Vísir


Vísir - 10.05.1941, Qupperneq 1

Vísir - 10.05.1941, Qupperneq 1
! Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 31. ár. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla Reykjavík, laugardaginn 10. maí 1941. 105. tbl. Skipatjónið í apríl að Bretar þurfa við i styrj oldinm um Atlanzhafið. í heimsstyrjöldinnivar mánaðartjón meira ad eins 6 sinnum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fyrir nokkurum vikum var tilkynnt. í Bretlandi, að framvegis yrði ekki birtar vikuskýrslur um skipatjón, þar sem komið væri í ljós, að Þ jóðver jar gæti komizt að ýmsu sem þeim mætti að gagni verða, er vikulegar skýrslur væri birtar. Var þá boðað, að mánaðarskýrslur yrði birtar, og í fyrsta sinni (fyrir apríl) um miðbik maímánaðar. Var þvi haldið fram, að ekki væri unnt, að birta áreiðanlegar skýrslur vikulega? þvi að iðulega væri ekki öll kurl komin til grafar, og þyrfti þá að leiðrétta og birta nýjar tölur. — En að undanförnu hafa heyrst æ háværari raddir um, að nauðsyn krefði að tölurnar fyrir april væri birtar sem fyrst, og var það svo gert í gærkveldi, með þeim forsendum upplýsinga- málaráðuneytisins, að einangrUnarstefnumenn i Bandaríkjun- um hefði haldið því fram, að skipatjónið á Atlantshafi væri mjög minnkandi, og þess vegna væri þess engin þörf, að Banda- ríkin gripi til nýrri ráða (herskipaverndar) til þess að koma hergögnum og öðru til Bretlands. Vitnuðu einangrunarpostul- arnir óspart í ummæli Lands flotaforingja, formanns siglinga- málaráðsins, sem sagði, að fyrstu 3 mánuði ársins hefðu að eins 8 skipum af 205 sem fóru frá Bandaríkjahöfnum til Bret- lands verið sökkt. Skýrslurnar fyrir apríl, sem nú hafa verið birtar, eru taldar sanna, að ályktanir einangrunarstefnumanna hafi ekki við rök að styðjast, því að þótt skýrslan sé heildar- skýrsla, sem nær því einnig yfir Miðjarðarhaf, en þar urðu Bret- ár og bandamenn þeirra fyrir miklu sldpatjóni i april, er tjónið mjög milcið, svo mikið, að sýnt er, að Bretar þurfa fullrar að- stoðar Bandarikjanna til þess að sigra í styrjöldinni um Atlants- hafið, að áliti sérfróðra manna, því að næstu miánuðina má bú- ast við mjög auknum árásum á skipalestirnar, ejnkanlega úr lofti, suniarmánuðina. Útkoman samkvæmt skýrsl- unni er sú, að sökkt hefir verið samtals 106 skipum, sem eru upp undir hálfa milljón simá- lesta, og var mánaðarskipatjón í Heimsstyrjöldinni meira en þetta aðeins 6 sinnum. í apríl var sökkt 60 brezkum skipum, samtals 293.080 smál., 43 skipum bandamanna Breta, samtals 189.433 smál., og 3 skip- um hlutlausra þjóða, samtals 5.562 smál. Liggur í augum uppi, að þrátt fyrir það, að Bretum hafi verið bætt skipatjónið upp með ýmsu móti, að þeir hafi fengið og fái mikið af skipum frá Bandríkj- unum, sem ónotuð voru, ný skip bætist vrð o. s. frv., þá er þetta skipatjón svo mikið, að það þarf að grípa til hinna rót- tækustu ráðstafana til þess að draga úr því, og fyrirbyggja verður, hvað sem það kostar, að framhald verði, ekki að eins vegna vaxandi erfiðleika að fylla í skörðin, heldur og vegna hins mikla tjóns af að missa verðmæta skipsfarma í hafsins djúp. I STUTTU MALI Tyrkneska stjórnin ltom saman á fund i gær, eftir að forsætisráðherrann ræddi við utanríkisráðherra Bashid Ali. Uppreistarmenn i írak eru á undanhaldi livarvetna og er tal- ið líklegt, að ]æir hafi beðið Tyrki að gera nýja tilraun til þess að rniðla málum. Fregnir hafa borizt um nýjar loftvarnaráðstafanir í Tyrk- landi og Sýrlandi. í Smyrna eiga allir húseigendur að láta gera loftvarnabyrgi við hús sín fyrir 1. júlí. Áhöfn þýzks vopnaðs togara, Miinchen, sökkti honum i norð- urhöfum, til þess að Bretar næði ekki skipinu. Áliöfn togarans var tekin til fanga. Áætlunarsiglingar frá Banda- rikjunum byrja nú bráðlega til Rauðahafshafna. Portúgalsmenn hafa ákveðið að verja Azoreyjar gegn árás livaðan sem liún kemur. Um leið var tilkynnt, að Bandarikin hefði lofað að virða sjálfstæði Portúgal og skerða það ekki né nýlendna þess. Var þessuyfirlýsl vegna þess, að Bandaríkjaþing- maður, Pepper, öldungadeildar- þingmaður, vildi að Bandarildn setli her á land á Azoreyjum í öryggis skyni. Halifax lávarður sagði í ræðu i Bandaríkjunum i gær, að naz- istar hefði mýrt um 40.000 Óól- verja undangengna mánuði. Yfir 2000 þýzkir og ítalskir sjómenn hafa verið handtelcnir í Bandaríkjunum og settir í sér- stakar bækistöðvar. Mensies, forsætisráðherra Ástralíu er korninn til Washington. Því skjótari sem hjálp Bandaríkjanna verður, sagði hann, því fyrr verður styrjö'ldin búin. sannar, aðstoðar Brezkur hermaður bjargar barni fra drukknun. Kl. 10.15 árd. 2. apríl síðast- liðinn bjargaði brezkur hermað- ur barni frá drukknun úr Poll- inum á Akureyri. Spítalaskip var þá statt þar, en ís var allt i kringum það, nema á einum stáð. Var vökin þar um 10 m. í þvermál. Private (óbr. hermaður) John Brendon O’Connor var staddur niðri í skipinu, er liann heyrði neyðaróp fyrir utan það. Stökk liann þá upp á þilfar og leit út fyrir borðstokkinn. Hafði þá lítið barn, Eduard Julius Sol- nes, Holtagötu 11, Akureyri, fallið í sjóinn. O’Connor renndi sér niður með skipshliðinni í kaðli ogsynti eftir barninu. Sjór var kaldur, tæplega 2°C. Var lítið lifsmark með barninu, er þvi var bjarg- að, en hjúkrunarkonur liófu þegar líf gunartilraunir. F óru þær að bera árangur eftir 10 mín. og eftir klukkustiind gat faðir barnsins farið með það heim til sin. Staiin og fiitler munu liittast bráílega. Löðurmannleg framkoma í garð Jugoslava. Brezk blöð ræða mikið á- kvörðun Stalins, að viðurkenna ekki sendiherra Noregs, Belgíu og Júgóslavíu. Blöðin benda á, að þetta sé fyrsta framkvæmd, sem kunnugt er um, af hálfu rússnesku stjórnarinnar, eftir að Stalin varð forsætisráðherra. Óvíst er hvað þetta boðar — ef til vill ekki verra en það, að þóknast Þjóðverjum á lítil- mannlegan hátt, segir eitt blað- ið, en í sumum blöðum er þetta talið fyrirboði nýs samkomulags milli Stalins og Hitlers. Blöðunum finnst það löður- mannlegt af Rússum að sparka í Júgóslava, eftir ósigur þeirra, þjóð, sem þeir hafa alltaf talið vinaþjóð. Fyrst hvöttu Rússar Júgóslava til þess að veita við- nám — svo er sparkað, í þá sigr- aða. Rússar erlendis hafa miklar I áhyggjur af því, hvað þetta : kunni að boða. | Stjórnmálafréttaritarar News Chronicle og Daily Herald eru þeirrar skoðunar, að viðurkenn- ing Rússa á yfirráðum Þjóð- verja í Júgóslavíu felist í fram- annefndri ráðstöfun, og gera þeir ráð fyrir, að Hitler og Stalin muni hittast bráðlega. Hilmar Stefánsson bankastjóri ev fimmtugur i dag. Hann réð- ist i þjónustu Landsbankans ár- ið 1917 að loknu námi, og aflaði sér þar strax fyllsta trausts. Yar hann um skeið útibússtjóri að Selfossi, en þvi næst aðalféhirð- ir Landsbankans unz liann var skipaður bankastjóri við Búnað- arbankann hinn 15. sept. 1935. Hilmar bankastjóri er vin- sæll maður og vel látinn af öll- um, er liann þekkja, enda prúð- menni og drengskaparmaður í hvívetna. Munu honum' berast hlýjar kveðjur víðsvegar að í dag. r oeiiflir javíkur r rá rgufl. Hikil loftárási á Maiisilieliii í nott. Sprengjum einnig varpað á Berlin. Minni loftárásir á Bretland en að undanförnu. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu mikla árás á Mann- heim, einhverja mestu iðnaðarborg Þýzkalands í nótt sem leið. Ennfremur er frá því sagt í þýzku útvarpi í morgun; að sprengjum hafi verið varpað á Berlín og fleiri borgir, og hafi manntjón orðið mikið í árásum þessum og eignatjón. Loftárásir Þjóðverja á Bretland voru ekki í eins stór- um stíl og verið hefir undangengnar nætur. Alls hafa verið skotnar niður 90 þýzkar flugvélar fyrstu 9 næt- ur mánaðarins eða jafnmargar og í apríl, sem var met- mánuður að því er þetta snerti. í fyrramálið kl. 6 hefst loftvarnaæfing hér í bæn- um og stendur hún í 2—3 klukkustundir. Verður æf- ingu þessari hagað á annan hátt, en æfingum þeim, sem haldnar hafa verið að undanförnu. Þegar æfingar hafa verið haldnar liingað til hafa lijálpar- sveitir þær, sem Loftvarna- nefnd hefir yfir að ráða, aðeins verið látnar mæta á þeim stöð- mn, þar sem, þeim er ætlað að koma saman, ef loftárás yrði , gerð hér. Að þessu sinni verður aðeins lögð álierzla á æfingu fvrir Jjessar sveitir — brunaliðssveit- ir, ruðningssveitir, sjúkrasveit- ir o. þ. h. Verður æfingunni liagað eins og um raunverulega loftárás væri að ræða, bjarga þyrfti særðu fólki o. s. frv. I loftárásunum á Hamborg og Bremen í fyrrinótt tóku 300 —400 brezkar flugvélar þátt, og liafa aldrei verið sendar jafn- margar flugvélar frá Bretlandi til árása á þýzkar borgir á einni j nóttu. Og þetía er í rauninni j eina árásin sem er sambærileg við liinar miklu árásir Þjóð- verja á London og fleiri brezk- ar borgir, þvi að i mestu loft- árásum Þjóðverja hafa tekið þátt flugvélar í hundraðatali. I árásinni í fyrrinótt misstu Bret- ar 10 sprengjuflugvélar. Til samanburðar má geta þess, að brezkir hermálasérfræðingar lialda þvi fram, að i árásunum að undanförnu hafi verið skotn- ar niður fyrir Þjóðverjum 5— 10 af hverjum 100 flugvélum, sem þeir sendu yfir til Bret- lands til árása. í árásinni í fyrrinótt varð hið ægilegasta tjón, einkanlega i Hamborg og Bremen, en i þess- um mikilvægu skipasmíða- stöðvum og iðnaðarborgum var lögð megináherzla á, að valda sem mestu tjóni við liafnirnar, einkanlega i skipasmiðastöðv- unum. Kom,u þar upp miklir eldar, og á báðum stöðunum kviknaði í olíubirgðum, en í verlcsmið j uliverfunum virtist flugmönnunum, sem heilar húsaraðir klofnuðu og var allt í báli á stórum svæðum, eldsúl- urnar stigu liátt i loft upp og reykjarmökkur lagðist yfir borgirnar. Tjón mun einnig hafa orðið mikið i Emden, Ber- lín og viðar. Veður var hagstætt, er til Þýzkalands kom. Skýjað var og frost hátt í lofti, er af stað var flogið, en bráðlega greiddust skýin sundur og þegar til Þýzkalands var komið var him- ininn orðinn alheiður. Yar því vandalaust fyrir flugmennina að finna svæði þau, sem þeim var ætlað að varpa sprengjum á. — Akureyri i morgun. íhúðarhúsið 'á Mýrarlóni í Kræklingahlíð brann síðdegis i gær, ásamt þaki á viðbyggðu fjósi, en áfastri heylilöðu varð bjargað. Ein kona var heima, er eldurinn kom upp, tókst henni að bjarga nokkru af fatnaði og búsmunum. Brezkir hermenn komu brátt að og björguðu kúm úr fjósi og liófu slökkvistarf, einnig fór slökkviliðsstjóri Ak- ureyrar með lióp manna þang- að, og margir komu af næstu bæjum til hjálpar. Eldsupptökin eru ókunn, en húsið og nokkuð af innbúi var vátryggt. Job. Kosningum frestað af ástæðum sem ekki er unnt að greina. Þingmannafundur var hald- inn í gærkveldi og mættu þar stuðningsflokkar stjómarinnar. Stóð fundurinn lengi yfir og var rætt um frestun kosninga vegna hins óvenjulega ástands, sem ríkjandi er í landinu. 1 leiðara blaðsins í dag skýrir Árni alþm. Jónsson frá því, að ýmsar þær upplýsingar hafi komið fram á fundi þessum, sem valdið hafi þvi, að margir þeir þingmenn, sem ekki hafa getað hugsað til þess að kosn- ingum yrði undir nokkrum kringumstæðum frestað, séu al- veg hiklaust þeirrar skoðunar, eftir fundinn, að kosningar verði óframkvæmanlegar nú. Hinsvegar sé ekki lieimilt að skýra frá upplýsingum þessum að svo komnu máli opinberlega. Hér í blaðinu hefir mál þetta verið rætt, með og i móti, eins og það hefir legið fyrir, séð frá almennu sjónarmiði. Virðast umræður um málið tilgangs- lausar úr þessu á svo breiðum grundvelli, enda aðalatriðið, að þess liafi verið gætt, að ganga ekki feti framar i ákvörðunum en samrýmanlegt er stjórnskip- unaflögum vorum og fyrirliggj - andi nauðsyn, enda hefir rit- stjórn Visis lagt á þetta megin- áherzlu frá upphafi. Það er neyðarúrræði að fresta kosning- um, en það neyðarúrræði getur réttlætzt af nauðsyn, og þá er ekkert við því að segja. Myndarleg gjöf til Vinnu- hælis berklasjúklinga. 1 gær var stjóm Sambands ís- lenzkra berklasjúklinga afhent 500 kr. að gjöf af Gunnari Gunnarssyni, forstjóra Nýju efnalaugarinnar. Á fé þetta að renna til Vinnu- hælis berklasjúklinga, en S.l.B. S. vinnur að þvi að koma þvi upp og hefir borizt allmikið fé til þess. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sina ungfrú Sigurlína Gísladóttir, Vegamótum, og R. T. Cook. Frá sumardvalarnefnd: í næstu viku kemur röðin að mæðraheimilunum. 1 næstu viku mun samning- um um sumardvalarstaði fyrir mæður með ungbörn lokið, og verður þá vonandi hægt að aug- lýsa mikið húsnæði og á mörg- um stöðum. Undanfarna daga hefir börn- um verið raðað niður á sumar- dvalarlieimili, auk sveitaheimil- anna. Aðsókn aðstandenda hefir ckki verið eins mikil og búist var við og befir nefndin því sent eftirfarandi orðsendingu til þeirra, sem ekki hafa komið á fund hennar: „Þar sem þér hafið farið frarn á við sumardvalarnefnd, að hún útvegaði dvalarstað fyrir barnið ............... en ekki komið til viðtals og á- kveðið dvalarstað, verður lit- ið svo á, að þér hafið fallið frá beiðni' yðar, svo framar- lega, sem þér hafið ekki ltom- ið til viðtals í skrifstofu nefndarinnar fyrir kl. 7 næst- komandi fimmtudag, þann 15. maí.“ Ástæðurnar fyrir þessari lé- legu aðsókn munu vera aðallega þrjár: 1) Að fóllc hefir sjálft ltomið börnum sínum fyrir og ekki til- kynnt það. • 2) Að allverulegur hópur mæðra hefir trygga staði á veg- urn nefndarinnar með ungbörn og hafa þá um leið leyfi til að taka eldri börn (5-—8 óra) með sér. 3) Að þegar rannsókn i þessu efni fór fram, hafði þýzlc njósn- arflugvél nýlega sveimað yfir bænum, en nú hefir orðið hlé á slíkum heimsóknum og fólk því orðið rólegra.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.