Vísir - 30.04.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 30.04.1941, Blaðsíða 1
I Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstióri Biaðamenn Sírrti: . Augtýsingar 1660 Gjaldkeri 5 iínur Afgretðsla 31. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 30. apríl 1941. 97. tbl. Bandaríkj aherskip byrjuð eítirlitið á vesturhluta Atlanzhafs ■ Á stjórnpalli orustuskipsíns „King George“ tiátí i nopðpi og langt siiðup á bóoinii. l»jóöverjar liafa í bótiisiMm — Rússap banoa iiepgagnaflntn^ inga nm Rússlanú. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Það vakti mikla athygli, er sú fregn barst í gær frá Bandaríkjunum, að Bandaríkjaskip væri byrjuð hlutleysiseftirlitið frá því hátt í norðri og langt suður á bóginn og frá ströndum Norður-Amer- íku til miðs Atlantshafs. Áður hafði verið kunnugt, að herskip Bandaríkjanna hefði verið að safnast saman í höfnunum við Atlantshaf — og langfleygar sprengju- flugvélar væri haf ðar til taks til þess að taka þátt í eftir- litinu. Það var Stark flotaforingi, yfirmaður Bandaríkja- flotans, sem sagði frá þessu í gærkveldi, og tók liann svo til orða, að eftirlitssvæðið hefði verið fært út til muna austur á bóginn. Eftirlitið nær allt norður til stöðva þeirra í Grænlandi, sem Bandaríkjamenn hafa tekið sér. Bla'ð rússneska flotans, „Rauði f!otinn“, gei'ði í gær að um- talsefni áform Bandaríkjanmanna um eftirlit á vesturhluta Atlantshafs og lcvað víst, að Bretum myndi verða að þessu mikil not. Hótanir Þjóðverja. Blaðið „Deutsche Allgemeine Zeitung“ hefir komist svo að orði út af þvi, að verið er að hraða skipsmiðum ‘sem mest fyrir Breta vestra og herða aðstoðina við Breta með því að liafa her- skip á verði í Atlantshafi, að Bandaríkjamenn yrði að gera sér ljóst hverjar afleiðingar stefna Roosevelts muni hafa, þ. e. að bráðlega yrði farið að sökkva ameríslann skipum. Hergagnaflutningamir um Rússland. Útvarpið í Moskva tilkynnti i gærkveldi, að tilskipun hefði verið gefin út, sem bannaði alla hergagnaflutninga um Rússland, og nær bannið til skotfæra, flugvéla, flugvélahluta og verk- færa við hergagnagerð. Molotov undirskrifaði tilsldpunina. I Brellandi er talið, að þetta muni hafa þær afleiðingar, að hafnbarin Breta nái betur tilgangi sinum. * » Rússar um horfurnar við austanvert Miðjarðarhaf. 1 útvarpinu i Moskva í gærkveldi voru horfurnar við austan- vert Miðjarðarhaf taldar öruggari fyrir Breta en víða væri ætlað og var m a. bent á erfiðleika í samandi við sókn inn í Egiptaland. Herlið Breta og manna flutt frá Grikklandi í smábátum og stórum herskipum. Epfiðleikarnir meiri en við Dunkirke. Brottflutningur herliðs Breta og Ástralíumanna frá meginlandi Grikklands er nú kominn á skrið. Ganga flutningarnir nú vel og eru notaðir hverskonar bátar og skip af öllum stærðum, róðrarbátar, vélbátar, fiski- skip og allt upp í stór herskip. Það er leidd athygli að því í London, að erfiðleikarnir séu miklu meiri en var í Dunkirk. Stafa þeir m. a. af því, að ekki er nándar nærri eins mikill flugvélakostur til varnar, skip færri, en lengri leið að flytja liðið á örugga staði, þ. e. til Krít- ar og Egiptalands. I nánd við brottflutningsstöðvarnar, sem sumstaðar eru á hafnlausri strönd, eru engir flugvellir fyrir> orustuflugvélar. Næsta skref Þjóðverja? Stjórnmálamenn ræða mikið um hvert verða muni næsta skref Þjóðverja i áusturhluta álfunnar. Sömu merin, sem spáðu þvi, að Þjóðverjar myndu fara eyju af eyju (sbr. annað skeyti) halda því nú fram, að Þjóðverjar kunrii að gera stórfellda tilraun til þess, að senda her loftleiðis frá stöðvum sinum á Balkanskaga, og jafnframt flytja herlið sjó- leiðis frá höfnum á meginlandi Grikklands, varin flugvélum. í þýzkum fréttum kl. 1 segir: Þjóðverjar eru komnir á suð- urodda Peleponnesskagans og hafa stöðvað frekara undanhald brezka herliðsins. Hafa Þjóð- verjar lekið þar liöndum 10 þús. hrezkra hermanna þ. á. m. einn yfirforingja. Áuk þess liafa Þjóðverjar tekið fjölda serb- riéskra liermanna og fjóra serhneska yfirforingja. Jollakoglu heiforingi myndar stjórn í Grikkiandi. London í morgun. Útvarpið í Búdapest skýrði frá því í gærkveldi, að Jollakoglu herforingi hafi myndað stjórn. Hefir hann birt ávarp til þjóðar- innar. Sakar hann konungs- fjölskylduna um heiguls- hátt, sem skýrast hafi kom- ið i ljós, er lagt var á flótta frá höfuðborginni. Neitar Jollakoglu því, að Georg konungur hafi fram- ar nokkurn rétt til þess að koma fram fyrir þjóðarinn- ar hönd. I útvarpsávarpi sínu livatti Jollakoglu hermenn og borgara til þess að hætta að veita viðnám gegn Þjóð- verjum. Eitt nýjasta og bezt vopn- aða orustuskipBreta er „King George Y“, skipið, sem flutti llalifax lávarð vestur um haf, þegár hann . tók við sendi- lierraembætti Breta í Wash- ington. Því er haldið léyndu að miklu leyti, liverjum vopnum skipið er búið, en meðal fallhyssanna eru 10 byssur með 35 sm. hlaup- vídd. — Myndin er tekin á stjórnpalli skipsins. Vatnið: Gætið ykkar á nsvarta listanumcc JEftirlitinu verður haldid áfram. JJstandið í vatnsmálum bæjarins hefir batnað síðan tekið var til að skrúfa fyrir hjá þeim, sem uþpvísir hafa orðið að óþarfa vatnseyðslu. Hefir því eftirlitið, sem haft hefir verið undanfarnar nætur, haft tilætluð áhrií og verður því haldið áfram, til þess að ekki sæki í sama farið. Churchill hyltur, er hann ber tram tillögu, sem felur í sér trausts yfirlýsingu til stjórnarinnar. Umræður í neðri málstofunni í næstu viku. 1 spurningatíma í neðri málstofu brezka þingsins í gær lýsti ChurchiII yfir því, að umræður myndi fram faxa í næstu viku um styrjaldarhorfurnar. Byrja umræðurnar fyrsta þingfundar- daginn í vikunni og munu standa allt að því 2 daga. Fara þær fram á opinberum fundi. Anthony Eden mun að líkindum taka til máls og skýra frá ferð sinni til hinna nálægu Austurlanda. Churchill hafnaði tillögu, er fram kom þess efnis, að skipuð yrði fámenn stríðsstjórn, og þyrfti ráðherrarnir ekki að hafa umráð yfir sérstökum stjórnardeildum. Tekið var fram að í stjórnina ætti að velja menn á borð við Menzies for- sætisráðherra Ástralíu. Þessari tillögu liafnaði Churchill. -— Ivvaðst hann áður hafa gert þinginu grein fyrir skoðunum sínum í þessu efni og hefði þar ekki neinu við að bæta. Þegar óskað var eftir því, að ítarlegri fregnir væri birtar frá Grikklandi og horfunum austur þar, sagði Churchill, að hann væri sannfærður um að brezka þjóðin léti sér lynda að bíða um I STUTTU MALI London: Brezk blöð vara við hættunni, sem af því stafar, ef Þjóðverjar reyna að talca hverja grísku eyjuna af annari og komast þannig i námunda við Haifa, þar sem er endastöð olíu- leiðslanna frá Irak og Iran. Með þessu móti kæmist Þjóðverjar að olíubirgðum, án þess að gera árás á Tyrkland i svip. Búast mepn við, að Þjóðverj- ar, sem þegar hafa tekið Samo- þraki, Lemnos, Mityleni og Chi- os, haldi áfram til Tylftareyja (sem eru ítalskar) og geri þar næst tilraun lil þess að ná Cyp- rus á sitt vald (sem er brezk) og svo yrði IJaifa næsti áfang- inn. stund, vegna öryggis hersveita Breta og bandamanna þeirra. ChurchiU sagði, að umræð- urnar í næstu vilfu færi fram.á grundvelli tillögu, sem hann las upp, en í tillögu þessari lýsir deildin yfir því, að hún sé samþykk stefnu stjórnarinnar að senda herlið til Grikklands og halda áfram styrjöldinni á öllum vígstöðvum. Þegar Chur- chill las fyrri hluta tillögunnar, varð hann að hætta lestrinum í bili, því að fagnaðarópin gullu i við um allan salinn. Vísir átti tal við Ilelga Sig- urðsson, verkfræðing, í morgun og spurði hann um þessi mál. Helgi kva’ð hafa flætt út úr vatnsgeyminum síðan á sumar- daginn fyrsta, en daginri áður var byrjað að skrúfa fyrir vatn- ið þar sem því var eytt óhóf- lega. Þó hefði geymirinn læmst í gær og fyrradag, enda væri eyðslan jafnan mest þá daga vikunnar. A mánudag var lokað fyrir vatnið í einu húsi, Bræðraborg- arstíg 5, en í dag var lokað í þessum liúsum: Vesturvalla- götu 7, Njarðargötu 61 og Loka- stíg 28 A. Helgi kvað ennfremur all- mörg hús vera á „svarta listan- um“ lijá bænum og yrði um- svifalaust lokað fyrir vatnið í þeim, ef þar yrði aftur vart við óþarfa vatnsnotkun. Hefir orð- ið vart við vatnseyðslu þar einu sinni, en verður ekki látið við- gangast aftur. Loks kvað Helgi nauðsyn bera til að fólk gerði við leka, sem er i mörgum liúsum, svo sem óþétta krana og klósett, þegar úr þeim streymir í sífellu. Reynzla sú, sem fengizt hefir að undanförnu af eftirlitinu með vatninu sýnir ljóslega, að enginn vatnsskortur þarf að vera liér, ef hver maður gætir sparsemi í þessum efnum. firás á Franska Somaliland? EINKASKEYTI. Freg-n frá Vichy hermir, að brezk herskip hafi allt í einu siglt að ströndum franska Somalilands og sé þar nú um algert hafnbann að, ræða. Það er tekið fram, að ekki hafi verið hleypt af fallbyssum herskipanna. 1 Vichy er birt opinber tilk. \ samkv. fregn frá Djibouti, að hersveitir De Gaulle, studdar brezkum vélaher- sveitum, hafi ráðist á franska Somaliland í áttina til Daqu- anleh, sem er á jámbrautinni til Addis Abbeba en endastöð þeirrar jámbrautar er Dji- bouti, sem kunnugt er. Fréttastofa frjálsra Frakka í London segir, að ekki sé kunnugt um, að nokkur árás hafi verið gerð á franska So- maliland. Grunngjald fyrir hvert barn hefir verið ákveðið. » s ----------------------- Börnin geta nú bráðlega íarið Undirbúningnúm undir sumardvöl barna er nú svo langt komið, að hægt er að senda bömin af stað, jafnskjótt og vegir batna og skólahúsin hafa verið undirbúin fyrir komu þeirra. Er enginn hörgull á húsnæði, eins og menn voru hræddir um á tímabili. Sumardvalanefndin kallaði blaðam. á fynd sinn i fyrrad. og skýrði þeim frá því, að húið væri að skipta skólahúsnæðinu á landinu milli lcaupstaðanna. Akureyri fær lieimávistar- skóla og samkomuhús austan Öxnadalsheiðar (þó fær Reykja- vík Laugaskóla og e. t. v. 2 skólalms önnur, auk bændabýla í Þingeyjarsýslu). Sigluf jörður fær Hóla í Hjaltadal og smærri skóla í Skagafirði. Akranes fær Ásbyrgi í Mið- firði og Staðarbreklcu, eri þar er tvíbýli og að eins annað húsið notað. Seyðisfjörður og Reyðar- fjörður og e. t. v. Vestmanna- eyjar fá Eiðaskóla, Hallorms- stað og smærri samkomuhús eftir þörfum. Þá liefir verið ákveðið að senda börnin ekki sjóveg, nema um mjög litla barnaliópa sé að ræða. Á fundi sinum 18. apríl sam- þykkti frainkvæmdanefndin að ígja núgildandi framfærzlu- kostnað í Reykjavík til grund- vallar varðandi greiðslur að- standenda með mæðrum og börnum, ef framfærendur eru heilir heilsu og hafa fulla vinnu. Verður grunngjaldið fýrir börn (5—8 íára) sem hér segir: 1 barn 35 kr. — 2 börn 65 kr. — og 3 böm 90 kr. á mánuði. Þeir, sem liafa ráð á að greiða meira, verða látnir gera það og þegar börnin fara verður hver framfærandi að undirskrifa skuldbindingu um greiðslu þessa grunngjalds. Þá munu verða starfrækt frá Reykjavík 7 mæðraheimili með 10 til 100 mæðram á hverju heimili með ungbörnum. (Frá fæðingu til 4 ára). En auk þess er mjög mörgum mæðrum komið fyrir með ungbörn á sveitaheimilum einum til 5 saman eftir ástæðum. Sumar þessara mæðra vinna fyrir sér og börnum sínum, aðrar fá hús- næði en sjá að öðru leyti um sig sjálfar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.