Vísir - 21.04.1941, Page 2

Vísir - 21.04.1941, Page 2
I DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Vatnseyðslan. j^Ð undanförnu liefir mjög á því borið, að vatn hefir gengið til þurrðar í ýmsum lilutuin bæjarins, og hafa jafn- vel stór svæði verið algerlega vatnslaus mestan hluta dagsins. Hafa verið meiri brögð að þessu nú i vetur, en nokkru sinni fyrr, áður en ný aðfærslu- æð var lögð til vatnsgeymanna, sem gert var nú fyrir nokkrum árum. Vatnsskortur mun erig- inn hafa verið í bænum siðustu árin, eftir að hin nýja aðfærslu- æð var lögð, þar til í fyrra, er hið brezka setulið bættist hér i liópinn. : I i'HJÍI Menn verða að haga sér eftir breyttum aðstæðum hverju sinni og svo er það einnig um vatnsnotkunina. Vatnið verður að spara frekar en gert hefir verið, og telja þeir, sem málum þessum eru kunnugastir, að það sé unnt, án þess að bagalegt reynist, ef menn eru aðeins samtaka í því efni. Nú er það að visu svo, að eðlilegt er að meiri vatnsnotkun verði á nótt- um í þeim hverfum, s<^n vatns- laus eru á daginn, og er þar í rauninni ekki um að sakast, heldur er það með öllu eðlilegt. Það eitt er eltki nóg, að vatni sé ekki cytt að óþörfu á nóttum, heldur þarf einnig að fara hóf- lega með það á daginn og var- ast alla óþarfa eyðslu. Vatnsveita Reykjavíkur liefir að undanförnu látið menn fara um bæinn að næturlagi til þess að athuga og komast fyrir misnotkun vatns, en það nægir bersýnilega ekki. Meinið lilýtur aðallega að liggja í óhóflegri og óþarl'ri vatnsnotkun á daginn, hverjum sem þar er um að kenna, og hjálpast þar sennilega margir að. Ætti fólk að gæta þess vandlega, að spara vatnið einnig á daginn, og sá sparnað- ur mun engurn finnast tilfinn- anlegur. Hér þarf aðeins eftirlit og reglusemi, og þá er málinu borgið. Menn verða að gera sér það fyllilega ljóst, að vatnsskortur í bænum getur leitt til miklu meiri vandræða, en þeirra, að nokkurir hlutar bæjarins séu vatnslausir mestan hluta dags- ins. Ef eldsvoði kæmi upp, gæti svo farið, að fyrirhyggjuleysi almennings, vegna óþarfrar vatnsnotkunar, reyndist bæjar- félaginu dýrkeypt, og mættu menn minnast þess, að „þegar náungans veggur brennur, þá er þínum hætt“. Hér þarf að stemma á að ósi, — koma í veg fyrir alla óþarfa notkún vatns- ins allan sólarhringinn, og mun þá vel rætast úr, og engir þurfa að kvarta. Verði framhaldandi þurrð á vatni í ýmsum bæjarhverfum, er ekki annað til ráða, en að reyna að takmarka vatnsnotk- unina á óvenjulegan hátt, t. d. með því áð selja vatnið gegn- um mæli, svo sem víða tíðkast erlendis, en fáir myndu óska eftir hér, enda öðru og betra vanir. Verkfræðingur vatnsveitunnar hefir í blaðaviðtali vikið að því, að enn væru tvær leiðir til úr- lausnar þessa máls. önnur sú, V ISiR Árásir á Þórshöín og skip umhverfis Færeyiar Færepkn skipin ern ropnnð. Frásögii lílfars Þwrðarsonar, læknis. Á laugardaginn kom Úlfar Þórðarson, læknir, heim frá Færey jum, en hann var fenginn þangað fyrir milligöngu sendiherraskrifstofu Dana hér til að gegna augnlæknisstörfum, því að augnlækningar eru sérgrein hans. Úlfar fór frá Reykjavík 8. marz síðastliðinn og hefir því verið 6 vikur að heirnan. Tíðindamaður Vísis hittr Úlfar að máli í gær og bað liann að segja lesendum btaðsins frá veru sinni í Fær- eyjum og atburðum, er þar gerðust, meðan hann dvaldi þar. , — Hvernig gekk ferðin út? spyr tíðindamaðurinn. —- Hún gekk að óskum og urðum við einskis var á leiðinni og sama má .segja um ferðina heim. 1500 SJÚKLINGAR LEITUÐU LÆKNIS. — Var ekki langt síðan augnlæknir bafði komið til Færeyja? — Þar hafði enginn augn- læknir komið i þrjú ái;, en það er venja Dana, að senda augnlækni til Færeyja annað livert ár. Eg fór um allar eyjarnar og á fimmtánda bundrað sjúklinga kom til mín. Þar af þurfti eg að framkvæma skurðaðgerðir á næstipn fimmtíu sjúklingum. — Varð mikið vart við þýzkar flugvélar? — Þær komu alllaf við og við, en höfðu aldrei gert neinn usla á landi, þegar eg fór þaðan. Hinsvegar var farið að sakna færeýskra skipa, sem voru á leið til Englands, um og eftir 26. niarz. — Fórust mörg skip, sem þér er kúnnugt um? — Fjórum skipum var sökkt og komust áhafnir Iveggja skip- anna af, en til liinna tveggja spurðist ekkert, eftir að þau létu úr höfn. Fórust 14 menn með þeim, sjö af hvoru. Þegar skips- liafnir hinna voru að fara í bát- ana, var skotið á þær úr vél- byssum, en engan sakaði, ]>ótt kúlurnar lenti allt í kringum þá. FÆREYSKU SKIPIN VOPNUÐ VÉLBYSSUM. — Hver voru nánari atvik þessara órása? — Það voru b.v. Næraberg og að koma upp dælistöð við Gvendarbrunna, hin, að leggja nýja aðfærsluæð frá brunnun- um og til vatnsgeymisins. Yrði sú Ieiðin, sem síðar var nefnd, mun dýrari, en þetta sé til at- hugunar, hvernig sem úr kunni að rætast. Auðsætt er að hvor þessara leiða, sem valin yrði, myndi baka bæjarfélaginu stór- felld útgjöld, og því ekki ástæðá til að hverfa að slíku ráði, nema því aðeins, að til fullnustu sé reynt, að ekki verði séð fyrir vatnsþörf bæjarbúa með öðru móti. En til þess að ganga úr skugga um að raunveruleg og óhjákvæmileg þörf sé fyrir hendi, þarf fyrst og fremst að rannsaka nákvæmlega notkun vatns á daginn, — ekki aðeins á vinnustöðvum, heldur og í hús- um einstaklinga, sem vatn kunni að nota í óhófi og að ó- þörfu. Hér er um alvörumál að ræða, sem taka þarf föstum tök- um, vegna öryggis bæjarbúa fyrst og fremst, og það ættu allir að skilja, sem hér eiga liagsmuna að gæta, og vera það Ijúft, að gera sitt til að draga úr allri óþarfa vatnsnotkun. kútterinn Beinesvörð, sem mennirnir björguðust af. Varp- að var þrem sprengjum á togar- ann en engin hæfði. Þær féllu þó svo nærri skipinu, að þær eyðilögðu vélina og auk þess kom leki að skipinu. Þegar flug- Ieik.Hörmuðu Finnar í útvarpi mjög missi þessa skips, þvi að það var eilt af nýjustu og heztu skipum þeirra. SPRENGJUGÍGUR VERÐUR ANDATJÖRN! Önnur flugvélin flaug svo yf- ir bæinn mjög lágt. Þustu þá bæjarbúar ofan i loftvarna- byrgin, sem eru í kjollurum húsanna eins og hér. Var liafin mikil skotliríð á flugvélina, en hún varpaði þá niður þrem sprengjum. Engin þeirra olli tjóni, því að þær komu allar niður í útjaðri bæjarins og mynduðu þar stóra gíga, um 5 Sprengjugígur vélin lióf vél by ssu sko th r í ði na svöruðu Færeyingar lienni, því að skip þeirra hafa alllengi verið vojinuð vélbýssum. Um kútterinn er sömu sögu að segja, niörgum sprengjum var kastað á hann, en þótt þær félli nærri horium liæfði engin. En skipið liðaðist í sundur af rótinu, sem kom á sjóirrn, svo að skipverjar urðu að yfirgefa það. Annar kúlter var þarna nær- staddur og réðist flugvélin næst á liann. En hún mun hafa verið búin með allar sprengjurnar sem hún liafði meðferðis, því að hún skaut eingöngu með vél- byssum á þenna kútter. Tók liann áhöfn hins kúttersins um borð. Skipin, sem ekkert spurðist til, voru kútterarnir MiJIy og Ecliptica. SKIPIÐ BRANN I FJÓRA DAGA. , — Hvenær var árósin gerð á Þórshöfn ? / — Þ. 26. marz var fyrsta á- rásin gerð þar og gerðu tvær flugvélar liana. Nýtt og vandað finnskt skip, „Carolina Thord- én“, hafði komið til Þórshafn- ar frá Petsamo og var með pappírskvoðufarm til Ameríku. Skipið hafði fararleyfi frá Þjóð- verjum og skoðun í Færeyjum gekk mjög greiðlega. Lagði skipið af stað frá Færeyjum laust eftir hádegið þ. 26. marz, en var komið aðeins stuttan spöl frá höfninni, þegar þýzk flugvél kom fljúgandi. Gaf hún frá sér ljósmerki og kom þá önnur. Vörpuðu þær nokkurum sþrengjum á finnska skipið og hyrjaði það strax að brenna. Skipinu var lagt við akkeri við Nolsoy, andspænis Þórshöfn og brann þar í fjóra daga. Voru 1 síður þess glóandi, meðan það var að brenna. En nokkurum dögum eftir að slokknaði í því, gerðu Þjóðverjar aðra árás á það og kveiktu í því á nýjan hjá Þórshöfn. m. dýpt og 5—6 m. í þvermál. Ein sprengjan lenti í túninu hjá bónda einum. Er gigurinn nú notaður sem andatjöm! Flugvélin flaug svo vestur yfir og lét vélbyssuskothríð dynja á Kirkjubæ, bústað Jo- annesar Paturssonar, kóngs- bónda. Sást það síðast til henn- ar frá Hestoy, að hún hrapaði í sjó niður. Telja Bretar að þeir liafi alls skotið niður 3 eða 4 þýzlcar flugvélar. Um kveldið kom enn flugvél. Var þá mikill mannfjöldi sam- ankominn á hafnarbakkanum,, því að áhöfn finnska skipsins var að koma að. Flugvélin hóf vélbyssuskothríð, en hæfði eng- an. Einn riiaður fótbrotnaði í troðningnum, þegar fólk forð- aði sér og var hann sá eini, sem særðist af völdum loftárása Þjóðverja. SJÖ TUNDURSKEYTI HÆFÐU EKKI. — Komu þeir ekki oftar? — Jú, um tíma komu þeir daglega og stundum oft á dag, venjulega kl. 6—8 á kvöldin, en aldrei varð manntjón eða eigna. Annars réðust flugvél- arnar oftast á skip úti fyrir, og stundum kom varla skip til eyjanna, án þess að hafa orðið fyrir árás. T. d. var einu sinni ráðist á litinn kútter, sem heit- ir „Litla Emma“, er hann vav kominn 90 mílur áleiðis til Eng- lands. Var varpað á liann sjö litlum tundurskeytum, sem ætl- uð eru gegn smáskipum, en ekkert þeirra liæfði, þvi að þegar þau lentu i sjónum tóku þau ýinist skakka stefnu, eða liægt var að sigla framhjá þeim. Þá hóf flugvélin vélbvssuskot- ÚLFAR ÞÓRÐARSON. liríð og urðu skipverjar að leggjast á þilfarið á kútternum, til þess að forða lífinu. Snéri kútterinn við og gekk skips- höfnin af skipinu, jiegar heim var komið. Annað skipti réðist þýzlc flug- vél á vita á eyjunum og skaut lengi úr vélhyssum sínum á hann. Eyjabáturinn Smyrill var rétt hjá, en liann var látinn alveg i friði. -— Hættu Færeyingar ekki siglingum til Bretlands? . — Togararnir sigldu ekki og liin skipin voru víst að liætta, þegar eg fór. Mun hafa verið ætlunin að hafa það eins og hér, sjá hverju fram yndi. MEIRI PENINGAR EN ÁÐUR. — Hvernig voru fjárhags- ástæður manna? — Fólk hafði meira fé handa milli, en það liafði haft lengi, en nokkuð var það misskipt. Mcnn liöfðu áliyggjur af þvi, hvernig fara myndi um að- drætti nauðsynja, ef siglingar legðust niður. Ekkert skorti þó, en skömmtun var á ýmsum nauðsynjum, svo sem sykri og kaffi, en ekki mjölvöru. Yöru- verð er líka öllu hærra en það var áður. Þægilegt - Fallegt - Sterkt Alls konar gúmmíhlífar, stígvél og fatnaður frá MINER RUBBER COMPANY LIMITED - CANADA. dreiðist með §terling:§puiidniii. Kaupmenn og kaupfélög! Þér getið boðið hinar heims- í'rægu MINER-vörur með í'ullri ábyrgð á að viðskipta- vinir yðar verði ánægðir. Gúmmístígvél, fyrir sjó- menn og verkamenn, allar hæðir, létt og þung. Sportstígvél, af mörgum gerðum og litum. Veiðistígvél, sem fara má í í skóm. Reimuð stígvél, marg- ar gerðir. — Skóhlífar. — Kvenstígvél í ýmsum litum. Sumar- og vetrar „Bomsuru fyrir dömur. — Mikið af fallegum skóhlífum fyrir böm. — GÚMMÍSTAKKAR — SLOPPAR og HLÍFÐARFÖT. MINER-slopparnir hafa þegar verið reyndir af íslenzkum sjómönnum og þykja mjög þægilegir og endingargóðir. Nú er einnig hægt að fá gúmmíjakka og buxur. Mjög laglegur fatnaður, ágætur fyrir veiðimenn. Hentugt við allskonar útivinnu, á sjó og landi. • Margskonar hanzkar og vettlingar, fyrir dömur og herra. Mikið af sýnishornum fyrirliggjandi. Sími 5904. Austurstræti 14, Reykjavík. Sími 5904.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.