Vísir - 30.04.1941, Blaðsíða 2
VlSIR
Sundrungu í samtökum verka-
manna þarf ad útrýma.
T morgun — hinn 1. maí — efna verkamenn til hátíða-
™ halda, svo sem venja hefir verið, en verða þau þó að
þessu sinni með nokkuð öðrum hætti, en að undanfömu. Úti-
samkomur verða engar haldnar og kröfugöngur engar farnar.
Sjálfstæðisfélögin hér í bænum efna til samkoma í Gamla Bíó
og Nýja Bíó og kvöldskemmtun verður haldin að Hótel Borg,
en í þessu efni vísast til auglýsingar, sem birtist hér í blaðinu
í dag.
Útifundur sjálfstæðismanna við Yarðarhúsið 1. maí 1940.
D A G B L A «
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Iíristján Guðlauf'sson
Skrifst.: Félagsprentsiniðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 660 (5 línur). i
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsnúðjan h.f.
Þrælslund
Alþýðublaðsins.
ENU sinni í vetur átti hrezk-
ur yfirforingi tal við ís-
lenzkan blaðamann, sem liefir
látið sig sambýlið nokkru skifta,
og ritað um það fáeinar greinar.
Bretinn sagði: „Mér er kunnugt
um að þér liafið stundum gagn-
rýnt okkur í greinum yðar, en
allt um, það veit eg að þér eruð
vinur Bretlands.“ „I>að er rétt,“
svaraði íslendingurinn, „eg er
meiri vinur Bretlands en Þýzka-
lands en eg er fyrst og fremst
vinur íslands.“ Bretinn skildi
þetta svar og lét sér það vel lika.
Það er ekki víst að Alþýðublað-
ið skilji þetta eins vel.
Bólu-Hjálmar orti napurlega
um mann, „sem hórgetinn heita
vildi, lieldur en vera frjálsbor-
inn“. Alþýðublaðið segir að við
höfum átt að hegða okkur í
sambúðinni við Breta eins og
Danir í sambúðinni við þýzku
nazistana. Bretar hafa ekki
meinað okkur að láta skoðanir
okkar i Ijós alveg einarðlega. En
af því Þjóðverjar liafa múl-
bundið Dani, áttum við að múl
binda okkur sjálfa. Hvílík kenn-
ing! Að því er Alþýðublaðið
snertir hafa Bretar fullkomna á-
stæðu til að segja: Guð forði
olckur frá vinum okkar!
Bretar eru að herjast fyrir
frelsinu i heiminum, eklíi ein-
ungis fyrir sínu eigin frelsi,
heldur frelsi allra' þjóða, ekki
einungis fyrir stjórnarfarslegu
frelsi þjóða, heldur fyrir per-
sónulegu frelsi livers einstak-
Iings til athafna, orða og hugs-
ana. Þeir hafa valið til forustu
djarfmæltasta og einarðasta
stjórnmálamann, sem uppi er í
heiminum. Ætli Winston Chur-
chill þætti ekki kenna misskiln-
ings á stefnu sinni, ef hann
frétti að í norðrinu byggi smá-
þjóð, sem endilega vildi bera
kefli í munni sér, af því að
Hitler hefði þóknast að kefla
aðra smáþjóð henni skylda og
venzlaða ?
★
Ef kenning Alþýðublaðsins
væri rétt, hefðu hvorki blöð né
útvarp á íslandi átt að flytja i
annað en einhliða brezkar
stríðsfréttir.
Ef kenning Alþýðublaðsins
væri rétt, hefði enginn íslend-
ingur mátt hafa orð á því, að
lionum félli illa vopnaburður
brezku hermannanna í frístund-
um þeirra.
Ef kenning Alþýðublaðsins
væri rétt, hefðu íslendingar ekki
mátt gangast fyrir því, að
Petsamoförunum, sem fluttir
voru utan i fyrrahaust, væri
skilað aftur.
Ef kenning Alþýðublaðsins
væri rétt, átti atvinnumálaráð-
lierrann aldrei að gangast fyrir
þvi, að slakað væri á álcvæðun-
um um loftskeytanotkun ís-
lenzkra skipa.
Ef kenning Alþýðublaðsins
væri rétt, hefði hvorki ríkis-
stjórn eða einstaklingar átt að
segja að þeim þætti ónærgætið
að reisa hermannaskála í ibúða-
hverfum bæjarins. Því síður, að
þeim þætti flugvöllurinn of
nærri.
Ef kenning Alþýðuhlaðsins
væri rétl, hefði ekkert íslenzkt
blað mátt nefna það, að okkur
hefði þótt verndin slæleg við
endurteknar heimsóknir þýzkra
flugvéla.
Ef kenning Alþýðublaðsins
væri rétt, liefði ekki mátt benda
á það, að innstæðurnar, sem
safnast hafa í Bretlandi, væri
sýnd veiði en ekki gefin.
Ef kenning Alþýðublaðsins
væri rétt, ætti að þegja yfir því,
að Bretavinnan er okkur á-
hyggjuefni, vegna samkeppn-
innar við íslenzkan atvinnu-
rekstur.
★
Alþýðublaðið hefir rangt fyr-
ir sér. Við höfum ekki fram til
þessa þurft að ganga með þræls-
ótta í augunum vegna harð-
stjórnar setuliðsins. Nazlstarpir
hafa áfnumið skoðanafrelsi og
málfrelsi i sínu eigin landi. Þeir
gera ]iað sama í þeim löndum,
sem þeir hafa hernumíð. Bretar
virða skoðanafrelsi og málfrclsj
í sínu eigin landi. Ef þeir eru
hugsjónum sínum trúir, virða
þeir það á sama hátt í þeim
löndum, sem þeir hertaka.
Iíommúnistar hafa lialdið því
fram, að Alþýðublaðið sé í þjón -
ustu Breta. Ef gert er ráð fyrir
að Bretum sé kunnugt um mál-
færslu Alþýðublaðsins, er frá-
leitt að hugsa sér slíkt. Því til
livers ættu Bretar að gefa út
blað, sem þverbrýtur allar hug-
sjónir þeirra? Til hvers ættu
Bretar að gefa út blað, sem seg-
ir íslenzku þjóðinni að leggjast
í duftið fyrir þeim eins og þeir
væru nazistar?
Það má vekja „illt blóð“ milli
sambýlisþjóðanna á ýmsan hátt.
Það má gera það með ýfingum
og getsökum, eins og Þjóðvilj-
inú hefir gert. Það má gera það
með röngum upplýsingum um
f ram tíðarf yrirætlanir íslenzku
þjóðarinnar, eins og Snæhjörn
Jónsson gerði i Spectator-grein-
inni. Það má gera það með því
að segja okkur að standa í keng,
þegar við megum ganga upp-
réttir -— eins og Alþýðublaðið
gerir.
★
Bretar hafa umgengist menn
i mörgum löndum, öldum sam-
an. Þeir eru veraldarvanir um-
fram aðrar þjóðir heims. Þeir
meta meira drengilega einurð,
en smjaður og undirlægjuhátt..
Hví skyldum við ekki tala við
þá eins og maður við mann?
Þóttafull stórþjóð hlýtur að
skilja, að smáþjóðin getur líka
átt þótta. Stóri eylendingurinn
á að geta skilið annan skyldan
eylending, þótt lítill sé. Mesta
skáld íslands hefir sagt: Þegar
býður þjóðarsómi, þá á Bret-
land eina sál. Má ekki Bretum
þykja það að vonum, að ísland
eigi „eina sál“, þegar það telur
sóma sínum misboðið?
Alþýðublaðið segir að innan
Sjálfstæðisflokksins og við blöð
lians starfi „fimmta lierdeild“.
Sú þjóð, sem hefir hertekið
Jjetta land, á í baráttu við naz-
ista, svo harðri baráttu, að hún
telur óhjákvæmilegt að fjar-
lægja kommúnista, af þvi að
þeir séu að nokkru leyti á bandi
nazista. Hversu miklu brýnni á-
stæða er þá ekki til að fjarlægja
nazistana sjálfa? Alþýðublaðið
á ekki að liylma yfir með þess-
um mönnum, ef það getur bent
á þá. Hér er um alvarlegustu
ásökun að ræða, sem borin
verður islenzkum stjórnmála-
flokki á brýn eins og á stendur.
Er Alþýðublaðið að dreifa út
rógi um pólitíska andstæðinga í
þeirri von, að þeir verði hand-
teknir og fluttir af landi burt?
Vill Stefán Jóhann utanríkis-
málaráðherra svara til sakar
fyrir blað sitt í þessum efnum?
Að endingu er rétt að rifja
upp fyrir Alþýðublaðinu þessa
alkunnu visu:
Þetta er í þriðja skipti, sem
sjálfstæðisfélögin. í Reykjavík
efna til hátíðahalda 1. maí, og
má með fullum rétti segja, að
mjög hafi skipast á nýjan veg
í verkalýðsmálunum, frá því er
málfundafélagið Óðinn var
stofnað. Hefir það félag ein-
göngu verkamönnum á að
skipa, sem fylgja sjálfsstæðis-
flokknum að málum, og hefir
það liaft foryztu í þessum há-
tíðahöldum, og sett þjóðlegan
brag á daginn, i stað hins ó-
þjóðlega eftiröpunprjstílís, ssem
gætt hafði til þessa fyrir at-
beina kommúnista og þeirra
jafnoka. Er þess að vænta, að
þátttaka sjálfstæðisfélaganna í
hátíðahöldunum 1. maí miði
til þess að dagurinn beri þess ;
vott fyrst og fremst um fram- !
tíð alla, að liann sé hátíðisdag-
ur verkamanna, þar sem þeir
treysta samtakamátt sinn og
bönd bræðralags og vináttu, i
stað þess að gerast boðberar og
málsvarar asiatiskra lífsskoð-
ana, sem engan jarðveg hafa
liér fundið og ekki eiga liér til-
verurétt.
Það hefir sýnt sig, ekki sizt
nú upp á síðkastið, að barátta
kommúnista er öndverð liags-
munum verkamanna, og raun-
ar þjóðarinnar allrar. Hverju
máli spilla þeir, sem þeir fara
Iiöndum um og alstaðar leiðir
af þeim bölvun, sundrung, ó-
eirðir og stórháskalegar athafn-
ir fyrir þjóðarlieill og þjóðar-
hag. Ifafa þeir sýnt, að sjálf-
stæði þjóðarinnar er þeim
einskisvirði, en flolckshagsmun-
ir eru settir ofar öllu öðru,
hversu fráleitir, sem slíkir
Þrælslund aldrei þrýtur mann,
þar er að talca af nógu.
Hann gerði allt sem hundur
kann,
hefði hann aðeins rófu
— að því viðbættu, að þótt Bret-
ar séu hundavinir mestu, vita
þeir að rakkinn er húsdýr en
ekki maður. a
hagsmunir eru. Fáum við að
súpa af því seiðið nú í bráð,
liversu, sem úr kann að rætast.
Yígi kommúnistanna er
hrynjandi vígi, og i stað þess
þarf að koma heilbr'gð bygg-
ing þjóðlegra stéttasamtaka. —
Um sósíalistana þarf ekki að
ræða i þessu sambandi. Þeir
liafa sjálfir kveðið upp sinn
dauðadóm — þvi miður — ef
litið er á slarf þeirra frá sjón-
armiði þeirra manna, sem meta
sjálfstæðiskennd að nokkru og
bera í brjósti metnað vegna
]jjóðar sinnar, og hryggir allt
það, sem rotið er og spillt í fari
liennar.
HeilJjrigð verkalýðssamtök
geta aðeins hyggst á þjóðlegum
grundvelli, — byggst á skiln-
ingi á þörfum heildarinnar og
nauðsyn andlegs og efnalegs
sjálfstæðis íslendinga í framtið-
inni. Þann skilning liafa verka-
menn yfirleitt — jafnvel öðrum
frekar — og af þeim má alls
góðs vænta i framtiðinni.
Línurnar liafa skýrst á þrem-
um síðustu árum og munu
verða enn ljósari er lengra lið-
ur. Sjálfstæðismenn fagna þvi,
enda þurfa þeir engu að kviða
um fylgi og starfsemi verka-
lýðssamtakanna í framtíðinni.
Þess ber einnig að geta, að á
síðustu árum hefir skilningur
atvinnurekenda á þörfum og
kröfum verkamanna mætt þeim
á miðri leið, þannig að fleslir
samningar varðandi kaup og
kjör hafa gengið greiðlega og
mjög að óskum. Vonandi verð- j
ur það einnig svo, en verði sú
raunin á, er liitt einnig ljóst, að
alger kyrkingur bíður starfsem.i !
Vísir.
Vegna frídags pentara á morgun,
kemur næsta blað Vísis ekki út fyrri
I en 2. maí.
Nemendamót Verzlunarskólans.
Aðgöngumiða að borðhaldinu á
að.vitja í Oddfellowhúsið í dag kl.
3—7. Þá vefða einnig seldir að-
göngumiðar að dansinum einum.
kommúnista, og verður það
mesta hreingerning, sem fram-
kvæmd hefir verið innan þjóð-
félagsins til þessa.
. Þegar liorfur eru athugaðar
og miðað við þau þrjú árin,
sem Mðin eru, frá því er sjálf-
stæðismenn tóku að láta hend-
ur standa fram, úr ermum og
krefjast fullra mannréttinda, er
ekki annað unnt að segja, en
að allt það, sem áunnist hefir,
spái góðu um framtíðina.
Sjálfstæðismenn! — Gerið 1.
mai að hátiðisdegi verkamanna
og útrýmið allri sundrungar-
starfsemi þann dag.
Henmann Guðmundsson er-
indreki kom í gærkveldi úr
ferðalagi um Snæfellsnes, en
þar hefir hann dvalið um hálfs-
mánaðarskeið.
Ferðin gekk mjög að óskum
og voru þrjú málfundafélög
verkamanna stofnuð í þeim
kauptúnum, er hér greinir:
Stykkishólmi, Ólafsvík og
Sandi.
Þáttlaka í stofnun félaga þess-
ara var mjög góð, miðað við
íbúafjölda kauptúnanna og
undirbúningstíma til funda-
halds, en á hverjum stað var
ekki nema um einn eða tvo daga
að ræða til slíkra hluta.
Sunnudaginn 20. apríl var
málfundafélagið „Fjölnir“
stofnað í Stykkishólmi. Voru
stofnendur 15, en í stjórn voru
kosnir: Sigurður Magnússon
formaður, Hildimundur Björns-
son varaformaður, Finnur Sig-
urðsson ritari, Gestur Bjarnason
gjaldkeri og Sigurður Jóhannes-
son fjármálaritari.
Á sumardaginn fyrsta var
Málfundafélagið „Fróði“ stofn-
að í Ólafsvík. Voru stofnendur
25, en í stjórn vorukosnir: Krist-
jáh Jónsson formaður, Sigurður
Þórðarson ritari, Leo Guð-
brandsson gjaldkeri, Sigurður
Sigui'þórsson varaformaður og
Bergur Steinþórsson fjármála-
ritari.
Þá var stofnað á Sandi félagið
„Fáfnir“ og voru stofnendur 12.
í stjórn voru kosnir: Hjörtur
Jónsson formaður, Sveinbjörn
Benediktsson ritari, Bjöm Krist-
jánsson gjaldkeri, Danilius Sig-
urðsson varaformaður og Sig-
jrður Sigurjónsson fjármála-
ritari.
Hermann Guðmundsson á
miklar þaklcir skilið af liálfu
sjálfstæðismanna fyrir dugnað
Aðalfundur
Heimdallar.
Aðalfundur Heimdallar var
haldinn í gærkveldi í Oddfefl-
owhúsinu.
Jóhann G. Möller, alþingis-
maður, flutti erindi um starfs-
mannahlutdeild í atvinnurekstri
og urðu nokkrar umræður um
það mál.
Að því búnu gaf formaður fé-
lagsins, Jóhann Hafstein,
skýrslu um starfsemi félagsins,
en síðan fór fram stjórnarkosn-
ing.
Jóhann Hafstein var endur-
kosinn með lófataki, en aðrir
stjórnarmeðlimir eru þessir:
Guðmundur Guðmundsson,
Bjarni Björnsson, Ottar Möller
og Lúðvík Hjálmtýsson. Vara-
menn: Baldur .Tónsson, Björg-
vin Sigurðsson, Ragnar Jónsson
og Hjörtur Pétursson.
Endurskoðendur eru: Guð-
mundur Ófeigsson og Svein-
Hermann Guðmundsson
erindreki skýrir frá.
og framkvæmdasemi í verlca-
lýðsmálunum. Er Hermann
maður prýðilega greindur,
mælskur vel og þróttmikill
ræðumaður, sem hvergi lætur
hlut sinn og hefir rikan skilning
á hagsmunum og baráttumálum
verkamanna, enda verkamaður
sjálfur.
*
Hermann Guðmundsson
skýrði blaðinu svo frá, er spurst
var almennra tiðinda af Snæ-
fellsnesi, að afli væri nú tregur
við Breiðafjörð og væru bátar,
sem óðast að hætta róðrum.
Hraðfrystihúsið í Ólafsvík er
fullt og getur ekki tekið á móti
meiri fiski, þótt hann bærist á
land, fyr en úr rætist um flutn-
inga. Er nú mikill Uppgangur í
Ólafsvík, og ber það að þakka
framkvæmdum þeim, er Thor
alþm. Thors beitti sér fyrir,
hafnargerðinni og hraðfrysti-
liúsinu.
í Ólafsvik er Óskar Clausen
kaupmaður að láta reisa verzl-
unarhús og bakarí og er stór-
huga um allar framkvæmdir.
Frá Sandi er það að segja, að
mjög stendur það kauptúninu
fyrir þrifum, að hraðfrystihús
er þar ekki, en það er plássinu
lifsnauðsyn. Er mikill hugur í
mönnum þar vestra að koma
upp slíku frystihúsi, hvernig /
sem úr kann að rætast.
Laus prestaköll.
Höskul dsstaðaprcsta kal l: Um-
sækjandi Pétur Ingjaldsson, cand.
theol.
Hrunaprestakall: Umsæk j endur
síra Gunnár Benediktsson, síra Jón
Skagan, sira Ragnar Benediktsson
og Stefán Snævarr, cand. theol.
Sandprestakall: Umsækjandi síra
Ragnar Ófeigsson.
Viðvíkur prestakall: Umsækj-
andi síra Björn Björnsson.
S4 umlin
kemnr úi í dag:
„Stríðslygar“ fyrir alla. Smásögur. Kvæði og greinar um
ýms málefni.
Gerizt strax áskrifendur að skemmtilegasta og vinsælasta
heimilisblaðinli.
Stundin, Austurstræti 12
Sími 3715.
björn Þorbjörnsson.
Þrjú málfundafélög verka-
manna stofnuð á Snæfells-
nesi