymarnir hafa
alltaf fyllzt um helgar, þótt
vatnsskortur hafi verið vikuna
á undan.“
í gærmorgun var mælt, hve
vatnsrennslið til bæjarins væri
minna, þegar verksmiðjur
störfuðu ekki, og reyndist það
40 1. á sekúndu, eða sem svar-
ar sjötta liluta þess vatnsmagns
sem rennur til bæjarins. —
Vatnseyðslan var einnig rann-
sökuð um páskana og minnk-
aði hún þá um fjórðung.
Vísir hefir kynnt sér skýrslu
þá, sem bæjarstjórn var send
ekki alls fyrir löngu um vptns-
þurrðina i bænum.
Sést af hennij að höfnin not-
ar mjög lítið vatn, i saman-
burði við alla vatn§notkunina
og slökkviliðið hefir ekkert
vatn notað í langan tíma.
Mestur hluti vatnsins fer tit
bæjarbúa og setuliðsins. Hefir
þeim tilmælum verið beint til
setuliðsins, að það fari spar-
lega með vatnið, en bæjarbóar
verða líka að gera sitt *il að
draga úr vatnsþurrðinni.
Ef fólk gætir þess, að nota
ekki meira vatn en það þarf
alveg bráðnauðsynlega, mun á-
standið batna í þessu efni, ‘ oo
að engin hverfi bæjarins verða
vatnslaus. Náist þetta hins veg-
ar ekki með almennum sam-
tökum, verður að fara aðrar
leiðir.
Innanfélagsmót Armanns,
K. R. og I. R. í svigkeppni.
Þátttaka góð, þrátt fyrir þungt færi.
Þrátt fyrir blautan snjó og þungt færi í gær, héldu Ármann
í. R. og K. R. innanfélagsmót í svigi við allgóða þátttöku.
ina, eii er brezkar orustuflug-
vélar lögðu til atlögu við þær,
flugu þær lágt yfir eitt út-
hverfi borgarinnar, þar sem
eingöngu eru íbúðarhús, og i
skutu flugmennirnir allt hvað
af tók af vélbyssum sínum.
IIIN NÝJA ST.TÓRN.
Georg konungur er yfirmað-
ur stjórnarinnar, sem fyrr seg-
ir, en varaforsætisráðherra er
Sakelariou flotaforingi, yfir-
maður flotaráðsins. Hann er
einnig flotamálaráðherra. Her-
foringjar fara með embætti
hermála, flugmála og sam-
göngumálaráðherra.
Seinustu fregnir
í stuttu máli.
Fregn hefir borizt um, að
Cvetkovies, fyrrverandi forsæt-
isráðherra Júgóslavíu, liafi
særzt alvarlega í einni loftárás
Þjóðverja á Belgrad.
Brezkur kafbátur hefir sökkt
ítölsku olíuflutningaskipi á leið
til Tripoli.
Flugsveitir frá Suður-Afríku
eru komnar til vigstöðvanna í
Libýu.
Útvarpið i Búdapest segir, að
borgarastyrjöld kunni að brjót-
ast út í Rúmeníu þá og þegar.
Liklegt þykir,' að markmið Ung-
verja sé að spilla fyrir Rúmen-
um, svo að þeir fái ekkert af
Júgóslaviu, enda herma sumar
fregnir, að Ungverjar og Búlg-
arar eigi að fá sneiðar af land-
inu, en Rúmenar ekkert.
Brezkar sprengjuflugvélar
gerðu ánásir í nótt sem leið á
borgir í Vestur-Þýzkalandi og
á innrásarbækistöðvamar í
Frakldandi.
| Ármenningar kepptu i Blá-
| fjöllum. Þátttakendur vom 14.
5 Beztan tíma hafði Eyjólfur
! Einarsson á 50.8 sek. báðar
í ferðir. Annar varð Karl Sveins-
son á 58.8 sek. og þriðji Þór-
arinn Björnsson á 60.6 sek. —
Lengd brautarinnar var nálega
| 170 m. Snjór var mikill, en
I skiðafæri var ekki gott vegna
bleytu í snjónum. 70 manns
voru á skíðum, þar af 49 næt-
urgestir.
I svigkeppni K.R. tóku þátt
20 manns. Brautin Var 300 m.
löng. Fyrstur varð Georg Lúð-
víksson á 91.7 sek. Annar Bragi
Brynjólfsson 98.0 sek. og þriðji
Magnús Þorsteinsson 99.0 sek.
Veður var ágætt og snjór mik-
ill, en færi nokkuð þungt vegna
frostleysu. 90 manns voru á
skíðum.
Í.R.-ingar kepptu i tveimur
flokkum, meistaraflokki og I.
flokki.
í meistaraflokki varð Einar
Eyfells hlutskarpastur á 49.5
sek. (25.7 og 23.8 sek.). Annar
varð Haraldur Árnason á 55.1
sek (28.4 og 26.7) og þriðji
Björn Þörbjörnsson á 61. 7 sek.
(31.2 og 30.5). Meistari fyrra
árs, Bolli Gunnarsson, gat ekki
tekið þátt i keppninni að þessu
sinni.
í I. flokki varð Sigurjón
Þórðarson fyrstur á 81.5 sek.
og annar Guðmundur Sveins-
son á 107.0 sek.
Keppnin fór fram i Skarðs-
mýrarfjalli. Nokkruru eftir há-
degið tók að rigna og gerði
krapasnjó, svo mikinn, að
margir gengu úr leik í fyrsta
flokki, af þeim sem ákveðið
liöfðu að keppa. Brautin var a.
| m. k. 250—260 m. löng, og efri
hluti hennar í miklum ha la.
Um 60 manns munu hafa ver-
ið á skíðum.